Lögberg - 18.03.1920, Blaðsíða 4

Lögberg - 18.03.1920, Blaðsíða 4
Bla. 4 LöGBKRG, FIMTUDAGINN 18. MARZ 1920 goerg Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Fre«, Ltd.,»Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TA1.SIMI: UARKV I Ifi og 4 IT Jón J. Bíldfell, Editor Lltanáskrift til blaðsin*: THE C01UMBIA PRESS, Ltd., Box 3172, Winnipsg, Mafi- Utenáskrift rítstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, Man. VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um ári8. Dýrtíð og athugunarleysi. Uru ebkert er eins milkið hugsað og talað vor á meðal eins og dýrtíðina, og er það náttúr- legt, því -ekkert þrengir nú eins ini'kið að oss, eins og einmitt hún. Binstaklingar, og jafnvel heilar þjóðir, sjá ekki fram úr því hvernig að þeir eða þíer eigi að rísa undir þessu. fin þó dugir ekki að láta sér koma til liug- ar að leggja árar í bát — dugir ekki annað en stýra djarft í gegn tum erfiðleikana, unz að brimið og boðana lægði. En það er með erfiðleika þá, sem standa í sambandi við dýrtíðina, eins og sjóferðirnar. Menn verða að vera vel vakandi fyrir þeim, og gera sitt bczta til þess að afstýra þeim. Öllum hugsandi mönnnm 'kemur víst saman um, að aðal ástæðan fvrir þessari dýrtíð, sé þurð á vöiTUTi, og að ekki sé að vænta, á meðan svo er ástatt, að varan falli í verði. I>að er 'því auðsætt, að vér verðum að búa við iþessi 'kjör, þar til framleiðslan vex svo að vöruframboðið verði meira en eftirspurnin. t á, og þá fyrst, getum vér átt von á að þetta lagist. En að því er ekki komið. Sú tíð liggur fram undan oss, en ihvað langt, getur enginn maður sagt með vissu. Vér þurfuin að gtra við því sem er, brúa bilið, sem er á milli vor og þess tíma að fram- leiðsian lagi þetta ,eða ef vér getum ekki brú- að það, þá að minsta kosti að beita allri orku til þess að draga úr erfiðleikunum. Hafið þér, lesendur góðir, nokkurn tíma liugsað um, að hve miklu leyti þér sjálf eruð völd að dýrtíðinni ? Oss mönnunum er svo undur hætt við að kvarta sáran undan því sem að er, án þess að athuga nógu grandgæfilega, að 'hve miklu le>di vér sjálf erum orsök í því sem að er. Hvaða orsök erúm vér þá í dýrtíðinni ? Þegar að niaður svarar þeirri spnrningu, þá er tvent, sem kemur aðaílega til greina. TVrst, verðið á nauðsynjum vorum. í öðru lagi,. peningaforði sjálfra vor. Ef að vér hefðuni nóga peninga, til þess að kaupa \röruna fvrir áíþví verði, sexn hún er nú, þá fyndum vér ekki til neinnar dýrtíðar. En nú er það ékki. Fólkið Ihefir ekki nóga peninga til þess að kaupa lífsnauðsynjar á því verði sem 'þær nú era, eða að minsta kosti er f að tilfinning fólíks yfirleitt. Vér getum ekki sagt hvað liver fjölskylda þarf miíkið fé til þess að framfleyta sér sóma- samlega yfir ánð, og vór éfumst um að það séu margar fjölsikyidur á meðal vor, sem’vita það. Ekki er svo lítilfjörleg verzlun til, að ráðs- maður hennar setjist ekki niður í byrjun árs og g.jöri áætlun um útgjöld og inntektir verzluuar- innar yfir hið komandi ár, og haldi svo nákvæm- an reikning yfir stnrf ræksluna yifir árið, og viti svo að því loknu hvort að hann hefir farið efnalega áfram eða aftur á bak á árinu. Hver einusfu heimilisforeldri, og jafnvel hver einasti einstaiklingur er, og eru verzluuar- menn. En hvað eru það margir einsta/klingar eða heimilisforeldri, sem Qiafa nokkra reglu á reiikn- ingunum sínum. Hvað eru það mörg heimiliisforeldri, sem fylgja nokikurri fastri reglu með fjármál heim- iia sinna? Hvað skyklu þau vera mörg, sem vita nokk- ura skapaðan hlut hvað mikáð þau þurfa eða hvað miklu þau eyða sér og sínum til fram- færslu yfir áriðT Fyrir nokkru síðan lásum vér ritgerð eftir konu eina suður í Bándaríkjum, þar sem þetta þýðingarmiikla mál var tekið til umræðu, og •segir'hún þar frá sinni eigin reynslu: “Yið giiftum Okkur um vorið,” segir húii. “ Maðurinn minn var ráðsmaður hjá vátrygg- ingiarfélagi og hafði betra kaup en alment ger- ist*. Við settum obkur niður f laglegu, en litlu heimiIL, og byrjuðum búskap. A(It gekk vel í fyrstu. Kaup mannsins míns hrökk fyrir út- g.iöldumrm, og þannig liðu fyrstu tvö árin; en þá var komið svo, að kaupið hans hrökk ekki til, svo við urðum að fara að skulda. “Kveld eitt, er við sátum heima og fórum ekki á leikúsið, mintist maðurinn minn á þetta og sagðist varla vita, hvað hann ætti að gera. í’að mundi til lítils fyrir sig að hiðja um hærra kauíp. Hv'o sneri hann sér að mér og mælti: “Aðalheiður, hvað gengur annars að hjá O'kk- ur ? Nágrannafólk okkar, sem ihefir fjögur börn til þess að sjá um, sýnist hafa nóg til alls, en við orum að söbkva í skuldir.” “Eg veit ebki, góði minn. Mér finst eg ekki geta Ikomist a)f með minna, en eg hefi gert, ’ ’ svaraði eg. “En eg skal fara og tala við ná- grannaikonu okkar, og sjá hvaða aðferð hún hef- ir við búskapinn.” Eg fór svo yfir til hennar, og hún sagði mér, að í byrjun hvers árs þá gerðu þau hjón nábvæma áætlun iun inntektir og útgjöld og fylgdu henni svo nákvæmlega, að þeim yrði aldrei fjár fátt, og að þau ættu peninga á banika. Eg sagði manni mínum þetta, og ásett- um vlð okkur að re\na það. Settumst bæði nið- ur og sömdum skriflega áætlun. Viðbrigðin urðu mikil fyrst í st-að; við höfðum aldrei neit- að obkur uúi neitt, sem okkur langaði til að fá. í>egar við vorum á ferð um bæinn og komum í búðir, keyptum við þá ihluti, sem obkur langaði til að eiga, hvort sem við þurftum þeirra nauð- syrtlega við eða ekki. En það komst brátt upp í vana, og nú eigum við fallegra heimili, betri föt oig peninga á banka.” Lesendur góðir. Viljið þér athuga þossa frásögu konunnar í einlægTý og alvöru, líta svo I yðar eigin barm og vita, hvort þér sjálfir eruð okki að allmiklu leyti orsöík í dýrtíðar-erfiðleik- unumf Stjórn fólksins. VI. Landbúnaðarlöggi'óf Norrisstjórnarinnar. III. Landbúnaðar lánfélag. Eins og mönnum er kunnugt, er aikuryrkj- an aðal atvinnugrein Manitoba manna, og því öll eifnaleg afkoma fylkisbúa nndir því komin, hvort að hún tekst vel eða illa. En það er með hana eins og alla aðra at- viiinuvegi vora, að hún hefir verið og er mi'kl- um erfiðleikuím háð. Landið frjósamt og fagurt hefir lengi beð- ið eftir plógnum og sáðmanninum. Og hanrK kom — 'kemur ’frá ýmsprn lönd- nm 'heims, kemur til þess að sá og skera upp, á sléttum Manitoba-fylkis. Þetta fólk Ihafði við margt að stríða, því þó það flytti með sér þrelk, vilja og framtaks- semi, þá v«ar Iþað samt fátækt fólik — skorti sitöfnfé og starfskslufé fil þess að geta notið sín við landbúnaðinn og notið ‘ávaxta þeirra, sem hann gat gat gefið í aðra hönd. Ekki var þó svo að skilja, að í landinu, og jafnvel í fyl'kinn, væri eklki nægilegt starfsfé ta. En þa*ð var alt í höndum Jánfélaga, sem ýmiist áttu upptök sín austur í fylkjum, eða þá í öðrum löndum, og voru ebki hér til 'þess að hjálpa þessu fóLki, sem var komið til þess að yiíkja plóglönd vor; heldur til þesis að ná í sem mest þau gátu aif auð 'þeim, som þetta fólk framleiddi. Saga þessara lánfélaga hér í.fylki voru, og líklega víðar, er ekkert fögur, heldur í flest- um tilfellum saga otkraranna. Vér þekkjum persónulega mörg dæmi, þar sem bændur, sem voru búnir að ná eignar- rétti á löndum sínum og þurftu að ná sér í starfsfé og u rðu þess vegnia að leita lánfélag- anna, urðu að sæta afar kjörum, borga eins 'liátt og tíu til tólf af 'hundraði í vexti, og þar að aúki að skrifa undir veðsalsibréf fyrir þetta $300—$400 láni til fimm ára, sem gerði þá að þræluni félagsins, og í fjölda mörgum tilfellum gátu þeir ekki staðið í skilum og urðu að láta af 'hendi bújarðir sínar til félaganna og ganga slyppir frá skiftmn, eftir að vera búnir að leggja svo og svo mikið í sölurnar til þess að gera þessi lörnl verðmæt. , Þetta hefir verið erfiðasti þrösikuldurinn í vegi fyrir afkomu bænda hór í- Manitoba að undanförnu. Það er öllum ljóst, að landbúnaðar fram- leiðslan er undir iþví ikomin, að ihenni sé ekki misboðið ineð afarkostum að því er siofn- og starfrækslufé snertir. Og ölluin er það ljóst, að bændastéttin getur ebki með nokkru móti komist af án þess að teiga einhvers istaðar (aðgang að slíku starfslfé. Það hefir því verið brennandi spuramál, bæði hér í fylkinu og annars staðar, þar sem landbúnaðurinn er aðal atvinnngrein og auðs- uppspretta fólksins, 'hvernig að h&gt sé að bada úr þessu. En hér hjá oss í Manitoba ifylki hefir aldr- ei verið neitt gert, hvað 'liart sem skórinu hef- ir tkreþt að mönnum, fyr en Norrisstjórnin kom til valda og að hún gekst fyrir því að bænda-lánfélagið yrði stofnað, og lögleiddi það á Manitoha-þinginu 1917. Lög þessi ákveða, að bænda-lánfélag sé stofnað í Manitoba, sem að eins láni peninga út á bújarðir í fylikinu til þess fyrst, að auka bústofn manna; í öðru lagi til ræktunar óyrkts landis í þriðja lagi til að koma upp nauðsynleg um byggingum á bújörðum og í fjórða lagi til að endunborga lán, sem á hújörðunum kynnu að vera, til lánfélaga. Hluthafar í iþessu félagi geta engir orðið nema lónitaikendur (en það geta að eins bændur verið) og svo hið opinbera, og er hluttaka iþessara málsaðilja á þann hátt, að þegar bóndi sækir um lán í félaginu og fær það, þá verðui- hann að borga fimm af hundmði til félagsins, sem félagið veitir honuon hlutahafa skýrteini fyrir, og heklur félagið síðan iþeim peningum sem auka-tiyggingu fyrir láninu, þar til það er endurborgað. En 'þá fær lántakandi þessa peninga endurliorgaða. En Manitoba iStjórnin leggur fram jafn-mikið fé og það fé nemur, sem bændur á ’þenna hátt leggja fram, svo að «tjórnin eða krúnan og bændurnjr halda ávalt jafn miklu af hlutafé í félaginu. Lán era bænd- um veitt úr félaginu fyrir firnm af hundraði í vexti og einn af hnndraði í starfskostnað, svo að vextirnir, sem lóntakendur greiða, era sex af hundraði, og er það afar mikill munur í sam- anburði við þá tíu eða tólíf af hundraði, sem margir þeirra urðu að borga áður. Lánsfé er ætlast til að félagið fái með því að selja sikuldabréf, sem nema níutíu og fimm af liundraði af láns-skýrteinum þeim, sem fé- lagið hefir gefið út, og ábyrgist fylkisstjórnin slík Skuldábréf, bæði að því er vexti og 'höfuð- istól snertir. En sökurn stríðsins og peninga- k\Taða þeirra, sem í 'Sambandi við 'það stóðu, hefir félagið að eins boðið út fá slík skuldabréf, heldur hefir fylkisstjórnin hlanpið þar nndir bagga og lánað félaginu $1,600,000, til þess að það gæti baldið áfram að mæta vaxandi kröf- um bænda um lán. A tuttngu og einum mánuði fyrir 30. nóv- em-ber 1919 báras-t félaginu 1,759 beiðnir um lán, er til samans námu $5,136,862. Af 'þeirri upphæð var búið að borga út og ganga frá lánum upp á $2,000,950. 183 beiðnir um lán höfðu verjð samþyktar og námu þær til samans $623,400. Beiðnir nm lón sem ekki var búið að svara, voru 50, og var upphæð þeirra $117,200. En lánbeiðnir, sem búið var að neita, námu $2,395,312. 1 fljótu 'bragði virðast lánbeiðnirnar, sem neitað hefir verið, |ósannj|jarlniega margar í samarrburði við umsetningu félagsins, en það er í 'því fólgið, að fyíst eftir að félagið tók til starfa, þá barst því svo mikið af lánbeiðnum, sem með öllu var ómögulegt að sinna sökum tryggingar þeirrar, sem boðin var.- Félagið hefir riú lánað út um alt fylki, svo að úr hundrað og einni isveit, sem í fylkinu eru, hefir fél^gið lánað bænduim fé npp á þessi á- gætis kjör í níutíu og fimm. Ahrif 'þessarar löggjafar Norrisstjórnar- innar er ekki hægt að reikna út í tölum, því það er ekiki einasta, að hún gefi bæmdum 'aðgang að ódýru starfsfé með þeim aðgengilegustu kjör- um, isem hér hafa þekst, og á þarnn hátt auki stórkostlega framleiðslu i'andbúnaðarins, og vell'íðan fólks í fylkinu. Heldur hefir hún orð- ið til þess, iað knýja lánfélög ifylkisins til þess að lækika vexti á isínum lánum og bæta láms- skilmála sína að stórum mun, og er slíkt ekki einasta hagur fyrir iþá, sem vi'ð Iþau félög skifta, heldur og stór peningalegur gróði fyrir fylk-ið í 'heiíld sinni. Og eitt er enn í sambandi við þessi lög, eem er ófalið, en er þó ómetanlegur hagur, ekki að eims fyrir bændur, heldur alla fylkisbúa, og það er, að þessi lög eru ekki einasta lög, isem heimila þetta bænda-lánfélag, heldur er líka stofnaður með þeim landbúnaðar-banki, því bænda-lánfélagið hefir rétt ti’l þess að taka á móti isparisjóðsfé ahnennings, og geta því allir lagt þar inn peninga sína og fengið fimm af ihundraði í vexti, og er það meira en nokkur banki gefur, og meira én nokkurt lánfélag gaf áður en þessi lög komu í gildi. En tryggingin, sem á bak við 'þá spari- sjóðspeninga stendur, er félagið og fylkið, og er því tvent unnið með því að leggja þá þar inn: að menn fá hærri vexti en víðast aunars stað- ar og peningarnir eru betur trygðir. --------o-------- Afstaða MacKenzie-King í sambandsþinginu. Eins og áður hefir verið minst á í blaði voru, þá bar Mr. MacKenzie-King, leiðtogi frjálslynda flokiksins í Canada, fram tillögu í sambandsþinginu þess lefnis, að þing iskyldi leyst upp og efnt til nýrra koisninga. — Uppá- 'Stungan isætti ihörðum andmælum af ihálfu ráðu- neytisins; flutti mnanríkis ráðgjafi bræðings- stjómarinnar, Hon. Arthur Meighen, langa varnarræðu fyrir hönd flokiks síns, kvað tillög- una ótímabæra, og einkum yrði það Yesturland- inu til tjóns, að gengið yrði til kosninga áður en kjördæmaskipun landsims yrði endurskoðuð, því af endunskoðun slíkri myndi það leiða, að þingsætum í Yestur-Canada mundi fjölgað að mun. En eins og getið var um í síðasta blaði, lank málinu svo við, atkvæðagreiðsluna, að til- laga Mr. Maoenzie-King var feld með 34 at- Icvæða meiri hluta; greiddu þó atkvæði með henni fulltrúar hims nýja bændaflokks undir forystu Mr. Crerar. Það er nú viðurkent af öllum flokkum, að ræða sú, er Mr. MacKenzie-King hélt sem for- sendur fvrir uppástungu sinni, hafi verið meist- aralega flutt. Er það hans fyrsta ræða í sam- bandsþingimi, eftir endurkoisnmguna. Ræðan stóð yfir í hálfan annan kluklkutíma, og er sagt að allir þingflokkar hafi fylgt henni með fá- dænia atbygli. Mr. Kinig kvað allar þær á- stæður, erlhefðu haustið 1917 verið bornar fram til mcðmæla mynduli samsteypnstjórnar, vera fyrir löngu úr sögunni, og þar að auki kölluðu nú svo rnörg ný stórmál að, er stjórnin vildi helzt ekki sinna eða væri þá ómegnug að ráða fram úr. Einnig kvaðst bann eiga örðugt með að sjá, með hverju móti hin stöðuga fjarvera forsadisráðherrans yrði varin; fjöldi manna hefði J>egar lagt trúnað á, að Mr. Borden mundi dkki bngsa til að taka forystu ráðaneytisins áftur, jafnvel þótt hoilsa hans kynni eitthvað nð breytast til hins betra, enda befði sá orð- rómur verið mjög á sveimi í seinrá tíð. Hairn sagðist heldur ekki geta sóð, að hægt væri með mokkurri sanngimi að ætlast til þoss, að með elíkri háttsemi gæti verið riokkurt veralegt lag á stjórninni, þar sem alt af væri verið að grauta til í ráðaneytinu—undir eins og einn ráðgjafi va*ri ef til vill orðinn dálítið kunnur starf- ræksju deildar iþeirrar, er honum hefði falin The Royal Bank of Canada hefir til leigu me?S sanngjörnum skilmálum SAFETY - DEPOSIT - BOXES Fyrir öll verðmæt skjöl, sem tryggja þarf fyrir eldi og iwforoti svo sem VICTRY BONDS, o. fl. WINNIPEG (West End) BRANCHES fnr. Willlam & Sherbrook T. E. Thorsteinson. Manajer Cor. Sargent & Beyerley F. Thorúarson, Klanaoer ';or. Portage & Sherbrook R. L. Paterson, Manager Cor. Main & Logan M. A. 0'Hara Manager. 5% VEXTIR OG JAFNFRAMT 0 ÖRUGGASTA TRYGGING Leggið sparipeninga yðar f 5% Fyrsta Veðréttar Skuldabréí me8 arð- miða — Coupon Bonds — f Manitoba Farm Loans Association. — HBf- uðstóll og vextir ábyrgst af Manitoba stjórninni. — Skuldabréf gefln át fyrir eins til tíu ára tímabil, 1 upphæðum sniðnum eftir kröfum kampenda. Vextir greiddir viO Iofc hverra sex mánaSa. Skrifið eftir upplýsingum. Lán handa bændum Peningar lánaðir bændum til búnaðarframfara gegn mjög lágrt rentu. Upplýsingar sendar tafarlaust þeim er æskja. The Manitoba Farm Loans Association WINNIPEG, - - MANITOBA VEIDIMENN Raw Furs Sendið Yðar HOERNER, WILUAWISON & CO. 241 Princess St., Winnipeg VEL BORGAD fyrir RAW FURS Sanngjörn flokkun Peningar gendir um hæl Sendið eftir brúnu merkiseðlunum Skrifið eftir Verðlista vorum SENDID UNDIREINS! ^ Vér borgum Ý Express kostnað VERDID ER FYRIRTAK! verið til forstöðu, væri 'hann selfluttur yfir í eitthvað annað ráðgjafaembætti. tJt úr þedrri pólitisku óáran, er geysaði yfir landið, kvaðet ■ liann enga aðra leið sjá en nýjar kosningar, og það som allra fyrst. Mr. King kvaðst geta lýst yfir því fyrir hönd hins frjálslynda flokks, að ef hið nýja kosningalaga frumvarp stjómarinnar yrði á jöfnuði og réttlæti bygt, þá myndi frjálJslyndi flokkurinn vínna í samráði við stjórnina að framigangi þesa með ánægju. En færi svo, að frumvarpið diægi einhvern dám af kosninga- lögunum 1917, ihlyti bver einasti sann-frjáls- lyndur maður að berjast á anóti þeim af ölln alefli. Mr. King sagði sér ifyndist 'það hvort- tveggja í senn, bæði broslegt og sorglegt, að virða fyrir isér frumvörp stjórnarinnar og sjá hve imdursamlega nákvæmni hún sýndi smá- málunum, svo isom nm breytingu á einkaleyfis- lögTion (eitt af stjórnarfrumv.), um leið og efcki væri einu sinni gerð nokkur minsta tilraun í 'þá átt, að greiða ögn fram úr verndartolla far- ganinu, sem gripi þó beint inn í kjör hvers ern- asta borgara landsins. — Ferðaminningar frá Norður Dakota, 22. október 1919 til 22. jan. 1920. (Eftir porleif J. Jackson.) Frá Gardar fór eg alfarinn norður í bygð, laugardaginn 29, Kemst ekki langt, sé iþað er að ganga í 'byl. Sný til hægri út af veginum; iheim þangað sem eg var, um nóttina þá næsfcliðnu, hjá Vigfú^i Jóns'syni greindum, og vel athugulum manni, um hvað helst sem hann talar, og sama er að segja um konu hans. Frá Vigfúsi fór eg næsta dag, sunnudaginn 30. nóvember. Kom til SLgmundar Guðbrandssonar. Tala þar við gamla konu, Guðríði Guðmundsdóttir ekkju Gu'ðmund- ar Skúlasonar frá Reykjavöllum í Skagafirði. Eg gisti næstu nótt, hjá Jó- liannesi Magnússyni, systursyni porsteins sáluga Jóihannessonar skáld'S, og sytskina ihans. For- eldrar Jóhannesar, Magnús Jóns- son og Oddný Jóhannesdóttir. búa þar líka, bæði minnug og ern í anda. Til Mountain var eg kominn þann 6.- des. á laugardag. Hugði sem fyrst að ’komast vestur á Pembinafjöll, en gat það ekki, fyr enn þannl9. Er hjá Elis por- vald'sisyni á meðan eg er 'í Moun- tain fyrir jólin. Elis er búinn að vera þar síðan 1894. Hefir mi'kiö starfað, meðal annars, lagt mikla rækt við að menta börn sín. Eg ætla að líta aptur í tímann, og sjá hvort eg sé einhver sögu- leg atriði tengd við Mountain. Fundur var haldinn þar fjölmenn- ur laugardag 29. nóvemþer 1884. Séra Hans B. Thorgrímsen boð- aði fundinn, og var fundarstjóri, en Jón pórðarson, um tíma í Hen- sel N. D. var skrifari. Málefnið sem um var rætt, var um að stofna (:irkjufélag á meðal íslendinga í Vesturheimi. pefcta varð að framkvæmd, á fundi sem haldinn var líka á Mountain, nærri tveim mánuðum seinna. Kirkjuþing er haldið, á Moun- tain 1888. Part úr einum degi þingsins, er varið til að hafa frjálsar umræður um trúmál, þar er bæði sókn og vörn. pað næsta kirkju'þing, seim haldið er á Mountain var 1894. Lfka þá frjálsar umræður. Um- talsefnið. Hvaða afskifti eiga Autur og Vetsur-íslendingar að hafa hverir af öðrum”. Mjög voru skiftar skoðanir um, hver og hvernig afskiftin ættu að vera. Nær manni í Iiðinni tíð, er það, sem komst í framkvæmd á Moun- tain, á kirkjuþinginu 1913. Stofnun skóla kirkjufélagsins. En sé eg, 1 fyrri löngu liðinni tíð, á frumbýlings árurn íslend- inga í Dakota, í nokkur sumur fjölda manns á Mountain, til að fá sér hesta, eða uxa, eða kýr, eða vagn, hjá manni sem alt þetta hef- ur á boðstólnum til láns, bara að hann fái nóg í pant. Svo tók þetta enda, vinskapurinn á milli lánveitanda og lántakenda fór út um þúfur. Fyrri partur des., 'leið fljótt á þeim tíima, fékk eg tækifæri að koma til margra í Mountainbygð var þó eðcki svo heppin þegar eg kom til Kristjáns Geirs, að Kriet- ján skáld Júlíus sem þar er til heimilis væri 'heiima. Eg gerði ráð fyrir að koma til Geirs aftur þegar K. N. er kominn heim. Vestur á Pembinafjöll, komst eg þann 19. des., með syni eins há- fjallabóndans, sem er úr Bömu sveit og eg að iheiman, Haraldur Pétursson frá Ánastöðum í Hjalta- staða-þingíhá. Kona hans er Björg Magnúsdóttir frá Mjóa- nesi í Skógum í Suður-Múlasýslu, systurdóttir fyrri konu rrinnar. Dætur þeirra tvær ganga á skóla á Mountain, og dvelja þa. yfir

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.