Lögberg - 20.11.1919, Blaðsíða 5

Lögberg - 20.11.1919, Blaðsíða 5
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 20. NOVEMBER 1919 Bls. f» Lang frœgasta TÓBAK I CANADA Frá islandi. Fjárlögin. 1 byrjun >ings var s'kýrt hér í blaðinu frá aðalatriðunum í fjárlagafr. stjórnarinnar. í með- förum þingsins hefur bæði áætlun um tekjur og gjöld hækkað, hvor um 2—3 mil. Tekjurnar eru nú áætlaðar rúm 10% milj., en útgjöldin rúml. 9% milj. — Tekjuafgangurinn er áæflaður “fyrst um sinn” rúml. % milj. En háir útgjaldaliðir eru ráð- gerðir utan fjárlaganna, svo að í raun og veru er tekjuhallinn mikill. Tekjuáætlun fjárl. tímabilsins er svona: 1. skattar og tollar 9180 þús., 2. tekjur af fasteignum og skipum rúm736 þús., 3. tekjur af bönkum Ræktunarsjóði, verð- bréfum o. fl. 648 þús., 4. óvissar tekjur og endurgjöld 47 þús. En útgjaldaáætlunin er þessi: 1. greiðslur af lánum ríkissjóðs og framl. til Landsbankans tæp 2069 þús., 2. borðfé 'konungs 120þús., 3. til alþingiskostnaðar og yfirskoðunar 246 þús., 4. ráða- neytisins o. fl. rúm 308 þús., 5. til dómgæslu og lögreglustjórnar rúm 595 þús., 6. læknaskipun rúm 3026 þús., 8. kirkju og kenslumál tæp 1053 þús., 9. til vísinda, bókmenta og lista 455 þús., 10. til verklegra fyrirtækja tæp 981 þús., 11. til skyndilána og fyrirfram- greiðslna rúm 6 þús., 12. eftirlaun og styriktarfé rúm 246 þús., 13. til óvissra útgjalda 40 þús. Nýjar styrkveitingar til ein- stakra manna, stofnana og fyrir- tækja, eru þessar helstar: Til undirbúnings landspítala 7500 kr. hvort ár. Till að koma upp sjú'kraskýlum á föstum læknis- setrum 20 þús. síðara ár. Utan- fararstyrkur til Halld. Hansens læknis 4000 kr. fyrra ár. Til Guðm Thoroddsens læknis til að framast í skurðlækningum erlend- is 2000 kr hv. ár. Til sjúkra- og slysasjóðs verkamanna í fél. “Dagsbrún” 1000 kr. f. á. Til berklahjúkrunarfél. “Líknar 1500 kr. hv. ár. Til sjúfclinga með hörudskvilla til utanferða 3000 kr. hv. ár. Til Kristjáns Símon- arsonar á Hraunum til að leita sér lækninga 1500 kr. Til flhtninga brauta: 1. Hún- vetningabr. 10 þús. f. á. 8. þús. s. á., 2. Skagfirðingabr. 5 þús. f. á., 18 þús. s. á. 3. Grímsnesbr. 10 þús. f. á. 20 þús. s. á. 4. Hvammstanga- br. 10 þús. f. á. 20 þús. s. á. Við- hald flutningabr. 35 þús. hv. á. Til aðgerðar Elóabrautarinnar 25 þús. kr. hv. á. Til strandferða: 1. “Sterling” og “Suðurland” fá fyrir strand- ferðir í samráði við Eimsk.fjel. íslands 75 þús. kr. hv. á. 2. por- steinn kaupm. Jónsson & Co. fá fyrir strandferðir 100 þús. kr. hv á. með því skilyrði, að til ferðanna sé haft 250 tonna skip, með 40—60 farþega rúmi á 1. og 2. farrými og rúmi fyrir 2—300 farþega undir þiljum á 3. farrými Skipið siglir eftir áætlun, sem þingið samþykkir og gjaldskrá sé ekki hærri en hjá Eimsk.fjel. íslands..— Till ferða við Faxa- flóar fær hlutafjel. “Eggert Ólaf- son” 20. þús. hv. á. — Breiðafj.- báturinn 18. þús. Isafj.bátur 9 þús. Skaftfellingabátur 18 þús. Til vélbátsferða við Rangársand 1800. Milli Patreksfi. og Rauða- sands 800. Lagarfljótsbátur 800. Til vélabátsferða við Mýrasýslu 800.T il vélabátsferða á Hvítá 300 kr., alt hv. á. Til bygginga nýrra vita: Svalvogsviti 17500 kr. f. á. Galt- arviti 23500 f. á. Hríseyjarviti 19 þús. f. á. Kambanesviti 20 þús. s. á. Strætishornsviti 20 þús. f. á. Papeyjarviti 19 þús. f. á. Stokk- nesviti 35 þús. s. á. Hvanneyjar- viti 6 þús. f. s. Tveir prestar, Björn Stefánsson og Jónmundur Halldórsson, hafa fengið uppbót á húsabótakostnaði með því skilyrði, að hús og mann virki verði jarðeign, B. St. 1200 kr. og J. H. 10000 kr. Magnús Jónsson dócent fær 1500 kr. hv. á. til rannsókna á kirkjusögu Islands.— Til kennara í gotnesku, engilsax- nesku og germönskum fræðum (dr. Alex. Jóh.) eru veittar 3500 kr. hv. á. Til styrktar handa íslendskum stúdentum sem stunda nám við erlenda háskóla (í fræð- greinum sem ekki eru kendar hér) 8000 kr. hv. á. Verslunarskóli Kaupmannafjel. fær 9 þús. og Samvinnufélagsskólinn 7 þús. hv. á. Til að reisa barnaskóla í kaup- túnum og sjáfarþorpum og heima- vistarskóla í sveitum eru ætlaðar 20 þús. kr hv. á. Bókmentafélagið fær 3500 hv. á. og áskilið, að 3000 kr,af því sé varið til þess að flýta útgáfu Íslandslýsingar porv. Thorodd sens. Jón porkelsson. skjalavörður fær 5000 kr. f. á. til utanferða til skjalarannsókna og Hannes porsteinsson skalavörður 5000 kr. í sama skyni «. á. Félagið “íslendingur” fær til þess að viðhalda andlegu sambandi og kynningu við íslendinga vestan hafs 8000 kr. f. á. 3000 s. .á. Styrkur til skálda og listamanna er nú 20 þús. hv. á. Bjarni frá Vogi fær fyrir að halda áfram þýðingu á Faust 1200 hv. á. Til undirbúnings ísl. orðabókarinnar fær séra Jóh. L. L. Jóhannesson 4800. Jakob Smári 4000 og porb. pórðarsson 1800 hv. á. Sigfús Blöndal fær til að fullgera íslensk dönsku orðabókina 15000 hv. á. Geir T. Zoega rektor til nýrrar, aukinnar útgáfu fslensk-ensku orðabókarinnar 5000 f. á. Haill. Briem bókavörður til að semja og fullgera ísl. málfræði 1000 kr. ír~' ~~ 11 = Ég óska eftir atkvæðum al lra þeirra borgara í Winni- peg, sem láta sér ant um góða stjórn í bæjar- málum, og vænti aðeins sanngirni og réttlætis frá öllum. Charles F. Gray Greiðið atkvæði snemma petta er yðar barátta einnig, Læknaði alveg Höfuðverk hencar MARGRA ARA pJANINGAR LÆKNAÐAR MEÐ FRIUT- A-TIVES” 112 Hagen St., St. John.N.B. “pað er mér ánægja að mega tilkynna yður hve afbragðs vel töfralyf yðar ‘Fruit-a-tives’, unn- ið úr jurtasafa, hefir læknað mig. Eg hafði þjáðst í mörg ár af ó- stjórnlegum höfuðverk og stýfhi. Eg reyndi fjölda lækna, en ekkert dugði fyr en eg tók ‘Fruit-a-tives’ Eftir að hafa notað úr fáeinum öskjum, hafði eg náð mér að fullu og kent mér einskis meins síðan.” Miss Annie Ward. Hylkið á 50c., 6 á $2.50, reynslu- skerfur 25c. Fæst hjá öllum lyf- sölum eða gegn fyrir fram borgun frá Fruit-atives, Ltd., Ottawa. hv. á. Bjarni Sæmundsson til fiskirannsókna 600. dr. H. Jóns- son til gróðurrannsókna 4000, dr. Helgi Pjetursson til jarð- fræðisrannsókna 4000, Guðm. G. Bárðarsson til sama 1800, Frímann B. Arngrímsson til steinarannsókna 1200, Páll por- kelsson til málsháttasafns 600, Finnur Jónsson á Kjörseyri til fræðiiðkana 600, Bogi Th. Melsteð til að rita íslandssögu 800, Sigf. Sigfússon til að fullgera þjóð- sagnasafn 600, Páll Eggert Óla- soir' til rannsókna á sögu og bókmentum íslands frá upphafi prentaldar út siðaskiftaöld 1800, alt hv. á. Pétur Zophoníasson til að ljúka við sjóðarannsóknir Jóh. sál Kristjánssonar 800 kr. f. I á. Til veðurathugana og veður- skeyta 43000 kr. f. á. 18800 s. á. J Til jarðeðlisrannsókna í sam-1 bandi við norðurför R. Amund- sens 5500 f. á. 1500 s. á. Til íþróttasambands íslands 1000 kr. hv. á. og 12000 f. á. til þess að senda íþróttamenn á Olýmpíu- leikana í Antwerpen. þessir kenn- arar fá utanfararstyrk, allir f. á. Asgeir Ásgeirsson cand theol. 2000, Freysteinn Gunnarsson cand. theol. 4000, Guðm. ólafsson 2000, Guðm. Jónsson 2500, og Arnór Sigurjónsson (viðbótar- styrk) 400 kr. Sérstakan nám- styrki fá: Guðmundur Marteinson til að ljúka verkfræðisnámi í Prándheimi 1200 hv. á. Trausti ólafsson til að Ijúka efnafræðis- námi 2000 f. á. Helgi H. Eiríksson til að ljúka raffræðisnámi 700 f. á. Jón Dúason cand polit. til að kynna sér bankafyrirkomulag í Vesturheimi og víðar 6000 kr. f. á. og auk þess er Landsbankanum hemilað, að greiða honum aðrar 6000 sama ár; Eyólfur Björnsson til raffræðisnáms í Gautáborg 1000 kr hv. á. Jón Eyþórsson til veðurfræðisnáms í Kristjaníu 2000 hv. á. Sigurður Siðurðsson frá Hoffelli til að kynna sér samvinnumál í Englandi 1500 f. á. Sig. Guðmundsson til húsagerð- arnáms 1500 hv. á. Jóh. Helgason til myndskurðanáms 2000 f. á. Jón Guðmundsson ostagerðar- maður fær til Noregsferðar 2000 f. á. Ungmennafélag íslands fær 2000 hv á. Til endurbyggingar bryggju á Blönduósi eru veittar 6000 f. á. Til hafskipabryggju á Búðar- eyri við Reyðarfjörð 3500 f. á. Til bryggjugerðar á Blönduósi 18000 f. á. Styrkur til Stykkis- hólmsbbryggu 8800. Til Einars Magnússonar í Vestmannaeyjum til að fullgera bát til uppskipunar í brimi við suðurströnd landsins 5000 s. á. Til Byggingarfélags Rvíkur. 6000 hv. á. Til flugféjag- sins 15000 f. á. Til kolanáms í Gili í Hólshreppi í Isafjarðar- sýslu 12000 f. á. Til steinsteypu- bryggju á Kópaskeri 8000 f. á. t viðurkenningarskyni fær Sig. Jónsson frá Litla-Lambhaga 500 kr., Sveinbjörn Sveinsson á Hámundarstöðum í Vopnafirði 2000, frú Bríet Bjarnhéðins- dóttir 2000 og pórunn Gísla- dóttjr fyrv. ljósmóðir 500 kr., Guðm. Hjaltason í Tröð í Álfta- firði fyrir bjargVáð, 1000, Jón Sturlaugsson á Stokkseyri, fyrir sama, 1000, porvarður Bergþórs- son, fyrir hreppstjórn o. fl. 1000 kr., alt f. á. Landstjórninni er veitt heimild til að kaupa Ólafsdal í Dalasýslu fyrir sanngjamt verð. Henni er heimilað að ábyrgast alt að 1 milj. kr. lán fyrir Akureyrar- kaupstað, 300 þús. fyrir Hóls- hrepp í ísafj,sýslu og 100 þús. fyrjr Búðahrépp í Suðurmúla- sýslu, til raforku og rafveitu. _ Stjórnarskráin. Hún var afgreidd sem lög frá þinginu skömmu fyrir þinglokin og þar með fylgir að sjálfsögðu þingrof og nýjar kosningar. En ekki ætlast þingmenn til þess, að nokkurt ákvæði í stjórnap- skránni verði gert að kapps- máli vjð þær kosningar. Skilyrðið um 5 ára búsetu fyrir kosningarrjetti var samþykt í Nd. með töluverðum atkvæðamun. pegar til Ed. kom, var meiri h 1 uti st j órnarskr árnemdari n nar þar þeirri breytin^u mótfallin, ei'ns og komið hafði fram meðan nefndir beggja deilda unnu saman, en bar þó ekki fram breyt- ingartillögu -við það atriði.með því að hann taldi enga vonurn , að samkomulag gæti náðst í þing- inu um þetta. En í nefndaráliti Ed. segir, að hann “telji enn Reglulegur Veðurspámaður Kostar aðeins $2.25 Nýtt! petta er barómeter í litlu svissnesku húsi sem skýrir frá veðurfari 24 klukkustundum fyr- irfram. pað er ekki leikfang, heldur reglu- iegur loftþyngdarmælir, sem starfar sjálf- krafa undir þrýstingi loftsins. Petta litla hús hefir fjóra glugga, tvo að framan og tvo sinn á hvorri hlið. Pað hefir einn- ig tvennar dyr, sem fólkið kemur út um er segir veðrabrigðin. Á milli dyranna er hita- mælir, sem sýrnr hita og kulda og uppi yfir honum er hreindýrshaus, en hani er uppi yfir dyrunum til hægri handar. Svo er litið fugla- búr á þaki hússins. . — Hér er um prýðis- fagran og undursamlegan hlut að ræða, sem öllum ætti að vera bæði forvitni og ánoegja að eignast. Vér borgum, burSargjaldið. Klippið út þessa auglýsingu og sendið ásamt pöntun og $2.25 t póstávísun eða Express Money Order. Variety Sales Compðny 1136 MIIAVAUKEE AVE. — Dept. 455 B. CHICAGO, IIíLí. Auðvelt að spara Það er ósköp auðvelt að venja sig á að spara ineð þvi að leggja til síðu vissa upphæð á Banka reglulega. I spari- sjóðsdeild vorri er borgað 3% rentur, sem er bætt v.ð 'x'ifitðstólinn tvisvar á ári. THE DOMINION BANK Notre Daine Brancb—W. H. HAMIL/TON, Manager. srlklrk Brancli—K. •> M V v .MMi, Mmnicer kMIIIII IIIHB!II!I fyrirkomulag það sem stungið var upp á af minni hluta samvinu nefndarinnar, að öHu leyti betra en það, sem ofan á varð í sam- vinnunefndinni og Nd.” Halldór Steinsson bar fram þá breyingar- till. í Ed. að í stað 5 ára kæmi 3 ár. og að setja mætti með lögum frekari skilyrði fyrir kosninga- rétti, en sú tjll. var feld. Nd. hafði samþykt að gera einig visisa kunnáttu í íslensku að skilyrði fyrir kosningarrétti, þ. e., að kjós- andi “tali og riti ísl. tungu stór- lýtalaust”, en það feldi Ed. í burtu og lét Nd. síðan þar við sitja. pá breytingu gerði Alþingi einn- ig, á frv. stjórnarinnar, að nú er samkomudagur reglulegs Alþingis ákveðinn 15. febrúar. pessu má þó, eins og áður, breyta með lög- um,—Lögrétta. Ræktun og sjálfstæði. Varla hefir verið talað meira um annað í seini tíð, en blessað e „sjálfstæðið,,. Og þá hefir jafnan verið átt við hið lagalega sjálf- stæði landsins út á við, gagnvart öðrum þjóðum/ Við það „sjálf- stæði,, landsins út á við, gagnvart öðrum þjóðum. Við það „sjálf- stæði,, var stjórmnálaflokkurinn kendur, og öfundaður af nafninu. Um það hafa allir stjórnmála- flokkar barist, og þótst vilja gera lahdið sem allra sjálfstæðast og óháðast stjórnarfarslega. En nú er bessað sjálfstæðið fengið - á pappírnum - það er nú gott og blessað. En þar með er ekki alt fengið. „Sjálfstæðinu,, er svo farið, sem guðsríki. pað þarf að vera „hið innra í yður„. Og jafnörðugt verður að gera þý- lynda þjóð, eða örbyrga, sjálf- stæða með lögum, sem að vald- bjóða kristilegt hugarfar. “Auður er afl” og “ment er máttur.” Vafalaust eru þetta stft-kustu 'öflin, sem nú ráða í heiminum. Sú þjóð, sem þarf að sækja aúðsafl sitt og andlegan forða til annara, verður ósjálf- stæð út á við, hvað sem öllum lögum líður. Sambandslögin nýju geta orðið “kölkuð gröf” sjálf- stæðis okkar, ef eigi er hugsað hér um andlega menningu, verk- legar framfarir, og bættan efna- hag almennings. Lögbundin undirokun þjóða er nú aðverða fátíðari en áður var. Auðvaldið og vísindaleg þekking eru þess sterkari. Með auðvaldi sínu og hærri menningu leggja nú stórþjóðir Norðurálfu undir sig heiminn. Eigi unnu Bretar Egyp- taland með vopnum.heldur ster- lings-pundum og verkfræðingum Verslunarfélag, friðsamt í fyrstu, lagði grundvöllinn undir veldi þeirra á Indlandi. Rússar ogBret- ar skiftu Persíu í hagsmunasvæði með aðstoð fjármagnsins. þannig mætti lengi telja; og það væri eigi að sður satt, að sjálfstæðið þarf a koma a innan frá. En það er eigi nóg, að fjármag- nið sé til í landiíu og þekkingin, i höndum og höfði fárra manna. Alt valdið er nú lagt í almennings hendur. Of almenningur þarf að verða svo efnum búinn og mentur að hann geti sjálfstæður heitið; sé fær að dæma um, þjóðmálinh og verði ekki að atkvæðapeðum þeirra manna, er hæst gala og gullnastar hafa fjaðrirnar. Sjálfstæð þjóð þarf að vera samsett af sjálfstæðum og sam- heldnum einstaklingum, ef hún á að mynda til langframa sjálf- stæða og sékennilega heild og “sjálfstætt ríki”. pessvegna þur- fa nú að verða tímamót í viðreis- narsögu þjóðarinnar. Hún hefir nú í marga mannsaldra barist fyrir sjálfstjórn sinni. Nú er hún fenginn. pá hlytur baráttann að snúast að því, að gera þjóðina færa um að stjórna sér sjálf. Skólarnir eru nauðsynlegt menningarmeðal, ef ala skal upp vitra þjóð og fróða, hrausta dren- gi og dugandi. En ekki eru þeir undirstaðann, né aðalatriðið í uppeldismálunum . Áhrif skól- anna, hve góðir sem þeir eru.eru hverfandi fyrir áhrifum heimil- anna, fyr og síðar á mannsæfinni. Á góðum heimilum vex börnunum menningarþróttur, sem venjulega er trúrra veganesti, en flest ann- j að. En lélegt heimili, menningar- laust, ósiðað sundílrleitt og áhrif- alaust, elur upp kynslóð, sem skólarnir geta ekkert við rágið. Að börnin alist upp á góðum heimilum, er aðalskilyrðið fyrir því, að þau verði góðir borgarar. íslendingar hafa verið land- búnaðar þjóð. En þetta er að brey-| tast. Fleiri og fleiri hundraðs- hlutar þjóðarinnar verða að kaup-| staðarbúum og sjóþorpalýð. En i þessu liggur, að minu áliti, stór-| hætta fyrir þjóðernið og þjóðar- uppeldið Góð sveitaheimili hafa langbest uppeldisskilyrði. það er | alment vidurkent af flestum upp- eldisfræðingum. Borgirnar eyði- leggja heimilisáhrifin, heimilin eru þar eigi jafnsamúðarmiklar og sérstæðar heildir og í sveitinni Ahrif góðra foreldra geta hæg- lega horfið fyrir áhrifum mis- jafnra götubræðra. Sollurinn glepur námið og strfið. Barnið á svo lítið sjálft, til að annast og elska; venst á alúðarleysi og iðju- leysi.— í skólum er það viður- kent, að unglingiím úr sveit sækist yfirleitt betur nám. Flestir okkar mætustu menn eru prestasynir úr sveit. Svo er víða í heiminum. Og það er engin tilviljun. Heimili gömlu prest- anna voru oftast fyrirmyndar- sveitaheimili. Börn þeirra ólust upp í sveit, undir handleiðslu mentaðra manna. það er markmið, j sem þarf að stefna að. Straumurinn úr sveitunum er, mein, sem þarf að bæta. pað þarf j að grafa fyrir rætur þess, kanna það, áður en reynt er að græða. Margir halda að straumurinn úr sveitunum stafi af marglæti manna og aðdáun þeirra á glaum að þetta valdi nokkru — einkum hér áður. En þar sem eg þekki til, er það ekki aðalástæðan. Ástæðan er sjálfstæðisþrá, sem straumur tímans og allir lands- hættir hafa beint í rangan farveg. Einhver eðlilegasta* sjálfstæð- isþrá, er sú að vilja eignast sjálf- stæð heimili. Enginn hlutur getur verið sjálfsagðari fyrir þann, sem náð hefir fullum þroska, líkam- lega og andlega. En einmitt þessi sjálfstæðisþrá hefir orðið til þess að tæma sveitirnar — leiða burt úr þeim úngt fólk og upprennandi Tala sjálfstæðra heimila i sveit-i unum er takmörkuð af gömlum venjum og búnaðarháttum. Jörðin er bundin í höndum gömlu bænd- anna .Únga fólkið á sér tvo kosti Annar er sá, að vinna hjá bænd- um, sem hjú eða lausafólk. Er þá kaupið lægra en þarf til fjölskyl- duframfærslu, og hjúin eru inni í heimili bóndans, og undir hans stjórn, en eiga ekki heimili sjálf. í kaustöðunum geta allir “spil- að upp á eigin spítur”. Landið er bundið en sjórinn er frjáls. peir sveitamenn, sem ekki eru á jörð- um bornir, en vilja reisa heimili og stofna fjölskyldu, verða oftast að hröklast að sjónum, nauðugir, viljugir. “Lengi tekur sjórinn við”. (Framh.) ’ flstöð Yðar Eigin | Bcejarféiags | getur sparað yðúr * 50% á eldsneytisreikningnum. .. Eldið Við Rafmagn | og gerið yður gott af ódýrasta suðu- i magninu í Norður-Ameríku. City Light & Power 54 King Street 1!II!BIIIIB!II!I ll!!>HI!l«ltl«llll ll!nalll!!HI!l!H!IIIH!!I!l Pantiðkútinnmeð rauðu gjörðunum með Maltum Stout eða Temperance Ale Bláu Gjarðirnar Pýða Maltum Allar beztu og ljöffengustu teg- undirnar af síetu maltum og hops, eru innifólgnar í Maltum Stout. BragSiS er óviSjafnanlegt og sllk- ur drykkur styrkir Hkamann bet- ur en nokkuð annað. peir, sem iCulega neyta þessa drykkjar, hressast og styrkjast og fá meiri matarlyst og betri meltingu. Ekkert herðir fólk betur gegn vetr- arkuldanum. — Maltum Beer, Maltum Stout og Temperance Ale fæst nú í tunnum eða kútum, % og % stærð, mátuleg fypir heimili, einnig selt í flöskum. Pantið frá matvöru- eða aldinasalanum eða beint frá E. L. DREWRY, Limited, Winnipeg KAUPID BEZTA BLADID, LOGBERG. Vandað gullúr með 21 steini og 2S ára ábyrgð Aðeins $9.50 Kostaboðið stendur stutta stund. Aldrei á tefi þinni hefir annað eins tæki- ' færi boðist þér sem þetta. Hér er þetta fallega og vandaða gullúr boðið fyrir þvi nær ekki neitt. Allur frágangur úrsins er hinn vandaðasti og það gengur I 21 steini. og hefir 25 ára ábyrgð. pað hefir sérstakar sterkar fjaðrir sem heldur réttiím tíma, svo úrið gengur hvorki of fljótt eða of seint, og ber af öllum öðrum úrum I þeim efnum. Kassinn er ágreift- ur með þjóðeinkenni Bandarikjanna og flaggi. petta er $25.00, en sökum þess að það er nýtt á markaðinum, bjóðum vér þessi fádæma kjörkaup um stundarsakir, með- an almenningur er að kynnast Því. Hafið það hugfast, að betra úr er ekki hægt að fá fyrir 50 dali. Hafið það og í huga, að þetta er þjóðernislegur minjagripur, sem öllum ætti að vera kœrkominn. Og gleymið því ekki að þetta kostaboð stendur að eins litinn tfma, og heldur ekki Því, að ef úrið fellur ekki f geð, þá má skila því aftur og and- virðið verður endursent. GEFINS. Hver sem klippir út þessa auglýsingu, og sendir okkur jafnframt pöntun fœr samhliða þessa ljóm- andi fallegu úrfesti, sem að ofan er sýnd. Vér borgum burðargjald. Sendu undir eins pöntun þína ásamt $9.50 í póstávisun eða Bxpress Money Order, og vér sendum þér úrið um hæl. Skrifið til Imperial Watch Company Dept. 1055 B 1136 Milwaukee Ave., Chicago, III. Nýung! Skambyssa í vasahníf - Nýung! Hér er boðin undursamleg nýung: Hnífur og 22 caliber skambyssa í einni sam- stœðu. Stærðin er eins og venjulegur vasahnifur og blaðið i hnffnum e» úr bezta stáli. svo egghart, að það má raka sig með því. Með þvi að styðja á hnapp opnast hnifurinn sjálfkrafa. Hnifurinn einn er verðmikill auk skambyssunnar. sem eykar verðgildið meira en um helming. —- Pú skalt ekki halda, að skambyssan sé leikfang. Pað er venjuleg ‘‘22 caliber revolver’’, og er hún bezta og handhægasta sjálfsvörnin, sem nokkur getur haft, og hnífurinn kemur sér alt af vel. Vér seljum hundruð af þessum undra hnífum á hverjum degi, og fer salan dag- vaxandi. Fyrirsögn fylgir hnífnum. Verðið á þessu undri er að eins $4.95, og vér erum einkasalar. —- fíurðargjaldið borgurn vér. Klípipið út þessa auglýsingu og sendið póstávísun eða Express Money Order til hana samhliða pöntuninni og $4.95 1 Imperial Novelty Company Dept. 2655 B. 1136 Milwaukee Ave., - Chicago, 111.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.