Lögberg - 13.11.1919, Side 1

Lögberg - 13.11.1919, Side 1
SPEIRS-PARNELL BAKING CO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta verð sem verið getur. REYNIÐ ÞAÐ! TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG Það er til myndasmiður í borginni W. W. ROBSON 490 Main St. - Garry 1320 32 ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 13. NÓVEMBER 1919 NUMER 46 Helztu Viðburðir Síðustu Viku Canada. Heilbrigðisráð Manitoba fylkis befir gefið út áskorun til Winni- pegbúa, og fylkisbúa í heild sinni, um að láta bólusetjast tafarlaust. Ástæðan fyrir þessari áskorun er sú, að þessi voðalega veiki, bólu- veikin, hefir brotist út í Toronto, Ont., og hefir að minsta kosti einn maður, sem þaðan kom til Winni- peg? veikst hér. Og til þess að sporna við því, að veikin breiðist út, þá hefir heilbrigðisdeild fylk- isstjórnarinnar tekið það eina ráð, sem til er, að skora á fólk að láta bólusetast og geta allir feng- jð það gert með því að gefa sig fram á ráðhúsinu hér í Winnipeg, þar sem stjórnin hefir gjört ráð- stafanir til þess að menn fái það gjört ókeypis; hið sama hefir hún og gjört við alla heilbrigðis um- sjónarmenn fylkisins. — íslend- ingar, athugið þetta; dragið ekki að láta bólusetja ýður. Félag hafa vinnukonur í Tor- onto, Ont., myndað, og hafa birt stefnukrá sína að því er kaup- gjald snertir, og er hún sem fylg- ir: Vinnukona, sem herbergi hef- ir í húsi því sem hún vinnur í, má vinna lægst fyrir $12 um vik- una og á hún þá að vinna átta kl.- stundir á dag í sex daga. Vinnu- kona, sem er í vist og býr ann- ars staðar, á að hafa $15 um vik- una og sama vinnutíma, og skal kaupið borgað vikulega. — Ef að svo stendur á, að húsbændurnir þurfa að láta vinnukonur vinna yfirtíma, það er lengur en átta kl.- stundir á dag, skal borga þeim 50e á tímann.— petta sem hér er sagt, á við vinnukonur, sem ráðnar eru í lengri tíma, en fyrir daglauna- vinnu skal borga $8.00 á dag fyr- ir átta tíma og 57 cent um tímann fyrir yfirvinnu. Afturhaldsflokkurinn í Mani- toba hefir haldið flokksþing sitt undanfarandi daga í Royal Alex- andra Hotel hér í borginni. Hef- ir það verið fjölment, 125 erinds- rekar úr öllum kjördæmum fylk- isins. pingið hefir farið friðsam- lega fram. En sökum tímaskorts sögðust leiðtogarnir ekki geta at- hugað hinar ýmsu tillögur, sem fram komu í sambandi við stefnu- skrá flokksins, nógu vandlega. Aðhyltist þingið að vísa þeim til nefndar, sem athugaði þær og legðu fyrir annað þing, sem hald- ið yrði. pó var ýmislegt gert á þinginu, sem í frásögur er fær- andi, t. d. það, að flökkurinn kaus sér nýjan leiðtoga, R. G. Willis; bónda frá Boissevain, og það, að Sir Robert Borden, sem verið hef- ir heiðursforseti í þeim félags- skap hér í fylkinu síðan hann varð stjórnarformaður Canada, var kastað út, en í hans stað sett- ur Winnipeg afturhalds berserk- ur, sem W. J. Bulman heitir. í miðstjórn flokksins voru þessir kosnir: Forseti: W. J. Tupper, varafors.: Major Fawcett frá Portage la Prairie og Mrs. James Munroe frá Winnipeg. Verzlunar umboðsmenn Canada í Lundúnum eru nýbúnir að gjöra samning við stjórnina á ítalíu um að selja henni 100,000 tohn af hveiti og á það að afhendast á næstu þremur mánuðum. Nýtt pappírsgjörðar verkstæði á að byggjast í Port Arthur, Ont., og á að kosta $5,000,000. Verk- stæði þetta á að standa norðarlega í bænum og á að taka yfir 100 ekr- ur af landi, þegar það er fullgert. 'Tætingavélar eiga að geta tætt eða táið 30,000 tonn á ári, sulphide vélarnar 75,000 tonn og vélarnar, sem búa til blaða pappír, eiga að framleiða 35,000 tonn. Tveir Bandaríkjamenn eru á bak við þessa iðnaðarstofnun og einn Can- adamaður. Maður einn, sem verið hefir við dýraveiðar norður í Yukon hérað- inu, kom með grávöru sína til New York fyrir skömmu; á meðal ann- ars hafði hann mefðferðis 8,000 vatnsrottuskinn, og seldi þau fyr- ir rúmlega $19,000, og gerir það $2.40 fyrir hvert skinn. Fyrir tíu árum síðan voru vatnsrottuskinn seld á frá 4 til 10 cent hvert. All merkilega uppfundningu hafa menn tveir í Cape Breton gert. pað er bátur eða skip, sem hægt er að sigla án þess að það snerti vatn eða sjó (fiydroplane Boat). Bátur þessi hefir verið reyndur og hefir reynst vel — far- ið 71 mílu vegar á klukkustund. pegar hann fer með fullri ferð, er kjölur eða botn skipsins þrjú fet upp úr sjónum. En niðri í sjón- um eru spaðar úr járni, sem eru þunnnir í þá röndina, sem fram snýr og eru kallaðir hnífar. peir halda skipinu uppi, þegar það er komið á fulla ferð. Látinn er Oharles Julius Mickle dómari, merkur maður og vel þektur. Hann var fylkisritari Manitoba í stjórnartíð Greenway. Varð það árið 1896 og hélt þeirri stöðu þar til árið 1900. Og þegar Greenway stjórnin féll, gjörðist hann leiðtogi frjálslynda flokks- ins á þingi. Hann var fyrst kos- inn til þings í Manitoba 1888 Og vann stöðugt sigur á meðan hann sótti um þingmensku eftir það. En árið 1908 sagði hann af sér þingmensku og var skipaður í dómara embætti. — Hon. C. J. Mickle var fæddur í Stratford í Ontario 22. júlí 1842, en fluttist til Manitoba 1882. Heimili hans var í Minnedosa, Man. Bretland Barn fæddist í Hamimersmith, London, sem vigtaði eitt og hálft pund. pað var níu þumlunga á lengd en var vel frískt og dafn- aði brátt. Útgjöld brezku stjórnarinnar frá fyrsta apríl og til 30. septem- ber, voru £4,225,000 á dag; en frá fyrsta október til þess fimtánda voru þau £3,765,000 á dag. Fjármálaþing hefir staðið yfir I Lundúnum undanfarandi. ping þetta hafa sótt erindrekar frá pýzkalandi og Austurríki. Á því mættu þeir Karl Kauteky, Franz Oppenheimer prófessor í Bren- tano, Dr. Guttman, Dr. Karl Schle- singer, Freiderich Hiritz og Dr. Moritz Bonn frá pýzkalandi og Austurríki. Aðal verkefni þessa þings er að reyna að koma lagi á peningamálin og varna þ ess að fólk þurfi að líða sökum vista- skorts. Forseti þingsins er Par- moor lávarður. \ Paul Kruger, sem var forseti í Transvaal, sendi fé mikið með skipi, sem Dorothea hét. Skipið fórst við strendur Afíríku með meira en þriggja miljón dollara virði af gulli, sem gamli maður- inn átti. Félag var þá myndað á Bretlandi til þess að ná því gulli og öðru fémætu, sem með skipinu fórst, en mishepnaðist. Nú hefir það félag tekið sig aftur til og heldur að það geti með þeim tækj- um sem nú eru, framkvæmt þetta. —Auk þessa skips hafa eftirfylgj- andi skip sokkið þar syðra: The Grosvenor, með fram Pandolands ströndum, með $8,750,000 virði af gulli og öðru fémætu. Araston, í Maccus firðinum, með $4,000,000. Við Birkshead grynningarnar sökk skip með $3,00,000 innan- borðs. Skipið Atlas við austur- strönd Afríku með $3,300,000. Enn eitt skip við Thunderbolt Reefs með $2,700,000 af gulli og gim- steinum; og svo skipið Abercrom- bie með $900,000 og Morstei með $700,000. Menn sjá því, að það er ekki til lítils að vinna. Læknir einn á Bretlandi, sem var í flugliði Breta, hefir komið fram með þá tillögu, að nota loft- för til lækninga fyrir tæringar- veika menn. Segir hann, að sjúk- lingarnir gæti þá verið, jafnvel viku, 5,000 fet uppi í loftinu, og helzt þar sem loftið er eins hreint og þar sem það er hreinast í hin- um nafnkunnu fjalla heilsuhælum þar sem auðmenn einir geti notið þess. Frumvarp til laga er borið fram í brezka þinginu um að veita öllu fólki á Bretlandi, sem orðið er 70 ára að aldri, lífeyrir, sem nemur 10 shillings á viku, án tillits til efnalegra ástæða þeirra, sem í hlut eiga, og er gjört ráð fyrir, að það muni taka £41,000,000 á ári að fullnægja þeim lög^um. Bretar höfðu áður slík lög, sem skipuðu fyrir um lífeyri handa öldruðu fólki. En í þeim var tek- ið fram, að engum, sem hefði ár- legar inntektir sem færu fram úr £31 106, skyldi veittur styrkur og ekki heldur letingjum eða þeim, sem styrktir eru af almennu fé eða hafa í fangelsi verið. Kn ef hið nýja frumvarp verður að lögum, þá verða þessar undantekningar numdar burtu og öllum, sem náð hafa 70 ára aldri, greiddur lífeyri. Bretar greiddu árin 1916—17 í líf- eyrir til aldraðs fólk á Bretlandi £12,000,000, en árin 1917—18 var sú upphæð £18,000,000. Verkamanna blaðið Daily Her- ald flytur þær fréttir, að Soviet- stjórnin á Rúisslandi hafi sent sambandsþjóðunum tilboð um að semja frið og á það boð að hafa komið til Lundúna með Lieut.-Col. Lestvany Malone, einum af þing- mönnum í brezka þinginu, sem er nýkominn frá Rússlandi. Aðal- skilyrði þessa friðartilboðs eru: Fyrst, að friðarþing sé sett í ein- hverju hlutlausu landi, eftir að um vopnahlé hefir verið samið. Annað, að viðskifta samband verði aftur frjálst við samiband^þjóð- irnar og allar þjóðir. priðja, að Soviet stjórnin á Rússlandi hefði rétt til þess að senda umboðsmenn sína til allra landa. Fjórða, upp- gjöf saka í sambandi við alla rússneska hermenn og pólitiska fanga. Fimta, að sambandsmenn heimti heim allan sinn her úr Rússlandi og hætti að veita Rúss- um lið. Sjötta, að Soviet stjórnin lofast til þess að viðurkenna skuldir þær, sem útlendar þjóðir áttu hjá Rússum undir stjórn keisarans. Verzlun Breta jókst í október sem hér segir: Á innfluttum vörum um $194,280,000, og á út- fluttum vörum um $181,205,000. Bandaríkin Sykurskortur all tilfinnanlegur á sér stað i Bandarikjunum og er talar um að úthluta sykri eftir syk- urseðlum eins og átti sér stað á stríðstímuum. Enn fremur hefir verið ákveðið að heildsalar megi ekki selja sykur dýrara en tíu cent pundið. Gimsteinum, sem voru$150,000 virði var stolið frá konu einni í New York fyrir nokkrum dögum og var lögreglunni fengið málið í hendur til rannsóknar. Verkfallinu lokið. Eftir að leiðtogar verka- manna í B.ríkjunum höfðu vandlega athugað aðstöðu manna þeirra, sem vinna í linkolanámum þar syðra og verkfall gjörðu 1. nóvember, lýsti bráðabirgða formaður þeirra yfir því kl. 4.10 f. h. á þriðjudaginn, að verkamenn og leiðtogar þeirra gætu með engu móti barist gegn stjórn síns eigin lands, og að verk- fallinu, sem að hafið var af námamönnum 1. nóvember, væri því lokið. Sagt er, að hinar nauðsynlegustu fæðutegundir hafi fallið í verði í Bandaríkjunum nm tvo af hundr. í september, en samt eru þær 88 af hundraði hærri heldur en þær voru árið 1913. Gyðinga drengur einn í Balti- more var, eins og drengjum er títt, að hlaupa á eftir vagni, sem ekið var um götur borgarinnar, til þess að ná sér í keyrslu, en misti haldi á vagninum, féll niður á götuna og meiddist mikið á andliti, sérstak- lega á nefi. Strákur tekur sig til og fer inn á hermanna spitala, sem þar er skamt frá, gerir boð fyrir yfirlæknirinn og ávarpar hann á þessa leið: “Herra læknir! Eg er Gyðingur og eg er stoltur af þjóð- erni mínu. Eg hefi orðið fyrir skakkafalli, seoa gjörir það að verk- um, að nefnið á mér líkist mjög nefinu á írsku drengjunum, sem búa í nágrenninu við mig. Eg heyrði söguna um hvað þeir gera fyrir hermennina í Fort McHenry. Getur þú ekki gjört mig heilan á sama hátt?” — Læknirinn virti drenginn fyrir sér, tók hann svo og lagfærði nefið á honum svo hann ber hin sönnu einkenni þjóðar sinnar. Maður að nafni W. B. Van Vallin, prófessor frá Pennsylvania háskól- anum? hefir tvö síðastliðin ár ver- ið á rannsóknarférð norður í Al- aska á svæð því, sem kallað er Barrow-land. En svo heitir land- spilda ein norður við íshaf í Al- aska, nefnd svo eftir Sir John Bar- row, landkönnunarmanni enskum. Hefir prófessorinn verið að safna fornleifum frá steinaldar tímabili Eskimóa. og hefir grafið upp Eski- móaþorp eitt gamalt og fann þar tuttugu lík af fólki því, sem í því þarpi hefr lifað. pau voru öll írosin og ósködduð. Félag eitt er myndað í Centoria í Suður Dakota, sem kallar sig ‘Old Clothes Club’ (gamalla fata félag). Aðal markmið þess er, að slíta vel út fötum sínum og þannig lækka verð á fatnaði. Heiðursmerki fé- lagsins er bót, sem verður að vera þar á fötum manns, sem alli'r geta séð hana. Betra samt, að bæturn- ar séu tvær. Vongóð brúður er Mrs. Elmer Crawford, 68 ára gömul, í Okla- homa, sem sagði við kunningja- konu sína á sjálfan giftingardag sinn: ‘Eg sá um hina þrjá menn mína þar til þeir dóu, eg ætla mér að gera það sama við þennan.” — Crawford er 75 ára gamall. Maður einn í Texas sagði, þegar hermennirnir frá Waller County lögðu á stað til Frakklands í stríð- ið: “Eg skal gefa einn dollar fyrir pundið í þeim pjóðverja, sem þið handsamið fyrst, drengir.” Svo leið og beið, stríðið hætti og Waller County drengirnir komu heim aft- ur. En svo fær þessi maður, sem fénu lofaði, reikning frá einum af hermönnunum, þeim er af Wal- ler County piltunum varð fyrstur til þess að taka pjóðverja til fanga, að upphæð $176. pað var þyngd pjóðverjans. Hinn varð að borga. John L. Lewis, bráðabirgða for- seti hinna sameinuðu námafélaga í Bandaríkjunum^ sem eru um 4,000 að tölu, hefir boðið öllum mönnum, sem í þeim félögum eru og vinna að linkolagrefti, að hefja verkfall 1. nóvember. Bandaríkin hafa gjört kröfu til þess að fá átta af fólks- og vöru- flutningaskipum þeim, sem pjóð- verjar áttu en sem föst voru sett á höfnum Baftdarík,’arma meðan á stríðinu stóð. Fimm af þessum átta hafa þau nú fengið og hafa þau verið afhent nefnd þeirri, sem lítur eftir vöru- og fólks-flutningum Bandaríkjanna (The Shipping Board). Samþykt hefir verið af þingi Bandaríkjanna að framlengja rétt stjórnarinnar í Washington til þess að ráða yfir og úthluta vegabréfum til útlendinga, sem um Bandaríkin þurfa að ferðast á sama hátt og gert var á meðan stríðið stóð yfir, um eins árs skeið eftir að friðar- samningarnir verða undirskrif- aðir. Fjórar breytingar, sem sumir í nefnd þeirri sem fjallar um utan- ríkismál í efri málstofu Banda- rkjanna vildu gjöra við friðar- samningana, hafa nú allar verið feldar og þykir sennilegt, að samn- ingarnir muni verða samþyktir í efri málstofunni án breytinga. En ?að er talið jafn sennilegt, að öld- ungaráðið muni áskilja sér ákvæð- isrétt í sumum málum alþjóðasam- bandsins, að því leyti sem þau snerta Bandaríkin. Frumvarp til 'laga liggur fyrir öldungadeild Bandarkjanna þpss efnis, að banna verkfall á járn- brautum innan ríkjanna. Count V. Macchi Di Cellera, sem verið hefir sendiherra ítala í Bríkj- unum síðan 1916, lézt í Washing- ton í fyrri viku. Alþjóða verzlunarfél. stendur til að verði bráðlega myndað. Erinds- rekar frá mörgum löndum ætla að hafa fund með sér í Atlantic City til þess að tala um samvinu og sam- tök í verzlunarheiminum. Sagt er að svipað fyrirkomulag og alþjóða- sambandið á að byggjast á, eigi að verða ráðandi í þessu nýja alheims verzlunarfélagi. Tala erindsreka þjóðanna í þessu nýja verzlunar sambandi eiga að vera jafn margir frá hverri þjóð og í alþjóða sam- bandinu. Dáinn er að heitnili sínu í Oak Ridge? New Jersey, Alfred T. Ring- ling, aðal maðurinn í hinu nafn- unna sýningarfélagi sem þekt er undir nafninu Ringling Bros. Um fimm hundruð manna, sem vinna við kjötverzlanir manns eins í Brooklyn, er Adolph Gobel heitir, hafa gert verkfall og á með- al annars, sem þeir krefjast, er að þeim, sem keyra vörur frá sölubúð- um og heim til kaupenda, sé borg- að frá $102 til $245 um vikuna. Mr. Gobel hefir lokað sölubúðum sínum um tíma. Frá öðrum löndum. Mál hefir verið höfðað á móti undirforingja einum, Sadoul að nafni, sem sendur var til Rúss- lands en gekk í lið með Bolshe- viki mönnum þegar þangað kom. Prestar þeir á meðal Czecho- Slova, sem bannfærðir hafa verið fyrir það að gifta sig, hafa sent bænarskrá til páfans um að hann leyfi prestum að giftast í nýja Czecho-Slavia lýðveldinu. Stjórnin í Chili hefir ákveðið að taka boði frá stjórninni á Bret- landi um að setja þar á stofn flugvéla verkstæði. pess hefir verið farið á leið við forsætisráðh. Frakka, Clemenc- eau; af kjósendum í Strassbourg- kjördæminu í Alsace, að hann gerðist þingmaður þeirra. Sá er þingmaður var fyrir það kjör- dæmi árið 1871, hét Leon Gam- betta. Flugmaðurinn franski, Etienne Poulet, sem ætlaði að fljúga frá Paris til Ástralíu, lenti í ofviðri miklu yfir Adriahafinu, svo að hann varð nauðbeygður að lenda í Valona í Albaniu. Stríðið á milli Prússa og Frakka 1871, kostaði pjóðverja $20,000,- 000 á dag og þótti mikið. Stríðið, sem er nýafstaðið, kostaði pjóð- verja $300,000,000 á dag. Crt af verkföllum þeim, sem átt hafa sér stað í Kaupmannahöfn, bæði við almenna vinnu og eink- um þó í sambandi við verkfall það, er upp- og útskipunarmenn gerðu, lögðu vinstri menn fram spurningu fyrir forsætisráðherra Zahle í danska þinginu, og vildu fá að vita hvaða ráð stjórnin hefði hugsað sér að taka til þess að vernda iðnað landsins en þó eink- um verlunarsambönd. Ráðherr- ann svaraði, að samninga tilraun- ir þær, sem hann og fjármálaráð- herrann hefðu verið að gera við umboðsmenn verkfallsimanna og verkamanna félaga hefðu algjör- lega mishepnast, en tók þing- mönnum samt vara fyrir að leggja of mikla áherzlu á ástandið, þó að hann vildi ekki draga of mjög úr hættunni, sem af verkföllunum stafaði og lysti þvi yfir um leið, að hann áliti að korn til brauð- gerðar í borginni væri nægilegt; sagði, að það sem 15 stórar flutn- inga bifreiðar gætu flutt nægði borginni á dag, en að 34 slíkar flutnings vagnar væru nú ný- komnir í bæinn og að samning væri búið að gera við ráðsmenn stjórnarjárnbrautana <að sjá um að korn til brauðgerðar skorti ekki og gat þess að síðustu, að herlið- ið yrði ekki kallað út fyr en í síð- ustu lög. Verzlun Kína við önnur lönd er stöðugt að vaxia. Hún nam þó mestu árið 1918, en þá var hún $1,241,645,908, og er það $204,- 813,181 meira en þegar hún var hæst næst áður. Bændur og búalýður í Búlgaríu hefir krafist þess, að fyrverandi konungur þeirra, Ferdinand, sé dreginn fyrir lög og dóm. Áttatíu þúsund menn, sem að húsabyggingum vinna í Lillies á Frakklandi, hafa gjört verkfall. Bæjarstjórnin í Stokkhólmi í Svíþjóð hefir sett til síðu tvær miljónir króna til þess að reyna að bæta úr húseklu sem þar er í borginni. Svartidauði geysar ægilegur í Formosa í norðausturpartinum af Argentínu. Blað eitt, sem heitir Weekly Journal og gefið er út i New Am- sterdam, skrifaði all skrinorða grein um að sjálfsagt væri að láta fyrverandi pýkalandskeisara lauisan til þess að hægra væri að rannsaka mál hans, og að hann tæki út maklega hegningu. En fyrir þetta hafa öll blöðin í Hol- landi rifið þetta blað miskunnar- laust í sig. Nefnd sú sem um utanríkismálin fjallar á þingi pjóðverja hefir neitað að verða við þeim tilmælum sambandsþjóðanna, að setja útflut- ningsbann á allar vörur til Rúss- lands. Bela Kun sá er einvaldur var um tíma í Soviet stjórninni á Ung- verjalandi, er sagt að hafi sloppið úr gæsluvarðhaldi í Vínarborg og kvað nú vera kominn til Italíu, þar sem að hann æsir lýðinn til upp- reisna á móti lögum og stjórn. Jötuninn H.C. of L. Vér þekkjum af sögnum að fyrri um frón, ferlegir jötnar og trölL æddu sem grimmúðug, gapandi ljón, svo geig hafði mannþjóðin öll. 1 drekaham ægum um firnindi og fjöll þau flugu og úthöfin breið; svo unnu þau lýðum og löndunum spjöll og leyfðu þau böli og neyð. Oss þótti’ ekki líklegt vor þjóðframa öld þyrfti við tröllin að fást. Það fór nú samt svo. Því við fortíðar gjöld framtíð og nútíðin kljást. Og jötnanna kyn er ei útdáið enn; nú einn vinnur heiminum spell. Þið kannist víst öll við liann, konur og menn, við köllum hann H. C. of L. Einn fornaldar jötun með járnkylfu sló og jafnan sleit limu frá bol; í heiftbræði mannkind úr hálsliðum dró, eða höfúðin muldi sem kol. En þessi, hinn nýi, fer öðruvísi’ að, hann iðkar ei skyndibrögð nein; því honum er full-ljóst að hungrið sé það, sem hið harðasta vinni oss mein. Og þess vegna hefir hann hramminn út glent og honum á forða vorn sló. En ekki er skræfum né huglausum hent það honum að draga úr kló. En er það þá furða, að gremjan oss grær, þegar göngum vér svangir frá verð; en jötuninn ögrandi, háðslega hlær og handleikur vistanna mergð? Til höfuðs að setja’ honum höfum við reynt þau hraustmeni’ er eigum vér bezt. Við blak þeirra honum ei meir verður meint, en er mýfluga’ á búk honum sezt. Og margur, sem allar þær aðfarir sér, því efa í huga sér fann, að sá Davíð sé fæddur. sem ætlað það er að afhöfða Golíat þann. B.Þ. Bæn. Eftir Axel Th. Eg ákalla þig, sem átt ómælda ást og aldrei í neyðinni er f jær. .Á æskunnar dögum þú sorg mína sást og seiddir mig himninum nær. Eg nýt þín svo nú, í náð gef mér trú. Gef mér styrk til að starfa svo stutt hverja þarfa geti’ eg hugsjón, sem heimlandi mínu verði hamingja í verkinu þínu. (Troy, 21. okt. 1919). Or vinarbréfi. Stökur eftir A. Th. Vinur! Stundum eru stirð stefin mín á haustin, einkum þegar komin er kyrð um klökug fjörunaustin. Vinur! Hvar sem einn eg er út um heim að sveima, alt af einhver Skollasker skal mig dreyma heima. Við mig liuliðs bindur band blá-hár fjalla tindur, er fer eg þar um fjörusand, er feykir haustins vindur. Það er eitthvað eðli í mér, að eigra bygðum fjarri, og stundum út við “Skolla”-sker skellur liurðin nærri. En einkanlega eins og nú eirðarlaus í gegnum vildi’ eg eiga bæ og bú bláum undir veggnum. Þegar lífsins napurt negg nætur rónni eyðir, Snæfells hvíta og víða vegg vísan til mín seiðir. Islands hérna ungur sveinn eigrar í mengi tíðum, en betra’ væri að arka einn undir Lönguhlíðum. Hugann taki tilhlökkun tekin—á leið til “Víkur” og ánægður þá Axel mun, ef einhversstaðar rýkur. Troy, 21.-10.-’19.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.