Lögberg - 25.12.1919, Blaðsíða 6
Bls. 6
LÖGBERG FIMTUADGINN 25. DESEMBER 1919.
Grímsbakkadysin.
Frásaga eftir Karl Andersen.
Guðmundur Þorláksson íslenzkaði.
Prýðisfagurt mátti heita á bæ einum á Islandi,
einkum þegar sólinn skein. Bær þessi lá undir
fjalli einn, og var skamt til fjöru; víða gnæfðu þar
allháar klettaborgir upp í loftið, en mest prýði
var þó að túninu algrænu utan í fjallshlíðinni.
Þegar þessi saga gjörðist bjó þar maður sem
Grímur hét og var Grímsson; hafði Grímur hinn
eldri fyrstur manna setti þar nýbýli og komið til
túni á þessum eyðistað, og var .þiá bærinn, svo sem
lög gera ráð fyrir, kallaður Grímsbakki. Þeir
Grímarnir höfðu verið heppnir með nýbýli sitt, og
lánast vrel, því Grímur hinn yngri var nú orðinn
búhöldur hinn mesti og mátti heita bjargvættur
sveitarinnar. Einginn maður í allri sveitini var
vinsælli ^n hann, enginn réði meira en hann í öllum
sveitarmálum, og allra ráða var leit&ð þangað,
sem haxjn var.
Grímsbakki lá afskekt, fjarri öllum manna-
bygðum,og þó var þar ekki þögult vetur né sumar.
Fyrir neðan skall sjórinn við f jöruna, og upp í
hlíðinni bjuggu hrafnarnir í háum og bröttum
klett. Hyldjúp gjá var öðrum megin við klettinn,
og slútti fram yfir gjána. Þó hér væri nokkuð
einmanalegt á veturna, þá var því meira líf og
fjör í öllu á sumrn, einkum í 'kauptíðinni, }>egar
bændur úr fjarlægari sveitum fóru í kaupstaðinn.
— Allir urðu þeir að fara veginn sem lá meðfram
firðinum, þrí um annan veg var 0kki að gjöra
þessum megin fjarðarins, og sá vegur lá rétt fram
hjá Grímsbakka, fyrir neðan túnið.
Grímur átti einungis eitt barn. Það var
lítil stúlka og falleg, ljóseyg, eitthvað átta ára
gömul, er þessi saga gjörðist. Föður hennar
þótti ósköpin öll vænt um þessa einkadóttur sína,
enda var hún honum bæði ljúf og eftirlát. Hann
hafði hana líka eina eftir, því móðir hennar hafði
dáið að henni, þegar hún átti hana. Hann var
vannr að kalla hana “Helgu Grímsbakkasól,”
þegar hann kysti hana kveld og morgna, og vinnu-
fólkið lét ekki heldnr sit.t eftir verða, að láta þetta
nafn festast við hana, því hún var jafn-glaðleg og
skemtileg við alla. Hún amma hennar varð sem
ung í annað skifti, þegar hún iheyrði Helgu hlæja
og gjöra að gamni sínu, og væri Helga litla með
henni, sýndist henni alt vhra í fegursta blóma.
Hún launaði henni það líka, hún amma gamla,
þegar hún var að segja henni sögumar um álfana
og huldufólkið. — Hvert kvöld sagði hún Helgu
litlu einhverja fallega sögu, og altaf hafði gamla
konan nóg að segja frá.
Þegar sumraði og fólk fór að fara í ferðalög,
þá var gaman fyrir Helgu. Vegurinn lá fyrir
neðan bæinn, það vissi hún. Að sjá fólkið fara
framhjá margt í hóp, einn flokk eftir annan, lest
eftir lest: —Það var gaman. Hún vissi fullvel,
hve margir vóra á hverjum bæ, og hún gat þekt
húsmóðirina soninn og dóttirina. — Pau riðu
æfinlega á undan á bráðvökrum gæðingum. Svo
kom nú vinnumaðurinn, og teymdi alla trossuna.
Síðast reið húsbóndin sjálfur á eftir allri lestinni,
til þess að sjá nm, að ekkert færi í ólagi. Það
sem Helgu þótti lakast, var það, að allir fóru
framhjá ánþess að staldra við, því hér varænginn
áfángastaður. Jörðin var bæði of graslítil og
og grýtt til þess að nokkrum skyldi koma til hugar
að æja hér" hjá Grímsbakka.
Helga litla var aðgætin, og það leið ekki á
lsungu, áður en hún fékk nokkuð að hugsa um.
Hvernig stóð á því, að hinir og þessir stukku
stundum af baki, og köstuðu þremur steinum í
dysina niðri við vreginn?
Það var eitt kvöld, hérumbil um fráfærur.
Helga hafði farið með ömmu sinni á stekkinn, til
að velja sér fráfærulamb. Hún var nú glaðari en
frá m«gi segja, og hoppaði á undan ömmu sinni
sem með naumindum gat staulast á eftir, því að
allt hjálpaðist nú að fyrir henni; hún var orðin
svo sjónlítil og hafði hlíf fyrir augunum, vegurinn
var ósléttur , og gamla konan, sem aldrei var iðju-
laus, hafði ekki getað fengið af sér að leggja frá
sér prjónana, þegar hún fór á stekkinn. Veðrið
var fagurt, fjörðurinn spegilfagur, og þrösturinn
saung og Heiga litla saung, og áður en gamla
konan vissi af, var hún komin svo langt frá bænum
að hún gat grylt í dysina. Dysin lá þar rétt niður
við veginn, og svona langt hafði hún ekki gengið
i langan tíma. Einhverjar óiþægilegar endurminn-
ingar hafa víst vaknað hjá gömlu konunni, því að
henni hnykti mjög við, þegar hún sá dysina, og
vildi sem fljótast snúa heim til bæjar. En það
varð lítið úr því! — Helga litla sá einmitt í sama
svip stóra kaupstaðarlest á leiðinni. Hún hafði
talið 26 hesta í einni trossu, og það var þó þess
vert, að staldra við og horfa á aðra eins lest og
þessa.
“Það er hann Magnús ríki í Fagradal og
enginn annar,” sagði amma hennar. Hann var
að kalla eitthvað til vinnumannsins á undan og
hún hafði þá undir eins þekt hann á málrómnum.
Fremst reið dálítill drengur á mjallhvítum
hesti. Aldrei hafði Helga séð fallegri hest, en
þenna. Drengurinn hafði hrokkið hár og var
rjóður í kinnum, með snör gáfuleg augu. Hann
hafði svnrtan hatt á höfði, og var í ljómandi
fallegum reiðbuxum með spegilfögrum- látúns
hnöppum og grænum streng. Helga litla var
öldungis forviða, að sjá alla þessa viðhöfn. “Já!
svona hafa einmitt kóngssjmirair verið, sem pabbi
var að lesa um í vetur, ” hugsaði hún. Nú var
hann kominn, og ætlaði fram hjá. Hún misti nú
einurðina og leit undan, því hún var ekki eins vel
búin og hann, og ekki líkt því.
Nú kallaði faðir hans til hans: “IHauptu af
baki, Valdi! litli og kastaðu þremur steinum í
bansetta dysina. ” Hann hljóp af baki, greip
þrjá steina upp af götunni, og kastaði þeim í dys-
ina. Eins og orskot var hann á bak aftur, og
kallaði til Helgu litlu: “Nú fer eg vertu sæl,
stúlka lHla!” ogþeysti af stað á eftir lestinnni.
Helga leit nú við, og horfði ú eftir lionum, en ekki
ieið á löngu áður en hann og lestin voru komin
á hvarf bak við f jallið í vestri. Þetta hafði verið
að eins svipstund, og þó var Helga litla gyo glöð
því þetta var fallegasta lestin, sem hún hafði
nokkura tíma séð.
“Nú skulum við koma, Helga litla,” sagði
amma hennar, “er orðið framorðið, og meir en
mál fyrir okkur að fara að sofa.”
“Hvers vegna kastaði hann steinunum í dys-
ina, amma mín,” sagði Helga; “hvers vegna
gjörði hann það, hann Þorvaldur litli?” — Hún
vissi nú, vel, hvað hann hét, og það var ekki hætt
við, að hún gleymdi því aftur.
“Já! það er saga, sem er ekki fyrir börn,
eins og þig,” sagði amma hennar. Við skulum
alveg sleppa því, og hlusta heldur á, hvað márí-
erlan sýngur fagurt, bak við steininn. — Æ! þú
hræðir hana með þessu óðagoti, barn; hana! þar
fiýgur hún burtu; þú ert of áköf, bamið gott,
hægt, hægt!”
Helga hirti nú ekki lengur máríerluna, og tók
um liandlegginn á ömmu sinni og marg-bað hana
að segja sér söguna um dysina. Svona áköf hafði
Helga aldrei verið, og það fann gamla konan og
sá, að ekki tjáði nú lengur undan að teljast. —
“Jæja,” sagði hún og strauk skúfinn á húfunni,
“vertu hæg og stilt og gott bam, þá skal eg segja
þér söguna.” Og síítxn byrjaði hún:
“Það var einu sinni ung vinnukona héraa á
nsta bæ. Engin brúður í brúðarskarti gat litið
prýðilegar út en hún, svo var hún falleg. Alt af
var hún glöð og lék við hvern sinn fingur, og öll-
um þótti vænt um hana. En svo var það eitt haust,
hún kom heim frá selinu, og, aldrei þessu vant,
varð hún alt í einu þögul og kyrlát. Nú söng hún
ekki lengur eða hló; helzt af öllu vildi hún vera ein
sér og gráta. Enginn skildi neitt í þessari um-
breytingu, og margs var getið ti'l, en enginn átti
þó kollgátuna. Svona leið veturinn. En ]>egaa
voraði og sólin fór að þíða vetrarklakann, þá var
sem lifnaði dálítið yfir henni aftur; —svo leit það
út að minsta kosti, en það hefir víst ekki verið alt
með feldi um hennar hag, því einn dag 'kom sú
fregn, að hún hefði tekið sjálf af sér lífið og steypt
sér þarna niður í hrafnagjána. Þar fanst hún,
rifin og tættá sundur, og það er hún, sem liggur
undir dysinni þarna niður frá.”
“Hvað kom til hún var ekki grafin í kirkju-
garðinum, eins og hún mamima mín heitin?”
spurði Helga. Þetta sagði Helga í hálfum hljóð-
um, því hræðslan Qiafði grpið hana og hún var nú-
föl í framan.
“Hún hafði fyrirfarið barninu sínu,” sagði
gamla konan, “og því var 'hún ekki grafin í vígðri
moldu. Alt af vex steinhrúgan ofan á henni. Hver
sem þekkir brot hennar og um veginn fer, kastar
þremur steinum í dysina, og hvorki meira eða
minna. Það lítur til þess, baraið gott, að hún
syndgaði móti heilagri þrenningu, og því eru stein-
arnir þrír. Þetta á að vera til skelfingar og að-
vörunar fyrir aðra,” sagði hún. Rómur hennar
var hvell, eins og skrækur, og svo annarlegur, að
Helga hröfck saman.
‘* En hvar ertu, Helga ? Hvað á þetta að þýða ?
Helga! Helga!” kallaði amma hennar. En
Helga hafði slept handleggnum á henni, og hljóp
nú sem fætur toguðu til dysjarinnar. Hún greip
þrjá steina upp af götunni, — öldungis eins og
Þorvaldur litli hafði gert — og kastaði þeim með
miklum alvörusvip í dysina. ‘ ‘ Fyrst kasta eg fyr-
ir guð föður, öðrum fyrir guðs son, og þriðja fyrir
heiíagan anda,” hugsaði hún. En hvað viljið þið
hafa það meira? Var það síðasti steinninn, sem
datt niður af dysinni, eða var það spói, sem hrædd-
ist steinkastið, eða 'kom það neðan úr jörðinni? —
Hljóð var það, hvaðan sem það kom. Nú fór af
Helgu mesta alvaran, ihún varð hrædd og hljóp
sem fætur toguðu aftur heim til ömmu sinnar.
I*egar hún var komin inn fyrir vallargarðinn, og
faðir hennar, sem -stóð undir bœjarveggnum,
breiddi faðminn út á móti henni, þá fór loksins
hræðslan að fara af henni. Þó fanst henni enn þá
sem hún heyrði skruðningana og hljóðið.
Helgu dreymdi um nóttina. Hún þóttist vera
alein niður við dysina, og hafa stein í hendinni.
“Kastaðu!” heyrðist henni kallað. Hún þóttist
þebkja röddina Þorvalds, en þó gat hún engan séð.
Hún kastaði. “Öðrum til!” var kallað. “Þriðja
til!” og þeir voru komnir allir. hún heyrði skruðn-
inga, stunur, angistarvein. Hún vildi flýja. Nei!
hún gat ekki hreyft sig. — Dysin opnaðist, og ung
kona steig upp úr jörðinni. Andlit hennar var
hvítt sem snjórinn, hárið lokkaðist um 'herðaraar
og hún hélt höndunum að brjósti sér. Hryggum
bænar-augum leit hún upp á Helgu. Helga vikn-
aði og fór að hágráta. “Eg þakka þér fyrir þessi
tár, góða bara,” sagði konan; “það er í fyrsta
skifti í mörg ár, að nokkur hefir grátið yfir mér.
Eg veit, að þú ætlar ekki að kasta steinum á mig
héðan af, og að þú lætur aðra hætta því, því að
vi'ta skaltu, bara mitt, að hver steinn sem kastað
er í dysina, ihittir hjarta mitt, svo eg hljóða upp
yfir xnig. Guð hefir séð aumur á mér og fyrirgef-
ið mér, en mennirair ihata mig enn þá. Þeir hafa
einkent leiði mitt með þessum steinum, til þess að
svívirðing mín skuli verða'ei líf. Vertu ökki svona
hörð, kæra bara, eg grátbæni þig, Grímsbakkasól,
hyldu mig! hyldu mig!”
Konan hvarf, en Helga var va'kin af ömmu
sinni, sem vaknaði við það, að Helga grét í svefn-
inum. “Hefir þig dreymt illa?” spurði hún.
“Reyndu að sofna aftur og kærðu þig ekkert um
drauminn. Þú veizt líka, að illir draumar eru æf-
inlega fyrir góðu efni.”
En í þessu skjátlaðist henni, góðu konu.
Þetta var enginn ljótur draumur, og því síður, að
hann kæmi fram til óláns fyrir hana. Hann varð
upphafið til bamingju hennar, og bar ávöxt án
þess hún vissi af því.
Aldrei gat hún gleymt bæn fölu konunnar:
“Hyldu mig! hyldu mig!” — “Hvernig getur það
orðið?” hugsaði hún.
Jú! hana dreymdi nýjan draum, sem lauk upp
á henni augunum. — Svona dreymir böra oft og
tíðum hið rétta.
Hana drejvndi, að það væri um vorið einn
morgun. Faðir ihennar gekk, út á túnið, til að
líta eftir vinnumönnunum, sem vroru að slétta.
Hvert ár var sléttað dálítið stykki, grjótið borið
burt, holuraar fyítar með mold og síðan þakið
yfir með torfi. Næsta ár var alt gróið.
“Viltu koma með, góða?” sagði Grímur til
dóttur sinnar og þau fó.ru út á völlinn. Einmitt
þegar hún kom. voru þeir að bisa við afarstóra
jarðfasta hellu og gátu með engu móti náð henni
upp. “Látum hana liggja, piltar,” sagði Grímur.
“Það gjörir ekkert til. íVllið með mold í kring
og þekið síðan yfir með torfi,” sagði 'hann; að ári
um þetta leyti verður það orðið að grænum bala..”
tJú ranikaði Helga við sér. “Svona skal eg
hylja dysina fyrir allra augum,” hugsaði hún.
Með frábærri iðni og þolgæði tók nú Helga
litla til starfa. Ótal sinnum var liún við dysina,
ótal sinnum bar hún mold í litlu svuntunni sinni
ogikastaði á hríiguna; ótal sinnum hvarf það niður
á milli steinanna, aldrei sýndisit ihenni glufurnar
og holuraar ætla að fyllast. Margir dagar,
mánuðir og jafnvel ár liðu, áður en dysin varð að
grænum hól. Helga litla var átta ára þegar hún
byrjaði, en nú var hún orðin fullorðin stúlka.
Eftir veturinn kom sumarið, og blómgaði hólinn
/hennar. Altaf miðaði honum áfram á hverju ári,
þangað til loksins, að eitt sumar kom, og þá var
Grímslbakkadysin orðin að fögrum grasivöxnum
hól. (Meira.)
Gömlu skautarnir.
ísinn var ljómandi, og Rob og Jóel lögðu á
stað heiman fr;i sér , hver með nýja fallega skauta
á handleggnum. A leiðinni mættu þeir fátækum
dreng Ralph Dra'ke áð nafni. Hann var líka á
leið í skautaför, en skautarnir 'hans vóru slitnir og
með gömlu lagi.
Vel klæddu drengirnir fóru að hlægja að
gamaldags sikautunum hans Ralphs.
“Þú mátt hraða þér kallinn ef þú ætlar að
vera'á undan á svona áhöldum!”
Ralph ikinkaði kolli og brosti; lét sem ekkert
hefði í skorist. “Sá hlær best sem síðast hlær,”
hugsaði hann. ‘*Þeir eru fallegir á að líta nýtísku
skautarair ykkar, en eg er ekki hræddur um að eg
verði á eftir, á mínum gömlu.—
Það var margt uxn manninn, á skautasvellinu
þann dag. Stálið skrifaði hröðum mörkum ferðir
‘fóBcsins fram og aftur á svellinu. Risp hljóðið
var sísuðandi, hlunkar og ihlátrar, kváðu við, þvx'
verkina fundu menn ekki eð;í létust ekki finna,—
fyr en dagin eftir.
Drengirair fyrnefndu skemtu sér afbragðs-
.* vel á nýju skautunum sínum, þeir gerðu drjúgum
gaman að þeim sem ekki voru eins vel útbúnir.
Montið í þeim og Wgingurinn vissi fá takmörk.
Ralph gaf þeirn auga og þóttist vita að eitthvað
kæmi fyrir sem minkaði í þeim vindinn. Hann
settist niður til að taka af sér slkautana; þá heyrir
hann ógurlegan brest og hljóð sem sendi hann
loftförum í áfrtina til hættunnar.
Stór sprunga hafði komið á ísinn og fólkið
fiýði til lands, hver sem betur gat. Hvar voru
drengirnir þrír? Ralph kom ekki auga á þá og
ógurleg hræðsla greip hann.
Rob hafði fallið í v'ökina og var við það að
drukna, því enginn treystist nógu nærri að bjarga
honum. Ralph flýtti sér í dauðans ofboði þangað
sem hinn drengurinn barðist við dauðann. Hann
fleygði sér niðxtr nærri skörinni og teygði hand-
legginn þangað til liann náði í treyjukraga Robs
að framanverðu. Þar hékk hann í, en má/tti ekki
hræra sig í burtu.
Hinir drengirnir vöknuðu nú við xxr angist-
inni og ráðaleysinu, þegar þeir sáu hugrekki
Ralphs. Þeir lögðust niður á ísinn, hver eftir
annan og sá fyrsti tók í fætur Ralphs og svo hver
af öðrum. Nökkrir fullorðnir meim voru viðstadd-
ir og gerðu þeir ihið sama. Á þenna hátt var Röb
dreginn upp úr vökinnL
1 nokkra daga eftir þetta var Rob í rúmi sínu.
Ralph Drake sat hjá honum og skemti honum.
Ralph átti fáar bækur, en hann kunni alt sem í
þeim vor og vissi því meira, en margir af félögum
hans, sem fleiri bækurnar áttu. Hann sóaði held-
ur aldrei tíma sínum og var því lengra kominn á
veg með að verða nýtur maður en þeir.
En Rob var ánægja í að heyra hann segja
frá einu og öðru, sem hann sjálfur vissi lítil eða
engin deili á. Þegar Rob kom á fætur, gaf hann
Ralph nýja síkauta. Enginn dagur leið svo, að
Rob ihugsaði ekki xmi kuldabaðið undir svellinu,
þar sem hann hefði týnt lífinu, nema fyrir hug-
rekki Ralphs. En—enn þá oftar lofar liann sjálf-
um sér, að liann skuli aldrei gorta af neinu.
(Úr ensku, nafns höf. 0kki getið.)
R. K. G. S. þýddi.
Jólin.
Börnin góð! Jólin eru x nánd. Þau eru fæð-
ingarhátíð mannkjTisfrelsarans, Jesú Krists.
Lærið að hugsa um hann í sambandi við jólahátíð-
ina, meir en nokkuð annað. Trúin á hann sem
frelsara er lífsspursmál mannkynsins; því þurfið
þið að læra að elska hann á meðan þið eruð lítil.
Guðs sonur er hlekkurinn, sem sterklegast
tengir mannkynið við Guð, því allur kærleikur og
kraftur Guðs bjó í honum. Munið, að hann skip-
aði fólkinu að færa börnin til siín, þegar mennirair
i skammsýni sinni bönnuðu það. Enginn elskar
litlu börnin eins vel. Enginn finnur hrygð þeirra
sárar. Engan tekur það eins sárt, þegar þau tala
ljótt eða eru vond við þá, sem eni þeim smærri.
Litlu systíkinin sín eða mállausu skepnurnar. Eða
, þegar börnin eru löt eða gera það, sem þau eiga
ekki að gera. Skylduverk eru æfinlega nauðsyn-
leg, þó ykkur finnist máske þau séu ekki æfinlega
skemtileg. Alt ljótt eru þyrnar í kórónu frelsar-
ens eða naglar í hönd hans.
Þið finnið hve sárir eru þyrnamir í rósa-
styklinum. Þeir eru sjálfsagt til einhvers, en þeir
eru ekki til að stinga þeim í höfuð manna.
Bletturinn, sem fellur á sáiir ykkar við að
gera það, sem ljótt er, eða láta ógert það sem fag-
urt er, en þið orkið, hann sœrir Jesúm Krist, eins
og þyrnirinn særir ykkur, þegar þið stingið ykkur
á honum.
Þega illa liggur á ykkur, þá hugsið um hann,
bamavininn bezta; gæði ihans og þolinmæði við
þá, sem hann umgekst liér. Þau af ykkur, sem get-
ið eitfrhvað leikið á hljóðfæri, reynið það sem oft-
ast, þegar svo stendur á, og þó þið séuð ekki vel
að ykkur í þeirri grein ,ef þið reynið að spila fall-
egt erindi eða vers, þá komist þið fljótt að raun
um, að enginn máttur megnar að Ijúka sálum ykk-
ar betur upp fyrir fagnaðai'boðskapnum, sálar-
friðnum og alheims náðinni en sameiginlegir tón-
ar hljóðfærisins og orðsins. “Þrisvar Jesús til
þeira fúr, því að hann mæddi pína stór; hann bað
Petrum, með hýrri lund, hjá sér vaka um eina
stund,” segir Sálmaskildið mikla.
Haldið lielgan afmælisdag Jesú Krists með
því að temja ykkur eitthvað af biðlundinni hans.
Hve óendanleg var ekki þolinmæði hans, að biðja
lærisveininn, sem alt af sofnaði, “með hýrri lund”
—að vaka hjá sér, þegar allur sársaukinn, öll kvöl-
in yfir syndum mannanna var að leggjast yfir
hnn með ofurþunga sínum.
Haldið helgan afmælisdaginn hans með því
að lesa eitthvað fallegt eða hlýða á það, með því
að reyna að sigrast á einhverju, sem er ljótt, en
ykkur þykir máske gaman að gera, með því að
lcggja einJhverjum lið í orði eða verki, sem á bágt.
Guð gefi ybkur öllum góð og gleðileg jól, í
nafni Drottins vors og frelsara Jesú Krists.
Ranveig K. G. Sigbjörnsson.
SKRITLUR.
Dóttirin: “Mamma, mig vantar peninga.
Viltu biðja pabba um þá fyrir mig?”
Móðirin: “Nei, baraið mitt. Bið þú hann
sjálf. Þú eignast einhvera tíma mann, og nú er
tíminn að æfa þig.”
Kaupmaður fann búðarmann sinn barinn í
köku á gólfinu.
“Hvað er um að vera?” spurði maðurinn
hissa.
“Ekkert nema það, herra, að Iri kom hér inn
og beiddi um laipu, ,og eg spurði hann hvort hann
vildi úlpu” (ulster). ______________
Tveir litlir drengir vora að gorta af ríkidæmi
feðra sinna.
“Faðir minn,” sagði Roy, “á svo mikið af
peningum, að hann getur ekki eytt þeim.”
“Það er ekkert,” sagði Ray. “Faðir minn
á svo mikið, að móðir mín getur ekki eytt þeim.”