Lögberg - 12.02.1920, Blaðsíða 4

Lögberg - 12.02.1920, Blaðsíða 4
Bls. 4 LÖGBKRG, FIMTUDAGINN 12. FEBRÚAR 1920. Jögberg Gefið út hvem Fimtudag af Th# Col- umbia Prets, Ltd.,|Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TAIiSIMI: GARRY 416 og 417 Jón J. Bíldfell, Editor J. J. Vopni, Business Manager Utan&skrift til blaðsins: THE eOLUMBIH PRESS, Ltd., Box 3172, Winnipsg. Man- Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipag, Man. VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um &ri8. ................................. >!'J fongið mamii þeim, sem nppvís var orðinn að sviknrn og þjófnaði, trúnaðarmál í hendnr. Vér álítnm, að slíkt hefði verið með ölln ómögulegt og að sú stjórn, sem að slíkt herfði gert, hefði að voru áliti verið siðferðislegt þrotaflak, eins og IJka menn þeir, sem hafa haldið eða halda slíku fram í alvöru. Það eru ýms önnur mál, sem vinur vor af- lagar í þessum Heimskringluhlöðum sínum, svo sem vínhanns málið. Þar úthrópar hann Norr- isstjórnina fyrir þá skuld, að einíhver læknir hefði átt að gefa mönnuon, eða öllu heldur selja mönnum ávísanir fleiri en góðu hófi gegndi á vín í lyfjahúðum. Þegar vér sáum þessa ákæru þína á Norris- stjórnina, ritstjóri góður, datt oss í hug vísu- partur eftir mann, sem við báðir þekkjum og þú kannast víst við: “Alt er hirt, alt er hirt, aldrei hlé á leirburðe” o. s.frv. Næst líklega verður það ein af syndum Nor- risstjómarinnar, ef einhver svnnir unnustuna sína eða eignast króa ólöglega. Vinur vor að Heimskringlu og Norrisstjórnin. í tveimur srðustu blöðum Heimskringlu hefir rtistjóri blaðsins verið að fræða lesendur eína um fylkismál, og er öðru nær en út á það sé setjandi, ef rétt er með farið. Og það ætti að vera föst regla allra manna, að fara sem allra réttast með, ekki sízt þeirra manna, sem íkjörnir eru til þess að vera tals- menn opinberra mála. Það ætti að vera sjálfsögð skylda þeirra manna, að vera eins beiðarlegir í hugsun, eins og þeir vilja vera í verkum, og eins vandir til orða og þeir vilja vera í framgöngu. Þessara dygða er ávalt þörf á að gæta, en ekki sízt þegar tilfinningalíf og hugsun manna er eins viðkvæmt og nú. Oss þykir líklegt, að ef þeir menn, sem til almennings tala, finna nokkuð til siðferðilegra skyldna siuna á annað borð, þá mundu þær knýja þá til drengilegrar þátttöku í öllum mál- um, eins og nú standa sakir. Því var það að yfir oss datt, þegar vér lás- um ummæli vinar vors í Heimskringlu frá 28. jan. og 3. febrúar, um stjórnmálin í Manitoba, því þar er gjörsamlega sneytt fram hjá sann- leikanum, en þeytt upp svo miklu moldviðri að þeir, sem lesa, hljóta að verða fjær sannleikan- mm eftir að hafa lesið s'líkt, en þeir voru áður, og er slíkt ilt verfk og hverjum góðum dreng ó- samiboðið. Sérstaklega er það þrent, sem vinur vor í Heimskringlu finnur Nirrisstjóminni til for- áttu: Fyrst, eyðsluisemi Norrisstjómarinnar á fé almennings, og sem dæmi upp á það segir hann, að á síðasta stjórnarári Roblins stjórnar- innar sælu hafi útgjöld hennar verið $5,638,658, en á þessu síðasta ári séu útgjöld Norrisstjórn- arinnar $8,377,000, eða 2% miljónum dollara hærri en þau voru hæst hjá Roblinstjórninni. Vér vitum ekki, íbve mikill fínansfræðingur vinur vor á Heimskringlu er, en einhvern veg- inn er það nú svo, að vér kunnum ekki við rök- fræðina, sem á bak við þessa fínansfræði hans Jiggur. Vill hann að útgjöld stjórnarinnar standi í sitaðf Eða að þau fari minkandi? Vildi hann virkilega óska þess, að útgjöld stjórnarinnar í Manitoba væru minni, en þau vom 1914! í verzlunarheiminum er það fast og órjúf- anlegt lögmál, að aukin verzlun hefir í för með sér aukin útgjöld. Þessar tölur út af fyrir sig sanna alls ekki neitt, Tryggvi minn. Aðal atriðið í því sambandi er það, hveraig að þessu fé hefir verið varið; — þú hefðir mátt segja frá því, að Norrisstjórnin legði $300,000 meira til mentamála á ári, en RobVinstjórnin gerði.—Þú hefðir mátt segja frá því, að hún eyðir svo hundr^ðum þúsunda skiftir meira á ári til vegagerða innan fylkisims, en Roblin- stjórnin gerði.—Frá því hefðirðu mátt segja, að verksvið hinna ýmsu stjórnardeilda hefðu vaxið feykilega mikið á þeim fjórum árum, sem Norrisstjórnin hefir setið að völdum, og era því að sjálfsögðu kostnaðarmeiri. Og þú hefðir líka mátt segja frá því, að kostnaður við alt, sem að stjómarfari fylkisins lýtur, liefir sökum striðsins, sem Norrisstjórnin átti enga sök á og gat ekkert við ráðið, nálega tvöfaldast í verði, eins og allar aðrar þarfir ibúa landsins. Ef að þú hefðir bent lesendum þínum á þotta og fleira í sömu átt, urn leið og þú varst að benda á auknu útgjöldin, þá hefðirðu verið maður, Tryggvi minn. Skrafdrjúgt verður vini voram í Heirús- kringlu um þinghúsið nýja, —- hve óhæfilega dýrt það verði fylkinu, og að skammar nær hefði etjórninni verið að láta Kelly gjöra verkið, því þá hefðu fylkinu sparast 3—4 miljónir dollara. Þessu og öðra eins er hægt að slengja út til lítt hugsandi manna. En þegar menn fara að brjóta þetta til mergjar, þá verða mörg ljón á veginum. Fyrst, að þetta er bláber heimska, því það er hverjum einasta manni ljóst, að hvorki Kelly né heldur nokkur annar maður gat bygt þá byggingu fyrir sama verð og í hana var boðið 1913, þar sem alt byggingarefni hefir hækkað í verði um helifiing og í mörgum tilfellum um 300 prct. sökum stríðsins. Engum manni, hvorki Kelly né öðram, var ætlandi að standast slíkan aukakostnað, enda hefði engin stjórn getað neitað um að bæta hann undir kringumstæðunum. Og þó að hægt hefði verið að þrengja Kelly til þess, þá er mikið spursmál, hvort að nokkur 8tjórn hefði frá siðferðilegu sjónarmiði getað Stjórn fólksins. V. Verhamála-löggjöf. II. 1 síðasta blaði voru töluðum vér um verka- manna löggjöf Norris-stjóraarinnar, og bentum á, hve ósegjanleg réttarbót hún var og er öllum verkamönnum. En þegar vér tölum um verka- menn, þá er hætt við að sá skilningur sé lagður í orð vor, að vér eigum við karlmenn — fjöl- skyldufeður og þá aðra, sem algenga daglauna- vinnu stunda. Og það var svo, þegar um verkafólk var að ræða, það, sem leigði sig til almennrar dag- launavinnu, þá var aðallega átt við karlmenn. En nú er þetta breytt, síðan kveni^Slk fór að vinna fyrir alvöru á skrifstofum, við verzl- anir og á iðnaðarstofnunum. Það lá því í augum uppi, að ekki var minni ástæða til þess að líta eftir rétti og velferð þeirra, heldur en annara. En samt var það nú ekki gert. Kvenfólk vann hér frá morgni til kvelds fyrir smánarlega lágt kaup og við óhæfilega og óholla aðbúð. En stjórnirnar hér í Manitoba létu sig þetta ástand engu skifta, þar til Norris-stjórain kom til valda og leiddi í gildi hin svo kolluðu lág- marks vinnugjaldslög (Minimum Wage Act) og þó þau lög snerti alt verkafólk, þá er spurs- málslaust, að enn sem komið er hefir kvenfólk það, sem við verzlanir og iðnaðar stofnanir vinnur, notið mestrar réttarbótar undir þeim lögum, því það er nú ekki ein einasta iðnaðar- stofnun í öllu fy’lkinu, sem þau lög ekki ná til. 1 lögum þessum, er Norrisstjórnin samdi og innleiddi árið 1917, er tekið fram, að nefnd sé falið að. framfylgja ákvæðum Iaganna og í þeirri nefnd er fólk úr flokkum þeim, sem lögin snerta aðallega, og sem sýnisbom þess, hvað framíkvæmt hefir verið undir þessum lög- um, tökum vér af handa hófi útdrátt úr reglu- gjörð téðra laga um þvottahús í fylkinu. 1. Herbergjum, ihúsmunum og áhöldum skal vera haldið hreinum. Hreint og heilmemt vatn til dryfckjar skal vera á þeim stað í byggingunni, þar sem verká- fólkið hefir aðgang að því. Birta skal vera næg, og þegar ný þvottahús eru býgð, skal stærð glugga á hverju herbergi vera að minsta kosti einn áttundi partur af um- máli herbergisins. • Þá er tekið fram um loft ræsi í þessum hús- um, tilhögun náðhúsa, þvotta herbergja, hita og verjur fyrir það fólk, sem við hættulegar vélar vinna. 2. Vinnutími má ekki vera lengri en níu kl.- stundir á dag og enginn að vinna lengur en 52 stundir á viku. A laugardögum má enginn vinno lengur en til kl. 3 og e>kki nema til 2.30 í júní, júlí og ágúst. Og engin kona má vinna í þvottahúsum frá kl. 12 á laugardagskveldum og til kl. 12 á sunnu- dagskveldum. Aukaborgun skal greidd hverjum þeim, sem vinnur meira en 52 klukkustundir á viku. En enginn má vinna í yfirtíma meira en 36 daga á ári. 3. Kaup skal greitt vikulega. Viku fyrirvara skal vinnuvkeitandi gefa fvrir uppsögn á vinnu, og hið sama gildir um verkafólkið. * Engri konu, sem komin er yfir átján ára aldur og er vön vinnunni, skal borgað minna kaup en $9.50 á viku, og engum lærling, sem kominn er yfir átján ára aldur, gkal borgað minna en $8.00 um vikuna, og skal það kaup hækkað eftir þriggja mánaða vinnu upp í $9.00, og eftir sex mánuði álízt lærlingurinn fullnuma. Lærlingur sem eru undir átján ára aldri og vinnu stunda í þvottahúsum. má ekki fá minna kaup en $7.00 á viku, og skal það kaup borgað í þrjá mánuði; $7.50 skulu borgaðir á viku í næstu þrjá mánuðina. $8.00 á viku fvrir þriðju þrjá mánuðina og eftir þann tíma skal kaup þeirra ekki vera minna en $9.50 á viku. En aldrei mega þeir, sem eru yngri en átján ára, vera fleiri í hverju þvottahúsi en sem nemi einuim fjórða af tölu þeirra, sem þar vinna. Það sem hér að ofan er sýnt, er að eins h’tið sýnishorn af því, sem framkvæmt hefir verið undir þessum lögum —það er að eins lít- ill útdráttur úr reglugjörð þeirri, sem snertir þá einu atvinnugrein, sem þar er nefnd. En slíkt hið sama hefir verið gjört um þvert og endilangt þetta fylki, þar sem um er að ræða verzlanir eða verksmiðju iðnað, og geta menn séð hve afar þýðingarmikil slík lög- gjöf er, ekki að eins til þess að reisa skorður við því, að vinnuveitendur misbjóði vinnufólki sínu að því er kaupgjald snertir, heldur og líka tii þess að vernda heilsu og þrótt þess. Og það er e'kki einasta að þetta hafi verið gert, heldur heldur nefndin áfram að ger,> þetta —'helzt í hendur við breyttar kringumstæður og vaxandi þarfir tímans og fylgir fram laga á- kvæðum þeim, eða lagabreytingum, sem þær breyttu kringumstæður krefjast fólki þessu til verndar og uppbyggingar. Otdráttur úr ræðu eftir J. C. BROWN, hinn nýhosna forseta sam- einuðu bœndafélaganna í Manitoba. Atvikin hafa orðið þess valdandi, atvik, sem yður flestum munu kunn, að mér ber í þetta sinn að ávarpa yður nokkrum orðum, kæru stéttarbræður, sem forseti hinna Samein- uðu bænda — United Farmers of Manitoba. Kringumstæðurnar, eins og málunum nú hefir skipast, leggja á ‘herðar framkvæmdar- nefndarinnar, fulltrúanna og yðar allra í heild, ábyrgðarmiklar slkyldur, sem krafist verður að vér rækjum samvizkusamlega eftir fremsta megni. Hvernig framkvæmdarnefnd- inni ihefir tekist forstaða málanna, mun. fólkið sjálft dæma um, en eg trúi því eindregið, að sú muni skoðunin alment verða, að vér höfum á- valt og undir öllum kringumstæðum látið mál- efnið sjálft, bændahreyfinguna, hina víðtæku andlegu vaikningu, sitja í fyrirrúmi fyrir per- sónulegum hagsmunum. Ef til vill ætti eg ekki að tala sérstaklega um hina miklu bændahreyf- ingu, heldur lýðvakninguna yfirleitt, sem svo greinilega hefir rutt sér til rúms innan vébanda þjóðfélags vors. . Þó stendur vitanlega bænda- hreyíingin oss næst, þar sem að baki hennar stendur fjölmennasta stéttin, sú stétt, sem meö góðri innbyrðis samvinnu getur látið meira til 'Sín talca í þjóðmálum, en nokkur önnur félags- heild. A hinum umliðnu ársþingum vorum hafa mörg mikilvæg mál jafnan verið á dagskrá, og hafa þar margar ákvarðanir verið teknar, sem átt hafa sinn drjúga þátt í því að skapa sögu hinnar canadisku þjóðar. En aldrei hefir þó áður, síðan félagsheild vor var grundvölluð, hvílt á henni önnur eins feikna ábirgð og nú, né viðfangsefnin verið jafn flótkin, er ráða þarf frarn úr. Síðastliðin fjögur ár hafa þing vor verið haldin í skugga hins mikla heimsófriðar, ef svo mætti að orði fcveða. Á þeim reynslutímum urðu konur og menn í voru kæra Manitobafylki, sem og 'hinn brezki þjóðflokkur á öllum öðrum svæðum, að inna af hendi þær þyngstu fórnir, er mannkynið getur í té látið. Fólkið varð í þús- undatali að fórna sínu eigin lífi fyrir frelsi og mannréttindi. Og þegar svo hið brezka veldi, ásamt sambandsþjóðum þess, var um eitt skeið í beinni lífshættu, þá sýndist það eigi nema eðli- legt, að hugsanir vorar og athafnir snerust fyrst og fremst um það, að vinna sigur á orustu- vellinum. Þjóðartilvera vor lék á þræði. Ef stríðið tapaðist á vorá hlið, skifti flest annað ekki miklu máli. F) rir ári liðnu var hugur margra svo ná- tengdur við stríðið og afleiðingar þess, að vera má að réttlæta megi með nokkru afstöðu þeirra manna, er viðsjárvert töldu að stofna,til ger- breytinga í fjármála og toll-löggjöf þjóðarinn- ar. En nú eru liðnir fjórtán mánuðir síðan að sverðin voru slíðruð á vesturvígstöðvunum, byssurnar þagnaðar og friðarsamningar undir- skrifaðir. ófriðurinn hefir verið skráður í Ár- bækurnar, hann er orðinn að sögulegum svip, og það eru að eins afleiðingar hans, sem nú krefjast af oss viturlegra og skjótra úrræða. Oghvað mætir svo sjónum vorum fyrst? Hung- ur, gjaldþrot og óstjórn um mikinn hluta Norð- urálfunnar. Verkföll í kolanámunum brezku drógu tilfinnanlega úr viðskiftamagni þjóðar- innar, og sýndust vera á góðum vegi með að sjúga síðasta merginn úr þjóðlíkamanum. Iðn- aðarlíf h^nnar voldugu Bandaríkjaþjóðar lék einnig á þræði sökum hinna stórkostlegu verk- falla í kolanámunum þar og stálsteypuverk- smiðjunum. Og innan vors eigin þjóðfélags kvað þó ef til vill einna mest að iðnaðarsundr- unginni, er náði hámarki sínu í verkfallinu mikla í Winnipeg á öndverðu síðastliðnu sumri. Þegar vér nú hugsum um allan þenna ógur- lega iðnaðar glundroða og horfumst í augu við þann alvarlega sannleik, að þjóðskuld Canada nemur nálægt hálfri þriðju biljón dala, gr sízt að undra, þótt ýmsa reki í rogastanz og setji hljóða. En hugarvíl ræður ekki fram úr vandræð- um; þjóðarmeðvitundin verður að vakna og at- hafnir að koma í stað orða. Grandvöllurinn undir framtíðarböllum þjóðarinnar verður að hvíla á jöfnuði og réttlæti, ekkert annað verður þolað, ekkert annað getur leitt þjóð vora til þess öndvegis, sem hún á heimting á að skipa. Að þessu sinni er eg ekki við því búinn, að leggja fram tillögur í ákveðnu formi um réttar- bætur þær, sem eg veit að vér allir þráum mest, verð því að láta mér nægja að gefa nokkrar bendingar almenns efnis í sambandi við nokk- ur allra þýðingarmestu atriðin. . (Meira.) The Royal Bank of Canada HöfuSstólI löggiltur $25,000,000. Höfuðstóll greiddur $17,0*0,000 Varasjóður $18,000,000 Total Assets over $538,000,000 Forseti.......................- Sir Herbert Hoít Vara-forseti - E. L. Pease Aðal-ráðsmaður - - C. E. Neill Allskonar bankastörf afgreidd. Vér byrjum reikninga við elnstaklinga eða félög og sanngjarnir skilmálar veittir. Avísanir seldar til hvaða staðar sem er á Islandi Sérstakur gaumur gefinn sparisjóðsinnlðgum, ■em byrja má með 1 dollar. Rentur lagðar við á hverjum 6 mánuðum. WINNIPEG (West End) BRANCHES r.«T. william & Sherbrook T. E. Thoriteinson, Manager Cor. Sargent & Beverley F. Thordarson, Manager Cor. Portage & Sherbrook R. L. Paterson, Maoager Cor. Main & Logan M. A. 0'Hara Manager. 5% VEXTIR OG JAFNFRAMT 'O ÖRUGGASTA TRYGGING Leggið sparipeninga yðar 1 5% Fyrsta Veðréttar Skuldabréf með arð- miða — Coupon Bonds — I Manitoba Farm Loans Association. — Hðf- uðstóll og vextir ábyrgst af Manitoba stjórninni. — Skuldabréf gefln At fyrir eins til tiu ára timabil, I upphæðum sniðnum eftir kröfum kaupnnda. Vextir oreíddir viO lofc hverra sex mánaOa. Skrifið eftir upplýsingum. Lán handa bændum Penlngar lánaðlr bændum til búnaðarframfara gegn mjðg lágri mtu. Upplýsingar sendar tafarlaust þeim sr teakja. The Manitoba Farm Loans Associaiion WINNIPEG, - - MANITOBA VEIOIMENN Raw Furs til Sendið Yðar HOERNER, WILUANISON & CO. 241 Princess St., Winnipeg VEL BORGAD fyrir RAW FURS Sanngjörn flokkun Peningar sendir um hæl Sendið eftir brúnu merkiseðlunum Skrifið eftir | Vér borgum Verðlista vorum ý Express kostnað SENDÍD UNDIREINS! VERDID ER FYRIRTAK! Automobile og Gas Tractor .Sérfræðinga verður meiri þörf en nokkru sinni áður í sögu þessa lands. Hví ekki að búa sig undir tafarlaust? Vér kennum yður Garage og Tractor vinnu. Allar tegundir véla L head, T head, I head, Valve in the head, 8-6-4-2-1 Cylinder vélar eru notaðar við kensluna, einnig yfir 20 raf- magnsaöferðir. Vér höfum einnig Automobile og Tractor Carage, hvar þér getið fengið að njóta allra mögulegra æfinga. Skóli vor er sá eini, sem býr til Batteries, sem fullnægja kröfum tímans. Vulcanizing verksmiðja vor er talin að vera sú lang- fullkomnasta í Canada á allan hátt. Árangurinn af kenslu vorri hefir oss til mikillar ánægju sann- fært bæði sjálfa oss og aðra um að kenslan er sú rétta og sanna. —Skrifið eftir upplýsingum—allir hjartanlega velkomnir til þess að skoða skóla vorn og áhöld. GARBUTT M0T0R SCH00L, Ltd. City Public Market Bldg., CALGARY, ALBERTA. Til meðlima Tjaldbáðar safnaðar. Vegna klofnings þess sem upp kom í Tjaldbúðarsöfnuði og með framtíðinni ef hjá því verður komist. Sigfús Anderson. Forseti Tjaldbúðarsafnaðar. ó. S. Thorgeirsson. Skrifari Tjaldbúðarsafnaðar. því dómsúrskurðurinn í máli því, sem klofningur sá leiddi af sér, segir svo fynr, að verjéndur í máli því og allir þeir, er þeim fylgdu að málum eða áttu þátt í að koma til leiðar sameiningu Islenzka mærin. Era þér áfátt unaðs rúna, Tjaldbúðarsafnaðar og Únítara- safnaðarins. sé ekki lengur með- limir Tjaldbúðarsafnaðar og, að| kærandur í máli því og þeir a'*'rir meðlimir safnaðarins. er beim fvlgia að málum. sé hinn rétti og lögmæti Tialdbúðarsöfnuður, þá er nauðsvnlegt að meðlimaskrá sé samin yfir alla núverandi meðlimi Tíaldbúðarsafnaðar svo ekki geti síðar orðið neinn ávrpiningur uni það hveria beri að skoða sem með- limi safnaðarins eða á hveri'im hvíli lagaleg ábvrgð fvrir skuidir safnaðarins. Fulltrúar Tjald- búðarsafnaðar halda þ,rí fulltrúa- fund í samkomusal Tialdbúðar- kirkiu fimtudagskvöldið 19. febr. 1920 til þess að spmia slíka með- l’maskrá. Fulltrúarnir verða þar til st.aðar frá kl. 8 til kl. 10 um kvöldið og eru allir þeir. er þeim fylgia að málum. vinsamlega að ko’up á fun/1 1-,f>nrinn ng nndir"kr'fa pafnaðarlögin rg mað- lima'-krána. pað ar mjög áríð- andi að betta sé gert, því en"ir aðrir verða skoðaðir sem meðU^’- / ir safnaðarins en þeir, s m þá nndir'!krifa safnaðarl' gin og með- limaskrána. og engum öðrum verður leyft að sit.ia á eða taka þátt í safnaðarfundum, sem sfðar kunn,a að verða bal',n,r. Fram að fundinum verður bókin með s-.fnpðarlövnnum og meðlima- íkránni geymd á skrifstofu Hjálm- ‘i n; Bergmp.nns. 8 1 lWr.Art.hnr hvgging, og þar gefst þeim með- limum safnaðarins. sem einhverra orcaka vegna ekki geta sótt full- trúafundinn, tækifæri til þess að undirskrifa safnaðarlögin og meðlimaskrána. Á fundi þessum verðtjr sam- skota leitað upp í málskostnað þann sem málaferlin hafa haft ! för með sér, því svo er til ætlast, að ekki verði leitað til annara en safnaðarlima með borgun á máls- kostnaði sem á söfnuðinum hvílir og á söfnuðinn kann að falla í ljósbrúnna lokka, li’tu fegurra. Sorgum blandna brosið þíða saman vefur sorg og gleði. Dökk og dulrík, djúp og fögur tindra þér augu ástar gljúp. Tálfrítt látbragð tiginborið minnir á gyðju goðasala. Heill sé þér, fegurð himinborna, lýsir þú heim og léttir trega. öllu heilli er beimur fagur. Æskan er ávalt endurborin. Ann eg og uni æfi minni meðan muni mynd þér af geymir, íslenzka Sjöfn Ásum borna, orra feðra ættar laukur. Glitfríð aldin af íslands stofni æva munu eðli glata meðan óðins rúna er ofar sævi og röðull rökkri ræður yfir. Megir þú íslands morgunstjarna! á ættar himni ávalt tindra. Sem gulli glituð guðfögur 'skín mynd þín, mér á munar spjaldi. S. B. B.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.