Lögberg - 27.02.1919, Blaðsíða 1
SPIERS-PARNELLBAKING CO.
ábyrgjast yður
fulla vigt, beztu vörur fyr-
ir lœgsta verð sem verið
getur. R E Y N IÐ Þ AÐ!
TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG
Það er til myndasmiður
í borginni
W. W. ROBSON
490 Main St.
Garry 1320
32. ARGANGUR
WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 27.
A.
FEBRÚAR 1919
NUMER 9
Þrír bræður í her Bandaríkjanna.
peir eru synir hjónanna Jóns
Ánnanns Jónssonar bónda, Vig-
íússonar frá Iðu á Skeiðum í Ár-
nessýslu, og Sigríð'ar Jónsdóttur
porleifssonar í Kóreksstaðagerði
í Hjaltastaðar’þinghá, sem um
mörg ár hafa verið í Grafton N.
D., og mörgum löndum eru að
góðu kunn.
peir bræður eru allir fæddir!
í Grafton, og hér hafa þeir alið.
mestallan sinn aldur. peir eru
fríðir sýnum og atgervismenn á
sál og líkama. pegar kal'lið:
kom, létu þeir ekki á sér standa,
og innrituðust í Bandaríkjaher-
inn, og þar eru tveir af þeim enn
þegar þetta er skrifað, Ingvar á
Frakklandi, og Stefán i Camp
Vail N. J.
En Soffonías lézt sunnudaginn;
27. októiber, á iheræfingaskólan-!
um í Grand Forks, eftir tveggja
vikna legu í Influenzu. Líkið
var flutt hingað til Grafton, og
var hann jarðsunginn á þriðju-
daginn 29. is. m., aif séra-H. A.
Helsen, presti hinnar saimeinuðu
norsku lút. kirkju hér í bænum.
Soffonías var fæddur hér í
Grafton 29. maí 1898. Hanh var
snemma hneigður fyrir mentir,
og horfði fram á lífið með óvenju
legri ihugfestu. Hann var iðju-
samur, reglusamur og hinn ást-
úðlegasti á heimili, eins og hann
var líka hinn prúðmannlegasti í
allra framgöngu. Betri son gat
ekki, og stöðug umhyggja fyrir
móður sinni var hans imsta eðli.
Hann var einha vinsælastur af
ungmennum bæjarins, og hans
er sárt saknað af öllum, sem
þenna ágæta dreng þektu.
Fyrir utan foreldra og þá tvo
bræður, er nefndir hafa verið,
syrgja hann þrjú systkini, sem
heima eru í foreldrahúsum, og
öll yngri, ein systir, Solveig að
nafni, og tveir bræður, Magnús
og Guðjón.
Far vel vinur. pú ert horf-
inn, en þess minnumst við, að
“sýndir þú öllum
sanna mannelsku,
varkár í gleði,
geðrór í sorg;
unnir þú mentum,
og mærum dygðum,
en hataðir lýgi
lastberanda. ’’
" Viiiur.
Canada.
Korn- og fóður-framleiðsla í Canada 1918
Hagfræðissikrif stofa Canada hefir nýlega gefið út skýrslu um
1918
Hveiti ..................................... $382,165,700.00
Hafrar .......................................... 289,404.400.00
jjarley ........ ..... 77,381,270.00
Rugur ’.. ’.’. ’.............................. 12,714,400.00
Ertur.............................................. 7,907,900.00
Baunir . .4....................................... 19,332,900.00
Buckwheat......................................... 18,090,600.00
Hör............................................... 18,641,000.00
Ymsar korntegundir................................ 40.796,100.00
Mais ............................................. 25,118,800.00
Kartöflur ...................................... -102,290,300.00
Röfur ................................'....... 54,904,000.00
.............................................. 249,469,300-00
PótSurmais ...............................I- 29,335,600.00
Sykurrðfur......................................... 1,845,000.00
Alfalfa....................................... t,963,600.00
Söluverð
1917
$453,038,600.00
277,065,300.00
59,664,400.00
6,267,200.00
10,724,100.00
9,493.400.00
10,443,400.00
16,737.000 00
18,801,750.00
14,307,200.00
90,804,400.00
29,253,000.00
141,376,700.00
13,834,000.00
793,800.00
3,041,300.00
Og eru því afurðir akuryrkjunn-
ar þær langmestu á síðasta ári,
sem þær hafa mokkurntíma ver-
ið í sögu Canada.
Mr. Greelman, umboðsmaður
akury rkj udeiidarinnar í Ont-
ario og skólaistjóri búnaðarskól-
ans í Gulph er nýkominn frá
Bretlandi, oig áður en hann fór
þaðan, átti hann tal við R. E.
Prothers, formann akuryrkju-
málanefndar Breta. Honum fór-
ust svo orð í ræðu, er hann hélt
nýlega í Ottawa: “Eg spurði
hann Mr. Prothers hverju að eg
ætti að skila til bændanna ? Can-
ada, og hann svaraði. “Segðu
þeim að við þurfum á ungum slát
urgripum að halda,” eða þó öllu
heldur á kjöti af ungum gripum,
sem að þeir vildu heldur kaupa
Alls $1,337,350,870.00 $1,144,636,450.00-
en gripina á fæti, og bætti við,
að Canadabændumir ættu ekki
að Sleppa neinu tækifæri til þess
að ná í þá verzlun. Hann sagði
og, hð Bretar mundu ekki leggja
neina áherzlu á isvínarækt heima
hjá sér, því það væri miklu ó-
dýrara að ala þau upp í Canada
heldur en í heimalandinu, og að
Bretar mundu gjöra sig ánægða
með að kaupa svínakjöt af Can-
adapiönnum, ef að þeir hefðu
það til sölu.”
Afurðir alifugia í Canada yfir
■f járhagsárið sem endaði 31.
marz 1918 var $75,000,000.00.
Árið 1916 seldi Canada niður-
soðið kjöt upp á $2,105,663.00,
árið 1917 fyrir $4,178,835.00 og
árið 1918 fyrir $2,223,470.00.
JarðarförSir Wilfrid Laurier
fór fram á laugardaginn var, og
var víst sú fjölmennasta jarðar-
för, sem átt hefir sér stað í þessu
landi. pví svo var mikill mann-
f jöldi kominn til Ottawa, til þess
að votta þessu látna mikilmenni
virðingu sína, að rúm þraut á
gistihúsum borgarinnar, og varð
borgarstjórinn að skora á alla
bæjarbúa, sem húsráð hefðu, að
hýsa fólkið. — Um kl. 10 að
morgni var alt undirbúið, og var
líkið flutt úr þinghúsinu og í
kirkju. Fyrir minningarathöfn-
inni í kirkjunni stóð Monsignor
Di Maria, umboðsmaður páfans
í Canada. En ræður fluttu, á
frönsku erkibiskup Matthieu frá
Regina, en á ensku Rev. Father
John Burk frá Toronto. Að því
búnu var líkið borið til grafar,
og jarðsett í Notre Dame graf-
reitnum í Ottawa. — Líkmenn
voru: Hon Sir Thomas White,
Hon. Sir James Lougheed, Hon.
Sir William Mulock, Hon. Sidney
íisoher, Hon. Senator Beecourt,
Hon. Sir Allen Aylesworth, Hon.
Rodolph Lemieux, Hon- Charles
Murphy, Hon. R. Dandurand,
Hon. Senator Edwards, Hon. L.
O. David, Hon. Jacques Bureau
M. P., J. A. Robb M. P., Hon. Sir
Lomer Gouin.
f vikunni sem leið kom til bæj-
arins hershöfðinginn franski
Paul Pau frá Ástralíu. Hann
flutti hér erindi í Canadaklúbn-
um, í fylkisþinginu og víðar-
Hann hélt áfram ferð sinni
heimleiðis á laugardagskvöldið
var.
1 1
Ottawaþingið var sett fimtu-
daginn 20. þ. m. — kom aðeins
saman og var frestað þar til eft-
ir jarðarför Sir Wilfrid Laurier.
Leiðtpgi frjálslynda flokksins
í Ottawaþinginu hefri verið kos-
inn til bráðabirgða, og er það D.
D. McKenzie, þingmaður fyrir
Cape Brcton, Nova Scotia. En
aðalleiðtogi flokksins verður
ekki kosinn fyr en á allsherjar-
flokksþingi. Mr. McKenzie er
59 ára gamall, er skozkur að ætt,
fastur í skoðunum, vel máli far-
inn og einarður vel.
Samningar eru um það full-
gjörðir á milli Canadastjórnar og
stjómar Rúmieníu, um kaup á
$25,000,000.00 virði af vörum
frá Canada.
Bandaríkin.
uppskeru í ríkinu á árinu 1918, og er hún sem fylgir:
1918 1917
Sáöland Uppskera Meöalt Sáöland Uppskera MeÖalt
ekr. bush. af ekr. ekr. bush. af ekr.
Hveiti 17,353,902 189,301,350 11 bu 14,765,850 233,742,850 15 %bu
Hafar 14,790,336 380,273,500 25 %— 13,313,400 403,009,800 30 % —
Barley 77,290,240 24 %— 55,057,750 23 —
Rugur 8,496,700 15 %— 3,857,200 18% —
Ertur 3,110,100 13% — 3,026,340 15 % —
Baunir 3,568,380 15% — 1,247,000 13 % —
Buckwheat 11,428,500 20% — 7,149,400 18 —
Hör 5,972,200 5% — 5,972,200 6 % —
Yms. teg. 35,730,200 38 % — 16,157,080 32 % —
M-ais ’ 14,214,200 56% — 7,762,700 33 —
Kartöflur 104,512,700 142y4 — 79,892,000 121%-
Gulrðfur 130,989,600 381% — 63,451,000 290% —
Smári, rækt. hey 14,681,400 1,40 To 13,684,370 1,66 To
Póötírmais 4,776,000 9%To 2,690,376 7,34 To
Sykurróf ur 180.000TO 10 To ' 117,600To 8,40To
Alfalfa 446,400To 2 y. To 262.400TO 2,39To
England.
Útlitið á Englandi er hið í-
skyggilegasta, og ef ekki verður
tekið í taumana áður en of langt
er farið, getur það haift illar af-
leiðingar, segir Lloyd George. ó-
eirðir á meðal verkalýðsins hafa
verið miklar, og það er í því sam-
bandi, að Lloyd George hafði
þessi ummæli, er hann flutti þá
tillögu í Parlamentinu á Eng-
landi, að nefnd manna væri kos-
in til þess að kynna sér vel á-
sitæður fólks þess, sem í kola-
námum landsins vinna, og sjá á
hvern hátt hægt væri að bæta
kjör þess, og skyldi sú nefnd
vera búin að ljúka starfi sínu
31. marz n. k. Og í sambandi
við þessa uppástungu gat hann
þess, að sextán daga verkfall
mundi eyðileggja flest iðnaðar-
fyrirtæki, sem í þessu sambandi
væri um að ræða.
Mr. Peter Wright, formanni
verkamannafélagsskapar sjó- og
eldmanna á Bretlandi, sem nú er
staddur hér í Canada, fórust svo
orð í ræðu, er hann flutti í Cal-
gary, Alta, á mánudagskvöldið:
‘‘Verkamannafélagsskapur sá er
eg er umboðsmaður fyrir, er al-
gjörlega einhuga um það, að láta
ekki fallast til baka til fyrir-
komulags þess og ástands, sem
átti sér stað fyrir stríðið.” Hann
sagðist og hafa fengið þá um
morguninn skeyti, sem tilkynti,
að allar deildir verkamanna á
Englandi hefðu verið beðnar að
senda fulltrúa á sameiginlegap
fund með verkveitendum, til að
ræða framtíðarmál sín, og að á
þeim fundi ætti Lloyd George að
vera forsetinn. — í sambandi
við verkföll fórust Mr. Wright
orð á þessa leið: “pið vitið ekki
síður en eg, að verkföll eru dýrs-
leg, og það er ekki með þeim,
heldur með heilbrigðri skynsemi
og rökfastri hugsun, að verka-
fólkið fær í framtíðinni þær rétt-
arbætur, sem það á heimtingu á.’
Nýdáinn er í Oswego Dr. Ma-
ry Walker, 87 ára gömul, merk
kona. Hún var sú fyrsta og
eina kona í Bandaríkjunum, sem
fékk leyfi congressins til þess að
klæðast karlmannabúningi, og
hélt því fram að allar konur ætti
að gjöra það sama. Daglega
var hún búinn í frakka, karl-
mannsbuxur og skó, og gekk
með háan silkihatt á höfði. Hún
var öflugur tálsmaður kvenrétt-
indamálsins og fór vanalega einu
sinni á , ári til Washington í
þeim érindum. f þrælastríðinu
gekk hún í her norðanmanna sem
læknir, og var tekin til fanga af
sunnanmönnum- Fyrir fram-
komu sína í stríðinu veitti cong-
ressinn henni heiðursorðu. Hún
giftinst á unga aldri, en sú sam-
búð varð stutt, og þau skildu.
Efitir það var Dr. Mary Waker
ófáanleg til þess að minnast á
hjónáband sitt.
Kvenfrelsismálið var aftur felt
í Senatinu með einu atkvæði.
Verkamenn hafa ákveðið að
halda almenna fundi um öll
Bandaríkin, til þess að mótmæla
vínbanninu. — Oentra 1 verka-
mannafélagið í Brooklyn, er tel-
ur 150,000 meðlimi, hefir gengið
í félag þeira verkamannafélaga,
sem hafa ákveðið að berjast á
móti vímbanninu. — Miðstjóm!
verkamannafélaganna í New
York hefir ákveðið að láta greiða
atkvæði innan félaga þeirra, sem
henni tilheyra, um það, hvort að
meðlimir félaganna vi’lji að verk-i
fall sé hafið, til þess að mótmæla
vínsölubannslögunum. Verka-
mannafólögin í Essex County, er
telja 75,000 meðlimi, hafa sam-
þykt að mótmæla lögunum, sem
þeir nefna “æsingalög”; og hafa
látið búa til hnappa, sem á er
letrað: “No Beer, no Work” —
ef ölið er tekið frá oss, neitum
vér að vinna. Einnig hafa verka-
mannafélögin í ark N. Y.,
tekið það sama upþ.
Tvær miljónir jámbrautar-
þjóna, og annara, sem við jám-
brautir vinna í Bandaríkjunum,
og sem segjast tala í nafni átta
miljóna íbúa, hafa sent áskoran
til Congressins um að gjöra allar
járnbrautir ríkisins að þjóðeign,
og að.þær skuili vera starfrækt-
ar af nefnd manna, sem séu tekn
ir úr hópi verkamanna, og að all-
ir verkamenn brautanna skuli
vera hlufchafar í arði þeim, sem
af þeim kann að verða.
Forséti Bandaríkjanna, Wil-
son, kom til Bosfcon á mánudag-
inn var, og var honum fagnað af
fólksfjölda miMum- Og eftir
að móttökufögnuðinum lauk
flutti forsetinn ræðu um alþjóða
sambandið i Meohanic Hall þar
í borginni. Að henni lokinni fór
hann á gistihús þar í borginni,
sem kallað er Copley Plaza En
kl. 2 e. h. kom maður inn í gest-
gjafahúsið og krafðist þess að
fá að ná fundi Wilsons forseta
tafarlaust. Mönnum leizt ekki
sem bezt á komumann, og var
hann tekinn fastur. f vasa hans
fanst hlaðin piarghleypa, og
þykjast menn Cekki í neinum
vafa um hvert erindi mannsins
var við forsetann. Tíu menn
hafa nú verið fceknir fastir í sam
bandi við þésa tilraun.
Hveitiverð í Bandaríkjunum
hefir verið ákveðið $2.26 fyrir
mælinn árið 1919. \
nefnda í sambandi við friðar-
þingið.
Frakkar krefjast fullra skaða-
bóta af pjóðverjum, og fórust
M. Klotz fjármálaráðherra
Frákka svo orð í sambandi við
fjármál Frakklands, nýlega:
“Vér krefjumst þess, að Pjóð-
verjar borgi að fuHu það, sem
þeir skulda oss. Og vér krefj-
umst að forgönguréttur vor til
borgunar í sambandi við sumar
af kröfum voram, sé viðurkend-
ur. Og ennfremur að fjármála-
nefnd alþjóðasambandsins gefi
tryggingu fyrir því, að skaðabæt
ur þær, sem Frökkum verða á-
kveðnar, verði greiddar.’’ — í
sambandi við skattamál tók Mr.
Klotz það fram, að á stóreigna-
menn yrði skattur lagður, sem
þó, til þess að taka ekki fyrir
alla framleiðslu, yrði jafnað nið-
ur á margra ára tímabil. En
skattur á almenningi yrði gerð-
ur eins léttur og nokkur föng
væru á. — Hann minti á, að hann
hefði sagt að útgjöld þjóðarinn-
mundu mega til með að þrefald-
ast frá því sem þau vora síðast-
liðið ár — úr 5,000,000,000 fr.
Hann sagðist 'því miður vera
hræddur um að næsta árs —
eða þessa árs útgjöld Frakka,
þyrftu að fara upp í 18,000,000,-
000 franka.
pýzkaland.
Óeirðir miklar hafa Bolshe-
vikimenn í pýzkalandi gjört að
undanfömu. Spartacans hafa
náð yfirhöndinni í Bavaríu og
myndað þar Soviet-stjórn. Enn-
fremur er sagt að borgin Mun-
chen sé faillin í hendur uppreist-
armönnum, og að ókyrðir miklar
séu í Ruihr- og Rínfylkjunum.
0r borginni
og nágrenninu.
Árni bóndi- Sveinsson frá QJen -
boro, Man., kom til bæjarins í
vikunni til þess að vera á Elm-
skipafélagsfundi.
Mr. Sigurður Jöhnson frá
Minnewaukan kom tiil bæjarins í
vikunni. Hann var á leið til
Langruth, þar sem ihann bjóst
við að dvelja vikutíma. *
Til bæjarins komu í síðustu
viku þeir herrar Jón Sigurðsson
sveitaroddviti frá Víðir, Bjami
sveitarráðsmaður frá Hnausum
og Halldór Erlendsson frá Ár-
borg. peir komu til þess að
fara á fund fylkisstjómarinnar
í sambandi við sveitarstjómar-
mál sveitar sinnar.
Mr. Guðmundur Backman frá
Lundar, og sonur þans, voru á
ferð hér í bænum í vikunni sem
leið. Mr. Backman kom til að
mæta á fundi smjörgjörðar-
manna, sem haldinn var hér í
borginni.
Mr. Magnús Pétursson bóndi
frá Langrutih kom til bæjarins í
vikunni sem leið. Hann kom á-
samt Böðvari bónda Jónssyni og
fleirum úr þeirri bygð, til þess
’að finna fylkisstjómina í sam-
bandi við mál sveitar sinnar.
Mr. Sigurjón pórðarson frá
Hnausum kom til bæjarins í
vikunni sem leið í verzlunarer-
indum. ,
Dawn of Peace.
i
jj SlHIII
As the suns bright rays shine after rain
And nourish flowers and trees.
So for the human hearts that thrqb,
Now eomes fche dawn of Peace.
Each litt’le bird fchat lifts a wing,
Each flower beneath the snow.
The stalwart, stately forest trees
And mighty waves fchat flow:
%
All now rejoice fchat din of war
Is over and fche plight is done.
That now once more on fragrant fields
There shines a peaeeful sun.
The tears that were of sorrow shed
Now glisten bright with joy;
As mofcher, wife or sweafcheart fair
Each fchinks of her dear boy.
And even fchose that moum are glad
And wifch the rest rejoice.
Tho, when the trains are coming in
They cannot greet fcheir boys.
Yes, When we mention those fchat moum
Our hearts are filled wifch pain.
For out on silent Flander’s fields,
Their thoughts are wifch the slain.
For fchose tlhat fought and bravely died
For what fchey fchought was right,
We always will have oherished fchoughts
As long as dawns a ‘light.
«
I
Oih, wilt thou bird in brigbt array
Just fly across the -main.
And sing besid-e each silent grave,
Of all our noble slain.
And töll fchem that thro’ sorrow’s douds
There shines a little ray.
That brings dear memories of fchem
Tho’ they are far away.
Bergþór Emil Johnson.
iiuiiiiHiiiiiiuiiitiiiiiiiiiiimiiiiiiíiiiiHiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiHiiiiiiiiiiiiimiiiiunuuiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuuiiiiiiiuuniiiniii
þakkar alla þá ihjálp og velvild
sem það hefir notið, en nú sér-
staklga fyrir það hve vel dans-
leikurinn var sófctur á fimtudag-
inn var og hve vel fólkið kunni
að skemta sér. — Mynd sú er
dregið var um við þetta tækifæri
var gjörð af Miss Aðalbjörgu
Helgasop, en lukkudráttin-n hlaut
O. W. Johnson. Mrs. Helga Davis
sá um söluna á verðmiðunum.
INGVAR FRANKLIN G00 DMAN
(Sonur Ingvars og önnu Good-
man á Poinfcs Roberts, Wash.,
Fæddur 7. nóv. 1902, dá-
inn 13. ágúst 1917.
Frakkland.
pegar M. Clemenreau, forsæt-
isráðherra Frakka og formaður
friðarþingsins í París, var á ferð
frá -heimili sínu á miðvikudags-
morguninn í bifreið til skrifstofú
sinnar, skaut maður á hann sex
skotum. Fyrst skotið braut
gluggana á bifreiðinni, annað
skotið kom í handlegginn á Mr-
Clemenceau, og þriðja fcom í öxl-
ina og gekk iþar á hol, fjórða
skotið snerti aðeins svolítið.
Maðurinn, er banatilræðið veitti,
heitir Emile Colin, og er sagður
að vera franskur stjómleysingi.
Hann sagði lögreglunni síðar, að
hann hefði framið verk þetta, af
því að hann ihefði skoðað M.
Clemenceau óvinveittan verka-
mönnum, og að enginn ánnar erv
hann ætti sök á þessu. — Sem
betur fór, var sár það, er M.
Clemenceau fék-k, ekki hættulegt
og er hann sagður nú úr allri
hættu. Er hann þegar farinn að
taka þátt í störfum hinna ýmsu
Mr. Andrés Anderson frá Lög-
berg P. O., Sask., kom tl bæjar-
ins í síðustu viku. Hann sagði
vellíðan úr sinhi bygð.
Mr. og Mrs. Jón Vium frá
Foam Lake komu til bæjarins í
vikunni. pau voru á leið til
Rodhester, Minn. Mrs. Vium
hefir verið heilsulasin undanfar-
andi, og> fer þangað til þess að
leita sér lækninga.
Mr.' Sigurjón Johnson frá Ár-
nes P. O, Man., var á ferð hér í
bænum í vikunni sem leið. Sagði
vellíðan úr sinni bygð.
Dansinn sem Jóns Sigurðsson-
ar félagið 'hafði í vikunni sem
leið á Royal Aleyandra var hinn
ánægjulegasti að ölln leyti. Pláss
ið er hið prýðilegasta. Dans-
salurinn rúmgóður og fallegur og
aðrir skrautlegir salir þar sem
þeir er ekki dansa geta spilað og
skemt sér ó ýmsan hátt. Dans-
inn var ágætlega sóttur, eins og
aílar aðrar samkomur sem Jóns
Sigurðssonar félagið hefir haldið
og er það mjög ánægjulegt fyrir
Falla fram
faðir og móðir
þögul að banabeð,
syrgjandi sakna
sonarin® látna,
undrast Drottins dóm.
Hví var hraustur,
ihuga prúður
sveinn á unga aldri
dauða dæmdur,
áður dagar liðu
mætra manndómsóra?
Fegurstu vonir,
sem framtíð geymdi,
voru við hann bundnar.
Göfug hugsjón1,
hetjuþróttur
lofuðu fögru lífi.
Hann átti þrá
'þrek að reyna,
h-orfði ihátt að marki;
foreldrum öllu
fórna vildi,
gleðja, græða, styðja.
Sorgin er sár.
Svaraðu heimur —
svaraðu vísinda vizka!
Svalaðu, iháfleygi
heimspekingur,
geði grátandi vinal
Mörg eru svör
margra radda.
Vísindin hrópa: Heimska!
Sv-arar hinn háfleygi
heimspekingur:
“Gröfin geymir hinn dána”.
/
' Sorgin er sár.
Svaraðu, Kristur
geði grátandi vina!
Kristur svarar
hinu klökkva hjarta,
,segir: “Sonur þinn lifir.”
Líf er ást —
ást mun lifa,
hatur og iharmur deyja.
Dauðinn er skuggi
af skýi syndar,
sem hylur helga sól.
Sól skín í heiði,
á himni dýrðar,
bak við bana ský,
þar sem líf,
leitt úr skugga',
nýtur nýrra kjara.
Alvaldi Guð
aUra manna,
verði vilji þinn!
Gott er að lifa,
Ijúft að deyja:
Ást þín öllu ræður.
Adam porgrímsson
frá Nesi
Bréf.
Mozart, Sask. 12. febr. 1919.
John J. Vopni Esq.
Winnipeg.
Háttvirti, kæri vinur!
Eg sendi þér í þessu bréfi
$100.00 frá mér, með N. P- John-
son á Mozart. pessa peninga
bið eg þig svo vel gjöra og koma
á framfæri. Eiga þeir að skift-
ast þannig:
f heimatrúboðssjóð .... $20.00
f Heiðingjatrúboðssjóð 20.00
Til Dr. Jóns Bjamasonar
skóla (starfræksilu) 20.00
Til Jóns Sigurðssonar
kvenfélags ........... 20.00
Til\ Gamalmennahælisins 20.00
Alls $100.00
pað er talað mikið um það í
íslenzku blöðunum, íslenzka
þjóðrækni. Með þessu móti
vildi eg sýna þjóðrækni. Vona
eg að f jölda margir komi á eftir,
þvftékki gef eg mikið fyrir tóm
orð og ekkert meira.
Með vinsemd og iþakklæti fyr-
ir liðna tímann, og óska þér og
ykkur álls hins bezta.
Einlæglegast og bróðurlegast.
A- A. Johnson.
Herra Guðmundur Jönsson frá
Wynyard kom til bæjarins um
helgina og hélt vestur á þriðju-
dagskvöldið Hann stundaði
fiskveiðar á Winnipegvatni í
vetur, en tékur nú til starfa á
bújörð, er hann keypti síðastlið-
ið haust í félagi við annan mann, ’
skamt frá Wynyardbænum.