Lögberg - 29.01.1920, Blaðsíða 5

Lögberg - 29.01.1920, Blaðsíða 5
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 29. JANÚAR 1920. Bla. 5 Auður er bygður á sparsemi Ef pú þarft að vinna hart fyrir peningum þín- um, þá láttu peningana vinna hart fyrir þig. Sparisjóður vor borgar 3 prct. árlega og ervöxt- unum bætt við höfuðstólinn tvisvar á ári. THE DOMINION BANK * f j NOTRE DAME BRANCH, j SELKIRK BRANCH, L W. H. HAMILTON, Manager. W. E. GORDON, Manager. i Mixi# DSon'S ^ CompAnY Lang frœgasta TÓBAK í CANADA á húsuin þessum en oft margar útidyr. í fyrstu var sama húsið notað til alls, en eftir 1000, er tal- að um sérstaka eldaskála. Fæði var óbrotið, hversdags- lega, mestmegnis ket og ósýrð brauð. Ekki var iborið á borð, nema í veizlum og þá var matur borinn inn í stórum trogum og ékki voru önnur hnífapör brúkuð en sjálfskeiðinga, er hver maður bar jafnan með ,sér. Tvær aðal máltíðir voru hafðar á dag en liklegt er þó að einhver hressing hafi verið þar á milli. Uon klæðnað karla og kvenna vita menn ekki með viasu, en haldið er þó að hann hafi að mörgu leyti verið líkur. Karlar og konur brúkuðu jafnt yzt kyrtla og trefila, hofuð búningur kvenna var þó öðruvísi og íburðarmeiri, ann- ars voru bæði karlar og konur mjög skrautgjörn, fögur belti voru brúkuð í mittisstað og höfðu bæði karlar og konur hnífa í sliðrum hangandi við beltið. Húsfreyjur báru og jafinan lykila kippur sín- ar með sér. Börn voru látin vera eins frjáls og sjálfráð 1 uppvexti og hægt var, þótti það leiða til sjáfstæði þeirra og þroska. par urðu menn fuHorðinslegri í orðuim sínum og störfum og það jafinvel stundum þroskuð um aldur fram. Sveinar tíu tiil tólf ára, tóku þátt í deilum feðra sinna og vógust með vopn- um. Ekkert var gert til að hefta frelsi þeirra. pað þótti vænleg- leiki að sneimma bæri á víkingseðl- inu stundum hvöttu mæðurnar unga syni sína til hefnda, svo sem Guðrún ósvífsdóttir iþá porleif og Bolla. Mikil áhersla var einn- ig ,lögð á íþróttir og alla vígfimi og andlegan þroska eftir því sem atvik leyfðu. Uppeldi meyja var líka frjálst, þó það væri engan vegin vanrækt, frekar en uppeldi sveina. pær voru látnar læra kvæða og rúnalist, matartilbúning og hannyrðir, margar fengust líka mikið við hjúkrun og (læknisstörf. Að jafnaði var mjög hlýtt á milli foreldra ,og barna. Börnin sýndu fioreldrunum ótakmarkaða blíðni, s. 'S. pegar synir Njáls gjörðu honum það til eftirlætis að brenna inni með honum. Engu minna var ástúðlegt með fósturforeldrum og fósturbörn- um og oft var það að fóstbræðra- lag var svo heitt að dauðinn sjálf- ur vann þar ekki á. Fóstbræður voru þeir einnig kallaðir er bundu með sér fóstbræðralag þ. e. s. eið- bundin félagsskap, með því að ganga undir jarðarmen, blanda blóði saman eða vinna bræðraeið. Eitt var það þó sem frjálsræðið náði ekki til, ihvorki 'hjá karli eða konu, og þó sérstaklega hjá kon- um, og það var í ástanriálum, þar réðu feður og frændur mestu um. Oft fðll sá hjúskapur vel en oft- ar var hitt að ef konan var gefin nauðug þá reyndist 'hjúskapurinn illa, og hjónaskilnaður var tíður, því konur voru stórgeðja og þoldu illa að lúta í lægra haldi. pað var alltítt þá er menn bjugg- ust við andláti sínu að þeir gerðu ýmsar ráðstafanir. peir útbýttu þá gjöfum til vina sinna og létu drekka erfi sitt. pegar eftir and- látið var hinum látna veittar ná- bjargirnar, ef hann hafði verið veginn lá hefndarskyldan á þeim sem nábjargimar veittu. Stund- um voru menn jarðsettir sama dag og þeir önduðust en oftast beið það þó ilengur. pegar um heldri menn var að ræða voru þeir heygðir með mik- iJli við höfn. Haugamir voru hafðir svo stórir að stundum voru menn lagðir í skip í haugana og ýmislegt af dýrgripum þeirra með þeim. Með Skallagrími var í haug lagður hestur ihans, vopn og smíðatól <511. Oft var það við erfisdrykkjur, að menn stigu á stokk og stregdu þess heit að vinna eitthvert afreksverk í minningu hins látna vinar og ta'ka sér kosti hans til fyrirmynd- ár. Var það fögur venja og upp- byggileg ef vel var heitið. Að eins helmingur heilbrigður. Á fundi sem Amerícan public Health félagið, hélt fyrir skömmu í New York, lét forsetinn, Dr. S. W. Rankin, sér ýms ummæli um murin fara í sambandi við heil- hrigðis ástnd þjóðarinnar, er vak- ið hafa bæði undrun og eftirtekt. Síðastliðnu mánuðina, meðan þjarkið út af friðarsamningunum stóð sem hæst og verkföilin á sóttu þjóðlífið, að ógleymdum Mexico vandræðunum, er engu líkara en að áhugi almennings á heilbrigðismálunum hafi slokkn- að út, éða með öðrum orðum að fólk hafi gersamlcga gleymt því, hve óumflýanlega pjóðar- mátturinn hlýt.ur ávalt að hyíía á heilbrigði fjöldans. Unuriæli Dr. Rankins sanna það ótvír^ett, íhve ískyggi- legt ástandið er að verða, og til hvé mikiila vandræða getur horft, ef ekki verður viðgert í tæka tíð. Fóilksfjöldi Bandaríkjanna nem- ur um eitt ihundrað og tíu miljón- um 45 miljónir eiga við einhverja Iíkamlega vanheilsu að stríða; 15 miljónir deyja árlega og þrjár miljónir fóilks á ö'llum aldri, fá eigi reist höfuðið frá koddanum allan ársins hring. — Hálf þriðja miljón fær kynferðis sjú'kdóma til jafnaðar á ári hverju, o'g hátt á þriðju miljón manna legst í hita- sýki. Að eins þrjátíu og sjö mil- jónir og fimm hundruð þúsundir, eru við sæmilega góða heilsu, og hálf tuttugasta miljón í alveg ó- aðfinnanlegu heilbrigðis ástandi. pað er sannarlega vel eftirtekta- vert, að þrátt fyrir a'llar tilraun- irnar, og allar þær feykilegu fjár- hæðir, sem veittar eru til hinna ýmsu mentastofnana þjóðarinnar, er eftir alt saman fleira fólk á geðveikrahælunum en samanlögð nemendatala í öllum latínu og há- skólum ríkjanna. pað er einnig áætlað, að fyrnefndi flokkurinn kosti þjóðfólagið þó nokkuð meiri peninga. iSkýrslur þessari líkar, ættu að verða til þess, að stjórnin beitti sér fyrir það, að stofnað yrði þeg- ar öflug heilbrigðisdeild með völd- um forstöðumönnum, sem gætu gefið sig óskifta við því göfuga starfi, að vernda heilsu almenn- ings. — Athuganir þessar oru þýddar úr tímaritinu “The Indipendent”. Fœrejisk þjóðernis- barátta. Lækkaðu gasreikning- inn um helming. Að elda við rafmagn er ódýrast og bezt. City Light & Power 54 King Street í. íslendin^ar Ihafa, sem von er til, löngum unað því illa, hversu mjög Norðmönnunt, &víum og Dönum hætir til að gtleyma því, að Norðurlandaþjóðir eru fleiri en þrjár. Við höfum þó ekkert að lá þeim. Sjálfir erum við vanir að telja þær fjórar og þykir nóg ef svo er gert. En samt eru þær íleiri en fjórar. Færeyingar eru fimta þjóðin. Ef Finnar eru taldir með verða þær sex. pað er ef til vill mál, sem líta má á frá ýmsum hliðum, hvort Finnar 'heyri til Norðurlndaþjóð- um. En Færeyinga komumst við ekki hjá að telja með. Ætterni þeirra er svo nörrænt sem verið getur. Svo er að minsta kosti sagt að eftir yfirlitum að dæma sé miklu blandaðra blóðið í fslendingum en þeim. Og þó rás viðburðanna hafi gert þá eins danska þegna og Danir eru sjálfir, munu fáir vilja halda því fram að þeir séu danskir. Til þess ættum við að verða, og verðum líka, síðastir manna. Okkur hættir stundum til að líta á Færeyinga heldur smáum augum. pað er rétt eiins og okkur þyki gaman að kasta því fram, að tunga þeirra sé ekki annað en afbökun úr okkar máli, og bók- mentir þeirra engar. pjóðernis- tilfinningum okkar virðist verta ein'hver fróun í að sllá því föstu, að við séum miklu meiri menn en þeir. Bara að við gætum þá slegið því föstu! Færeyingar eru og hafa alla tíð verið margfalt fáliðaðri en við. Og þeir eiga 'heima nær umheim-r irium, svo iþeir hafa ekki verið eins einangraðir og við. Af þess- um og öðrum ástæðum hafa þeir átt í þjóðernisbaráttu sinni við örðuglei'ka að etja, sem við höfum varla neitt haft af að segja. Aldrei 'hefir ofurmagn dönskunn- ar véfið nærri því svo rótgróið hjá okkur sem þeiim. Tvær tilvitnanir sýna þetta bet- ur en nokkuð annað: Skömmu eftir aldamótin kom til tals stofnun sérstaks landsjóðs fyrir Færeyjar pá skrifar Schröter sýslumaður í Sandey: Rikissjóður er vor landsjóður, og vér vi'ljum eingan sérstakan landsjóð eiga. Heldur ekki vilj- um ver treysta sjálfum oss sem þjóð. Vér erum amt í danska ríkinu og viljum ekki treysta á sjálfa oss öðruvísi en sem hluta þjóðarheildarinnar dönsku. Nokkrum árum síðar sagði O. Effersöe, sem þá var færeyskur1 þingmaður, þessi orð í fólks þing- inu danska: Vér Færeyingar teljuim oss að öllu leyti danska og viljum geyma niðjum vorum danska tungu í eyjunum. Aldrei hefir neinn íslendingur með nofckrum snefil af rétti getað tekið sér i munn lík oxð um sína landa. ( Sannarlega ætti lslendingum ekki að vera nein lánægja að því, þó Færeyingar séu komnir skemra á leið en við erum Miklu fremur ætti það að vera okkur hvöt til að veita þeim stoð, ef okkur er unt með nokkru móti. Pað er heldur enginn vafi á, að allur þorri Islendinga mun Ihugsa svo. Hjalið um bókmentaleysi Fær- láti illa í okkar eyrum fyrst í stað. Færeyingar hafa týnt nið- ur stuðlasetningu aillri fyrir langa longu. Ljóð þeirra njóta sín held- ur alls ekki, ef þau eru lesin með íslenskum framburði. Oft og tíðum verða þá rím herfileg, þótt ekkert verði að þeim fundið frá færeysku sjónarmiði. T. d. rimar siga— firb. sía — biðja — framb bia—, eiga — frb. æa— á breiða — frb. bræa, —i lið — frb. lúj — á i —frb. új,— o. s. frv. Pað væri skynsamlega gert, að hætta talinu um að færeyska sé afbökuð íslenska. Fyrst og fremst á hugtak sem afbökun hverg'i heima, þegar um tungumál er að ræða. Sé því hleypt að, verður hvert mál í víðri veröld ekkert annað en afbökun einhvers eldra máls. íslenzka er afbökuð nonræna, 'h!ún afitur afbökuð frumnorræna. Fáir munu verða til að halda því fram með rökum, að frumnorræna- hafi verið göfg- ara mál en það, sem við nú tölum. Hér stendur heldur ekki einu sinni svo á, að fsereyska sé komin af íslenzku. Auðvitað er sann- leikurinn sá, að 'hér er um tvö hliðstæð mál að ræða, sem bæði eru runnin af sömu rót, og bæði hafa breyst eftir því sem tímar liðu. Stundum hefir færeyska geymt hið upphaflega, sem glatast hefiir í íslenzku. Oftar stendur hún þó fjær fornmálinu. práfalt > hafa báðar tUngurnar orðið samferða. Enn í dag eru þær svó líkar, að hvor þjóðin getur stautað sig fram úr máli hinnar, ón þess að hafa numíið neitt á)Bur. Færeyingar eiga þó fu'llörðugt með að lesa nýja íslenzku, en fornmálið veitist þeim létt, því það er miklu orð- snauðara. Meiri er munurinn á mælta málinu á ísJlandi og í Fær- eyjum, en hvorir geta þó lært að skilja aðra á skamri stundu. Okkur er kominn tími til að þekkja nokkuð meira til Færeyinga en ihingað ti'l hefir verið. öldum saman hafa þeir verið nágrannar okkar, án þess að talið verði, að við höfum vitað neitt af þeim. Á síðustu árum hafa þó kynnin nokk- uð aukist, ef til viill ekki ætíð á þann hátt, sem æskilegast hefði verið. Eftir að stríðið kom hafa þeirra. Færeysk ljóðalist istendur o'kk- ur ekki neitt að (baki það dugar ekki að fara eftir því, þótt kvæðin báðar þjóðirnar unnið saman í sumum efnum. Framtíðin ein getur skorið úr, hvort þeirri sam- vinnu verður haldið áfram. Ef fara má eftir orðum merkra manna er viljinn góður á báða bóga. En andlegu lífi Færeyinga höf- eyinga, sem stundum heyrist á' um við hingað til furðarilega lítið Fyrsti landnámsmaður í Fær- eyjum er talinn Grímur kamban á öndverðri 9. öld. Irsk rit segja þó frá því, að áður hefðist þar við einsetumenn þaðan úr landi, en þeir hafi stokkið undan, þá er vikingar komu. porri landnáms- manna hafa verið Norðmenn; það sýnir þjóðin enn í dag. pó eru menn dekkri yfirlitum og örfari í skapi ,í Suðurey en annarstaðar, og má vera að því valdi keltneskt ætterni. Fyrsta sfceiðið eftir að eyjarnar voru numdar réðu þær sér sjálfar. Stjórnarfarið hefir veirið svipað og á íslandi. í pórshöfn var þing- staður. Á þinginu var bæði lög- sögumaður og lögrétta. Eins og í Noregi geri ihún hvorutveggja, að setja lög og kveða upp dóma. Merkastir atburðir, sem urðu í Færeyjum í fornö’ld eru tengdir við deilur þeirra prándar í Götu og Sigmundar Brestissonar. Sig- mundur tók kristni hjá Ólafi kon- ungi Tryggvsyni og tókst á hend- ur að kenna Færeyingum hina nýju trú. En jafnframt bjó það undir að koma eyjunum undir konung oig ,sjálfan isig. Hann neyddi Færeyinga til að láta skírast og leitaðist síðan við að ná völdum í eyjunuin. En prándur karl var forn í skapi, vildi hvorki 'lúta kristni né konungum. Um hríð eldu þeir Sigmundur grátt silfur, en sýo fór að Sigmundur var veg- inn. Eftir það var prándur helzti höfðingji í Færeyjum. Hann atti kappi við ólaf konung helga um 'hríð, en þá er hann var dauður, komust eyjarnar undir Noregs- konung og voru síðan nors'kt skatt- land um langan aldur. Með Noregi komust þær undir Dan- mörku, en var þó stjórnað frá Noregi eftir sem áður. R. H. Guðmundsson, Gimli 2.60 B. G. Bjarnason, Ness P.0.... 5.00 Gaf áður kr. 8.50. Tr. Tborsteinss., Tantallon 10.00 og 100 kr. arðm. fyrir 1919. J. V. Jónsson, Gimli.......18.50 Finnb. Thorkelsson, Hayland 9.25 og 50 kr. árðnn. 1919—1924. Bj. Jónasson, Baldur, 2 arðm. og 100 kr. hlutbr. fyrir 1919 gaf áður 20 kr. Mr. og Mrs. Grimson, Red Deer, Alta .............. 113.60 pessi hjón áttu ekki Eimsk.- fél. hlutabr., sendu peninga. Jón Sigurðsson, Mary Hill 10.00 og hlutabréf sitt 100 kr., rneð skilyrði að það haldist í eign sjóðsins. Mrs. G. R. Olson, Gardar arðm. fyrir 1919 af 100 kr. J. J. Hoffiman, Hecla P.0.. 10.00 Dr. Sig. Júl. Johannesson 10.00 B. B. Bjarnaosn, Jaco, B. C. 20.00 Jónas Jónasson, Icel. Riv.. 12.50 og arðm. fyrir 1919 og 20 af 125 kr. hlutabr. Bjarni Johnson frá Auðnum, Markerville.............. 4.60 og 25 kr. hlutabr. til eignar. S. A. Guðnason, Kandahar 37.00 M. J. Skafel, Mozart ....... 2.50 og arðm. af 25 kr. fyrir ’19. M. Magnússon, Ghurehbr..... 10.00 og afrðm. fyrir árin 1919 til 1920 af 100 kr. hlutabr. Ásv. Sigurðsson, Warrenton 100.00 S. Thorkelssori, Wpeg...... 50.00 kr. 4, 629.55 Manitobast jórn ín og Alþýðumá'adeildin Greinarkafli eftir Starfsmann Alþýðumáladeildarinnar. Winnipeg, 17. jan. 1920. Herra ritstjóri! Um leið og sendi hér með áfram- ihald af lista yfir gefendur í Spít- alasjóð ísl. kenna, vildi eg þakka öllum þeiim, sem þegar hafa sent gjafir, og benda þeim sem eftir eru á, að þótt jóla og nýárs hátíð- irnar séu liðnar hjá, er velkomið af minni hálfu að taka á móti gjöf- u.m í þenna sjóð; mig langar til þess að hann verði stór, að hann verðx míálefninu að sem mestu gagni og Vestur-ísl. til sóma. pað yrði hann bezt, ef allir Veistur-ísl gæfu arðmiða sína fyrir árið 1918. Eg vil geta þess, að það eru fleiri og fleiri, sem ekki eiga arðmiða að senda, sem sent hafa peninga- gjafir. Seinást 1 gær sendu hjón mér $25 frá Red Deer, Alta. Á listanum, sem þegar hefir birst, hefir slæðst inn sú villa, að auglýst er T0 kr,, gjöf frá S. Mýr- man, Point Roberts, en það átti að vera Sigufður Mýrdal, Point Rob. Á þessu ér beðið velvirðingar. Eg fæ bréf sem sýna, að hlut- hafar Eimskipafél. alment virðast vera í efa um hvert þeir eigi að snúa sér viðvíkjandi útborgun á arðmiðum fyrir árin sém liðin eru, og vil eg benda þeim á, að eg af- greiði þann arð og gef einnig upp- lýsingar um 'hvað annað, sem þeir æskja í sambandi við Eimskipafél. hluta-eign sína. Arðurinn fyrir árin 1915—16 og 1917, er hérna vestra, en fyrir 1818 skildi eg peningana eftir á íslandi, sökum þess, hve dollarinn var dýr þar í sumar. Arðurinn fyrir 1919 er ekki ákveðinn fyr en á ársfundi á komanda sumri. Vinsaimlegast, Árni Eggertsson. 302 Trust and Loan, Bldg, 173 Portage Ave., East. Winnipeg, Man. The Boys’ And Girls Clubs. The Boys’ and Girls — Drengja og stúlkna félögin í Manitoba, telja nú um 30,000 meðlimi. Megin- þorri pilta og stúl'kna í þessum fé- lögum er á aldrinum frá 10 til 19 ára.og gengur fjöldi þeirra á skóla en þó ekki allir, og eiga heima víðsvegar um Manitobafylki. Frum’hugsunin , sem hrinti af stað þessari Boys’ and Girls’ Clubs hreyfingu er sú, að gera hina al- mennu mentun, sem mest not'hæfá þegar út í lífið kemur. Góðir skólar kenna nemendum fleira en það, sem beinilínis stend- ur í kenslubókunum; þeir kenna ekki einungis piltum og stúlkum, stafsetning og lestur, heídur skýra fyrir þeim einnig á hvern hátt þekkingin geti komið að sem hagkvæmustum notum á hinum ýmsu starfsviðum mannanna. Ungir sveitadrengir, sem ætla sér að stunda landbúnað þegar þeir eru orðnir vaxnir, eiga og þurfa að ganga í þá skóla einung- is, er frætt geta þá um hinar al- gengustu starfsaðferðir, sem nota þarf við landbúnað. Slíkum skól- um verður að skiljast það greini- lega, að það er ónóg fyrir bænda- efnin að kunma lestur, skrift og nokfcuð á reikningi. Bændaefnin þurfa eingu síður að fá snemma fræðslu í kynbótum búpenings, nauta sauða og svína. peir þurfa einnig að fá tilsögn í smíðum, svo þeir geti gert sjálfir við hin al- gengustu verkfæri á bóndabæjum. Stúlkurnar — konuefnin, þurfa líka vitanlega að læra brauðgerð, fatasaum og niðursuðu -hinna al- gengustu ávaxtartegunda. The Roys’ and Girls Clubs, hjálpar ungu kyslóðinni til að læra alt þetta, og gera sér það nothæft. Skólarnir og íheimilin í sameiningu, eiga að vinna að þvi að hrinda þessum straum af stað, veita honum inn í alt þjóðlífið. Sé til dæmis veitt tilsögn í því, ískólunum, hvernig farið skuli að við útrýming illgresis, þá eiga unglingarnir að flytja þær upp- lýsingar heim með sér, og fá alt heimilisfólkið til þess að aðstoða við að gera þær nothæfar. Boys’ and Girls 'hreyfingin er jafnhliða studd af Akurykju og Mentamáladeildum Manitoba- stjórnarinnar. Á árinu 1920 verða verksvið þessara félaga afar margbrotin, og eru hér aðeins nokkur helztu atriðin: 1. Dýrarækt. par getur verið að ræða um folöld, kálfa, kindur, svin o. s. frv. Til þess að piltar eða stúlkur geti fengið nægilega löngun til þess, að gefa sig við fóðrun og uppeldi slíkra Ungviða, þurfa þau að éiga skepnuna. Við pað styrkist umönnunarhyötin. 2. Ppófun mjólkurkúa. 1 þessari grein er dréngjurix og stúlkum kent að rannsaka mjólkurkost hinna einstöku kua, og finna út upp á hár hve mikið peningivirði í smjöri hver kýr gefur af sér. 3. Alifuglarækt. Unglingarnir þurfa sjálfir að eiga hænsnin, og kenná fólög þessi alt sem að rækt- un og meðferð alifugla lýtur. 4. Um Útsæðiskorn. Drengjun- um er kent að þekkja hinar ein- stöku frætegundir, og hvernig með þær skal farið. 5. Garðrækt. Allir vita hve mik- ils virði þekfcing í garðrækt er, og er félagsskapur þessi sannarlega . þarfur á því sviði. 6. — 7. Saumaskapur og matar- tilbúningur. Undir þessum líð- um, er stúlkum kent að sauma og búa til mat, á sem hagkvæmastan hátt. 8. Niðursuða. par er stúlkum kent, (hvernig sjóða skuli niður hinar einstöku ávaxtategundir. 9. tllgresi. pað er, afarnauð- synlegt að hinu unga fiólki á lands- bygðinni, sé veitt þekking á hin- um ýmsu illgresistegundum, og hvernig þeim helzt verði útrýmt. 10. Landbúnaðaráhöld og verk- færi. 1 þessum tilfellum er drengjum kent að smíða ýms áhöld og gera við hina og þess-a muni á bændaheimilum. 11. Bókhald. Lögð er áherzla á að unglingunum sé kent að færa bækur, svo þeir geti síðar meir ávalt 'haft glögt yfirlit yfir útgjöld og inntektir, þegar út í búskapinn kemur. pað er sannarlega eingu síður nauðsynilegt fyrir bændur, en aðra menn, að geta haft ávalt við hendina ábyggilegt yfirlit yfir hin daglegu viðskifiti, enda er slíkt beinn vegur til velgengni. önnur atriði. pað er auðvitað margt fleira, sem taka mætti fratn í þessu sambandi. Meðal annars eru ýmis verðlaun veitt fyrir fram- úrskarandi dugnað dxengja og í The Boys’ and Girls Clubs, og ættu foreldrar því alment að hvetja börn sín til hluttöku í þessari starfsemi. íslandi, er ekki annað en stað- lausir stafir. Raunar eru fær- eyskar bóknnentir harla ismávaxn- ar enn seiri komið er. Og eins og gengur er ekki sennilegt, að meira en lítill hluti þess, sem út er gefið, muni standast tönn tímans. Hvað sem því líður er víst, að til eru ekki svo fáar bækur á færeysku og margar þeirra góðar. því má ekki gleyma, að fyr en um 1820 hafði færeyska aldrei sést á prenti svo téljandi væri. Og bæk- ur að einu ráði var ekki farið að gefa út fyr en um 1890. prátt fyrir örðug kjor hafa Færeyingar á fáum ártugum komið sér upp ritmáli, sem reynst hefir hæft til að láta í ljósi “alt sem til hugar kemur og hjartað ihrærir”. Sú þjóð, sem gert 'hefir betur, líti smáum augum á þessa starfsemi sint. Og að þjóðernisbaráttu þeirra (höfum við verið hlutlausir áhorfendur, þó að enginn vafi sé n, hvoru megin samúð okkar hefir verið í þeirri viðureiign. II. pað sem menn vita um Færeyjar í fornöld, er langmest að finna i íslenzkum heimildum, fyrst og fremst Færeyingasögu. Hún hef- ir ekki geymst sem sérstakt rit, en í sumum gerðum af sögum þeirra ólafs Tryggvasonar og ólafs helga standa hingað og þangað kaflar um Færeyjar og þegar þeim er skeytt saman, fæst góð heild. pað er því eigi vafi á, að hér er um sérstakt rit að ræða, sem hlutað hefir verið sundur og skotið inn í konungasögumar. Gjafaskráin: Áðurauglýst kr. 3,679.20 S. F. Olafson, Wpg ........100.00 Olafur Einarsson, Milton .... , 2.50 og 25 kr. hlutabréf sitt gefur hann spítaJasjóðnum. J. K. Einarson, Hensel..... 20.00 .og arðmiða fyrir 1919 og 1920 af 200 kr. blutar. F. Thorfinnsson, Wynyard 9.25 og alla arðmiða af 50 kr. hl.- bréfi um ókominn tíma. Gísli Goodman, Wpeg ....... 22.70 Mrs. H. Magnusson, Elfros 2.50 G. Eggertason, Tantallon.... 9.25 Jos. Benjamínss., Geysir .... 18.50 Steini Goodman, Milton N.D. 2.50 og arðm. 1919 og 1920 af 25 kr. hlutabréfi. Thorl. Ásgrímsson, Hensel 20.00 Johannes Anderson, Mount. 20.00 01. Gúnnarsson, Bredenbury 50.00 Chr. Johnson; Innisfail .... 9.25 Jón S. Skafel, Mozart .... .... 10.00 og arðmiða fyrir 1919 af 100 kr. Ihlutabréfi Narfi Vigfússon, Tantallon 10.00 og arðm. af 100 kr. hlutabr. fyrir 1919 og alla arðmiða upp að og meðt. árinu 1927. Hermania Guðrún Skúlason Cáliento, Man............ 13.60 13 ára 'gömul stúlka, átti ekki hlutabréf en sendi pen- inga; ,hún segir: Mér þyk- ir vænt um gamla landið. Páll Bjarnason, Wynyard ....100.00 Gunn. Johannsson, Markerv. 5.00 Thorbjörg Jóhannss. Mark. 22.70 G. D. Grímsson, Mobart .... 18.50 Th. Thorarinsson, Icl. R. .... 2.50 Olafur Egilsson, Langruth 9.25 Mrs. Chr. Johannson, Hensel 2.50 Reymar Jóhannsson. Hensel 2.50 Brynh. Erlendsd., Seattle.... 31.90 Erl. Guðmundsson, Gimli .... 10.00 R?ANS flCTROU SHOP 643 Portage Ave. Tals. Sherb. 1106 -----“HIS MASTER’S VOICE” RECORDS BY LEADING DANCING ORCHESTRAS Lively catchy numbers that make dancing doubly alluring JOc for 10-inch Double-Sided I’m Forever Blowing Bubles—Wáltz, and Somebody’s Waiting for Someone—Waltz Henri’s Orchestra 216069 Beautiful Ohio (Ha- waian guitars), and Golden Gate Ben Ho- kes Al-Nani.......216071 Patches — Fox Trot Dardanella, Fox Trot Colemans Orchestra 216074 Freckles—Fox Trot Coleman’s Orchestra and Tents of Arabs— One Step. Lincoln’s Orchestra.........216073 And He’d Say, “Oo-la- la! Wee-Wee! One- Step—Linc. Orch, and Breeze— Fox Trot Henri’s Orchestra 216070 My Baby’s Arms— Medley Fox Trot and He’d say: “Oo- 1-la! We-Wee!” Pietro 18625 I Want a Daddy Who will rock me to sleep Medley Fox.Trot and All the Quakers are Shoulder Shakers — Medley Fox Trot All Star Trio .... 18626 $1.50 for 12-icify double-sided Popular Waltz Lancers Nos. 1—2 Miro’s Orchestx'a 268001 Popular Waltz Lancers Nos 3—4 Miro’s Orchestra 268002 Hear them at any “His Master’s Voice” Dealers Athugið vandlega hið fræga ‘His Master’s Voice’ vörumeri.— pað er á öllum ekta Victrolas. XíUOI u*** Vér seljum hinar allra beztu VICTR0LAS j

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.