Lögberg - 17.07.1919, Blaðsíða 6

Lögberg - 17.07.1919, Blaðsíða 6
Blð. 6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. JtJLÍ 1919. Mána Tárin. Eftir Laurence Alma Tadema. Framh. III. Næstu nótt, þegar fósturforeldrar þeirra voru sofandi, sagði Bud við systur sína: “Við fórum ekki rétt að. Mig langar eiginlega ekkert til að vera köttur, íkornar eru miklu ánægðari með lífið. JÞeir þurfa alls ekki að vera niðri á jörðinni, ef þeir kæra sig ekki um.” Að svo mæltu tók hann eina perluna og brendi. Ef fóstra þeirra hefði vaknað, þá hefði hún séð tvo íkorna gera sig heimakomna hjá hlóðun- um liennar. Ekki varð annað sagt en að þeir væru fallegir, ljósir á lit, með dökk augu og einstaklega myndarleg skott, sem þeir rendu upp með bakinu þegar þeir sátu. Bud fór í búrið og sótti hnetur handa þeim að éta, áður en þau lögðu af stað til skógarins, í gegnum sömu holuna á hurðinni og áður. “En hvað það er gaman að vera íkorni,” sagði Bud. “E,g ætla altaf að vera íkorni, á með- an eg lifi.” Og hann þeyttistáfram og lyfti skott- inu frá jörðinni. “Eg skal altaf vera íkorni,”' endurtók hann. Áður en þau voru hálfnuð leiðina til skógar- ins, voru tennurnar farnar að glamra í þeim af kulda. “Mér er svo kalt, Bud,” sagði Sis. “Nú er líka kalt, Sis mín góð,” svaraði Bud. Forystuærin var vöknuð og heyrði í þeim kuldakveinið. “Me-e-e-e” sagði hún, eins hátt og hún gat. Þau skildu það og fóru og hlýjuðu sér í ullinni hennar. “Hvað eruð þið að gera úti á þessum tíma árs?” snurði ærin. Bud og Sis hnypr- uðu sig enn þéttar að henni. “Vitið þið það ekki ílónin ykkar að íkornar eiga að sofa í innanholu tré allan veturinn. Hvað ætlið þið nú til bragðs að taka! Ef þið Jgetið ekki falið ykkur, þá étur talkinn ykkur. Eg heyrði til hans rétt núna, og það var reglulegt sultarhljóð — það segi eg ykkur satt.” “Eigum við ekki að biðja kindina að fylgja okkur heim?” hvíslaði Sis. “Blessuð nefndu ekki slíkt. Hún segir fóstra okkar frá því,” sagði Bud. Svo þökkuðu þau fyrir sig og tóku sprett heim. Heljar kuldinn lætsi sig um enni þeirra. Þau orn- uðu sér sem bezt þau gátu við eldinn, eftir að þau höfðu brent perluna með venjulegum formála. Þegar þeim fór að hlýna, sagði Bud, að það væri auðvitað fjarska gaman að vera íkorni, en ráð- legast sagðist hann hugsa að væri, að vera fugl, í næsta sinn þegar þau hefðu hamskifti. — IV. Næstu tvo mánuðina voru börnin svo þæg og góð að fóstru þeirra þótti vænna um þau en nokkru sinni áður. En einn fagran morgun höfðu þau enga lyst á grautnum sínum. Hún kysti þau bæði og leyfði þeim að fara út í góða veðrið að leika sér. Svo hraðaði hún sér að þvo gólfin og búa til eitthvað gott handa þeim til miðdagsverð- ar. — Um nónbilið sáu börnin fyrstu tvær svölurn- ar koma, setjast á húsþakið og hvíla sig, eftir langa flugið yfir sjóinn. Þetta var einmitt það, sem þau vildu vera. Fuglar! Bud þreif til fest- arinnar og náði í eina perlu, og þuldi formálann, um leið og hann fleygði henni á vatnsflötinn. “Nú verðum við að svölum. En hvað það verður gam- an,” sögðu þau bæðh — “Bud og Sis, komið þið nú að borða, lömbin mín. Nú er kúrenubúðingur og kryddkökur í nónverð.” En enginn svaraði. Húsfreyja fór þá út í garð"i»n og svipaðist um, en sá ekkert líf annað en tvo fugla, sem sveifluðu sér uppi yfir brennihlaðanum. — Hún mundi það alla sína daga að börnin hurfu sama daginn sem hún sá svölurnar í fyrsta sinni um vorið. Bud og Sis flugu þegjandi yfir engi og skóga. Hvílík dýrð að vera í loftinu! Aldrei höfðu þau hugsað sér slíka ánægju. Þau böðuðu vængjunum í sólskininu og hreinu, frískandi loftinu. Þau voru skamt frá jörðu, samt fanst þeim sem þau væru hálfa leið til himins. Þegar skógarnir þrutu tók við langur dalur. Bftir honum rann silfurtær á í ótal bugðum áleiðis til stórrar borgar. 1 sjö daga héldu þau áfram og hvíldu sig á nóttunni. Glitrandi hyllingarnar virtust altaf jafnlangt frá þeim, en þau voru samt ánægð. Þeg- ar þau loks komu til borgarinnar, settust þau á hæsta turninn. Hvílíka sjón gat að líta þaðan! Húsaþökin voru öll af gulli og silfri og veggirnir af jaspis steini, demöntum og gleri, Gluggar af kristalli og hurðir af fílabeini og ilmandi sandal- viði og yfir hvem naglahaus var greiptur gim- steinn. “Líttu á að tarna, Sis! Nú þurfum við aldrei framar að sjá hjarðmanns kotið.” “Þetta er ljómandi,” sagði Sis, frá sér numin. “Eg ætla altaf að vera þar sem þú ert, Bud,” bætti hún við. Þau flugu yfir á konungshöllina. Konungs- hjónin voru á gangi úti í hallargarðinum. Föt þeirra voru svo þung af skrauti að þau urðu að hafa marga menn tili þess að halda þeim uppi. Sumir héldu uppi kápufald konungs, aðrir kjól- slóða drotningar, þá aðrir ermum, festum og hvers konar skrauti, sem fólki dettur í hug að hlaða á líkama sinn. Allir gengu hægt og þegjandi á með- al ilmandi og fagurra blóma, en andlitin voru föl og engum sást stökkva bros. Sama var um heilar hjarðir af herrum og frúm hirðarinnar, sem skip- uðu sér til beggja handa konungshjónum — og til 'beggja handa voru langar raðir af skrautklæddu hirðfólki. Bud og Sis höfðu aldrei séð svo margt fólk saman komið. Annars vegar voru trjágöng, en þakið var úr rósum. Eftir göngunum kom nú hópur af dansfólki. Konungur og drotning og öll hirðin settist nú á grasið og horfðu á fólkið sem dansaði. Þegar dansinum var lokið, tóku menn og konur hringa af höndum sér og köstuðu til trúðaranna. Síðan stóðu konungshjónin og hirðin á fætur og héldu heim í höllina. Bud var allui uppveðraður yfir því sem hann hafði séð. “Sis”, sagði hann, “við skulum verða trúðarar og dansa og leika fyrir konungi og drotningu, þá verðum við rík og getum altaf átt hér heima.” Tæplega hafði Bud slept orðinu þegar tveir byssuhvellir heyrðust og eitthvað hart lamdi á brjóstinu á fuglunum. Þeir duttu máttlausir nið- ur af trjánum. Engum fuglum var nokkurntíma leyft að vera í konungsgarði og garðyrkjumaður- inn hafði komið auga á svölurnar. En af því honum fanst þær vera sjaldgæfari en aðrir fuglar, þá skaut hann á þær með baunabyssunni sinni. Fuglarnir voru lagðir á borð í anddyri hallarinn- ar. Drotning leit á þá og skipaði að láta strax sækja manninn, sem byggi upp fugfshami í kven- hatta. “Þetta er einmitt það sem eg þarf að fá á nýja hattinn minn,” sagði hún. “Ný tegund af fuglum.” Síðan gekk hún á burt. En Sis var vöknuð úr rotinu og goggaði í bróður sinn alt sem hún orkaði, þar til hann vaknaði. Hún hermdi honum öll orð drotningar, og flýtti Bud sér nú alt hvað hann mátti til þess að ná einni perlunni af festinni. Ekkert vatn var nærri, en til allrar hamingju logaði ljós á lampa yfir dyrunum. Bud flaug þangað með perluna í nefinu og lét hana detta ofan í ljósið. “Nú eigum við að vera dans- arar fyrir konunginn — hvað það verður gaman.” Vængirnir hurfu af þeim og þau fundu sig stækka. Verða hærri en þau höfðu verið nokkru sinni fvr. Þegar maðurinn kom, sem ætlaði að flá svölurnar og stoppa hamina, þá sá hann enga fugla, en ung- Imgsmann og unga stúlku, þau fegurstu, sem hann mintist að hafa séð. “Hver eruð þið?” spurði hann frá sér numinn. “Með yðar leyfi, herra minn,” sagði Bud, því hann vissi að menn þurfa að vera kurteisir í konungahöllum. “Við erum ó- kunnug hér, en viljum gjarnan dansa fyrir hans hátign, konunginn.” ‘ ‘ Þetta verður þó svei mér vatn á minni mylnu’ ’ hugsaði hirðmaðurinn. Hann sótti lúður sinn og sagði börnunum að fylgja sér eftir.—(Frh.) Thomas Alva Edison. “Hann verður aldrei að manni,” heyrði mað- ur oft sagt í Milan, Ohio, um litla Alva, þegar hann var drengur í föðurgarði. Enda var hann öðruvísi en aðrir drengir, þegar í byrjjun. Hon- um þótti gaman að vera úti, eins og öðrum drengj- um, þótti gaman að blómunum, fuglunum, skógin- um og sléttunum, en hann var frábrugðinn öðrum drengjum í því, að hann var ekki hneigður til leikja á sama hátt og aðrir drengir; honum þótti lítið koma til knattlgikja eða annara leikja, sem vanalega eru líf og yndi unglinganna. Hann var alt af að brjóta upp á einhverju — einhverri vit- kysunni, eins og það var kallað, enda lá nærri, að honum yrði hált á sumum uppátækjum sínum, eins og til dæmis eitt sinn, þegar hann eitt sinn sá sá hveiti-lyft vera að færa hveitikorn úr einum byng í annan í kornhlöðu. Flestum drengjum mundi nú hafa nægt að horfa á þetta um stund. En svo var ekki með Edison. Hann þurfti endi- lega að fá að vita fcvernig á þessu stæði, skilja það út í æsar, og fór að skoða þetta nákvæmlega. En af því hafði hann það, að hann steyptist ofan í annan hveitibynginn og lá við köfnun. Annað sinn hafði hann raðað flöskum, með allra handa sýrum í á hyllur, sem hann hafði úti í hesthúsi, og kveikti með tilraunum sínum í.hesthúsinu. Margt fleira gjörði Edison á unga aldri, er var frábrugð- ið því, sem aðrir drengir vanalega gjöra. Edison var sendur í skóla með öðrum nábúa- börnum sínum, en skólanámið gekk illa. Hann komst ekkert áfram með lærdóminn, en ódæll þótti hann nokkuð í skólanum, svo að síðustu sagði kennarinn foreldrum hans frá því, að það væri engin von til þess, að hann kæmist nokkurn tíma áfram á mentabrautinni. Og afleiðingin af þessu varð sú, að móðir hans tók hann af skólan- um og kendi honum sjálf. Sannleikurinn var sá, að enginn, jafnvel ekki móðir Tómasar Alva, hafði verulega hugmynd um, hvað í drengnum bjó. Hann var alt af dreyma —dreyma um, að hann væri nú í rauninni ekki Alva Edison, heldur töfra-andi Aladíns. Hann hélt áfram tilraunum sínum og tilraunastofan var í kjallaranum í húsi foreldra hans. Þar safnaði hann að sér allslags sýrum og frumefnum, bland- aði svo og blandaði, þangað til fór að sjóða í flösk- unum, eða tapparnir hrukku úr þeim, eða honum hepnaðist að framleiða efnabreytingu þá, sem hann var að leita að — því hann hafði alt af eitt- hvað ákveðið í huga—, og þá hoppaði hann upp af kæti og klappaði saman höndunum af ánægju. En þetta kostaði alt peninga, og hvorki var um auðugan garð að gresja í þeim efnum á heimili foreldra hans, né heldur skildu foreldrar hans þrá og hæfileika drengsins til hlítar. Edison sá því, að svo búið mátti ekki standa, að án peninga gat hann hvorki keypt sér flöskur né áhöld eða efni til rannsókna. Hann ásetti sér því að fara að vinna, og það fyrsta, sem hann lagði fyrir sig, var garðrækt, fékk sér dálítinn landblett til þess að rækta, og stundaði hann af hinni mestu alúð. En peningarnir komu seint; hann varð að bíða eftir þeim frá því um vorið, er hann setti plönturnar niður, og þangað til þær voru fullþroskaðar að haustinu. Sá hann fljótt, að þetta var ekki fullnægjandi, og hætti því við þá atvinnu. Næst tók hann að sér að selja dagblöð og tíma- rit, og náði í stöðu á eimlest, sem fór á milli Huron og Detroit. Þetta verk geðjaðist Edison vel, því í frístundum sínum gat hann lesið um alt, sem var að gjörast í heiminum, og svo var járnbrautarfélagið svo vingjarnlegt, að það léði honum horn í einum vagninum fyrir allar flösk- urnar hans, og þegar lítið var um sölu á blöðum og tímaritum meðal farþeganna á lest þeirri, er Edison vann á, gat hann setið í horninu við til- raunir sínar. Þannig leið nokkur tími, og undi Edison hag sínum liið bezta; gjörði hann sér góð- ar vonir um að geta orðið meira heldur en blaða- drengur. Um þessar mundir brauzt þrælastríðið út í Bandaríkjunum og flutti með sér ýmsa erviðleika, eins og stríð gjöra æfinlega. Verzlimin varð dauf hjá öllum og líka hjá Edi- son, svo honum gekk illa að ná í blöð og tímarit til þess að selja. En til þess að láta slíkt ekki yf- irbuga sig, keypti hann sér prentunaráhöld, og kom þeim fyrir í vagninum, þar sem haán hafði. dót sitt. Svo byrjaði hann sjálfur að gefa út blað, sem hann nefndi “The Weekly Herald”, og seldi það fyrir 3 cent. Þetta fyrirtæki Edisons virtist ætla að ganga mæta vel, þegar það óhapp kom fyrir hann einu sinni, er hann var að vinnu í vagni sínum, að eimlestin hristist óvanalega mik- ið, og dálítill sívalpingur af phosfor, sem lá á hyllu hjá flöskum hans, féll niður á vagngólfið, og það kviknaði undir eins í vagninum. Eldurinn varð slöktur, áður n vagninn brann til skaða, en Edison misti alt sitt og í tilbót varð hann fyrir reiði varðmanna lestarinnar, og einn þeirra sló hann svo mikið högg, að Edison hefir verið heyrnarlaus á öðru eyranu síðan. Margur unglingur mundi nú hafa mist kjark- inn við þetta atfall, en það var ekki hin veika hlið Edisons, að láta hugfallast. Hann fór undir eins að líta sér eftir öðru tækifæri, og það kom, fyr en hann bjóst við. Á leið Edisons á milli Huron og Detroit var var ein lítil vagnstöð, þar sem hann var oft van- ur að stanza og tala við ritsímastjórann, horfa á hann síma og hlusta á þetta einkennilega hljóð, sem símavélin gefur af sér, er rafurmagnsöldurn- ar snerta hana.. Á stöð þessa hafði Edison farið, þegar óhapp- ið kom fyrir á lestinni, og hann stóð við gluggann hjá símastjóranuiá hlustandi, er hann heyrði gný eimlestar, sem kom þjótandi efjir brautinni. Hann vissi, að lestin átti ekki að stanza þarna, en samt leit hann upp og á lestina; þá varð honum litið á dreng ritsímastjórans, þar sem hann stóð á járnbrautarsporinu og hafði auðsjáanlega enga hugmynd um hættuna, sem yfir honum vofði. Eins og örskot þaut Edison á stað, án þess að gefa sér ráðrúm til að hugsa um nokkuð annað það eitt, að bjarga barninu; hann þaut út á spor- ið, greip það í fang sér og komst með naumind- um undan lestinni. Eins og nærri má geta, var faðir drengsins þakklátur og langaði til þess að sýna Edison það í einhverju.. En um gjafir var ekki að tala fyrir honum, því hann var allslaus eins og Edison.. En hann baust til að kenna Edi- son að síma, og tók hann því með þökkum.. Og þetta var Edisori líka meira virði en nokkur önn- ur laun hefðu getað orðið honum, því það var rit- símavélin sú, sem opnaði fyrir honum heirh tæki- færanna, er hann hefir síðan lifað í. Qg menn hættu að tala um drenginn heimska, sem ekkert gat lært, en farið var að benda á töfra- manninn heimsfræga, sem allir dáðust að. Og drengurinn frá Ohio hefir gefið heiminum rafurmagnsstrauma, sem breyta dimmri nóttu í bjartan dag.. Hann hefir gjört vængi vindanna að boðberum sínum, strengt talþræði umhverfis jörðina, svo að vinur getur talað við vin, þótt hundruð mílna bil sé á milli þeirrra. Hann hefir gefið heiminum vélar, er færa heim til manns hinar fegurstu söngraddir, er heitnurinn á, og þau áhrifamestu sönglög, sem sungin eru, og látið ósýnilega menn frá yztu endimörkum jarðar- innar tala til vor. Þetta alt, og ótalmargt fleira, hefir drengur- inn frá Ohio gjört—drengurinn, sem ekki komst upp úr fyrsta bekk í barnaskólanum. Æ'skudraumar Thomas Alva Edisons hafa ekki látið sér til skammar verða. Hann hefir ekki að eins sannað þeim, sem sögðu að draumar hans væru höfuðórar, heldur og öllum heimi, að þeir. voru á rökum bygðir. Vorblíðan. Úti kyrt er alt og hljótt, ekki kvik á nokkru strái; vindar sofa sætt og rótt, sjávaröldur kúra’ í dái; víður himinn, lögur, láð ljóma sunnugeislum stráð. Ungleg brosa grös á grund gróður prýðir laut og bala; blómleg skreyta birkilund blöðin græn í hlíðum dala; fífill undir fögrum hól. faðminn breiðir móti sól. Fuglinn hýr er fyrrum svaf fjarri bygð í skorum kletta, vetrarblundi vakin af víða þreytir flugið létta; hátt í lofti hörpu slær, heilsar vori röddin skær. Helgi Hálfdánarson. KLÓKINDI TÓU. Haustið 1886 vorum við 3 menn á gangi með sjó. Mórauður rakki fylgdi okkur, sem aldrei lét færi ónotað að drepa tóu þegar hann gat. Þegar við vorum komnir nokkuð áleiðis, sáum við að vígahugur var kominn í seppa, og gátum til, að hann hefði séð tóu, og í því bili þaut hann af stað. Eftir nokkurn tíma sáum við hann á fleygi ferð eftir mórauðri tóu. Þegar seppi hafði elt hana lítinn tíma, fór að draga saman með þeim, og þá var tóa svo heppin að ná í hraunholu, sem hún hljóp inn í; ;en hepn- in varð minni fyrir það, að holan var svo við að seppi komst á eftir. Þó var hún ekki svo stór, að við gætum séð, hvað gjörðist þar inni, en við heyrðum að seppi var að urra og gelta, en hann hefir ekki séð sér fært plássins vegna að ráðast á tóuna. Lok gátum við með kjassi og blíðmæl- um narrað liann út og byrgt vandlega fyrir hol- una. Næsta morgun fór eg með seppa og verkfæri, og gat víkkað hellisopið svo, að glögt sást inn í hellinn seppi var þá ekki lengi að bregða sér inn. Leið þá lítil stund, þar til tóa kemur og vill fá út- gönguleyfi, en það fékst ekki; í því bili kemur seppi innan úr hellinum og ætlar að grípa hana, en þá snýr tófa sér við og getur troðið sér inn í holu í hliðarveggnum; þá nær seppi í skottið og togar þar til hann getur dregið hana út. Þegar hann var búinn að draga hana alla leið út úr hell- inum, lá hún hræringarlaus og eins og dauð; við létum hana því liggja þar í ofurlítinn tíma, og seppi sat yfir henni og gætti þess vandlega hvort hún bærðist nokkuð, því að það var siður hans, að bíta tóurnar ekki, þegar þær hreyfðu sig ekki lengur og hann hélt þær væru dauðar. Eg var eins og hann sannfærður um, að tóan væri dauð, og fleygði henni á sléttan sand þar nálægt, og enn þá hreyfðist hún ekkert; en þegar eg sný mér við, stekkur tóa á fætur og hleypur þá burt með sínum vanalega flýti; en þetta sá seppi, þaut á eftir henni, svo í þetta skifti sigraði hann, og tæfa hafði ekki gagn af klókindum sínum oftar. J. G. MÓÐURÁST TÓU. Sumarið 1885 fann eg greni, þar sem tóa var með ref sinn og hvolpa. Nú var skotmaður sótt- ur og hepnaðist honum að skjóta refinn eftir litla stund, en tóa kom hvergi nærri. Þrír hvolpar náð- ust út úr greninu; af þeim voru tveir stórir og feitir, en einn lítill og svo horaður, að hann var ekki annað en skinn og bein, líklega vegna veik- inda. Eins og siður er til, var farið að kvelja feitu hvolpana til skiftis, ti'l þess að láta þá skrækja og með því ginna móðurina í skotfæri, en alt sem reynt var kom fyrir ekkert; tóa lét ekki narra sig. Loks var það ráð tekið, þótt hart væri, að kreista magra hvolpinn þar til hann fór að skrækja. En það þoldi tóa ekki að heyra, að honum veikum væri mein gjört; kom hún þá fram úr leyni sínu til að reyna að hjálpa hvolpinum, og fór í einu kasti fast að byssuhlaupinu, en þar urðu hennar æfilok. Svona tók tóu sárt til þess afkvæmis síns, sem vesælast var, að hún gleymdi lífshættunni, og hugsaði ekkert um dauðann til þess að reyna að hjálpa afkvæmi sínu. Svona getur móðurástin verið sterk hjá þessu veslings dýri, sem allir of- sækja. J. G. Faðir við son. Þú varst snemma gjarn til góðs, gull á brautu minni, og gerðir aldrei mér til móðs hið minsta’ á æfi þinni.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.