Lögberg - 02.10.1919, Qupperneq 6
Bls. 6
LöGBERG, FIMTUDAGINN 2. OKTÓBER 1919
/
Sólskinsbörn.
Kæru börn, sem lesið Sólskin, eg veit að þið
viljið öll vera sólskinsbörn. Þið vitið öll hver
skapaði sólina og setti bana á himininn, til að lýsa
jörðinni. Að það var Guð, faðir okkar aílra
manna. Hafið þið ekki öll tekið eftir því, þegar
himininn er heiður. hvað sólskinið er þá bjart Þið
megið ekki gleyma því að það var Guð, sem skap-
aði þessa björtu sól, sem skín svo bjart og fagurt.
Ó, hvað allir ættu að vera þakklátir fyrir alt, sem
hann hefir gjört fvrir okkur. Fyrst og fremst
fvrir að liafa skapað okkur, annars værum við ekki
til og vissum ekki um neitt.
Hefir vkkur vorið sagt hver æðsta og mesta
af öllum Guðs velgjörðum er? Að hann gaf okkur
mönnunum sinn eingetinn son í heiminn, til þess
að öll börn, sem breyttu eins og hann, væru Sól-
skinsbörn, Ijóssins börn og Guðs börn.
Hvernig kendi Guðs sonur, Jesús Kristur
okkur að biðja föður sinn og föður okkar. Hann
sagði: “Biðjið því þannig: Faðir vor, þú sem ert
á himnum’’ o. s. frv. Þessarar bænar eigið þið að
biðja á hverjum morgni um leið og þið vaknið og
farið á fætur, og svo á kveldin, þegar þið eruð
háttuð, og þið eigið að kenna hana l'ka yngri syst-
kinum ykkar. Móðir ykkar kemst kannske ekki til
þess, og hann faðir ykkar er kannske eitthvað ann-
að að gera. Ef þið lesið þessa bæn, sem Jesús
kendi okkur öllum, kristnum mönnum, þá eruð þið
Hólskinsbörn.
Meira seinna.
Sólskinsvinur.
Sagan af Monte Cristo.
6 KAPÍTULI.
Edmond lcemst í burtu úr fangelsinu.
Edmond beið þar til alt var komið í ró aftur.
Og þegar hann hélt svo að sér væri óhætt, tók hann
steininn úr gatinu á veggnum og fór síðan sjálfur
þar í gegn. í klefa Faria var lítil breyting," frá
því að hann fór út þaðan. Líkið lá í rúminu eins
og áður, en sú breyting var á orðin að það hafði
verið látið í poka og vissu fæturnir niður en höf-
uðið upp í pokanum, og hafði verið saumað fyrir
opið.
Edmond stóð við riímið, og horfði með sökn-
uði og hrygð á jarðnesku leyfarnar af manninum,
sem hann átti svo mikið að þakka. Hann hugsaði
um sitt eigið líf, og hversu óendanlega tómlegt að
það hlyti nú að verða. Honum fanst að það hlyti
nú jafnvel að verða enn óbærilegra heldur en það
var áður en hann kyntist Faria, því þá hafði hann
ekki skilið hvað það meinti að eiga vin, né heldur
það, hversu einmana menn geta orðið, þegar sterk
og einlæg vináttubönd eru slitin.
“Ó, þetta verður óþolandi, algjörlega óþol-
andi,” sagði Edmond. “Hér get eg ekki verið.
Mér er það lífsins ómögulegt.”
Svo stóð hann grafkvr við rúm vinarins látna
dálitla stund og hugsaði um ánægjustundirnar,
sem hann hafði notið í návist hans, og svo um lífið
biturt og vonlaust, sem fyrir honum sjálfum lá
þarna í fapgelsinu.
Þá var eins og skýla dytti alt í einu frá augum
hans, og hann spurði sjálfan sig: “Því skifti eg
ekki við Faria? Hvað skvldu annars þessir graf-
arar vita af því, hvort að þeir bera út lifandi eða
dauðan mann í pokanum, þegar þeir koma í nótt?
Káttúrlega myndu þeir ekki vita hið allra minsta
um það. Þeir.bera sekkinn á milli sín eftir göng-
unum upp á loft og út úr fangelsinu og svo út í
grafreit, og þegar eg er kominn þangað, þá treysti
eg því að forsjónin leggi mér eitthvað til.”
Og eftir að Edmond hafði ráðið við sig að
reyna þetta varð hann rólegri.
Hann mintist þess að fangelsisstjórinn hefði
sagt að jarðarförin ætti að fara fram á milli kl.
10 og 11. Og liann mintist þess að fangavörðurinn
færi sína síðustu umferð til þess að sjá um að alt
væri í röð og reglu frá klukkan átta til níu. “Eg
verð því að bíða þangað til eftir þann tíma, áður
en eg framkvæmi þessa fyrirætlun mína,” hugsaði
Edmond.
Og allan þann dag sat Edmond og var að
hugsa um Faria. Um alt það sem hann hafði kent
honum og hversu mikils virði það var honum.
Þegar fangavörðurinn kom með kveldverðinn
til Edmond, sagði hann að fanginn í næsta klefa
væri dáinn. Og hlýddi Edmond á þá sögu hans,
eins og það mál væri honum ekkert viðkomandi, og
sagðiaðeins: “Sumt fólk er sannarlega lán-
samt.”
Fangavörðurinn leit til Edmonds eins og með
vorkunnaraugum, setti matinn á borðið og sagðist
vona að honum yrði gott af honum og fór síðan.
En náttúrlega leit Edmond ekki við matnum, held-
ur reis hann undir eins á fætur, óðara en fanga-
\örðurinn hafði læst klefa hans, og fór inn í klef-
ann, þar Sem lík Faria lá.
Hann gekk að rúminu, tók upp hníf, sem Faria
hafði gefið honum, spretti pokanum opnum, tók
líkið úr honum og bar það inn í sinn eiginn klefa,
setti það ofan í rúmið sitt og breiddi ofan á það,
svo að eins ,sást ofurlítið á hárið, og lét ásjónu þess
snúa upp að veggnum.
Þegar hann var búinn að koma því fyrir eins
og honum líkaði, fór liann til baka og inn í klefann
þar sem Faria hafði verið og setti steininn vand-
lega í gatið á veggnum. Gekk síðan að rúminu,
tók pokann og fór í hann, batt fyrir opið að innan
og fór svo upp í rúm Faria.
Ekkert gat Edmond haft með sér í pokanum
nema hnífinn, sem Faría hafði gefið honum. Hélt
hann að hann ,gæti máski komið sér vel á braut
þeirri hinni óálitlegu og hættulegu, sem hann var
að leggja út á.
Meðan Edmond lá þarna í rúminu og var að
bíða éftir því að grafararnir sæktu sig, voru ótta-
blandnar bölsýnishugsjónir altaf að ásækja hann.
“Ef fangavörðurinn skyldi nú hafa gleymt
einhverju og koma og verða var við alt saman?
Eða ef læknirinn skyldi þurfa að skoða líkið aftur,
til þess að ganga úr skugga um að Faria væri
aauður?” Þessar og þvílíkar liræðsluspurningar
ásóttu hann, hver af annari, og honum fanst eins
og tíminn ætlaði aldrei að Fða.
En mitt í þessum órólegheitum hans heyrði
hann klukkuna slá tíu, og skömmu síðar heyrði
hann að gengið var eftir göngunum úti fyrir og
staðnæmst við hurðina á klefanum sem hann var
í, hurðinni var lokið upp og tveir menn gengu inn
í klefann
Þeir gengu tafarlaust að rúminu, tóku í pok-
ann og tautuðu fyrir munni sér: “Hann er svei
mér þungur hann Faria, þó að hann væri orðinn
gamall.” Með þessum ummælum létu þeir pok-
ann með líkinu, sem þeir héldu að væri í honum,
á börur, tóku þær svo upp á milli s'n og báru eftir
löngum og krókóttum göngum og upp einn stigann
á eftir öðrum. Þar til alt í einu að Edmond fann
kaldan loftstraum leggja að sér. Þá vissi hann
að hann var kominn út fyrir fangelsismúrana, út
í loftið hreina og frjálsa, út undir himinn Guðs.
Það leið ekki á löngu, eftir að Edmond fann
að hann var kominn út úr fangelsinu, ð grafararn-
ir settu niður börurnar, og Edmond heyrði annan
þeirra segja: “Er það tilbúið?”
“Hvað skyldi það nú vera?” hugsaði Ed-
mond. En það var ekki lengi, sem hann var í
óvissu, því samstundis fann hann að eitthvað
þungt var lagt ofan,á börurnar við fætur hans, ^og
hann fann að snæri var bundið um báða fætur hon-
um um öklana.
“Ertu búinn að binda snærið vandlega?” •
spuri annar gðrafarinn.
“Já, eg skyldi nú hald það,” mælti hinn.
Edmond furðaði sig enn meira á, hvað þetta
ætti að þýða.
En úrlausnin kom svo að segja strax, því að
grafararnir tóku hann upp á milli sín, annar til
höfða, hinn í fætur og byrjuðu á að sveifla pokan-
um fram og aftur.
“Ertu tilbúinn?” spurði annar grafarinn
hinn.
“ Já”, svaraði hinn.
“Jæja þá.”
“Einn. Tveir. Þrír.”
Og Edmond fann að sér var kastað út í loftið
með heljar afli.
Hann fann sig vera að detta, detta, detta, eins
og helsærður fugl, ógurlegan óra veg. Svo heyrði
hann drynjandi hljóð og fann ískaldan sjóínn
leggjast að sér og yfir sig.
Honum hafði verið kastað í sjóinn, með 60
punda lóð við fætur sér, því sjórinn var grafreit-
ur fanganna sem dóg í Chateau d’If fangelsinu.
Guð er kærleikurinn.
(Framh. frá síð. blaði.)
Undir hnakkinn hafði Jón troðið hörðum og
moldugum mosa- og moldarskán ofan á alt sárið,
og gegnum þessa skán lagaði blóðið til og frá. Jón
beiddist að fá að sofa í tjaldinu hjá okkur og fékk
hann það. Hann hefti því hestinn, en hesturinn
vildi ekki bíta. “Yill hann ekki bíta, bölvað best-
ið. Jæja, hafi hann þá ekkert”, sagði eigandinn
og fór að hreiðra um sig í tjaldinu. Síðan sagði
hann föður mínum, að hann hefði keypt hest þenna
sumarið áður uppi í sveit, þar sem hann var í
kaupavinnu; hefði hann þá verið stagfeitur; en
um veturinn hefði hann mest lifað á sumarhold-
unum; annars væri hann djeskoti liðugur í löpp-
unum, en auðséð væri, að hann mundi ekki lengi
“hala út” hjá sér við sjóinn. Sló hann að lyktum
upp á því við föður minn, að þeir hefðu hestakaup.
Faðir minn hafði fá orð um, en það sá eg, að hon-
um var það fjarri skapi. Síðan sváfum við um
nóttina. Morguninn eftir váknaði eg ekki fyr en
piltamir voru búnir að taka hestana og langt
komnir að leggja á. Þegar eg kom út úr tjaldinu,
varð eg fyrst verulega hissa; því faðir minn var
búinn að kaupa Brúnskjóna af Jóni “lausamanni”
fyrir allmikið verð að því, er mér sýndist, en hafði
lánað honum hest heim til okkar, er hann hafði
lausan með í lestinni. Skömmu seinna Iögðum við
upp; gekk Skjóni laus, en Jón “lausamaður” reið
hesti föður míns; en fara varð hann fetið og enga
útúrkróka mátti hann fara. Um miðjan daginn
skrapp faðir minn heim á bæ, sem var skamt frá
veginum, og eg með honum; urðum við þá dálítið
á eftir lestinni. Eg hafði þá orð á því við föður
minn, að mig furðaði á kaupunum. Þá sagði faðir
minn: “Eg skal segja þér, Gunna mín, hvernig
þeim er háttað, kaupunum þeim arna. 1 gærkveldi,
þegar eg var lagstur fyrir, gat eg ekki sofnað.
Brúnskjótti hesturinn var altaf fyrir augunum á
mér, eins og hann var útleikinn eftir liann Jón,
skinhoraður með blóðugan herðakambinn og meitt
bakið og blóðstokkna froðuna út úr munni og nös-
um. Og altaf hljómuðu fyrir eyrunnm á mér þessi
orð: Guð er kærleikurinn, Guð er kærleikurinn,
Guð er kærleikurinn. Nú vildi svo til, að mér
bættust í ferðinni peningar, sem eg átti ekki von á.
Það var skuldin, sem er lengst búinn að eiga hjá
honum Gfsla á Hamri. Sýslumaðurinn hafði tekið
hana til greina, þegar búinu hans var skift, og af-
henti hreppstjórinn mér peningana núna í kaup-
staðnum. Eg hafði talið peninga þessa tapaða.
cg fanst mér því, að mér væri nú bent, að nota þá
til að vinna með þeim kærleiksverk og kaupa þessa
aumingja skepnu úr böðulshöndum. Eg ásetti
mér því að kaupa hestinn af honum Jóni, og eftir
það sofnaði eg; þarf eg svo ekki að segja þér sög-
una lengur”. Fleira bar nú ekki til tíðinda í kaup-
staðarferðinni”. “Er sagan þá búin?” spurði
eitthvert bamanna. “Nei”, sagði gamla konan;
“mergurinn er enn þá eftir”. “Blessuð, haltu þá
áfram, amma mín, svo þú verðir búin áður en ljós-
ið kemur”, sagði elzti drengurinn. “Já, hann átti
talsvert eftir, hann Skjóni tetur, blessuð skepn-
an”, sagði kerling. “Faðir minn lét hann nú
standa brúkunarlaúsan að mestu í tvö sumur, en
kappól hann á veturna; varð hann því öll önnur
skepna, þroskaðist og safnaði kröftum. Fór svo
á endanum, að faðir minn tók hann fyrir reiðhest
og líkaði því betur við hann, sem liann reið honum
oftar. Nokkrum árum eftir þetta dó föður'bróðir
minn; hann átti heima í næstu sýslu. I’ór faðir
minn þangað til þess að fylgja honum til moldar
og sjá til með ekkjunni; bjóst hann við að verða
viku í ferðinni. Svo hagaði til þar sem við áttum
heima, að allmikið vatnsfall var alllangt fyrir
austan bæinn; var það í daglegu tali jafnan kall-
að “Fljótið”. En milli Fljótsins og bæjarins var
ás einn yfir að fara, alllbrattur að vestanverðu,
þeim megin, er að bænum sneri. Að austanverðu
við “Fljótið” voru sléttar eyrar; fóru þær jafnan
undir ís á veturna, er “Fljótið” íagði. Það var á
þorra, faðir minn fór í þessa ferð; reið hann
Skjóna þá sem endranær. Harðindi voru þá búin
að ganga alllengi; voru því öll vötn á ís. Meðan
faðir minn var í ferðinni, gjörði hláku mikla og
braut ís af ám. En svo gekk veður til norðanáttar
aftur, rak niður snjó allmikinn og gjörði vonda
færð; voru vötn með skröm, en auð í miðju. Dag-
inn, sem von var á föður mínum heim, var gaddur
mikill, skafrenningur og sleit fjúk úr lofti. Töldu
piltarnir ólfklegt, að Irann mundi halda heim í því
veðri, sögðu lítt fært, að rata um miðjan dag, en
ófært, er dimmdi af nótt. Svo leið dagurinn og
vakan, að faðir minn kom ekki; hugðum við, að
hann mundi hafa náttað sig einhversstaðar fyrir
austan “Fljót”; við fórum því að hátta og sofa á
vanalegum tíma. En er eg hafði sofið góðan dúr,
þá hrökk eg upp við það, að hestur hneggjaði ákaf-
lega á hlaðinu. Farið þið fljótt ofan piltar!”
Allir komust á flug í baðstofunni; piltarnir klædd-
ust í snatri og eg líka, því að mér gjörðist æði órótt.
Kom eg til dyranna jafnsnemma piltunum. Þeg-
ar við komum1 út, var bylnum slotað að mestu; en
Skjóni stóð fyrir dyrum, allur klökugur og klambr-
aður, og skrjáfaði í honum, er hann hreyfði siig,
eins og sagt er af sjávarskrýmslunum; en faðir
minn sást hvergi. Var auðséð, að Skjóni hafði
fengið heldur kalt bað í “Fljótinu”. Föður míns
var ekki að leita 'nema í eina átt: austur að
“Fljóti”. Ruku piltar þegar af stað, þótt ekki
væri sýnilegt, að leitin mundi verða að miklu gagni
um nóttina. En eg lét Skjóna inn í hesthús og
mjólkaði handa honum þá kúna, sem eg hugði, að
mest mundi í frá um kveldið. Nú leið alllangur
tími og vorum við milli vonar og ótta. en er minst
varði, komu piltarnir með föður minn nær dauða
en lífi; höfðu þeir fundið hann í fönn vestan undir
ásnum, á alveg réttri leið. Mátti liann sig þaðan
hvergi hræra, því öll föt voru goddfrosin að hon-
um og liann orðinn máttlítill. Ilann var þegar
liáttaður ofan í rúm og hjúkrað sem bezt, og hrest-
ist hann skjótt. Sagði hann okkur síðan frá ferð
sinni. Þegar liann kom út á’“Eyrar”, var tekið
að skyggja; vissi hann því ekki glögglega hvað
hann fór, þar sem bæði var bylur og tekið að
dimma. Hann var kominn nær ‘ ‘ Fljótinu ’ ’ en hann
hugði, og er minst varði, brast skörin undan hon-
um og steyptist hesturinn og maðurinn í “Fljót-
ið”. Faðir minn hrökk þegar fram af liestinum,
en náði samt í taglið á honum og skolaði þeim báð-
um upp á eyri eina í ánni. Nú var ekki um gott
að gjöra; að láta fyrirberast á eyrinni var viss
dauði, en rogasund til beggja landa, því þeir voru
spölkorn fyrir neðan vaðið. Hann lét því síga dá-
lítið úr sér og hestinum; fór síðan á bak aftur, fól
sig Guði og reið í “Fljótið” upp á líf og dauða.
Skjóni synti sterklega og skilaði föður mínum heil-
um vestur yfir. Launaði hann þá vel kærleiks-
verkið forðum. Síðan komst faðir minn aftur á
rétta leið og hélt vestur yfir ásinn. Gjörðist hon-
um þá æði kalt og stokkfrusu utan að honum fötin.
En vestan í ásnum var komin snjódyngja mikil.
Af því að ekki sá til, þá lenti faðir minn í henni og
hljóp hún fram með manninn og hestinn, og ultu
þeir báðir niður á sléttlendi; var þá faðir minn
bæði ringlaður og þrekaður; hesturinn hvarf frá
honum út í myrkrið og þótti honum þá öll lífsvon
að mestu horfin, því liann mátti ekki orðið ganga.
Lagðist hann þá fyrir og bjóst við dauða sínum.
En Skjóna-tetur fór beina leið heim, er hann týndi
húsbónda sínum, og vakti hann okkur upp, blessuð
skepnan. Það varð föður mínum til lífs. Nú er
sagan búin, börnin mín góð! Skjóni varð síðan
allra hesta elztur, og var jafnan hið mesta uppá-
liald allra heimilismanna, s''ðan hann bjargaði lífi
húsbónda síns. Frá því að þetta kom fyrir, hefi
eg jafnan haft hugföst þessi orð: Guð er kærleik-
urinn. Það er víst, að hann elskar okkur öll, bæði
menn og skepnur, og launur hvert kærleiksverk,
hvort sem það er sýnt mönnum eða skepnum.
Þetta eigið þið líka að læra og muna, það er gæfu-
og blessunarvegur. ” — Þá þagnaði gamla konan,
því — í sama bili kom ljósið.
Ólafur ólafsson.
—Dýravinurinn.
SKRÍTLUR.
Allar bjargir bannaðar.
Það var á fjölförnu stræti. Yfirforingi hafði
tekið ungan mann fastan fyrir flæking. Pilturinn
sagðist vera lieimkominn hermaður og vera búinn
að leita árangurslaust að atvinnu.
“Ekkert tækifæri fyrir okkur,” mælti liann
og hristi höfuðið vonleysislega. “ÖIl atvinna í
höndum heimafólksins, s’'ðan við fórum “yfir”.
Lítið þá bara á þetta!” bætti hann við og stundi.
“Þetta” voru tvær ungar og fallegar stúlkur, sem
kystust innilega fá skref frálþeim. Yfirforinginn
ræskti sig, lagaði gleraugun, krepti hnefann svo
hvítar neglur gengu í holdinu: “Hvað um það,”
mælti hann stuttlega. “Hvað um það, herra,”
stundi pilturinn með örvæntingu. “Sjáið þér ekki
herra, að þetta er ennþá eitt dæmi þess að kven-
fólkið er að svifta okkur atvinnu, með því að gera
karlmannaverkin sjálfar.”
Sönn ást.
Sag eftir Moody.
Dag nokkurn, er eg var í Brooklyn, sá eg ungan
mann þar á strætunum, sem vantaði báða hand-
leggina. Eg var þar á gangi með vini mínum, er
þekti hann og sagði mér sögu hans:
Um þær rnundir, fcem borgarastyrjöldin hófst,
áleit maður þessi það skyldu sína að bjóða sig
fram til herþjónustu. Hann hafði þá fastnað sér
unga stúlku, og fóru oft bréf á milli þeirra, meðan
hann var í herþjónustunni. Eftir einn bardagann
fékk hún þó ekkert bréf frá honum, eins og hún
átti von á, og leið svo nokkur tími, að hún frétti
ekkert af honum. Loksins fékk hún þó bréf með
annars manns hendi. Með skjálfandi höndum
opnaði hún bréfið og stóðu þar meðal annars þessi
orð:
“Vér höfum háð hinn harðasta bardaga, og
varð eg þar svo illa leikinn, að eg sé engan veg til
þess að eg geti staðið straum af þér. Eg hefi feng-
ið vin minn til að skrifa þér þetta. Eg elska þig
meira en nokkru sinni áður, en eg leysi þig frá
heitorði þínu. Eg vil ekki biðja þig að binda
trygð við mig, eins fatlaður sem eg er.”
Ekkert svar var sent upp á bréf þetta. En
hin unga, stúlka tók sér far með næstu járnbraut-
arlest. Hún liraðaði ferð sinni inn í sjúkrahúsið,
og fékk þar að vita raðartölurnar á stofu þeirri,
sem ásthugi hennar var í. Gekk hún svo eftir gangi
þeim, sem greinir stofur hinna særðu manna, til
að finna rétta raðartölu. Og er hún fann hann
flýtti hún sér inn til hans, lagði faðminn að hálsi
honum og sagði: “Eg sleppi ekki hendinni af þér.
Eg ætla sjálf að annast þig. ’ ’
Slíka elsku gat hann ekki af sér staðið. —
Þau giftust og hjónaband þeirra varð hið farsæl-
asta.
A sama hátt stendur öllum mönnum guðs kær-
leiki til boða. Hann hefir lofað að ala önn fyrir
oss ef vér aðeins viljum aðhyllast hans kærleika,
“því svo elskaði guð heiminn, að hann gaf sinn
eingetinn son, til þess að hver sem á hnn trúir
ekki glatist, heldur hafi eilft líf.”
VETUR OG VOR.
Á fjallatindum fríðum
fönnin hvita skín,
gróður í grænum hlíðum,
glitrar snjór þar dvín,,
•þar hjá lindum lifna blóm,
og í runnum fugla fjöld
fögrum kveður hljóm.
Vetur efra eg eygi,
en hið neðra eg sé
mey sem höfuð hneigi
hýr í föður kné,
hallast vorið vetri nær
karls við freðið klakaskegg
kærust dóttir hlær. Strg. Thorst.