Lögberg - 29.01.1920, Blaðsíða 4

Lögberg - 29.01.1920, Blaðsíða 4
Bte. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. JANÚAR 1920. Gefið út hvem Fimtudag af Tl»« Col- umbia Press, Ltd.,|Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TAIjSIMI: GAHRY 416 og 417 Jón J. Bíldfell, Editor J. J. Vopni, Business Manager Utanáskrift til blaðsina: THE C0LUMBI4 PRE3S, Ltd., Box 3)72, Winnip.g, H[ar\. Utaná.krift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, Man. VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um ári8. ‘Maður líttu þér nær” Það er einn af veikleikum mannanna, þegar eitthvað er að, að leita að orsökunum út í frá, en ekki hjá sjál'fum sér. Nú á dögum, þegar fólk er óánægt með alt á milli himins og jarðar, heyrir maður svo mikið id beiskju gagnvart flestum valdhöfum og helzt gagnvart öllu fyrirkomulagi í heiminum, að furðu sætir. Menn eru óánægðir með gjörðir stjórnanna óg líka þegar þær leggja sig fram til 'þess að framkvæma vilja fólksins, að svo miklu leyti sem hann kemur ekki í bága við heilbrigða framþróun þess sjálfs. Og þeir gefa óspart olnbogaskot öilu því, sem þeim finst vera mótsett rétti þeirra í lífinu, eins og þeim fínst hann ætti að vera. Þeir hafa ekki haft eins mikil völd, og þeir höfðu óskað, — svo Iþeir eru óánægðir. Þeir eru ekki eins vel efnum búnir, eins og einhver annar maður, sem þeir þekkja, — svo þeir eru óánægðir. Þeir eru kringumstæðanna vegna knúðir til þess að vinna meira en nágrannar þeirra, — svo þeir eru óánægðir. En þeir eru þó lang-óánæðgastir út af dýr- tíðinni, — vér erum öll óánægð út af henni. Vér lesum skýrslur verzlunarfélaganna og sjáum, að þau græða fé, — sum íþeirra stórfé, og óánægjan magnast enn meira út af því, að þeim skuli vera liðið þetta, — liðið að hsekka nauð- synjavörurnar hvað eftir annað, svo að fólk ei farið að örvænta um að geta veitt sér hin nauðsynlegustu lífsþægindi. Og menn leita gremjufullir að ástæðunum, og menn finna þær í afskiftaleysi stjómanna -— i yfirgangi verksmiðjanna og í græðgi kaup- mannanna, og hvert beiskjuorðið eftir annað’ hrýtur af vöram vorum í garð þeirra, og magn- ar óánægjuna hjá oss sjálfum. Þetta er ömurlegt ástand, sem gerir menn þá, sem beiskjan hefir lagt á viðjar sínar, óhæfa til þess að skoða viðfangsefnin frá heilbrigðu sjónarmiði. Sannleikurinn er; að þessi óánægja, sem fyllir nú hugi svo margra, er versti óvinurinn, sem vér eigum við að stríða. Verri heldur en dýrtíðin, eins erfið og hún þó er. Þér vitið kannske, hveraig er að vera á heimili með fólki, sem sífelt er óánægt, sífelt nöldrandi um alla skapaða hluti á milli himins og jarðar. Og hvemig sem gengur, breiðir þessi sífelda óánægja sig yfir líf þeirra sjálfra og þeirra, sem með þeim eru, eins og grá og ís- köld hafísþoka. Sömu áhrifin hefir óánægjan á líf þjóðanna ■—hún lamar það alt. Flestum mun finnast, að dýrtíðin sé næsta nóg viðfangsefni til þess að vinna sigur ó, þó að þessi ógeðslega meinvættur, ofsa-fengin óá- nagja með alla skapaða hluti, sé ekki líka 0g óánægjan og illyndið stendur beint í dyrum fyrir því, að dýrtíðin geti lagast, því, eins og vér höfum tekið fram, geta menn ekki litið hlutina réttu auga, þegar þeir eru í slíku óstandi. Til þess að hún geti íagast. þarf ástæðan fyrir henni að verða öllum Ijós — það er að segja, hin sanna ástæða. En hún liggur ekki hjá stjómunum, ekki hjá verksmiðjunum, né heldur hjá verzlunar- mönnum. Hún liggur í vöruskorti. 0g við þann skort getur engin stjóm ráðið, né heldur geta nokkur l'ög úr honum bætt, nema lög þau, eða réttara sagt lögmál það, sem ræður framboði og eftirspum. Hvemig ættu stjómir heimsins að fara að því að lækka verð á byggingarefni? Þær geta samið lög, sem ákvæðu verð á þeirri vöru. En hvað mikið sem samið væri af slíkum lögum, þá gætu þau aldrei skafið út þann sann- leika, að byggingaframkvæmdir hafa staðið í stað í heiminum í fimm ár, að byggingar hafa verið eyðilagðar í milljóna tali víðsvegar um lönd, og að fólk er skýlislaust í öllúm löndum heims svo að til vandræða horfir. Og hveraig ætti svo að halda með lögum niðri verði á byggingarefninu, þegar svona er ástatt? Það er með öllu vonlaust. 0g svona er ástatt með allar aðrar nauð- synjar manna. Að allsstaðar er eftirspurain — allir viíja kaupa—, en forðinn, sem til er til þess að selja, er langt of lítill, og meðan svo er, getur dýrtíðinni ©kki Knt. Ef að menn vildu hætta að I'eita að ástæð- unum fyrir dýrtíðinni úti í frá, heldur skilja, að það er undir því komið, hve mikið að þú og eg viljum leggja á okkur tíl þess að fmmleiða og auka svo vöruforða heimsins, að framboðnu vörurnar verði meiri en eftirspurnin, þá, og þá fyrst geta menn átt von á, að losna við dýr- tíðina. Stjórn fólksins. IV. Bein löggjöf. Eitt af þeim skilyrðum, sem fullkomin lýð- valdsstjóm byggist á, er náið samband á milli íólksins og þeira, er stjóma. Þannig, að þarfir og vilji fólksins sé þeim, scm með völdin fara, ávalt Ijós, og líka afl til framkvæmda ölum þarfamálum. En menn hafa lengi fundið til þess, að valdhöfum þjóðanna var ekki treystandi til þess að fylgja þessu frum-skilyrði — gleymdu því tíðum, og tíðast, þegar þeir voru búnir að ná völdunum og virtu þá meira hag sinn og sinna, en hag alþýðunnar. Því var það, að fólk fann til þess, að ein- hver sterkari bönd þyrfti til þess að halda lög- gjöfunum við þetta frum-skilyrði lýðvalds- fyrirkomulagsins, eða réttara sagt, þennan brennipunkt þess, en bara loforð; það þyrfti líka að gefa alþýðunni, eða kjósendunum, vald til að leggja þarfir sínar og vilja á sérstakan hátt fram fyrir löggjafana, og ef þeir vildu svo ekki taka þær þarfir og þann vilja til grpina, þá hefðu kjósendurnir vald til að svifta löggjafana því valdi, sem þeir höfðu fengið þeim í hendur, og það áður en kjörtímabil jþeirra væri liðið. Og þessari tilfinningu var gefið nafn og nefnd “hein löggjöf ” og réttur til að afturkalla umboð það, sem löggjöfunum var falið. Þegar Norris-stjómin í Manitoba kom til valda, var málið um beina löggjöf eitt af þeim málum, sem hún hafði lofað að ráða til lykta. Misjafnir dómar vora um rnálið í byrjun. Andstæðingar stjómarinnar töldu málið' mót-i stríðandi stjómarskránni og veittust á móti því. Slíkt var mjög eðlilegt, því ef þetta mál næði fram að ganga og fylkið hefði rétt til þess að innleiða slík lög, þá var með þeim pólitisku einræði hrundið af stóli hér í fylkinu, um aldur og æfi, en vilji fólksins settur þar í staðinn. Stjórnin átti því um tvent að velja. Fyrst, að láta undan mótbárum pólitiskra mótstöðu- manna sinna og þeirra annara, sem á þá sveif hölluðust með þeim, og látá málið falla niður. f öðra lagi, að standa við loforð sitt til • þeirra kjósenda, sem fólu henni framkvæmdir í þessu og öðrum velferðarmálum fylkisins. Og það gjörði hún líka, því lög þau, sem fyrirskip- uðu béina löggjöf í Manitoba, voru samin og samþykt á fyrsta þingi þeirrar stjómar 1916. En hér var meiri vandi á ferðinni, heldur en menn kannske athuga í fljótu bragði. Það var verið að leggja út á nýja braut, að því er löggjafarvald snertir í Oanada— taka það úr höndum hinna kosnu löggjafa og gefa það í hendur kjpsendanna. Það var því áríðandi fyrir stjórnina, að vera viss í sinni sök — ganga úr skugga um, hvort mótbárar þær, sem fram höfðu komið á móti lögunum, væru á nokkru bygðar, áður en þýðingarmiklar og dýrar framkvæmdir væru á þeim bygðar. Því allir menn geta séð, hver eftirköst það hefði getað haft, að láta reka á reiðanum í þessu efni. , Segjum, að um þýðingarmikla samninga, sem fylkið hefði þurft að gera, hefði verið að ræða, og kjósendurnir hefðu lagt fyrir stjóra- ina að sefnja á vissan hátt, og svo hefði komið á daginn, eins og líka kom, að fylkið hefði ekki haft rétt til þess að leiða slfk lög í gildi. Eða ef kjósendurnir hefðu falið stjórninni undir þessum lögum að framkvæma dýrt og þýðingarmíkið verk, sem hefði þurft að taka stórlán til o. s. frv. Stjórnin var nauðbeygð til þess að ganga úr skugga um gildi þessara laga, og það gerði hún — lagði þau fvrir hæstarétt Manitoba- fylkis, sem komst að þeirri niðurstöðu, að lögin væru að sumu leyti mótstríðandi stjórnar- skránni og ólögleg. Ekki lét Norrisstjórnin staðar numið þar, heldur fylgdi málinu eftir til leyndarráðs Breta og var kveðinn upp dómur í málinu þar á síð- asta ári, og staðfésti bann hæstaréttardóm Manitoba-fylkis og tók fram, að það stæði ekk- ert í stjórnarskránni, sem bannaði þjóðkjömum þingmönnum að afsala sér löggjafarvaldinu í hendur kjósenda sinna og vera að eins þjónar þeirra, að því er löggjöf snertir. En á brezkum löggjafarþingum væru tveir málsaðiljar — þjóðkjörnu þingmennirair og umboðsmaður krúnunnar — en vald krúnunnar < g rétt gæti ekkert þing falið öðrum. Lengra gat Norrisstjómin ekki farið í því að framfvlgja vilja kjósenda sinna og efna lof- orð sitt í sambandi við beina löggjöf. Hæsti og síðasti réttur ríkisins segir, að þetta fáist ekki og lengra verður ekki komist. Þeir, sem halda því fram, að Norrisstjórn- ii hefði átt að beita þessum lögum, án þess að ganga úr skugga um gildi þeirra, vita ekki hvað þeir eru að fara með — þeir vilja byggja hér í fvlkinu eins og maðurinn, sem bygði hús sitt á sandi. En þó eiga svikin, sem þeir sðmu menn bera Norrisstjórninni á brýn í þessu máli, að vera í því, fólgin, því vér búumst varla við, að þtir hefðu ætlast til, að Norristjómin hefði sýnt svo mikið virðingarleysi fyrir lögum landsins, að fyrirl'íta dóminn. En Norrisstjórnin, eins og Ifka allir heil- brigðir einstaklingar, kaus sér og kýs að byggja á föstum grandvelli. En þótt þessi yrðu afdrif bókstafs þessara laga, þá lifir samt andinn og hefir stjórnin lýst yfir því, að hún sé reiðubúin að taka tillit til þessarar frumreglu og taka til greina beiðni kjósenda fylkisins hæfilega margra, um að láta greiða atkvæði um hvert það mál, sem þeir vilji áð gert verði að lögum. Og til þess að innsigla þessa yfirlýsingu ingu sína um framreglu beinnar löggjafar, hef- ii Norrisstjórnin ótilkvödd afráðið að biðja um aimenna atkvæðagreiðslu hér í fylkinu undir hinum nýju vínbannslögum Cnadastjórnar, um algert aðílutningsbann á vínföngum til neyzlu. Biskup Islands í Danmörku og Svíþjóð. Á síðastliðnu hausti bauð Kaupmannahafn- ar-háskóli biskupi Islands, dr. Jóni Helgasyni, að koma og halda fyrirlestra um kirkjusögu Is- iands. Tók hann því boði, og var erlendis októ- ber og nóvember mánuði. Hélt hánn fyrirlestra við háskólann og sömuleiðis á Jótlandi og Fjóni; einnig prédikaði hann í fimm dómkirkj- um í Danmörku og talaði í Kristilegu fé- lagi ungra manna í Kaupmannahöfn, og kom íólk allstaðar hópum saman til þess að hlusta á harin. Er það eitt af áhugamálum biskupsins, að sem nánast samband verði milli kirkju Is- lands og hinna Norðurlanda-kirknanna, og eins að merkum mönnum þaðan verði boðið að koma til Islands; er von á allmörgum slíkum gestum á smódus næsta sumar. Verður þetta samband til mikillar uppbyggingar fyrir íslenzkt kirkju- líf. 1 Danmörku hefir verið stofnað félag 'í því skyni, að vinna að nánari kynnum og samvinnu ruill'i kirkna Danmerkur og Islands, og voru tveir erindsrekar frá því félagi á synódus í Eeykjavík á síðastliðnu sumri. Það félag hefir nýlega gefið út fróðlegan og skenjtilegan ritl- ing um kirkjuna á Islandi eftir Þórð Tomasson, prest í Horsens á Jótlandi; er hann af íslenzk- um ættum, náfrændi Jóns biskups, og talinn í fremstu röð meðal kennimanna Danmerkur Á meðan Jón biskup var í Kaupmanna- höfn, var honum boðið að koma til háskólans í Lppsölum í Svíþjóð, og halda þar fyrirlestur. Þaðan fór hann til Stokkholms, og prédikaði þar 16. nóvember við hátíðarguðsþjónustu í dómkirkju borgarinnar, er nefnist “Storkyr- - kan.” Frá þeirri guðsþjónustu er meðal ann- ars svo sagt í “Stoekholms Dagbladet” daginn ef tir: “Biskup Islands, dr. Jón Helgason, pré- dikaði í gær við hámessu í Stórkirkjunni, og er hann sá þriðji af fremstu mönnum Norðurlanda kirknanna, sem hefir á síðastliðnum árum tekið þátt í hátígaraðsþjónustu í hinni gömlu dóm- kirkju höfuðstaðarins. “Kirkjan var troðfull af fólki, mestmegnis karlmönnum. Þar var margt af’embættismönn- nm og þrestum, og auðvitað líka margt af Dön- uni, sem hér eru búsettir, með sendiherrann danska í broddi fylkingar. “Biskupinn lagði út af Jóh. 8, 12: “Eg er ljós heimsins, hver sem fylgir mér, mun ekkí ganga í myrkrinu, heldur bafa ljós lífsins.” Ræðumaðurinn gjörði á Ijósu og fögru máli (þetta hefir sjálfsagt verið sú danska prédikun, sem bezt hefir verið skilin hér) grein fyrir því, hvemig guð er opiriberaður oss, á eins fullkom- inn hátt og menn geta á móti tekið, fyrir milli- göngu Jesú, í boðskap hans og persónu. Hasm kemur fram sem huggarinn og hjálparinn óvið- jafnanlegi, ogæðsti unaður hans er að líkna öðr- um, ekki sízt olnbogabömum lífsins, sem eiga bágt hér í heimi, þeim, sem heimurinn fyrirlít- ur. Hann sér ekki að eins syndarann í mann- inum, heldur lílca manninn í syndaranum, sem e* af guði skapaður honum til dýrðar og í sam- félagi við hann, ogþrátt fyrir alt ber ættarmerk- ið guðlega undir fargi syndarinnar og syndar- óhreinleikans. Þannig birtist Jesús söfnuðin- um fyrst og þannig hefir hann alt af síðan og fram á vora daga komið fyrir sjónir trúuðum kristnilýð: eins og hinn mikli áþreifanlegi og lífandi opinberari guðs; hann og faðirinn eru eitt; þar sem hann er, sjáum vér dýrð og hátign föðursins. Að siá hann, er að sjá föðurinn, að þekja hann, er að þekkja föðurinn og vera þekt- ur af honum sem bam hans, umvafið föðurkær- leika. Hann gefur vissu um það, að á bak við tilveruna bærist föðurhjarta. Og með því svar- ar hann þeirri spumingu, sem hefir á öllum öld- um verið öllu öðru fremur umhugsunarefni mannsandans, — spumingunni um vitið í til- verunni. Því það sem oss mönnunum ríður mest af öllu á að eiga, er vissa um persónulega veru, sem tekur með kærleika þátt í jarðneskri Jífsbaráttu mannanna. “Allir þeir, sem sjá í Jesú ljós heimsins og hafa fyrir trúna eignast fullvissu um guðlegt föðurhjarta á bak við tilveruna,þeir vita líka, að föðurhús bíða allra, sem hafa í Jesú gefið guði hjörtu sín, — föðurhús á landi eilífðarinn- ar fyrir handan dauðans haf. Því að með upp- risu sinni hefir Jesús gefið oss fullvissu um það, að á árbökkunum báðum vaxa tré lífsins. Og þess vegna geta þeir, sem trúa, boðið dauð- ann velkominn, hvenær sem honum þóknast að koma. “Þegar eg hugsa um það,” sagði ræðumað- ur í niðurlagi prédikunarinnar—, “hvaða þýð- ingu Jesús hefir haft sem ljós heimsins fyrir þjóðina mína um aldimar,- þá er það föst sann- færirig mín, að hefði þjóðin mín fátæka á eyj- unni úti í norðurhöfum ekki átt ljósið frá hon- um til að iysa sér í öllum þeim raunum. þeim hörmungum og fátækt, sem hún hefir á æfí sinni átt við að stríða, þá hefði hún naumast lifað af það sem hún hefir þurft að þola. Og eins og þjóðin mín áreiðanlega Krists-trú sinni að þakka þrautseigju sína í baráttunni við alt það mótdræga, sém yfir hana hefir dunið hvað eftir annað, og sú trú hefir gefið henni kjark til að i-eyna sig alt af að nýju við verkefni Kfsins, stór og smá, eins er framtíðargæfa þjóðarinnar Það er þjóðarskylda allra að SPARA Komist að niðurstöðu um hvað mikið þér getið lagt til síðu á hverjum borgunardegi, og látið þá upphæð verða þá fyrstu af kaupi yðar, sem þér leggið í sparibanka. JByrjið reikning' næ«ta borguna: ag. The Royal Rank of Canada WINNIPEG (West Encl) 15RANCHES Cor. William & Sherbrook T. E. Thorsteinson, Manager Cor. Sargent & Beverley F. Thoróarson, Manager Cor. Portage & Sherbrook R. L. Paterson, Manager Cor. Main & Logan M. A. O’Hara Manager. 5% VEXTIR OG JAFNFRAMT 0 ÖRUGGASTA TRYGGING LeggiíS sparipeninga yðar 1 5% Fyrsta Veðréttar Skuldabréf með arð- miða — Coupon Bonds — I Manitoba Farm Loans Association. — Höf- uðstóll og vextir ábyrgst af Manitoba stjórninni. — Skuldabréf gefin út fyrir eins tii tiu ára tímabil, I upphæðum sniðnum eftir kröfum kaupenda. Yextir greiddir viS lok liverra. sex mánaða. Skrifið eftir upplýsingum. ^ Lán handa bændum Peningar lánaðir bændum til búnaðarframfara gegn mjög lágri rentu. Upplýsingar sendar tafarlaust þeim er æskja. The Manitoba Farm Loans Association WINNIPEG, - - MANITOBA VEIDIMENN Raw Furs til Sendið Yðar co. 241 Princess St., Winnipeg VEL BORGAD fyrir RAW FURS Sanngjörn flokkun Peningar sendir um hæl Sendið eftir brúnu merkiseðlunum ^ Vér borgum ý Express kostnað VERDID ER FYRIRTAKf Skrifið eftir Verðlista vorum SENDID UNDIREINS! eflaust að miklu leyti undir því komin, að henni veitist eins náð til þess á ókomnum tímum að eiga í honum Ijós lífsins.” “Þegar eg horfi á þessar háreistu hvelf- ingar og ber þær saman- við það, sem eg á að venjast heima hjá mér, þá verður mér ljós mun- urinn mikli á hinni miklu og auðugu .kirkju Sví- þjóðar og íslenzku kirkjunni smáu og fátæku. En jafnframt er mér þó sú hugsun gleðiefni, að þrótt fyrir muninn mikla hið ytra, eiga þær þó báðar dýrmætasta fjársjóð sinn, þar sem er fagnaðarerindi Jesú Krists, og geta mæzt eins og systur, sem eiga báðar hlutdeild í lífi og friði, ljósi og niætti og dýrð Jesú Krists sonar guSs. 0g sú meðvitund gefur mér djörfung til að bera hér fram í nafni kirkjunnar íslenzkn systurkveðju til kirkju Svíþjóðar, með þeirrí ósk, að komast megi á nánara samband milli þeirra, með því að eg er sannfærður um, að af því muni blessun leiða, ekki sízt fyrir kirkju íslands, sem er svo einangruð frá umheiminum og því andlega lífi, sem er svo öflugt í systur- kirkjunum norænu.” “Biskupinn bað síðan einfaldlega og inni- lega fyrir löndunum norrænu, þjóðum þeirra og kinkjum, og leyndi það sér ekki, að söfnuðurinn fjölmenni tók undir hana af öllu hjarta. “Eftir prédikun fór biskupinn fyrir altarið í svörtu silkihempunni sinni, ásamt prestunum, er altarisþjónustuna önnuðust og voru í hvítum rykkilínum, og blessaði yfir söfnuðinn — á sænsku — í guðsþjónustulok. “Þessi guðsþjónusta verður lengi minnis- stæð þeim öllum, er viðstaddir voru — dýrmæt- ur vottur um hið sterka, eilífa, göfgandi eining- arband lifandi kirkjusamfélags. Og með hlýj- um tilfinningum verður lengi hugsað til krist- irmar kirkju íslands og hins ljúfmannlega full- trúa hennar. ” — Sómi er það fyrir íslenzku þjóðina að eiga á biskupsstóli jafn ágætan og mikils metinn mann og dr. Jón Helgason. F. H. Verðlaunaritgerð (Framh. frá 2. bls.) geymdust í hug manna. það «r því ekki að furða þó skáldin væru höfð í heiðri og dýrkuð. Forfeðurnir íslenzku voru mikl- ir búhöldar. pegar þeir komu fyrst til landsins var það frjósamt og skógi vaxið. peir ihöfðu margt fólk til heimilis og þurftu mikið fyrir sig að leggja enda voru þeir ekki iðjulausir, heldur byrjuðu strax á iðju og atorkusemi; árangurinn varð sá að á stuttum tíma urðu þeir stórauðugir. At- vinnuvegir þeirra voru þá þeir sömu isem enn eru mest stundaðir á fslandi, landbúnaður og fiski- veiðar. peir fengust nokkuð við akuryrkju, mesta láherzlu lögðu þeir þó á kvikfjárrækt og var bú- peningurinn látinn ganga sjálf- ala úti; bæði vetur og sumar, þegar fram liðu stundir gerðust menn svo auðugir af kvikfé að slíks eru ekki dæmi á síðari öld- um, þeir höfðu hesta, nautgripi, saUðfé, geitur, svín og alifugla. Allir sem við sjó bjuggu létu sér umhugað að bæt lendingar sínar. Fyrir utan fiskiveiði stunduu þeir lax og selaveiði, og silung veiddu þeir í vötnum, ám oglækjum, einn- ig lögðu þeir mikla rækt við egg- ver og reka. íslendingar áttu þá sín eigin’ skip og voru sínir eigin skips- herrar. Fyrst framan af þurftu’ þeir að sækja alla sína verzlun burt úr laridinu. peir sigldu skip- um sínum óragir til anara landa og sóktu nauðsynjar sínar, húsa og skipavið og yfirleitt, alt sem þeir þurftu till heimilislþarfa af því sem búið ekki framleiddi. Síðan fóru að koma utlendir kaup- menn til lndsins imeð vaming sina og var þeim jafnan vel fagnað. Á þessum verzlunar og víkinga leið- angrum könnuðu þeir oft ókunna stigu. Órækar sannanir eru fyyir að þeir hafi fundið bæði Grænlandf og Viinland, þó eigi yrði þeim auðið að byggja þessi lönd. Húsakynni í fornöld voru bygðr að miklu leyti, í líkum stfl sem en' tikðast upp til sveita á íslandir nema hvað þau voru langt ura stærri og vskálarnir fleiri . Efníð var að mestu torf og grjót en mátt- arviðir úr timbri. Húsin voru bygð mörg sama ,í einni þyrpingu, gólf voru ekki klædd heldur mold- ar gólf, stundum dreift á þeim hálmi til þrifnaðar auka. Eldur var á miðju gólfi og reikúrinn lát- inn rjúka út um gat eða ljóra á þaki hússiris. Gluggar vorri fáir I

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.