Lögberg - 26.09.1918, Page 4

Lögberg - 26.09.1918, Page 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. SEPTEMBER 1918 iiillíiitmillittHiiáiiilfiiii;Smii»tfflaiHtiBiiwwiUiawiiBaiw»wwiiBwMiwiffli^ * Sögberg j Gefið út hvern Fimtudag af The C*l- j umbia Pret*, Ltd.,|Cor. William Ave. & § Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TALSIMI: GARRY 416 og 417 Jón J. Bíldfell, Editor J. J. Vopni, Business Manager Utanáakrift til blaðsint: THE 801UMBIA PRE88, Itd., Box 3172, Winnipog. M»1- Utanáskrift ritstjórana: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipog, Man. I • VERÐ BLAÐSINS: B2.00 um árið. «^^27 ........................................ Sigurlán Canada Annað útboð í vændum. Eins og menn rauna, þá var Sigurlán Can- atia númer 1. boðið út síðastliðið haust, — fólk- inu í Canada boðið, og beðið að kaupa af ríkis- stjórninni $400,000,000 virði af ríkisskuldabréf- liinogeins og kunnugt er urðu menn mjög Vel vi ð þessari áskonm stjórnarinnar, því menn lögðu fram fé, ekki að eins nógu mikið til þess að kaupa þessi $4(X),000,000 heldiir $420,000,000 virði af veðbréfum ríkisins. Því gjörir stjórnin þetta? Fvrst og fremt til þess að fá fé til þess að halda áfram stríðinu. Vegir þeir sem áður voru farnir, og oftast stóðu stjórnum og fésýslumönnum opnir — að lána útlent fé til nauðsynlegra framfarafyrir- tækja og útgjalda, eru nú sem stendur ekki opn- ir. Þær þjóðir, er aðallega lánuðu peninga til ('anada eru nú í stríðinu, og þurfa á öllum sínum peningum að halda sjálfar, og því engin peninga von þaðan. f öðru lagi er það hagur fyrir stjóynina að taka peningalán heima fyrir, þá borgast vext- irnir ekki út úr landinu, heldur til landsmanna og auka því peningamagnið í landinu, og það er hagur fyrir fólkið í Canada ef það að eins gæfi fengist til þess að sjá og nota sér þann hag. Þegar vér segjum fólkið í Canada, þá eigum vér ekki við auðfélögin, vér eigum ekki-við lánfélcg- in né heldur við bankana, vér eigum við alþýð- una í Canada. f fyrsta lagi er tryggingin sem í boði er sú bezta sem til er í landinu — er landið sjálft með öllu er því tilheyrir, iðnaði, framleiðslu og gjald- þoli. Ef að sú trygging sem bqðin er fyrir þess- um lánum bregst, þá er það hið síðasta sem get- ur brugðist frá tryggingarlegu sjónarmiði, því á undan þessari tryggingu verða bankarnir að fara, lánfélögin að fara auðlegð landsins að vera uppausin, og peningar vorir og peninga- \ irði að engu orðið. 1 öðrulagi er þetta fyrirkomulag sérlega íientugt þjóðinni, ekki aðeins fyrir það, að fyrir komulagið er svo þægilegt að hver einasti maður og hver einasta kona, sem nokkur peningaráð hefir getur tekið þátt í því, heldur og öllu fremur gjörir það alla þá sem þátt taka í þessum lánum að sparsamari mönnum — kennir fólkinu að spara — kennir fólki, að í staðinn fyrir að henda peningum sínum út fyrir glys og glingur, eins og mjög hefir tíðkast nú á síðari árum, þá eigi það að leggja þá á vöxtu sér og sínum til styrktar í framtíðinni og landi sínu til hjálpar þegar því mest á ríður. Margir menn og konur leggja peninga þá, sem þeim tekst að draga saman á sparisjóð fyr- ir mjög lága vexti, vanalegast 3% og það er lofs- vert, þeir eru vanalegast á vissum stöðum þegar þeir eru komnir á bankasparisjóði. En þeir eru hvergi nærri eins vel trygðir þar eins og þeir væru ef þeir væru hjá stjórninni, og svo í tilbót græða bankarnir vanalega frá 3—3yí%*sjálfir á þessum sparisjóðspeningum manna, með því að lána þá út. Ef að þeir menn, sem eiga peninga á sparisjóðum, og eins þeir sem kynnu að eiga peninga, sem þeir þurfa ekki að nota eða geta án verið, lánuðu stjórninni þá peninga sína væri tvent unnið, þeir fengju hærri vexti heldur en á sparisjóðs-bönkum og þá beztu tryggingu sem til er í landinu. / þriðjalagi, fólk gjörir Canada mögulegt að að halda áfram stríðinu að sínum parti. Þessar $420,000,000 sem stjórnin tók til láns hjá Canada mönnum til stríðsþarfa síðastlíðið haust, eru uppgengnar, og nú sem stendur er stríðskostnaðurinn borgaður með bráðabyrgðar lanum frá-bönkum og peningaverzlunarfélögum. En slíkt fyrirkomulag getur ekki haldið áfram því þessi bráðabyrgðar bankalán, sem borgast þurfa aftur innan nokkurra mánaða, er með öllu ónóg til þess að fleyta stríðskostnaðinum, stjórn in þarf að geta fengið fé til þess sem ekki þarf að borgast til baka fyr en að stríðinu loknu, og jafnvægi er aftur komið á atvinnuvegi og fram- leiðslu í landinu. Það er því tvent sem eanad- iskir borgarar verða að athuga. Fyrst, að eini v egurinn til þess að borga stríðskostnaðinn er að fá fé frá fólkinu sjálfu, lítið eða mikið eftir kringumstæðum frá hverjum einasta manni, og hverri einustu konu, sem nokkur peningaráð hefir. Annað. Ef ekki verður hægt að fá næga peninga á þennan hátt, þá verður Canada að hœtta þátttöku sinni í stríðinu. — íslenzkir Can- ada borgarar þér hafið gefið syni yðar til varn- ar þessu landi, og hinu góða og réttláta málefni, sem þeir berjast nú fyrir, — hjálpið því enn fremur með því að lána því að minsta kosti ykk- ar skerf af því fé, sem þarf til þess, a ðþað á sómasamlegan hátt geti lagt fram sinn skerf til þess að leiða þetta stríð til heillavænlegs og rétt- láts sigurs. ------------- \ Y firráðsmanna-embættin úr sögunni. Dómur sá, er kjósendur Winnipegborgar kváðu upp yfir ráðsmannaembættunum, Board of Control, við atkvæðagreiðsluna hinn 20. þ. m., var svo eindreginn og ótvíræður að hann hlýtur að fullnægja öllum, jafnvel þeim sem kröfu harðastir eru að því er snertir atkvæða meirihluta. — Þrátt fyrir gagnstæða spádóma, þá greiddu þó miklu fleiri kjósendur atkvæði en menn alment höfðu búist við. Hér um bil helm- ingi fleiri menn greiddu t. d. atkvæði í þetta sinn, heldur en þegar aukalögin um Shoal Lake vatnsveituna voru lögð undir almenna atkvæða- greiðslu. Af öllum greiddum atkvæðum, um þessi yfirráðsmannaembætti voru 84.8 af hundraði með afnámi. — tJrskurður fólksins verður enn þá eftirminnilegri, er þess er gætt, að Board of Control fyrirkomulagið, fékk ekki meiri hluta á einum einasta stað í borginni. Dómur fólksins verður einnig margfalt minnisstæðari fyrir þá sök, að spurningarnar á atkvæðaseðlunum voru liarla villandi og gátu auðveldlega hafa glap- ið sýn kjósenda, sém ekki voru því aðgætnari. En skilningur fólksins í þessu máli er hreinn og afdráttarlaus. — Ráðsmannaembætti þessi liafa reynst gagnslaus, og almenningur heimtar fullkomnari og heilbrigðari stjóm á málefnum borgarinnar, sem standi í betra sam- ræmi við eðlilegar þroskakröfur híns borgara- Icga samfélags. Þetta má engum manni gleym- ast. Fyrst um sinn verður stjóm Winnipegborg- ar í höndum bæjarfulltrúanna, en slíkt fyrir- komulag getur þó sjálfsagt enganvegin skoðast hið eina ákjósanlega. Það verður því eitt af hin- um mörgu hlutverkum bæjarstjórnar þeirrar, er na*st verður kosin, að lijálpa almenningi til þess að komast að niðurstöðu um, hverskonar stjórnarfyrirkomulag Winnipegborg skuli hafa í framtíðinni. Yfirráðsmanna fyrirkomulagið hefir ávalt verið ófullnægjandi frá upphafi vegar, og alt af vantað festu, þessvegna hefir það aldrei unnið traust rétthugsandi borgara. Einn af yfirráðsmönnunum sjálfum, Mr. Gray, mælti eindregið með afnámi embættanna. og má fólkið vera honum þakklátt í staðinn. Þakkir eiga þeir einnig skildar, þótt í minna mæli sé, bæjarfulltrúarnir Queen og Heaps, sem með þindarlausri lofdýrð um embætti þessi og viðhald þeirra, áttu óefað sinn góða þátt í ósigr- inum, sem Board of Control beið. Bæjarfulltrúi J. J. Vopni barðist snarplega fyrir afnámi embætta þessara og kom þar fram sem áhrifamikill talsmaður fyrir betri og heil- brigðari meðferð á málefnum borgarinnar. Lauslega þýtt úr “Winnipeg Telegram”). Ástandið í Rúmeníu. * Eins og alþjóð manna er löngu kunnugt, þá neyddust Rúmeníumenn til þess að ganga að friðarkostum Þjóðverja, þótt ískyggilegir væru, heldur en að eiga á hættunni algerða þjóðemis- lega tortíming. All-margt af hinu mætasta fólki Rúmeníu þjóðarinnar var þó eindregið á móti samningun- um og reyndi að koma í veg fyrir þá í lengstu lög, og gekk þar fram í broddi fylkingar hin glæsilega drotning Rúmeníumanna. — Eftir síð- ustu fregnum að dæma er svo að sjá, sem mikil- væg veðrabrigði liggi í loftinu, að því er snertir stjórnmálaástandið hjá þesari ágætu, en undir- okuðu smáþjóð. Það er með öðmm orðum sagt, að drotingin sé á ný tekin að hefja all-víðtæka baráttu á meðal þjóðar sinnar, í þeim tilgangi að höggva á fjötrana þýzku, og reyna að safna þjóð inni að nýju undir hinn sigurvænlega frelsisfána samherja vorra, og bendir margt til þess að kvennskörungi þessum muni all-mikið ágengt verða. — Og þó að saga Rússlands sfðustu mán- uðina sé ærið átakanlegt sýnishom þess hvernig fer fvrir þjóð, sem orðið hefir að lúta í lægra haldinu og láta að vilja hinna þýzku yfirgangs- seggja, þá er vafasamt hvort meðferðin á Rúm- eníu, er þó ekki eqn þá lærdómsríkari. Rúmenía var margfalt smærri þjóð, og hafði því af eðli- legum ástæðum, að sama skapi minna bolmagn. Þjóverjar létu taka af lífi í Rúmeníu, herfor ingja og stjórnmálamenn svo þúsundum skifti, f.f flokki þeirra manna, er vildu heldur bíða hel, en ganga að afsláttar kostunum. Dr. Fritz Karl Mann, hefir nýlega gefið út \ skýrslu í Berlín, þar sem hann segir að íbúatala Rúmeníu hafi fækkað vegna stríðsins um átta hundruð þúsundir manna. En úr annari átt hafa þær fregnir borist, að meginþorri þeirrar fólks- tölu, hafi dáið af drepsóttum og hungri, síðan að Þjóðverjar fengu hrifsað undir sig að miklu leyti fjármagn og framleiðslulindir þjóðarinnar. í kúgunarsamningnum síðasta, er Rúmeníu menn neyddust til þess að undirskrifa í Bucha- rest, kröfðust Þjóðverjar eigi opinberlega nokk- nrra skaðabóta í peningum, en aftur á móti heimtuðu þeir óvægilega því nær fullkomin um- ráð yfir náttúruauðæfum þjóðarinnar, kváðu þá leiðina sanngjarnari og samsvara betur þýzkum þörfum. Og mesta áherzluna lögðu þeir á að fá olíu og hveiti framleiðsluna. Um þessar mund- ir flytja Þjóðverjar burt úr Rúmeníu til jafnað- ar 11,000 vagnhlöss af olíu á jnánuði hverjum. En af hveiti flytja þeir þaðan margfalt meira. Frá því í síðastliðnum marzmánuði hafa Þjóðverjar hrifsað burt úr Rúmeníu allar þær vistir, er þeir framast gátu flutt, og tekið moð valdi í hendur sínar járnbrautir, siglingarleiðir og önnur tækifæri, er þeir töldu sér nauðsynleg til þess að geta komið ránsfeng sínum til Þýzka- lands. Einnig hafa þeir lagt hald á mest alla ávaxta uppskéru þjóðarinnar og skipað eigend- um að þurka ávextina til þess að verja þá skemd um, þar sem flutningi varð eigi viðkomið tafár- laust. Þá hafa og Þjóðverjar hrifsað undir sig að neita má allar fiskiveiðar Rúmeníu og skyldað borgara landsins til þess að stunda þær sam- kvæmt þýzkum reglum og fyrirskipunum. Opinberar skýrslur frá Rúmeníu sýna, að Þjóðverjar hafa heimtað þaðan samkvæmt frið- arsamningnum, tvær miljónir smálesta af hveiti, á árunum 1917,1918 og 1919, eða hér um bil sex- tíu og sex miljónir mæla (bushels). Hveiti upp- skéran í Rúmeníu á árinu 1917 varð næsta léleg, en þó er sagt að skerfur sá, er Þjóðverjar fengu þaðali, muni nægt hafa til þess að fæða alla þýzku þjóðina í þrjátíu og sjö daga. Sagt er að í ár, hafi minna en fimtánda hver ekra af landi Rúmeníumanna verið undir rækt. En engu að síður eru Þjóðverjar nú í óða önn að búa sig undir að flytja þaðan hveiti og aðrar fæðuteg- undir í stórum stíl, sem svara mundi tuttugu þúsund vagnhlössum á dag. Og afleiðingin af þessari viðurstyggilegu ránsaðferð er sú,-að Rúmeníu þjóðin horfir fram á hörmungar og hungurdauða. í hinum alræmda Bucharest samningi, fóru Þjóðverjar, eins og áður hefir verið bént á, eigi beinlínis fram á skaðabætur í reiðupeningum: en nú er síðar augljóst orðið, að líka á þessu sviði voru tveir tígulkóngar í spilunum. — Þjóð- verjar lofuðust hátíðlega til að borga fullu verði fyrir hvert einasta pund af hveiti og öðrum vist- um, er þeir kynnu að fá í Rúmeníu. En hvernig efndu þeir loforðið ? Jú, þeir efndu það á þann hátt, að greiða fyrir vörurnar, segi og skrifa. að eins fimta partinn af algengu markaðsverði; og með jöfnum hlutföllum er áætlað að í árslokin 1919, muni Þjóðverjar verða búnir að ræna og stela með þessu móti af Rúmeníu þjóðinni fjár- hæð, sem nemur tveim biljónum dala. Auk þess verður Rúmenía eins og nú standa sakir, að greiða Þjóðverjum álitlega fúlgu fyrir það, sem þeir sjálfir kalla: “að koma á friði og vernda landið gegn innbyrðis óspektum!” Þegar skýrsla sú, sem greinarkorn þetta styðst við, var gerð heyrinkunn á keisaraþingi Þjóðverja, er mælt að fagnaðarlátunum hafi al- drei ætlað að linna. Enda var skýrslan auðvit- að í fylsta samræmi við harðstjórnarandann þýzka. Sagt er einnig að í það sama sinn, hafi von Kuhlmann þáverandi utanríkisráðgjafi Þjóð verja komist svo að orði í þingræðu: “Ef að Rúmenía á að verða fær um að inna samvizku- samlega af hendi allar þær skuldbindingar, er liún nú liefir tekist á herðar, þá má hún sannar- lega ekki liggja á liði sínu”. Svona eru þá friðarkostir Þjóðverja í sínu rétta ljósi. Sömu afsláttarkostunum vilja þeir nú einnig reyna að þrengja inn á Belgíumenn og svona kostum vilja þeir auðvitað þröngva þjóð vorri — Canada þjóðinni, til þess að ganga að. En til þess að forðast slíkan ófagnað höfum vér verið að berjast, erum ^ð berjast og ætlum að berjast þangað til vér göngum sigrandi af hólmi og fáni frelsis og mannúðar blaktir sigur- hrósandi yfir öllum þjóðum. Úr Chicago blaði. Hin óviðjafnanlega stríðssaga Canada hef- ir skráð verið á bókfell aldanna, með heilögum blóðdropum þjóðarinnar beztu sona, sem hlýddu ótilkvaddir og eggjunarlaust kalli móður sinnar og buðu fram fagnandi henni til varnar það dýr- mætasta, sem þeim hafði verið trúað fyrir — líf- ið sjálft. Hugprýði sú er hinir djarflyndu bræð- ur vorjr — nágrannarnir fyrir norðan línuna hafa sýnt, gleymist veröldinni aldrei. Synir sléttulandsins mjalldrifna, hafa haslað sér helg- an völl í minningu samferðamannanna og reist sér þann bauta stein, sem brimrót framtíðarinn ar fær aldrei máð.—Þeir fyltust aldrei ofmetn- aðar af afreksverkunum, er þeir unnu og frá mannraununum sögðu þeir engum. Þeir kunnu hvorki að hopa á hæl né hræðast, voru ávalt reiðubúnir að falla með sæmd — og þeir sem féllu, hafa allir barist sem sannar hetjur og fall- ið með sæmd. Þúsundir af göfugustu sonum nágranna þjóðar vorrar, Canada, hvíla nú látnir í blóð- storknum faðmi Frakklands, og franska þjóðin fléttar blómsveig úr sínum ljiífustu framtíðar- vonum og leggur hann á leiði þeirra með við- kvæmum þakklætistárum, um leið og hún minnist með helgri lotningu mæðranna canadisku, sem ólu slíka sveina á brjóstum sínum og innrættu þeim í æsku réttlætistilfinninguna og virðinguna fyrir mannúðarhugsjónum veraldarinnar. Canada hefir sent nær hálfa miljón einvala liðs til hinna ýmsu orustuvalla, og til þess að geta jafnast á við þá þjóð, þurfum vér Banda- ríkjamenn að senda að minsta kosti sjö miljónir Canada hefir staðið straum af stríðsbaráttu sinni með eanadisku fé, og auk þess hafa canad- iskir peningar streymt inn í Rauða kross sjóð Bretlands og Bandaríkjanna, og til allra hugs- anlegra líknarstofnana, víðsvegar um heim. Vér höfum því sérstaka ástæðu til þess að samfagna hinni canadisku þjóð og þakka henni með djúpri samhygð fyrir hina drengilegu vörn sona hennar, er þeir á fyrstu mánuðum stríðsins komu í veg fyrir að Þjóðverjar næðu markmiði sínu — hafnarbæjunum frönsku. MI4M«4BOW)«M«M«MW)«W)«BO«»04»0«M«B(l«M4BO«ao4BO«BO«MMM«KI>«»>«»v« I Auðvelt að spara Þaö er ósköp auövelt að venja sig á aö spara með því a'ð leggja til síðu vissa upphæð á Banka reglulega. í spari- sjóðsdeild vorri er borgað 3% rentur, sem er bætt við höfuðstólinn tvisvar á ári. > Notre Dame Branch—VV. M. HAMII/TON, Manager. Selkirk Bradch—F. J. MANNING, Manager. THG DOMINION BANK THE ROYAL BANK 0F CANADA HöfutSstóU löggiltur $25.000,000 Höfuöstóll greiddur $14.000,000 Varasjóöur............$15.000,000 Forseti ..... Sir HITBERT S. HOI/P Vara-forseti .... E. 1. PEASE Aðal-ráðsmaður - - C. E NEILIj Allskonar bankastörf afgreldd. Vér byrjum reikninga vl6 einstakllnga •8a félög og sanngjarnir skilm&lar veittlr. Ávisanlr seldar tll hvaCa staðar sem er & Islandl. Sérstakur gaumur geflnn sparlrJ68slnnlögvim, sem byrja má me8 1 dollar. Rentur lagSar v!8 & hverjum 6 m&nuíum. T* E. THORSTEINSSON, Ráðsmaður Co William Ave. og Sherbrooke St„ Winnipeg, Man. 3] 185155 Walters Ljósmyndastofa Vér skörum fram úr í því að stækka myndir og gerum það ótrúlega ódýrt. Myndir teknar fyrir $1.50 og hækkandi. Komið til vor með þessa auglýsingu, og þá fáið þér $1.00 afslátt frá voru vanaverði. Walters Ljósmyndastofa, 290 Portage Ave. Talsíœi: Main 4725 NORTH-WEST GRAIN COMPANY tslenzkir hveitikaupmenn 245 Grain Exchange - WINNIPEG TIL ISLENZKRA BÆNDA! Verð á hveiti hefir verið ákveðið af laridsstjórninni í ár, en það getur verið peningavirði í vasa yðar, að vita, að við sjálfir skoðum kornið úr hverju vagnhlassi, sem okkur er sent, og rangindi með teg- undamismun (grade) getur ekki átt sér stað. Þetta er nokkuð, sem mörg stærri félög ekki gjöra, því þau hafa mörgu að sinna. Það getur stundum komið fyrir að þeir menn, sem líta eftir flokkaskip- un (gra.de) á hveiti fyrir hönd stjórnarinnar, gjöri óviljandi rangt, og er gott að einhver líti eftir að slíkt sé strax lagfært. í' sambandi við þær korntegundiir, sem að samkepni er hægt að koma að, skulum vér gjöra eins vel, ef ekki betur, en aðrir. Þeir sem vildu geyma hafra, bygg eða flax um lengri eða skemri tíma, ættu að senda til okkar það sem þeir hafa. Við borgum ríflega fyrirfram- borgun og látum hvern vita um, þegar við álitum verð sanngjarnt. Við erum þeir einu Islendingar, sem höfum ábyrgðar og stjórnar- leyfi til að selja korn fyrir bændur á Commission, og vildum mælast til að íslenzkir bændur gæfu ökkur tækifæri. Sendið okkur eitt vagn- hlass til reynslu, og mun það tryggja framhaldsverzlun, því góður árangur eykur viðskifti. Virðingarfylst. HANNES J. LÍNDAL Ráðsmaður. Manitobastjórnin og Alþýðumáladeildin Greinarkafli eftir starfsmana Alþýðumáladeildarinnar. REGEUG.IÖRD UM HAIjMBRENZIiU Enfíinn má hrenna háhn án leyfis. Eftirfylgjandi er útdráttur úr lögum sem gefin voru út og staSfest af Can- ada stjörn 10. ágúst 1918: “1. Hálmstakka, sem nú eru til, hvert sem eru frá þvi I fyrra eba frá þessu ári hvert heldur er í Manitoba, Saskatchewan eSa Alberta, má alls ekki brenna éSa á nokkurn hátt eySi- leggja, nema aS fengnu leyfisbréfi frá ráSherra akuryrkjudeildarlnnar I þva fylki sem umsækjandi á heima I. “2. Hver sá er brýtur þessi lög skal dæmdur aS borga áS minsta kosti tiu doilara, en ekki meira en eitt hundraS dollara, eSa fangelsisvist alt aS þrjá- tlu dögum, eSa hvortveggja.” ASal ástæSan fyrir þessum lögum er aS koma 1 veg fyrir fóSurskort þar sem jarSargróSur hefir brugSist t ár. Allir bændur eru hér meS aSvaraSir aS breyta samvizkusamlega eftfr þess- um lögum, þar til þau eru numin úr íslendingar ættu að muna eftir pafninu hans W. W. Robson, þegar þeir þarfnast góðra mynda handa drengjunum austur á Fakklandi. Mr. Robson hefir jækið ljósmynda iðn hér í borginni um þrjátíu ára gildi. — Umsóknum um leyíi til aS brenna hálm verSur veitt athygli og leyft þegar góSar ástæSur eru gefnar fyrir þörfinni. Til þeirra er vilja kaupa háiro. m Til þess aS greiSa fram úr þessu og auka sem minst óþægindi fyrir þá er þurfa aS brenna hálm, er hér meS tek- 18 fram og ætlast til aS allir þelr bænd- ur, sem þurfa aS fá hálm tll gripafóS- urs skrifi aSstoSar ráSherra jarSyrkju- deildarinnar um þaS, og látl vita hvaS mikiS óskast af hálmi. þau bréf skulu vera send fyrir 15. október 1918. T11 þelrra er vilja selja bálin. Elnnig skulu allir þeir bændur, sem vilja selja hálm skrifa og láta vita hér um bil hvaS mikiS þelr hafa tii sölu. Vonast er eftir, aS hver sá er þarfn- ast hálms I Manítoba láti vita um þaS hiS allra bráSasta. skeið og unnið sér traust almennings fyrir áreiðanleik í viðskiftum. Hann hefir fengið mörg verðlaun á iðnsýn- ingum fyrir ljósmyndasmiði sína. Þegar þér komið til borgarinnar, þá skuluð þér heimsækja myndastofu Robsons, 490 Main Street. Stríðsvinnandi efni (Government Standard) og PURITY HAFRAMJÖL Skrifið oss um upplýsingu Western Canada Flour Mills Co., Limited Winnipeg, Brandon, Calgary, Edmonton, Flour License Nos. 15,16,17. 18. Cereal License No. 2-009.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.