Lögberg - 25.09.1919, Síða 2

Lögberg - 25.09.1919, Síða 2
Bls. 2 LÖGBERG, FlulTUDAGINN 25. SEPTEMBER 1919. Margt smátt gerir eitt stórt. Mönnum telst svo til, að heims- stríðið mikla, nýafstaðna, hafi kostað 197 biljónir dala (197,000,- 000,000), að ótöldum öllum skemd- um í Belgíu og Frakklandi. pegar um svona háar tölur er að ræða, verða tölurnar sjálfar næsta þýðingarlitlar, hvað skiln- ing vorn á stærð, rúmi, þyngd eða fjölda snertir. Oss sHilst að sönnu, að hér er um geipimikla upphæð að ræða, en hversu mikil hún er, fáum vér ekki skilið til fulls, án samanburðar, — án þess að miða hana við þá hluti, sem hugur vor getur betur greint. Vér skulum þá hugsa oss upp- hæð þessa í 20 dala gullpeningum. Tala þeirra verður þá 9 biljónir 800 og 50 miljónir. — Auðvitað er ekki svona mikið gull til. Gull- forði heimsins er talinn að vera um sextán biljónir dala, og mun helminguf þessarar upphæðar vera í stöngum og peningum. Væru gullpeningar þessir lagð- ir flatir hver við annan, í áttsetta röð (nærri því ellefu þuml. breið), yrði slíkt belti fjórtán hundr. þrjá- tíu og tveimur ensk. míl. lengra en ummál jarðarinnar. Ef það væri mögulegt að hlaða ferkantað- an stöpul úr þessum peningum, sem væri að eins fimm fet í þver- tnál (nákv. 5'.15), þá yrði hæð súl- unnar 30,590 fet (nærri því sex milur, og yrðu þó tólf hundruð níutíu og sex peningar afgangs. Stæði súla þessi niður við fjöru- borð, myndi kollur hennar gnæfa fimtán hundruð áttatíu og átta fet yfir hæstu fjallatinda. (Hæsta fjall í heimi er Eferest tindurinn í Himalyufjöllum; hann er 29,002 fet á hæð, eða því sem næst fimm og hálf míla). Væru peningarnir reistir á rönd og límdir hver við annan, yrði lengd gullteins þess, er þeir mynduðu, 15,235 mílur 866 fet. Beygður í hring, umgirti slíkur teinn 456 sinnum stærra svæði, en ísland með öllum hólmum, út- skerjum og eyjum. Ætti að telja þessa gullpen- inga fram eins og venjulega tíðk- ast í banka viðskiftum, þá yrðu það liðug 547,222 dagsverk eða rúm 1,498 ár. Hér er gjaldkeri bankans látinn vinna 6 stundir á dag og gert ráð fyrir, að hann telji fram, að maðaltali, 3,000 pen- inga á klukkustund, eða 18.000 á dag. Nýsleginn eða ómáður tuttugu dala gullpeningur vegur 516 greins á gullvog; 197 biljón dal- ir vægju því 661,796,875 pund á verszlunarvog. Væri fé þetta komið í einn ten- ing, — þyngd og rúmtak í sömu hlutföllum, yrði þvermál hans á hverja hlið 84 fet og 10 51-64. pd. Komið í hnött, yrði ummál hans hér um bil 331 fet. pað gerði 3,248 feta háan, óholan, sívalan turn, 25 fet í þvermál. Hvert fet i hæð tursnins táknaði 153,426,- 791 dal og 27 7-10. cent. Ef slíkur gullforði væri steypt- ur í móti, sem að stærð og lögun liktist tuttugu og fjögra marka fötu (vanaleg vatnsfötustærð), yrðu smásteypur þessar 1,542,423 talsins. Hvert stykkjanna vægi liðug 429% pd. Og stærð þeirra yrði 11 þml. þvert yfir barmana, 8% þml. yfir laggir og og 9.28 lóð- rétt frá löggum upp á barma. Stykkin sett hvert við annað í ó- slitna röð, öllum jafnbreiðum end- um snúið eins, yrði lengd raðar- innar hér um bil 278 enskar míl- ur. Ef þeim væri hlaðið í lóðrétt- an stafla þannig, að í grunnröð- inni væru 1,755 stykki og svo einu færra í hverri röð, þar til seytján hundruð fimtugasta og fimta röð- in samanstæði af að eins einu stykki, og svo hlaðið þar ofan á þeim stykkjum, sem eftir væru, — 1,533 tal^ins—, yrði hæð staflans nálega 2,543 fet; en breidd niður við grunn 16 hundruð og 9 fet; þykt 11 þuml., og er það þvermál stykkjanna í breiða endann. pessi hleðsla yrði því til að sjá, á breiða veginn eins og afar stór trekt á hvolfi. Fé þetta yrði fullfermi á 330 skip á stærð við “Gullfoss”. pað væri fullkomin hleðsla á 18,384 vanalega járnbrautarvagna. Bor- ið á íslenzkum klyfjahestum, yrðu þeir 3,308,984 talsins. — Allir að vera ekta og bráðna vel. pess má ætíð vænta í THE CANAOIAN SAI.T CO. LfMITEO a komnir í eina lest, hver hesturinn bundinn aftan í annan, næði lest- in frá mynni Mackenzie fljótsins norður við íshaf, til Nicaragua fylkis 1 Mið-Ameríku eða um fjör- ur þúsund og fjörug hundruð mílur. Hér er ekkert það til greina tekið, er að peningasendingum lýtur, sem eykur þó þyngd og fyr- irferð að miklum mun. Til dæmis ef búa ætti um slíka upphæð i traustum viðarkössum. — Stærð hvers kassa að ummáli, 16%"x- 10^"x9%"; innihald, 74,^00 dalir með öllum nauðsynlegum umbúð- um, og þyngd hvers, með kassa og öllu saman, ekki að fara fram yfir 270 pd. Kassarnir yrðu 2,647,849 talsins að ótöldum smákassa með 3,440 dölum. Viðurinn yrði sam- tals 14,177,066 fet og gerði 1,031,- 000 teningsfet að frádreginni rýrn- un þeirri, er heflingin veldur. Efnisskráin verður þá sem fylgir: 330,982 greniviðarborð I"x8"x22", 330,982 greniviðarborð l"xll"x22", 220,655 greniviðarborð I"x8"xl8", öll 26,000,000 pd. á þyngd; 1,985,887 pd. af þriggja ^þuml. nöglum, 165,490 pd. af 1% þuml. nöglum; 986,454 pd. af gjarðajárni, %" á breidd, 0.20" á þykt. Bandaríkja gullpeningar eru þannig blandaðir, að einn tíundi partur þeirra er kopar, og níu- tíundu gull. — Blöndunin er ekki gerð til þess að drýgja gullið, heldur til að herð^ það; því ó- blandað er gullið ekki ósvipað blýi, hvað hörkuna snertir. Hver pen- ingur hefir í sér fólgið fult gildi í skýru gulli. — Alt svo yrðu 595,617,187% pd. gulls og 66,179,- 687% pd. af kopar í umræddri upphæð. Slegið gull er talsvert þyngra, að jöfnu rúmtaki, en steypt, efn- isþyngd þess er 19.36. Rúmtak gullsins yrði því 493,390.274 ten- ingsfet, og gerði 70 feta tening (nákv. 70'.15"). Sleginn kopar er 8 9-10. sinnum þyngri en vatn. Samkvæmt þvi yrði rúmmál kop- arsins 119,242.68 teningsfet og gerði 49 feta tening (nákv. 49' 2%"). Ef koparstykki þessu væri breytt í 36 þuml. breiða^málm- þynnu, 242 tíu-þúsundustu parta úr þumlung á þykt (breidd þessi og þykt er mikið notuð við málm- þynnusmíðar), þá yrði lengd málm- ræmunnar 3,728 enskar mílur, og væru því 700 mílum lengri en breidd Canada, þar sem hún er mest, frá hafi til hafs. Ræma þessi vafin upp í /ex þuml. ás, í hverfisteins lögun, yrði stöngull- inn hér um bil 230 fet í þvermál. í hlutfallsdæmum þessum hefi eg einungis tekið gull til greina. Og er það einkum vegna þess, að það er eini gjaldeyririnn, sem ekki haggast þótt fjárhagsstaða þjóðanna breytist. pví gull hefir frá alda öðli verið mest metið allra málma, og er/það eina efni, sem enn hefir fuúdist, er gengur af- fallalausum skiftum um allan heim; 'það er verðlagskvarði hinna siðuðu þjóða. Saga gullsins hefst með sögu mannsins, er hefir barist blóðugum bardögum, lagt á sig allskyns þrautir, farið frá sældar kjörum, ættingjum og vinum í ókunn lönd og gert alt, bæði ilt og gott, er gat að nokkru leyti gefið von um eða stuðlað til þess, að gull félli honum 1 hendur. prjú þúsund árum fyrir Krist voru dýrmætustu skrautgripir Gyðinga smíðaðir úr gulli, og frá þeim mun gullgripasmíðin hafa borist til forn-Grikkja, og frá Grikkjum til Norðurlanda. Notk- un gulls á þenna hátt, frá ómuna tíð, sökum hinna mörgu og fá- gætu sérkenna þess, hefir stöðugt bent mönnum á og leitt til þess, að það varð að lokum hyrningar- steinn peningasíáttu heimsins. Point Roberts í sept.-mán. 1919. Árni S. Mýrdal. Náðar-undrjn. Feikileg breyting hefir orðið í hinum heiðna heimi. Náðarverk- ið, sem unnið hefir verið í hinum ýmsu löndum er næstum því yfir- náttúrlegt. Ef vér lítum ti! baka svo sem hundrað ár og hugsum um erfiðleikana, sem þá mættu trúboðunum, hversu mikið djúp að staðfest var á milli þeirra og fólksins úti í heiðnu löndunum. pað var þá ekki á vitund heiðingj- anna, að kristnir menn hefðu nokk- uð það að bjóða, sem eftirsóknar- vert væri. peir voru glaðir í trú sinni, heimspeki og heiðnum siðvenjum. Hvílík breyting er ekki orðin á þessu nú í dag. Múrar, sem þá virtust óvinnandi, eru fallnir. Dyr, sem þá voru læstar, opnast nú af sjálfu sér. Guð hefir opnað náðarboðskapnum veg inn að hjartarótum þess fólks, sem þráir eilíft líf. Fyrir hundrað árum síðan voru að eins hundrað trúboðar í heim- inum. í dag eru þeir 25,000. pá hafði ritningin verið þýdd á sextíu og fimm tungumál. Nú er hún til á sex hundruð tungumál- um, og það furðuverk minnir mann á hvítasunnuundrið dásamlega. 1 byrjun nítjándu aldarinnar var ekki einn einasti mótmælandi —maður €ða kona—búsettur í Japan né Kína, og að eins fáir á Indlandi. Mr. Morrison hóf kristniboðs- starfsemina í Kína árið 1807, og eftir þrjátíu og fimm ára starf voru það að eins sex manneskjur, sem léð höfðu náðarboðskapnum eyra. Og eftir fimtíu ára starf náði tala hinna kristnu í Kína ekki 50. pað hafði ekki unnist ein persóna á ári. 1 dag eru þeir um 250,000. f Korea var fyrsti maðurinn skírður til kristinnar trúar árið 1887. í dag er tala kristinna manna þar yfir 300,000. Ef maður jill líta til baka til ársins 1870, þá getur maður lesið yfirlýsingu yfirvaldanna í Japan, um það að kristnir menn séu rétt dræpir, sökum átrúnaðar síns, hvar sem þeir finnist innan þess ríkis. Tafla sú, sem hér fer á eftir, sýnir vöxt trúboðsstarfsins í hin- um heiðnu löndum frá árinu 1800. Árið 1800 var tala þeirra sem trú höfðu tekið í heiðnum löndum 70,000. Frá árinu 1800 og til 1850 bætt- ust við 120,000, eða 2800 á ári í fimmtíu ár, og var talan þá orðin 211,000. Frá 1850 og til 1880, í þrjátíu ár, bættust við 21,500 á ári, og var þá talan komin upp í 857,000 árið 1880. Frá árinu 1880—1900, eða í 20 ár, bættust við 25,600 á ári, og var talan komin upp í 1,371,000 árið 1900. Og á árunum frá 1900—1914, eða í fjórtán ár, bættust við 138,- 000 á ári, svo árið 1914 var talan komin upp í 3,168,000. pað tók níutíu ár að kristna fyrstu miljónina. Eftir 23 ár þar frá voru þær orðnar tvær. Nú taka miljón heiðingjar kristna trú á hverjum fimm árum. pýtt úr “Watchman”. Komst ekki út fyrir húsdyr í ár. Hamilton skýrir frá undursam- legri heilsubót konu sinnar af völdum Tanlac. “Síðastliðinn sunnudag gat kon- an mín í fyrsta sinn í heilt ár, komist út fyrir húsdyrnar, og það látinn þar á sjúkrahús, hvar hann varð að dvelja all-langan tíma. En seinna, eftir að hann var kom- inn nokkurn veginn til heilsu aft- ur, var hann látinn vinna við 4th Can. Gen. Hospital, frá því í ágúst 1918 og þar til í byrjun júlí 1919, að hann lagði af stað, ásamt öðrum sem þar voru, áleiðis til Canada. 1 Toronto fékk hann lausn úr her- þjónustu þ. 11. júlí, og til Winni- peg kom hann þann 14. sama mán- þori eg óhikað að eigna Tanlac,” afiar' fengja þá til þess að trúa því, að aðrar eyjar væru miklu auðugri og fjölskrúðugri heldur en þeirra vaéri. Afleiðingin varð sú að fólkið alt, um 200 að tölu, tók sig upp og flutti burt af eyjunni 1850, og í aðra eyju, meir en 100 mílur í burtu, sem heitir Norfolk eyja. En þó gott væri að búa í þeirri eyju, þá naut fólkið yfirleitt ekki þeirra gæða sökum leiðinda — óþreyja svo mikil greip það, að tvær fjöl- er að segja ‘baðlf | skyldur hurfu til baka til eyjunn- 1 ar sinnar gomlu, 8 arum siðar, og svo bættist alt af vMS þann hóp smátt og smátt, þar til flestir voru komnir til baka, þeirra sem úr Pitcairn eyjunni fóru og bjuggu þar til dauðadags, og síðan afkom- endur þeirra, fram til þessa dags. Nú eru sagðir að vera þar um 170 manns. ^ Pitcairn eyjan. Eyja sú er langt úti í hafi. Sagt að hún sé í miðju austur Kyrra- hafinu, um hundrað mílur í suður frá Paumotu eyjunum, og til næstu hafnar á meginlandinu eða Suður Ameríku eru 3000 mílur og dálítið lengra til Ástralíu. Eyja þessi liggur út frá öllum skipaleiðum, eins og þær eru nú, hvað þá heldur eins og þær voru í fyrri daga. En samt býr fólk á eyjunni, og hefir gjört í langa tið. En á því stendur svo, að árið 1790 kom þangað maður, sem Fletcher Christian hét. Hafði hann verið sjómaður á skipi einu brezku, sem flutti tré frá Haiti eyjunni og til vestur indverslfu eyjanna. Á þeirri leið gekst þessi Fletcher Christian fyrir upphlaupi á skipinu, losaði sig við þá, sem yfir skipinu áttu að ráða, en tók skip og farm og skipshöfn í sínar hendur, það henni sem vildi fylgja honum, og eftir nokkurn tíma hélt hann og sex Englendingar til eyjarinnar Pitcairn, sem er fremur gróður- lítil og að eins tvær ferhyrnings- mílur að ummáli. Englendingar þessir voru allir menn, sem strokið höfðu úr fang- elsum eða flúið undan lagarefs- ingu, fyrir einhver brot á lands- lögum. Auk þessara Englendinga' voru í förinni sex karlmenn og tólf konur úr suðurhafseyjunum, sem þeir höfðu með sér. Með 'þetta lið hélf' Fletcher Ohristian til Pitcairn eyjunnar. pegar þar var komið gekk sam- líf þessa fólks mjög illa, en sér- staklega þó milli Englendinganna sjálfra. Vanir ofbeldi og ójöfn- uði frá fyrri árum, vildu þeir halda slíku áfram, og svo gekk það langt að þeir fóru að sitja hver um annars líf og drepa hver annan. Loks voru allir þessir innflytj- endur drepnir eða dauðir nema einn, hann hét John Adams. Var hann hóflegastur í framgöngu og ekki vondur maður, þegar hans betra eðli fékk að njóta sín. Hann tók nú að laga alt sem hann gat. í'ór að reyna að kenna ungu kyn- slóðinni manna siði og reyndi að bæta ásigkomulag unga fólksins á eyjunni sem mest hann gat, á með- an honum entist aldur til, og varð mikið ágengt í þeim sökum. Árið 1850 voru 200 búendur á eyjunni. Ekki er getið um að þetta fólk hafi átt við neina sér- staka erfiðleika að stríða. pví var lagt flest það til af náttúrunnar hendi sem til lífs framfærslu þurfti, og það bjó þar frjálst og undi með glöðu feeði við sitt. pví hin svo kallaða menning nútímans hafði ekki náð til þess með öllu sínu glysi og með öllum sínum hættum og vonbrigðflm að hafa nein veruleg áhrif á það, þó samt nógu mikil til þess að gjöra það óánægt með eyjuna sína. Skip sem þangað hafði komið og staðnæmst nógu lengi til þess að skipverjar næðu tali af eyjarskeggjum og þannig kemst William Hamilton að orði, sem heima á að 149 Pres- ton Street, Halifax, Nova Scotia. “Mrs. Hamilton hafði Spanish Influenza fyrir ári síðan,” bætti hann við, og “sýndist aldrei ætla að geta losnað við afleiðingarnar. Hún hafði gersamlega mist mat- arlystina, og var þar af leiðandi orðin holdlaus og máttfarin. Taug- arnar voru orðnar svo ónýtar, að hún hrökk upp með andfælum við hvað lítinn hávaða éða þrusk sem um var að ræða. Svo aðfram var hún komin, að ekki var viðlit fyr- ir hana að koma nálægt hinum daglegu heimilisstörfum, og lagð- ist það einkum þungt á huga henn- ar, með því að húsmóðurstörfin voru hennar líf og yndi. Heilsunni hnignaði dag frá dagi, og fór svo að lokum að hún sama sem lagðist rúmföst og kom ekki út fyrir hússins dyr í tólf mánuði. “pað vakti því enga smáræðis undrun og fögnuð í sálu minni, þegar eg sá hin skjótu umskifti eftir að hún fór að nota Tanlac. Nú hefir hún svo góða matarlyst, að hún sagði mér skellihlæjandi að hún mundi éta okkur út á hús- gang. Hún fitnar með hverjum deginum' og er orðin svo sterk, að hún segist geta unnið þyngstu erf- iðisvinnu, án þess að finna til þreytu. Hún hefir breyzt svo I útliti þenna stutta tíma, eftir að hún fór að nota Tanlac, að fólk segist varla ætla að þekkja hana. Tanlac er eina meðalið, sem var nógu máttugt til að koma henni til heilsu. — Við lifum bæði ham- ingjusömu lífi, og sunnudaginn var, gengum við langan skemti- túr, og hún hljóp og dansaði eins og unglamb. pað fær oss því sannr- ar ánægju að mæla með þessu óviðjafnanlega meðali við hvern sem í hlut á.” Tanlac er selt í flöskum, og fæst í Liggetts Drug Store, Winnipeg og hjá lyfsölum út um land, og hafi þeir það ekki við hendina, þá geta þeir að minsta kosti ávalt útvegað það. — Adt. Ágúst tók þátt I mörgum stór- orustum, svo sem Vimy Ridge, Hill seventy, Passchendaele og ýmsum fleiri stöðum. Hann ávann sér hylli yfirboðara sinna, og þeirra sem hann kyntist bezt. Foreldrar Ágústs voru þau hjónin Ámundi Gíslason, ættaður frá Hvammi í Skoradal í Borgar- fjarðarsýslu, og Jónína Sólveig Brynjólfsdóttir frá Hreðavatni í Norðurárdal, í Mýrasýslu. pau byrjuðu búskap á Hreðavatni, og voru þar í 2 ár, og svo eitt ár á Laxfossi í Stafholtstungum, og svo eitt ár á Brúarhrauni í Kolbeins- staðarhrepp, í Hnappadalssýslu. paðan fluttu þau árið 1887 til Ameríku, og settust að í Mikley í Nýja íslandi, Man., eins og að framan er á minst. En veturinn Ágúst Ámundason. Agúst Amundason. Ágúst Ámundason var fæddur í Mikley í Nýja íslandi, Man., 1. ágúst 1893. ólst hann þar upp hjá foreldrum sínum, þar til fað- ir hans dó 17. júní 1903. Eftir það var hann oftast hjá móður sinni, þar til hún hætti búskap, og flutti árið 1914 vestur á Kyrra- hafsströnd. Ágúst var skyldu- rækinn við móður sína og reyndist henni ávalt góður sonur. pann 17. maí 1916 gekk hann sem sjálf- boði í canadiska herinn, og flutf- ist svo með 107. herdeildinni ,í janúar 1917 til Englands, hvar hann dvaldi við heræfingar nokk- urn tíma, áður hann flutti með 197. herdeildinni til Frakklands, og á vígvöllinn fór hann í marz það sama ár, og var þar til þess í jan. 1918, að hann veiktist af eit- urgasi og “trench fever”. Var hann þá fluttur til Englands og 1914 fluttist ekkjan Jónína S. Brynjólfsdóttir, móðir Ágústs, vestur á Kyrrahafsströnd, og býr nú á Point Roberts, Wash., með seinni manni sínum, Sigurði Mýrdal. pess er vert að geta sem gjört er. Stuttum tíma eftir komu sína ♦ úr hernum, brá Ágúst sér vestur að hafi, til að sjá móður sína, og dvaldi hjá henni einn viku tíma. Og fyrir það sem við bar þann tíma, finnum við hjónin okkur skylt að geta þess hér, með nokkr- um línum. Sem var að átta könur hér á Point Roberts gjörðu okkur heimsókn, til að taka þátt í gleð- inni, sem afturkoma hans heilum á húfi úr herþjónustunni veitti okkur. Tómhentar komu þær held- ur ekki, því kaffi, sykur og ýmsar tegundir af kryddbrauði höfðu þær meðferðis, hvar á meðal var fyrir- taks falleg kaka, sem á var letrað með skýru letri: “Velkomjnn Gústi”. Gengu þær svo um beina, sem heimili okkar væri þeirra eig- ið. Svo þegar allir voru seztir til borðs, stóð Mrs. H. Thorsteinsson upp og flutti ræðu í nafni þeirra kvenna, sem hafði inni að halda reglulega vel valin og hjartnæm orð til móðurinnar, viðvíkjandi heimkomu sonar hennar úr þessari voðalegu styrjöld. Hún gat þess ásamt ýmsu fleiru, að enginn skyldi furða sig á því, þó hið við- kvæma móðurhjarta hefði fundið til á þessum iimliðnu hörmunga tímum. Og svo aftur á hinn bóg- inn hvað glóðin væri fullkomin og innileg hjá þeim, sem hefðu heimt sína heila á húfi heim aftur. Og þar sem Mrs. Mýrdal væri ein af þeim, þá væru þær hér komnar til að samgleðjast henni, með þakk- læti til gjafarans allra góðra hluta fyrir vernd og varðveizlu sonar hennar. Mr. Ámundason og við hjónin þökkuðum konunum sem heim- sóknina gjörðu, ásamt löndum okk- ar í P#nt Roberts yfir höfuð að tala, í stuttum ræðum, fyrir þá hluttekning og góðvild, sem okkur hefði verið sýnd, sérstaklega á þessum umliðnu þrautatímum. Næsta dag á eftir yfirgaf Ágúst heimili okkar, og lagði leið sína \ Þér eruð VISS með að fá meira brauð og betra brauð með því að brúka PURIT9 FtOUR (Government Standard) Skrifið oss um upplýsingu Western Canada Flour MilJs Co., Limited Winnipeg, Brandon, Calgary, Edmonton. Geral License No. 2-009. Flour License No. 15, 16, 17, 18. / Copenhagen Vér ábyrgj- umst það að vera algjörlega hreint, og það bezta tóbak í heimi. Ljúffengt og endingar gott, af því það er búið lil úr safa niklu en mildu tóbakslaufl MUNNTÓBAK um Vancouver og þaðan til Victoria, til að sjá frændfólk sitt þar, og dvaldi þar tvo daga. pað- an fór hann svo til Seattle, og stanzaði þar að eins eina nótt, og hélt svo austur syðra, og er nú aftur kominn til Mikleyjar, og víst Söztur þar að um tíma, því þar á hann fasteign, og svo var hann búinn að ásetja sér að stunda þar fiskiveiðar á komandi hausti, eins og hann hafði gjört áður en liann gekk í herþjónustuna. Svo skal þess enníremur getið, að nokkrum dögum eftir að Ágúst fór héðan aftur til baka, sendu þessar áðurnefndu konur okkur fallegan gasolínlampa og 5 gallon af gasolíu að gjöf, sem þær höfðu sent eftir, en sem ekki var kominn áður en Ágúst fór. Lampanum létu þær og svo fylgja eftirfarandi bréf: Mr. og Mrs. Mýrdal. Kæru hjónrl— í tilefni áf heimsókn þeirri, er átti sér stað síðastliðinn sunudag, til minningar um heimkomu Gústa, biðjum við ykkur að þiggja þessa litlu gjöf, sem er ofurlítill ljós- geisli kærleiks og velvildar til ykkar. Við vitum vel, að það er ekki á o)ckar valdi að fylla skarðið, eða eyða með öllu tómleikanum, sem burtför hans af heimilinu olli. En við vonuiji að þessi gjöf færi ykkur birtu og yl, á hinum löngu og dimmu skammdegis- kveldum, og minni á ljósið eilífa. Guð blessi ykkur og heimili ykkar. Konurnar. Fyrir alla þessa velvild og rausn í okkar garð, þökkum við af hrærðu hjarta, og biðjum góðan Guð að launa af ríkdómi sinnar náðar og blessunar. Með vinsemd og virðing. ' Yðar einlæg. Jónina Sólveig. Sigurður Mýrdal. Island. Til þín, feðranna fósturjörð, ást þinna barna æ mun standa, eins þó að berist þeim til handa sorgir og tjón og hretin hörð. pú átt svo margt, sem geðið gleður: grundir og fjöll og inndælt veður, dalina fríða, fossa gnótt, fagrahvels skin um sumarnótt. Um fjöll og jökla, láð og lá þín hafa skáldin kveðið kvæði, kepst við að lofa öll þín gæði frá efstu tindum út að sjá. Stigin úr Ægis- strauma-laugum stendur þú fyrir hugskotsaugum líkt og gullfögur gyðjumynd gnæfi við bláa himin-lind. En það sem hrífur mest á mig verður þó málið megin-fríða mætast af tungum allra lýða, prýðin alls þess, er prýðir þig. Tungan er sífelt mér í minni, með henni lýst er fegurð þinni; hún er sjálf, er hún býst í bjart, sem brúður klædd í gull og skart. Man eg að ungur ást eg batt við Egils tungu, Ara, Snorra, öndvegishölda fræða vorra; hún hefir oft mitt hjarta glatt. Orð hennar sætt í eyrum hljóma, yndi þau veita, snilli róma, ást mín til hennar haldgóð er, hún er þáttur af sjálfum mér. Sem aðrir landar elska fjöll, lindir tærar og grundir grænar, grösuga dali, hlíðar vænar, stöðuvötn, unnir, straumaföll, svo elska eg vort móðurmálið, mjúkt sem blómin og hvast sem stálið. Orðum þess snjöllum ann eg vel alt þangað til mín vitjar Hel. Kynslóðin nýja iðkar orð, illa sem láta í eyrum mínum, óþjál og stirð í föllum sínum, “kíló” og “líter” ber á borð. ósýnt er mörgum um að velja, íslenzku sumir “skrípi” telja, en margt er útlent orðskrípið, ýmsir langmest sem hafa við. Lifi vor tunga ljúf og fræg, auðgist og blómgist alla vega án þess að taka hvatvíslega óþjóðlegum við orðasæg. Hins vegar fái óþökk illa allir þeir samt, er máli spilla. Tungunnar helgi haldist við, heiður aukist við fullveldið. Kveðið haustið 1918. Jón Jónsson að Stafafelli. —óðinn. •mmr- ~ -aux BLUE RIBBON TEA Það eru forréttindi konunn- ar að skifta um Skoðnn. En sérhver góð húsmóðir er ávalt sanntcerð um yfirburði BLUE RIBBON TEA «

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.