Lögberg - 26.12.1918, Side 6

Lögberg - 26.12.1918, Side 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. DESEMBER 1918 ’Sólskin* óskar öllum |j íslenzkum börnum Gleðilegra Jóla! * Hollendingurinn fljúgandi, Fyrir mörgum árum síðan var skip frá Nor- egi á heimleið eftir langa sjóferð til fjarlægra landa. Skipstjurinn á þessu skipi hét Daland, og átti hann bú sitt og heimili í Noregi. Hann gekk óþreyjufullur fram og til baka eftir þilfari skips- ins, og var að hugsa um dóttur sína, Sentu. Það var forkuunar fríð, dökkeygð stúlka, sem hann hafði nú ekki séð í marga mánuði. Og hann hlakk- aði til þess, að í kvöld gæti hann komist heim og gæti vafið dóttur sína elskulega að hjarta sér. En með kvöldinu fór að hvessa og skýbólstrar að myndast í lofti, sem vindurinn tætti í sundur og þeytti fram og aftur; og við og við steyptist helli- rigning úr þeim og buldi á þilfarinu. “Það er barasta gusa, sem hjaðnar eins fljótt og hún reis,” sagði kafteinninn. En um miðnætti hafði vindinn ekkert la'gt, heldur hafði hann aukist svo, að nú söng í hverju bandi og siglutrén svignuðu undan ofurkrafti hans, og öldurnar ruku hvítfextar alt í kringum skipið. Daland vissi að þetta var engin bráðabyrgðar- hviða, heldur var hann genginn í ofsaveður. Og hann vissi líka, að lítil líkindi mundu verða til þess að hann kæmist fram hjá klettaskaganum, sem f ram undan skipinu var, og sem að f jörðurinn lá á bak við, sem dóttirin kæra átti heima í; og þangað, sem hann hafði vonast eftir að ná um kvöldið. Hann skipaði því mönnum sínum að rifa segl- in, breytti stefnu skipsins og stýrði því til lands, þar sem hann vissi af landvörðum vogi, er hann í skjóli gæti beðið af sér óveðrið. “Eg man ekki eftir að eg hafi nokkumtíma verið úti í slíku ofveðri,” sagði Daland við háseta sína. “Guð hjálpi þeim, sem í nótt eru úti á rúm- sjó.” Varla hafði Daland slept orðinu, þegar að ljós glampaði í gegn um náttmyrkrið, og í svip lýsti upp sjóinn, ógurlegan og löðrandi; og undireins á eftir kom drynjandi þrama. Og rétt í sama bili hrópaði stýrimaðurinn upp og sagði: “SkiP framundan. ” Daland tíljóp út að borðstokknum og sá annað skip, sem var að reyna að ná sömu lendingu og þeir. Ilann heyrði skipanir kafteinsins á ókunna skipinu vel, og skömmu síðar sá hann þá kasta út akkeri, og skip þetta lagðist við hliðina á norska skipinu. Þetta aðkomna skip var mjög einkenni- legt. Það var veðurbarið og auðsjáanlega gamalt. Seglin, sem skipshöfnin var að taka saman, voru blóðrauð á lit. Skipshöfnin á stkipi þessu var mjög þögul — ekkert orð heyrðist frá vörum þeirra, eða ánægju- svipur á andlitum þeirra yfir því að þeir voru bún- ir að ná óhultu skýli fyrir ofviðri og ósjó. Skipið lá þarna við akkerisfestar sínar, og etnhver ósegj- anleg og dularfull þögn hvíldi j”fir skipi og skips- höfn. Og norsku sjómennirnir, sem hafði langað til þess að kynnast skipverjum þessum, og óska þeim til hamingju með að vera slopnir við hættu hins ægilega hafs, sneru baki við þessum mönnum, sem virtust helzt ekkert vilja hafa saman við þá að sælda. Eftir litla stund kallar kafteinnin á ókunna skipinu til Dalands, og býður honum til sín yfir á skip sitt, og það þá hann. Þeir fóru niður í klefa kafteinsins á ókunna skipinu og sátu þar alla nótt- ina þar til að sól reis úr ægi og etorminn lægði, naista morgun. “Eg hefi farið víða,” mælti ókunni maðurinn við Daland. “Um óþekt og fjarliggjandi höf. Auðlegð í gulli, silfri og dýnnætum steinum, eru falin í leynihólfum hér í þessum klefa. En þau eru mér lítils virði. Eg er þreyttur og þrái hvíld — þrái heimili. Ó, hve glaður eg skyldi gefa helm- ing þessara auðæfa minna, ef eg gæti fundið yng- ismær, sem elskaði mig, væri mér trú og vildi verða konan mín. Víða hefi eg leitað, en hvergi fundið, og nú er eg komimx til Noregs í þessum erindum. Þar segja þeir mér, að stúlkurnar séu bæði fagrar og tryggar. Hvað segir þú mér um þetta, Daland? Þú hlýtur að þekkja þær.” Heimilisfólkið á Gamalmennaheimilinu Betel, Gimli, Man. Mynd þessi, sem hér birtist, er af Betel og heimilisfólki, tekin snemma síðastliðið vor. Á myndlnni sjást 24 af 40 gamalmennum, sem á heimilinu eru. Sumt af því er svo lasburða að það fer ekkert niður eða út, og er því ekki á myndinni. Svm er og vinnúfólkið, ráðsmaður og tvær forstöðukonur og þrjár vinnukonur. Okkur datt í hug að það kynnu að vera margir, sem hefðu gaman af að sjá framan í andlitin á gömlu sólskinsbörnunum á Betel, sérstaklega núna, þar sem svo margra hugir stefna þangað eins og hinar mörgu gjafir bera vott um. Myndin kemur þá einnig til ykkar, sem vottur þakklætis fyrir allar gjafirnar og alla velvild sýnda Betel, fyrst og fremst frá heimilisfólkinu sjálfu og í öðru lagi frá forstöðunefnd heimili-sins, til allra hinna mörgu vina Betels fjær og nær. Og um l'eið ósknm við öllu fólki gleðilegra jóla og góðs og far- sæls nýs árs. Fyrir hönch nefndarinnar J. Jóhannesson Viðmót og útlit ókunna mannsins hafði mikil áhrif á Daland. Honum var vel farið í andliti, en mjög fölur; augun dökk og fögur, og drógu Daland að sér ineð einhverju raunafullu og seyðandi afli. Þegar Daland heyrði um auðæfin, sem falin voru iþarna í skipinu, fór að glaðna yfir honum. Og hann fór að hugsa um Sentu í sambandi við þau. En hann svaraði: “Herra, það er ekki mitt að segja um það, hvort að norsku stúlkumar eru þeim dygðum prýddar, er yður hefir sagt verið. En eg á dóttur heima, og ef þér viljið koma heim með mér á morgun, þá getið þér sjálfnr dæmt um fegurð hennar. En sjálfur hefi eg reynt trygð hennar og blíðu.” Svo varð það að samningum, að ókunni mað- urinn skyldi fara heim með Daland daginn eftir, og Daland fór yfir í sikip sitt. Hann gekk þegjandi fram og aftur um þilfarið á skipi sínu, og var djúpt hugsandi. Og um kvöldið gat hann ekki far- ið að sofa fyrir umhugsuninni um auðlegð þá, sem gæti múske orðið hans innan lítils tíma, því Iengi hafði hann verið að hugsa um að fá auðugan og vel metinn mann handa Sentu dóttur sinni. Og hann sagði vi ðsjálfan sig: “ Skyldi ofveður nokk- urntíma liafa fært nokkrum kafteini slíka gæfu?” Undireins að morgni léttu skipin akkerum, Og sigldu út með tanganum, sem þau höfðu legið und- ir. Og sólin stafaði geislum sínum á sjóinn, seglin og landið. Það var dýrðlega fagur morgun. Á hömrunum, sem risu eins og veggir sinn hvoru megin við fjörðinn, stóð hús Dalands. Hús- ið var lágt og málað hvítt, umhverfis það var garð- ur, og á bak við hann var greniskógur, sem skýldi húsinu og klæddi hlíðina alla, sem reis á bak við hamrana. , Á unga aldri hafði Senta mist móður sína, og síðan hafði hún verið föður sínum alt. Og nú sá hann mynd konu sinnar, sem hann hafði elskað, og mist fyrir átján árum, endurspeglast í dóttur siöni dökkeygðu, og varð hún honum þeim mun kær- ari. — Daland var oft að heiman svo mánuðum skifti, eins og gefur að skilja. En þá réð húsum fyrir hann gömul kona, sem María hét. Hún hafði fóstrað Sentu og unni henni mjög. Og á kvöldin í skamdeginu söfnuðust nágrannastúlkur Sentu, og sem voru á hennar aldri, saman í húsi Dalands í kringum stórt eldstæði, sem var í eldhúsinu, og þar sagði María þeim sögur um huldufólk, álfa, og um víkinga, sem ferðuðust land úr landi og unnu sér frægð og frama. Og á milli sungu þær vinstúlk- urnar ættjarðarkvæði. Og var Senta þar fremst í flokki, því hún kunni mikið af þeim. -“Eg er alveg hissa á baminu,” sagði María oft við Daland. “Þarna stendur rokkurinn oft tímunum saman, og hún syngur, — syngur þjóð- söngvana hvern á fætur öðrum. Hvað skyldi hún -móðir mín hafa sagt, ef eg hefði gjört þetta?” En Daland aðeins brosti og mælti: ‘ ‘ Látum hana eiga sig, María. Hún er ennþá bara, og vex bráðlega upp úr þessum draumórum, og þó er næg- ur tími til vinnu. Og þeir hefðu sannarlega verið fáir, sem 'hefðu getað fengið það af sér, að ávíta hina fögru, draumhneigðu Sentu, sem var fámálug mjög nema þegar ættjarðarljóðin og hetjusögurnar höfðu nóð valdi yfir henni. Hún var þögul hvers- dagsiega við húsverkin, og þegar hún var að leikj- um í garðinum, þar sem hún, eins og unglingum er títt, lék sínum barnaleikjum. En aðal-uppáhalds- staður hennar var fram á hamrabrúninni. Þar sat hún tímunum saman og horfði út á sjóinn, sem stundum var slóttur og fagur eins og spegilflötur, en stundum úfinn og grár, og valt þá upp að hömr- unum með fei'kna afli. Og þar ®at hún dag eftir dag, og þegar að María gamla spurði hana hvað hún væri að gjöra, sagðist hún vera að vita hvort hún sæi ekki til pabba koma. Hún vissi að það var ekki til neins að segja henni um hið seyðandi og töfrandi afl, sem sjórinn með öllum sínum breytilegleik hefði fyrir sig, því hún mundi ekki skijja það. Og þegar stormurinn buldi á lága hvíta húsinu -svo að hrikti í hverju bandi, og sjórinn gnauðaði við hamrana og liljóð lians samlagaðist rokum stormsins var eins og þessi náttúruöfl samanrunn- in ólguðu í æðum Sentu. Ilún gat þá ekki haldið kyrru fyrir, hel-dur gekk fram og aftur um húsið. Það var einhver óróleiki sem/ gTeip hana ávalt þegar svo stóð á. Það var eins og hún þá þráði að vera eins og sjó fuglinn, sem svífur á léttum vængj- yfir hafrótinu, eða stingur sér í öldur hafsins úfn- ar og ægilegar. (Framhald.) Sögvísi. Stúlka nokkur, er ihét Soffía, hefði verið vænsta stúlka, hefði hún ekki haft í fari sínu slæm- an löst, er að lyktum bakaði henni mikið ólán. Það var löstur hennar að hún var málug. Þegar hún heyrði eitthvað, hafði hún engan frið, fyr en hún var búin að segja frá því hverjum, sem hún náði í. Hún stóð oft tímum saman á hleri og gægjum til að komast eftir einhverju til að segja frá aftur. Oft fékk hún óvítur fyrir það, að hún vanrækti störf sín fyrir athæfi þetta, en það kom fyrir ekki. Hún ságði frá öllu, sem við bar í grend við hana, og það versta var það, að hún jók oft iniklu við, og þegar hún hafði ekki heyrt neitt, sem henni þótti sögulegt, skrökvaði hún einhverju upp, og var það oftast eitthvað misjafnt. Af því hún var fátæk, varð hún að fara í vist; en þá fór fyrst illa fyrir henni. Fyrstu dagana skemti hún vinnufólkinu með sögum sínum, en bráðum barð það leitt á henni. Húsmóður hennar h'kaði í fyrstu vel við hana, því hún var ötul og þrifin, og sagði henni margt um vinnufólkið. En er fram leið komst húsmóðirin að því að Soffía sagði margar sögur um hana ejólfa og suinar ó- sannar, en vanrækti verk sín; var hún þá rekin úr vistinni. Líkt fór fyrir henni víðar. Loksins fór hún flakkandi sveit úr sveit. Einhverju sinni kom hún á prestsetur og leizt konu prestsins mannvæn- lega á hana. En er presturinn heyrði orðróm þann er af henni fór, mælti hann við konu sína: “gáðu að spakmæli Salómons konungs: ‘Munnur útlendra kvenna er djúp gröf; sá sem Drottinn er reiður við dettur í hanaF Láttu hana fara eins og hún kom” Soffía fékk síðan hvergi inni, og lifði á vergangi það sem eftir var æfinnar. Glenboro, Man., 5. des. 1918. Kæri herra! Eg ætla að senda þér ofurlitla sögu í Sólskin- ið, ef þér þykir -hún þess virði að setja hana í blaðið: Hégómagirni. Einu sinni var barnakennari, sem hafði sjötíu böra til kenslu, og lét hann sér jafnan ant um fram- farir þeirra í siðferði og lærdómi, Hafði hann og innrætt þeim slíka lotningu fyrir sér, að í hvert sinn, sem h-ann hnerraði, þá fleygðu þau öllu frá sér, krosslögðu hendumar á brjóstinu og hneigðu sig svo mælandi: ‘ ‘ Guð blessi sPekinginn hann kennara okkar. ’ ’ Svaraði hann þeim þá og sagði: “Guð blessi ykikur og ok-kur öll saman”. Léti nú nokkurt barnið hjá líða, að taka undir óskir hinna bamanna, var hann vanur að refsa því harðlega. Einu sinni beiddu börnin kennarasinn, að lofa -sér að fara til lystigarðis nokkurs, skamt frá borg- inni, og leyfði hann þeim það. Var honum og mik- il -skemtun að ihorfa á leiki baraanna, og hafði vak- andi auga á öllu, sem þau gjörðu. Síðan héldu þau öll saman heim. En á leiðinni gjörðust börnin þreytt og kváðu-st vera dauðþyrst. Sáu þau sér til niiikils fagnaðar brunn einn álengdar; en er kom að brunninum, þá batnaði ekki, því hvorki var þar fata né festi, til að þau gætu náð upp vatninu. Kennarinn aumkvaðist því yfir börain og á- setti sér að hjálpa þeim hvað sem það kostaði. Lét hann þau því fá sér lafdregla sína, rakti þá síðan sundur og bjó til fes-ti úr þeim. En til allrar ó- hamingju gat hann ekki náð ofan til vatnsins með bandi þessu, og varð hann því að taka til annara ráða. Lét hann því sígast niður í brunninn í fest- inni, en börnin hél-du í. Hafði kennarinn með sér dálítinn bikar, sem liann fylti með vatni hvai5 eft- ir annað, og dróu börnin hann upp; og er þau liöfðu öll saman -svalað þorsta sínum, beiddi hann þau að draga sig upp aftur úr brunninum. Þau gjörðu það, og keptust hvert við annað að draga hann upp. Var ihann nií rétt -að segja k-ominn upp á brunn- barminn. En í því vetfangi vildi svo illa til, að hann fékk -hnerra. Krosslögðu börnin þá óðara hendurnar á brjóst. sér og kölluðu einum munni: “Guð bles-si vorn æruverða kennara!” En kenn- árinn var þá ekki -svo Ti'vegi staddur, að líann gæti svarað þeim, því ibann lirapaði í sama bili niður í brunninn, og brotnaði á honum mjaðmarbeinið. Hljóðaði hann upp yfir sig af sársauka, en börnin þutu í allar áttir að leita honum hjálpar. Loksins vildi það honum til happs, að hjartagóðir menn átitu þar leið fram hjá. Björguðu þeir honum upp úr brunninum og komu honum heim til sín. Lá hann lengi af meiðsli þessu, og batnaði aldrei svo, að hann gæti aftur farið að annast störf sín, og varð því að hætta við skólann. Þannig reið hégóm-agirnin h-onum að fullu, því hefði hann ekki gengið svo ríkt eftir hégómlegum kurtei-sisvenjum, þá hefði hann og vel getað hnerr- að sér að -skaðlausu, og ekki þurft að hrapa ofan í brunninn og verða ófær alla æfi. Hér með sendi eg $1.00, sem eg ætla að gefa í Sóliskinssjóðinn, og bið þig að gjöra svo vel að korna til skila. Með beztu jólaóskum. Anna Thordarson. 1 p— Sólskinssjóður. — 7i‘| w “Margt smátt gerir eitt stórt“ —-==í>> Áður auglýst.............................. Hughe L. Hanneson, 523 Sherbrooke St. Wpg. Zoffónías Thorkels-son, 738 Arlington, Wpg. B. A. Björnsson, 679 Beverley St.,Wpg..... Clara Björnsson, 679 Beverley St. Wpg..... Ingimar Björnsson, 679 Beverley St., Wpg- Mrs. C. Steven-son, Scotsguard, Sask...... Magnús Eyjólfsson, Langruth............... Guþm. Agúst Eyjólfsson, Langruth.......... Ragnh. Guðrún Eyjólfsson (dáin) Langruth Heiðrún Elínborg Eyjólfsson, Langruth .... Emil Eyjólfsson, Langruth................. María Hallsson, Oak Point................. Kristjana Hallsson, Oak Point............. Lily Björason, Pacific Junction .......... Edward Björnson, Pacific Junction......... Jakobina Johnson, Silver Bay.............. Wilfred Joihnson, Silver Bay.............. Gordon Johnson, Silver Bay................ Ragnar Jolmson, Silver Bay ............... Skúli Johnson, Silver Báy ................ Salin S. Fo-ss, Ivanhoe, Minn............. Laura K. Foss, Ivanhoe, Minn.............. Ohristian P. Foss, Ivanhoe, Minn. ..'..... August A. Foss, Ivanhoe, Minn............. Magnús M. Fo-ss, Ivanhoe, Minn............ Guðrún K. Isfeld, Glenboro................ Garlond Rafnson, Glenboro.......-j........ Anna Margaret Helgason, Silver Bay........ Kristín Sigurlaug Ilelgason, Silver Bay Kristbjörg Jónsson, Silver Bay ........... Einar Jónsson, Silver Bay................. Anna Thordarson, Glenboro ................ 30.85 5.00 5.00 5.00 2.50 2.50 1.00 0.50 0.50 0.50 0.50 0.50 025 0.25 0.50 0 50 0.20 0.20 0.20 0.20 0.20 0.25 0.25 0.25 0.25 0.25 0.75 1.00 0.15 0.10 0.15 0.10 1.00 Alls nú 61.35

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.