Lögberg - 26.06.1919, Blaðsíða 3

Lögberg - 26.06.1919, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. JÚNÍ 1919 SfBa S Vane «s Nina EFTIE Charlcs Garvice “Það er félagið, — hr. Harcourts félag,” svaraði hún. “Þeir syngja eitt af þeim lögum, sem hefir reynst svo vinsælt núna undanfarinn tíma. Amarþaðyður? Eg skal bara biðja það að hætta, og það gerir það strax, því öllum er svo ant um að yður líði vel. Það er svo gott fólk, að þér getið ekki trúað því.” “Nei, nei,” sagði Nína. “Látið þér það bara sjmgja. Eruð þér ein af persónnm fé- lagsins ? ’ ’ “Já,” svaraði Polly. “Eg tilheyri því, en eg hefi að eins lítið Og ómerkilegt hlutverk. Eg hefi lága rödd, svo eg rerð að vera bak við. Við höfum verið á ferð um Ástralíu, og ætlum nú að reyna lánið í London og sveitunum um- hverfis.” Nína leit á hana með lítilli öfundarstunu, því þessi unga, bjartsýna stúlka ihafði valið sér lífsstefnu og starf, en hún, Nína, var einmana, heimilislaus og vinalaus í heiminum. Hún lok- aði augunum; Polly læddist burt, og Nína féll í þungar hugsanir. Þegar hún var utan við sig, ’hafði hún beðið skipstjóra að snúa við og leita að eynni. Það var vonlaus bón þá, og enn þá vonlausari nú. 0g þó að hún gæti framkvæmt það ómögulega, og fengið þá til þess að snúa við, þ'á var alls ekki víst að þeir gætu fundið þessa eyju í hópnum. Auk þessa væri Man- nering án alls efa farinn þaðan. Hann hafði bátinn, og hún þekti hann of vel til þess að halda að hann mundi una einn á eyjunni: Og svo var það þetta samkomulag þeirra um, að leyna gift- ingunni, en það gat hún ekki, ef hún segði þeim frá eyjunni. Skipstjórinn og læknirinn komu inn til hennar litlu síðar, og þegar sá fyrnefndi mint- ist á eyjuna hennar, roðnaði hún, beit á vörina og sneri sér frá þeim. Hún heyrði hann segja við læknirinn um leið og þeir fóru út: “Það befir eflaust verið óráð þetta með eyjuna. Fólk kemur með svo margar einkenni- legar hugsanir í því ásigkomulagi. ” Læknirinn kinkaði kolli. “Látið þér hana liafa frið og nefnið ekki meira um eyjuna, nema því að eins að hiín byrji sjálf á því,” sagði hann, og þegar hann mætti Polly uppi á þilfarinu, bað hann hana að spyrja siúklinginn einskis. “Eins og mér geti dottið slíkt í hug,” svar- aði Polly og rykti til fallega höfðinu sínu. En eina spurningu varð hún að bera upp, og hana kom hún með, þegar hún kom inn til Nínu í næsta skifti. “Þér megið ekki haldi að eg vilji ama yður, þó að eg sé forvitin,” sagði hún, “en eg veit aills ekki hvað eg á að kalla yður.” Nína hikaði ofurlítið. Hún .roðnaði dálítið, en Polly lét sem hún sæi það ekki. Nína hugs- aði: “Ef eg á að segja mitt rétta nafn, þá ætti það að vera Nína Mannering, — en eg veit í rauninni ekki hvort giftingin er lögum sam- kvæmt. Og svo er nú samningurinn okkar. Hún var jafn ófús til að segja slkírnamefn sitt, og um leið og henni datt nýtt nafn í hug, sagði hún: “Þér getið kallað mig Decima Wood.” Það mafn hafði amma hennar borið. “Það er fallegt nafn — næstum eins fallegt og eigandi þess,” sagði Polly brosandi. “Og nú verðið þér að reyna að spjara yður að verða heilbrigð og rösk, ungfrú Wood, og koma upp á þilfarið undir eins og þér getið. Eg get séð að þér hafið orðið fyrir ýmsu misjöfnu.” Nína leit kjarklaus til hennar. “Ó, ef þér aðeins vissuð, hve miklu,” tautaði hún. “En eg veit það ekki, og mig langar ekki til að vita neitt um það, nema því að eins að þér viljið segja mér það, ’ ’ — Nína stundi þungan — “og eg sé að þér viljið ekki gera það. Eg hefi lofað að spyrja yður einskis, góða, og eg er ^sannfærð um, að enginn annar vill ama yður heldur, svo þér þurfið engu að kvíða þess vegna. ’ ’ Eftir fáa daga var Nína orðin fær um að yfirgefa herbergi sitt, og læknirinn og Polly iijálpuðu henni upp á þilfarið, og komu henni fyrir í viðfeldnu horni á þægilegum stól. Skipið var fult af farþegum, og koma hennar upp á þil- farið vakti allmikinn áhuga og forvitni, en eng- inn amaði henni og létu allir 'hana sitja í friði og dreyma. Við og við leit hún til þeirra, sem gengu um þilfarið; kátu og hávaðagjörnu hóparnir léku ýmsa leiki sér til skemtunar. Einstöku sinnum brá hún hendinni upp að brjósti sínu, þar sem hún geymdi dagbók Flemings og gift- mgarvottorðið. Það var eins og hún yrði að sannfæra sig um með þessari snertingu, að þessir viðburðir hefðu átt sér stað. Allan daginn skemti leikfélagið hinum far- þegunum með lilátri og söng, og á kvöldin var haldinn samsöngur í liinum stóra sal. Nína sat stundum í einu horninu og hlustaði, án þess eftir henni yrði tekið. Einstölai sinnum kom skipstjórinn til henn- ar og talaði við hana, eða einhver af farþegun- um ávarpaði hana vingjarnlega, en Nína virtist forðast þá alla nema Polly. Og þegar þeir sáu að hún villdi helzt vera út af fyrir sig, hættu þeir smátt og smátt að ávarpa hana. En nú voru þeir farnir að nálgast England; ferðin var bráðum á enda, og seinasta kvöldið nam skipstjóri staðar fyrir framan hana, og sagði með blíða og viðfeldna brosinu sínu: “Á morgum komum við í höfn, ungfrú Wood. Get eg símritað ættingjum yðar og beðið þá að koma og ta'ka á rnóti yður? Þér eruð í minni vern’d, eins og þér vitið.” Nína roðnaði og leit niður eitt augnablik. Svo leit hún upp kjarklega: *‘ Nei, þökk fyrir, ’ ’ sagði hún. ‘ ‘ Þér skuluð ekkert ómak gjöra yður mín vegna.” Hann reyndi að láta ekki bera á undran sinni, og Nína flýtti sér að bæta við: “Eg verð að borga yður flutninginn og hjálpina. Eg — eg befði átt að minnast á það fyr.” Skipstjóri hló og hristi höfuðið. “Þér megið alls ekki hugsa um neitt slíkt, góða, unga stúlkan mín. Það er ekki siður, að sú manneskja, sem lent hefir í skipbroti, borgi far sitt. Við erum hreyknir og glaðir yfir því, að okkur hepnaðist að bjarga yður.” Nína stundi af þakklátsemi, því hún vissi að þessi litla peningaupphæð, sem hún hafði flutt með sér frá eyjunni, mundi öll hafa farið til þess að borga fyrir sig, og máske ekki dugað. Skipstjóri var dálítið vandræðalegur, loks sagði hann: “Ef-------ef það er erfitt fyrir ættingja yðar að taka á móti yður, ungfrú Wood, þá er er viss um að kona mín veitir yður móttöku með ánægju, ef þér viljið vera mér samferða heim. Eg á fimm ungar dætur, svo þér munuð naumast verða mjög einmana.” En Nína ímyndaði sér, að þær myndu spyrja sig um alt mögulegt, eins og ungum stúlkum er gjarnt til, og þess vegna þakkaði hún honum fyrir tilboðið með tár í augum, en kvaðst ekki geta þegið það. “Eg hefi nú þegar áformað hvað eg skuli gera. En, ó, þér vitið ékki hve þakklát eg er.” Morguninn eftir kom Polly og settist hjá henni. “Eg tel víst að skipstjórinn símriti eftir adtingjum yðar,” sagði hún, “en ef eitthvað kemur fyrir, ef þeir koma ekki nógu snemma, viljið þér þá ekki koma heim með mér? Eg bý í Cbelsea. Það er mjög lítill og fátæklegur bú- staður fyrir unga hefðanmeyju eins og yður, ongfrú Wood.” Nína brosti og lagði 'hvítu, mögru hendina sina á handlegg Polly, mjög alúðlega. “Yður skjátlar, kæra Polly,” sagði hún, “eg er mjög fátæk.” “Það er margt hefðarfólk fátækt,” sagði Polly og kinkaði kollinum sínum með hrokna hárinu. ‘ ‘ Og eg verð að vinna fyrir mér, og er búin að ákveða hvað eg skuli gera, þegar eg kem á land.” ‘ ‘ Það er gott, ” sagði Polly. ‘ ‘ Það var ekki tilgangur minn að vera nærgöngul. Hérna er heimilisfang mitt, og ef þér getið, þá heimsækið þér mig, er það ekki? Eg held næstum að Har- eourt ætli að leigja leikhús í London; og þá býst eg við að eiga þar hekna um tíma, en ef eg ferðast um héraðið með félaginu, þá getið þér fengið áritan mína hjá húsmóðurinni. ” Nína leit á nafnspjaldið og stakk því svo i vasann, um leið og hún reyndi að þakka henni. “Get eg hjáli>að yður með að búa um —” hún þagnaði vandræðalega, þegar Nína hristi höfuðið brosandi. “Þér gleymið því, að eg á ekkert, kjóllinn, sem eg er í, og allt annað sem eg hefi, er yðar eign. Eg skal skila því öllu til yðar, þegar eg get keypt mér annað.” “Mér þykir vænt um, að þér viljið koma með það sjálfar,” sagði Polly. “Mér er farið að þvkja vænt um yður, svo mikið má eg líklega segja.” Þegar skipið rann inn í höfnina með hægð, kvaddi Nána skipstjórann og Polly í mikilli geðshræringu og þa'kkaði þeim innilega fyrir alla þeirra hjálp, hún þrýsti einnig hendur nokkurra annara farþega, og læddist vsvo á land þegar skipið kom að bryggjunni, án þess eftir henni yrði tekið. Yon bráðar var hún stödd í miklum mann- grúa á götunni. Hún mundi nú eftir ódýru og kyrlátu hóteli í Durham stræti, þar sem hún og faðir hennar höfðu búið fyrir mörgum ár- um síðan; hún fékk sér vagn og ók þangað, og var svo lieppin að fá þar herbergi. Það var mjög lítið og uppi undir þakinu; hún settist á rúmið og starði út um gluggann með sárri til- finningu um einveruna, sem hún var alveg óvön. Hún reyndi að gleyma liðna tímanum og hugsa um þann ókomna, og þegar hún var búin að þvo sér, tók hún upp peningapyngju sína og taldi það sem í henni var. Hún hafði að eins fáein pund, og þá datt henni í hug að á eyjunni hefði hún skilið eftir svo mikinn auð, að hún gæti ekki eytt honum alla sína æfi. En eyjan var langt í burtu. Hún var eins og pláss sem liana hafði dreymt um, en hún þarfnaðist bráðlega eins og annars. Hún var kyr í herbergi sínu unz morguninn kom, hún fór snemma á fætur, gekk út og keypti sér nokkurn fatnað. Eftir morgunverð bjó hún um það, sem Polly hafði léð henni, og sendi það til hennar með fáeinum þaikklátum orðum. Svo byrjaði hún á því erfiðasta starfi sem til er — að leita að atvinnu. Hún las allar aug- lýsingar í blöðunum, og valdi sér þá, þar sem auglýst var eftir kvenmanni til að gegna skrif- ara störfum; og átti lysthafi að snúa sér að Sloper og Slyne, 24Í), Rutland stræti. Nina fór af stað í^óbreytta svarta kjólnum sínum, fann loksins gótuna, sem nefnd var í auglýsingunni, og varð fremur hissa á að kom- ast að því, að þessi skrifstofa var á öðru lofti uppi yfir lélegri hattasölubúð. Hún barði að dyrum; skrækjandi rödd bað hana að koma inn, og hún gekk inn í lítið her- bergi, þar sem eitt hallborð stóð og tveir stólar. Það fyrsta sem hana furðaði á, var sterk hárolíu lykt, sem hún með réttu áleit að (stafaði frá slétta, svarta hárinu á ungum manni, er sat við halllborðið og skoðaði sig í litlum spegli, er hékk uppi yfir Iþví. Hann var alls ekki fríður maður og óvanalega freknóttur, svo álíta mátti að hann hefði litla ánægju af að skoða sjálfan sig. Samt sem áður leit hann ekki af speglin- um, meðan hann spurði þvöglandi: “Nú, hvað viljið þér?” “Mig langar til að tala við þá hr. Sloper og Slyne,” sagði Nína. Þegar ungi maðurinn heyrði blíðu röddina hennar, sneri hann sér skyndiíega við á stólnum, opnaði munninn og starði á hana. “Nú,” sagði hann loks, þegar hann var búinn að yfirvinna undran sína, “eru það gömlu þorparamir sem þér viljið ná í? En hvað það er leiðinlegt að þeir skuli ekki vera heima. Þeir fóru til markgreifans af Quisby í sérstök- um erindum. Þeim var símritað í morgun og beðnir að koma. Það er leiðinlegt. Máske eg geti hjálpað yður — eg er skrifari þeirra.” “Eg kom viðvíkjandi þes'sari auglýsingu,” sagði Nína og lagði hana á halliborðið. Ungi maðurinn leit á hana með aíhygli mik- illi, ein*s og hún væri mjög markverð. “Einmitt það,” sagði hann svo. “ Já, auð- vitað. Yður langar til að fá skrifarastöðu?” “Já.” “ Viljið þér ekki fá yður sæti?” Hann ýtti stólnum til hennar. Nína settist og beið; ungi maðurinn starði á hana svo lengi, að það var næstum orðið óþolandi fyrir Nínu. “Nú, jæja, það pláss mun vera búið að skipa. ’ ’ Nína stóð undir eins upp og sagði: ‘ ‘ Mér þykir það leitt. Verið þér sæll.” “Nei, nei, bíðið þér dáMtið,” sagði ung- lingurinn fremur styggur. Þér þurfið líklega ©kki að flýta yður svo mikið? Þessi staða er tekin, en það eru máske til aðrar stöður, sem yður geðjast að, eg skal ‘líta eftir því.” Hann sneri sér að hallborðinu, opnaði bók og leit á blaðsíðurnar, tautaði eitthvað við sjálfan sig og leit við og við til Nínu. “Barnfóstra, fimtíu pund um árið. Nei, hún er líka tekin. Til gagn's og sikemtunar á að- alsmanns heimili, líka tekið. Félagsisystir hjá prestsekkju, tekið vikuna sem leið. Skrifara- staða hjú þingmanni—< nei, því ver, öll auð pláss eru tekin núna, að mirnsta kosti öll, sem eru viðeigandi fyrir yður. Það er bezt að eg skrifi nafn yðar í bækur okkar ungfrú — ung- frú------” “Wood,” sagði Nína. “Það er þú Wood! Og heimilisfang?” “Hiddieys hótel, Durham Street.” “Það er gott. Eina Guineu, þökk,” sagði ungi maðurinn. “Er'þetta regluleg vistrúða skrifstofa?” spurði Nína. “Auðvitað. Sloper og Slyne — vel metið félag — þykir slæmt að þeir eru ekki keima. Eg skrifa nafn yðar í bækurnar, og skal segja þeim frá ósk yðar, þegar einhver viðeigandi staða fyrir yður r laus. Þó held eg sé réttast að þér komið sjálfar og heyrið hvernig gengur að fá vistina,” sagði hann og horfði á hana. Nína var nógu heim'sk til að taka peninga sina upp úr pyngjunni og leggja þá á hallborðið. ITnglingurian greip þá með þeim hraða, eins og hann væri hræddur um að þeir myndi hverfa, og lét þá í lítið skríni. “Hana nú, nú er alt eins og á að vera,” sa'gði 'hann — og það hefðu hanis (heiðruðu hús- bændur líka álitið. “Svo verðið þér að Mta hingað inn, eins oft og þér getið. Komið þér isáðari hluta dag á morgun; eg verð hér kl. fjögur. Góðan morgun.” Hann sté niður af háa sætinu sínu og opn- aði dyrnar fyrir hana, og á meðan horlfði hann aðdáunar augum á hana. ‘ ‘ Hamingj an góða! Hún ?rar græn! ’ ’ sagði hann, þegar hann sá sig á speglinum aftur. “En hún er úr fvrstu röð. Gaman að vita hvort hún kemur aftur, eða hvort hana grunar að hér séu brögð í tafli.” Það var ekki 'laust við að grunur kviknaði hjá Nínu, þó var hann ekki alvarlegur, og síðari hluta næsta dags — eftir einmanalegan og leið- inlegan dag — heimsótti hún aftur skrifstofu þeirra Sloper og Slynes. Ungi maðurinn sat á ©tólnum sínum og reykti smávindil. “Nei, sko, góðan daginn,” sagði hann með blandinni frekju og virðingu, því hann varð án vilja siíns hrifinn af fallega andlitinu og alvar- legu, fjólubláu augunum. ‘ ‘ Það gleður mig að sjá yður. Gömlu þorp- ararnir eru enn ekki komnir. Líklega á mark- greifinn bágt með að missa þú. Áríðandi við- skif ti. Það er leitt að við höfum enn ekki neina viðeigandi stöðu fyrir yður. Yður leiðist ef til vill? Það gerir mér líka stundum. Hvað segið þér um að koma með mér á fjöilleikahús í kvöld?” — nú hafði hann næga sjálfsvirðingu til að stama og isýnaSt feiminn. “Eg er alls ekki ríkur — eg hefi ekki há laun, skal' eg segja yður — en eg get náð í tvo aðgöngumiða og svo dúKtið af mat á eftir líka.” Nína horfði á hann undrandi, siem gerði hann vandræðalegan, svo hann sneri sér að speglinum og strau'k um efri vörina, þar sexn vottaði fyrir skeggvexti. “Eruð þér í raun og veru að biðja mig að koma út með yður, — með yður?” spurði hún með gremju og háði saman blönduðu. “Já, hvers vegna ebki?” spurði hann óró- legur. Nína hló íheiskjulega, þvá nú skildi hún hvernig í öllu lá. “Segið mér — þó það sé raunar þarflaust — er tþað að eins falskur fyrirsláttur, að þér reynið að útvega mér stöðu? Segið þér mér hreinan sannliekann. ” Það var eitthvað við þessa skúru, skipandi rödd, sem neyddh unglinginn gagnstætt venju hans, að segja sannleikann, siem hann undraði eftir á. “Já, fyrst þér spyrjið þannig — þá er það liér um bil á þenna bátt, sem við breytum. Yið skrifum hjá okkur nöfn fólksins—að því er stöðurnar snertir, höfum við stundum einhverja — og stundum enga; — vanalega höfum vér enga. ’ ’ Nína stóð upp föl af reiði. Auglýsið í bezta ísl. blaðinu, Lögberg. Þér eruð VISS með að fá meira brauð og --- betra brauð með því að brúka ryy PURIT9 FLOIIR1 (Govemment Standard) Skrifið oss um upplýsingu Western Canada Flour Mills Co., Limited Winnipeg, Brandon, Calgary, Edmonton. Geral.License No. 2-009. Flour License No. 15, 16, 17, 18. R. S. ROBINSON Stofmtt 1883 HöfiSrtóll $250,000.00 etlM; tMttli, Watk.. EimontM, AMk Li r*s. Man. KiiMra, (at. Kanpir nndlr rlna RAW FURS HÚÐIR — ULL — SENECA RÆTUR Dökk Mink $22.00 Hswtft vert srreitt. No. 1 Afarstór Vor- OO Cn No. 1 Afarstór C1 9 nfl rottuskinn v£-UU # mvir wini, v ■ fc.UU No. 1 Afar^tór úlfaskinn Smærri nkinn ok lélerri hlqtfalisleiCA á laesrra rerií. Sendih vöruna nndireintt þvi eftir^pnrnin w ——————— óvanalega mlkil. Afarhátt verö borgraö fyrlr Fisher og Martin — sendib annaðhvort með express eða póstl. No. 1 SaltaBar nantshútUr 24c. No. 1 Kips SOc. No. 1 Calf 4*%c. SENDID BEINT TIL HEAD TIL ATHUGUNAR 500 menn vantar undir elns til þess aC læra alS stjðrna blfrelBum og gasvélum — Tractors á Hemphills Motorskólanum i Winnipeg, Saskatoon, Edmonton, Calgary, Lethbridge, Vancouver, B. C. og Port- land Oregon. Nú er herskylda I Canada og fjölda marglr Canadamenn, sem stjörnuSu bifreiCum og gas-tractors, hafa þegar orBiö aB fara I herþjön- ustu eBa eru þá á förum. Nú er timi tii þess fyrlr yBur aB læra göSa lSn og taka eina af þeim stöBum, sem þarf aB fylla og fá í laun frá $ 80—200 um mánuBinn. — JaB tekur ekki nema fáeinar vlkur fyrlr yBur, aB læra þessar atvinnugreinar og stöBumar blBa ySar, sem vél- fræBingar, bifreiBastjórar, og vélmeistarar á skipum. Námið stendur yfir I 6 vikur. Verkfærl fri. Og atvtnnuskrlf- stofa vor annast um aB tryggja yBur stöBurnar aB enduBu náml. SlálB ekkl á frest heldur byrjlB undlr elns. VerBskrá send ökeypls. KomiB til skólaútibús þess, sem næst yBur er. Hemphllls Motor Schools, 220 Paciflc Ave, Winnipeg. Útlbú I Begina, Saskatoon, Edmonton, Lethbrldge, Calgary, Vancouver, • B. C. og Portland Oregon. \T/* .. 1 • timbur, íialviður af öllum Ny]ar vorubirgðir tegundum, geirettur og als- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir að sýna þó ekkcrt sé keypt. The Empire Sash & Door Co. ------------------ Limitad------------------ HENRY AVE. EAST - WINNIPEG Nefnið Lögberg þegar þér verzlið við þá eða þau félög sem auglýsa í blaðinu C" VIÐSKIFTABÆKUR s (COUNTKR BOOKS Hérna er tækifœri sem borgar sig að athuga! Samkvæmt verzlunar-löggjöf landsins, þurfa kaupmenn að nota viðskiftabækur, (Counter Ðooks) Vér höfum nú tekið að oss EINKAUMBOÐSSÖLU á VIÐSKIFTABÓKUM fyrir alla Vestur-Canada. Og er þetta einmitt sú tegúndin sem yður vanhagar um. Það er beinn peninga sparnaður fyrir íslenzka Mat- vöru- og Álnavöru-kaupmenn að panta viðskifta- bækur sínar hjá oss. SITJIÐ VIÐ ÞANN ELDINN, SEM BEZT BRENNUR. SENDIÐ PONTUN YÐAR STRAX! TIL Œfje Columbta $reöö LIMITED Cor. Sherbrooke & William, Winnipeé Tals. Garry 416—417 % ^ *

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.