Lögberg - 13.02.1919, Qupperneq 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. FEBRÚAR 1919
Jijgbeug
Gefið út hvern Fimtudag af The Col-
umbia Prets, Ltd.,iCor. William Ave. &
Sherbrook Str., Winnipeg, Man.
TAl.KfM I: CJARKY 4t6 or 417
Jón J. Bíldfell, Editor
J. J. Vopni, Business Manager
Otanáskrift til blaðsins:
TffE COLUtyBIA PRESS, Ltd., Box 3172, Winnipeg, Man-
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, Hfan.
VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um árið.
i«Íi 27
Maðurinn að hurðarbaki
og Bolshevisminn.
1 blað vort, sem út bom 23. f. m., skrifuðum
vér dálitla grem, er vér nefndum “Bolshevismi
á meðal íslendinga”, og sem var aímenns eðlis
og til almeninngs stílnð.
En þesa grein vor befir einhver ' ‘Ahorf-
andi” í Veröld teki ðsem svar til sín á móti ein-
hverri Bolsihevikigrein, sem hann segist hafa
skrifað í Voröld.
Þetta er algjörður mis>sikilningur hjá mann-
inum að hurðarbaki. Vér vorum alls ekki að
svara þessari grein ihans — mundum satt að
segja ebkert eftir því, að hann hefði s'krifað
þessa BoMieviki-famargrein sína, er vér rituð-
um áminsta grein vora í Lögberg.
En sökum þess, að hann tekur sum atriði
úr þessari áminstu grein vorri til meðferðar, í
þeissari nýju Bolsiheviki-varnarræðu sinni, sem
birtist í síðustu Voröld, og rangfærir þau, þá
viljum vér fara nokkrum orðum um grein þessa,
enda þótt að það sé ekki vani vor að svara nafn-
lausum ritgjörðum.
Þessi ómerkingur í Voröld hneykslast á því
að vér sögðum:
“Ef til vill er ekki rétt að segja að Anar-
kisminn hafi getið af sér Bolshevismann, held-
ur mun hitt réttara, að BolsheVlsminn sé af-
kvæmi afvegaleidds Sósíaliisma og afvegaleidds
Anarkisma — að hann sé afkvæmi þess, sem
báðar þesisar (hugsjónir hafa lengst farið — af-
kvæmi æstra hugsana og hefndarhugs.”
Ókunni maðurinn spyr hvaða sannanir vér
færum á þetta, og bætir svo við: “Eg hefi áð-
ur tekið það fram, að eg álít rúsisneskn bylting-
una ekkert eiga skylt við-Anarkisma.” 0g
honnm finst að þetta sé þá orðið alveg víst.
Náttúrlega gætúm vér nú gjört það sama, og
sérstaklega ef vér þyrftum ekki að setja naifn
vort undir það, og látið vitleysuna velta yfir á
einhvern annan.
En vér gjörum það ekiki. Vér viljum í
þessu sambandi, og máli voru til stuðnings,
benda mönnum á, að saga Anarklsma er skráð,
og menngeta lesið hana. Menn geta flett upp
í fjölfræðibókum og séð sögu hans frá byrjun.
Og þá munu menn komast að raun uin, eins og
vér h'ka bentum á í grein vorri í Lögbengi — að
Anarkisminn hefir tekið miklum breytiilgum frá
því á dögum Zenos og>til vorra daga. — Er nú í
hugsum manna, skilningi og líka í reynd, miklu
ljótari heldur en að hann var þá — hefir vaxið
niður á við, meðfram af því, að hann hefir lif-
að í því andrúmslofti, isem var óholt.
Þá er að minnast á jafnaðarmenskuna —
Sósiíalismann.
Þessi nafnlausi maður lýsir skilningi sín-
um á honum í grein sinni í Voröid, og er ekkert
við það að athuga, annað en það, að það er hans
persónulegi skilningur á þvií máli, sem hann sýn-
ir þó ekki svo mikinn sóma, að staðfesta með
nanfi sínu.
En í þessu sambandi viíjum vér benda á
vitnisburð konu frá Rússlandi, sem hefir verið
leiðtogi Sósíalistia þar í mörg ár og þoiað fang-
elsisvist í Síbiríu í meira en 20 ár fyrir þá kenn-
ing sína. Og ef til vill má hann sín eins mikils
og vitnisburður nafnlausa mannsins í Voröld.
Kona þessi, Mme Oatherine Brestkovsky, sem
nú er stödd í Batidaríkjuntim, se^ir:
“Ó, hlandið ekki saman Sósíalisma og Bol-
shevisma. Eg reyndar gjöri ekki kröfur til að
skilja kenningar Bolshevijkimanna. E» eg skil
hinar sönnlu hugsjónir Síósíalismans. Já, eg
hefi ávalt verið, og vil vera Sósíalisti á meðan
eg lifi. En aldrei skal eg verða Bolsheviki.”
“Eg hefi komið til þessa lands, til þess að
segja ykkur sannleikann frá Rússlandi, eins og
eg veit iiann réttastan. Og fyrir mínum sjón-
um er Bolshevisminn ekkert annað en Anajr-
kismi.
Það er engin regla, þar sem Bolsheviki-
menn ráða. Harmur og »ey,ð er í landinu.
Hver einasta vagnstöð frá Omsk til Vladivo-
stock er fuli af kvenfólki og börnum, sem er á
fiótta undan Bolshevikingum.
Framtíð/arvonir Rússlands eru ekki í Bol-
shevismanum, heldur í isönnum Sósíalisma..”
Maðurinn að hurðarbaki segir að Bolshe-
visminn sé ekki Aanarkismi. Mme Bresh-
ko\".s)ky segir að hann sé það.
Maðurinn að hurðarbaki segir að hann sé
Sósíalismi. Mme Brestikovsky segir að hann
sé það ekki. %
Hurðarbaksmaðurinn hneýkslast á því, að
vér S'Ýgðum að oss virtist mebkjalínur í huga rit-
stjóra Voraldar ekki skýrar á milli lögbundinna
iýðveldishugsjóna og þess ómögulega Bolshe-
vismans á Rússlandi, og vill af því ráða, að
’ merikjalínur í huga vorurn séu ekki skýrar, og
rekur svo á smiðshöggið með því að segja: ,‘Ef
Bolshevismi er ómögulegur, þá getur hann
hvorki verið á Rússlandi né annarsstaðar. ”
Svo. Er nú þessi 'hurðarbaksmaður viss
um, að mönnum geti ekki dotti, í hug vitleysa,
sem er óframkvæmanleg, og meira að segja
reynt að framkvæma hana ? Eins og t. a. m.
sú, að reyna að umturna öllu fyrirkomulagi
mannfélagsins á einni nóttn, eíns og Bolsheviki-
áienn gjörðu á Rússlandi, og hafa svo ekki get-
að komið lagi á neitt síðan. Eða hefir þessi ó-
þekti maður aidrei vitað til þess, að mönnum
hafi dottið ýmislegt í hng, sem var óframkvæm-
anlegt undir kringumstæðum þeim, sem ráðandi
voru? — Samt var hugsunin til.
Vér þektum einu sinni maun, sem sagðist
vera góður bókhaldari. En þegar á reyndi, rak
hver vitleysan aðra hjá honum — var ómögu-
legur. ■— Samt var maðurinn til.
Það, sem þessi maður segir um stjórnar-
byltinguna á Rússlandi,. er mjög villandi. Hug-
sjónir rússnesku þjóðarinnar í sambandi við
hana voru, að brjóta af sér keisaravaldið, keis-
arastjórnina, keisaralöggjöfina, en koma á fót
frjáisri og óháðri, þingbuiviinni lýðstjórn. Og
þeim iiefði að sjálfsögðu tekist það, ef ekki hefði
verið fvrir BoMievikiflokkinn, sem prédikaði
Jyrir fólkinu : ‘ ‘ Takið alt eða ekkert. Ef að þið
bíðið eftir því að þingbundm stjórn veiti ykkur
réttarbætur, þá fáið þið þær aldrei. Þið verðið
að hefjast handa strax og táka réttinn í hendur
ykkar sjálfir.” Og þeir tóku völdin. Þeir
tóku peningana, og þeir tóku vopnin í sínar
hendur, og hafa síðan haldið öllu þessu sem ægi-
legum refsivendi yfir höfði þjóðarinnar — eða
þess liluta hennar, sem ekki vill góðfúslega
beygja sig undir Bolshevikikenningarnar eða
tíolsihevikistjórn. — Rússar þráðu réttlæti og
réttarbót — én fengu Bolshevisma.
Hurðarbaksmaðurinn minnist á skjal eitt,
sem stjómin á Rúsislandi hafi sent Wilson for-
seta, og þar sé komist svo að orði: “að stjórnin
tali í umboði (hefði méske verið réttara að
segja fyrir munn) fjögra fimtu hluta íþúa
landsins ’ ’, og segir að þetta hafi staðið í ‘ ‘ Laíior
News” hér í bænum, og spyr svo, hvort vér get-
um sannað “að þetta sé lygi”. Nei, vér getuin
ekki sannað það — vér vitum efeki nema að það
sé satt — þó að þetta skjal frá stjórninni sanni
ekkert, og'því síður að það stóð í ‘Labor News\
En vér vitum að það er meira af vitleysu en viti
í beiminum, og því öldungis ekkert ólíklegt, að
Bolshevikimenn f Rússlandi séu í meirihluta.
Þessi nafnleysismaður biður oss að skýra
al'stöðu Bandaríkjaforsetans í þessum Rúss-
landsmálum, og tekur það um leið fram, að
stetfna forsetans og Lögbergs geti ekki sam-
rýmst, nema því aðeins að Wilson sé meiri
“Bolslheviki en Sig. Júl.” Þetta er-ofur aula-
leg tilraun til þess að bletta Wilson í augum
allra þeirra, sem Iesa þe&sa Voraldargrein. Eng»
iun maður er sá á meðal flokks vors, sem hefir
opin augu og eyra, sem ekki veit afstöðu forset-
ans í þessu máíi. Hann h'efir komið fram í því
hreint og beint, og allir menn vita, nema þessi
ómerkingur í Voröld, að Ihann hefir verið og er
mótfallinn Bolshevisma — vita, að þrátt fyrir
þetta skjal í Labor News, og eftir að hann kom
til Frakklands og kyniti sér málið betur, sendi
skeyiti til þingsins í Wasihington og bað um
$100,000,00.00 til þesis að stemma stigu fyrir
BoLslhevismanum. Þessi maður, sem auðsjáan-
lega ber Bolshevismann svo inuilega fyrir
brjósti, sem hann þó játar að hann viti ekki
hvað er, ætti að reyna að koma með eitthvað
máli sínu til stuðningvs, sem ekki væri alveg
svona barnalegt.
Síðast í greininni kemst ljósfælni maðurinn
svo að orði: “Ikigberg verður áreiðanlega að
taka betur á, ef 'það hugsar sér að sannfæra al-
menning um það, a ðbýitingin þar sé eingöngu
sprottin af skrílseðli eða morðfýsn þjóðarinnar
eða leiðtoga hennar. ”
Lögberg hefir aldrei ihaldið slíku fram, ekki
flottið það einu isinni í hug, eins og tekið er fram
hér að framan. Það er alls ekki stjórnarbylt-
ingin í Rússlandi, sem vér höfum á móti, heldur
afleiðing hyltingarinnar — Bolshevisminn. Eit-
urormurinn, sem hetfir læst sig um þjóðarvlíkam-
ann rússneska, og nagað rót hans, þar til hún er
að því komin að skrælna — og sem þessi hurðar-
baksmaður hetfir tekið sér fyrir hendur að reyna
að greiða veg inn í þetta þjóðlíf, og einnig vort
íslendinga. Og svo endar þessi náungi með
hinni andstyggilegu, en þó vel kveðnu vísu Þor-
steins Erlingssonar:
“Ef þér eigi ægir allra djöfla upphlaup að sjá,
og hverri tign af velli velt, sem veröldin á,
og höggna sundur ihverja stoð, sem himnana ber,
þá skal eg syngja sönginn minn og sitja hjá þér.
Vér erum á móti Boishevisma, af því að oss
“ægir allra djötfla upphlaup að sjá” og líka
[æirra nafnlausu. Vér vitum að vísu ekki hvern-
ig skáldið hefir hugsað sér það lið, en ef að það
er ófrýnna en þetta Bolshevikilið, þá trúum vér
því varla að hann hefði viljað fylla þann hóp.
Vér eram líka á móti Bofehevisma fyrir þá
sök, að vér viljum elcki að hverri tign, sem ver-
öldin á, sé að velli velt. Vér viljum að minsta
kosti halda þiví, sem hæfast er og fegurst af því,
er mennimir hafa lifað og barist fyrir á liðnum
öldum. •
Og vér erum á móti Bolshevisma sökum
þess, að vér viljum ekki sjá “höggna sundur
'hverja stoð, sem himnana ber”. Vér viljum
efeki, ,að hið borgaraiega og andlega líf einstak-
linga og þjóða sé snndur tætt og fótum troðið,
h vorki af Bolsfaevikimönnum né öðrum.
Þjóðernishugleiðingar.
Afdalabýlin íslenzku hafa á öllum öldum,
síðan land bygðist, verið gróðrarstöðvar margs
bins fegursta og heilnæmasta , sem þjóðerni vort
faefir eignast.
Einfalt líf eins og sveitalífið venjulegast
er, hefir komið hinum síkveðandi liörnum
daianna í nánara saimband við náttúruna
sjálfa, fossana, fjöllin, hlíðarnar, ásana, hól-
ana og klettakirkjurnar, en þeim gjörist nokk-,
ur kostur, er ala aldur sinn í stórborgaglaumn-
um við soll og svall.
Ættarmótið segir til sín. — Oss finst að
l’rá Ijóðum alþýðurithöfundanna — sveitaskáld-
anna ísienzku, andi hreinni og hugþekkari blær,
en víða virðist koma fram í hinum liálærða blek-
iðnaði þeirra, sem jafnvel eru taldir að vera í
'hópi “stærri sjvámannanna. ”
Það gengur til hjartans, sem frá hjartanu
kemur.
Aiþýðuvísurnar og náttúrubvæðin í öllum
sínum einfaldleik, hafa borist á blævængjum
milli fjallls og fjöru, yngt og endurhrest hug-
dapran lýð, kvnt vita vonar og lífsgleði, þar sem
áður ríkti rökkur örvæntingarinnar.
En þrátt fyrir óhrekjandi sannanir, um
menningargildi fagurra vísna og ijóða, eru þó
til menn um víða veröld, er sjá eftir hverju
eenti, sem varið er til styrktar rithöfundum og
listamönnum, og básúna gömlu rotnunar- og
íiiðurlægingarkenningarnar af öllum lífs og sál-
ar kröftum, að hókvitið verði ekki látið i askana,
fremur en endranær, og þess vegna sé beinlínis
rangt, -að hlynna að nokknrri annari rækt, en
þeirri, sem við kemur hveiti, svínum og nautum.
A strætum og gatnamótum blasa iðulega við
sjónum vegfarandans feitletraðar stjórnaraug-
lýsingar, um nauðsyn slíkrar ræktar. — En um
ræktun andans, sem öll önnur rækt hlýtur að
byggjaist á, er nokkru hljóðara. — Þörfina á því
sviði er efcki verið að auglýsa, nema sem allra
rninst. —
Að vísu era eigi til neinar hagfræðilegar
skýrslur, og verða líklegast seint, er geti sýnt
almenningi með tölum, hve mikið þjóðirnar
græði á fögrum ljóðum. En víst er um þ'að, að
andlegt flugþol hefir þeim svo vaxið við óminn
fiá Huldulöndum, að mörgum. Grettistökum
hafa þær þess vegna lyft, er þeim elli hefði orð-
ið ofurefli.
Vér minnumst þess nú í þessu sambandi, er
nafnkunnur bóndi heima á ættjörðinni sagði
einu sinni um Sláttuvísur Steingríms Thor-
steinssonar, ií samtali við nokkra kunningja:
“Þið hlæið nú ef til vill að því, ’sem eg ætla að
segja ykkur, en það er þó engu að síður satt, að
Sláttuvísurnar hanis Steingríms liafa svo marg-
sinnis hrest huga piltanna minna og bomið þeim
i ýott skap, að jafnvel meðal-skussi kláraði teig-
inn fyrir injaltir, og þarna getið þið séð, að eg
hefi beinilínis grætt peninga á---- skáldinu! ’ ’
Starfsgleðin eykst við lestur góðra skáld-
rita, því verður ekki á móti mælt.
Ljóðelsk sál les aldrei nema það, sem fallegt
er; hún víkkar og hækkar við lesturinn; hún
getur lesið í hel áhyggjurnar og vantraustið á
lífinu, sem kemur svo mörgum á vonarvöl.
Fljótsdalshérað er dásaonlega fögur bygð,
og ihafa stórskáldin Ikepst um að lýsa hinnm
margvdslegu unaðssemdum náttúrunnar, sem
bera þar fyrir augu.
Eigi er því að neita, að fögur er mynd sú,
sem Matthías ibregður upp í kvæði sínu “Af
Fjarðarfieiði”, ög að langlífir munu þarmargir
drættirnir; en þó finst oss altaf eittJhvað vanta
í héraðslýsinguna, ef Ráll Ólafsson — Páll á
Hallfreðars'töðum er hvergi nefndur. — Oss
tfinst að hann altaf hljóti að verða óaðskiljan-
legur hluti Fljótsdalshéraðs. — Af hans völdum
var bjartara í bygðinni en ella. — Jafnglaðari
og bjartsýnni mann munu Islendmgar sjaldan
liafa átt. — Páll Ólafsson gat aldrei verið ó-
yrkjandi. Að lipurð í framisetningu og rím-
snild, á hann fáa sína lífca, og sum fevæði hans
munu seint falla í gleymsku. —
Fá kvæði munu alment oftar sungin heima,
en Sumurkveðja, ort 1877: “Ó, blessuð vertu
sumarsól”. — Yísurnar eru þrjár, og eiginlega
hver annari fallegri, en þó finst oss síðasta vís-
an fegurst, og hafa mest bókmentagildi:
“Þú frjóvgar, gleður, fæðir alt
um fjöll og dali, og klæðir alt,
og gangirðu undir, gerist kalt,
þá grætur þig Líka alt.
Ó, blessuð vertu, sumarisól,
er sveipar gulli dal og hól
og gyilir fjöllin himin há
og heiðarvötnin blá.”
Þessa vísu ættum vér Vestur-íslendingar
að syngja sem oftast á samfcomum vorum og
mannamótum. Ahrifin hljóta að verða holl. —
Alveg eins og vér getum tæpast hugsað oss
Fljótisdal'sfaérað án Páls Ólafsisonar, á sama faátt
ætti maður hágt með að minnast Aðaldalsins án
Ouðmundar Friðjónssonar. — Frá penna al-
þýðumannsins.— sístritandi bóndans á Sandi
hefir þjóðinni nlotnast sá bókmentaauður, bæði
í bundnu og óbundnu máli, að seint mun full-
þakkað verða. —
Það mun einnig mörgum reynast torvelt,
að hugsa sér Mývatnssveitina án Jóns heitins
Stefánssonar (Þorgils Gjallanda),, og Sigurðar
Jónssonar á Amarvatni, bróður Jóns frá Múla.
— Enn hefir eigi komið út ljóðabók eftir Sigurð
en von mun hennar.þó áður en langt um líður.
Nolfekuð hefir premtað verið af kvæðum eftir
liann í blöðum og tímaritum, þar á meðal hið
siórsnjalla kvæði um Herðubreið. — Náttúru
ivsingaraar látá honum hezt, og ástinni á sveit-
i'nni og sveitalífinu hafa fáir vorra yngri skálda
betur lýst.
Þessi vísa hans hefir verið á favers manns
vöram heima á ættjörðinni, síðustu árin:
“ Blessuð sértu sveitin mín,
sumar, vetur ár og daga.
Engi f jöll og áin þín,
elskulega sveitin m/ín,
■ heilla mig og heim til sín
huga minn úr f jarlægð draga.
Blessuð sértu sveitin mín
J • sumar, vetnr ár og daga.”
Þariia er vel fallinn vísa til þess að syngjast
á mannamótum, víðsvegar um 'hinar fögru bygð-
ir íslendinga í Vesturheimi. Þótt landslagið sé
að sumu leyti ólíkt hér og í sveitunum heima, þá
minna þó stórskógarnir á fjöllin. Fallegt og
einkar sönghæft lag, er við kvæði þetta eftir séra
Bjarna Þorsteinsson á Siglufirði.
Sparsemi mótar manngildið
Nafnkunnur vinnuveltandi sagði fyrir skömmu:
“Beztu mennirnir, er vinna fyrir oss í dag, eru þeir,
sem spara peninga reglulega.
Einbeitt stefnufesta, og heilbrigtSur metnaBur lýsir
sér I öilum störfum þeirra.
peir eru mennirnir, sem stöðugt hækka I tigninni, og
Þeir eiga sjaldnast á hættu aS missa vinnuna, þött atvinnu-
deyfiS komi metS köflum.”
Notiv Dame Ilrancli—W. H. ITAMII/TON, Manager.
Selkirk Branct)—F. 3. MANNING, Manager.
BE DOMINION BANK
iii
THE R0YAL BANK OF CANADA
Höfuöstöll löggiltur $25.000.000
VarasjötSur. .$15,500.000
Forseti -
Vara-forseti
Aðal-ráðsmaður
Allskonar bankastörf afgreldd.
Höfut5stöll greiddur $14.000.000
Total Assets over. .$427,000,000
Sir HUBERT S. HOI/T
E. L. PEASE
C. E NEILL
Vér byrjum reikninga vlð elnstakllnga
etSa félög og sanngjarnir skiimálar veittlr. Avlsanlr seldar til bv*tS»
staðar sem er á tslandl. Sérstakur gaumur geflnn sparislötSsinnlögum.
sem byrja má með 1 dollar. Rentur lagtSar vitt á bverlum « mánutSum.
• WINNIPEG (West End) BRANCHES
Cor. William & Sherbrook T. E. Thorsteinson, Manager
' Cor. Sargent & Beverley F. Thordarson, Manager
Cor. Portage & Slierbrook R. L. Paterson, Manager l
■!!!HllíhllliB!!!H!!!B!!!B!l!IHIIIiHIIIIB!!liailllH!l!IB!!!!HII!HII!!HI!!!HIIIIBI!!IBII!!H!liiMIIIIH!MII!IB!!MIII!l
U
li
4 Ljúfar raddir.
VII.
pað, sem sagt var í “Röddun-
um í vikunni sem leið, um afstöðu
ísl. Goodtemplara við þjóðrækn-
ismálið, og sem “röddin frá
“Heklu” gaf tilefni til, á að sjálf-
sögðu engu síður við stúkuna
“Skuld”, sem nú lætur frá sér
heyra. Á síðasta Skuldarfundi,
þann 15. þ. m., var eftirfarandi
yfirlýsing um þjóðræknismálið
og tiilaiga um fjárstyrk samþykt
ar 1 einu hljóði:
“íStúkan S’kuld, nr. 34, I. O.
G. T., lýsir hér með ánægju sinni
yfir þjóðræknishreyfmgu þeirri,
sem nú hefir haifin verið é meðaí
Vestur-íslendinga, og heitir mál-
inu eindregnum stuðningi; og
f tilefni af nauðsynlegum og
óhjákvmmilegum útgjöldum við
undirbúning hins væntanlega
þjóðemisfélags Vestur-fslend-
inga, ákveður stúkan Skuld að
veita $10.00 sem gjöf til þess
fyrirtækis.’’
S. Thorkelsson, ritari.
pessarar einlægu ‘raddar’ var
að vænta frá' stúk. Skuld, sem
aldrei hefir látið sinn ihlut eftir
liggja, þegar um vélferðarmál
fslendinganna hér var að ræða.
Hefir hún í mörg ár haldist í
bendur við systur slína Heklu til
stuðnings áhugamálum þeim, er
þær hafa barist fyrir, enda er
hún önnur öflugasta stúkan hér
og nálega jafngömul Heklu. Stúk
ur þessar hafa um langt skeið
verið nokkurskonar miðstöð
Goodtemplarastarfsins hér í
Vestur-Canada, og er það því
skiljanlega stórgróði hverju máli
sem er, að hljóta eindregið fylgi
þeirra. Að þjóðræfcnismálið sé
nú komið fyrir alvöru á dagskrá
hjá þessum þróttmiklu félögum,
bera yfirlýsing'amar og fjár-
framlög þeirra jþví til styrktar
ótvíræðastan vottinn. — Og þá
er nú að heyra frá hinum yngri
systmnum, þeim er í dreifing-
unni búa.
Með hverri “rödóinni”, sem
berst og birtist, styrkist von og
vissa þeirra, er máli þessu unna
— vonin um, að nú muni takast
að tengja saman hina óteljandi
þjóðræknisneista, er í Vestur-
íselenzkum hjörtum lifa. Og þá
er þrautin unnin. Sé vonin um
sigur einhvers góðs málefnis
nógu einlæg og hrein, má eflaust
um faána segja með Steingrífni:
“Hréin og helog von ei verður
tál,
við það skaltu huggaþig mín sál.
Vonin sjálf er vonarfylling nóg,
von uppfyllir sá, er von til bljó.”
Vonin þeissi um það, að oss,
Vestur-íslendingum, takist, með
samúð og góðum vilja, að vemda
um langt skeið enn ált hið fagra
og þjóðlega, er með oss býr, má
óhikað teljast (hrein og heilög.
Og uppfylling slíkrar vonar mun
ekki láta sér till skammar verða,
þegar eigendur hennar vilja láta
hinni nýju fósturjörð sinni í té
það, sem henni ber og þeir eiga
bezt í forðabúri íslenzku sálar-
innar. — pað er því skýida vor
að safna þjóðlegum fjársjóðum í
forðabúrið, ekki aðeins sjálfra
vor vegna, heldur og þjóðfélag-
inu, sem vér erum hluti af, til
andlegs auðs og frama.
Hvað finst yður, frændur!
pjóðrækinn.
Fréttir frá Jóns Sigurðssonar
félaginu.
Jóns Sigurðssonar félagið helt
ársfund sinn þann 4. þ. m. EJt-
irfylgjandi konur voru kosnar í
stjórnarráð félagsins: Forseti
Mrs. J. B. Skaptason; fyrsti vara
forseti Mrs. S. Brynjólfsson;
annars varafometi Mrs. J. Car-
son; skrifari Miss Aurora Vopni,
Viðskiftaritari Miss E. Strong;
fóhirðir Mrs. P. S. Pálson;
mentamála-, frétta- og blaðarit-
ari Miss T. S. Jackson; merkis-
beri Mrs. Magnússon; meðráða-
konur Mrs. Borgfjörd, Mrs. T.
Johnson, Mrs. J. Tlhorpe, Mrs. E.
Hanisson, Mre. S. Hallgrímsson.
Eitt mjög ánægjulegt atriði
við fundinn var það, að Mrs. W.
J. Boyd, forseti hinna sameinuðu
félaga fylkisins, afihenti félaginu
fápa, sem Mrs. J. B. Skaptason
gaf því. Fáninn er mjög skrau't-
legur, og er eitt af því marga, er
félagið hefir að þafcka Mre.
Skaiptason. Fómfýsi faennar og
brennandi áhugi er einn aðal-
þátturinn í því að gjöra starf-
semi félagsins jafn árangurs-
mikla og hún er.
Meðlimatala félagsins er nú
170. Síðasta ár inn vann félagið
sér $3050; mestur hlutinn af fé
þvií hef ir gengið til ihermannanna
og svo hefir félagið einnig hjálp-
að ýmsum f jölskyldum, sem eiga
sína í stríðinu, styrkt ýmsar líkn
arstofnanir o.s.frv.Um sex hundr
uð kassa hefir það sent til her-
manna fyrir handan haf. Nefnd
er innan félagsinis til þess að
heimisækja fjölskyldur her-
inanna eftir þörfum, og einnig
til þess að skrifa særðum her-
mönnum.
Félagið ætlar ekki að leggja
árar í bát, þó stríðið sé á enda.
pví er það fyllilega ljóst, hvereu
mikil þörf er á því að menn leggi
fram alla krafta ti'l þess að leit-
a,st við að græða sár stríðsins og
mynda heilnæmara þjóðfélag.
pað vill reyna til að einfcenna sig
með einfcunnarorðum hetjunnar,
hvers nafn það ber: “aldrei að
víkja’’, þegar verið er að styðja
að framgangi góðs málefnis.
Félagskonur senda sitt inni-
legasta ^þakklæti og heillaóskir
til hinná mörgu vina, sem þær
,eiga út um hinar ýmsu íslenzku
bygðir, er vstyrkt hafa þær á einn
eða annan hátt á síðastliðnu ári.
Thorstína S. Jackson.
Y. M. L. C. bera sigur úr býtum.
pað var engin ómyndar frammi
staða, sem Y. M. L. C. Hockey
leikararnir ísieilziku sýndu á
“Amphitiheater” skautahringn-
um á mánudagskvöldið var. peir
léku á móti Hocfcey ifeikurum, er
nefna sig Argos, og stóð þessi
leikur um það, 'hvorir ættu að ná
viðurkenningu fyrir því að vera
beztu leikendur í Winnipeg; og
ekki einungis það, heldur og í
öllu Manitobafyiki, af þeim
flokki, sem um er að ræða (Jun-
iör,) og lótu landamir sig hafa
það að vinna. Segja menn, sem
vel eru að sér í þeirri list, að
leikur þessi hafi verið einn sá
allra skarpasti, sem háður hefir
verið hér í bænum af Juniore.
Að vísu verður Y. M. L. C. að
teika hér enn á móti tveimur leik-
félögum, en þau eru þeim ekki
óttaleg, þvií þau hafa vferið yfir-
unnin, bæði af þeim sjálfum og
öðruim Hockey-Íeikurum. Síð-
an fara landamir til Regina, að
keppa um hinn svonefnda Abbot
bikar, en sá bikar er viðurkenn-
ing fyrir yfirburðaleikfimi í
Hodkey í öllum Vesturfylkjun-
um. Ef þeim tekst að vinna
hann, þurfa þeir að leika á móti
Hockey-leikurum í Ontario. Og
ef þeim tekst að vinna þá, þá ná
þeir vðurkenningu um að að
vera beztir Junior Hockey-leik-
arar í Canada. Hvort þeim
tekst það er eftir að vita; en við
b'íðum og sjáum hvað setur. —
Margir sóttu leifc þenna, þar á
meðal fjöldi af fslendingum, og
biðja drengimir Lögberg að
færa þeim ölhim þakklæti frá
sér fyrir að koma, og fyrir þann
styrk, seim nærvera þeirra veitti
þeim.
Stjórnmálaeinveldi
í Norður Dakota
pótt undarí'egt mégi virðast
nú á þessari framfara og frelsis-
öld, þá er nú sivo komið í ná*
*