Lögberg - 18.03.1920, Blaðsíða 6

Lögberg - 18.03.1920, Blaðsíða 6
Bls. 6 LÖGBERG FIMTUADGINN 18. MARZ 1920 Námfúsi drengurinn. Booker T. Waskington. II. Loks komst hann aíla leið til Hampton, allur saman rifinn og tættur, með að eins fimm cents í vasamim. Hegar kennararnir höfðu virt hann i’vrir sér og séð hversu óhreinn hann var og tötra- legu tíl fara, j«i, voru þeir engan veginn vissir um, hvort 'þeir ættu að veita houum inngöngu á skól- ann eða ekki/ Þó varð það úr. að einn kennarinn afréð að gefa honum tækifæri, og sagði hann að fyi*sta veVkið, sem hann a-tti að levsa af hendi, væri það, að sópíi eiflia stærstu kenslustofuna og þurka iyk- ið af húsmunum. Hefði Booker eigi rækt þetta fyrsta verk sam- vizzkusamiega, er fátt líklegra, en að honum hefði verið vísað heim hið bráðasta, og er þá óvíst liverja lífsstefnu hann hefði vaTið sér . En honum var það þegar í uppliafi ljóst, að þessi vinna mundi í raun og veru standa í sambandi við próf — vera ef til vildi inntökuprófið sjálft og þess vegna væri annað livort að duga eða drepast. Hann sópaði kenslustofuna þrisvar sinnum í röð, strauk rykið af borðum og bekkjum, fægði glugg- ana og fágaði hverja hyllu, hvem krók og kvma í öllu herberginu. Þegar kenslukonan kom aftur inn í bekkinn, gat hún hvergi nokkurs staðar séð rykugan tíiett; hún horfði all-lengi á drenginn og sagði síðan brosandi: “Eg held við sendum þig ekki hekn undir eins, heddur lofum þér fyrst að reyna, og sýna hvað j>ú getur lært.’’ Og þar með hófst hið ógleymanlega náansskeið hans við skól- ann í Hampton. Þar bar margt fyrir augu og eyru hins unga námssveins, er liánn hafði aldrei áður haft nokkra núnstu hugmvnd um. Hann hafði aldrei fyr á æfi sinni sofið í rúmi með hvítum línvoðum; aldrei verið vanur við að neyta reglubundinna máltíða fyr, og þarna sá hann lfka í fyrsta skiftið mjaílla- hvítan borðdúk. Þarna lærði haim einnig í fyrsta siimi að nota tannbursta og taka sér bað í hvít- gljáandi leirkeri. Hann varð að fara á fætur klukkan fjögur á morgnana, sópa kenslustofurnar, tendra eldinn og yfir höfuð vinna baki brotnu. En honum var það ávalt íjóst, að til þess að geta orðið góður, nytsamur og hamingjusamur maður, þá þurfti hann uim fram alt annað að læra — læra mikið og margt. — Aldrei hrökk honum æðruorð af vörum, hversu hart sem hann varð að leggja að sér. Hann neytti maisbrauðsins möglunarlaust þrisvar á dag og reyndi alt af að leysa sérhvert verk betur af hendi, en yfirmenn hans ætluðust til. Um þær mundir, er skólanámi hans í Hamp- ton var lokið, hafði hann sannfærst um, að æðsta löngun sín hneig ekki að því að sækjast eftir völd- um og auði, heldur að geta varpað ljósi inn í sálir adtbræðra sinna, þeirra er í myrkrinu sátu og engrar upplýsingar höfðu getað aflað sér. Hann þráði að mega vitja fátæklinganna, sem sofið höfðu með honum forðum í bjálka kofanum kalda og óvistlega. Hann afréð því að hverfa aftur til .Nhulden og takast þar s’kólakenslu á hendur. Hann kendi þar dagskóla og sunnudagsskóla í þrjú ár. Hann vancfi piltana og stúlkumar á að þvo sér i framan á hverjum morgni, halda höndunum vandléga hreinum, bursta tennumar, greiða hár- ið pg að festa jafnóðum hnappana á fötin, ef þeir losnuðu og duttu af. — Hann gerði sér engu síð- ur far um að venja nemendurna á háttprýði í íramgöngu og hreinlæti, en að kenna þeim bóklega fræði. — Skoðun hans var sú, að þetta hvort- tveggja yrði að haldast í hendur, ef góðs árang- urs ætti að vænta. Svo mikið orð fór af kennara- hæfilleikum hans tíma þann, er hann dvaldi í Mal- den, að General Armstrong, forstöðumaður líampton skólans, skrifaði honum og bað hann að koma sem skjótast og taka við kenslu í Hampton- skólanum, því hann treysti engum betur til að kenna Indíána-drengjunum. — Þannig fékk þá nýi kennarinn tækifæri til þess að láta í ljós þakk- iæti sitt og vinna gagn stofnun þeirri, er svo góð- an gmndvöll hafði lagt að framitíðar starfi hans 1 og hamingju. Árið 1880 tóku menn nokkrir í Alabama sig saman um að stofna kennaraskóla í Tuskegee, þar sem kennaraefni handa Svertingjaskólum gætu fengið mentun sína. Menn þessir leituðu ráða til General Arm- strongs, en hann sagði þeim að enginn maður væri ...hetur til þess fallinn að veita silíkum skóla for- stöðu, en Booker Washington. Það liggur í augum uppi, að þetta var ekkert sináræðis verkefni, og mundu sjálfsagt flestir fremur hafa kosið sér að sitja í ró og næði í Hampton. En þessi ungi gáfumaður elskaði fólk sitt meira en sjálfan eig, og hans heitasta þrá var sú, að geta orðið því að liði. Honum var veitt forstöðumanns embættið við hinn nýja skóla, og 4. júií árið 1881 hóf hann kenslustarf sitt í gam- afli, hálf hraninni kirkju. — Húsnæðið var ekki sem bezt, — ískalt á vetuma, en kveljandi heitt á sumrum. Nístandi gustur næddi inn um veggina, en stundum lak þakið svo herfilega, að einhver drengjanna varð að halda regnhlíf yfir höfði kennarans, meðan liann var að lesa fyrir. Skóli þessi var ekki stór í fyrstunni, en upp af þeim vísi hefir vaxið hin nafnfræga menta- stofnun í Tuskegee, þar sem piltar og stúlkur svo þúsundum skiftir af Svertingjaflökknum, eru ár- lega búin undir kennarastörf. Hina margvíslegu blessun, sem þúsundir Svertingja drengja og stúlkna hafa hlotið við það að stunda nám á þessari fyrirmyndarstofnun, má Jiakka litla, fátæka piltunganum, sem faxldur var í þrældómi, en með drenglund og þreki brauzt til menta, þrátt fyrir allar torfærar, í þeim eina til- gangi að geta orðið kynflökki sínum að liði — látið hann njóta hinna blessunarríku ávaxta ment- unarinnar og frelsisins. — --------o-------- Sagan af Monte Cristo. Stigamanua foringi einn, að nafni Cucumetto, sem hafði verið ofsóttur í Abrazzo og rekinn í burtu úr Napel^, þar sem hann hafði farið uin með ofbeldi og gripdeildum, hafði nú tekið sér bólfestu á bö-kkum Amasina árinnar. Þrá hans var að mynda á ný flokk og feta í fótspor þeirra Decesaris og Gjiú5®1’0110) ogþað urðu rnargir ung- ir menn til þess að ganga á hönd Cucumetto, og nafn hans varð brátt á’ vrörum allra manna fyrir dirfsku hans, hreysti og jafnvel grimdarverk um öil nærliggjandi hérað. Þau Luigi og Teresa töluðu oft um þennan mann. Luigi sagði henni af ránsferðum hans og þótt henni þætti gaman að þessum sögum, þá samt varð hún óttaslegin. En Luigi hughreysti hana og tókst það að jafnaði vel. En ef óttinn hafði náð meira lialdi á Teresu í eitt skifti en annað, þá þurfti Luigi ekki annað en benda á byssu sína og líta í kring um sig eftir hrafni eða einhverjum öðram fugli, sem væri í skotmáli, miða byssunni á hann og var liann þá ugglaus að falla til jarðar. Þannig leið tíminn og höfðu þau Luigi og Teresa komið sér saman um að giftast, þegar Luigi væri tuttugu ára en Teresa nítján, og þar sem þau bæði voru einstæðingar, liöfðu mist for- eldra sína eins og sagt hefir v’erið, þá vrar enginn, sem um þennan ráðahng liafði neitt að segja nema húsbændur þeirra, og leyfi þeirra höfðu þau þeg- ar fengið. Svo var það dag einn, þegar þau sátu hjá hjörðum, sínum og voru að tala um framtíðar- vonir sínar, að þau heyrðu þrjú byssuskot ríða af, og rétt á eftir kom maðhr ríðandi út úr einn skóg- arbeltinu, þar sem fé þeirra var á beit, og stefndi í áttina tii þeirrav Þegar hann kom svo nærri, að þau máttu heýra mál hans, kallaði hann og sagði “Þeir elta mig, getið þið ekki falið mig?” Þau vissu, að þessi flóttamaður mundi vera einn úr hópi stigamanna, en það er einhver rót- gróin samhygð á milli þessara rómversku stiga- manna og rómversku bændanna, og því era bænd- urnir ávalt reiðubúnir að skjóta skjólshúsi yfir menn úr hópi þeirra fyrnefndu. Skamt frá þar sem þau Teresa og Luigi sátu áttu þau hús eða helli og var honum svo hagan- lega fyrir komið, að enginn, sem ekki vissi hvar skýli þetta var, gat fundið það. Luigi svaraði ekíd flóttamanninum, en stóð á fætur, velti steini, sem huldi hellismunnann í bnrtu og benti stiga- manninum að fara inn. Stigamaðurinn lét ekki segja sér það tvisvar, heldur fór tafarlaust inn í hellinn og velti Luigi steininum aftur fyrir. Og varla hafði hann lokið við það og sezt aftur niður hjá Teresu, er þan sáu fjóra ríðandi hermenn koma út úr skóginum. Þeir stönzuðu snöggvast og lituðust um, og er þeir komu auga á Luigi og Teresu, komu þeir beint til þeirra og spurðu þau hvort þau hefðu* séð nokkuð til mannaferða. Þau kváðu nei við því. “Það er slæmt,” svaraði foringi hermannanna, því maðurinn, sem við leitum að, er stigamanna foringinn Cucu- metto. ” — “ Cucumetto, ’ ’ kallaði Teresa og Luigi bæði í senn. — “Já,” svaraði hermanna foring- inn, “og ef þið hjálpið okkur til að ná honum, þá skulum við gefa ykkur 500 krónur.” Teresa og Luigi litu hvort til annars. Fimm hundrað rómverskar krónur, sem er sama og þrjú þúsund frankar. Það var meira fé en þeim hafði nokkurn tíma boðist áður og margt mátti við það gera. Hermanna foringinn tók eftir hikinu, sem á þeu kom, og brá vonargeisla sem snöggvast fyrir í andliti hans. En það var ekki nema ofurlitla því Luigi tók til máls og sagði: “Já, víst er það slæimt, en við höfum engan mann séð. ’ ’ Svo fóru hermennirnir í burtu, og þegar þeir vora komnir úr augsýn, kom Cucumetto úr fylgsni sínu. Hann hafði heyrt á samtal þeirra og vissi því með hvaða einlægni Luigi hafði varið hann, og hann dró sjóð fullan með gulli undan belti sínu og ætlaði að gefa þeim, en Luigi vildi ekki taka við honum. Svo fór Cucumetto í burtu, en ekki samt fyr en hann var búinn að veita hinni fögra Teresu nákvæma eftirtekt. Svo liðu nokkrir dagar og gleymdist þetta at- vik þeim Luigi og Teresu með fram af tilhlökkun um leikina, sem þá voru í vændum. En 4^ur en þeir fóru fram, þá hafði San Felice greifi ákveð- ið að halda grímudans að heimili sínu og- voru þau Luigi og Teresa bœði boðin til dansins. Kveldið, sem dansinn átti að vera, var fag- urt. Gestirnir jirúðbúnir <írifu að úr ölhim átt- umr* Þau Luigi og Teresa voru komin. Teresa var búin sínu dýrasta skarti og Luigi í hátíðabúning íómverskra bænda. Dóttir San-Felice greifa, sem Carmela hét, var búin í skart mikið — silkibúning settan perl- um, og var sá búningur hennar 'líkur búningum kvenna frá Sonnino. Með henni voru tvær vin- konur hennar; önnur khedd í Nettuno kvenbún- ing, en hin kvenbúning frá LaRiccia. Með þeim vora fjórir auðugustu og mest metnu yngismenn sem til voru í Rómaborg, og voru þeir búnir ít- ölskum bændabúningi. Þetta fólk vildi vera út aF fyrir sig og skemti sér við dansleik, en hér voru að eins þrjár stúlk- ur á móti fjórum yngissvienum, svo Teresa var feng'in til þess að fylla skarðið. Dansinn fór veí fram. Teresa lék við hvern sinn fingur og dansaði af miklu fjöri. En Luigi stóð álengdar og horfði á, og einhver óróleiki hreyfði sér í huga hans, að öll þessi dýrð og hinir giæsilegu herramenn mundu snúa huga hennar frá sér. Þegar dansleiknum var lokið, tók Luigi Ter- esu heim með sér. Hann var Jiögull á leiðinni, en þegar hann skildi við hana um kveldið heima hjá sér, leit hann fast í augu hennar og mælti: “Teresa, hvað var það sem þú varst að hugsa um, þegar þú varst andspænis greifadótturinni í danssalnum?” “ Að: eg vildi gefa helming lífs míns fyrir að eiga eins falleg föt og greifadóttirin,” svaraði Teresa hreint og einlæglega, eins og henni var lagið. “Þú skalt fá þau, ” mælti Luigi um leið og hann gekk rakleitt í burtu. / Teresa varð hissa á þessu svari, en áður en luin gat áttað sig, var hann horfinn út í nátt- myrkrið. Þá sömu nótt kmn eldur upp í húsi San-Felice greifa, nálagt svefnherbergi dóttur hans. Fólkið, sem seint fór að sofa og var í öðrum enda hiíssins, varð ekki vart eldsins. En þegar Carmela vakn- aði, gat hún ekki komist út lír herberginu sökum eldsins, gegn um dyrnar. En tuttugu fet voru frá heríbergisglugganum niður á jafnsléttu, og var því ekki heldur álitlegt að leita útgöngu um liann. Hún sá j>ví ekkert/annað fyrir sér en bráðan og * hræðilegan dauða, þegar einhver greip hana í fang sér og kom henni með frábærum snarieika og hreysti út úr eldinum. Daginn eftir mættust þau Teresa og Luigi í yfirsetunni að vanda. Teresa var hin önugasta, en Luigi óvanalega glaður og sýndist vera búinn að gleyma því, sem fyrir kom kvöldið áður. Hann tók í hönd henni og leiddi hana að hellismunnan- um og stanzaði þar. Teresa fann, að eitthvað ó- vanalegt var á ferðinni og leit til hans spyrjandi augnaráði. “Teresa,” tók Luigi til málls, í gærkveldi sagðir þú, að þú vildir alt til vinna að eignast búning líkan þeim sem greifadóttirin var í.” “Já,” svaraði Teresa og undrun hennar fór stórum vaxandi við hvert orð sem Luigi sagði. “En Iþú svaraðir ekki eingöngu til þess að þókn- ast mér?” bætti hún við. “Eg hefi aldrei lofað þér neínu, sem eg hefi ekki efnt,” svaraði Luigi. “Farðu inn í hellinn og klæddu þig, ” bætti hann við um leið og hann velti steininum frá hellismunnanum. Þegar Teresa leit inn í hellinn, sá hún tvö kcrtaljós loga þar og á borðinu á milli þeirra stóð stór og vdl gerður spegill. Á borðinu, isem Luigi hafði smíðað, lá perluhálsfesti og nálar settar de- möntum, en ástólnum við borðið lá búningurinn. Teresa hrópaði upp yfir sig aí kæti og fór inn í hellinn án þess að forvitnast nokkurn hlut um það, hvar Luigi hefði fengið alt þetta skraut, og Luigi ilét steininn fyrir dyrnar, því að hann sá á hæÖinni skamt frá hvar ríðandi maður var á ferð. Mann þenna bar brátt að . Iiann var á leið til Palestrina, en hafði vilzt út af veginum. Bað liann Luigi að segja sér til vegar, og varð Luigi fúslega við þvJ, gekk með ferðamanhi þangað sem veguiánn lá og mælti: “Þetta er vegurinn, sem þér eigið að fara, herra minn; og ef }>ér haldið við hann, getið þér ekki vilzt.” “Þakka yður fyrir,” mælti vegfarandi og dró smápening upp úr vasa sínum og rétti að Luigi. ‘Hígþakka fyrir,” rnœlti Luigi og badti við: “Eg gef greiða cn sei ekki.” . “ Svo?” mælti föramaður. “Þér máske þigg- ið að gjöf, þó þér viljið ekki taka borgun? Hér , eru tvær gull sequins, sem eg bið yður að þiggja. Þér getið látið smíða úr þeim eyrnalokka handa ástmey yðar.” “Þér gerið svo vel að þiggja hníf þenna,” svaraði Luigi. “Skaftið á honum er svo vel gjört, að óvíða mun finnast betra.” “Eg þigg gjöfina meÖ þökkum,” svaraði ferðamaÖurinn og bætti við: “Mætti eg spyrja vður að heiti?” “Já, eg heiti Luigi Vampa,” svaraði lijarð- sveinninn í hátíðlegum rómi. “Eg er kallaður Sinbad the Sailor”, mælti ferðamaðu*lnn. “Og það var nafnið, sem þessi ferðamaður gaf Vampa,” mælti Pastrini. Luigi stak gullponingnuni í rnsa sinn g sneri til baka, en þcgar hann átti svo sem tvö til þrjú hundrað fet eftir heim að hellinmn, heyrðist lionum kallað. Hann stanzaði og leit í kring um sig og sá livar maður fór með Teresu í fanginu. Maður þessi, sem var á leiðinni að skóginum, var kominn yfir hér um bil tvo þriðju parta af slétt- unni, sem lá á milli skógarins og hellisins, og sá Luigi því strax, að hann mundi ekki geta náð honum áður en hann kæmist í skóginn. Luigi greip því byssu sína, miðaði á manninn og hleypti af, — maðurinn riðaði og féll til jarðar, með Ter- esu í fanginu. Luigi flýtti sér til iþeirra og reisti Teresu á fætur, og þegar hann veitti dauðskotna mannin- um eftirtekt, sá hann, að það var Cucumetto, sá hinn sami, er hann hafði frolsað úr höndum her- mannanna. Luigi fletti manninn klæðum, og huldi lík hans, en sjáflfur fór hann í föt lians. Svo sneri hann sér að heitmey sinni og sagði: “Ertu reiðu- búin að fylgja mér í gegn um blítt og strítt, hvert sem eg fer?” /“Já”) isvaraði Teresa. “Þóþað væri til enda veraldarinnar?” bætfi Luigi við. “Til enda veraldarinnar,” endurtók Teresa í alvöraþrangnum róm. Luigi rétti henni hendina og mælti: “Látum okkur þá halda á stað; við megum ekki tefja hér lengur. ’ ’ Teresa tók hönd Luigi undir handlegg sér og þau leiddust inn í skóginn. ( Það er óþarfi að taka það fram, að Luigi þekti állar götur og öll fylgsni í fjöllunum. Hon- um var því sama hvort hann fór vegleysu eða ekki. Þau höfðu ekki gengið lengi eftir skógin- um þegar kallað var: “Hver er þar á ferð?”, og þau sáu mann, er staðið hafði á bak við tré, skjót- ast í veginn fyrir þau og miða á þau byssu. “Eg er Luigi Vampa, og hefi verið lijarð- maður hjá San-Felice greifa. En nú er eg á ferð til viðtals við félaga yðar í Rocca Bianca döl- unum.” “Fylgið mér þá,” svaraði maðurinn; “eða það sem betra er, gangið á undan mér.” Þegar Teresa og Luigi varu búin að ganga all-lengi, komu þau upp á hæð eina, og áður en þau áttu vron á, opnðist dalur fyrir þeim, sem hafði auðsjáanlega verið eldgýgur, en í þessum dal eða gíg voru 20 stigamenn. Varðmaðurinn, sem var í för með þeim, á- varpaði hópinn og sagðist koma með mann, sem vildi hafa tal af þeim. Sá af dalbúum, sem fyrir svörum varð, spurði hvaðjhann vildi. “Verða forihgi yðar,” svaraði Luigi. — Að þessu svari hans varð hlátur mikill á meðal dal- búanna. — “Og hvað hefirðu til þíns ágætis?” spúrðu dalbúarnir. “Eg liefi drepið foringja yðar, Cucumetto,” svaraði Luigi, “og t.il sönnunar því að svo sé, þá getið þið séð, að eg er í fötum hans; eg brendi í- búðarliús. San-Felice greifa til þess að geta náð í hæfilegart giftingarskrúða handa heitmey minni”. Og að klukkustundu liðinni var Luigi Vampá kos- inn foringi stigamanna flokksins í stað Cucu- metto.” Þegar Pastrini hafði lokið þessari sögu sinni, sneri Albert sér að France og spúrði: “Hvað virðist þér um þenna Luigi Vampa?” “Hann er ímyndun ein — hefir aldrei verið til,” svaraði í'1rance. , Síðan ávarpaði hann Pastrini aftur og sagði: “Og þér segið ^að þessi Luigi Vampa hafist við hér rétt í kring um Rómaborg? Hefir lögreglan ekki getað haft hendur í hári hans?” “Þér skiljið, að samkomulag á milli hans og iijarðmannanna umhverfis Róm er hið allra bezta^ við fiskimennina á Tfber fljótinu og við sjóræn- ingjana með fram sjávarströndinni. Þegar lög- reglan leitar að honum í fjöHunum, þá er hann einhversstaðar úti vötnum, og þegar hún leitar á v ötnunum, íþá er hann úti á rúmsjó ,og þöjparshún leitar hans þar, þá er hann alt í einu horfinn til I\íonte Cristo eyjunnar, og þegar hans er leitað þar, þá er hann alt, í einu kominn til Albano, Tivol! eða tli La Ricca.” “Og hvemig hagar hann sér svo gagnvart ferðamönnum?” spurði Albert. “Framkoma hans gagnvart þeim er ofur ein- föld,” svaraði Pastrini og bætti við: “Það er að sönnu alt undir því komið, hvað langt hann er í burtu frá borginni, hvort hann gefur þeim átta, tólf eða tuttugu og fjórar klukkustundir til þess að borga Tausnarféð, og þegar sá tími er uppi, þá veitir hann að eins framlengingu á tíma um eina klukkustund, og ef að lausnarféð er ekki til á siaðnum á sextugustu mínútu hinnar síðustu klukkustundar, þá eru dagar þess, er í hlut á, taldir. ” — Félagarnir gengu þegjandi ofan stig- ann og út í keyfsluvagninn, sem beið þeirra við dyr gestgjafahússins.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.