Lögberg - 13.02.1919, Side 6

Lögberg - 13.02.1919, Side 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. FEBRÚAR 1919 VerSi vora ai5 gelsluiti Vegi lifsins 4 P. P P Verðlaunum úthlutað. 1 þessu blaði birtast' nöfn þeirra •ungtlinga er verðlaun hlutu í sambandi við Sólskins ritgerð- irnar. Vér hefðum byrt þau í síðasta blaði ef vér hefðuan |>á verið búnir að fá úrskurð dómnefndar- innar. En verkið sem hún hafði að gjöra var tals- vert mikið, þ\ú osis* bárnst all-margar ritgjörðir, og að því leyti ihefir þessi tilraun tekiist fremur vel En eitt þarf unglingunum að lærast, og það er að reiða sig á sjálfa sig en ekki aðra þegar þau eru að skrifa, eða hvað helzt vrt-k sem þeim er falið að leysa af hendi, það er skilvrði til þroskunar og manndóms. Dómararnir hafa bent oss á að sumar af þesisum greinum virðiist bera það með sér að fullorðríír eigi meiri og minni þátt í þeim, og get- um vér ekki annað en verið þeim samdóma í því, en við það miissa þær gildi sitt, — ná ekki þeim til- gangi, sem fyrir oss vakir með þessari samkepni. Dómararnir, sem í þetta sinn voru Mr. Magn- ús PauLson, séra Hjörtur J. Leo og Mr. Sigurbjöm Sigurjómsson, hafa veitt þösisum verðlaun: Fyrstu verðlaun J. G. Sigríði Sigurbjörnsson, Leslig^ Sask. / önnur verðlaun Friðrika J. Goodman, Upham N. Dakota. Þriðju verðlaun Ghristin Oliver, Graminia P. O. AJberta. Tvær af þessum ritgjörðum byrtast í þessu blaði, sú er fyrstu verðlaunin hlaut og þau þriðju. Sú er önnur verðlaun hlaut verður byrt í næsta blaði, og isvo flestar af ritgjörðunum, sem oss bár- ust við tækifærið. * Canada. (Fyrstu verðlaun). Canada er f|llegt iand, einkanlega á sumrin, þegar skógarnir eru grænir og fuglamir syngja á greinum trjánna, qg akrarnir standa í blóma. Sum- arið er heitt, en regnið kemur af og til og vætir jörðina. Haustið kemur og akrarnir eru slegnir; blóm- in fölna og laufin fa'lla af trjánum og fuglamir fljúga suður, og alt er kyrt og hljótt. Veturinn kemur með kuldann og snjóinn; vötnin frjósa og vindurinn blæs. Fólkið skautar á ísnum og mennirnir fiska úr vötnunum. Frost- hrímið situr á trjánum í staðinn fyrir laufið. Fólk- ''ið ferðast um á sleðum með hestum fyrir með hringlandi bjöllum á. Eftir langan tíma kemur vorið, og blómin fara að vaxa. Grasið og skógamir á sléttunni fara að grænka; fuglarnir koma í trjágreinaraar, syngja um hreiðrin og eggin sín. Það líður fram á sumarið og alt heldur áfram að vaxa. Svona líður tíminn hér í Canada. J. G. Sigriður Sigurbjörnsson, Leslie, Sask. 10 ára. Góður drengur. (Þriðju verðlaun). v Til að vera reglulega gþður drengur, verður hann ^ð vera góður við móður sína og föður. Haitn má aldrei segja ósatt og má aldrei láta neina vonda dreíigi koma sér til að gjöra það sem er ljótt, og taka aldrei það sem hann á ekki-sjálfur. Hann á að vera góður við öll gamalmenni, hjálpa þeim í öllu sem hann getur. Hann verður að vera góður við öll börn, sem eru yngri en hann og minni mátt- ar og aldrei að hefna sín á þeim þó þau'geri hon- um eitthvað á móti. Hann verður að vera góður við allar mállausar sképnur. Hann má efeki verg vanþafeklátur við neinn, því það er ljótt, og ef •hann fær eittþvað lánað hjá öðrum, þá á hann að vera viss að skila aftur heldur meira en hann fékk lánað. Svona eiga góðir drengir að vera. Það er gott fyrir drengi að reyna til að líkjast James Garfield og Thomas bróðir hans, þeir vora góðir drengir. jjeir fóru stíax á unga aldri að vinna hjá öðrura til þess að geta gefið móður sinni peninga. Tliiomas var eldri og fór í burt til að höggva við hjá itíkum bónda, kom svo heim með fáeina dali til að gefa mömmu sinni, og til að plæja akrana, sá í þá og ihirða skepnuraar með henni og hirða um garðinn, sem var til þess að þau fengu nóg af garðamat á hverju ári. Svona gekk það á hverju ári, að 'hann fór út að vinna og kom svo með pen- ingana til móður sinnar, og til að vinna heima. Svo ‘þegar James Garfield var orðinn svo gamall að hann fór að geta unnið, fór ihann burt til að vinna, byrjaði á því að hefla borð, seinna var hann á gufubátum, svo eftir það komst hann í þræla- stríðið í Bandarfkjunum og eftir það varð hann Bandaríkjaforseti. Svona fór það með hann, af því hann hafði verið góður drengur. Hann var alt af vel metinn, og svro fer með alla sem eru góðir drengir, þeir verða allstaðar velkomnir og vel metnir og vinsælir, en vondir drengir eru æfinlega óvinsælir. Mundi það ekki vera skemtilegt ef allir drengir væru eins góðir eins og þeir voru Thomas og James Garfield. Christin Oliver Graminia P. 0., Alberta. VII. Stund. H eimilisánægj a. 1. Láttu þér innilega ant um að glæða Ioga heimilisánægjunnar.S Láttu hann aldrei út af slokna, jafnvel ekki á dögum neyðarinnar. 2. Þar sem ánægjan hýrgar hjartað, þar er sambúðin skemtilegri, vináttan innilegri; sérhver gengur að verki sínu með glöðu geði./ 3. Gleðin er ekki dýrkeypt, gott hjarta nýt- ur hennar af smáimunum. Því nægjusamari mað- urinn er, þess ánægðari lifir ihann. 4. Stygðu ekki gleðina burt frá sjálfum þér, eða af heimili þínu. Hún er viss að búa þar, sem hver elskar og virðir annan, og enginn vanrækir skyldur sínar. 5. Hreint hjarta gjörir lundina glaða. Gleð- in flýr úr brjóstiþess, sem ekki er ánægður við sjálfan sig. 6. Aílokin s'kjrlda, unnið verk, auðsýnd hlýðni sé hið fyrsta gleCiiefni á heirnilinu. Þesskonar gleði byggir ánægju lifsins inn í hjartað. • 7. Yertu ekki langrækinn, þó einlhverjum yfirsjáist; það lýsir kær'leiksleysi, sem ekki veit hve sætt er að fyrirgiefa og byggir að þarflausu' gleðinni úr brjósti sér. $ 8. Einnig aðfindni og hegning á að spretta af elsku. Þegar elskan hegnir, svíður ekki til- finningunni eftjr á. Þegar búið er að refsa, á brotið að vera gleymit og bræðin úti; með því á- vinnur þú mieiri elsku Ihjá hinum seka og einlægara angur í brjósti hans. 9. Hver dagur hefir sínar unaðssemdir; en samt skaltu sæta lagi að gleðja hjú þín og gjöra þeim tyllidaga. Sérhvað, sem kemur sjaldan að, eða er umfram daglega venju, gleður lundina og gjörir nautnina indælli. 10. Varast skaltu sérhverja iskemtun, sér- hvert gaman, sem sjorettur af óhreinni rót. Mfeð hæðni og ertingum má vekja hlátur en ekki gleði. Þú skalt forðast allar þesskonar skemtanir, sem iiægt er að misbrúka og flekkað geta hugarfarið. 11. Láttu þér innilega ant um nð glæða á- nægju á heimili þínu. Engin ánægja í lífinu snert- ir eins tilfinningar mannsins, engn ánægja er eins girnileg fyrir góð og óspilt hjörtu. 12. Illa er sá farinn, sem ekki getur haft k- nægju innan um nánustu vini sína, heldur verður að sækja allar skemtanir af bæ. Hann er gestur hvar sem hann kemur, og eins og gestur iheima hjá sjálfum sér. 13. Hann verður að búa einn yfir hörmum sínum, enginn vill taka hlutdeild í þeim með hon- um, og gleðinnar má hann til að njóta með óvið- komandi, sem slá honum fyrir gullhamra. 14. Hann iðrast eftir þann dag, er hann rétti fram hönd sína til æyarandi sambúðar; böm hans standa í kringum bann einis og sjálfvaxnir þyrnar án ávaxta. 15. Víst eru blóðtengdir, sem binda saman mann og konu’, foreldra og böm, bræður og systur, nánustu og helgustu tengdir á jörðinni. Vei þeim, sem vanhelgar þær með tilfinningarleysi hjartans. 16. Getur þú nokkursstaðar hvílst eftir alla þína áhyggju og andistreymi með meiri ánægju en heima hjá þér, hjá konu þinni og börnum? 17. Getur nokkur hönd verið mýkri til að þerra tárin af kinnum þér og dauðasveitann af enni þínu, en hönd ástríkrar konu í 18. Með áhyggju gengur hinn iðjusami hús- faðir að störfum lífsinis; með iðju sinni og, atorku verður hann að sjá heimilinu borgið. 19. Og þegar'erfiði dagsins er á enda, hverf- ur hann heirn aftur til konu og barna, sem taka á móti honum með fagnandi hjayta og þakka hon- um með ástríku tilliti. 20. Það sem hann aflar og dregur að heimil- inu, hirðir og treinir kona hans með sparsemi. 21. Hún líítur eftir öllu smáu sem stóru, og þykir ekkert of lítilf jörlegt. Hútn hugsar ekki um annað en heimilið og gjörir alt til að efla ánægju þess. 22. Hún vakir með viðkvæmni og blíðu yfir öllum, sem henni eru áhangandi, og annast um einn og sérhvern eftir hans þörfum. öllum býr ihún einhverja ánægju á hverjum degi. 23. Þannig er heirailisfriður himnaríki, ó- friður helvíti. Ef þú vilt njóta þess friðar, þá vektu fyrst af öllu anda trúarinnar hjá þeim, sem þú átt að umgangast. 24. Vertu sjálfur hinn fynsti, sem gengur á undan öðruim með góðu eftirdæmi! Vorkenn veik- íbikanum, örfa dygðina, rek burt óluhdina, vertu öllum alt. 25. Bygðu samlyndið á innbyrðis virðingu. Þar sem samljmdið yantar, drotnar úlfúð og tví- drægni. I , 26. Sýndu öllum á heimili þínu sífelda blíðu, en þó alvörugefni. Hvort sem þú finnur að, heimt- ar eða synjar, þá gjörð^ það með hógværð, en ekki fúkyrðum eða fyrirlitningu. Varastu að meiða sómatilfinninguna eða blygðunarsemina. 27. Útrým allri tortrygni. Tiltrú fæðir af sér trúmensku. Svíktu engan jafnvel ekki í gamni. 28. Reyndu að halda ást og trausti barna þinna. Vendu þau á sannsöglu og hreinákilni við þig, þegar þeim hefir orðið eitthvað á. Gjörðu þau ekki að hræsnurum með óviðurkvæmilegri hörku. 29. Vendu þig á þagmælsku um heimlHshagi þína. Hún er vamarskjöldur heimiliisánægjunn- ar. Ef þú snarar honum burt frá þér, missir þú af valdinu, og mátt sjálfum þér um kenna, og óvið- komandi menn taka ráðin af þér. 30. Vertu við sérhvert tækifæri hinn fyrsti, sem éfHr mannelsku, innbyrðis traust og gott sam- lyndi á heimili þínu! Bendingar til ungra starfsmanna. Eftir Marshall Field. Sérhver ungur maður ætti náfcvæmlega að taka eftir og yfirvega, í hvaða átt hugur haaas stefnir með tilHti til stöða-í lífinu, ihvort heldur til iðnaðar, verzlunar eða annara starfa; hann ætti að Jhuga, Ihvað hann á í sjóði hjá sjálfum sér, og ef mögulegt er, verða viss um, hvað hann er bezt lagaður fyrir. Síðan ætti hann að reyna að kom- ast að því starfi og breyta til um það eins lítið og mögulegt er; þegar hann er byrjaðor, þá baldi hann því áfram með ástundun og þeim ásetningi, að læra það til fullkomnunar, en það verður ekki gjört nema með því eina móti, að leggja til allan þann dugnað og f jör, sem hann á í eigu sinni; liann stríðir fyrir þvrí, að verða leikinn í hinu smáa, sem viðkemur starfinu, og noti l)æði krafta sína og þekkingn þannig, að vinna hanis verði vel metin. Hann sé vakandi og tilbúinn að grípa þau tæki- færi til framfara, sem bjóðast. Það, sem bagar mörgum ungum mönnum, er það, að þeir læra ekki neitf til fullkomnunar, og eru hneigðir til að vera skeytingarlausir um verfc það, sem þeim er trúað fyrir. Þeir gleyma því, að það, isern á annáð borð er vert þess að það sé gjört, er vert þess að það #é gjört vel. Þeir verða reglulegir letingjar, og reiða sig á að einhver heppileg tilviljun verði til þess að hjálpa þeim á- fram. ‘ ‘ Business ’ ’-.heimurinn er fullur af ein- mitt svona löguðum ungum mönnum, sem eru á- nægðir með að nota tímann hvernig sem verkast vill, svo lengi sem þeir draga kaup; þeir gjöra enga tilraun til að láta sér fara fram í dugnaði við starfið, til þess með því að auka bæði sinn eiginn hag, og húsbóndanis. Sumir eru þannig, að þeir ' vilja helzt gjöra það sem þeir eru ekki lagaðir fyr- ir, og eyða lífi isínu í það, sem kalla má að vera al- veg utan við þá. • Næst eftir að velja isér starf, er að velja sór félagsskap. Sérstaklega er þetta áríðandi þegar svo stendur á, að ungir menn eru að byrja skeið- hlaup sitt í ókuinnugum bæjum, og fjariægir heim- »ilisáhrifum. Það kemur of oft fyrir, að ungir menn með ágætum hæfileikum eru eyðilagðir af spiltum félágsbræðrum. Ungur maður getur þess vegna ekki verið of snemma á verði gegn vináttu við þá, sem istefna til að leiða hann niður á við. Eg vildi segja við sérhvern ungan mann: Leitaðu frá upphafi vega þinna að þeim kunningjum ein- ungis, sem með áhrifum sínum kveikja hjá þér göfugam tilgang og ásetning, og þannig leggja undirstöðu undir sannan framgang í lífi þínu. Hinn ungi maður, er á samvizku, sem ekki líð- ur honum að breyta rangt, og sem undir öllum kringumistæðum heldur sér við staðfasta og óskeik andi sannisögli, fasta, óbifandi ráðvendni, og kapp á uppfylling skyldna sinna, á þegar auð til að byrja með. Hæfileikinn til að bæla gimdir sínar og ástríður, temja tungu sína, geðslag sitt, að drotna yfir því í stað þess að vera þræll þess — með einu orði, fullkomið vald yfir sjálfum sér, er júnnig aðalatriði. Sá, sem ekki getur stjórnað sjálfum sér, er ófær til að stjórna öðrum. Sparsemi er eitt hið mest áríðandi skilyrði fyrir framgangi, en um leið það atriði, sem mest er skelt við skollaeyrunum. Hinn gamli málshátt- ur: “Á eftir óhófi fylgir örbirgð”, hefir aldrei verið betur sannaður með dæmum en nú á dögum, , þar sem mikið af þeim skorti, sem nú á sér stað, mundi ekki vera til, ef menn gættu sín á velgengn- istímunum 'að geyma ögn til hinna erfiðu daganna. Ungu mennirnir nútímanis, einis og þeir gjijrast al- ment, liallast of fljótt að óhófi og eyðslu, þegar þeir fá eitthvað milli handanna; þeir drekka það einlhvernveginn inn í sig, að þeir verði að leyfa sér þétta eða hitt, hvað sem tekjum þeirra líður, sem þeir sjá einhverja jafnaldra sína gjöra, og ímynda sér að þeir geti ekki verið menn með mönnum án • þess. Það sýnist smámunir að sóa, fimm, tíu eða fimtán oentum á dag, en ef það væri sparað, mundi það á fám árum ná langt til að leggja grundvöll nndir framtföina. Of fáir hugsa um það, að til þess fcið eignast dollarinn verða menn að spara oentin, og það er satt orð, að efeki það, sem einn maður innvinnur sér, heldur það sem hann sparar af því, gjörir hann að óháðum manni með tím- anum. I Alment talað, kunna menn ekki að spara. Þess vegna álít eg það mjög svo áríðandi að inn- prenta öllum ungum mönnum þá skyldu, að byrja að leggja til hliðar, hversu lítið, sem það væri, frá því augnabliþi að hann vinnur fyrir einhrerju. í»að, sem þannig er orðið að vana á æskuárunum, mun sannast að verði til ómetanlegs gagns seinna meir; ekki eingöngu af þvá, að búið er að draga svo og svo mikið saraan, heldur vegna þess að æf- ing í sparsbmi og fvrirhyggju í því smáa, kennir honum fyriúhyggju til þesis að leysa af hendi hærri skyldu, sem hionum með tímanum væri trúað fyrir. Það þarf varla að taka fram, að sá maður, sem ekki dugar til að fara vel með litlar tekjur eða standa fyrir smáu starfi svo vel fari, af honum er ekki að búast við, að hann fari laglega með miklar tekjur eða standi fyrir yfirgripsmiklu starfi svo vel fari. Það gildir einu hversu miklair tekjur eins man»seru, skeytingarlaus eyðlsila og'sóun set- ur hann fyr eða isíðar á höfuðið. .Ungir menn ættu að temja sér göfugar hugs- anir, og Iiafa trú á sjálfum sér; nota vel hverja fríistund, lesa ekki nerna'góðar Iwokur, og auka þekkingu sína, bæði sér sjálfum og húsbændum sínum til gagns. Yifir höfuð er hver ungur mað- ur mikils verður í inannfélaginuj hvað isem hann kann að leggja fvrir sig, sem hefir göfugar grund- vallarreglur, 'er húsbóndahoillur og reglusamur, og brúkar vel fé sitt. Það er ekki hægt í einni stuttri grein, að koma við mörg atriði; en með því að fylgja þesteum bendingum, með því að miða stöðugt að því að láta sér fara fram, í stað þess að bíða eftir að eitthvert happ komi fyrir sig, mun sénhver ungur maður, hvað starf snertir, verða meira eða minna farsæll í lífinu. Ekki má þó neinn maður luigsa það, að farsæld sé eingöngu innifalin í því aðafla sér auðs; það er langt frá, og 'sú liugmynd ríkir þegar alt of mikið. Að leggja ‘‘kai akter” sinn í sölurnar, er ískyggilega alment, og getur ekki orðið of stranglega fordæmt. Það, sem fremur öllu öðru þarf nú á dÖgum, er að inn- ræta í huga unglinga löngun til að laga og bæta hugsunarhátt sinn þannig, að þeir ávinni sér traust og virðingu iþeirra, sem fyrir þeim verða í lífinu, og þetta er raeira vert en nokkur auður. Sunnudagskvöld. Yfir hlíðum aftanbl'íða hvílir, teefur í víðirurmi rótt * rjúpan kvíðalaust og hljótt. i ■ / •f Ennþá vakir ein og kvakar lóa, sú hin 'staka, sæta rau®t sér að baki felur haust. * Biíddu, lóa, berjamóar anga, fyrst er snjó á f jöllin ber, frjáls yfir sjóinn lyftu þér. Blessuð, láttu blíðan sláttinn hljóma! kveð mig í sátt við eitt og alt áður en nátthrím fellur svalt. Þín eg leita, því eg veit það, lóa, enginn breytir einis og þú angri’ og þreytu’ í von og trú. Meðan lýðir helgar tíðir halda á þinn blíða aftansöng eg vil hlýða kvöldin löng. Heiðarkirkjan hljómar birkitjölduny hollari styrk þar hjartað fær heldur en mvrkum grátum nær. / t V Láttu mónum lyngi grónum yfir Mða tóna ljósan stig, , leiða róna yfir mig. { Daggir falla, dagsól alla kveður, en mig kallar einhver þrá vfir fjallaveldin blá. Lóan smá er lyfta fráir vængir! Löngun þá til þín eg ber, þú mátt sjá hve djúp hún er. Hulda. Sumargjöf 1905. Skrítlur. KURTEISI. j Kristján litli hafði oft heyrt talað um að það væri siður kurteisra karlmanna, ‘að standa upp úr sætum sínum, þegar kvenmaður kæmi inn þar eem sæti væru alskipuð fól'ki, og bjóða henni að sitja. Einu sinni sat liann á kné föður síns, þegar ung stúlka heimsótti þá. Óðara en hún kom inn úr dyr- unum, stölkk hann úr sæti sínu og rnælti: “Viljið þér ekki gjöra svo vel og setjast í sætið mitt! ’ ’ Stúlkan þakkaði fyrir, en þáði ekki boðið. j ' ” HVÁÐ SEGIR DAVII)? Prestur sendi vinnumann sinn á sunnudag's% morgni til næst bæjar eftir hesti, sem hann ætlaði að kaupa af manni, er Davíð hót. pegar vinnu- maðurinn kom hestlaus heim aftur, voru allir komnir í kirkju og fór hann þangað tíka. En þeg- ar hann gengur inn gólfið vill svo til að prestur segir í 'stólnum: ‘ ‘ Hvað segir nú Davíð um þetta ? ’ ’ Vinnumaður hélt að hann væri að spyrja tftn hvernig erindið hefði gengið og svarar liátt: ‘‘Hann segist ætla að senda yður hestinn, þegar þér sendið honurn penirtgana.”

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.