Lögberg - 08.04.1920, Blaðsíða 4
Ble *
LOGBliRG, FIMTUDAGINN 8. APRÍL 1920
iEögberg
Gefið út hvem Fimtudag af The Col-
umbia Pre**, Ltd.,tCor. William Ave. &
Sherbrook Str., Winnipeg, Man.
TAL8IMI: ÖARHY 416 og 417
Jón J. Bíldfell, Editor
Ltanáskrift til blaðsins: _
TI{E SOLUMBUV PRE3S, Ltd., Box 3172, Winnipsg. Ma>l-
Utanáskrift rítstjórans:
EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, Man.
VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um áriS.
Hið mesta í heimi.
Presturinn og rithöfundurinn Charles M.
Sheldon, sem hefir skrifað bókina “í fótspor
hanis”, ásamt fleiru, gerði nýlega fyrirspurn
til merkra blaðamanna og rithöfunda um það,
hvað þeir áliti mest í heimi.
Hér fer á eftir svar frá ritstjóra blaðsins
“Independent”, Hamilton Holt:
“ Það, sem mest er í heimi, eru trúarbrögð-
in. í>au eru aflið, sem ræður breytni vorri, en
undir breytni vorri er gildi lífs vors komið, —
þjónustusemi vor, lífsgleði vor og velgengni.
Það sem næst er trúarbrögðunum, og þá
næst því mesta í heimi, er fyrir karlmanninum
að vinna fyrir daglegu brauði, og fyrir konuna
að stofnsetja, auðga og prýða heimili.
En trúarbrögðin, lífsframfærslan og kon-
an til þess að stofnsetja lieimili, eru spursmál,
sem snerta einstaklinga og verða þar af leið-
andi að vera ráðið til lvkta af þeim.
En það eru fjögur önnur stór spursmál í
heiminum, sem ekki verður ráðið til lykta af
einstaklingum út af fyrir^sig, heldur með því,
að einstaklingar vihni saman.
An þess að maður leitist við að telja þau
upp í þeirri röð, siem verðleikarnir skipa þeim
sæti, getur inaður fyrst bent á sparnaðar spurs-
málið, sem aðallega er spurSmál um skifting á
auði.
t öðru lagi má benda á þjóðernis spursrnál-
ið, sem er að miklu leyti spursmál um það,
hvernig vér eigum að fara að því að láta traust
og vinarþel koma í staðinn fyrir hatur og van-
traust á öllum hinum víðáttumiklu svæðum í
Iandi voru, þar sern tveir eða fleiri þjóðflokkar
búa saman.
Þriðja, konan, eða spursmálið um hina
nýju afstöðu konunnnar, eða afstaða hinnar
nýju konu í sambandi við lífsfegurð, heimilið,
mentamálin, verzlunarrnálin, ríkið, o. s. frv.
Fjórða, friðarspursmálið, sem hvílir á því,
að samkepnin hverfi á milli þjóða heimsins og
í staðinn fyrir hana komi sainvinna.
Þessi fjögur mannfélagsspursmál eru í eðli
sínu réttlætisspursmál.
Sparnaðar spursmálið, er spursmál um
rétt eins flokks manna gagnvart öðrum.
Þjóðernis spursmálið er að eins spursmál
um réttlæti gagnvart þeim þjóðernum.
Spursmálið um stöðu konunnar í hinum
nýja verkahring hennar, er spurmál um rétt-
la»ti gagnvart þeim kynþætti.
Og friðarspursmálið er spursmál um rétt-
Jæti gagnvart öllum þjóðum.
Það sem mest er um vert í heiminum, eins
og nú standa sakir, er því:
1. Að öðlast trúarvissu.
2. Að vinna sér fvrir lífeyri og að mynda
heimili.
3. Að verja öllum þeim tíma, sem maður
hefir afgangs, til þess að efla réttlæti að því er
þrifnað þjóðernis, jafnréttismál kvenna eða af-
stöðu vora til friðar snertir, jafnt innbyrðis sem
út á við.”
--------o--------
Syrpa.
Syrpa svo að segja nýkomin. Það fyrsta
hefti áttunda árgangs fjölbreytt og vel úr garði
gert.
Breyting hefir orðið á útgáfu þessa rits. 1
fyrsta lagi á Syrpa hér eftir að koma út mún-
aðarlega. í öðru lagi hefir ritinu bæzt nýr rit-
stjóri, hinn góðkunni Vestur-íslendingur, Capt.
Sigtryggur Jónasson, og hefir hann gengið í
félag við hinn fyrverandi eiganda Syrpu, kon-
súl Ólaf S. Thorgeirsson, og gefa þeir ritið út
sér eftir í félagi. Vér spáum hið bezta fyrir
þessu fyrirtíe.ki og vonum að það verði útgef-
undunum sjálfum til ánægju og lesendunum fil
uppbyggingar.
i ávarpi sínu segja útgefendurnir, að í rit-
inu verði framvegis birtar:
1. Frumsamdar, þýddar og endurprentaðar
sögur og æfintýri. 2. Frumsamdar og þýddar
ritgerðir um ýms mikilsvarðandi mál, sem á
dagskrá eru. 3. Ritgerðir um merka menn, fyr
og nú. 4. Stuttar ritstjómargreinar um ýms
efni. 5. Góð frumort ljóð. 6. Ritgerðir um land-
búnað, ýmisl'egt er lýtur að akuryrkju, kvik-
fjárækt o.s.frv., er verða má bændum til gagns
og leiðbeiningar. 7. Samtíningur af ýmiskonar
fróðleik — uppfundningar, mannvirki o.s.frv.
S. Flytur vandaðar mvndir. 9. Ritgerðir um
orð og orðaskipun, sem slæðst hefir inn í ís-
lenzkuna ba*ði í í-æðu og riti, en sem ætti að út-
rýma. Í0. Bókafregnir. 11. Skrítlur og hnytt-
leg tilsvör, því áformið er að hafa ritið skemti-
legt og fjölbreytt, segja útgeferidurnir.
Þetta fyrsta hefti ber þess merki, að útgef-
endumir ætli að standa við loforð sín, því það
er fjölbreytt að efni og vandað og verðskuldar,
að það sé keypt og lesið.
--------o---------
Stjórn fólksins.
VI. Landbúnðarlöggjöf Norrisstjórnarinnar.
VII. Mjólkurbú fylkisins.
í síðasta blaði voru mintumst vér á fram-
kvæmdir Norrisstjórnarinnar í sambandi við
einn af verstu óvinum akuryrkjunnar, illgresið
í ökrum manna, og sýndum fram á, hve djarf-
lega og vel að hún tók þar í taumana.
En akuryrkjan er að eins einn af atvinnu-
vegum fylkisins, þó hann að vísu megi kallast
og sé aðal framleiðslugrein fylkisbúa.
Næst akuryrkjunni er búpeningsræktin að
framleiðslu og arði.
En búpeningsræktin í þessu fylki, sem og
allstaðar annarsstaðar, skiftist í margar
deildir.
Að þessu sinni er það ekki ætlun vor, að
fara að gjöra þær greinar allar að umtalsefni.
Vér skulum láta oss nægja að benda á eina
þeirra—m jólku rbúi n.
Ef til vill er það fátt, som sýnir betur, hve
óendanlega miklum breytingum hlutimir hafa
tekið hér í fylkinu undir núverandi stjóra, held-
ur en einmitt mjólkurbúin.
En til 'þess að sýna það, verður maður að
taka nokkur dæmi.
Árið 1912, á stjómartíð Roblin stjómar*
innar, var þessi atvinnugrein í niðurlæging,
eins og sjá má af því, að það ár framleiddu
Manitobamenn ekki nálægt því nógu mikið af
smjöri, til síns eigin brúks, og svo langt voru
þeir frá því, að þeir þurftu að kaupa að 55
vagnhlöss af smjöri fyrir $343,960 til þess að
hafa nægilegt handa/sjálfum sér.
1913 hefir smjörframleiðslan vaxið dálítið
í fylkinu, því það ár voru að eins 35 vagnhlöss
f.f smjöri keypt að til notkunar í fylkinu, og sem
kostuðu $201,600.
Árið 1914, síðasta árið, sem Roblin-stjórn-
in sat að völdum hér í fylkinu, var enn ekki ná-
lægt því nóg framleitt af smjöri hér til
þess að fullnægja vomm eigin þörfum, svo það
ár keyptu Manitobamenn smjör að til síns eigin
brúks sem nam að verðmæti $142,709.
A þremur síðustu stjórnarárum Roblin-
stjórnarinnar þurftu fylkisbúar því að ltaupa
að smjör til síns eigin brúks upp á $688,260.
Arið 1915 fer Roblinstjómin frá völdum,
eins og kunnugt er, en Norrisstjórnin tók við, og
verður þá hausavíxl á þessu ást-andi, og í stað-
inn fyrir að kaupa smjör að það ár, þá höfðu
fylkisbúar nóg fyrir sjálfa sig og seldu smjör
út úr fylkinu úpp á $324,800.
Næsta ár, 1916, er smjörframleiðslan um-
fram þarfir fylkisibúa 68 vagnhlöss, sem þeir
seldu fyrir $472,192.
Árið 1917 er enn framför í þessari iðnað-
argrein, svo geipilega mikil, a$ þé er hún orðin
nálega tvöföld, við það sem Jiúu var árið áður,
og. verð útflutta smjörsins nam þá $827,904.
En 1918 kemst smjörframleiðslan þó hæst,
því þá seldu Manitobamenn smjör upp á
$1,764,000.
A árinu 1919 er smjöríramleiðslan ofur-
lítið minni, svo það ár vora seld út úr fylkinu
150 vagnhlöss af srnjöri, er kostuðu $1,750,000.
Eins og að framan er sagt, þá urðu Mani-
tobafylkis búar að borga $688,260 út úr fylkinu
fyrir sinjör handa sjálfum sór á þremur síðustu
stjórnarárum Roblinstjómarinnar.
á Síðustu þremur áram Norristjórnarinnar
hafa fvlkisbúar haft nóg smjör handa sjálfum
sér, og selt smjör til kaupenda utan fylkis fyrir
$4,341,904.
Rétt er í þessu sambandi að taka það fram,
rið þessi geysilegi mismunur liggur ekki allur í
aukinni framleiðslu, þó hann sé þar langmest-
ur, heldur liggur hann og í verðhækkun að
nokkru leyti.
Þannig var meðalverð smjörs árið 1912
28 cent. pundið; árið 1913, 27.5 cents pundið og
árið 1914 26.5 oents. Árið 1916 var meðalverð
komið upp í 31 eent. pundið, árið 1917 var með-
alverðið 38.5 cents og árið 1918,var það 45c.
En þessi mismunur á verði er *ekki nærri því
nógu mikill til þess að koma því til leiðar, að
það, sem sneri aftur á stjómartíð Roblins, snúi
nú fram.
Hvemig stendur þá á þesari breytingu?
Það stendur svo á henni, að Norrisstjómin hef-
ir lagt rækt við þessa framleiðslu-grein, — að
hún skildi, að það var fylkisbúum lífsspursmál,
að henni yrði sómi sýndur, — að hún var eitt
af því, sem fylkisbúar trúðu henni fyrir að
hæta og auka, þegar þeir fengu henni völdin í
hendur, og hún hefir gert það svo ómótmælan-
lega og greinilega, eins og tölumar hér að
framan sýna og sanna.
Og hún gerði það með því, að breyta lögum
þeim, sem þessi atvinnugrein bygðist á, og setja
nefnd manna til þess að sjá um, að þeim breyt-
ingum yrði fram fylgt, nefnd, sem hafði það
citt markmið, að bæta og efla mjólkurbú fylk-
isins, undir umsjón og meðhjálp stjómarinnar.
Þessi nefnd, eins og nefnd sú, sem var
fengið það vændasama og áríðandi verkefni að
útrýma illgresinu úr ökram manna, skildi þeg-
ar í byrjun, að meira þurfti heldur en að fram-
fylgja lögunum.
Það þurfti líka og umfram alt að kenna
fólkinu að hagnýta sér þessa atvinnugrein, en
með það fyrir augum vora fengnir þeir hæf-
ustu inenn, sem völ var á í þessari grein, og þeir
látnir kenna mönnum og sýna, hve afar þýðing-
armikið þetta málefni var.
Eins og vér höfum áður bent á í sambandi
við landbúnað Manitoba-fylkis, þá voru að til-
hlutun stjómarinnar haldin námsskeið undir
umsjón búnaðarskólans víðsvegar út um fylkið
og við þau námsskeið var sérstök tilsögn veitt
í sjmör og mjólkurframlieðslu, og afleiðingam-
ar af þeirri fræðslu, ásamt beinni og óbeinni
aðstoð, sem Norrisstjórnin hefir veitt þessum
atvinnuvegi, hafa komið því til leiðar, að þar
sein áður var stór þurð á smjörframleiðslunni
í fylkinu, er nú ekki að eins bætt úr þurðinni,
heldur er þessi atvinnugrein orðin stór tekju-
liður fyrir fylkisbúa, — og eiga menn það að
þakka hagkvæmum lögum og framúrskarandi
dugnaði og ráðdeild, sem Noirisstjórnin hefir
sýnt í þessu máli sem öðmm.
--------o--------
Að segja sögur og kveða rímur.
Nú um þessar mundir, þegar þjóðerais-
vakningin á meðal Vestur-ísl. er að breiðast
út og föstum félagsskap liefir verið komið
á fót til vemdunar tungu vorrar og þjóðemis-
einkennum, sýnist eigi óviðeigandi að fólk sem
allra almennast, rifji upp fyrir sér hin ýmsu
mismunandi litbrigði þjóðemis vors — hina
ýmsu þætti, sem haldið hafa því saman. .
Veigamestu þættirnir hafa auðvitað ávalt
verið og hljóta að verða sögumar og ljóðin, —
um það verður ekki deilt. Það vora ljóðin, er
héldu lífinu í íslenzkri tungu á kúgunar tíma-
bilinu alravnda, þegar erlendir selstöðukaup-
menn höfðu svo að segja sogið merg og blóð úr
líkama þjóðarinnar. — í afdalabýlunum ís-
lenzku komst málsorinn ekki að, — honum var
úthýst. Þar vom kvöldvökurnar styttar með
því að segja fallegar sögur og kveða rímur.
Og jafnvel þótt sumar rímurnar hefðu ekki
ýkjamikið bókmentagildi, þá vom ýmsar þeirra
aftur á móti góðar, svo sem Númarímur Sig-
urðar Breiðf jörðs, og innan ‘um flestar þeirra
slæddist oftast nær eitthvað af gullkornum —
fallegum vísum. En þótt nú rímunum í heild
sinni væri allmjög ábótavant frá skáldlistarinn-
ar sjónarmiði ,þá voru þær samt sem áður þjóð-
legar, og mörg rímnalögin gerðu meira en að
hæta upp það, sein skorti á kveðskapar snillina.
Það mun Islendingum seint úr minni líða,
hvílíkan feikna löðrung Jónas Hallgrímsson
gaf rímnakveðskapnum á sinni tíð, og lét nærri
að það áfall kostaði rímnakveðskapinn lífið.
Jónasi ofbauð, sem eðlilegt var, hnoðið og hor-
titta-“ blekiðnaðurinn ”, er rímnaskáldin gerðu
sig sek um, og vann iþar tungunni eitt hið ó-
dauðl'egasta þarfaverk, sem nokkur íslending-
ur hefir unnið þjóðerni voru. En þótt nú
rímna kveðskapurinn vitanlega hefði marga ó-
kosti, þá hafði hann á hina hliðina talsvert til
síns ágætis; formið var sönghæft, hljóðfallið á-
kveðið og reglubundið; þess vegna áttu rím-
urnar í vissum skilningi greiðari veg inn að
þjóðarhjartanu, en margt annað, í mörgum til-
fellum að vísu langt um betra, er síður varð
sungið.
Þótt rínmagerðin sé nú að miklu leyti úr
móð, þá eru rímnalögin enn víða í miklu afhaldi
og er það vel.
Það að vera góður kvæðamaður þykir enn
nokkurs virði, að minsta kosti heima á íslandi.
Er þar margt ágætra kvæðamanna, sem lagt
hafa mikla alúð við þessa gömlu þjóðlegu list,
þótt fáir menn jafnist á við Ólaf Dan. Daniels-
son, stærðfræðinginn nafnkunna. — Vestan hafs
eru óefað uppi margi r góðir kvæðamenn; er
oss sérstaklega kunnugt um einn þeirra, sem
líka er hreinasti snillingur í því að fara með
“stemmurnar” ”, en maður sá er hr. Jóhannes
Stefánsson bóndi að Wynyard, bróðir Vilhjálms
Stefánssonar landkönnunariaanns.
Heima á ættjörðinni var það alsiða, að
segja sögur í rökkrunum; þótti slíkt hin bezta
skemtun, og hafði auk þess í för með sér marg-
víslegan fróðleik. Ekki allfáir eistaklingar, er
stund lögðu á þá list, urðu beinlínis snillingar
í frásögn — sögðu stundum langar sögnr, sem
skifta varð niður á mörg kvöld, án þess að
meginþráðurinn slitnaði nokkurs staðar. Eink-
um virtist sumum gömlum konum láta vei sú
list.
Nú er Þjóðræknisfélagið komið á laggirnar
og befir komið upp deildum hingað og þangað
um bygðir Vestur-lslendinga. Deildir þessar
halda reglubundna fundi, minsta kosti að vetr-
inum, einu sinni eða tvisvar í mánuði, eftir því
sem aukalög hverrar deildar um sig ákveða.
Þessir fundir em nokkurs konar kveldvökur,
helgaðar íslenzku þjóðerni. Ef alt er með
feldu, eiga menn að finna til þess að þeir séu
heima hjá sér á slíkum samkomum. Þar á ís-
lenzkt frjálslyudi að fá að njóta sín í fullum
mæli; þar má enginn þjóðemisþétturinn verða
út undan. En heyrist þar hvorki rímnalag né
utanbókar frásögn, endrum og sinnum, er eitt-
hvað að glatast, sem ekki má þó undir nokkr-
um kringumstæðum deyja út.
E. P. J.
Látum oss vera sparsamt fólk.
Hættum að eyða peningum að óþörfu, en byrjua*
að spara nú þegar, og gera það reglulega.
Það er Sparisjóðsdeild í, hverju útibúi bankaae.
The Royal Bank of Canada
WINNIPEG (West End) BRANCHES
r.nr. Wllliam & Sherbrook T. E. Thorstelnson, Manager
Cor. Sargent & Beverley F. Thordarson, Manager
Cor. Portage & Sherbrook R. L. Paterson, Manager
Cor. Main & Logan M. A. 0’Hara Manager.
5%
VEXTIR OG JAFNFRAMT
O ÖRUGGASTA TRYGGING
Leggið sparipeninga yðar I 5% Fyrsta Veðréttar Skuldabréf xneB a*«-
miða — Coupon Bonds — i Manitoba Farm Loans Associatien. — HÖS-
uðstóll og vextir ábyrgst af Manitoba stjðrninni. — Skuldabréfgefln At
fyrir eins til tíu ára tímabil, 1 upphæðum sniðnum eftir kröfum kaupetwta.
Vextir greiddir viO lok hverra sex mánaða.
Skrifið eftir upplýsingum.
Lán handa bændum
Peningar iánaðir bændum til búnaðarframfara gegn mjög lágrl rentu.
Upplýsingar sendar tafarlaust þeim er æskja.
The Manitoba Farm Loans Associaiion
WINNIPEG, - - MANITOBA
VEIDIMENN
Raw Furs til
Sendið
Yðar
HOERNER,
241 Princess St., Winnipeg
VEL BORGAD fyrir RAW FURS
Sanngjörn flokkun
Peningar sendir um hæl
Sendið eftir brúnu merkiseðlunum
Skrifið eftir j Vér borgum
Verðlista vorum ý Express kostnað
SENDID UNDIREINS! VERDID ER FYRIRTAKj
Kristján Jónsson.
/ ' ’ y dáinn 18. febrúar 1920.
Nú er öll gatan þín gengin,
pér góð verður hvíldin,
pví oft var þér haslað í heimi,
með handtökin þungu.
pú margt hafðir þegið sem máttl
þitt manngildi sýna,
en einangrið ól þig á brjósti,
í afdala skauti.
pað margoft var með þínu skapi,
við mótspyrnu að stríða,
þig orkan og útsjónin hvatti,
það örðuga að vinna.
P'ú lagðir oft stálhönd á stritið,
með sterklegum tökum,
og alt var það traust sem þú tegldir,
það títt var þér lagið.
Um landsmál og lög ef þú ræddir,
það leyndi sér ekki,
að innföll þín oft voru smellin,
sem átti ekki fjöldinn.
pú kaldur í kappræðu jafnan,
þinn keppinaut sóttir,
og steyptir þá staðgóðar kúlur,
í stjórnmála þrasi.
pú aldrei neitt aumt roáttir líta,
í annara kjörum,
þar gekstu fyrstur að garði,
með guð þér í hjarta.
pú áttir þann fjársjóðinn fagra,
þér falinn í brjósti,
sem andlegan ávöxt þér færði,
með árirau hverju.
pú varst þar allur sem unnir,
er ásjá þú veittir,
og stórt er nú skarð fyrir skildi,
hjó skjólstæðing þínum.
pú lést henni eftir að erfðum,
ungkvistinn væna,
sem stendur með gróandi greinum,
og garð hennar prýðir.
par- á (hún athvarf í elli,
og aðhlúun þýða,
því vorið í viðnum þeim unga,
er vetur og sumar.
petta er kveðjan m1n, kæri,
um kvöldtíma sungin,
hún sýnir og sannar það öllum,
að samleið við áttum.
O. G.
Frá Islandi.
Um tEiðaskálann hafa fjölda
mórgir 'AustfirðingarJ sent Al-
þingi áskorun og æskt þess, að
hann yrði fluttur að Hallorm-
stað, þegar nýja skólhúsið verð-
ur reist, og telja margir kunn-
ugir það heppilegri og fallegri
stað. En á Eiðum er þá ráð-
gert læknissetur og spítali, þar
sem skólinn var áður.
Heimspekisprófi íhafa nýlega
lokið hér við háskólann: Gústaf
A. Jónasson frá Sólheimatungu
j með I. einkun, Dýrleif Árnadótt-
það sem þjóðin les helst, meðal
annars blöðin, ritað á dönsku,
hlýtur sú tunga að hafa sóknina,
og færeyska má hrósa happi ef
hún geitur nokkurn vegin varist.
Og ná hún einhvem tíma sókn-
inni í sínar hendur, á hún langan
bardaga í vændum, því víða hefir
danskan sett för sín. Jakobsen,
sem allra manna var fróðastur um
þessi mál, segir svo í formála
þjóðsagna sinna:
“Færeysk tunga er nú sem
stendur á miklu umbrotaskeiði.
Annars vegar úir svo og grúir i