Lögberg - 13.11.1919, Page 3

Lögberg - 13.11.1919, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. NÓVEMBER 1919. Bla. » Vane «g Nlna EFTIE Charles Garvice Hún stóð með spentar greipar en tilbúin að leggja handlegg sinn um háls hans; hún stóð upprétt og kyrlát, en jafnframt tilbúin að kasta sér í faðm hans. Og hann rétti líka handleggi aína gegn henni og gekk einu skrefi nær henni, eins og hann ætlaði að taka hana í faðm sinn. En, eins og honum hefði dottið eitthvað í hug, narrt hann staðar og lét handleggina síga niður. I stað hinna ástríku, blíðu orða, sem hefðu bundið hana við hann alla æfina. stamaði hann nokkrar hásar setningar, sem gerðu hana ís- kalda, hana, sem þráði hann og elskaði svo innilega. “Mér----mér þykir vænt um að þér eruð liér; mig langaði til að sjá yður — tala við yður. ’ ’ 25. KAPITULI. Nána þrýsti höndunum saman og horfði vonarfull og óþolinmóð á hann; og við þetta augnatillit lá við að hann misti stillingu sína; löngunin eftir að þrýsta henni í faðm sinn, hafði' næstum sigrað hann. En hann hugsaði um Sutcombe, þann mann, sem elskaði hana, — þann mann, sem hún óefað elskaði, — og svo gat hann loks talað aftur. En rödd hans ómaði hörð og köld í hans eigin eyrum, — hvað þá heldur hennar. “Þetta er undarlegur samfundur,” sagði hann. “Maðurinn, sem kom með yður, er ný- farínn frá mér------” Hýn leit órólega á öxl hans; en það augna- tillit misskildi Vane. “Þetta var óhappa tilviljun,” sagði hann. “Mjög lítilsvert. Sutcombe lávarður er ekki særðttr.” Kinnar hennar roðnuðu og hún andvarp- aði rólega — vegna Sutcombes, hugsaði Vane beiskjulega. “Hann sagði mér af hvaða ástæðu hann hefði komið hingað. Mér þykir vænt um það, og vænt um að hann fær gullið. Það er vðar eign, og þér getið gert við það hvað sem þér viljið; en það hefir litla þýðingu. Það sem mig varðar mestu er, að þér eruð lifandi. Eg hefi leitað að yður------” Hann þagnaði af því að hann fann að hann gat ekki ráðið við sig leng- nr, ef hann færi að hugsa um liðna tímann og þá daga, sem voru um garð gengnir siíðan þau skildu. — “Viljið þér segja mér, hvernig yður varð bjargað? Og hvernig yður hefir liðið síð- an? Eg er, eins og eðlilegt er, dálítið forvit- inn,” bætti hann við brosandi og reyndi að dylja beiskju sína. Nína varð við bón hans og talaði næstum ó- sjálfrátt. Draumurinn og vonin, sem höfðu glatt hana, þegar hún laut niður að honum, var horfinn og skildi eftir sorglegar tilfinningar í huga hennar. Hann hlustaði horfandi til jarðar, og and- lit hans sagði ekki frá þeim tilfinningum, sem á hann réðust, þegar hann heyrði sögu hennar. IIún hafði barist við fátækt, á meðan hann stundi undir auðnum, sem ekkert gildi hafði fyrir hann án hennar. Þegar hún var búin, stóð hún kyr og beið. Hún bað ekki um neina frásögn um hans líf síðan-þau skildu. Hann tók eftir þessu og misskildi Nínu í annað sinn. “Guði sé lof, að hinir erfiðu tímar eru um- liðnir fyrir yður,” sagði hann innilega. — “Og þér eruð heilbrigðar? En — en — ekki ánægð- ar, Nína.” Hún leit til hans auðskildu augnaráði, en hann hafði aftur litið til jarðar og sá það ekki. “Máske eg skilji orsökina og geti fjarlægt hana,’” sagði hann kuldalega. “Má eg tala hreinskilnislega? Ó, hvað gagna aliir þessir útúrsnúningar? Við hugsum bæði um það, sem skeði hér á eyjunnni; þér voruð fórn voðalegra icrlaga, Nína, — forlaga, sem eg sá fyrir fram og reyndi að koma í veg fyrir. Þér verðið að sýna mér það réttlæti að viðurkenna þetta. er það ekki sanngjarnt? En eg hefi efnt það lof- orð, sem þér kröfðust af mér. Enginn veit um giftingu okkai*.” Hún sneri sér frá honurn og starði fram undan ésr. “Eg hefi líka efnt loforð mitt,” svaraði hún lágt. Hann kinkaði kolli. “Eg vissi, að þér munduð gera það,” sagði hann án þess nokkur þakklætishreimur væri í orðum hans. “Þetta var alt vesalings Fleming að kenna. En þér megið ekki ætla, að eg beri óvild til hans fyrir þessa orsök. Hann breytti eins og hann áleit réttast. Og þegar á alt er litið, hefir ekkert ilt af þessu leitt, — eg á við, að það sé mögulegt að bæta úr þessu í sérhverju tilfelli.” Hún leit snöggvast til hans og beið. “Síðan Sutcombe lávarður yfirgaf mig,” sagði hann, “hefi eg hngsað um bandið, sem tengir okkur saman, og eg er kominn að þeirri niðurstöðu, að gifting okkar sé ógild. Að minsta kosti þurfum við að gifta okkur aftur, til þess að hún sé í fullu gildi.” Hún reyndi af öllu magni að varðveita sjálfstjórn sína, og henni tókst það furöuvel. “Þér munið að vesalings Fleming sagði, að við gætum látið gifta okkur aftur", ef við kæmumst burt úr eyjunni, þegar við kæmum til efnhverrar liafnar?” Hún kinkaði kolli ofur lítið. “Hvers vegna ættuð þér að vera bundnar við mig, með v.eiku og þýðingarlausu bandi,” stundi hann upp. “Eg veit live mjög þráið að vera frjálsar — það munduð þér gera í öllum •tilfellum, — en nú-----” Hún hnyklaði brýrnar, eins og hún ætti erfitt með að skilja hann. ‘ ‘ Og eg viðurkenni að þér hafið heimild til að vera frjálsar, og að það væri alveg rangt að binda yður, án yðar eigin vilja.” Hún stóð hreyfingarlaus. Hann neýtti allra krafta sinna til hinnar síðustu fórnar og spurði hás: “Fleming gaf yður eins konar sönnun. Hafið þér hana enn þá?” Hún kinkaði kolli. “Eyðileggið hana þá,” sagði hann næstum tryllingslega. Hún leit á hann eitt augnablik, og hann hélt sig sjá undrun og ánægju í svip hennar. “Og hringinn; fáið mér hann aftur — og —og gleymið svo samkomulagi okkar,”—Hann hló ha'gt og beiskjulega. “Þá er ekkert á milli yðar og frelsis yðar, nema þessi helgisiða at- höfn. Ef þér lítið á hana sem hindrun, þá get- að þér látið ónýta hana með lögunum. Eg skal auðvitað ekki mótmæla því. Sutcombe lávarð- ur getur auðvitað hjálpað yður með þennan góður maður, og hann — þér------” Orðin sátu fost í munni hans; hann gat ekki sagt meira. Nína stóð niðurlút; augun skutu eldingum og blóðið streymdi með miklum hraða gegn um æðar hennar. Hann hafði talað eins og það væri hennar frelsi, sem hann vildi sjá um að hún gæti fengið en var það ekki hann, sem vildi fá frelsi, svo hann gæti gifzt Júdith? Á þessu augnabliki sá hún mynd hennar fyrir hugskots- sjón sinni, eins glögt og hún hafði séð hana, þegar hún hélt á henni í hendinni og hjarta hennar ólgaði af afbrýði og særðri ást. iHún gat ekki komið upp nokkru orði. Svo sneri hún sér frá honum, tók skjalið og hringinn út úr barmi sínum og rétti honum. “Hér er hvorttveggja, ” sagði hún með ó- eðlilegri ró. Vane tók við þeim og horfði á þau eitt augnablik án þess að sjá þau. Svo kveikti hann á einni eldspýtunni, er Sutcom.be hafði gefið honum, og bar hana að. einu horninu á skjalinu. En um leið var eins og eitthvað ætl- aði að kæfa hann; hann stóð á öndinni, fleygði eldspýtunni frá sér, kreisti skjalið og hringinn í hendi sinni, hljóp til Nínu og greip hana í fang sitt. Gegn um táraþokuna sá hún andlit hans, sem var mjallahvítt að undanskildum vörunum og næstum afskræmt af ástríðu. Undrandi og utan við sig reyndi hún ofur hægt að losa sig, en hann hélt henni svo fast, að hana næstum kendi til. “Nei,” hrópaði hann hás. “Eg vil ekki gera það, eg get það ekki; þú ert konan mín, heyrirðu það?* Mér stendur á sama, hvort þessi helgisiða athöfn er gild eða ekki; eg sleppi þér aldrei. Þú ert eiginkona mín. Konan mín. Skilur þú það? Þú hefir lofað að vera mín í meðlæti og mótlæti — eg neita að sleppa þér! Eg krefst þess að þú haldir loferð þitt, — þú skalt ekki heyra til neinum öðrum manni. Skil- ur þú mig?” Hún lokaði augunum — hve indælt það var að gefast upp. En hún reyndi að losa sig, þótt þrystingur handleggja hans og hin trvltu, ástríðuríku orð, kæmu blóði hennar til að renna hraðara um æðarnar. Þótt hún elskaði hann með þeirri ást, sem ætlaði að hrinda öllum hind- iuunum í burtu, þá var hún nú fullvaxin stúlka, en ekki barn — og bún mundi eftir Júdith. Svo fjarlægði hun andlit sitt frá þeim stað, þar sem það þráði að hvíla — frá brjósti hans — og náði sjálfstjórn sinni aftur. “Hvers vegna flúðir þú frá mér — hvers vegna vildir þú heldur stofna Iífi þínu í hættu, en að vera hjá mér?” spurði hann hörkulega. “Varst þú mér svo mótfallin? Varst þú svo hrædd við mig? Gast þú ekki treyst mér? En þetta hefir enga þýðingu, eg skeyti ekki um að fá að vita það. Þú ert kona mín; eg krefst þess að þú efnir loforð þitt. Eg elska þig Nína! Eg elskaði þig þá; eg hefi elskað þig allan þennan langa tíma, sem við höfum verið að skilin. Eg elska þig nú, og það veit guð, að eg vil ekki missa þig. Ekert í heiminum skal geta skilið okkúr. Svo sagði hún hægt og hikandi, því rödd ást- arinnar kallaði til hennar; “Vertu róleg, hann elskar þig —; “ Júdith!” Honum varð ofurlítið bilt við, og horfði undranddi íaugu hennar. “Júdith!” endurtók hann. “ Já” hvíslaði hún. “Eg fann mynd hennar í treyjuvasa þínum, og hún var svo aðdáanlega fögur. Eg sá hana í einni stúku á leikhúsi í Lon- don. Já, Judith.” , Hann starði undrandi og frá sér numin á hana eitt augnablik, svo hló hann. Og hlátur hans ómaði næstum því blíðari í eyrum hennar, heldur en ástríðuríku og löngunarauðgu orðin. “Júdith” Júdith Orme. Þú fanst mynd hennar? Eg hafði gleymt bæði myndinni og henni”. Nína roðnaði og stundi glaðlega. “Eg hélt einu sinni að eg elskaði hana. En mig grunaði ekki hvað ást var, fyr en eg kvn- tist þér, Nína, mín kærasta vina — mín elskaða kona”. Hann faðmaði hana að sér aftur.“ Eg var alveg búin að gleyma Júdith”. Hann hló aftur. “Hún ætlar að fara að gifta sig — já, hún er eflaust gift nú, öðrum manni. Að hugsa sér. Júdith! Og þú hélst----” Augu Nínu fyltust gleðitórum. það er gott fyrir kvennfólkið að jeiga tár,og það þó að gleðin búi í þeim. “Hvað annað gat eg haldið? En nú er hún þér einkis virði?” stamaði hún, Hann rykti höfðinu aftur á bak og hló aftur glöðum hlátri. “Eg skeyti að eins um þig, elskan mín”, sagði hann. Og, ef þú hefðir séð mig, þegar eg varð þess var, að þú hafðir siglt burtu á þess- um lélega timburflota; ef þú hefðir getað séð mig, þegar nokkuð af þessum flota rak að landi ásamt liúfunni þinni. Ó, Nína, eg var brjálaður af sorg; eg hefi stundum verið enn þá brjálaðri síðan. Allur heimurinn gat ekki huggað mig yfir missi þínum. Og altaf hélst þú að eg væri ástfangih af Júdith”. Hún þrýsti sér fastara að honum. “Fyrirgefðu mér”. tautaði hún. “En hvað annað gat eg haldið ? þú hafðir myndina hennar hjá þér — og eg vissi að þú varst þvingaður til að giftast mér----” “Eg elskaði þig áður en það skeði, og það var þín vegna að eg -kom með mótmæli gegn Flemings ákvörðun”, sagði hann alvarlegur. “Og það var þín vegna að eg bjó til flotann, af því að eg hélt að þú værir mér andstæð, og eg elskaði þig of heitt til þess, að vilja þvinga þig til að giftast mér móti vilja þínum”. “En hvað við höfum verið blind”, tautaði hún hnuggin, því blindni þeirra hafði verið þeim dýr. “Já, það viðurkenni eg. En nú eru augu okkar opnuð, elskan mín, og nú er alt gott ’ ’. “En öxlin þín — sárið? Ó, manstu, þegar þú varst að berjast við svertingjann?” tautaði hún með hryllingi. “ Já, og hve fimlega þú bazt um sárið mitt. Þú hefir þá ekki giskað á til hvers eg fann, þegar litlu, mjúku fingurnir þínir snertu við mér, elskan mín”, hann leit með blíðu í þau augu, sem nú horfðu á hann með innilegri ást. “Að liugsa sér að þú skulir hafa hlotið nafn- frægð sem rithöfundur. Og að hugsa sér að eg sá leikinn, án þess að hafa nokkurn grun um að hin indæla, lipra kona mín, hafði samið hann. Nína, þú hefir en ekki kyst mig, kvstu mig núna. Að eins til þess að eg skilji til hlítar, að þú ert af keti og blóði, en ekki ein af þeim drauma- myndum, sem svo oft hafa birst mér”. Hún lyfti upp höfðinu og kysti hann, en sagði honum ekki að hún hefði gert það áður. “Og nú, kæra vina, að því er framtíð okkar snertir-----” Hann hrökk við, þegar hann heyrði sín eigin orð. Framtíðin! Hann hafði sjálfur eyðilagt þá fjamtíð, sem henni tilheyrði; hann hafði gefið öðrum fæðingarréttindi sín, nafnbótina og auð- inn, sem hún átti heimild til sem kona hans! Þetta var brjálaðsmanns framkvæmd — en það var framkvæmt og varð ekki aftur tekið. Hún þrýsti sér að honum og hló. “Eg er alt of glöð yfir nútímanum til þess að hugsa um framtíðina”, sagði hún með hægð. “Þú hefir ekkert á móti því að giftast fátæk- um manni, sem enga stöðu hefir í heiminum ? ’ ’ stamaði hann. Hún horfði undrandi á hann. “Þú gleymir gullinu, Vane” sagði hún. Hennar “Vane” kom honum til að skjálfa. Sutcombe, sem nú var að koma til þeirra, hrökk við . Svo mundi hann eftir skjalinu og liringnum, sem liann hafði séð Nínu gráta yfir og sannleikurinn opnaðist fyrir honum, um leið og hann fann til hins óbæætanlega missi síns. Hann stóð grafkyr eitt augnablik, svo gekk hann til þeirra og rétti þeim hendi sína. “Eg — eg óska ykkur haminjgu”, sagði hann blátt áfram, og hvorki Vane eða Nína urðu þessvör, hve ervitt honum féll þetta. Hún lagði hendi sína á handlegg hans og leit á hann í gegnum tárin. “Við eigum yður að þakka gæfu okkar”, sí'gði liún hægt. Éf þér hefðuð ekki verið, þá hefði eg aldrei komið til þesarar eyju aftur”. Sutcombe klappaði hendi hennar þegjandi, svo sagði hann. “Við verðum að fara heim til systur minnar, hún er svo hrædd og kvíðandi”. “ Já, það skulum við gera”, sagði Vane. Sutcombe ætlaði að ganga á undan þeim, en Nína gekk ákveðin við hlið hans, og þannig komu þau til Vivíennu. Nína hljóp til hennar og fól andlit sitt við brjóst hennar, en Vivíenna starði yfir höfuð hennar á hávaxna manninn með alvarlega andlitið, sem nú bar rjóðar kinn- ar sökum liinnar nýfundnu gæfu. “Vivíenna — ó, Vane, eg get ekki sagt henni frá þessu.” Hún varð svo feimin. Vane gekk nær þeim. “Það get eg sagt með fáum orðum,” sagði hann alúðlega. “Þessi persóna, sem þér og bróðir yðar hafið sýnt svo mikla velvild, — guð blessi vkkur fyrir það! — er konan mín. Við vorum gift hér á eynni fyrir löngu síðan. Mitt nafn — hennar nafn er Mannering. Eg er Vane Mannering.” Hann þagnaði, all-skelkaður yfir ofmælgi sinni, og enn skelkaðri, þegar hann sá bróður og systur skiftast augnatilliti. Hann var glað- ur yfir því, að Nína sneri sér nú að eldstæðinu sem góð húsmóðir, til þess að búa til kvöldmat- inn handa þeim. “Vane Mannering?” sagði feutcombe lá- varður. “Eruð þér skyldur Lesborough ætt- inni ? Þar var einn Vane Mannering — hinn síðasti jarl, sem fórst í brunnnum í Lesborough höllinni.” Vane gaf honum aðvörunarmerki og Sut- combe þagnaði og starði unrdandi á hann. Viví- enna fór nú að hjálpa Nínu, og litlu síðar bað Nína þá hálf-feimin að neyta kvöldverðar. Þau settust að borðinu og Vane sagði Sutcombe frá skipreikanum og vígslunni. Nína sat niðurlút við hlið hans og var ýmist rjóð eða föl í andliti. Sutcombe hlustaði á hann með undrun. sem jókst enn þá meira, þegar Vane sagði alt í einu, eins og hann hefði ákveðið eitthvað með sjólf- um sér. “Þér spurðuð mig áðan, hvort eg væri skvldur Lesborough ættinni. Eg er skyldur henni. Eg er sá maður} sem haldið er að hafi farist lí eldinum.” v “Er það mögulegt — þér eruð þá lávarður Lesborough?” sagði Sutcombe. Vane tók hönd Nínu og þrýsti hana fast, um leið og hann leit huggandi og innilega í hræðslulegu augun hennar. “Já,” sagði hann alvarlegur. “Það er undarleg saga — eg skal segja ykkur liana.” R.S. ROBINSON StofDHtt 1883 Hðf.Qltóll $250.000.00 Kaupir og selur Húðir, Ull og Seneca Rót Saltaðar og frosnar nautshúðir .25—.30 Saltaðar og frosnar Kiphúðir .35—.40 Saltaðar og frosnar Kálfshúðir .45—.50 Hrossahúðir, hver ........... $5—$12 Ull, pundið .................35—.45 sendið beint Prime Seneca rætur .......... $1.35 Ul Hæzta verð fyrir kindagærur. HEAD OFFICE: 157 RUPERT ST., WINNIPEG Einnig 150-152 Pacific Ave. East i^^mmmmmmmmmmmrammmmmmmmmammmm^mmmmmmmm etiMi Swttt*. Wirt.. 8.8. A. Edia.nt.n, Alte. L. Pu. M». Kmn. i.t konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir [ að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. -----------------Limltad---------------— HENRY AVE. EAST - WINNIPEG I TTie^CamjþbeZTSfudio Nafnkunnir Ijósmyndasmiðir Scott Biock, Main Street South | Simi M. 1127 gagnvart Iðnaðarhöllinni Stœrsta og elzta Ijósmyndastofan í Winnipeg og ein af þeim stærsta og bsztu í Canada. Áreiðanleg og lipur afgreiðsla. Verð við allra hœfi. éúryéVVéVVéVí/éVfaS'VéVVéVróéVÝéVfréVVéVr/ttý'XíéVVéVrfaVfréSlýéVvéVýéV.rfoVVéVlfréS'íi'éVVé Adanac Grain Co., Ltd. 408—418 Grain Exchange WINNIPEG, - - MANITOBA Vér ábyrgjumst sanngjarna flokkun og sendum hverjum viðskiftavini hluthafamiða—Participa- .tion Certificate, og högum verzlun vorri að öllu levti samkvæmt fyrirmælum stjórnar og laga Stjórnarleyfi og ábyrgð Skrifið sem fyrst eftir upplýsingum og Sendið Oss Gvo Korn Yðar ________ _________________________L Allar tegundir af Allar tegundir af KOLUM EMPIRE COAL COMPANY Ltd. Tals. Garry 238 og 239 Kaupið Kolin Undireins Pér sparíð með því að kaupa undir eins. AMERISK HARDKOL: EGG, PEA, NUT, PEA stærðir Vandlega hreinsaðar REGAL LINKOL LUMP and STOVE stærðir Ábyrgst Hrein — Sótlaus, Loga Alla Nóttina D. D. WOOD & SONS, Ltd. TELEPHONE: GARRY 2620 Office and Yards: Cor. Ross and Arlington Sts. KAUPID BEZTA BLADID, LOGBERG.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.