Lögberg - 13.11.1919, Síða 4

Lögberg - 13.11.1919, Síða 4
Bis. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. NÓVEMBER 1919. Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Preis, Ltd.,iCor. William Ave. &. Sherbrook Str., Winnipeg, Mam. TALSIMI: GARKY 416 <>k »17 Jón J. Bíldfell, Editor J. J. Vopni, Business Manager Utaniskríh til blaðsins: THE SOLUMBI^ PRESS, Itd., Box 3172. Winnipsg. M»n- Utanáskrift rítstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipag, M»n. VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um árið. -«►27 Iðnaðarþingið í Washington. i. Eins og kunnugt er, þá var að tilhlutun Bandaríkja forsetans og stjómarinnar, iðnað- arþing kallað saman í höfuðborg landsins, Washington, fyrir skömmu síðan. Verkefni þess þings var að reyna að kom- ast að varanlegu samkomulagi á milli verka- manna og vinnuveitenda. Á þingi þessu voru svaramenn verka- manna, vinnuveitenda og þjóðarinnar sem heild, og það virðist sem slíkt þing hefði átt að geta gert mikið gott. En í staðinn fyrir að gjöra það, þá virðist að það hafi stofnað þjóð- inni í meiri vranda heldur en að hún var í. þegar henni barst sú sorgarfrétt, að Lusitaniu hefði verið sökt. Því að þetta þing hefir sýnt oss, að verka- menn og vinnuveitendur eru þess albúnir að láta skríða til skarar með sér, ef þeir með því geti komið ár sinni betur fyrir borð eða skarað eld að sinni köku, sem sérstakar iðnaðargreinar í landinu. Og nú er svo Iangt gengið af bræðrum vorum þar syðra í þessa átt, að til beinna vand- ræða horfir. Þing þetta klofnar. Talsmenn verkamanna ganga af þingi og þá höfðu hinir náttúrlega ekkert annað að gera en taka saman dót sitt og fara heim til sín. Svo þó að þing þetta gæti ekki komið neinu af því, sem það átti að gjöra, til leiðar, þá samt varð það óbeinlínis til þess að lýsa yfir því, að samkomulag á milli þessara flokka sé ekki væntanlegt. Það sem varð til að sundra þessu þingi, var krafa verkamanna um rétt til sameigin- legra samninga við verkveitendur, og rétt til þess að velja málsvara sína sjálfir án tillits til þess, hvort þeir væru innan verkamanna félag- anna eða ekki. Þessari kröfu fylgdu verkamenn að sjálf- sögðu sjálfir og flestir þjóðar umboðsmennirn- ir voru henni hlyntir, en samt var hún feld með einu atkvæði, og þá gengu svaramenn verka- mailna af þinginu, og má nú búast við nýrri sókn frá þeirra hendi í þessu máli. Vér getum ekki betur séð, en að framkoma vinnuveitenda hafi verið bæði ósk)Tisamleg og ódrengileg í þessu sambandi. Vér getum ekki betur séð, en að það sé hin mesta ósanngirni af vinnuveitendum, að krefj- ast þess að þeir menn eða þær konur, sem semja eiga um hag meðlima þess eða hins verka- manna félagsins, þurfi sjálf að heyra slíkum félögum til. Fyrst og fremst fylgja vinnuveitendurnir sjálfir ekki þessari reglu, því þeir hafa tíðum málsvara, sem ekkert eru við iðnaðarstofnanir þeirra riðnir, að öðru leyti en því, að þeir taka laun sín fyrir að leiðbeina ráðsmönnum og eig- endum stofnananna. Og hvernig eiga svo menn og konur, sem vinna að einhverri atvinnu í einhverri verk- smiðjunni að geta staðið þeim mönnum jafn- fætis, þegar um einhver erfið samnings atriði . er að ræða? Það er með öllu ómögulegt. Eða, ef það jíynni að hittast verkafólk sem það gæti, þá er það hreinasta undantekning. f Og þótt vér undanskildum þessa ráðunauta iðnaðarfélaganna alveg, en tækjum að eins ráðsmenn þeirra, þá eru öll líkindi til þess, að þeir væru í flestum tilfellum meiri fyrir sér heldur en réttir og sléttir verkamenn og ættu því hægt með að sitja yfir hlut verkamannsins, þegar um samninga væri að ræða. Svo frá réttarins sjónarmiði er ekki gott að sjá, því að þessir ,verkveitendur vilja ekki unna verkamönnum jafnréttis við sjálfa sig að því er sameiginlega samninga snertir. En það er eitt skilyrði, sem er nauðsynlegt til þess að slíkur réttur geti verið til nokkurs gagns eða mannfélaginu til bóta, og það er, að þegar að slíkir samningar eru einu sinni gerðir, að þá séu þeir haldnir af báðum málsaðiljum. Ef að annar hver málsaðilja, sem kann að finnast, að hann hafi farið halloka í slíkri samn- ingsgerð, verður óánægður með gjörðan samn- ing og kastar honum, þá er rétturinn til samn- inga fótum troðinn og orðheldni manna og drengskapur að engu orðin. II. En það er einmitt þetta, sem verið var að gjöra á meðan Samuel Gompers og aðrir verka- manna leiðtogar ýoru að kref jast réttar til sam- eiginlegra samninga á iðnaðarþinginu. Þá voru 500,000 ve'rkamenn, eða réttara sagt leiðtogar þeirra að rjúfa gjörða samninga í höfuðstað landsins. Það voru námamennirnir, eða leið- togar þeirra, sem að verkfallið gjörðu 1. þ. m. Samningur sá, sem hér er um að ræða, var gerður við ríkisstjórnina og er í gildi þar til að stríðinu er lokið, en því er ekki loki# frá laga- legu sjónarmiði unz friðarsamningarnir hafa verið formlega samþyktir af öldungadeild þjóðþingsins. Má vel vera, að menn þeir, sem verkfall þetta hafa gjört, hafi ekki gjört það að ástæðu- lausu. Má vel vera, að þeir hafi þurft á kaup- hækkun, sem nemur 50 af hundraði, að halda. Það getur og verið sanngjarnt að færa vinnutímann niður í 6 klukkustundir á dag. Það er ekki aðal spursmálið í þessu sambandi. Aðal spursmálið er, að þeir gengu á gerða sátt, en slíkt hefir hjá vorri þjóð og öllum menningar- þjóðum verið skoðað sem hið mesta ógæfu- merki. Þá vildu menn heklur líða, en brjóta orð sín og samninga, og hlutu fyrir það drengskap- arorð að maklegleikum. Því orðheldni er und- irstaðan fyrir trausti innbyrðis á meðal ein- staklinga, þjóðfélagsins, jafnt sem út í frá á meðal annara þjóða. En það er eins og þessi dygð fari nú á dög- um þverrandi, og í stað hennar komi kröfur, sem eru knúðar fram af augnabliks tilfinning- um og bera ekki virðingu fyrir neinu nema upp- fylling sinna eigin hugsjóna á einhvern hátt. Það þarf naumast að taka það fram, að slík stefna, hvort heldur ræðir um líf einstak- linga eða þjóð, er háskaleg, og hlýtur að leiða til ógæfu fyr eða síðar. Með því sem hér að framan er sagt, eigum vér ekki að eins við verkamenn þá, sem verk- fallið gjörðu í kolanámum Bandaríkjanna, heldur alla menn, sem eru á þessum tímum að vihna orðheldni og drengskap mein með því að hvetja fólk til þess að brjóta orð sín og eiða. III. En þegar fokið virtist í öll skjól með sam- komulag á milli þessara námamanna og verk- veitenda í Bandaríkjunum, sendi Wilson forseti eftirfylgjandi beiðni til hlutaðeigenda: Fyrst, að þeir haldi áfram að reyna að kom- ast að samkomulagi. Annað, að meðan að þær sátta tilraunir hakli áfram, þá séu menn kyrrir við vinnu sína. Þriðja, að ef málsaðiljar komi sér ekki sam- an, þá sé málið lagt í gjörðardóm. Að þessari ósk gengu verkveitendurnir tafarlaust, en umboðsmenn verkamanna gengu að fyrsta atriðinu í þessari uppástungu forset- ans, en ekki að hinum tveimur. Hér horfðist því til hinna mestu vandræða með linkola námur landsins lokaðar og vetur fyrir dyrum, og þó var vetrarkuldinn máske ekki það ægilegasta í þessu sambandi, heldur lá hitt í augum uppi, að verksmiðjur og iðnaðar- stofnanir landsins yrðu að hætta vinnu innan tiltölulega fárra daga, og allur sá fjöldi, sem þar vinnur að verða iðjulaus og þá allslaus. Sökum þessarar hættu, sem yfir þjóðinni vofir. hefir Bandaríkjastjórnin krafist þess, að þetta verkfallsákvæði sé afturkallað, og hefir bannað leiðtogum verkfallsmanna að beita sér fyrir það. Enn fremur hefir sjóður sá, er verk- fallsmenn ætluðu að nota til styrktar verkfall- inu, verið fastsettur. En skýrt tekur stjórn Bandaríkjanna það fram, að hún gjöri þetta ekki til þess að skerða rétt verkamanna til þess að gera verkföll. Held- ur til þess að reyna að frelsa þjóðina frá sjáan- legum háska, sem lienni sé stofnað í með þessu verkfalli. Góður gestur, Fyrir skömmu er kominn hingað til Winni- pegborgar, ásamt fjölskyldu sinni, tónskáldið íslenzka og ágæta, hr. Sveinbjörn Sveinbjörns- son, vonandi alkominn í hinn fámenna hóp vor íslendinganna vestan við hafið. Sjálfsagt væri það ekkert annað en óþarfi, að gera nokkra tilraun til þess, að kynna Vestur-lslendingum hinn aldraða snilling, hann er þeim þegar kunn- ur, var hér sjálfur á ferð fyrir fáum árum og heimsótti flestar ef ekki allar íslenzkar nýlend- ur. Velkomnari gest gátu Vestur-íslendingar tæpast fengið, en Sveinbjörnsson. Hann er einn þeirra fáu andlegra aðals-höfðingja í ríki tón- listarinnar, sem þjóð vor hefir eignast, þótt átt hafi hún að vísu nokkra mæta menn aðra á því sviði, svo sem Pétur Guðjohnsen dómkirkju org- anista, er allra manna fyrstur ruddi brautina og bjó Hndir ræktun sönglífsakur hinnar ís- lenzku þjóðar. —i Verk Sveinbjörns Svein- björnssonar eru vígð til langlífis; þau hljóta að minsta kosti að verða jafn langlíf og íslenzkt þjóðerni, og um ódauðleik íslenzks þjóðernis hefi eg aldrei nokkru sinni efast. Eg get ekki hugsað mér íslenzkt þjóðerni í nokkru því á- sigkomulagi, að eigi hljóti að fléttast inn í það traustið á landinu, lífinu og fegurðinni, sem andar frá hverri setning í hinu óbrotna hljóm- rími tónskáldsins við lofsöng Matthíasar, “Ó, guð vors lands.” Sveinbjörn Sveinbjörnsson hefir nú sung- ið fyrir þjóð vora í meira en fjörutíu ár, éöng- urinn hefir verið honum brennandi þörf, hann hefir aldrei getað ósyngjandi verið. Eg heyrði hann núna fyrir fáum kvöldum leika á piano lagið við “Valagilsá”, kvæði Hannesar Haf- steins. — Aldrei áður hefir nokkurt íslenzkt söngverk eins gagntekið huga minn — það er líkt og heill heimur opnist, íslenzkur heimur, í islenzkri vorleysing — keðja af lifandi mynd- um, túlkuðum í æfintýraþrungnu tónsamræmi. Eg hekl, að ekki geti hjá því farið, að Vestur- Islendingar hljóti að auðgast í andlegum skiln- ingi við komu Sveinbjörns Sveinbjörnssonar. En færi svo, að hið gagnstæða yrði ofan á, sem eg vona fastlega að eigi verði, þá mun sökin vissulega ekki liggja hans megin. Ef engar tálmanir koma í veginn, mun Svein- björnsson efna til hljómleika þriðjudagskveld- ið þann 25. þ.m. í Fyrstu lút. kirkju, og gefst Islendingum hér í bænum þá gott tækifæri til þess að fagna snillingnum silfurhærða og rétta honum hendina. E. P. J. Hertogadœmið Luxemburg. Smátt og smátt eru smáríkin og partar úr ríkjum að hagnýta sérréttindi þau, sem öllum þjóðum, eða pörtum af þjóðum veitast undir 40. og 41. lið friðarsamninganna við Þjóðverja, sem er sjálfstæði—réttindi til þess að segja um það með atkvæðagreiðslu, hvört heldur þjóðir þær, sem um er að ræða, eða þjóðarbrot, vilja mynda lýðveldi og standa ein, eða þau kjósi sér í;ð vera í sambandi við aðra þjóð, og þá hver sú þjóð skuli vera. Þann 28. september fór fram ein slík at- kvæðagreiðsla í hertogadæminu Luxemburg. Það var tvent, sem þessi litla þjóð, sem er lítið eitt yfir 200,000 að tölu, þurfa að skera úr. Fyrst, hvort þeir ættu að halda áfram að lúta stórhertogainnunni Charlotte, eða ákveða að gjörast lýðveldi. Annað, að frá hagfræðilegu sjónarmiði væri nauðsynlegt fyrir þjóðina að vera í sam- bandi við einhverja þjóð, sem þeim væri styrk- ur að vera í sambandi við, og hvaða þjóð það ætti að vera. Atkvæðagreiðslunni var lokið 2. okt., og féllu atkvæði þannig, að með því að halda á-, fram að vera hertogadæmi undir stjórn her- togainnunnar, sem þar er nú, Charlotte, greiddu 66,811 manns atkvæði; með því að gjörast lýð- veldi greiddu 16,885 atkvæði; með því að standa í verzlunar- og hagfræðilegu sambandi við Frakkland greiddu 60,135 manns atkvæði, en 22,242 með því að stofna það samband við Belgíu. Svo þetta litla ríki heldur áfram að vera hertogadæmi, sjálfstætt og óháð, í umsjá hins franska ríkis, sérstaklega og aðallega að því er verzlun snertir, og er það hagur mikill fyrir Frakkland, því hertogadæmið er auðugt land og iðnaður þar mikill. svo sem járnverksmiðjur, svkur hreinsunar verksmiðjur, sútunar verk- stæði og tóvinnu verkstæði. Landblettur þessi er að eins 999 fermílur að stærð, hefir verið nokkurs konar fótbolti á með- al þjóðanna í langa tíð. Hann tilheyrði Róm- verjura, sem hluti af Belgíu (Belgica príma). Þá hefir hann tilhevrt Frökkum, Austurríkis- mönnum, Spánverjum, Þjóðverjum, og eins og menn vita var hann hluti af Niðurlöndum áður en þeim var skift upp. En sjálfstæði og vernd stórveldanna var Luxemburg veitt með Lund- úna samningnum frá 1867. Verzlunarmál Luxemborgar manna er franska, en daglega málið er þýzkublendingur, öem er allmjög frönskuskotinn, en hrein franska er töluð af þeim, sem búsettir eru nálægt landa- mærum Frakklands eða Belgíu. Minni Lundar-bygðar. Hjá Alftavatni frónskir drengir forðum sér festu lönd, þó efnin væru smá, en stál í vöðum, eld í hug og orðum þeir áttu vorrhkæru móður frá; og seint og snemma myrkur stunda milli af manndóms-þreki dagsins stríð var háð, og bygðin náði hagsæld, ment og hylli, en hörðum dráttum oft var sagan skráð. Af Grettistökum gildu frumherjanna er gróin auði þessi bjarta stund, það mörg og fögur fyrirtæki sanna, með fjör og dáð um velli, skóg og grund. Vér eigum margt og mikið þeim að gjalda< af móð og dug sem fyrst hér brutu slóð, þeir gáfu oss í grunninn seinni alda það gull og stál, sem merkir frónska þjóð. Þú, tímans herra, hrausti sveinn og meyja, í hegðan þinni lífs þíns gæfa býr, því óðum fránir frumbyggjendur deyja, sem fylgdust að með þrótt og ráðin skýr. Þig kallar skyldan helg að hefja merki og hækka það sem reisti liðin tíð, að tengja bræðrabönd í hug og verki, svo bygðin verði auðnurík og fríð. Þú, Lundar bær, sem stígur sporin stóru, af starfi þínu merkin prýða völl: hvar áður lág og lítil býli vóru, nú Ijómar sjónum fríð og vegleg höll. Vér óskum þess, að líf þitt strái ljósum. að lengi dafni þjóðar hreysti forn, og kveð þú svinnum sveinum lands og drósum þinn sigur-óð á tímans Gjallarhorn. M. Markússon. lumiimiin iituaiiiiHiin IIIHHItlHlltll iiimniHiiiiBiminHiii The Royal Bank of Canada HöfuBstóll löggUtur $26.000,000 VarasjóíSur. . $17,400,000 l'orseti ... Vara-forsetl ASal-ráðsmaður Höfuöstðll greiddur $16,800.000 Total Assete over. . $490,000,000 Sir HEEBERT S. HOI/T E. Jj. PEASE C. E NEILIj 9m Aliskonar bankastörf afgreidd. Vér 'oiTjum reikninga vlö einstakllnga eöa félög og sanngjarnir sklimðlar veittir. Avlsanir seldar tli hvaöa staöar sera er ð fslandi. Sérstakur gaumur gefinn sparlrlóöslnnlögum, sem byrja nið meö 1 dollar. Rentur lagöar vlö ð hverjum 6 m&nuöum. WINNIPEG (West End) BRANCHES Cor. William & Sherbrook T. E. Thorstelnson, Manager Cor. Sargent & Beverley F. Thoniarson, Manager Cor. Portage & Sherbrook R. L. Paterson, Manager Cor. Main & Logan M. A. 0’Hara Manager. s B :i::bii!ib;;i!Hi:biiih ii:;:B::miiB.;BiiiiHiiiii iumiiin imiiiiBiimiiin Memberg Winnipeg Grain Exchange. Members Winnipeg Grain antl Produco Clearing Association. NORTH-WEST COMMISSION CO., LTD. Islenzkir Hveitikaupmenn Talsími Main 2874 - 216 Grain Exchange WINNIPEG, MANITOBA Islenzkir bændur! Canadastjórnin hefir ákvarðað að $2.15 sé það, sem við megum borga sem fyrirfram borgun út, á hveiti í ár fyrir No. 1 Northern. Fyrir aðrar tegundir verður borgað sem ákvarðað er. Við viljum einnig minna menn á að við fáum frá stjórn- inni hluthafamiða (Participation ticket), sem við sjáum um að senda hverjum einum manni, sem sendir okkur hveiti sitt. íslendingar! Við viljum mælast til þess að þið sendið okkur sem mest af korni ykkar í ár. Við erum þeir einu landar sem rekum þá atvinnu að selja korn fyrir hændur gegn um- boðssölulaunum. Við höfum ábyrgðar og stjórnarleyfi og gjörum okkur far um að gjöra viðskiftamenn okkar ánægða. Ef vigtarútkoma á vagnhlössum, sem okkur eru send, ekki stendur heima við það, sem í þau hefir verið látið, gjörum við það sérstaklega að okkar skyldu að sjá um að slíkt sé lagfært. Einnig gæti það verið peningar í yðar vasa að við skoðum sjálfir kornið í hverju vagnhlassi sem okkur er sent, svo að rangindi við tegundaflokkun (grading) getur ekki átt sér stað. petta er nokkuð, sem mörg stærri félög ekki gjöra, því þau hafa mörgu að sinna og eiga flest sín eigin korngeymsluhús, svo það er þeirra hagnaður ef flokkunin er gjörð bóndanum í óhag. petta er ætíð gott að vita, þegar maður sendir korn, að einhver líti eftir ef óviljandi skyldi vera gjörð röng flokkun, og að einhver sjái um að slíkt sé strax lagfært. 1 sambandi við þær komtegundir, sem að samkepni er hægt að koma að, skulum vér gjöra eins vel, ef ekki hetur, en aðrir. peir sem vildu geyma hafra, bygg eða flax um lengri eða skemri tíma, ættu að senda til okkar það sem þeir hafa. Við borgum ríflega fyrirframborgun og látum hvern vita um, þegar við álítum verð sanngjarnt. Við þökkum svo þeim, sem að undanförnu hafa skift við ökkur, og vonum að þeir og allir íslendingar skrifi okkur, þeg- ar þá vantar upplýsingar um kornverzlun. öllum slíkum hréf- um er svarað um hæl. Skrifið á ensku eða íslenzku. Virðingarfylst. Hannes J. Lindal, Ráðsmaður. 5% VEXTIR 0G JAFNFRAMT ÖRUGGASTA TRYGGING Leggið sparipeninga yðar 1 5% Fyrsta Veðréttar Skuldabréf með arð- miða — Coupon Bonds — I Manitoba Farm Loans Association. — Höf- uðstóll og vextir ábyrgst af Manitoba stjðrninni. — Skuldabréf gefin út fyrir eins til tlu ára tímabil, i upphæðum snlðnum eftir kröfum kaupenda. Vextir greiddir við lok hverra sex mánaða. Skrifið eftir upplýsingum. Lán handa bændum Peningar lánaðir bændum til búnaðarframíara gegn mjög lágri rentu. Upplýsingar sendar tafarlaust þeim er æskja. The Manitoba Farm Loans Association WINNIPEG, - - MANITOBA VEIDIMENN SendiÖ Yðar Raw Furs til HOERNER, WILLIAMSON & OO. 241 Princess St., Winnipeg VEL BORGAD fyrir RAW FURS Sanngjörn flokkun Peningar sendir um hæl Sendið eftir brúnu merkiseðlunum ^ Vér borgum ý Express kostnað SENDID UNDIREINS! VERDID ER FYRIRTAK! Skrifið eftir Verðlista vorum Vesturför mín. Los Berros, Cal., 10-23-’19. Háttvirti ritstjóri Lögbergs! pegar eg flutti frá Dakota í haust, varð eg að lofa kunningj- unum ferðapistli og að segja þeim af heimkynni mínu hinu nýja hér vestra. Mér hefir alt af þótt vænt um og verulega varið í Lögberg og vildi biðja þig svo vel gera að flytja frændum og vinum mínum í Canada og Dakota kveðju mína. Við lögðum af stað frá Dakota 24. dag september mánaðar. Leið- in lá um Montana. Landið var sem eyðimörk yfir að líta; ódæma þurkar hafa gengið þar síðastlið- in 3 ár. pað gat varla heitið, að sæist stingandi strá, eý fénaður, sem við sáum( var pð fram kom- inn af hungri og hor. Við fórum í gegn um Kletta- fjöllin að næturlagi. Skógareldar geisuðu með fram brautinni og voru fjallahlíðarnar ásýndum sem eitt voðalegt eldhaf. pegar kom vestur að hafi stönz- uðum við litla stud í Seattle og Portland. En ferðinni var heitið suður á bóginn. Haustregnið var að byrja í Oregon og okkur fanst hráslagalegt veðrið. Regnið hélst jafnt og þétt þar til við komum ofan í Sacramento dalinn í Gali- fornia. Hið helzta, sem vakti athygli okkar, þegar við komum úr fjöll- unum niður í dalinn, voru stóru og fögru aldingarðarnir hér og þar. Húsin með fram brautinni vafin í blómskrúði, alt yfir höf- uð svo ólíkt því sem við áttum að venjast heima í Dakota. 1 f San Franisco skiftum við um lestir og héldum niður í Santa Clara dalinn. Sá dalur er svo að

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.