Lögberg - 12.02.1920, Blaðsíða 6

Lögberg - 12.02.1920, Blaðsíða 6
£!s. 6 LÖGBERG FIMTUADGINN 12. FEBRÍrAR 1920. Æska er æfi skólt. Alt, sem lærist þá. Ver'ði vors að greislum Vesri litsins á. P. P. P Sagan af Monte Cristo. Hann langaði til þess að tala, en gat ekki kom- ið ttpp einu erði, heldur beið þegjandi. Dóttir hans kom til hans og sagði: “Ó, pabbi, fyrirgefðu mér, þó eg flytji ill fcíðindi.” “Pharaoih hefir farist,” stundi Morrel upp. Dóttir hans sagði ekki orð, heldur hallaði hölfðinu upp að brjósti föður síns. “En sfeipshöfnin ? ” spurði Morrel. “Hún bjargaðist”, svaraði stúlkan og bætti við: “Skip, sem var að lenda rétt áðan, bjargaði hemii og hefir flutt hana hingað.” Morrel lyfti augum sínum upp og mælti: “Guði sé laf, það er iþó ekki nema eg einn, sem \ hrygðin slær. ’ ’ Bftir að Morrel og aðkomumaður voru orðnir einir oftir, tók Morrel til máls um Leið og hann lét fallast ofan á stól: “Eg hefi engu að bæta við það sem þér haf- ið heyrt.” “Eg skil,” mælti komumaður. “Þér viljið, að eg framlengi borgunarfrestinn.” “Frestur gæti verndað heiður minn og máske líf mitt,” svaraði Morrel “Hvað þurfið þér langan frest!” spurði komumaður. “Tvo mánuði,” svaraði Morrel. “Bg skallveita yður þrjá,” svaraði komumað- ur — til 5. September næsfckomandi kl. 11. Þá kem eg aftur stundvísilega til þess að vitja peninganna hjáyður.” “Eg skal muna eftir því,” svaraði Morrei; “ og eg skal borga,” og bæfcti svo við í lágum tón: “‘eða deyja að öðrum kosti”, en það heyrði ó- kunni maðurinn ekki. Síðan stóð ókunni maðurinn upp, tók hatt sinn, kivaddi Morrel með virktum og fór úr skrif- stofunni. En á uppgöngunni mæfcti hann dóttur Morrel, sem Julia hét, þeirri sömu, sem flutti föður sínum fréfbtimar um afdrif Pharaoh. Hún lézt vera að fara ofan í stigann, en í raun réttri var hún að bíða eftir gesti föður síns. “Ó, herra minm,” sagði hún og leit fallegu, srtóru augunum sínum á komumann. “MademoiseUe,” sagði hann, og bætti við: “ Einhvern tíma fáið þér bréf, og verður “Sinbad thie Sailor” skrifað undir það. Gjörið þé* ni- ilcvæmltega eins og fyrir yður verður lagt í því bréfi. hvað einkennilegt sem yður kann að v:rðast lað” “Já, herra minn,” svaraði Julia. “Verið þér sælar! Ef þér gætið sakleysn yðar og dvgða í framtíðinni, eins og þér hafið gerí í liðinni tíð, þá tníi eg þvi, að guð muni launa yð- ur með því að gefa yður Emanuel fyrir eigin- n.ann. Julia kafroðnaði út undir eyru og hallaði sér upp að handriðinu á stiganum á meðan ókunni maðurinn fór fram hjá hennL Hann stanzaði allra snöggvast, þegar hann kom niður úr stigan- um, \æifaði til bennar hendinni og var horfinn. I garðinum fvrir utan húsið mætti ókunni maðurinn bátsi\reininum af Pharaoh, eem Penelon hét. Hann benti honum að koma með sér, og hlýddi hinn því tafarlaust. En eftir viðtal það, eem þeir áttu saman, hvarf Penelon og öll skips- höfnin. Svo leið tíminn fram í ágú; t, að fáfct bar til tíðinda. En það fór að draga að þeim tíma, sem Morrel þurfti að mæta borguninni til Thomas and Frenoh. sivo hann fór til París og hafði hann ásett sér að leita til Danglars, sem þar bjó og átti nú sjálfur svo miljónum franka skifti, og eitt orð frá honum gat bjargað Morrel út úr vandræðum þeim er hann var í. En sú ferð varð árangurslaus, því Danglars þverneitaði honurn um nokkra hjálp. Þegar More/1 kom heim aftur, leyndi það sér ebki, að það var eifcthvað alvarlegt, sem hann setti fvrir sig. Hann Iæsti sig inni í skrifsfcofu sinni, hringdi n fðhirðir sinn, og þegar hann kom út frá honum aftur, sá Julia, að honum var mjög mikið niðri fyrir. Hann hvarf inn í aðal s'krifstofuna og kom þaðan aftur með bvær stórar höfuðbækur og fjár- K.jóðu þó, sem verzlunin átti yfir að ráða. Og þeg- ar Morrel hafði talið alt saman, sem til var, sá hann að hann hafði að eins 14,000 frnuka til þess að mæta 287,500 frönkum með. Mæðgunum leizt svo illa á þesar sakir, að þær réðu aif að skrifa syni Morrel, sem var , herþjón- ustu í Nismes, bróf, og biðja hann að koma, því þó hann væri okki nema 22 ára, þá vissu þær að eng- inn hafði eins mikið vald yfir föður hans sem hann. Nóttina á milLi 4. og 5. sepfcember kom Mdme Morrel ekki dúr á auga. Maður hennar kom ekki til hvílu um kveldið o/g hún heyrði hann ganga fram og aftur um gólf í skrifstofu sinni þar til klukkan þrjú um morguninn. Þá fór hann inn í «yefn herbergi sitt og fleygði sér út af í fötunum. ÍSuemma næsta morguns kom hann inn í svefn- herbergi konu sinnar. Þar voru mæðgurnar báð- ar fyrir, því þa>r höfðu ekki síkilið um nóttina. Hann virtist vera rólegur. En eiviðleikarnir, sem hann átti við að sfcríða, höfðu sofct mark sitt á andlit Morrel, því það var fölt og þreytulegt. Morrel var ávalfc góður við konu sína, en í þotta sinn var hann óvanalega blíður og það var eins og hann gæti ekki skilið sig frá dótfcur sinni. Svo gekk hann út úr lierberginu og mintist Júlía þesis þá, að Emanuel hofði beðið hana að \firgefa föður sinn okki, og hún stóð upp og ætlaði að fara með honum. En faðir hennar ítti henni frá sér og mælti: “Vertu kyrr hjá honni móður þinni, góða mín”. Þetta var í fyrsta sinni, sem Morrel hafði talað í eins alvarlegum og einbei'fctum rómi til dóttur sinnar, en hún stóð sem steini lostin, svo mikið varð henni um það, og hún áttaði sig ekki fyr en hurðinniað herbergi þeirra mæðgna var lokið upp, og bróðir hennar hélt henni í faðmi sér. “Maximillan! Elsku bróðir!” stundi hún upp. Móðir þeirra, sem hafði ekki tekið eftir komu sonar síns, fyr en hún heyrði til Júlíu, reis á fætur og faðmaði son sinn að sér, en kom engu orði upp. “Mamma, hvað gengur hér að?” spurði Maxi- millan, og bætti við: “bréfið frá ýkkur gerði mig óttasleginn. ’' “Farðu, Júlía, og segðu föður þínum, að Maximillan sé kominn,” sagði Mdme Morrel um leið og hún gaf syni sínum bendingu um að vera kyrrum. Júlía brá við undir eins, lauk upp hurðinni á herberginu og svo var mikill asi á henni, að hún rak sig á ókunnugan mann, er stóð í ganginum fyrir utan herbergisdyrnar. “Fyrirgefið, ungfrú góð!” mælti ókunni mað- urinn. “Eruð þér Melle Julia Morrel?” spurði að komumaður og var sfcerkur ítalskur hreimur í rödd hans. “Lestu þetta bréf,“ mælti maðurinn enn fremur, um leið og hann rétti Júlíu bréf, sem hann ihélt á í hendinni, og bætti við: “Það er í sambandi við föður yðar.” Júlía tók við bréfinu, reif það upp og las: “Farðu tafarlaust til númer 15 Meillan götu, spurðu eftir dyraverði hússins og biddu hann að fá þér lykil að berberginu, sem er á fimta lofti; farðu þar inn og muntu finna á hvllu, sem er uppi yfir eldstæðinu rauða peningabuddu úr silki. Taktu hana og færðu föður þínum. Það skiftir miklu, að þetfca sé komið til föður þíns fyrir kl. 11. Þú lofaðir að hlýða mér skilyrðislaust. — Gleymdu ekki því loforði þínu. “Sinbad the Sailor.” Júlía vissi varla hvað hún átti að gera, en þó undarlegt væri, þá leitaði hún ekki ráða til bróður síns, heldur til Emnuel. Sagði ihonum öll tildrög og spurði hann hvað hún ætti að gera. “Þú verður að fara, Mademoiselle, eg skal fara með þér og bíða eftir þér á næsta götuhorni.” “Þú heldur þá, Emanúel, að eg eigi að hlýða þessari skipun.” “Já, sagði ekki sendimaðuriun, að velferð föður þíns væri undir því komin?” svaraði Ema- núel. “En hvaða hæfcta vofir yfir honum?” spurði Júlía. “Ef honum kemur ekki einhver hjálp fyrir kl. 11 í dag, þá verður hann knúður til þess að auglýsa öllum heimi, að hann sé gjaldþrota,” svar* aði Emanúel. “Komdu þá, komdu fljótt!” svaraði Jiílía og þau flýttu sér út og ádeiðis til nr. 15 í Maillangötu. Á meðan þessu fór fram á milli Júlíu og Ema- núels, hafði móðir móðir Maximillan sagt honum alt og eftir að hann hafði hlustað á þá sögu móður sinnar, þaut hann út úr herberginu og ætlaði beint á skrifsbofu föður síns, en hún var læst. Hann drap öfurhægt á dyrnar, en fékk ekkert svar; en í því heyrði hann að hurðu var lokað og hann sneri sér við. Faðir hans hafði komið út úr svefnher- bergi sínu og stóð andspænis syni sínum, sem hann átti ekki von á. Maximillan hljóp að föður sínum, lagði hend- ur um háls honum og þrýsti honum að sér, en hrökk aftur á bak náfölur og mælti: “Hvað ætl- arðu að gera við marghleypuna, sem þú hefir í barminum, pabbi!” “Maximillan,” svaraði Morrel og horfði í augu sonar síns. “Þú ert maður, heiðarlegur maður. Komdu með mér, eg skal segja þér alt.” Þeir fóru inn í skrifstofu Morrel og þar sagði hann syni sínum frá ástandinu við verzlunlna, að skuldin væri 287,500 frankar, sem féllu í gjalddaga þá nm daginn, og að það væru að eins 15,257 frankar til þess að mæta skuldinni, og bætti við: “Blóð vort getur að eins bætt úr þeirri skömm. ’ ’ “Það er satt, faðir minm,” mælti Maximillan. “Eg skil þig nú,” og hann rétti hendina eftir ann- ari marghleypu, sem lá á skrifborðinu og mælti: önnur er handa þér — hin handa mér — þakk.” Morrel lagði hönd sína ofan á hönd sonar síns og mælti: “Móðir þín og systir, hver mundi þá sjá um þær?” Það fór hrollur um Maximillan og hann mælti: “Vpiztu það, faðir minn, að þú ert að telja í mig lífið?” “Já, eg bið þig um að lifa,” svaraði Morrél og bætti við: “Það er skylda þín. Þú átt hreina, staðfasta og djarfa hugsun, Maximillan. Þú ert enginn bversdagsmaður. Eg skipa þér 'okki neitt, eg bið þig um ekkert; eg bið þig bara að setja þig í mín spor og ráða svo gjörðum þínum sjálfur. Eftir dálitla stund svaraði Maximillan: “Sé það þá svo, faðir minn.” Hann stóð upp og rétti föður sín'um höndina og mælfci: ‘ ‘ Far þú í friði, faðir minn, eg held áfram að lifa.” Morrel ætlaði að kasta sér niður á gólfið við fætur sonar síms, en Maximillan greip hann í fang sér og hjörtu þeirra tveggja manna, hrein eins og mjöllin, slógu hvort gegn' öðru. “Þú veizt, að þebta er ekki mín skuld,” sagði Morrel. Maximillan brosti og sagði: “Eg veit, pabbi, að þú ert sá heiðvirðasti maður, sem eg hefi nokk- urn tíma þekt.” “Jæja, sonur minn, nú er máli okkar lokið. farðu nú til móður þinmar og systur.” Um leið og Maximillan kraup á kné, mælti 'hann: “Faðir minn, veittu mér blessun þína.” Morrel tók höfuð sonar síns milli handa sér og kysbi á enni hans mokkrum sinnum og mælti: “ Já, eg blessa þig í mínu eigin nafni og í nafni ættarinnar, sem í þrjú hundruð ár befir búið flekk- laus og heiðruð í landinu, sem óskar nú öll, að mér meðfcöldum, að stofnun sú, sem óhöppin hafa nú eyðilagt, megi með guðs 'hýálp aftur rísa og blómgast. Slíkur dauðdagi, sem eg nú kýs mér, mun verða til þess að mýkja hjarta hins harðgeðj- aðasta manms gagnvart þér, Dauðum fylg.ja allir MarseLIIesbúar mér til míns hinsta hvílurúms — lifandi væri nafn mitt þér til vanvirðu; en þegar eg er dauður, getur þú haldið uppi höfði þínu og sagt: “Eg er sonur hans, sem þið drápuð, þegar hann í fyrsta sinni gat ekki mætt skuldum sínum. ’ ’ Afmæl.ð han* Bjarna litla. Það var afmælisdagurinn hans Bjarna litla. Hann hafði farið snemma fætur um morguninn og var í beztu fötunum sínum. Honum voru gefn- ar ýmsar gjafir, ýmislegt fallegt; og hann lék sér allan daginn og var mjög glaður. Hann var 8 ára. Þefcta var á Þorranum og var slœmfc veður. (Jm kveldið fer Bjarni litli snöggvast út, en þegar hann kemur inn aftur, er hann á/kaflega daufur og ’fæst ekki til að leika sér. “Hvað gemgur að þér, eLsku drengurinn minn,” sagði móðir hans. “Erfcu búinn að gleyma afmælinu þínu? Haltu áfram að leika þér, góði minn.” “Eg sá nokkuð úti,” svaraði Bjarni, “sem mér þótti svo leiðiniegt, og þess vegna þykir mér ekkert gaman að leika mér lengur. Auminginn hún Brúnskjóna sbendur undir bæjarveggnum með folaldinu sínu f bylnum og frostinu. Hún Verður að standa þar í alla nótt, og hún er svo svöng, og litla folaldið er alt af að sjúga. Mig langaði til að hleypa henni inu, en eg þorði það ekki fyrir pabba.” “Þú ert góður drengur, Baddi minn,” sagði móðir hans. “Eg skal biðja pabba að gefa Skjónu og hleypa henni inn.” Síðan fór hún til manns sírns og sagði honum alla söguna. Hann fór undir eins út og gaf Skjónu fullan laup af beyi og rak hana inn. Bjarni litli stökk með honum suður að hest- húsi og óð snjóinn upp fyrir hné, og hann horfði með ánægjulegu brosi á Skjónu, þar sem hún stóð við stallinn og át beyið sitt. Þegar hann fór út, leit Skjóna fram í dyrnar og sagði: “hne, hne, hne.” Það hafa sjálfsagt átt að vera þakkarorð til Bjarna. — Nú var litli Bjarni ánægður; hann lék sér það sem eftir var af kvöldinu. Og Skjóna var svo hýst á hverri nóttu allan veturinn eftir þetta. Tryggvi Oleson. Glenboro, Man., 19. jan. 1920. --------o------ Glenboro, Man., 18. jan. 1920. Kæri ritstjóri Sólskins! Eg ætla að biðja yður að setja þessa smásögu í Sólskin, ef að þar er pláss. Hún er svona: Hægri eða vinstri. “Hvort viltu heldur í hægri eða vinstri?” sagði Páll við Maríu systur sína einn sunnudags- morgun, þegar hann kom inn. “Eg vil í hægri,” svaraði María.— Páll opn- oði hnefann og þar voru 20 aurar. “Hvað er í hinni?” spurði María. — Páll sýndi það; þar var króna. “Pabbi gaf okkur þessa peninga,” sagði PáU, “og eg átti að skifta þeim á milli okkar. Þú vildir heldur 20 aurana, svo það er bezt, að þú hafir þá.” “Það er okki rótt skift,” sagði María; “við eigum sína 60 aurana hvort.” “Þú kaust þetta,” sagði Páll, og það verður að vera. “Ef þú hefðir kosið í vinstri, þá hefðir þú fengið krónuna. Eg er líka karlmaður og þarf að fá mér tóbak. Eg þarf því miklu fremur að halda á því en þú.” María litla fór að gráta; hún sagði samt ekki pabba sínum frá þyí; hún vissi, að hann mundi verða vondur við Palla og það vildi hún ekki. Nokkru seinna var María að ganga úti á göfu. Þá mætti hún lítilli stúlku, sem var að leita að ein- hverju. “Hvað vantar þig?” spurði María. — “Eg týndi 20 aurum, sem eg áfcti að kaupa fyrir tvinna,” sagði hún grátandi. “Eg kvíði fyrir að koma beim, ef eg finn þá ekki.” María litla fór ofan í vasa sinn, tók upp 20 aurana og sagði: ‘ ‘ Eg á ekki meira til en þetta, þú mátt eiga það.” — Litla istúlkan þakkaði fyrir og kvaddi. Rétt á eftir var kallað: ‘“María!” Hún leit aftur fyirir sig og þai’vstóð skrautklæddur maður. Hann heilsaði Maríu vingjarnlega, rétti henni 20 króna gullpening og sagði: “*Þú gafst litlu fá- tæku sfcúlkunni aleigu þína. Þú skalt hafa þetta í staðinn.” María varð alveg hissa á gjafmildi þessa ó- kunna manns, og þakkaði bonuin innilega fyrir. Að því búnu kvaddi hann hana. Þegar María kom heim, réði bún sér ekki fyrir gleði yfir að vera orðin svona rík. Ifún sfcökk með gullpening- inn til móður sinnar og sagði henni alla söguna. “En þú mátt okki verða vond við hann Palla, þó hann skifti svona misjafnt,” sagði hún. Var hún ekki góð systir? : ‘ Nú skaltu gera nokkuð, ’ ’ sagði mamma henn- ar. “kauptu þér sparisjóðsbók og legðu pening- ana í sparisjóðinn og lábtu pabba ekkert vita af því. Hver veit nema honum liggi einhvern tíma mikið á peningum, og þá væri gaman að geta Ljálpað bonum.” — “ Já, það vœri gaman,” svar- aði María litla. Svo hljóp hún niður í banka og keypti sér sparisjóðsbóik, og var heldur en ekki hróðug, er hún sneri heimleiðis aftur. En hvað haldið þið að Páll hafi gert við krón- una sína? Hann keypti fyrir hana eitt pund af reykfcóbaki, sem kostaði 80 aura og reykjarpípu fyrir 20 aura. 'Svo leið langur fcími. Einlhverju sinni tók María eftir því, að pabbi hennar var út við glugga, þegar hann ha'fði lokið vinnu sinni, sfcuddi hönd undir ikinn og borfði út á götuna. Maríu sýndisfc ihann eitthvað öðru vísi en hann áfcti að sér, og henni heyrðisfchann draga andann þungt og mæðu- lega öðni bvoru. “Gengur nokkuð að þér, pabbi minn?” sagði hún og lagði hendurnar utan um hálsinn á bonum. “Ó, nei, laimbið mitt,” svaraði pabbi hennar og klysti hana: María hljóp ti'l mömmu sinnar og sagði við Ihana: “Hvernig stendur á því, að hann pabbi er svona daufur? Það hlýtur að ganga eifcthvað að honum.” “Þaðer náfctúrlegt, að hann sé daufur,” sagði móðir hennar. “Hann hefir verið krafinn um 200 króna skukl, sem hann befir nú reyndar borgað. fyrir löngu. En hann hefir ekki kvittunina og getur því ekki sannað það. Hann verður að láta af hendi þessar 200 kv., en af því að hann er fá- tækur og befir ekkert annað en vinnu sína, þá þorir enginn að lána honum. Hann sér því ekki annað fyrir, en að verða setbur í fangelsi.” “O, guð minn góður,” sagði María.. “Á að setja hann pabba minn í fangelsi! Það er ómögu- legt annað en að Guð verndi hann frá því, hann er svo góður maður. En 20 krónurnar mínar, mamma, það inunar þó dálítið nrn þær.” Móðir bennar gekk fcil manns síns, settist hjá honum og spurði, bvort ekki væri hægfc að gera neina samninga við skuldheimtumanninn. “Ójú,” svaraði hann. “Hann sagðisfc skyldi gera ,sig ánægðan með það, ef eg gæti borgað sér 20 kr. undir eins og 10 krónur á mánuði uyip frá Iþví þangað til skuldinni væri lokið. En fátækir menn eins og eg taka ekki 20 kr. upp úr sfceinun- um, og eg viss um, að enginn þorir að lána mér þær. ’ ’ “Vertu rólegur, góði minn,” sagði konan hans. “Við skulum sjá, hvort ekki er hægt að liafa einhver ráð.” Síðan fór hún fram til Maríu 'litl'U og sagði henni að flýta sér niður í banka og taka þar út krónurnar sínar. María hljóp eins og fætur toguðu og ruddist í gegn um mannþröng- ina og inn að afgreiðsluborði í bankanum. “Eg ætla að fá út 20 krónur,” kallaði hún svo háfct og ákaft, að allir litu hana sfcórum aug- um. “Eg þanf að fá mig fljófct afgreidda,” ragði hún enn fremur. “Honum pabba iiggur á pening- unum, eg má til að flýta mér.” María var afgreidd undir eins, og hún beið ekki boðanna, þegar hún hafði fengið peningana. Hún hljóp til pabba síns og spurði hann hvort hon- um þætti ekki vænt um það. Pabbi horfði á hana öldungis forviða, og spurði hana hvernig hún hefði fengnð þetta. “Manstu, þegar þú gafsfc mér og Palla eina krónu og tuttugu aura einu sinni í fyrra? Eg gaf fátæku barni 20 aurana mína, en einhver ríkur maður gaf mér þetta og gaf mér 20 krónurt Eg lét þær í sparisjóðinn.“ Pabbi vafði hana að sér og kysti hana. Hann varð glaðari en frá verði sagt, því þetta kom hon- um úr krög.gum í bráðina. Palli litli hlustaði á sögu systur sánnar. Hann dauð-skammaði'st sín, fyrst og fremst fyrir það, hversu ranglátlega hann hefði ski'ft milli þeirra, og í öðru lagi, hversu illa hann hefði varið sínum parti. En María þvert á mófci, og honum féll það ptui bá þyngra, að María vildi ekki segja frá því. Hann saeði nú siálfur frá því og bað foreldra og svstnr fyrirgefningar og ásetti sér að gjöra aldrei neitt rangt aftur. Liney S. Oleson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.