Lögberg


Lögberg - 03.10.1918, Qupperneq 3

Lögberg - 03.10.1918, Qupperneq 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. OKTÓBER 1918 8 Dœtur Oakburns lávarðar. Eftir MRS. HENRY WOOD. J>RIÐJI KAFLI. Hann sneri sér við hrottalega, með skörung- inn í hendinni. “Ungfrú Beauchamp! Hvaða skrípaleik ajtlið þér að leika með mig, lafði Jana?” “Engan skrípaleik,” svaraði Jana hnuggin. “Hiín slepti nafni okkar, þegar hún tók að sér kenslustörf — til þess að vanvirða það ekki, sagði hún — en hélt nafninu Beauchamp. Hún var systir okkar, Clarice Beauchamp Chesney.” Einkennilegur svipur kom í ljós á andliti Carltons, en han sneri sér undan. wYið vitum að Clarice gifti sig,” sagði .iana, “og við höldum að hún hafi gifst Thomas West. Átti hann Robert fyrir bróður?” “Átti hver Robert fyrir bróður?” spurði Carlton. “Tom West.” “Tom West átti engan Robert fyrir bróður, svo eg viti. Eg liefi aldrei þekt neinn Robcrt West.” “Undir hvaða nafni gekk systir mín, þegar hún var hér í South Wennock?” bætti Jana við. * ‘ Það getið þér sagt mér. ’ ’ “Hún hefir aldrei verið í South Wennock.” ‘ ‘ Hr. Carlton! Hún hefir verið liér, og þér hljótið að vita það. Hún gjörði yður boð sama kvöldið og hún kom, til þess að þér veittuð henni læknishjálp; þér áttuð að koma til Palace St. ? ” Hann misti skörunginn í gólfið, og um leið og hann laut niður til að taka hana upp, sá Jana að andlit hans var náfölt. Augnabliki síðar lét hann skörungin á sinn stað og sneri sér að Jönu. “Eg veit alls ekkert um systur yðar. Hvers- veg-na spyrjið þér mig?” Þessu gat Jana ekki svarað, því liún hafði lofað Lauru að minnast ekik á bréfið. “Þegar systir mín kom til South Wennock, til að dvelja hjá gömlu frú Jenkinson, höfum við ástæðu til að ætlá að þér liafið verið læknir henn- ar, hr. Carlton. Mig langar til að vita undir hvaða nafni hún gekk þá.” Carlton varð aftur undrandi. Hann sýnd- ist ekki skilja þetta. “Eg veit ekkert um það, sem þér spyrjið um, lafði Jana. John Grey er læknir í húsi frú Jenkinsons; eg hefi aldrei koanið þar.” “Clarice vildi ekki Grey, hún vildi yður. Lá hún ekki veik í Palnce Street?” “Eg veit ekkert um heilbrigði eða hreyf- ingar systur yðar, ogekkert um frú Jenkinson.” “Þér þektuð ungfrú Beaucamp hjá frú West?” sagðj Jana. “Eg man að eg sá þar stúlku með þessu nafni, kenslustúlka hjá West,” svaraði hann. “Eg held að það sé misskilningur hjá yður, að áiíta hana systur yðar?” “Hún var systir okkar. Laura hefir lík- lega aldrei minst ó hana við yður, en við höfum leitað hennar um mörg ár.” “Því ætli hún hafi aldrei minst á hana?” sjmrði Carlton. , “Líklega af drambi. En — getið þér sagt mér hvort Clarice giftist Tom West?” “Lafði Jana, eg get ekkert sagt yður. Ung- frú Beaucamp var kennari hjá West, ekki hjá mér. Að svo miklu leyti eg veit, fór Tom ógift- ur til Indlands. Þegar eg kom liingað misti eg sjónar á þeim öllum.” “En—veittuð þér systur minni ekki læknis- hjálp hjá frú Jenkinson? Þér voruð þó beðnir um það.” v “Hvaða ástæðu hafið þér til að halda það? líver beiddi mig þess?” Aftur þagnaði Jana. Hún gat ekki minst á bréfið. “Eg get aðeins endurtekið það svar, sem eg hefi gefið yður,” sagði Carlton, þegar Jana þagði. “Eg hefi aldrei verið beðinn að koma t hús frú Jenkinsons, og aldrei veitt þar neinum lijálp.” “Og þér getið ekkert sagt 'mér?” “Það get eg sannarlega ekki.” Jana stóð upp úr stólnum. “Þér verðið að fyrirgefa, hr. Carlton, þó eg haldi að þér gætuð sagt meira, ef þér vilduð. Eg verð að finna systur mína, lifandi eða dauða. Mig hefir nú eíðustu dagana grunað, að litli drengurinn í húsi Tuppers væri hennar barn,” sagði hún viðkvæm. “Eg vildi að þér gætuð hjálpað mér.” Hann hristi höfuðið og opnaði dyrnar fyrir lafði Jönu, og lmeigði sig þegar hún fór. Laura beið enn í herbergi Jönu. “Nú?” sagði hún þegar Jana kom. “Annaðhvort veit Carlton ekkert, eða hann vill ekki segja það,” sagði Jana. “Það áíðara mun vera tilfellið.” “Þekti hann Clarice nokkuru sinni?” “Já, sem ungfrú Beaucamp. Hann vill ekki trúa því að hún hafi verið okkar systir. Hann segist aldrei hafa komið í liús frú Jenkin- son. Laura, eg liefði átt að sýna lionum bréfið, þá hefði eg getað spairt hann ákveðnara.” “Ó, en það dugar alls ekki. Eg fann það í einum af felustöðum hans,” sagði Laura hlæj- andi. “En að,þú skulir hlæja núna. Mér finst eins og erfitt leyndarmál sé við það að opinber- ast. Þxi þarft ekki að fara, Judith.” Laura varð undrandi. “Hvaða leyndar- mál?” “Hvernig á eg að vita það? Eg vildi að eg gæti það. Ef alt væri eins og það á að vera, því skyldi geðshræring þá grípa Carlton og hann neita að svara? Það er enginn efi á því, að spurningar mínar komu honum í vandræði. Mér dettur í hug að hinn ungi West hafi narrað Clarice í hjónaband, sem ekki var löglegt — og Carlton hafi lijálpað honum til þess.” “Heldur þú' að Carlton hafi svívirt sig með jafn óheiðarlegu starfi?” sagði Laura reið. “Hann hefir sína galla, en hann á ekki við slíkt.’ “Mennirnir álíta stundum vinalausar kenslu- konur vera réttmæt leikföng,” sagði Jana lágt. ‘ • Og hún var aðeins þekt sem hin verndarlausa Clarice Beaucamp. Þú mátt vera viss um að Tom hefir amað henni á einn eður annan hátt; mig grunar að Carlton viti það, og reyni að dylja. Þannig var það í hinum voðalega draum. Carlton kom fyrir í honum.” “Hvaða draumur var það, Jana? Segðu mér liann nú?” hvíslaði Laura áköf. Jana byrj- aði strax. “Það var á múnudagskvöld hinn 13. marz, þegar fastan var að byrja; páskarnir komu seint það ár —” “Hvað hafa páskarnir með þetta að gera?” spurði Laura. “Ekkert. Eg háttaði strax eftir tedrykkj- una, því mér leið ekki vel, og klukkan hálftíu sofnaði eg. Mér sýndist Clarice koma að rúm- inu mínu í líkfatnaði sínum, og stóð og horfði á mig. Skildu mig nú rétt, Laura — eg mundi í draumnum að eg liáttaði hálflasin, og mér fanst eg vita að eg var í rúminu og svaf. Mig dreymdi að Clarice kom og eg þóttist vákna. Klæðnaður hennar, líkhjúpurinn, gjörði mig ekki hrædda, en hún talaði ekki. “Til hvers ex*tu komin hingað?” spurði eg. “Til að segja þér að eg er farin, ’ ’ svaraði hún og benti á and- lit sitt, senx var eins og framliðins manns, og á • líkhjúpinn; en eg mun ekki hafa sett orð hennar í samband við dauðann — að minsta kosti gat eg ekki munað það þegar eg vaknaði —, eg hélt að hún hefði lagt upp í ferð. “Hversvegna fórst þú burtu án þess að segja okkur það?” spurði eg hana. “Hann hindraði það,” svaraði hún, “hann varð of fljótur. “Hver?” spurði eg; og hún sneri föla aixdlitinu að dyrunu’m og benti á þær. Eg get ekki lýst fyrir þér hræðslunni, sem þá greip mig, Laura. ‘ ‘ Komdu og sjáðu hann, ’ ’ sagði Clarice og sveif að dyrunum. Mér fanst eg fara ofan úr nxminu og elta hana, án þess að geta veitt nokkra mótspyrnu; hún leit um öxl t sér með dauða andlitinu og stirðnuðu, dauðu augunum, sem sneni að mér, og benti mér að koma. En, ó! sá skelkur, sú hræðsla, sem eg fann til af því, að verða að líta út fyrjr dyrnar. Það var algjörlega yfirnáttúrleg hræðsla, sem við höfum enga reynslu af í þessu lífi. Mér sýndist Clarice ganga út á undan nxér — ganga út hlýðin gegn þeirn, sem þvingaði haixa til þess, eins og hún þvingaði mig. Mér fanst sem eg vildi heldur missa h'fið en líta út fyrir, en eg gat enga mótspyrnu veitt. Pyrir utan stóð sú per- sóna og beið eftir henni, sem —” “ Ó, ó! ’ ’hljóðaði Laura, sem nú var nóg boð- ið. Hjátrúarhræðslan hafði gripið hana. “Líttu á Judith.” Jana sneri sér við og sá andlit Judithar ná- fölt. Hún afsakaði sig. “Eg er ekki veik, lafði, en eg verð stundum hrædd við að heyra slíka uixdarlega drauma. ’ ’ Lafði Jana byrjaði aftur. “Úti stóð sú persóna og beið eftir Clarice, sem hún sa"ði að hefði hindrað sig að segja okk- ur frá burtför sinni, og verið of fljót. Það var hr. Carlton. Hann horfði hörkulega á hana og benti á einhveim stað í fjárlægð, þar sepi dimt var. Eg man ekki meira; eg vaknaði svo • hrædd, að ekki er mögulegt að lýsa því. Og þó gat eg hljóðað. Um þetta leyti var pabba að batna ein gigtarhviðan, og eg þorði ekki að vekja neinn, svo hann y^ði ekki hræddur. Eg fól svo höfuðið undir ábreiðunni, og hefi eflaust legið heilan klukkutíma áður en eg leit upp aft- ur; þarna lá eg skjálfandi af hræðslu og löðr- andi a^ svita.” “Þetta er undarlegur draumur,” sagði Laura hugsandi. “En hann getur enga þýð- ingu haft, Jana.” “Það sagði eg við sjálfa mig líka. Clarice var í London, að áliti okkar, .og Carlton í South Wennock; einmitt þetta kvöld, kl. hálfátta, hafði haixn verið í okkar húsi hjá pabba, en mig dreymdi drauminn fyrir kl. tíu, því eg heyrði klukkuna slá eftir að eg var vöknuð. Mér geðj- aðist aldrei vel að Caxdton áður, en þessi draum- ur vakti hjá mér viðbjóð á honum. Ranglátt munt þú segja; en við getum ekki ráðið við slíkt. Eftir þetta var hann altaf í huga mínum til að vekja hræðsluvog eg hefði heldur viljað sjá þig gifta einhverjum öðrum. í kvöld sé eg í fyrsta skifti að draumurinn minn hefir einhverja þýð- ingu, því Clarice hefir hlotið að vera í South AVennock, bréfið hennar er skrifað þann 10„ á föstudaginn næstan á undan.” “En sú heimska, Jana. Hvaða þýðingu?” “Það hefi eg enga hugmynd um, nema ef West hefði gjört Clarice eitthvað ilt, og Carlton sé honum meðsekur um það.” Laura hæddist að þessari hugmynd Jönu, um leið og hún fór, og kallaði liana glópsku. “Eg skal finna frú Jenkinson á morgun,” tautaði Jana. ‘ ‘ Það er gagnslaust að þér farið þangað, að eg theld, lafði. Hafið þér nokkru sinni séð þetta?” Hún tók skrautlegt nisti upp úr tösku sinni og lagði það í lófa Jönu. Það var með bláum glersívalningum og perlur festar á jaðrana; . snotur gullkeðja, hér um bil þrigja þumlunga löng, var fest við hana á liverri lilið. Lafði Jana þurfti aðeins að líta á það. “Ó, Juditli!” hrópaði hún, “hvar hefir þú fengið betta? Það tilheyrir lafði Clai-ice.” “Það tilheyrir henni,” svaraði Judith lágt. “Eg lield eg geti sagt yður hvað orðið er af henni. En það er sorgleg og hræðileg saga, sem ekki er notalegt fyrir yður að heyra. ’ ’ “Segðu mér hana,” tautaði lafði Jana, “ hvernig sem hxin er.” “ Vesalings konan, sem svo mikið hefir ver- ið talað um í South Wennock — sem dó sömu nóttina og yður dreymdi drauminn, ekki hjá frxi Jenkinson, heldur hjá ekkjunni Gould í næsta húsi — hún gaf mér þetta nisti.” Lafði Jana stóð með galopin augun. Hún gat ekki strax skilið þetta. “Eg tala um frú Crane, lafði, sem dó eftir að liafa neytt hins sefsftdi lvfs frá Stephen Grey.” “Hún gat ekki verið systir mín,” svaraði Jana afar lágt. “Eg held áreiðanlega að hún liafi verið systir yðar, lafði,” sagði Judith. “Hún sagði mér að það væri sitt eigið hár, sem væri í því. Og bi’éfið, sem lafði Laura kom með hingað í kvöld, var hið sama og líkskoðarinn las við yfir- heyrsluna; það er að segja, nokkuð af því var lesið, því lielminginn vantaði.” Jana hné niður á kné sín, of magnlaus til þess að geta staðið upprétt, eft.ir þessa sorglegu uppgötvun. . XVIII. KAPÍTULI. Gagnstœðar leiðir. Þessi opinberun breytti hugsanastefnu Jönu. Frú Crane. Það sýndist þá augljóst að Clarice hefði gifst þesuni Crane, sem frxi West mintist á. En það var þó eitt sem mótmælti því. Það, að hún skrifaði manni sínum, að hún xxotaði ekki sitt rétt nafn, þegar hún kallaði sig frxi Crane. Eitthvað kom Jönu til þess að lialda þessu leyndu fyrir Lauru. Morguninn næsta skipaði hún að flytja úr hxisi Carltons, þó það væri alls ekki hættulaust fyrir Lucy. Um hið rétta sam- hengi viðburðanna var hún í óvissu; en sá grun- ur lifnaði ósjálfrátt hjá henni, að sá maður, sem Carlton sá í stigaganginum, liefði verið Crane, maður hennar. Hún hafði sagt að maðurinn hennar væri á ferðalagi, en bréfið hennar sýndi, að hann var þá í South Wennock. Þetta var al- veg óskiljanlegt. “Þetta er skvndileg burtför, lafði Jana,” sagði Carlton, þegar hún kom inn til hans. “Eg get ekki ábyrgst að Lucy þoli flutninginn. ” “Eg tek að mér ábyrgðina, hr. Carlton. Eg þakka yður gestrisni yðar, vinsemd og um- hyggju yðar fyrir Lucy; en eg þrái mitt eigið heimili og finn, að eg verð að liafa frjálsar liend- ur til að halda áfram rannsókninni um forlög Clarice. Ef þér liefðuð verið hreinskilnari við mig, hr. Carlton, hefði eg máske ekki farið.” ‘ ‘ Það er harla undarlegt að þér skulið í- mynda yður að eg þekki nokkuð til þessara hluta, lafði Jana.” “Eg er sannfærð um að þér þekkið til þessa,” svaraði Jana. “En eg var á röngum vegi í gærkvöldi, þegar eg talaði um Clarice. IIúii var ekki hjá frú Jenkinson, heldur í næsta lxúsi. Vesalings konan, sem dó hjá ekkjunni Gould, var Clarice systir mín.” Carlton svaraði engu. Hann horfði fast á lafði Jönu. “Hún kallaði sig frú Crane. Eg er því komin að þeirri niðurstöðu, að hxín hafi ekki gifst Tom West, heldur þessum Crane, sem van- ur var að koma til AVests. Þér liafið hlotið að jxekkja hann, lir. Carlton. Hverskonar maður var hann?” “ Hverskonar maður?” endurtók Carlton, sem var hugsandi. “Hann var lítill, feitur mað- ur með svart húr, ef eg man rétt. Hvað kemur yður til að halda, að hin framliðna kona hafi verið systir yðar?” “Lítill, feitur maður með svart hár,” end- urtók Jana, sem gaf hinu engan gaum. “Það hefir verið hann, sem þér sáuð í stigagangin- um.” “Nei,” svaraði Carlton æstur. “Andlitið, sem eg sá í stigaganginum, hafi eg séð nokkuð, líktist ekki neinu, sem eg hingað til hefi séð.” “Vissuð þér að Clarice — ungfrú Beau- camp giftist Crane?” “Nei, það vissi eg ekki.” “Eg get ekki losnað við þá hugsun, að þér vitið meira um þenna horfna viðburð, heldur en þér segið,” svaraði hún. “ Eg þarf lykilinn að honum. Ef þér getið gefið mér hann, því gjör- ið þér það þá ekki. Þér voruð áreiðanlega kall- aður til frú Crane; þér vitnuðuð það sjálfur við réttarhaldið. ’ ’ “Við göngum gagnstæðar leiðir, lafði Jana,” svaraði Carlton. “Eg get ekkert sagt yður um þetta. Konan, sem dó á Palace Street, og eg var kallaður til, var ókunnug. Að hún liafi verið systir yðúr, get eg ekki lialdið. En hvernig sem þessu er varið, ræð eg yður til að hætta við þetta málefni. Það leiðir ekki til neins góðs að rannsaka það, og ekki verður það við- feldið fyrir ykkur systurnar, að láta það berast út á meðal fólks. Hættið þér við þessa rann- sókn, lafði Jana.” “Eg skal aldrei hætta við hana,” svaraði Jana. “Og óþægindin — verðum við að þola.” “Eins og yður þóknast,” svaraði Carlton kæruleysislega. ‘ ‘ Eg get ekki sagt meira. ’ ’ Þau gengu gagnstæðar leiðir, og héldu á- fram með það. Jana var ákveðin í því, að halda áfram rannsókninni, og undir eins og búið var að búa um Lucy, fór hún til hxxss Tuppers. Ju- dith hafði sagt henni, að frú Snxith hefði viður- kent, að drengurinn væri sonur frú Crane. Þeg- ar Jana kom að dyrunum, opnaði frú Smith þær. Jana beiddi hana að veita sér liálfrar stundar viðtal, ef hún hefði tíma til þess. “Eghefi altof mikinn tíma,” svaraði konan lxrygg. “Eg horfi aðeins á hinn dána.” “Hinn dána? Hann er þó ekki dáinn — litli drengurinn, ’ ’ “ Jú, hann er dóinn. Hann dó milli kl. níu og tíu í morgun.” Jana hné niður í stól í eldhxisinu. “Og eg hefi aldrei kyst liann, móður lians vegna. Eg vissi ekki að liann var hennar barn. Dáinn! Hann var — að eg held — systursonur minn.” Konan starði á hana. Systursonur yðar? Þér eruð lafði Chesney,” Areiðanlegustu Eldspíturnar í heimi og um leið þær ódýrustu eru EDDY’S “SILENT 506” AREIÐANLEGAR af því að þær eru svo búnar til að eldspítan slokknar strax og slökt er á henni. ÓDÝRA-sTAR af því þœr eru betri og fullkomnari en aðrar eldspítur á markaðinum. Stríðstíma sparnaður og eigin samvizka þín mælir með því að þú kaupir EDDYS ELDSPlTUR Hog":UI1 LODSKINN E( þú óakar eftir fljótrí afgreiðtlu og hesta verði fyrir ull og loðskinn.skrifið Frank Massin, Brandon, Man. Skrifið eftir verði og áritanaspjöldum. Ull, ( jœrur og Seneca Rœtur Vér kaupum vörur þessar undir eins í stórum og smáum slumpum. Afarhátt verð borgað. Sendið oss vörurnar strax. R . S. ROBINSON W I N N I P E G, 157 RUPERT AVENUE og y 150-2 PACIFIC AVE. East ' - MAN. Ánœgðir Viðskiftamenn eru mín # ‘ Beztu Meðmæli. Hundruð af þeim eru reiðubúnir að staðfesta að verk mitt er sama sem sársaukalaust og verðið dæmalaust sann- gjarnt. Með því að hafa þetta hugfast munu menn sannfærast um að það er óhætt að koma til mín, þegar tennur þeirra eru í ólagi. Dr. C. C. JEFFREY, „Hinn varfaerni tannlseknir" Cor. Logan Ave. og Main Street, Winnipeé l.OOSKINN B»'udur, Veiðiiiieniiii og Versluiiarinenn LiODSKXNN A. & E. PIERCE & CO. (Mest’j skinnakaupmenn í Canacía) 213 PACIFIC AVENUE..................WINNIPEG, MAN. Uu-sta verð borgað fyrtr Gæmr Húðlr, Seneca rætur. SENDID OSS SKINNAVOUO YDAR. I KOL!-------KOL!: p Taliími Garry 2620 i D. D. Wood & Sons, Ltd.: ' | Félagið sem hefir góðann p | eldivið ágœta afgreiðslu | OFFICE og /ARDS: R03S AVE., Horni ARLINGTON STR. | ■ Reglubundin afgreiðsla. | Abyrgst að menn verði ánægðir, | VIÐUfl---------------------------------------------------------------VIÐUR | i]L'MMiitæillMlllini!ll1IIMIIIlMlllMlllMlllM!ll«llll«llll«ll!i«llllM11B;:!M;iiiMli:!»!l[l»!]IMI!iMilliailllMllllip Hvalaveiðamar Ný aðfertt. í ágústmánuöi í fyrra var gufu- skipiö “Havman”, tilheyrandi Aale- sundts Fiskeriselskap, forstjóri Elias Roald, útbúið til þess aö veiöa stór- hval, og átti aö afspika hvalinn úti á rúmsjó, á sjálfum veiöistaönum, því samkvæmt hinum norsku lögum um hvalveiöar, sem eru lík hinum íslenzku þá hafa hvalvciöaskip ekki leyfi til aö draga hvalina til lands eða inn fyrir landihelgiislínuna. Mönnum var mjög umlnrgaö um aö vita hvernig þessu fyrirtæki reiddi af, því hér var um þýöingarmikiö atriöi aö ræða, sem gat haft áhrif í framtíðinni. Mikaelsen svo, að þaö var vel framkvæmanlegt. Þegar búiö er áð drepa hvalinn, er pumpað inn í ihann nreð vélinnl sam- anlþjöppuöu lofti, til þess að hann fljóti betur. Með hjóltaugum og sterkum krókum, er svo hvalnum bylt til, meðan verið er að flá af honum spikið. Þegar það er búið, cr stung- ið gat á maga hvalsins og sekkur þá sikrokkurinn.” Eftir síðustu fréttum frá Noregi er útlit fyrir að hin vel hepnaða til- raun með “Havman” verði til þess að hvalveiðar með þessari aðferð verði reknar í stórum stil. “Fram.” Lax. Eg Kefi 70 kassa af White skpstjóri á “Havman” segir svo frá: “Við fórum frá Aalesund til Tromsö, þaðan lögðtun við til hafs, og höfðum stefmt á Björnöen, sem liggur nálægt Spitzbergen. Þar hitt- um við strax hval, og 9 sólarhringa samfleytt urðum vð að vera við vinnu næstum án þess að neyta nokkurs svefns, ihöfðum við þá fengið 5 blá- hvali, sem við álítum að muni jafnast á móti 35 andarnefjum, eða 62 þús. kr. virði. Tiunda daginn gjörði hvassan vittd af norðvestri, og héldum við því á leið heim til Noregs.” Það hefir v’et;ið álitið að ófært væri að ná spikinu af hvalnttm úti á rúmsjó, en það sýndi sig í þessari ferð að erfiðleikamir vom ekkl melri en Spring og Cohoe laxi, sem eg get selt beint til neytenda með lægsta heildsöluverði. Skrifið Th. J. Davidson, Caspaco, B. C. Kviðslit lœknað. Eg kvifislitnaCi þegar e*c var ak lyfta þungri kistu fyrir nokrum &rum. Læknarn- ir íögBu afi ekkert annaO en uppskurtSur dygröi. Umbúttir gerbu sama sem ekkert gagn. — En loksins fékk eg þó þann læknis- dðm, er hreif og læknaöi mig geraamlega. Sí8an eru libin mörg ár og eg hefl ekki kent mér meins; hefl ég þö unnib harba vinnu. sem trés’mitSur. Eg þurfti cngan uppskurS, og tapaM engum tíma frA vinnu. Eg hefi ekkert til sölu, en er reitSubúinn atS gefa þér upplýsingar á hvern hfttt þú getur losnab vifi þenna sjúkdóm, &n uppskurfiar. Utanáskrift mín er Eugene M. Pullen, Carpenter, B51 E. Marcellus Avenue. Manascman. N. J. — Þú skalt klippa úr þenna sefiil og sýna hann þeim, aem þJAst af völdum kvifislits. í»ú getur mfiake bjargafi lífi þeirra, efia nt5 minsta kosti komifi t veg fyrir þann kvffia og hugarangur, »em samfara er uppskurfii.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.