Lögberg - 13.03.1919, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. MARZ 1918
t
Mercy Merrick
Eftir VILKIE COLLNIS.
Hvað átti þetta að þýða? Hafði lafði Jan-
ot getið sannleikans, eða hafði hún aðeins grun
um, að kjöixlóttir hennar, á einn eða annan hátt,
væri riðin við leyndarmálið urn “Mercy Merr-
ick”? Línan, sem. talaði um stúl'kuna í borð-
stofunni, sýndi greinilega að skoðun hennar um
hana var orðin breytt. En heimilaði þessi setn-
inghenni að álíta, að hún hefði grun um hvernig
ásigkomulag játningar Mereys væri.
Meðan Mercy sat og var að hugsa um þetta,
heyrði hún alt í einu fótatak — karlmannsfóta-
tak — frammi í ganginum. Hún hlustaði undr-
andi, og þegar barið var að dyrum, varð henni á
nð Ihljóða ofur lágt. Svo voru dyrmar opnaðar.
Maðurinn í ganginum var Horace Helm-
croft.
Hann var mjög fölur, og hárið, sem vanalega
var snyrtimannlega greitt, hékk óreglulega ofán
á ennið. Tilgerðin í framkomu hans var liorf-
in; hann liorfði á hana grunsömum og rannsak-
andi augum, og án nokkurrar. afsökunar eðá
skýringar sagði hann í gremjufullum og köldum
róm:
“Veiztu livað fram fer niðri?”
“Eg hefi ekki farið út úr herbergi mínu,”
svaraði hún; “eg veit að lafði Janet hefir frest-
að Skýringunni, sem eg lofaði henni, um annað
veit eg ekki.”
“Hefir nokkur sagt þér hvað lafði Janet
gjörði, eftir að iþú fórst frá okkur? Hefir eng-
inn sagt þér, að hún lét stúlkuna, 'sem hún fyrir
hálfri stundu síðan hafði skipað að fara úr hús-
inu, fara inn í viðhafnarhlefa sinn og setjast
þar? Veiztu hreint ékki að Júlían Grav, leiddi
sjálfur þenna mikils virta gest inn í málklefann,
og að eg er sá eini, sem ekkert veit um hvað
veldur þessum umskiftum, mótsögnum og leynd-
armálum?”
“Það er gagnslaust að spyrja mig um
þetta,” svaraði Mercy rólega. “Hver hefði
att að segja mér, hvað fram hefir farið niðri?”
“ Vinur þinn, Júlían Gray, til dæmis,” svar-
aði Horace meinlega. “Mig furðar það, að
hann skuli ,ekki hafa átt neitt samtal við þig
undir fjögur augu.”
“Eg skil þig ekki.”
“Eg krefst þess heldur ekki, að þú skiljir
mig,” svaraði liann æstur. “Sá eini, sem skal
skilja mig, er Júlían Gray. Hann skal gjöra
mér grein fyrir vináttusambandi ykkar, sem á
sér stað bak við mig. Hingað til hefir hann
reynt að umflýja mig, en eg skal áreiðanlega ná
honum.”
Framkoma hans var enn grimmúðugri en
orðin, og jiafn æst og Mercy var, komst hún að-
eins að þeirri niðu^stöðu, að hann hefði ásett
sér að hafa fþrætur viÖ Júlían Gray.
“Þér skjátlar algjörlega,” sagði hún strax.
l*ú ert nægilega vanþakklátur til að.efast um
þinn bezta og tryggasta vin. Eg ætla ekki að
tala um mig. Þú kemist bráðum að því, hvers
vegna eg með þolinmæði mnber þenna grun, sem
allar aðrar stúlkur mundu skoða — sem móðg-
un. ’ ’
“Segðu mér ]>að undireins,” sagði Horace
æstur. ‘ ‘ Nú á 'þessu augnablki, án þess að eyða
einni mínútu lengur. Eg er þér heitbundinn,
og eg á sanngjarnar kröfur til trausts þíns.
Viltu trevsta mér, eða viltu ekki?”
Hann þreif í handlegg hennar og horfði
ógnandi á hana.
Réttlætistilfinning Mercy sagði lienni, að
hann krefðist ekki annars en þess, sem hann
hafði heimild til. Hún svaraði því strax:
“Far þú ofan í bókhlöðuna, að fimm mín-
útum liðnum skal eg vera þar. SjáÖu um að
við verðum ekki trufluð. ” '
Að hún varð svona fljótt við óskum hans,
vakti hjá honum undrun. Hann greip hendi
Iiennar, kysti hana og fór.
Fimm ínútum síðar fór hún ofan, til þess að
tala við hann í bóklilöðunni.
Þegai\ Mercy kom a ð bókhlöðudyrunum,
,nam hún staðar eitt augnáblik. Kjarkur henn-
ar fór þverrandi. Hún Ivfti upp hendinni til að
taka í iskráarhúninn, en hún féll aftur niður
máttvana.
Meðvitundin um þenna liverfulleik, sem
fengið hafði vald yfir henni, kom henni til að
stynja allhátt af örvilnan. Þó að stunan væri
ekki beinlínis óp, var samt sjáanlegt að hún
\ hafði heyrstjjiví dyrnar voru opnaðar að innau
verðu og Horace stóð frammi fyrir henni
Hann vék til hliðar, svo liún gæti gengiÖ inn
í heribergið. En hann fór ekki inn með henni,
hann stóð kyr í dyrunum og sagði: v
‘ ‘ Viltu bíða mín hérna ? ’ ’
Hún horfði á liann alveg hissa, þyj hún vissi
ekki hvort hún hafði skilið hann rétt.
Hann sagði ennfremur.
“Það skal eklki verða mjög lengi. Eg er of
forvitinn í að vilja heyra livað þú hefir að segja
mér, að eg fresti því lengur en nauðsyn krefur. _
Tilfellið er að lafði Janet hefir gjört mér boð að
finna sig, og eg er til neyddur að fara til
hennar. ’ ’
Um leið og hann sagði þetta, yfirggf hann
hana, svo hún var aftur alein.
Mínviturnar liðu með hægð. Hún gekk
fram og aftur um gólfið í bókhlöðunni, liraðar
og hraðara, undir áhrifum lúnnar óþolandi æs-
ingar, sem kvakli hana. Bnátt varð samt þetta
rúmgóða herbergi of lítið fvrir hana. Hún opn-
aði dyrnar að borðsalnum og gekk þangað inn,
fýsin eftir að sjá aðra. ihluti, eftir meira and-
J'úmslofti og meira plássi.
Engin önnur birta var í herberginu heldur
on frá hinum deyjandi eldsglóðum í ofninum.
En það var mögulegt að sjá mnmcrki manns
nokkurs, iserp sat á legubekknum, með alnbog-
nna á hnjánum og andlitið hulið í höndunum.
Hann leit upp, þeg^r birtuna frá lampanum í
bókhlöðunni lagði inn um opnar dyrnar.
Það var Júlían Gray.
Mercy sneri bakinu að Ijósinu, svo að and-
lit Ihennar var í algjörðum skugga. Hann þekti
hana samt uudireins á vaxtarlaginu, gekk til
hennar og sagði:
“Eg hefi þráð að tala við yður, og treysti
því að tilfellið, eins og nú á sér stað, mundi láta
okkur finnast.”
Haan bauð henni stól. Mercy hugsaði sig
um áður en hún tók við honum. Þetta vár í
fyrsta sinn að þau fundust tvö ein, síðan lafði
Janet truflaði þau á því augnabliki, er hún ætl-
aði að segja Júlían frá sinni liðnu æfi. Skyldi
hann nú ætla að grípa tækifærið til að heyra
játningu hennar? Orðin, sem hann talaði til
hennar, virtust benda á það. Hún spurði hann
blátt áframu m það.
‘ ‘ Eg skal með beztu ihugðanhvöt hlýða ú alt,
sem þér viljið ennþá trúa mér fyrir,” svaraði
liann. “En þrátt fyrir það, að eg þrái mjög að
heyra það, vil eg þó ekki krefjast þess, eg skal
bíða ef þér viljið það heldur.”
“Eg verð að viðurkenna, að eg vil það
heldur,” svaraði Merly. “Ekki sjálfrar mín
vegna, lieldur af því, að eg hefi lofað að tala við
Horaoe, og vænti lians innan tveggja mímítna.”
“ Viljið þér veita mér að njóta þessara mín-
úlna?” spurði Júlían. “Eg hefi nokkuð að
segja yður, sem eg held þér ættuð að vita áður
en þér talið við nokkurn annan, að Horace með-
töldum. ’ ’
“Eg veiti yður fúslega allan þann tíma,
sem eg hefi til minna umráða,” svaraði Mercy.
“Er það viðvíkjandi lafði Janet, sem þér ætíið
að segja mér?”
Hann svaraði ekki blátt áfram, en sagði
með alvarlegum róm:
“Það sem eg hefi að segja yður mn lafði
Janet, er fljótsagt. Að því er hana snertir haf-
ið þér ekkert að óttast. Hún veit alt.”
Mercy sagði þrevtulega.
“Komið þér með mér inn í bjarta herberg-
ið. Mér finst svo voðalegt að heyra yður segja
þetta í myrkrinu. ’ ’
Júlían fór með lienni inn í bókhlöðuna.
Hún skalf frá hvirfli til ilja, 'hné niður í stól og
lirökk við, þegar hann leit á hana stóru og-hrein-
ski’lnislegu augunum sínum.
. “Lafði Janet veit alt,” endurtók hún, og
tárin runnu niður kinnar hennar. “Hafið þér
sagt henni það?”
“Eg liefi hvorki sagt lafði Janet nokkurt
orð né öðrum. Traustið, sem þér hafið sýnt
mér, er mér heilagt þ,angað til þér hafið sjálf-
ar talaÖ.”
“Hefir lafði Janet sagt nokkuð við yður?”
“Ekki eitt orð. Hún hefir horft á yður
með hinu árvakra auga ástarinnar, hún hefir
hlustað á yður með liinum sfearpa skilningi kær-
leikans — og hefir þannig sjálf komist að sann-
leikanum. En hún tálar ekki uin það til mín —
og hún vill ekki tala um að til nokkurrar lifandi
manneskju. Nú fyrst veit eg, hve vænt henni
hefir þótt um yður, og henni þykir enn vænt um
yður. Líf frænku minnar hefir verið eyðilegt,
og alveg ósamboðið eðli hennar. Ástin átti
engin tildrög til hjónabands hennar, og það var
barnlaust. Hún hefir átt aðdáendur, en hún
hefir aldrei átt_ vin í orðsins sanna skilningi.
Öllum hennar beztu árum er eytt án þess löngun
hennar eftir einkverju,, sem hún gæti elskað,
væri gjört til hæfis. Þessa síðu'stu lífdaga henn-
ar hafið þér fylt tóma plássið. Iíugur ihennar
hefir endurfundið æsku sína fyrir yðar aðstoð
Getur nú á hennar aldri — og raunar á hvaða
aldri sem er — slíkt band slitnað, aðeins af valdi
kringumstæðanna ? Nei, hún vill heldur þola
alt, stofna sér í hættu fyrir alt og fyrirgefa alt,
en að viðurkenna, jafnvel fyrir sjálfri sér, að
hún hafi metið yður rangt. AS því leyti sem eg
þekki lundemi hennar, og af því, sem eg hefi
séð og lieyrt í dag, er eg fyllilega sannfærður
um, að liún vill revna að gleyma því, sem skilur
ykkur að — að hún vill gjöra alt, sem í hennar
valdi istendur, til þess að alt sé eins og það var
áður en hin stúlkan kom í fhennar hds.”
Júlían þagði, svo Mercy fengi tíma til að
átta sig, ef hún vildi segja eitthvað.
Hún gat engu svarað vegna geðsihræringar.
Nú fór hún fyrst að skilja hvers vegna lafði
Janet, liafði sent, henni saman brotna miðann.
Hún tók hann upp úr vasa sínum o gfékk Júlían
hann þegjandi.
Iíann las það, sem skrifað var á seðilinn,
með eftirtekt.
“Það'er það sama og eg hefi sagt,” sagði
hann. “Ilún vill finna afsökun til þess, að
þurfa elíki að hlusta á játningu yðar. Hún
byrjar mieð því að fresta henni, aðeins til þess
að fá tíma, til að framkvæma eitthvað annað,
sem hún hefir í huga. Nær fenguð þér þenna
seðil? Var það strax eftir að þér voruð farnar
upp?”
“Að evo miklu leyti sem eg veit, mun það
hafa verið'fimtán mínútum síðar.”
“Vitið þér hvað fram hefir farið hérna,
síðan þér yfirgáfuð okkur?”
“Horace sagði mér að lafði Janet liefði boð
ið ungfrú Roseberry inn í viðtalsklefa sinn.”
‘Ekki annað?”
‘Hann sagði að ]>ér hefðuð fvlgt. lienni
'þangað inn.”
“Sagði hann vður ihviað svo skeði?”
“Nei.”
“Þá skal eg segja vður það. Þó eg get-i
ekki framkvæmt meira við hina alvarlegu stefnu
sem nú horfir málefnunum við, þá get eg
að minsta kosti komið í veg fyrir, að yður verði
komiÖ á óvart. 1 fyrsta lagi verðið þér að vita,
að það var ekki ástæðulaust að eg fylgdi ung-
frú Roseberry inn í viðtalsklefann. Eg ætlaði
yðar vegna að vekja hið betra eðli liennar. ef
]>að aimars væri til. Eg verð að segja, að eg
bjóst ekki við neinum góðum árangri, enda kom
hftnn ekki í 1 jós. 1stað þess að bera’ nokkra
samhygð nieð yður, var hún enn gremjufyllri.
Hún tók hann upp úr vasa sínum og fékk Júlían
yður út úr liúsinu í viðurvist alls heknilisfólks-
ins', án þess að gefa orðum yðar nokkurn gaum.
Öllum mögulegum smánum átti að rigna yfir
yður, og ekkert tillit taka til aldurs lafði Janet
né stöðu hennar í mannfélaginu. Ekkert mátti
veita hefnd ungfrú Roseberry fyrirstöðu, né sig-
urhrósi ihlennar. Eg gætti rósemi minnar, og
reyndi til að koma ihenni á aðrar skoðanir. En
alt var árangurslaust. Eg var einmitt að hætta
við mínar vonlausu tilraunir, þegar herbergis-
þerna lafði Janiet kom inn, og sagði ungfrú
Roseberry að lafði Janet vildi tala rið hana í
henbergi sínu. Hún fór strax inn til frænku
minnar, og síðan hefi eg hvorki séð né heyrt
hana. Eg ímynda mér að hún sé þar enn, og
að Horaoe hafi hlotið að finna hana þar.”
“Hvað ætli lafði Janethafi að segja henni?
spurði Mercy áköf.
“Það er ekki auðvelt að vita. Þegar þér
funduð mig í borðsalnum, var eg ejnmitt að
hugsa um þetta, en gat ekki ráðið þá gátu. Eina
niðurstaðan, sem eg gat komist að, er að seðill-
inn, sem frænka isendi yður, samtalið við ungfrú
Kosieberry vitnalaust, og þar á eftir samtalið við
Horace, eru viðburðir sem benda á, að ný freist-
ing liggi fyrir yður.”
Mercy lyfti upp hendinni í því skyni, að
þau skyldu þegja. Hún ltit til dyranna; hafði
hún heyrt fótatak? Nei, alls ekki. Enn voru
engin merkiþiess að Horacie kæmi.
* “ó,” sagði hún, “eg vildi gefa mikið fyrir
að vita livað fram fer uppi.”
“Þér fáið brátt að vita það,” sagði Júlían.
“Það er ómögulegt að við vérðum lengi í þess-
ari óvissu, sem nú á sér stað. ’ ’
Hann stóð upp til að fara aftur í það her-
bergi, þar sem hún fann hann. Þegar hann
leit á kringumstæðurnar frá sjónarmiÖi karl-
mannahugsana, varð hann að álíta, að bezti
greiðinn, sem hann gæti gjört Mercy, væri að
vfirgefa hana, svo ihún gæti búið sig undir áam-
talið við Horace. Hann hafði samt ekki stigið
nema nokkur skref, þegar hún sýndi honum mis-
muninn á skoðunum karla og kvenna. Hugsun-
in um að búa sig undir hvað hún ætti að segja,
var hgnni ókunn. Hræðslan við að vera ein-
sömul á þessu tvísýma augnabliki, kom henni til
að gleyma öllu öðru.
“Yfirgefið mig ekki!” hrópaði hún. “Eg
get ekki beðið hér ein. Komið Iþér aftur —
komið þér aftur.”
Um leið og hún siagði þetta, stóð hún upp
til að fylgja honum inn í borðstofuna, ef hann
ætlaði þangað.
Augnabliks efa bvá á svip Júlíans, en svo
sneri hann sér við og benti henni að sitja kyrri.
Gat maður reitt sig á, að hún ætlaði að fram-
kvæma hið fyrirhugaða áform sitt, fyrst liún
hafði ekki dug til að vera einsömul í herberginu
meðan hún beið eftir ráís viðburðanna?
Þegar Júlían var seztur, <rarð Mercy aftur
róleg.
“Eruð þér visar um að geta framkvæmt á-
form yðar?” spurði hann^
“Já, það er eg viss um,” svaraði hún, “á
meðan þér eruð hjá mér.”
Nú varð þögn. Þau sátu þegjandi og
horfðu á dyrnar, í þeirri von að Horace mvndi
koma.
Þegar liðnar voru nokkrar mínútur, urðu
þau vör við ihávaða úti. Það heyrðist glöggt
að vagn kom akandi og fór brátt aftur.
Júlían, sem öllu gaf gaum, er nú átti sér
stað í nánd við hann, fór út að gá að því hver
væri é fierð. Litlu síðar kom hajm aftur með
kvíðasvip á andlitinu og sagði:
“Eg hefi máske sagt yður að eg óttaðist
liina minstu viðburði, sem fyrir kæmu í návist
okkar. Nú liefir nokkuð átt sér stað, sem verið
getur þýðingai’mikið. Vagninn, sem við heyrð-
um koma akandi, var eineykisvagn, sem beðið
haifði verið um af einhverjum á heimilinu, og
persónan, sem liann fór burt með, var —”
“Var hver?” greip Mercy fram í.
‘ ‘ Grace Roseberry. ’ ’
“ Grace Roseberry ? ’ ’
“Já.”
‘ ‘ Fór hún alein ? ”
“Alein — eftir að hafa talað við lafði
Janet.”
“Fór hún viljug?” '
“Hún sendi sjálf þjóninn eftir vagninum.”
“En hvað þýðir þetta?” *
“Það er gagnslaust að spyrja um það. Við
fáum bróðum að vita það. ’ ’
Þau settust aftur og biðu, horfandi á
dvrnar.
En nú skulum við gæta að, hvað fram fer í
herbergi lafði Janet.
Þernan var búin að afhenda Mercý seðilinn
frá húsmóður sinni, og fór þaðan til að ljúka rið
erindi sitt hjá ungfrú Roseberry.
Lafði Janet sat við skrifborðið, og beið
gestsins, sem húu hafði gjört boð eftir. Hún
horfði á ljósmynd af Mercy, sem stóð á lítilli
grind, þar sem birtan frá lampanum skein á
liana. Undarleg og sorgleg breyting hafði átt
*'r stað á gamla, f jörlega andlitinu. Ennið var
lirukkótt, og hörkulegur dráttur um munninn;
alt andlitið hefÖi lnkst grímu, sem var fyrir-
mynd þolinmóðrar mótstöðu og niðurbældrar
æsingar af hörðustu tegund, ef ekki f jörið og
réttlætisljós au'gnanna'ihefði skinið á það. Það
var ólýsanleg blíða í augunum, sem litu á mvnd-
ina, og svipur lienar sýndi ákveðinn ásetning í
]>ví, að gleyma liðna tímanum og frelsa níitím-
ann.
Kyrðin í svefnherberginu var rofin með
kvenröddum fyrir utan dyrnar. Litlu síðar
\oru þær opnaðar og Grape Roseberry kom inn.
Hnakkakert, ineð þrjózkulegan svip, settist
liún í stólinn, sem lafði Janet benti henn á, og
án þess að gefa lafði Janet tækifæri til að tala
fyrst, sagði hún: x
Overkuð skinnvara
Húðir, UU, ~'
Seneca-rætur
Sendið alt til vor. Þér getið átt von á réttu
og hæsta verði og fljótri borgun.
Skrifið eftir verðlista.
é ___
B. LEVINSON & BROS.
281-3 Alexande Ave.
R S.Robinson
StafnHtt 1883
Gœnr
Kunlr M mIh
Ho(oSit6ll $250.000.00
Otlkú:
Sonttii, Wnk.. 8. S. A.
EOmMtM, AHl
U Pu, Mio.
Konoro, tnt
RAW FURS
$1.90 No 1 $22.00
1.50
12.00
Fín Ulfa
No. 1 Afar-stór 20.00
Ull
No. 1 Mjög Btór
Vetrar Rotta
Mjög stör
Haust Rotta
No. 1 Afar-atór
Svört Mlnk
Smœrri og lakari tegmndir hlutfallsleiga lagrl.
BfSið ekkl metan eftirapurn er mfkil.
SENDID BEINT TIL t&T MMD
Vanalegr Ulfa
Frosln Nautshúö
.15
iiiiiiaii
n!H:H';!'Hi:iH'l;Wr"Bi''ll8i'mill!ai:!'Bi:i:V
KOL
WINNIPEG
Ánœgðir Viðskiftamenn eru mín
Beztu Meðmæli.
Hundruð af þeim eru reiðubúnir að staðfesta að verk
mitt er sama sem sársaukalaust og verðið dæmalaust sann-
gjamt.
Með því að hafa þetta hugfast munu menn sannfærast
um að það er óhætt að koma til mín, þegar tennur þeirra
eru í ólagi.
Dr. C. C. JEFFREY,
,,Hinn varfærni tannlæknir4*
Cor. Logan Ave. oj* Main Street, Wiitnipeé
TIL, ATHUGUNAR
500 menn vantar undlr eins til þess aS læra at> stiðrna blfreiCum
og gasvélum — Tractors 4 Hemphllls Motorskólanum í Winnipeg,
Saskatoon, Edmonton, Calgary, Lethbridge, Vancouver, B. C. og Port-
land Oregon.
Nú er herskylda 1 Canada og fjölda marglr Canadamenn, sem
stjórnuðu bifreiCum og gas-tractors, hafa þegar orCIC aS fara I herþjðn-
ustu e8a eru Þ4 4 förum. Nú er timi til þess fyrir ytSur aC j#era göCa
iCn og taka eina af þeim stöCum, sem þarf aC fylla og f4 I laun fr4
$ 80—200 um m4nuCinn. — JaC tekur ekki nema f4einar vIKur fyrlr
yCur, aC læra þessar atvinnugreinar og stöCumar biCa yCar, sem vél-
fræCingar, bifreiCastjörar, og vélmeistarar 4 skipum.
N4miC stendur yfir í 6 vikur. Verkfæri fri. Og atvinnuskrlf-
stofa vor annast um aC tryggja yCur stöCurnar að enduCu n4ml.
S14iC ekki 4 frest heldur byrjiC undir eins. VerCskr4 send ökeypls.
KomiC til skólaútibús þess, sem næst jifur er.
Hemphllls Motor Schools, 220 Pacifie Ave, Winnipeg.
Útibú 1 Begina, Saskatoon, Edmonton. Lethbridge, Calgary, Vancouver,
B. C. og Portland'Oregon.
■
Vér getum fullnaegt
þörfum yðar að því er
snertir HÖRÐ og LIN
KOL. Finnið oss ef
þér hafið eigi nú þeg-
ar byrgt yður upp.
Viðskifti vor gera yður ánœgða.
TaUími Garry 2620
D. D. Wood & Sons, Ltd.
0FFICE og YARDS: R0SS AVE., Homi ARL1NGT0NI STR. 1
■■I
IIUlHIIHHIIIIHIIBIIIIIIIIIIIIIIBiBIIUBIIIIBIIIiaill
liBIUH
þarf ekki aC vera nema hugmyndahræSsla — vondur draumur.
Fljótur, viss dauCi þessum eyCileggjandi skepnum er t hendi
þinni. pú getur drepitS sex fyrir eins cents kostsaC, 4n mikillar
fyrirhafnar, ef þú brúkar <iOPHERCIl)E.
Gophercide
leysist fljótt upp í heitu vatni, miklu fyr en vanalegt strychnina,
og þarf ekkl aC nota Edik eCa sýrur. UppleysiC pakka af Ooph-
ercide I hálfu g^illoni af heitu vatni, og í þvl bíeytiC gallon af
hveiti, og muntu hafan óg til aC drepa 400 Gophes. I>aC vinnur
• 4 þeim í hvert skifti. þaC er ekkí beizkjubragC af þvl, eCa nein
lykt til a CaCvara Gopherinn. peir éta þaC meC göCri lyst. Og
eitriC helst I korninu langan tima. og í hvaCa. veCri sem er. Nú
er tíminn aC vgiða Gopherinn, meCan þeir eru hungraCir og 4C
ur en þeir fara að tingrast. — i lyf jahúð yðar eða íuvsta úthni.
NATI0NAL DRUG & CHEMICAL C0. 0F CANADA, LTD
Montreal, Winnipeg, Iiegiría, Saskatoon, Calgary. Edmonton,
Nelson, Vancouver, Victoria, and Easftern Branches.
Nefnið Lögberg þegar þér verzlið við
þá eða þau félög sem auglýsa í blaðinu