Lögberg - 26.06.1919, Blaðsíða 1

Lögberg - 26.06.1919, Blaðsíða 1
SPEIRS-PARNELL BAKINGCO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lcegsta verÖ sem verið getur. REYNIÐ ÞAÐ! TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG Ú.tbtt É. Það er til myndasmiður í borginni W. W. ROBSON 490 Main St. Garry 1320 32. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 26. JÚNÍ 1919 NUMER 26 Blódsúthelling i sam- bandi vid verkfallid Herliðið kallað út til að skakka leikinn Margir verða fyrir meiðslum. Tveir missa lífiðaf völdum óróans. Blaðið Labor News er,gert upptækt og vara-ritstj. þess, Rev. Woodworth, tekinn fastur. Búist jvið að verkfallið verði til lykta leitt þessa viku. Margir af verkfallsmönnum farnir að vinna. hér í borginni, eftir langvarandi sjúkdómslegu. Hann lætur eft- ir sig konu og eitt bam, auk for- eldra og systkina. — Jarðarförin fór fram frá Fyrstu lútersku kirkjunni á þriðjudaginn. Séra Friðrik Hallgrímisson flutti iík- ræðuna, en séra Bjöm B. Jónsson jarðsöng. • pað ihefir ýmislegt sögulegt gjörst í samibandi við verkfallið, síðan .Lögberg kom út síðast— svo sögulegt, að fáum mun gleymast sem í Winnipeg búa. Verkfallið hefir haldið áfram og leiðtogar verkamanna og mál- gögn þeirra eggjað fólkið á að halda saman, og magnað mót- stöðuaf! þeirra sem mest þeir máttu á móti þeim flokki mann- félagsins eða réttara sagt bæj- arfélagsins, sem þeim finst þeir «iga mest í höggi við. Var það og réttlátt, og ihefðu verkfalls- menn haldið sér innan þeirra vébanda, þá hefði ekki verið undan neinu að kvarta. En þegar þeir færðu verkfalls- kröfur sínar svo út, að þær komu í (bága við lög landsins, þá var málstaður þeirra tapaður. Um það hefir verið getið í Lögbergi að þeir í byrjun verk- failsins hafi reynt til þess að taka í 'hendur sér yfirráð og út- hlutun á lífsnauðsynjum í Ibæn- um, og einnig að þeim hafi ekki tekist það. Slíkt tiltæki var beint brot á lögum bæjarins, því hann einn hefir og á að hafa um- sjón þeirra mála. Útaf óeirðum sem hér urðu í bænum fyrir nokkru síðan, bann- aði borgarstjórinn verkfalls- mönnum og öllum öðrum að ganga í stórum hópum um bæ- jnn. En á föstudaginn var sam- þyktu afturkomnir hermenn, eða sá hluti þeirra, sem fastast hélt taum verkfallsmanna, að þeir skyldu þrátt fyrir bann borgar- stjóra ganga í fylkingum um helztu götur borgarinnar, og á laugardaginn á settum tíma kl. 2.30 safnaðist múgur og margmenni í kring um ráðhús bæjarins og á tilsettum tíma byrjuðu þeir að mynda fylking- una, framundan ráðhúsinu. En áður en þeir komust lengra, kom varðliðið (Mounted Bolice) þeim í opna skjöldu í tveimur fylking- um, sem náðu yfir Aðalstrætið. peir riðu á harða spretti inn í mannþröngina, sem lét þá undan síga í svip, en áður en .hægt-vam-if- vefkfallinu, þar til að hlut ^ð koma fólkinu út úr götunum lenti í slag. Varðliðið tók til vopna og götulýðurinn lét ganga grjótkast á það á móti, og sumir á meðal uppreistarmanna notuðu skotvopn. Einn maður var drepinn. Fékk hann skot í gegnum hjartað, og um 30—40 manns særðust og meiddust, og hefir einn þeirra dáið síðan. Fjöldi manns hafa verið teknir fastir út af þessu uppþoti. petta er hin önnur tilraun, sem g.jörð hefir verið til þess að fótumtroða lög bæjarins. Á mánudaginn var iblað verka- manna “Western Lábor News” gjört upptækt og ritstjóri þess Rev. Woodworth, sem hefir séð um ritstjóm þess síðan starfs- bróðir hans Rev. Ivans var tek- inn faistur, var og tekinn fastur fyrir óleyfileg ummæli í blaðinu. öll þessi umbrot hafa haft sín áhrif, og þar á meðal þau, að fjöldi verkfallsmanna hafa byrj- að að vinna. Leiðtogar verk- fallsmanna hafa aftur leitað að- stoðar fylkisstjórnarinnar, en fyilkisstjórnin hefir, eins og kunnugt er, neitað að skifta sér Ohristian Siverz frá Victoria, formaður póstþjónaisambandsins í Vestur Canada, er staddur hér í bænum. Hann kom ihingað að vestan í sambandi við verkfallið. Hjefir hann verið á fundum með póstþjónum ibæjarins, sem í verkfaMinu hafa tekið þátt. Á sunnudaginn átti hann langt tal við Mr. Robertson verkamála- ráðherra Ottawa stjómarinnar, sem hefir verið hér í bænum undanfarandi. En á þriðjudags- kveldið fór hann ásamt þremur öðrum mönnum úr félögum póstþjónanna, tveimur héðan frá Wlnnipeg, og einum frá Calgary til þess að ræða mál póstþjón- anna við istjómina í Ottawa, sér- staklega í sambandí við nýju lög- gjöfina sem á ferðinni er, og sem til hefir orðið út af kringum- stæðum sem verkfallið heifir skapað. tekningar verkfallinu hætti. En nú er von um að það Jagist, að verkfallsmenn lýsi því yfir að hluttekningarverkföllin séu hætt og hefir heyrst að farið hafi ver- ið fram á það af umboðsmönnum verkfallsmanna, að stjómin skipaði nefnd manna til þess að athuga atvinnumálin. Jóns Sigurðssonar félagið hef- ir í hyggju að halda mikla út- sölu í haust, bæði á hannyrðum og fl. og fl. — Nú er að því kom- ið að fólkið fari að fara í sum- arfríið sitt, og viljum vér minna stúlkurnar á að taka með sér hannyrðir sínar, iheklunálar og | prjóna o. fl. Mr. E. Hanson, 393 Graham A.ve. og Mrs. Finnur Johnson', 668 McDermot Ave. eru for- stöðukonur hannyrðanefndarinn- ar. Fyrir svuntunefndinni standa Mrs. Thordur Jóhnson, 334 Maryland St. og Mrs. J. H. Miller. Taka konur þessar þakksam- lega á móti gjöfum frá þeim, sem vildu góðfúsiega styrkja Ifyrirtæki þettrs. Goodtemplarar í Winnipeg Hluttekningar-verkfallið endar í dag kl. 1 1 f.h. BANDARIKIN Ofsaveður skall yifir Fergus Falls, Minn. á sunnudagskveldið var og gjörði tjón bæði á mönn- um og skepnum. Sagt er að 60 lík hafi fundist í rústunum og meir en 150 meiddust alvarlega og fjöldi manna beið meiri og minni meiðsli. 400 hús eyðilögðust í bænum, þar á meðal allar kirkjur bæjar- ins. Efri hlutinn af dómhúsi bæjarins fauk, háskólinn skemd- ist mjög, kornlh'laða sem Geres mylnufélagið átti eyðilagðist ineð öllu, og verksmiðja þar í bænum þar sem búnar voru til hurðir og gluggar fór sörnu leið- ina. Síðari frétt segir að tala þeirra sem farist hafa lí þessu ofviðri í Fergus Falls og þar í grendinni sé líklég að fara upp í 400. Ríkisstjóri Burnquilst og | Major Garris fóru ásamt varð- sveit tiíl staðarins á mánudags- kveldið, og ásamt með þeim fóru læknar og hjúkrunarkonur. Ofviðri þetta kom harðast niður á Fergus Falls, en þó urðu skemdir og mannskaði Víðar, t. d. í St. Claud, þar er sag't að veðr- Vínbannssamþykt Ottawastjórnar- innar feld. Lög þau, sem neðri málstofan I Canada samþykti þess eðlis að banna vínsöílu í landinu í 12 mánuði eftir að friðarsamning- arnir eru undirskrifaðir, voru feld í Senatinu á miðvikudaginn annan en var, með 34 atkvæðum á móti 24. Sá parturinn áf þess- um lögum, sem tók það fram að banna innflutnmg og nautn áfengis í Canada I 12 mánuði e6a í eitt ár eftir að friðarsamn- ingamir væru undirskrifaðir var feldur burt, en í staðinn sett að vínbannið skyldi burtnumið und- ir eins og friðarsamningarnir væru undirskrifaðir. Vínbannsmenn eru mjög gramir yfir þessu tiltæki Senats- ins, sem vonlegt er, en segja eins og stúlkan, sem í fyrsta sinn fékk að fara í kaupstaðinn, er móðir hennar spurði hana að þegar hún kom heim aftur, hvort að kaupmaðurinn ihefði nokkuð talað við hana. “Já”, sagði stúlk- an. “Og hvað sagði hann?” spurði móðirin. “H]ann sagði að eg væri eftir öllum vonum af þeim komin”, svaraði stúlkan. Forstöðumenn bindindismál- anna í Manitoha tala um að skora á stjómina að láta fara fram al- menna atkvæðagreiðslu í land- inu um þetta mál. Mr. Strang, formáður vínsal- anna hér í fylkinu sagði í gær: “Vér munum aldrei láta vínsöl- una ikomást á það stig eyðilegg- ingar, sem hún var komin á meðal vor. Að eins þau félög, sem þekt eru að heiðarlegri framkomu ættu að fá leyfi til að selja, og það er áform vort að biðja fylkisstjómina að taka að sér umsjón með vínsölunni í fylkinu. Umboðsverzlanir verða settar á istofn í öllu fylkinu und- ir eins og friðarsamningarnir eru undirskrifaðir.” Mr. Strang vill að eins rétta djöfsa litla fingurinn, en það verður líklega ekki langt þangað til hann nær allri Ihendinni. Allsherjr mentamálaþing á að haldast hér í Winnipeg f rá 20. til 22. október n. k. Á meðal ræðu- manna sem á því þingi tala verða, eftir því sem ritari fyrir- tækisins prófessor Osbum segir, jþeir Samuel Gompers verka- mannaleiðtoginn alþekti, Sir Fobert Faleoner, Dr. Helen Mc- Murehy og Hon. J. H. Cody, ,mentamálaritari stjómarinnar í Ontario. ið hafi gjört mikinn skaða á húsum manna og margt manna látið lífið. Á þingi American Federation of Laibor, sem sitaðið hefir yfir i Atlantic City að undanfömu, var samþykt að verkamanna- samibandið skyldi gangast fyrir því að vinnutdmi allra deilda verkamanna 4 Ameríku yrði færður ofan í 44 klÆtundir á viku. Ástæðuna fyrir þesisari sam- þykt sinni ibygði sambandsþing verkamanna á því, að það væri nauðsynlegt til þess að hægt væri að igefa sem flestum at- vinnu — en atvinnuleysið sögðu þeir að væri önnur aðalástæðan fyrir óeirðum þeim og sundur- lyndi, sem nú ætti sér stað með þjóðinni. Hin væri sú, að nú væri verzlunargildi dollarsins ekki nærri eins mikið og verið hefði, eða að ékki væri hægt að kaupa nærri eins mikið fyrir hann og verið hefði, og lýstu þingmenn yfir því að þeir vonuð- uist eftir að verksmiðjueigendur og vinnuveitendur yfir höfuð hjálpuðu verkamanna samband- inu til þess að brúa þá gjá, sem á milli væri á friðsamlegan hátt. ættu að hafa það hugfast, að 1 kveld, 25. júní, heldur stúkan Skuld No. 33 mikinn og marg- breyttan skemtifund. — Má þar fyrst til nefna söngflokkinn, er fór til Norður Dakota í vikunni sem leið; hann hefir lofað að skemta, og ætti það að nægja til þess að fylla húsið. Margt fleira verður þar um að vera, sem borgar isig að heyra og sjá. Og auk þess verða veitingar um hönd hafðar. parna er skemt- un, sem enginn Goodtemplari ætti að missa af. pessa kirkjuþingsmenn höf- um vér orðið varir við sunnan úr Bandaríkjum. Frá Minneota: Séra G. Gutt- ormsson, A. R. Johnson, Vigfús Anderson og P. V. Pétursson. Frá Hallson : DanieQ Jónsson. Frá Mountain: Pétur Skjöld, j og séra K. K. óláfsson. Frá Gardar: S. Eyjólfsson. Frá Vídalíns-söfn.: Jakob Er- Jend'sson og Ásgr. Ásgrímsson. Frá Melankton-söfn.: Stefán Einarsson og Walter Hillman. Frá Pembina: G. V. Leifur. Á meðal kirkjuþingsgesta sem vér höfum orðið varir við eru: Oddur Eiríkswon. Rögnvaldur Hilhnann. Jón Ásmundsson. Sveinjón Svein'sson. Or bœnum. Mr. Gísli Egillsson frá Lög- bergi kom til bæjarins á mánu- daginn var. Hann er einn af kirk j uþingismönnum. Síðastliðinn mánudag lézt úr brjósttæringu að heimili for- eldra sinna, George Johannesson, sonur Mr. og Mrs. Jónas Jó- hannesson, 675 McDermot Ave. Þjóðverjar haía ákvcð- ið að undirskrifa friðar samningana, og fer sú athöfn fram í Versölum nœstkomandi föstudag. Islendingar í Wynyard halda annan ágúst hátnðlegan. Mánudaginn 16 þ. m. var fundur haldinn i Goodtemplara húsinu í Wynyard til þess að ræða um íslendingadagshald annan ágúst 'í sumar, og kjósa nefnd til þess að standa fyrir því. Um fimtíu mannis sóttu fundinn, og var samhljóða álykt- an þeirra að þjóðhátíðardagur- inn í ár skyldi ekki að eins vera þeim sem liðnir eru jafnsnjall, haldur snjallari. Mr. B. Guðmundson hefir þegar tekið að æfa afarstóran sönigflokk fyrir þetta tækifæri, og ræðuskörungarnir eru þegar fengnir og eru þeir: Séra Jónas A. Sigurðsson. Miss Ásta Austmann. Dr. Jón Ámason. Ennfremur verður alt kapp lagt á að fá Vilhjálm Stefánsson, hinn nafnfræga landkönnunar- mann til þess að vera viðstaddur hátíðahaldið, þvi hann he’fir á- kveðið að heimsækja móður sína sem ibýr í þessari bygð, og er vonandi að hann geti hagað svo Jón Trausti. Drenigurinn, sem varð í æsku’ að vinna verkin lægstu’ er fátæíkt sæta ihlýtur, lista fram á leið, á eigin spítur lengra komst en fjölda margir hinna. Fyrst, í skóla lífsins fékk að læra leita sauða, þreyta smalaganginn. Andinn var, sem fugl í búri fanginn, frelsi’ er þrá’r og himinloftið tæra. Löngun skar, þá leit hann aðra svífa láns á vængjum upp til vísdóms hæða. Hét hann þá, með þrótti’ ei neitt má 'hræða þangað ná og upp á tindánn klífa. Úr því fór á eigin kraft að sfóla, óspiltra tiil mála þá var tekið. Náms var gáfan nóg og viljaþrekið, numdi hann margt í eigin heimaskóla. Heyrði, að víða væri fólginn sjóður vildi ná, — ei skeytti þokudraugum. — Gimsteinana gróf úr fomum haugum gulli bjó og skenkti sinni móður. Sá hann mörg, sem gefa þurfti gætur gömul virki, er hvíldu á stoðum fúnum. Sá hann einnig, að I hugartúnum andlegar þurfti að gera jarðábætur. Aldrei skorti’ hann aðferðimar slingar, ósérlhlífinn ibeitti mannvitspiógum. Vann, í þjóðlífs mosavöxnu móum meira verk en hundrað búfræðingar. Síðar munu á sannieiksmetum þungar sögur hans, þá fólk til vits er snúið; með þeim færði hann móður sinni í búið meira gull en allir botnvörpungar. Hann, er vinir hrósi tóku að krýna, hroki, dramib og öfund gnístu tönnum. Skólálærðum miðlungs gáfumönnum mörgum þótti skygt á nafnfrægð sína. Nú er hann hníginn, horfinn, dáinn. — Grafinn hver er af öðrum vorra beztu manna. Liggur á bæn við leiði snillinganna listadís i táráhjúpi vafin. Ef að rétt er alt, sem nú er skrifað, ort og birt frá dánarlheimallöndum, framhaldsverksvið öllum veitist öndum eftir þvi, sem hér á jörðu’ er lifað. Vel mun þá að vígi Trausti standa, verk hans jarðnesk æðri framsókn knýja. par er efni nóg í sögu nýja næring eiilíf vísdóms þyrstum anda. Stendur hann nú á hæðum sjónar hærri, hllýrra land og betra fær að skoða, laugað sumarssólar-morgunroða, sveipað iblómagróðri fegri og stærri. par, sem Ijómar hugvits sól í heiði hans nú andi sannleikselskur vinnur. ódauðlegar fyrirmyndir finnur, framþróunar náms á listaskeiði. Loks þá fær hann lífsins gátu þýdda lærðar þar, sem dýrðarverur sveima rannsakandi hugarríkisheima himMjómans draumablæju skrýdda. Hjá þeim, sem af grófu efni gerða glögga dnætti fékk í óði’ og sögum, hvort mun þar ei, Ijósvakans að lögum, líikingamar dásamlegar verða? Far vel Traústi! Fámenn syrgir þjóðin. Föðurlandið sér á bak þér nauðugt. pökk fyrir stutt, en starfsamt líf og auðugt, stórvirkin þtín, — sögumar og ljóðin. Hlakka eg tffl, þá hugarveru mína hulin völd á æðra lífsstig færa, fá að lesa’ á feðra rnáli kæra fyrstu hitnins-skáldsöguna þína. porskabítur. Kvæt51 >etta er ort fyrir hönd systur hlns látna o® er birt metS leyfl höfundarins. ferðaáætlun sinni að hann gæti verið staddur á pjóðminningar- daginn í Wynyard annan ágúst í sumar. í nefnd til þess að standa fyr- ir hátíðáhaldinu voru þessir kosnir: S. J. Eirikson, forseti; Sveinn Oddsson, skrifarí; J. O. Bjorn- son, gjaldkeri; Paul Bjarnason, J. G. Chri'stiamon, S. B. David- son, Th. S. Axdal, H. S. Axdal, EcL Bjornson, Th. Bardal, Hannes Kriistjanson, S. S. Bérg- man, V. B. Hallgrimson, Adal- steinn Bergmann, Valdimar Kristjanson, O. J. Halldorson, Thiorb. Halldorson, Olafur Stephenson, Olafur Hall, Stefan Johnson, Hakon Kristjanson, R. A. Westdal, St. Johnson, St. Magnuson, Gunnar Johannson, N. B. Josephison, G. B. Johnson, H. B. Johnson, Bjorn Johmson, F. Thorfinnson, Mrs. S. J. Eirik- son, Mrs. G. Gislason, Mrs. Jóhann'a Melsted. Loftför til afnota við skóggœzlo. ara eftirliti með skógum í Bandaríkjunum, er nú orðin miklu brýnni en almenningur gerir sér í hugarlund. Hinir milklu skógareldar, sem altaf sýnast vera að verða tíðari, þarfnaist miklu umfangsmeira eftirlits, en verið hefir og út- heimtir meiri fjárframlög. Yfir 550,000,000 ekrur skóg- lendis eru í Bandaríkjunum, og er timburtekjan á því svæði met- in til 6,000,000,000 dollara. Á árunum 1915—1917, er tjónið af skóganeldum áætlað að nema tíu miljónum dala. pað koma fyrir um tuttugu og átta þúsund skóg- areldar til jafnaðar á ári, og landflæmin sem brunanum eru háð, nema árlega 8,000,000 ekra. Svo hefir talist til', að í skógar- eldunum miklu, sem geysuðu í Minnesota í síðastliðnum októ- bermánuði hafi tjónið af þeirra völdum, að þvi er snertir timb- ur, gripi og hús á bændalbýlum numið hundrað miljónum doll- ara. Auk þess týndu þar lífi nærfelt þúsund manns. Eins og nú standa sakir, hefir stjórnin í þjónustu sinni allmik- inn fjölda fastra gæzlumanna í hverju skógahhéraði, ög auk þess marga menn til viðbótar á þeim t'ma árs, sem hættan af skógar- eldum er mest, það er að segja frá júní til septembermánaðar, að báðum mánuðum mteðtöldum. Alls munu skóggæzlumennirair vera um 2,000, en kostnaðurinn við embætti þeirra nemur um fimm hundruð þúsund dollurum. Á háfjallatindum og eins í veðurathugunarturnum hafa eft- irlitsmenn skógarelda bækistöð sína, og gefa’þaðan fyrirskijjan- ir um slökkvi-tilraunir sínar. í samibandi við núverandi skóggæzlu kemst Mr. Graves þannig að orði: “Gæzlufyrirkomulag vort í sambandi við skógtahelda, er vafalaust það lang fullkomnasta, sem enn hefir þekst. En þó svo sé, þi er vitanlega þar með eng- an veginn sagt að eigi geti í ná- lægri framtíð annað fullkomnara og betur viðeigandi orðið fundið upp. Mér fyrir mitt leyti sýnfet nú viera einmitt hinn hentugi tími til þess að reyna nýjar að- ferðir, og með það fyrir augum að þjóð vor á tbæði ógrynni af loftförum og einnig fjölda æfðra flugmanna, virðfet mér að stjórnin gæti bætt að mun eftir- lit við skógarelda, með því að nota loftbáta. — pað liggur í augum uppi, að þegar um er að ræða hættulega skógarelda, er mikið, ef ekki alt, undir því köm- ið hvernig yfirlit skóggæzlu- mennirair geta haft um bruna- svæðin. Stundum eru fjöll og hnjúkar of langt í burtu til þess að þaðam megi greMlega sjá hvemig eldarair haga sér. En úr loftbátunum er enginn hlutur hægri en að sjá allar aðfarir eldanna, kynnast nánar lands- laginu og tækifærum þeim, sem helzt geta leitt til björgunar. í héruðum, þar sem engin fjöll eru, verður hagurinn af loftförunum þó langmestur. Annar beinn hagur af notkun loftbáta í sambandi við gæzlu skógarelda er sá, að miklu færra þarf af gæzlumönnum. Einn loftbátur getur auðveldlega haft eftirlit með svæði, þar sem fjölda manna þyrfti annars við.” Hugmynd þessi að nota loft- för í sambandi við skóggæzlu og skógarelda, er hvergi nærri al- veg ný, þótt ýmsir haldi ef til vill að svo sé. Á fundi, sem haldinn var í E1 Paso árið 1917, var samþýkt tillaga þess efnis, að skora á stjóraina að láta fram fara rannsókn í þeim tilgangi, ^hvort ekki mundi tiltækilegt að nota loftbáta í sambandi við slökkvitilraunir skógarelda. Lít- inn byr fékk málið þó fyrst í stað, og það var eiginlega ekki fyr en 1915, að loftbátur var not- aður í rannsókna og eftirlits- skyni við skógarelda, og fór sú tilraun fram í Wisconsin ríkinu. Mr. Graves endar ritgerð sína Allmikið hefir verið um það ritað og rætt, síðan ófriðnum lauk, hveraig nota skyldi allan þann aragrúa af loftbátum—Air- plaines, sem notaðir voru í sam- bandi við stríðið. — Ýmsir hafa haldið því fram, að mikinn meiri hluita loftbáta þessara i yrði að eyðileggja, sökum þess,' með því, að benda á hið ómetan- að á friðartímum væri þeirra lítil sem engin not. Slík gríla hefir nú verið kveðin rækilega lega gagn, sem loftbátarair gerðu í sambandi við eldsvoðann feykilega, sem upp kom í New niður, að því er til Bandaríkj- j Jersey fyrir nokkrum mánuðum, anna kemur með uppástungu þegar hin miklu púður og skot- frá Mr. Henry S. Graves, yfir- j færavöruhús brunnu. Hann skóggæzlustjóra þjóðarinnar. i bendir ennfremur á, að með tím- Mr. Graves hefir ritað ítar- j anum hljóti að verða smíðuð legar greinar um mál þetta í loftför, beiMínfe löguð til tímaritið “Aviation”, gtefið út í ,New York, og eins i “Aeronau- tics”, rit, sem prentað er í Lundúnum. pörfin á aúknu og fullkomn- slökkvitilrauna, og muni það þá sannast, hve yfirfourðir þess fyrirkomulags skari langf fram úr núverandi gæzlu-aðferð við skógarelda. —

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.