Lögberg - 25.09.1919, Síða 4

Lögberg - 25.09.1919, Síða 4
Bis. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. SEPTEMBER 1919. Iðnaðarþingið. Það var sett í Ottawa 15. þ. m., eins og skýrt hefir verið frá hér í blaðinu. Fyrstu þrír dagarnir gengu til þess að tala um málin á víð og dreif, og urðu umræður um sum þeirra all-fjörugal- og ekki laust við að kapp og gremja brytist út fyrst framan af. En það virtist minka eftir því sem á þingið leið og menn jöfnuðu sig. Eitt spursmál kom upp þegar í byrjun þingsins, sem sótt var og varið af meira kappi en öll önnur. Það var spursmálið um það, hvað væri hæfilega langur vinnutími á ðag fyrir verkafólkið. Fulltrúar verkamanna voru einhuga um að krefjast átta klukkustunda vinnu á dag og 44 klukkustunda vinnu á viku. Aftur héldu verksmiðjueigendur og vinnu- veitendur því fram að þessar kröfur væru ósanngjarnar. Að svo framarlega sem Canada ætti að geta framleitt vörur, sem hægt væri að keppa með á heimsmarkaðinum á móti vörum annara þjóða, þá þyldi framleiðslukostnaður- inn ekki framfærslu þá, sem nauðsynleg væri til þess að geta mætt þessari kröfu. * Astæður þær, sem verkamannaleiðtogarnir gáfu fyrir því að þeir vildu stytta dagsverkið voru veigalitlar og sumar mjög svo viðsjárverð- ar. T. d. sagði einn verkamannafulltrúinn frá Winnipeg: “Við vinnum til þess að geta lifað, en við lifum ekki aðallega til þess að vinna”. Og svo var önnuy ástæða, sú, að það væri nauð- svnlegt að stytte vinnutímann, til þess að gefa þeim, sem enga atvinnu hafa, tækifæri til vinnu Þegar vér vorum að Iesa ræðurnar um þetta þýðingarmesta mál af öllum málum ef til vill, sem rætt var á pinginu, urðum vér fyrir hinum sárustu vonbrigðum. Vér áttum von á því, að þetta mál yrði rætt með meiri skilningi á ástandinu í landinu og þörfinni á að mæta því eða að bæta úr því. Vér áttum von á því að þörfin brýna mundi vekja hinn betri mann þeirra, sem um málin ræddu, til þess að benda á og halda fram hinum háleit- ari skyldum vorum við land þetta og þjóð, á hættu og rauna tímunum, sem vfir það hefir dunið og framundan þjóðinni liggja. En í stað þess eru verksmiðjueigendurnir auðsjáanlega að hugsa um sinn eiginn vasa fyrst og fremst, og verkamennirnir um að halda tökum þeim, sem þeir hafa náð, og láta kné fylgja kviði. Eftir að raálin höfðu verið rædd all-ýtarlega, voru þau sett í nefnd, og hafa flestar nefndirn- ar nú lagt fram álit sín og flest þeirra hafa verið samþykt í einu hljóði. Tillögur nefndanna í hinum ýmsu málum sem fyrir þinginu lágu voru sem fylgir: 1. n lágmark á kaupgjaldi kvenna og barna. Að nefnd sé sett, sem í séu menn úr stétt verkamanna, vinnuveitenda og menn til þess að hta eftir hag almennings, til þess að athuga hvort ekki sé heppilegt að setja lágmark á laun allra þeirra, bæði kvenna og karla, sem enga handiðn kunna, og að fylkisstjórnirnar séu á- mintar um að láta ekki kennara sína vinna fyrir svo lágt kaup, að þeir geti ekki sómasamlega framfleytt lífinu. 2. Urn tryggingu gegn atvinnuleysi, Nefndin leggur til að nefnd sé sett til þess að athuga og leggja fram álit sitt um hvort ekki væri heppilegt eða gjörningur fyrir ríkið að mynda ábyrgðarsjóð gegn atvinnulevsi, gegn veikindum, og til þess að borga ellihrumum lífs- eyrir, sem þess þurfa. Tillaga kom fram um að í þeirri nefnd séu umboðsmenn stjómarinnar, vinnuveitenda, verkamanna og kvenþjóðarinn- ai’, og svo líka menn til þess að líta eftir hag al- mennings yfirleitt. Eftir að þessi tillaga hafði verið borin upp, var samþykt að bæta skyldi við hana eftirlaunum til ekkna. Um þátttöku verkamanna í stjórn iðnaðar- stofnana. Nefndin leggur til að skrifstofa sé sett á stofn undir umsjón verkamáladeildar Ottawa stjórnarinnar, til þess að vera sér útiram allar upplýsingar í sambandi Vtð málið. Og skal það vera blutskifti þeirrar skrifstofu að gefa upp lýsingar í sambandi við málið, hvenær sem verkamenn eða vinnuveitendur óska þess. ■ Og þegar málsaðilar hafa komið sér saman um að stofna sameiginlega stjórn, skal skrifstofan leggja fram alla sína hjálp, til þess að sú stjórn geti komist á. 4. Um skort á íbúðarhúsum í bœjum og borgum. Þingið skorar á stjórnina að veita styrk sinn og fulltingi húsabygginga fyrirtækjum íýlkisstjórna, borga og bæja, til þess að reyna að bæta úr húsekklunni tilfinnanlegu, sem nú á sér stað. 5. Um vinnuleysi, málfrelsi ritfrelsi og skyldunám. Samþykt að mæla með að allir séu skyldir að stunda nám til 14 ára aldurs. Að öllum sé veitt ótakmarkað málfrelsi og ritfrelsi og að hæfilegar ráðstafanir séu gerðar af því opinbera i sambandi við opinber verk í vetur, til þess að allir sem þurfa atvinnu geti fengið hana, og á annan hátt sjá um eftir megni að fólk þurfi ekki að vera atvinnulaust á komandi vetri. 6. Um hlutfallskosningar. Sir John Wilson bar fram nefndarálitið, sem um það mál fjallaði, og var það samþykt mótmælalaust. En nefndarálitið fór fram á að skora á stjórnirnar í tandinu að taka upp hlut- fallskosningu. En hún er í því fólgin að hver os> einn flokkur mannfélagsins fái þátttöku í stjórnum landsins eftir höfðatölu. Þannig sagði hann að verkamenn hefðu að eins tvo fulltrúa á þjóðþinginu, en lögfræðingar hefðu 79. 1 báðum málstofum þjóðþingsins og öllum fylkisstjórnum landsins, ættu vérkamenn að eins sex fulltrúa, þar sem vinnuveitendur hefðu 714. En þó væri verkamennirnir eða verka- fólkið 45.2 af þjóðinni, bændur væru 34.3, verzl- unar og lærðir menn 20.5. Ef verkamenn fengju þátttöku í löggjöf þjóðarinnar, sem þeir ættu að iiafa, samkvæmt hlutfalli sínu, og fengju ef hlutfallskosningar yrðu lögleiddar, þá ættu þeir að hafa 400 umboðsmenn á löggjafar])ingum þjóðarinnar. 7. Um átta klukkustunda vinnu á dag. Nefndin, sem það mál hafði til meðferðar, gat ekki orðið ásátt um málið. Sú eina af öllum xæfndunum sem ekki gat það, og kom aftur fram fyrir þingið í þremur pörtum. Málsvarar verksmiðjueigenda og vinnu- veitenda vildu setja málið í konunglega rann- sóknarnefnd, til þess að ganga úr skugga um þörfina á og möguleikana fyrir átta klukku- stunda vinnu á dag. En málsvarar verkamanna vildu enga rann- sókn, enga konunglega nefnd. Ekkert nema fastákveðna átta klukkustunda vinnu á dag, og það strax. Kváðust vera orðnir þreyttir á öll- um konunglegum nefndum. Vildu að átta stunda vinnan væri reynd fyrst, og ef eitthvað jxætti athugavert, mætti rannsaka á eftir. Þriðji flokkurinn vildi slá föstu ákvæði frið- arsamninganna í þessu efni, og vildi að þar sem nú væri átta stunda vinna á dag, þá væri hún þar lögleidd. Og að eftir nákvæma vfirvegun yrði sérstök lög samþykt í sambandi við þær iðnaðargreinar, þar sem átta stunda vinnan reyndist ekki hagkvæm. Eining og friður virtist ríkja á þinginu, eft- ir að á það tók að líða, nema í þessu síðasttalda máli. Louis Botha. Mörgum hefir víst hnykt við, þegar fréttin frá Suður Afríku barst út um allan heim um það að Louis Botha væri látinn. Iíann var nýkominn heim með vini sínum Smuts, frá friðarþinginu í París, þar sem hann ávann sér virðingu og traust allra manna. eins og allstaðar, þar sem Louis Botha kom, frá því hann rúmlega tvítugur fór úr föðurgarði, og þar til hann hné liðið lík í landinu, sem hann hafði gjört svo mikið til þess að bvggja upp. Louis Botlia var böndasonur, fæddur í Greýtown í Natal í Suður Afríku, 29. september 186,3. Þegar hann var fimm ára gamall fluttist hann með foreldrum sínum til Orange Free State, þar sem faðir hans eignaðist viðarlendur og gjörðist sauðfjárbóndi í stórum1 stíl. Þar ólst Botha upp sem smali hjá föður sínum, og kom fljótt í ljós hjá honum glöggur skilningur í sambandi við það verk, eða hvað annað sem hann gerði, og festa og einbeittni, sem ekk- ert fékk vikið honum frá. Þá var lítið um skóla í Orange Free State, svo Botha varð að hafa það eins og smalarnir á Islandi, að stinga bók í barm sér á morgnana, þegar hann rak hjörð föður síns í haga. Og hann las og las vel. Las eins og þeir, sem lesa sér til gagns, fremur en til nautnar. Með eiriiíað loftið yfir höfði sér og hæð- irnar dökkbrúnar pð lit í kringum §ig, sat hann hjá hjörðinni dag eftir dag og las, og hugsaði um lífið og alvöru þess. Og hann sá út vfir sjóndeildarhringinn, eins og hann var þá, út yfir ha>ðirnar sem báru við himinn, þar sem hann gætti sauða föður síns, út um allan hinn víðáttu- raikla heim. Hann sá borgirnar stóru, með öllu sínu skarti, með allri sinni glaðværð, með risa- vöxnum byggingum og allskonar lífsnautnum. En í liuga sínum veitti hann þessu litla eftir- tekt — sá það varla. En það sem hann sá var fólk, allstaðar fólk, fólk, sem átti við erfiðþéika að stríða, sára fátækt og óréttlæti og hinn ömur- legasta misskilning. 0g það var sú hlið rnann- lífsins, sem læsti sig inn að hjartarótum ung- lingsins og átti svo stóran þátt í að skapa lífs- skoðun hans. Hvar sem hann leit voru menn og inálefni sem þurftu á liðveizlu að halda, sem voru eins og hrópandi rödd í eyðimörk mann- lífsins, til manna, sem voru nógu sterkir til þess að hjálpa og nógu þróttmiklir til þess að stríða. Og hann skildi j)á köllun sína. Skildi þá hið æðsta hlutverk lífsins, að reisa við lítilmagnann og flytja ljós, yl og góðvild inn í líf meðbræðra sinna og svstra. Önnur einkenni átti Botha í ríkum mæli, og sem honum voru meðfædd. En það var frábær- lega skörp og heilbrigð dómgreind. Frá byrjun hafði hann vanið sig á að brjóta hvert mál til inergjar, og var allra manna fljótastur að sjá hið nothæfa í hverju máli. Og þá líka nógu mikill maður til þess að viðurkenna sannleikann og berjast fyrir honum með öllum sínum rniklu kröftum. Hann hélt aldrei neinu fram á móti betri vitund, að því er þeir er bezt þektu hann segja, að því einu undanskildu að hann barðist af öllum mætti á móti því að Búarnir legðu út í stríð á móti Bretum. En barðist svo með þeim I ilþess síðasta, þegar út í það var komið. Tuttugu og eins árs að aldri reisti Botha sjálfur bú í litla, nafnlausa lýðveldinu í Zulua- landi, sem síðar varð partur af Transvaal. Þar sýndi hann sama rausnarskap, og leið ekki á löngu þar til hann gjörðist foxwígismaður í sínu bygðarlagi og var kosinn til efri málstofu A'olksrardsins eða þjóðþings Búanna. Þar barðist Botha á móti því að Búarnir samþvktu og sendu Bretum síðustu kosti sína (ultimatum) í október 1899, og var einn af sjö, sem greiddu atkvæði á móti því í þinginu. En úr því að land- ar hans voru búnir að ákveða sig og stríð varð ekki umflúið, þá kastaði hann sér inn í hring- iðuna miðja og barðist með þeim eins hraust- lega og þeir De Wet, Cronje og De La Rav frá byrjun til enda. Menn þurfa ekki annað en rifja upp fyrir sér orusturnar við Reitfontein, Spion, Kop eða Colsesnso, til þess að sjá með bvaða framúrskarandi dómgreind, hreisti og einbeittni að hann sótti fram á móti Bretum. Þegar Joubert hershöfðingi Búánna dó, var Botha falin vfirherstjórnin. Og þótt hann sæi þá full vel hvert stefndi fyrir landsmönnum sín um, að fyrir þá var engin sigurvon, þá hélt hann stríðinu samt áfram í tvö ár. Og þegar loks að fokið var í öll skjól fyrir Búunum, þá var það hann sem samdi frið við Kitchener og undir- skrifaði friðarsamningana í Yereenging. Eins ákveðinn fjandmaður Breta og Louis Botha hafði * verið, jafn einlægur talsmaður þeirra varð hann upp frá þeim degi að hann skrifaði undir friðarsamningana. Ilonum skildist það full vel, að framtíð landsmanna hans, Búanna særðra og yfirunna eins og þeir voru, sem sérstakrar heildar. var dimm og ömurleg. Lét hann það því vera sitt fyrsta verk að sætta þá við kringumstæðurnar og mótstöðumennina og sameina þá. Og ekki einasta Búana, heldur og Breta, um framtíðar- spursmál og framtíðar velferð, ekki eins flokks út af fyrir sig, heldur allra flokka. Þegar að Transvaal var veitt sjálfstjórn árið 1907, varð Louis Botha forsætisráðherra, og jxegar sambandið var myndað 1910, þá þótti öllum sjálfsagt, Búum jafnt sem Bretum, að hann yrði forsætisráðherra þess. Og þeirri heiðursstöðu hélt hann svo að segja uppihalds- laust til dauðadags. Enda átti hann þann heið- ur skilið, öllum öðrum mönnum fremur, því það eru hans verk fremur en nokkurs annars manns, að sameina hinar sundurlausu skoðanir og dreifðu krafta í Suður Afríkh. Þegar stríðið mikla skall á 1914, tók Louis Botha strax ákveðinn og einbeittan þátt í því. Hann var sjálfkjörinn foringi sameinuðu her- sveitanna í Suður Afríku. Og ásamt sonum sínum þremur (hann átti ekki fleiri böm), réðst hann á móti her Þjóðverja í suðaustur Afríku, og eins og kunnugt er rak hann af höndum sér og neyddi síðustu leifar hersins til þess að gef- ast upp með öllu, í júlí 1915. Sú viðureign varð honum samt all þung- bær. Ekki vegna þess, að hann ætti við ofurefli að stríða, og ekki fyrir það að hann þurfti yfir sandauðnir að sækja, heldur af því að hans eigin menn sviku hann. Tíu þúsund af hans eigin liðsmönnum snerust á móti honum og genguj lið með fjandmönnum hans — þar af sumir af gömlu Búunum, sem hann sjálfur hafði leitt í bardaga áður og reynt til þess að vinna alt gagn síðan. Og jafnvel sumir af hers- höfðingjunum, sem hann barðist með í Búa- stríðinu, eins og t. d. De Wet, styrktu málstað mótstöðumanna hans. En hann var ákveðínn og einbeittur í því að gjöra skyldu sína, eins og hann sá hana og skildi. Og endalokin urðu þau, eins og sagt hefir verið, að hann braut alla mótspyrnu á bak aftur — vann algerðan sigur. Og hann átti ekki lítinn þátt í sigri þeim. sem Christian Smuts vann yfir Þjóðverjum í Austur Afríku. Með Louis Botha er sannarlegt mikilmenni fallið, og eftir hann liggur meira dagsverk, en flesta af samtíðannönnum hans — verk sem lifa í þakklátri minningu samtíðar og samverka- manna hans, og verk sem spjöld sögunnar munu geyma, eins lengi og “sól á jökul skín”. Hann sneri móti morgundeginum, og vildi snúa öllum mönnum að sólaruppkomunni I Botnsdal. I Botnsdal er fagurt. Einn blíðviðrisdag > I brekku þar sat eg. Hið eldgamla lag lék Glymur á hörpuna gljúfrinu frá, en grundir og tindarnir hlustuðu á. Eg hallaði eyranu ofan að mold, l!fl!BIBI!!IB!!f Kiiianii IIIIIBll The Royal Bank of Canada HfifuBstöU löggiítur $26.000.000 VarasjöSur.. $16,400,000 Forsetl ... Varti-rorsetl ASal- ráSsmaður Höfuöstöll grelddur $16,100,000 Total Assets over. .$460,000,000 Slr HERBERT S. HOI/T E. I,. PEASE C. E NEtLi. m P, iinaiiui ll;rBII!!BII!l llll!■llll■llll■ll!;l ■ ■ Allskonar bankastörf afgreidd. Vér byrjum relkninga vtB elnstaklink* •öa íélfig og sanngjarnir akilmaiar velttir. Avfsanlr seldar tll hvaöa staöar sena er & Islandl. Sérstakur gaumur gefinn sparirjööslnnlfigum, »em byrja má meö 1 dollar. Rentur iagöar viö ft hverjum 6 m&nuCum. WINNIPEG (WestEnd) BRANCHES Cor. William & Sherbrook T. E. Thorsteinson, Manager Cor. Sargent & Beverley F. Thordarson, Manager Cor. Portage & Sherbrook R. L. Patorson, Manager Cor. Main & Logan M. *. 0’Hara Manager. iiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiii! !ll!IID!l!l!l!llllllll!llll MemXsers Winnipeg Grain Exchnnge. Members Wlnnipeg Grain and Prodnoe Clearing Association. NORTH-WEST COMMISSION CO., LTD. Islenzkir Hveitikaupmenn Talsími Main 2874 - 216 Grain Exchange WINNIPEG, MANITOBA I Islenzkir bændur! Canadastjórnin hefir ákvarðað að $2.15 sé það, sem við megum borga sem fyrirfram borgun út á hveiti í ár fyrir No. 1 Northern. Fyrir aðrar tegundir verður borgað sem ákvarðað er. Við viljum einnig minna menn á að við fáum frá stjórn- inni hluthafamiða (Participation ticket), sem við sjáum um að senda hverjum einum manni, sem sendir okkur hveiti sitt. íslendingar! Við viljum mælast til þess að þið sendið okkur sem mest af korni ykkar í ár. Við erum þeir einu landar sem rekum þá atvinnu að selja korn fyrir bændur gegn um- boðssölulaunum. Við höfum ábyrgðar og stjórnarleyfi og gjörum okkur far um að gjöra viðskiftamenn okkar ánægða. Ef vigtarútkoma á vagnhlössum, sem okkur eru send, ekki stendur heima við það, sem í þau hefir verið látið, gjörum við það sérstaklega að okkar skyldu að sjá um að slíkt sé lagfært. Einnig gæti það verið peningar í yðar vasa að við skoðum sjálfir kornið í hverju vagnhlassi sem okkur er sent, svo að rangindi við tegundaflokkun (grading) getur ekki átt sér stað. petta er nokkuð, sem mörg stærri félög ekki gjöra, því þau hafa mörgu að sinna og eiga flest sín eigin korngeymsluhús, svo það er þeirra hagnaður ef flokkunin er gjörð bóndanum í óhag. petta er ætíð gott að vita, þegar maður sendir korn, að einhver líti eftir ef óviljandi skyldi vera gjörð röng flokkun, og að einhver sjái um að slíkt sé strax lagfært. í sambandi við þær korntegundir, sem að samkepni er hægt að koma að, skulum vér gjöra eins vel, ef ekki betur, en aðrir. peir sem vildu geyma hafra, bygg eða flax um lengri eða skemri tíma, ættu að senda til okkar það sem þeir hafa. Við borgum ríflega fyrirframborgun og látum hvern vita um, þegar við álítum verð sanngjarnt. Við þökkum svo þeim, sem að undanförnu hafa skift við okkur, og vonum að þeir og allir íslendingar skrifi okkur, þeg- ar þá vantar upplýsingar um kornverzlun. öllum slíkum bréf- um er svarað um hæl. Skrifið á ensku eða íslenzku. Virðingarfylst. Hannes J. Lindal, Ráðsmaður. iiiimiiiiii Vestur-ísl. hluthafar í Eimskipafélagi íslands. Sökum þess hve canadiskir pen- ingar voru dýrir á íslandi þegar eg fór þaðan í sumar að afstöðn- um Eimskipafélagsfundi, þá sá eg mér ekki fært að koma ársarði Vestur-íslendinga vestur um haf, heldur lagði eg peningana á spari- sjóð í Landsbanka íslands, þar til peningaskiftin verða skaplegri en þau eru nú, og verður því ekki hægt að borga út ársarðinn að svo stöddu. Eða ekki fyr en eitthvað lagast með peningaskiftin. þeg- ar eg fór af íslandi, kostaði doll- arinn 4 kr. 65 au., sem er nærri því 1 kr. meira heldur en vanalegt gangverð hans. Undir þessum kringumstæðum sá eg mér með engu móti fært að koma peningunum vestur, og treysti því að vestur-íslenzkir hlut- hafar gjöri sér þessa ráðstöfun mína að góðu. Virðingarfylst. Árni Eggertsson. Leiðréttingar. í ræðu Sigtryggs Jónassonar 5. ágúst (í River Park, Winnipeg), er birtist í Lögbergi 4. sept., eru nokkrar slæmar prentvillur, og eru hinar helztu sem fylgir: Bls. 2, í. dálki, 16. línu að neð- an: mánuðum, fyrir vikum. Bls. 2, 1. dálki, 7. línu að neðan vantar: er, eftir orðið sem. Bls. 2, 3. dálki, 67. línu að neð- an: þetta, fyrir orðið. Bls. 2, 4. dálki, 2. línu að ofan: Eric, fyrir Erie. Bls. 2, 4. dálki, 59 línu að ofan: örðugt fyrir öfugt. Bls. 2, 4. dálki, 57 linu að neð- an: þjóðmenningar, fyrir þjóðmeg- unar. Rubberized Haust Y fvrhafnÍT $23 Nýr Lynglitur Nýkomnar frá verksmiðj- unni afbragðs lynglitaðar, Haust-yfirhafnir úr Bub- berized ullardúki, með belti í kring, eða aðeins bakbelti. pessar yfirhafnir eru óvið- jafnanlegar, þola bæði vind og vatn, og verðið er fá- dæma lágt. Að eins $23 STILES And fann ómanna straumöldur dreifast um fiild. Frá tindi og strönd fann eg tónanna mátt. Öll titraði jörðin við hörpunnar slátt. Og Súlanna tindarnir sungu þann nið, og sólfyltu bláhvelin tóku’ honum við, svo ómarnir berast um sólnanna sal Bls. 2, 5. dálki, 2. línu að neðan: Hróp, fyrir Heróp. Bls. 2, 6. dálki, 52. línu að ofan: 700 milj., fyrir 100 (eitt) miljónir dollara, og er það langversta prentvillan. Frá lslandi. HUMPHRIES Limited Tvær búðir: 262 Portage Avenue Vid ParÍN HyAdiniluun um sumarið íslenzka í fallegum dal. P- G. —Lögrétta. Lárus Pálsson læknir dáinn. Hann andaðist á heimili sínu hér í bænum 16. ágúst, 77 ára gamall. 221 Portage Avenue Horni Nolre Dauie

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.