Lögberg - 26.06.1919, Blaðsíða 4
Síð* 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. JÚNÍ 1919
R
S'ógbecg
Gefið út Kvem Fimtudag af TKa Cal-
ombia Pren, Ltd.,jCor. William Ave. &
SKerbrook Str., Winnipeg, Man.
TAliSIMI: GARRY 4t« og 417
Jón J. Bíldfell, Editor
J. J. Vopni, Business Manager
Utanátkrift til blaðsins:
THE t0lUN|BI4 PfjESS, Ltd., Box 3172. Winnipog,
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipog,
VERÐ BLAÐSINS: >2.00 um áriB.
-<«►27
Hróplegt ranglæti.
Á síðastliðnum f jórum árum höfum vér séð
göfugri einkenni mannlegs eðlis koma fram vor
á meðal en nokkru sinni fyr.
Vér höfum séð feður og mæður kveðja syni
sína með brosi á vörum en harmi í hjarta. Syni,
sem af frjálsum vilja gáfu sig fram til þess að
leggja lífið í sölurnar fyrir frelsi og framtíðar-
heill lands og iþjóðar.
Vér sáum í mörgum tilfellum fátæka for-
eldra senda aðal stoð sína, eina soninn, til þess
n<i varna fjandmönnum réttlætis og frelsis
framgöngu. Vér sáum þá óeigingjörnustu fórn-
ijýsi sem til er—skiylduræknistilfinningu sem
er hrein eins og loftið er laugar tind fjallsins
sem hæst teygir sig upp í himingeiminn. Vér
höfum á þessum síðustu fjórum til fimm árum
séð það, sem er fegurst í fari mannanna.
0g vér höfum líka séð 'það, sem þar er
ljótast. Vér höfum séð, og erum nú dags dag-
lega að sjá, að hér í þessu þjóðfélagi eru til
menn, sem hafa notað og eru að nota hinar
erfiðu kringumstæður þjóðarinnar til eigin
hagsmuna. Menn, sem svo eru 'þrotnir af rétt-
lætis tilfinningu og sönnum manndómi, að á
meðan að hermenn vorir eru að leggja lífið í
sölurnar fyrir frelsi og sóma þjóðarinnar, þá
hlífast þessir menn ekki við að nota hennar
erviðu kringumstæður til þess að raka saman fé
í eigin vasa.
“Verksmiðjan okkar var ekki bygð Guði til
dýrðar, heldur til hagsmuna fyrir eigendurna.”
....“Sá maður, sem ekki getur grætt peninga
á stríðstímum, hann er ekki mikils virði”. Svo
segir Mr. W. E. Patton, meðeigandi í vefnaðar-
verksmiðju Patton félagsins í Sberbrooke, Que.,
við yfirheyrslu þó út af hinni gífurlegu verð-
hækkun á lífsnauðsynjum manna, sem orðin er
hér í landi.
Á meðan synir þjóðarinnar í hundrað-
þúsunda tali berjast fyrir þjóðina og fá að laun-
um $1.10 á dag, og skilja eftir hér heima hjá oss
fjölskyldur sínar og vandamenn, seip þeir trúa
oss fyrir, Iþá finna þessir menn, Patton & Co.
það æðstu skyldu sína að maka sinn eigin krók
—græða fé—á þessum hermönnum, og á þessu
fólki sem hermennirnir trúðu þeim fyrir, og það
ekki í smáum skömtum, heldur stórum skömtum
—svo stórum að ekki er dæmi til annars eins í
sögu þjóðarinnar. •
Er þá nokkuð undarlegt að þegar að her-
menn vorir koma heim og þeir sjá hversu að
menn þessir hafa reynst sér og þjóðinni á þess-
um raunatímum, að þeir fyllist gremju og jafn-
' vel hatri til þeirra manna, sem svo herfilega
hafa farið að ráði sínu?
Er það nokkuð undarlegt að þeim ofbjóði
þegar þeir komast að raun um að þeir þurfa
að borga $65 fvrir fatnað, sem kostar að eins
$14.50 að búa til?
Er það nokkur furða þó fólk fari að ókyrr-
ast þegar það veit að eigendur Patton félagsins
í Sherbrooke lögðu á 72,9% skatt á vöru sína
umfram það, sem þá kostaði að framleiða hana.
Er það ekki náttúrlegt að menn fyllist
andstygð, þegar iþeir vita að Dominion Textile
félagið bar úr ’býtum meira en 300% á innstæðu-
höfuðstól sínum? Og þetta á sér ekki að eins
stað í þessum tveimur tilfellum, heldur er það
hvar sem borið er niður hjá þessum auð- og
okurfélögum landsins, þá virðist að sama hug-
sjónin hafi ráðið—sú: að
“Safna auð með augun rauð
þá aðra brauðið vantar.”
Og svo furða menn sig á óánægju og ókyrð
í þjóðfélaginu—furða sig á að menn skuli vera
að kvartíl yfir kjörum sínum og þessu ástandi.
En sannleikurinn er sá, að ,.ao bæri vott um
lamaða réttlætistilfinningu og andlegan dauða
ef menn kvörtuðu ekki og með festu og einurð
reyndu ekki til þess að hrinda þessum ósóma af
höndum sér. Ef að menn létu það óátalið, þeg-
ar leiðandi menn í iðnaðarheiminum vor á með-
al lýsa yfir því, að þeir séu ekki með iðnaðar-
tækjum sínum að vinna Guði til dýrðar, heldur
Pjöflinum til athlægis, með því að undiroka al-
jiýðuna og hneppa hana í þrældóms fjötra, þá
væri vonlaust um framtí ðþessarar þjóðar, því
þá römbuðum við öll “á helvítis barmi”, eins
og Þorsteinn Erlingsson sagði.
Og menn tala um að Bolshevisminn sé að
leggja sína loppu á lífæð þjóðarinnar. Og því
er ver, að til þess liafa merkin sést ómótmælan-
Jeg að undanförnu.
En við hverju var að búast? Var ekki
þessi Parasíta háttur búinn að undirbúa jarð-
veginn til þess að sú ófreskja reyndi að ná hér
fótfestu. Og það verður ekki þeim að þakka
þó henni takist ekki að eitra alt líf þjóðarinnar
og umturna jijóðfélagsfyrirkomulaginu.
Menn segja nú máske að það sé ekki mikið
að missa—að það þjóðfélagsfyrirkomulag, sem
annað eins og að framan er minst á eigi sér stað
í, eigi ekki mikinn rétt á sér. En þess ættu
menn að minnast að það er ekkiþjóðfélagsfyrir-
komulaginu að kenna að svona fer, heldur því
að þjóðfélagsfyrirkomulagið eða lög þjóðfélags-
ms eru misbrúkuð, og að vegurinn til þess að
laga það er ekki sá að umturna því, heldur að
hagnýta sér hinar göfugustu hugsjónir þess —
byggja á þeirri reynslu sem fegurst er og
traustust. Og þjóðarviljinn þarf að verða svo
sterkur og hvatir þjóðarinnar svo hreinar að
þeim, sem saurga vilja líf hennar á hvaða hátt
sem er, sé ekki vært innan vébanda hennar.
En um fram alt þurfa menn að muna eftir
því, að slík hreinsun þarf að fara fram á lög-
legan hátt. Menn þurfa fvrst og fremst að
hafa það hugfast, að undir því er komin öll
þroskun þjóðarinnar, að þeir beri virðingu fyr-
ir lögum landsins, og það að fótumtroða þau er
hinn augljósasti vottur um þroskaleysi.
Á meðan að hugsunarháttur sá, sem fram
hefir komið hjá iðnaðarmönnum þeim, sem hafa
notað hinar erviðu kringumstæður þjóðarinnar
til þess að auðga sjálfa ,sig á óviðeigandi hátt
er ráðandi, er engin von á varanlegum friði í
Jandinu. Þessi hugsunarháttur verður að breyt-
ast. Menn þessir verða að finna til þess, að þeir
eru partur af þjóð þessari og verða að skilja
að velferð þjóðarinnar—alþýðunnar og þeirra
er óaðskiljanleg. Þeir verða að skilja, að sér-
réttindi þau, sem þeir hafa sjálfir tekið sér og
einnig þau sem lög landsins veita þeim á kostn-
að almennings, eru steinar á framfarabraut
þjóðarinnar sem verða að víkja.
Og ef stjórn landsins—Union stjórnin ekki
vill hjálpa til þess að laga þetta, beldur sam-
þykkja með þögninni og aðgjörðarleysinu yfir-
gang þessara manna, eins og hún hefir látið
þessa yfirgangsseggi féfletta lýð landsins á
stríðstímunum hindrunarlaust, þrátt fyrir það,
þótt henni h’áfi hlotið að vera ljóst um athæfi
þeirra, þá eiga menn á sínum tíma að víkja
henni frá völdum og setja í embætti aðra menn,
sem hafa nógu mikið siðferðisþrek til þess að
vernda rétt lítilmagnans, jafnt og þeirra vold-
ugu, menn sem bera hag allra borgara lands-
ins fyrir 'brjósti, en ekki hag einstakra stjórn-
málaflokka né heldur iðnaðargreina.
Minningarrit íslenzkra
hermanna.
Eins og áður hefir verið tilkynt í íslenzku
blöðunum, hefir Jóns Sigurðssonar félagið
ákveðið að gefa út minningarrit yfir þá sem af
íslenzku bergi eru brotnir og sem innrituðust í
herinn á hinum síðastliðnu fimm árum. Til að
annast útgáfu þessarar bókar kaus félagið
nefnd er samanstendur af: Mrs. J. B. Skapta-
son, Mrs. Finnur Johnson, Mrs. Gróa Bryn-
jólfsson, Miss Rury Árnason og Mrs. Guðrúnu
Búason.
Nefndin hefir skift verkum með sér þannig
að Mrs. Finnur Joihnson er forseti, Mrs. G.
Búason ritari, Mrs. Skaptason gjaldkeri, Mrs.
Brynjólfsson og Miss Árnason meðráðendur
nefndarinnar.
Tilgangur félagsins með útgáfu bókar þess-
arar er að gefa Islendingum, sem ekki geta les-
ið enskt mál tækifæri að kynnast lítillega til-
drögum og helztu viðburðum stríðsins, en þó
einkum og sérstaklega er aðaltilgangurinn sá,
að heiðra minningu þeirra íslendinga sem gengu
í herinn, og sem íslenzka þjóðin á svo óútmálan-
lega mikið að þakka. Félagið finnur hjá sér
ljúfa og skylda köllun til þess að taka þetta mál
að sér, og væntir þess og treystir að allir Is-
lendingar starfi með félaginu að því að bókin
verði sem eigulegust, réttust og fullkomnust.
Það mun ekkert verða til sparað af félagsins
hálfu að gjöra bókina eins vel úr garði og auðið
er, og hún ætti að verða sá bezti minjagripur
frá þessari kvnslóð til komandi kynslóða. Til
þess að bókin geti náð tilgangi sínum, er nauð-
synlegt að hún hafi að geyma nafn hvers ein-
asta Islendings, sem í herinn fór. Það væri
sannarlega sorglegt og lýsti kæruleysi og van-
þakklæti þjóðar Amrrar til þessara ungu hetja,
ef ekki fengjust nægilegar upplýsingar í þessu
efni.
Áform félagsins er að innihald bókarinnar
verði ritgj<örðir um:
1. Tildrög til stríðsins.
2. Hluttöku Canada í stríðinu.
3. Helztu bardaga.
4. Þátttöku Islendinga í stríðinu.
5. Endalok stríðsins og friðarsamningana.
6. Myndir og æfiágrip fallinna ísl. her-
manna.
7. S'krá yfir alla Islendinga, sem í herinn
gengu, o. s. frv.
Tilraunir hafa þegar verið gjörðar að fá
okkar færustu menn til að semja þessar rit-
gjörðir.
Fétagið treystir því. að almenningur verði
því jafn vinverttur í þessu máli og öðrum mál-
um að undanförnu og skorar á alla aðstandend-
ur að styðja þetta fyrirtæki, svo að það megi
verða íslenzku þjóðinni til sóma og koma að til-
ætluðum notum, með því að senda eftirfylgjandi
upplýsingar:
Númer og nafn hermannsins, herdeildar
númer, greina stöðu hans í hernum, fæðingar-
dag og fæðingarstað, nöfn foreldra, heimilis-
fang hans er hann innritaðist í herinn, atvinnu
áður hann gekk í herinn, hvenær hann gekk í
herinn, hvenær 'hann fór frá Canada, helztu
orustur o. s. frv. er hann tók þátt í, hvert hann
særðist og hversu oft, hvert hann hefir verið
sæmdur heiðursmerkjum, og ef svo er, hverjum
og í hvaða sambandi hann hlaut þau, hvenær
hann kom heim aftur.
Sendið upplýsingar þessar hið allra bráð-
asta, og treystið því ekki að þær séu til hjá
nokkrum öðrum en yður.
Allar upplýsingar sendist til ritara nefnd-
arinnar:
Mrs. G. Búason,
564 Victor St., Winnipeg.
Iskyggilegt tap.
Áhrifin, sem verkfallið mikla hefir haft á
iðnaðarlíf og framleiðslu í Manitobafylki, eru
alt af að koma betur og betur í ljós, með hverj-
um líðandi degi, og þau alt annað en glæsileg.
Nákvæmar áætlanir um hnekkinn, sem
smjörframleiðslan hefir beðið við það, að
rjómaflutningur til borgarinnar teptist um all-
langan tíma, sýna að hér í fylki voru hefir verk-
fallið komið í veg fyrir tillbúning á tveim mil-
jónum punda smjörs, sem undir venjulegum
kringumstæðum hefðu framleidd verið og send
á markað.
Heildsöluverð á smjöri hefir verið síðan
verkfallið hófst 52 cents pundið, eða því sem
næst, ef um var að ræða heilan vagnfarm. And-
virði þessara tveggja miljón punda, mundi því
hafa numið 1,040,000 dollurum.
Það þarf 100 pund af smjörfitu í hver 116
pund af smjöri, — mismunurinn bættur upp með
ýmsum öðrum efnum, áem smjör má eigi án
vera, svo sem salti. — Bændur og rjómabúin í
fylkinu hafa beinlínis tapað $1,040,000 á þess-
ari einu vörutegund, og kemur tapið þó lang-
þyngst niður á þeim fyrnefndu.
Því hefir verið fleygt fram manna á milli,
að bændur megi sjálfum sér um kenna, ef þeir
hafi tapað svona gífurlega í þessu tilfelli, þeir
hefðu getað unnið smjör sitt heima, og þar fram
eftir götunum. Sjálfsagt hefir það og allvíða
verið gert, að minsta kosti á meðal Islendinga,
en því má eigi gleyma, að í fylkinu eru margir
þójðflokkar, sem lítt kunna til smjörgerðar, og
sumir hreint ekki neitt, og þar að auki mun
óvíða vera um kælirúm að ræða til sveita, og
geymsla slíkra afurða, einkum um mesta hita-
tímann, því lítt 'hugsanleg.
Það er hart fyrir bóndann, sem vinnur
baki brotnu ár eftir ár, að sjá verðmætustu af-
urðir sínar verða að engu, og niður á bæjarbú-
unum hlýtur það einnig að koma óþægilega, því
ekki er það vegurinn til þess að ráða fram úr
dýrtíðinni.
Minni
heimkominna hermanna islenzkra, flutt í samsæti
sem þeim var haldið í samkomuhúsi Konkordía-
safnaðar, 22. júní 1919.
I.
Velkomnir! velkomnir! heim affcur hér,
þið hugprúðu Canada synir.
pið stóðuð sem hetjur við stórvirki hver,
sem styrjöldin útheimti að leystuð þér,
sem frelsis og föðurlands vinir.
Og mörg var og erfið sú manndóms raun
sem máttuð þið til með að leysa.
J7að dugði ei að hika, né hugsa’ um laun,
né hætfcuna óttast og blása í kaun,
þar Húnanna hersveitir geysa.
Ög nú er það unnið hið stórfelda stríð
og stöðvaður hergnýrinn óði.
Til heila og blessunar landi og lýð,
er löksins upprunnin sú friðar táð,
sem ikeypt var með kappanna blóði.
II.
Eg man það, að sumum hér fanst um fátt,
er fóru þeir burt i þann hjörfaslátt
og hégóma för þetta hugðu. —
En nú dáir þegn hver sem þekkir til
og þakkar og virðir með kærleiks yl,
hve Canada drengimir dugðu.
Já, drengimir verðskulda þjóðar þökk,
og það eiga að muna vor hjörtu klökk,
hve dýrt varð þeim frelsið hið fríða;
því mörg var sú hetjan er hneig á fold,
sem hvílist og nú byrgir erlend mold,
auk þeirra, er langsaman líða.
En þeir stóðu fremstir er þraut var mest
og þörfin, hvað brýnust að vömin bezt,
eða harðfengleg sókn væri hafin.
Og nú hefir Saga á skjöld sinn sikráð
sVo ekýrt að tíminn ei getur máð,
nöfn þeirra gullstöfum grafin.
III.
Kappans einkenni’ er eitt,
það, hann óttast ei neitt,
heldur aðhefst og spyr ei um laun;
sýnir drengskap og dug,
sýndr harðfengi og hug,
reynist hetja í sérhverri raun.
IV.
Syo kveðið var, er frá oss burt þið fómð,
að fást við trö1!! í nýjum austurveg.
f okkar hóp sem auðsveip böm þið vomð,
en engu’ að síður glögg. pað vissi eg,
að norræn hreysti og hetjuskapið foma
þar hugum ykkar mundi dável oma.
Og sú varð raunin, sæmd og frægð þið hlutuð
í sigurlaun með hetjum þessa lands;
við trúnaðsstörf þið trausfcs og hylli nutuð
og tengduð strengi hins nýja þjóðarbands.
J7ið reyndust sannir niðjar yðar áa,
og eflduð heiður þjóðarbrotsins smáa.
Með þökk og virðing hér við heilsum yður,
í heimabygð, sem yfirgáfuð þið.
jTtess verður minst þó fullur ríki friður,
hver fómin var og yðar veitta lið.
J7á minning blessa bömin seinni alda
við bautasteina hermannanna kalda.
B. porbergson.
Að spara
Smáar upphæðir lagðar inn í banka reglulega
geta gert stærri upphæð en stór innlög, sem lögð
eru inn óreglulega. Sá sem gerir sér að vana að
leggja inn peninga, hann fær löngun til að sjá upp-
hæðina stækka. Rentur gefnar að upphæð 3% A
ári, lagt tvisvar við höfuðstólinn.
Bjxjið að leggja inn í sparisjóð hjL
THG DOMINION BANK
Notre Dame Branch—W. H. HAMLLTON, Manager.
Selklrk Brancb—F. J. MANNING, Manager.
Í THE R0YAL BANK 0F CANADA 1
■ HöfuBstðll iöggiitur 325.000.000 HöfuBstóll greiddur $14.000,00« i
VarasjóBur.. $15,500.000 Total Assets over.. $427,000.008
Fopsetí ..... Sir HERBERT S. HOI/T |j
Vara-forsetí .... E. L. PEASE ]§
1 Aðal-ráðsmaður - . O. E NEUjIj
H Allskonar bankastörf afgreidd. Vér byrjum relknlnga vlB elnat&kllnga
•Ba félög og sanngjarnlr skllm&lar velttir. Avlsanir seldar tll hvaB*
P staBar sera er & lslandl. Sérstakur gaumur gefinn sparirjóBsinnlögum,
p lem byrja má meB 1 dollar. Rentur lagBar viB á hverjum * mánuBum.
WENNIPEG (West End) BRANCHES
Cor. WiHiam & Sherbrook T. E. Thorsteinson, Manager
■ Cor. Sargent & Beverley F. Thordarson, Manager
|j Cor. Portage & Sherbrook R. Jj. Paterson, Manager
.ílKí'HliiKi'KIKII'Ki ■'!KliiKlKI!Kl::B!iiKillK!'KII!K!'K!ÍKl!!KKI:j:K:'KiiKll!Ki'!l
MINNING ÞRIGGJA SKÁLDA
Guðmundur Guðmundsson
Ljóðaskáld
Hvar heyrði eg fyrst þann svanasöng —
þann svanasöng á heiði? —
Að segja litla sögu hljóðs eg beiði.
1 fyrsta sinn eg reið þá reginsanda, >,
er Rangár báðar girða djúpi köldu.
Roksandur svall af fjarri Fjórðungsöldu
fárviðri drifinn niður í bygð til stranda.
Áttræða hetjan faðir minn oss fylgdi,
fáraðist lítt, en gneypur reið og þagði;
fáklæddur piltur veginn vísa skyldi,
en viltist skjótt og fátt til mála lagði.
En tók að kveina af kulda, svo af baki
eg knapann tók og hristi fast og hrakti
xms hita og fcáp í limum sveins eg vakti;
svo leið á nótt í voðavillu svaki.
Við riðum bringsól, ekkert veg að vísa,
og veðrið óx með fullu grimdaræði.
“Hvað glóir þar á þessu heljarsvæði?
BDvað? — Rangá ytri ófær milli ísa!”
Eg stökk af baki, hinum hanð að bragði
að bíða kyrrum, og við hests míns fót
eg niður kraup á klaka, sand og grjót,
og höfuð mitt á hellustein eg lagði.
Eg heyrði og sá hvar áin rann og öslaði fram
ófær nema jötnum, í illvættaham.
Mér heyrðist örg frá Heklu og heljarfjöllum þeim,
sem full af djöflnm drjnja svo dunar um ailan heim.
Því það er segin saga uin Sæmund prest, hann héldi,
að fjandinn væri í fjöllum með frosti, snjó og eldi.
Eg æpti: “Ráða árar og illra norna spil?
— Syngið, syngið svanir mínir, séuð þið nokkrir til.”
Og náhljóð mig nístu svo nötraði frón .....
en í því heyrði eg annað og aðra ‘leit eg sjón.
Því hinumegin sá eg við hellismunna dreng,
er söng nm vor og sólskin með silfurbjartan streng.
Hann söng um huliðsheima og heilög draumalönd,
og Ijúflingskvæðin léttu, sem lyfta barnsins önd;
um Ijóssins heim er lýsti, er lítið barn hann svaf,
og líknartárið Ijúfa, sem lífsins herra gaf.
* * *
Og hevrn og sýn var horfið, eg hljóp, eg stökk á bak,
að klukkntíma liðnum við komumst undir þak.
Það varstú Guðmundur Guðmundsson,
Eg geymdi þig fast í minni;
eg hygg, eg hafi þá heljarnótt
þig heyrt í fyrsta sinni.
Það varstú Guðmundnr Guðmundsson,
eg get þess með stirðum munni.
Nú liggur þú nár, en lítil von
að list þína margir kunni.
Og senn eru farin fertug ár,
sem fylgdi eg braglist þinni,
og engin var mér svo nnaðsník
á æfinni förnn minni.
Heill þér, Guðmundur Guðmundsson!
Þú gafst oss þitt hjartablóð,
þú orfir Dauðann dauðan,
því deyja seint þín ljóð.
Þó yfirum sért þú farinn um örlagahaf,
ómurinn þinn ér eftir uns Island fer í kaf.
ómur um ástartárin, sem aldrei þorna á -brá,
ómur um instu sárin, sem ala Ijóssins þrá.
ómur hins hreina og háa, sem hylst við dagsins Ijós,
og yndis yndið smáa, sem elur skammlíf rós.
Heill þér Guðmundur Guðmundsson !
Þú gafst oss Ijóssins óð,
og fyrir nöpur náhljóðs org
þín næturgalaljóð.