Lögberg - 25.03.1920, Blaðsíða 4

Lögberg - 25.03.1920, Blaðsíða 4
Bls. 4 L06BERG, FIMTUDAGINN 25 MARZ 1920 ^PBramnlraiiKHÐlSft! mir Liiw!uwaæiiI*!^W!HWWWlK!iIW»WWlWill»lnWnH»'llK™M»*wii«w»»i«*»" ^ ^ r er9/ Gefíð út hvern Fimtudag af The Col- umbia Pren, Ltd.,iCor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TAliSlMI: GARKY 41« og 417 Jón J. Bíldfell, Editor Utan&akrift til blaðsins: Tt|E eOlUHBIi\ PRE88, Itd., Box 3172, Winnipog, M»n- Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipog, Ma»- VERÐ BLAÐSINS: »2.00 um áriB. •«»27 . ..................1. V ; !ii ... HHIIiHIIHWIIill Dominion kosningalögin nýju. Vakandi þjó5 lætur sig löggjöf þjóðþinga siima miklu varða—fylg'ir því, sem á þeim fer fram, með hinni mestu nábvæmni, og er sú vak- andi þjóðar tilfinning sá tryggasti verndar- múr og verja sann-frjáls lýðstjórnar fyrir- komulags. En sjaldan er meiri þörf á vakandi þjóðar tilfinningu, en þegar um kosninga löggjöf er að néða. Því þá er um það að ræða, sem hverjum andlega heilbrigðum manni er dýr- ma'tast veraldlegra mála: rétt hans til þátttöku í stjórnmálum lands þess, sem hann byggir. Ný kosningalög eru nú á ferðinni hér í Canada. Voru lögð fyrir iþingið í Ottawa í síð- ustu viku, og fóru 'þá gegn um fyrstu umræðu þingsins mótstöðulaust. Síðustu kosningalög í Canada voru hin svokölluðu stríðstímabils kosningalög, sem, eins og þau gefa til kynna, voru bundin við stríðs- tímabilið (því vér teljum ekki aukalögin, sem gefin voru út í fyrra í sambandi við nokkrar aukakosningar, er fram fóru). Þau lög, stríðs- tímabils lögin, hafa fengið sinn dóm og liggja því ekki hér til umræðu. En það eru /þessi nýju lög, eða réttara sagt frumvarp til laga, sem fólk ætti að kvnna sér sem allra bezt og láta sig varða. Því mið- ur getum vér ekki gefið lesendum vorum sýnis- horn þessara tilvonandi kosningarlaga. En það er þó eitt atriði, sem vér viljum taka lítið eitt til yfirvegunar og benda fólki á að athuga. Að undanförnu hefir það verið lög við kosningar hér í Canada, að þegar heimilisfað- ir hefir gjörst borgari, þá hafa borgararéttind- iu veizt þeim af börnum hans, sem ekki eru faedd hér í Canada, og liafa þau því getað neytt atkvæðaréttar síns sem borgarar landsins, án þe.ss að taka út sérstakt borgarabréf eða leggja af sérstakan borgaraeið. Þessu á að kippa í burtu, samkvmt þessu nýja kosningalaga frumvarpi. Hver einasti útlendingur, sem vill greiða atkva-ði undir þessura nýju lögum (það er að' segja, ef frumvarpið verður samlþykt óbreytt), verður að hafa svarið ríkinu sjálfur hollustu- eið og tekið út borgara skírteini. Samkvæmt þessu frumvarpi, þá er það heimilisfaðirinn einn, sem getur notið kosn- ingaréttar undir borgarabréfi því, sem að hann hefir, eða undir borgaraeiði þeim, sem hann hefir svarið. En hvorki kona hans né börn, séu þau fædd utan brezka ríkisins. Hér er því um það að ræða, ef þessu frum- varpi verður ekki breytt, að allir iþeír sem fa'ddir eru á íslandi og fluttu hingað vestur annað hvort upp á sínar eigin spýtur eða með foreldrum sínum, veröa sjálfir að gjörast brezk- ir borgarar, með því að leggja af borgaraei^ og fá sér borgarabréf, eða þá að þeir geta ekki greitt atkvæði við næstu sambandskosningar í Canada. / Reyndar er annar vegur, sem frumvarp þetta bendir á að menn megi fara, og það er að maitíi frammi fyrir dómara og sanna, að menn séu hæfir til þess að takast í borgara tölu, en til þess útheimtist að kunna að lesa og skilja enska tmigu. Þetta væri hinum eldri tslendingum, sem hér hafa orðið að vinna fyrir sér og ekki átt kost á að njóta neinnar mentunar. ómögulegt. Hinu yngra fólki^ sem hcima á íslandi er fætt og hér hefir numið enska tungu, er engin vorkun í þessu sambandi, því það getur staðist þossi próf og gjörst borgarar. En það er sérstaklega ranglátt gagnvart eldra fólkinu. Dominionstjórnin hefir samþykt að veita konum pólitiskt jafnrétti við karlmenn í Canada, og eiga konurnar að njóta þess rétt- ar síns f fyrsta sinni við næstu kosjpingar. En ef þetta frumvarp nær fram að ganga óbreytt, þá getur ekki ein einasta kona, sem á fslandi er fædd, notið þessa réttar, nema því að eins, að hún fullnægi skilyrðunum, sem vér höfum bent á hér að framan og taki sjálf út borgarabréf. Þér ungu meyjar og mæður, sem fullnægt getið skilyrðum þeim, sem sett eru til þess að f.i að gerast brezkur borgari, þér getið verndað rétt vðar með því að gerast borgarar sjálfar. En hún móðir yðar, sem borið hefir hita og þunga dagsins f þessu landi í þrjátíu eða f jörutíu ár og slitið sér út til þess að auka anðlegð 'þessa lands, og byggja það upp, hún gotur með engu móti notið kosningaréttarins, íit því að hún varð að vinna, þegar aðrir gátu gengið á skóla. Þetta eru þrœlatök. Vér getum skilið, að stjórninni í Ottawa sé ant um, að sem flestir af útlendingum gerist borgarar landsins, en oss finst, að það hefði mátt notast við þá aðf^rð, sem ekki var eins ósanngjörn eins og þessi virðist vera. Segjum, að stjórnin hefði látið þegnskyldu- lögin, sem vér höfum búið undir í landinu, hald- ast fyrir alla þá, sem undir þeim hafa gjörst borgarar, konur, börn og menn. Að þeir allir, sem þegnskyldueið hefðu unnið, og fjölskyldur þeirra hefðu skilyrðislaust fengið að halda sín- um rétti til kosninga og borgaralegrar stöðu. En skyldað alla þá, sem ekki væru borgarar samkvæmt canad. þegnskyldulögunum gömlu, að gerast brezkir borgarar. Þá finst oss að eugin ósamigimi hefði þurft að koma fram, og málinu vera jafn-vel borgið. Stjórn fólksins. VI. Landbúnaðar löggjöf Norrisstjórnarinnar. IV. Lán til sveitafélaga. t í síðasta blaði mintumst vér á bænda lán- félagið (The Manitoba Loan Association) og bentum á, hve ómetanlegt gagn að það félag eða sú löggjöf stjómarinnar hefði gjört, ekki að eins bændum, heldur hverju einasta manns- barni í fylkinu. En þó að lánfélag það væri beinn og ómet- anlega mikill stuðningur aðal tvinnuvegi fylk- isins, akuryrkjunni, og þar af leiðandi óbeint stuðningur öilum íbúum fylkisins, þá samt gátu þeir bændur einir notið lántökuréttar í félaginu, sem sjálfir áttu bújörð sína og gátu sett hana í pant. En hér í fylkinu eru ótal menn, sem á landi búa og ekki eiga bújarðir sínar, annað hvort 'hafa þær á leigu, eða eru ekki búnir að vinna sér inn eignarrétt á þeim, og í lang-flestuta til- fellum eru það einmitt þeir menn, sem hvað mest þurfa aðstoðar við. Stofninn þjá þeim er óvðast orðinn svo mikill, að hann nægi til þess að framfleyta fjölskyldu og búi, og verða því heimilisfeðurnir að yfirgefa heimili sín um arðvænlegasta tíma arins itl þess að vinna sér fyrir peningum, svo þeir gæti mætt nauðsynlegustu útgjöldum og, þegar bezt lætur, aukið einum grip við bústofn sinn, eða borga ofurlítið niður í búnaðarverk- fairum þeim, sem þeir nauðsynlegast þurfa með. Menn þeir, styn svona hefir verið ástatt fyrir, og þeir eru margir, flestir innfluttir menn og fjöldi þeirra sem hér hafa verð aldir upp í tilbót, höfðu hvergi höfði sínu að að halla peningalega. Þegar þeir k0mu til forstöðu- manna lánfélaganna og beiddu þá um peninga- " lán, }>á hristu þeir bara höfuðin, sem vonlegt var, því þessir menn gátu enga, eða þegar bezt var, ónóga tryggingu gefið. Sama var að segja um bankana, þeir virtu þá ekki einu sinni viðtals, nema því að eins, að / þeir gæfu tryggingu í því litla sem þeir áttu sjálfir og kæmu svo með þektan ábyrgðarmann, sem ætti margfalt meira en upphæð láns þess, sem farið var fram á, nam, og var slíkt, eins og hverjum manni gefur að skilja, frágangssök. Þessi olnbogabörn velmegunarinnar hafa orðið að berjast áfram hér í fvlkinu svo tugum ára skiftir, án þess að þeir, sem stjórnarvöld- ÍTi h'öfðu, tæki nokkurt tillit til þeirra, þar til að Xorrisstjórnin kom til valda og leiddi í gildi árið 1917 hin svo kölluðu Sveita lánfélags-lög (The Rural Credit Act). / Lög þessi eru á þann liátt, að þegar 15 bandur í einhverri sveit ákveða að mynda eitt slíkt lánfélag, ]iá byrja þeir með því að skrifa sig fyrir $100 virði af hlutum liver, tilkynna syo stjórhinni í Manitoba áform sitt, hún lög- gildir félagið og/ikveður hver skíili vera ritari og fehirðir félagsins, þar til það er fulimyndað. En félagið er myndað á þann hátt, að segj- um 50 bændur gjörist félagar og skrifi sig fyrír l^ntum, þá gefur það félaginu höfuðstól, sem nemur $5,000. Manitoba stjórnin leggur fram eða tekur hluti upp á $2,500, og stjórn sveitar þcirrar, sem lánfélagið hefir verið myndað í, fyrir aðra $2,500, og þannig er höfuðstóll niyndaður, sem nemur $10,000. [ ndir eins í byrjun, eða þegar menn skrifa sig fyrir hlutum í þessum félögum, þá borga menn tíu af hundraði af hlutum sínum, eða tíu dollara aí hundrað dollurum, og hafa þessi lög nú verið þrjú ár í gildi, án þess að þurft hafi að kalla inn meira af höfuðstólnum heldur en þessi 10%. í stjórnarnefnd slíkra lánfélaga eru níu roenn, þrír fyrir hönd fylkisstjómarinnar, þrír fyrir sveitarstjórnina ogþrír fyrir hönd bænda- félagsins sjálfs. Erfiðasta spursmálið í sambandi við mynd- 1 un þessara félaga var að útvega peninga með hætilegum vöxtum. Bankarnir, sem vanalegast er leitað til í svona löguðum tilfel'lum, litu þessi félög illu auga, jafnvel þó að þeir hefðu trygg- ingu frá lánfélögunum sjálfum, sveitastjórnun- um og fylkistjórninni. Ekki samt af því, að þeir va?ru hræddir um að tapa peningum, held- ui af þ\ í að þurfa að lána peninga til þessara felaga á 0%, en það var skilyrði, sem fylkis- stjómin setti. Samt tókst þetta nú, sökum ötullar og ein- beittrar framgöngu fylkisstjórnarinnar. Svo var þá þessi tilraun Manitobastjómar- innar til þess að bæta úr erfiðleikum þeirra bamda í fylkinu, sem mest þurftu þess með, að öllu undirbúin á árinu 1917, þrátt fyrir tilraun bankanna til þess að koma þessu máli fyrir kattarnef. Það ár var eitt slíkt félag myndað og lán- aði það til félaga sinna $16,000 upp á 7% vexti. Arið 191& eru þessi Sveitalánfélög í Mani- toba orðin 10 að tölu, og það ár lánuðu þau meðlimum sínum $215,000. Árið 1919 er tala félaganna komin upp í 38, en upphæð sú, sem lánuð hefir verið til með- lima þeirra upp í $1,051,876, og á þessum þrem- ur ámm hefir ekki einn einasti dollar, hxiorlri af höfuðstól né vöxtum, tapast. Lög þessi taka fram, til hvers menn megi nota þetta lánsfé, og eru þau ákvæði sem hér segir:— 1. Til þess að kaupa útsæði eða skepnu- fóður. 2. Til að kaupa áhöld til akuiyrkju og vinnuvélar. 3. Að kaupa búpeniing, kýr, hesta, fð, svín og alifugla. 4. Til þess að borga kostnað við fram- leiðsilu búsins. 5. Til þess að undirbúa land undir sáning. Það sem lánfé þetta hefir verið notað til, ei sem fylgir: Til þess að kaupa fyrir búpen- iug $172,532. Til þess að kaupa fyrir verkfæri og vinnuvélar $94,155. Til þess að sá í lönd og taka uppskeru af þeim $278,748. Til þess að brjóta óunnnið land $247,691. 1 því sambandi mætti benda á, að 25,000 ekrur af nýju landi var plægt í fyrsti sinni (brotið) frá maí 1919 og til loka júnímánaðar það sama ár, sem beint er að þakka lánfyrir- komulagi þessu. Til þess að bæta bújarðir voru notaðir $18,865. Til þess að borga skuldir $56,742, og til ýmsra út borgana $183,143. Trygging verða lántakendur að gefa í því, sem peningarnir eru notaðir til þess að kaupa eða framleiða, og lán sín verða þeir að endur- borga ekki síðar en 31. des. ár hvért. En þar sem um er að ræða lán til búpeningskaupa, verkfæra eða véla, sem ekki gefa af sér ágóða á svo stuttu tímabili, þá eru lánin framlengd. Um þýðing þessara laga og þessara lána fyrir aðal atvinnuveg fylkisbúa, landbúnaðínn, þýðir ekki fyrir oss að fara mörgum orðum hér, því það getur hver maður sem hefir opin augun og sem sjá vill, séð. En vér viljum samt benda á það í þeSsu sambandi, sem eitt af ábyggilegnstu blöðum Bandaríkjanna, “Literary Digest,” segir um þessi lög. Eftir að hafa lýst þessum lögum, segir bJaðið:— “Þessi lán, sem notuð eru til hinna ýmsu þarfa landbúnaðarins, liafa flýtt stórum fyrir framkvæmdum á meðal liins nýinnflutta fólks, bætt úr bráðabirgða þörfum hinna eldri bænda, og hefir stórum eflt afkomu manna í hinum ýmsu sveitum, um leið og þau hafa glætt og aukið samvinnu og samúð. “Spursmálið um að koina á fót hagkvæm- um sveita lánfélögum, hefir unx langa tíð verið brennandi spursmál hagfræðinga vorra. Stjórn- in í Manitoba (það er Norrisstjórniii) sýnist vera búin að leysa þetta vandasama spursmál, sem nú hefir verið reynt til hlítar af hinum ýmsu sveitafélögum þar piyrðra, og gæti þetta fyrirkomulag orðið oss Bandaríkjamönnum til mikillar blessunar, sérstaklega í hinum nýrri og strjálbygðari liéruðum vorum.” --------o-------- Lúaleg bardaga aðferð. Eitt af því, sem forfeður vorir höfðu hvað n.'esta skömm á, Var ódrengskapur í hvaða helzt mynd, sem hann kom fram, — að standa, eða falla með sæmd, voru þeirra einkunnarorð. Sem betur fer, ep maður sá, sem hélt al- ræmdu ræðuna um dómsmálaráðherra T. H. Johnson og Columbia Press í Manitobáþinginu í síðustu viku, ekki af íslenzku eða norrænu bergi brotinn. Enda er sú aðferð, sem þar er notuð til þess að seilast í mannorð þess manns, er menn eins og ræðumaður hata og óttast sök- um yfirburða lxans, viðurstygð öllum þeim, sem sanngirni óg drengskap unna. Vér höfum ekki minstu vitund við það að athuga, þó þingmaðurinn Joseph Hamelin til- kynni kjósendum Manitobafylkis, að Columbia Press hafi gjört svo eða svo mikið prentverk fyrir stjórnina í Manitoba. Það er aldrei nema satt. —- En það hafa líka öll önnur prcntfélög ixæjarins g.jört, sem svo var ástatt fyrir að þau þau gœtu það — og sum miklu meira en Col- umbia Press. Félög þessi hafa öll gjört þetta verk fyrir íastákveðið verð, sem þar til kjörnir menn settu — og gátu félögin gjört hvort held-' ur þau vildu, að gjöra verkið fyrir það verð eða láta það vera, að öðrum kosti. Oss furðar ekkert á því, þótt prentverk það, sem Manitoba stjórnin lætur gera, sé gert fið umtalsefni í iþingi fylkisins. Það er náttúr- lega eins og hvert annað opinbert mál. sem hverjum einum er frjálst að ræða og athuga. Fn oss gengur ver að skilja ástæðuna fyrir því, að sá partur verks þessa, sem Columbia Press hefir gert, skuli vera tekinn til umræðu, en ekki minst á neitt annað prentfélag, sem samskonar verk hefir unnið. Ef að hér liggur ekki til grundvallar sú löðurmenska og ódrengskapur, að nota þetta sem yfirskin til þess að reyna að hnekkja mannorði manns, sem allir geta vitað sem vilja/að ekkert hefir haft að gera við Col- umbia, Pfess né heldur átt dollars virðí i félag- inu síðan stjórnmálaflokkur sá, sem hann til- heyrir, komst til valc^a og hann gjörðist ráð- herra fylkisins. Blöð, sem andstæð eru Norrisstjórninni í stjórnmálum, hafa básúnað þessa ræðu þing- mannsins út um alt land, sem náttúrlegt er, því t:l þess var leikurinn gjörður. En eitt þeirra, sem er íslenzkt, blaðið Voröld, sem telur sig málgagn réttsýni og sannleika, hefir sjálfsagt óviljandi farið skakt með þetta mál. í þessari Voraldar-grein stendur, að CoL umbia Press hafi fengið $83,954 hjá Norris- stjórninni. Þetta er náttúrlega vitleysa. En í hinu, sem í ræðunni stóð, að Columbia Press hefði gjört $83,954 virði af prentverky-fyrir stjóm- ina á síðastliðnum fjórum árum, er vit. Og sjáum vér ekki því að nauðsynlegt var fyrir rit- stjóra Voraldar að snúa sannleikanum þannig við. — En veslings maðurinn er víst að þjóna lund sinni. / The Royal Bank of Canada hefir til leigu me5 sanngjörnum skilmálum SAFETY - DEPOSIT - BOXES Fyrir öll verðmæt skjöl, sem tryggja þarf fyrir eldi «g iiuibroti svo sem VICTRY BONDS, o. fl. WINNIPEG (West En(l) BRANCHES rnr. Wlltlam & Sherhrook T. E. Thorsteinion, Manager Cor. Sargent & 8e»erley F. Thoróarson, Manager Cor. Portaae í Sherhrook R. L. Paterson, Manager Cor. Main & Logan M. A. 0'Hara Manager. Hin tíu boðorð vel- gengninnar. Eftir Dr. Frank Crane. Lífið er leikur; og til þess að vinna verðurðu að þekkja reglur leiksins. Lífið er stríð; og til þess, að þú getir yfirunnið óvin þinn, verð- urðu að kunna að beita vopnum þínum. Lífið er vinnutíð; og til þess, að geta unnið lífsverkið vel, verðum vér að kunna að því. Lífið er leyndairdómur. En þú getur ekki vitað afstöðu skips út á hafi, né heldur reiknað út hreyf- ingu stjarnanna, nema iþú skiljir reglur þær sem til þess þurfa. Tilgangur ritgerðar þessarar er að sýna frumreglur velgengn- innar. pað er ekki áform mitt, að taka hér fram allar frumreglumar held ur hverjar þeirra, það eru, sem vaxandi velgengni byggist á. Eg tala hér ekki um velgengni neinnar sérstakrar atvinnugrein- ar. Eg hefi ekkert að segja um ýmislegt sem liggur þér á hjarta, t. d. 'hvernig að þú getur aukið sölu í matvörubúð þinni, hvernig að þú getur náð viðurkenningu á leiksviði, hvemig þú eigir að ná bylli fólks til þess að verða kosinn í opinbera stöðu, hvernig að þú eigir að fara að verða auðugur, leika á fiðlu, eða að rita svo bæk- ur að fólk verði sólgið í að kaupa. En eg ætla mér að tala um þau atriði, sem að snerta þína eigin sjálfsvirðingu, kærleika og virð- ingu þeirra sem þekkja þig, hug- prýði og festu í lífsstarfi þínU, um von í komandi tíð, og um á- nægju liðinna æfidaga. Með öðrum orðum, um velgengni lífsins, í staðinn fyrir, velgengni sérstakar atvinnugreinar. Undirbúpingur undir stöðu er góður, en góður undirbúningur undir lífið er betri. pú ættir að undirbúa þig vel til þess að verða vélameistari, bak- ari, lögfræðingur eða skrifari, en á ekkert af þessu eiga skólarnir að leggja aðal áhersluna. pví aðal hugsjón mentunarinnar ætti að vera að gjöra mennina heil- brigða, hæfa og glaða. Pað er tvennskonar sem hér ræðir um. Velgengni sú sem flytur til mannvirðinga og met- orða, og velgngni sem eykur á- nægju manna. Velgengni mannvirðinga þýðir: Ríkidæmi, orðstýr, eða að skara fram úr samferðamönnunum þín" um á einhvern hátt. Slík er velgengni Marshall Field, John D. Rockefeller, Rudy- ard Kiplihg, hershöfðingja Foch, Geraldine Farrar, og- Charlie Chaplin. pað er engum efa bundið, að slík velgengni er oss öllum bragð- sæt og lokkandi. Vér elskum upphefð, og það er oss ljúft að sjá nöfn vor í dag- blöðunum og myndir vorar í tíma- ritum. Vér ættum að vera jafn stolt af því, að nöfn vor yrðu skráð á spjald sögunnar, með nöfnum annara eins manna og Loyd George og Woodrow Vilson. En menn skyldu ekki gleyma því að tækifæri hafa mikið að gjöra við slíka velgengni. Orðstýr og lukk» eru fylgi- fiskar. Napóleon, Grant, Ro*sevelt, og Diokens, voru menn með heil- brigða hæfileika, en það 'hafa verið margir menn, með alt eins mikla hæfileika, sem aldrei gátu sér orðstýr slíkan sem þeir. Hepni er ekki einhlýt, til þess aíi auka orðstýr manna, en hún er ávalt með í förinni. En á hinn 'bóginn, með rel- gengni ánægjunnar hofir hepnin ekkert að gjöra, kemst þar hvergi að. pú úgetur verið glaður, sterkur, hæfur, elskulegur, litið í hvern spegil án kinnfoða, veitt kaupi þínu mótöku, og staðið frammi fyrir dómstóli herra þíns. pað er á þínu valdi að gera líf þitt glatt, en ekki sorgbitið, og þetta getur þú gert þrátt fyrir alla Olympisku guðma, þrátt fyrir alla óhepni, veiki og vandræði, þrátt fyrir alla eyðileggingar ára. pú getur handsamað velgengni ánægjunnar eins áreiðanlega og tvisvar tveir eru fjórir. pað sem að þú þarft að gera, er að skilja frumreglur, eða grund- vallarlög andans og fylgja þeim, þau eru eins nákvæm eins og grundvallarlög eða gruadvallar- reglur stærðfræðinnar. pú ert ólhultur ef þú kant að lifa.. Sá maður getur aldrei beðið ó- sigur, sem þekkir lífslögmálið og fylgir því. Hvorki fjandmenn »é viðburð- ir, gátu rænt sigri Je*ú Krists, né heldur Socratesar, eða Edeth Cavell. Sál þess sem að skilur, finnur æfinlega ehihverjar út- göngudyr. Að kenna börnum, að sækjast eftir metorðum er viðsjárvert sök- um þess, að öll börn geta ekki náð þrí takmarki, fremur en að öll hús í sama bænum geta verið stærst, eða allar konur þar sem margar eru saman komnar, geta verið fallegastar. Ef að öllum er innrætt að keppa eftir auði, metorðum og orðstýr, þá verða að minsta kosti níu tí- undu fyrir vonbrigðum. Ef að ánægja og mannvirðing- ar eru það sama, þá er flest það fólk sem keppir eftir því, dæmt til óhamingju. En hvert einasta mannsbarn á jörðunni, getur öðlast velgengni ánægjunnar — getur lifað glöðu og þróttmiklu lífi. Vér skulum því, setja hér niður nokkrar leiðbeiningar , sem miða til velgengni, og kalla þær, hin tíu boðorð, þau eru efcki ný, held- ur mjög gömul og augljós, en þrátt fyrir það eru þau mjög þýð- ingarmikil. pví velgengnin er efcki ný upp-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.