Lögberg - 13.05.1920, Blaðsíða 1

Lögberg - 13.05.1920, Blaðsíða 1
SPEIRS-PARNELL BAKING CO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta verð sem verið getur. R E Y N IÐ Þ AÐ! TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG Það er til myndasmiður í borginni W. W. ROBSON 490 Main St. - Garry 1320 33. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 13. MAl 1920 NUMER 20 Helztu Viðburðir Síðustu Viku Canada. BlöSin ihér hafia 'undanförnu ílutt fréttir um að Menonítar í Manitoba og í saskatchewan átta ]rúsundir að tölu, ihafi ákveðið að flytja burt úr Canada og suður til Miáisissippi. Ástæðan fyrir þessari hreyf- íngu er sú að Menonítum þykir Ikosti sínum að því er mentun og jþátttöku í herþjónustu snertir of mjög þröngvað. peir krefjast að fá að kenna börnum sínum á tungumáli feðra sinna, og Ihalda því fram að þeg- ar sú réttarbót sem þeir segja að þeim hafi verið lofað, var af þeim tekinn og enskan gjörð að skólamáli á meðal allra þjóðflokka hér í fylkinu, þóttust þeir ekki geta við það unað, held- ur létu i ljósi það áf jrm sitt að flytja heldur búferlum, en að beygja sig undir skólalögin. peir sendu því nefnd manna til þess að leita fyrir sér með heim- ílisfang suður í Bandaríkjum, og skýrði nefndin frá er hún kom til baka að þeir hefðu loforð fyrir nýlendusvæði suður í Mississippi- fíki, þar sem þeir fengju að njóta réttinda þeirra sem þeim þótti hér vera á sér brotin. En nú kemur það upp úr kaf- jnu að ríkisstjórin í Misteissippi Russell, iýsir yfir því, að til sín hafi aldrei verið leitað í þessu sambandi, og blöð ríkisins mæla fastlega á móti þvi, að nokkrum ínnflytjanda verði hleypt inn í ríkið sem ekki vilji að fullu og öllu semja sig að siðum og lögum Bandaríkjanna. Silfurnáma ein sem heitir Nám- an á Suðureyjunni, hefir verið C afskiftaleysi í 42 ár. Á árunum 1870—1878, var um $3,000,000,- 000, virði af hreinu silfri tekið úr námu þessari, en svo hækkði svo mikið í Supiriorvatninu að hún fyltist svo hætta varð allri vinnu. Nú eru menn komnir þangað með dælur og mikin útbúnað, til þess að dæla vatnið úr niámunni, og er búist við að það muni kosta um 50,000, og ef það tekst verður tafarlaust tekið aftuur til starfa við námagröftinn. Sjómenn og uppsikipunarmenn í British Columbía fylkinu gjörðu verkfall á föstudaginn var. Aðal- ástæður eru gefnar, að fá fé- lög sin viðurkend, og bæta kjör sín. Á meðal hafskipa þeirra sem verkfallið var gert á eru vöru- flutningaskip Canadastjórnar- innar. W. H. Trueman hefir verið tilkynt af dlónjlsmiáKadeildinni í Canada að ekki sé hægt að áfrýja miáli R. B. Ruissell, sem hér var nýlega dæmdur til fangelsisvist- ar, fyrir þáttöku sía í vericfallinu í fyrra, sökum ákvæða saka- mannalaganna. En Mr. Truemann hefir ásett sér að fara isjálfur á fund ,leyndarráðs|inis, og jfá þar leyfi til að áfrýja málinu. Hann fer á stað í þá ferð 18. þ. m. Upp shefir komist í Alberta að samtök hafa átt sér stað, með að ná viðurkenningum sem hveiti- sölunefndin afhentii bændum, þegar hún keypti hveiti þeirra, út úr þeim fyrir lítið verð, í sumum tilfelluum fyrir tvö cent, en við urkenning þessi hljóðar upp á það sem hveiti þeirra kann að seljast um fram 2,15 mælirinn, sem var ákvæðisverð Nr. 1 North- ern síðastliðið haust, en nú er sagt að uppibót þessi nemi að minsta kosti 40 centum, á hvern hveitimæftir umfjram verð það sem bændur fengu útborgað. Nefnd þeirri sem setið hefir á r*kstólunum í Ottawa, og sem öll fylkin í Canada hafa átt sina talsmenn í, hefir viðurkent að I vericamannalöggjöf sé Manitoba- fylki langfremst, og til fyrirmynd- ar öllum hinum. Innfluttar vörur til neysilu í Canada á síðastliðnum tólf mán- uðum námu 693,643,211, og er það $ 169,000,000 meira en árið á undan. Á síðastliönum tólf mán- uðum námu innfluttar vörur til neyslu, sem voru tollfrýjar $ 370,872,958. Alls voru því fluttar inn vörur til neyslu á síðasta ári $ 1064,516 169. Útfluttu vörurnar á sama tíma voru, $ 1,286,6(58,709, og er það $299,511,083 minna en þær voru árið á undan. Bakarar og brikkleggjarar hafa gert verkfall í Vancuver. Bakarar krefjast 3. dollara launahækkun- ar á viku, en brikkleggjarar heimta 9 dali á dag. Ein fylkisstjórnin í Canada hefir þá ráðagerð með höndum, að leggja skatt á veðreiðar, fimm til tíu þúöund dalf á dag, eftir lengd sikeiðsins, og tjáist munu hafa vænan skilding upp úr því. Ferðamanna istraumurinn frá þessari heimsálfu til Evrópu er meiri i ár en nokkru sinni fyrir- farandi. Húsnæði á gistihúsum í London er upptekið fyrirfram í alt sumar. Leiðarlbréf verður að fá til ferðalagsiws, er miklu færri fá en vilja. Bandaríkin Landbún.fél. Illinois ríkis hef- ir skorað á skattanefnd ríkisins, að breyta skatt fyrirkomulaginu, í ríkinu þannig, að hér eftir verði skattar ekki einasta lagðir á fasteignir, heldur á allar eignir manna. peir benda á að ekkert réttlæti sé í því að láta manninn sem á peninga sína í landi borga, en hinn, sem á þá í banka eða í lánum sé skattfrí. Sagt er að til vandræða horfist mleð að fá menn til landvinnu víða í Bandaríkjunum, og miklu minna verði sáð í mörgum kornræktar- ríkjunum fyrir þá skuld en ann- ars hefði. A. W. Riley einn af aðal um- boðsmönnum dómismáladeildar Bandaríkjanna við að rannsaka okrara verð á vörum í Bandaríkj- unum, talaði nýlega í verzlunar- samkundu New York borgar, og sagði kaupmönnum borgarinnar að ef þeir þverskölluðust við boð- um stjórnarinnar, þá yrðu þeir hlífðarlaust dregnir fyrir lög og dóm. Einnig sagði ihann þeim að það væri ekki einn einasti kaupmaður i allri New Yorkborg sem ekki hefði gjört sig sekan um sölu á einhverri vörutegund fyrir okur- verð. Benti á að Wanamaker hefði sett niður vörur sínar um 20'* ihið sama gætu aðrir verzl- unarmenn gert, og 'haft samt sómasamlega þénustu. Sir Auckland Geddis sendi- herrann breski í Bandaríkjunum hélt isina fyrstu ræðu í Banda- rikjunum á Atlantic City, á þingi, sem alrikis verzlunarráð Banda- ríkjanna hélt nýlega í þeirri borg. Hann mintist á óstandið í Ev- rópu og á Bretlandi með eftirfylgj- andi orðum. “pað ihefir orðið mikil breyting á Englandi. Stríð- ið eða afleiðin'gar þess hafa gjör- Ibreytt ástandinu þar, og þær breytingar ganga næst því að vera stjórnarbylting. Fjölda af fólki hefir verið veittur atkvæðis- réttur. Fyr eða síðar lendir pólitiska váldið á Englandi íhönd- um verkamanna. peir eru mjög á- kveðnir á móti hernaði. Peir hafa ásett sér að leggja nýjan grund- völl, þar sem verkamenn og vinnu- veitendur geta mæst. peir vilja svo klippa fjaðrir þjóðarinnar að hún geti ekki beitt sér við að koma á jafnvægi í Evrópu, Litlu Asiu og í Afriku. Hávaða og umsvifalaust hefir þjóðin fækkað svo -hermönnum að herinn þykir nú varla nægur til löggæslu, Eng- lendingar eru ákveðnir í að tafea traustum höndum á heiilibrigðis- málunum, mentamálunum og byggingarmálunum. peir sjá og skilja að til þess að ná takmark- inu sem þeir keppa að, þurfa þeir að koma á friði og einingu i Fvrópu. Ameríka verður að koma Ev- ropu tiil ihjálpar í verzlunarstríð- inu. Ef að Bandaríkja þjóðin ekki gjörir það, þá getur hún reitt sig á að Evrópu þjóðirnar koma ineð erviðleika sína til hennar”. Árferði er sagt svo slæmt í Ástralíu, að ymprað er á því sem einhverntíma hefði þótt ólíklegt, að þangað muni þurfa að flytja inn hveiti næsta ár. Félag er myndað með $ 1,000- 000 höfuðstól tiil þess að vinna mó úr jörð í Norður Minnesota, þar sem sagt er að mjög mikið sé af honum í jörðu, að ágiskun 17,000 ekru svæði. Félag þetta ætlar að setja sig niður í bænum Hibbing, og verk- smiðjan sem það ætlar að setja þar niður, á að kosta miljón doll- ara í það minsta.. peir ætla sér að selja mótonnið á 2 dali, sem er að mun lægra en linkolaverð, en mórin nálega eins hitamikill. Til dómkirkjunnar í Rouen á Frakklandi var nýlega keypt ný klukka afar stór. Hún var dregin á kviktrjám af fjórtán ihestum, á- leiðis frá steypuverki til kirkj- unnar. Ekíki viildi betur til en svo að farfeosturinn jbilaði, féll klukkan á götuna og lá þar í marga daga áður færð yrði úr stað og sett í klukkuturnin Hún er 20 tonns á þyngd. í stórborginni Welilington í Kan sas var mýrarbl-ettur svo blautur, að tæplega var nokkurri skepnu fær. Kvennfólkið í iborginni tók sig saman, lét fylla upp forina, og gróðursetja tré, blómabeð og grasreiti og reisa samkomuhús, svo að nú er forin orðin að prýði- reit og skemtunarsviðS borgar- búa. Kona datt í brunn á búlandi suður í ríkjum, vænan spöl frá bæjarhúsum, þar var hún í tvo sólarhringa, og fanst af því að rakki lét undarlegum látum kring- um brunninn. Konan varð inn- kulsa en náði sér aftur, þó komin væri yfir áttrætt. Úr ýmsum áttum. Svo er sagt, að marskálkurinn Foch ætli að heimsækja Canada í sumar, ef ekki kemur neitt í veg- inn heima fyrir á Frakklandi. pegar um skatta álögur er rætt, kemur jafnan fram sú uppá- stunga, að leggja þær á þá, sem ekki hafa sér konu festa. í Bandaríkjunum segja þeir skatt- læröu, að miklar tekjur megi afla ríkissjóði með því móti, frá fjöru- tíu miljónum upp í þúsund mil- jónir árlega. Til Berlínar er kominn hinn frægi maður, M. Thomas, foringi verkamanna í Frakklandi, og einn helzti skörungur í stjórn þess lands meðan stríðið stóð. Verka- manna leiðtogar ó pýzklandi sitja á ráðstefnu með honum. stefnu með honum. peir, sem á járnbrautum vinna í Bandaríkjunum, hafa stundað rannsókn verð-hækkunar þar í landi, einkanlega til að komast að því, hve mikinn hlut kaupgjalds- hækkun eigi þar í. Skýrsla þeirra er nú birt, isem telur upp verð- hækkun ýmsrar nauðsynjavöru, á- samt kaupgjaldshækkun þeirra, sem að framleiðslunni vinna. Tekið er upp á því á Englandi, sem engin -dæmi eru til, að kaupa tryggingu gegn afnámi vínsölu. Gjaldið er enn sagt mjög lágt. PÉTUR HOFFMANN Fæddur 26. Febr. 1897. Dáinn 17. Febr. 1920 Hann var að eins 23 ára, þegar hann dó. í fylista þroska lífsins er þar fallinn löngu fyrir tímann góður drengur, — og hinu ágætasta mannsefni ki.pt burt frá þátttöku í hinu mikla og örðuga starfi, sem liggur fyrir ollum sönnum mönnum og konum — til umbóta — á þess- um alvarlegustu og örlagaþyngstu tímum mannkynsins. Pétur heitinn var fæddur í Kötluholti í Innranesshreppi í Snæ- fellsnessýslu á íslandi. Foreldrar hans voru þau Jón sál. Hoff- Sölveig Grímólfsdóttir yfirsetukona, sem lifir mann sinn. Fluttu þau til Vesturheims 1890, var Pétur þó þriggja ára. Bjuggu þau hjón á Skógum í Mikley í mörg ár. Græddist þeim þar fé fyrir ráðdeild og dugnað. Var gott að koma að Skógum, því að gestrisnin var alþekt og viðtökur hinar rausnarlegustu. Pétur ólst upp hjá foreldrum sínum og fékk góða almenna mentun. 8. maí 1918 gekk Pétur í herinn. Var hann fyrst við æfingar í landhernum í Winnipeg, en hvarf frá því eftir lítinn tíma og innrit- aðist í sjóherinn. Fanst honum það vera sér betur að skapi, þvi að hann var vanur siglingum af Winnipegvatni. Fór hann þá til Hali- fax og tók þátt-í sjoliða störfum, þangað ti'l í marz 1919, að hann veikt- ist af sjúkdómi þeim, sem síðar dró ihann ti'l dauða. Var hann ,þá flutt- ur á Kentvill Sanitarium og dvaldist þar þangað til í júli sama ár, að Ihaini fór á iveií-suihæHð í Ninette. par dó hann eftir þungar þjóning- ar 17. febrúar 1920 úr lungnatæringu. — Var líkið flutt til Mikleyjar og jarðsungið af séra N. Steingr. porlákssyni 3. mar^. Pétur heitinn var hár vexti, þrekinn að sama skapi og vöxturinn gu-llfa'llegur, enda var hann ramur að afli og hinn karlmannlegasti. Hann var dulur í skapi og stiltur vel. Yfirbragðið var bæði drengi- legt og góðlegt, en bar þó vott um festu og ríka geðshiuni, enda unnu honum allir, sem kyntust honum. Og marga Mikleyinga hefþ eg heyrt segja njeð viðkvæmni: “Par fór góður drengur of snemma.” Pétri vár vell sýnt um fjármál. Og honum var það ljóst, að til þess að geta notið hæfileika isinna í lífinu, er fyrsta sporið að vera efnalega sjiálfstæður. pó var hann örlátur og vildi hvers manns kvöð gera, og þoldi ekki að sjá neinn hryggan. — Tengdabróðir hans, sem þetoti hann manna bezt, ihefi-r sa-gt mér, að Pétur sál. muni strax í byrjun sjúkdómsins hafa séð, að þetta mundi verða banamein >sitt, en þó hafi hann alt af skrifað móður sinni og systkinum hughreystandi oréf. Hann vissi vel hvað þau voru hrædd og hvað þau þráðu heitt, að hann fengi heilsuna aftur. Hann þoldi ekki að vita iþau hrygg og vonlaus, — nógur væri tíminn. Og það er trú mín, að hugsunin um það að ástvinir hans treguðu hann látinn, hafi verið honum þyngri, en þó að hann liði þjáningar, sem hann viissi að dauðinn einn gerði enda á. Og svo kom ihöggið, Iþun-gt eins og brimgnýr, þegar hann brotnar við ströndina. Hann var fluttur liðið lík heim tiil ástvinanna og eyj- arinnar, sem var vagga æsku hanls. pað er þung reynsla fyrir móður að missa soninn, sem hún elskar, og beiskur harmur syistkinum að fá aldrei framar að sjá hjartkæra bróðurinn. Og þó er það enn átakanlegra, þegar önnur und ógróih og jafn-sár er opin fyrir, eins og hér átti sér stað, því að faðir Péturs er dáinn fyrir að eins hálfu öðru ári. pegar eg nú hugsa um þetta fólk, ihvað það hefir mist og hvað það hefir liðið, get eg ekki annað en snúið mér undan og grátið í hljóði.— En -hversu heitt sem eg óska þess, er eg ekki þess megnugur, að stilla eitt sorgartár. — sivo lítöl er máttur vesals rnanns. Eg get ekkert nema tekið í hönd syrgjendanna með einlægri -hluttekningu. Vertu sæll, Pétur! Vertu blessaður og sæl-l. Allir Mikleyin^ar/ hneigja höfuð og kveðja þig með ástarþökkum fyrir stutta en góða samveru. Og þó við söknum þín ölil úr hópnum — höfum við eina huggun; húr. er sú: að þú ert búinn að stríða. Hér eftir nær engin köld öriaga hönd taki á æskuvonum þínum, til þess að bera þær and; vana ti-1 grafar. pú ert sjálfur farinn á undan þeim, meðan sól æfi þinnar var enn 1 ihádiegiis stað. Hvíldu í friði. Jónas Stefánsson, frá Kaldbak. PÉTUR HOFFMANN. Undir nafni móður hans. örðug var gangan og eyðileg um eggjagrjót harma minna; þó vonirnar birtu mér bjartari veg að blómstöðum nægta sinna, þá aldrei eg fékk að finna. Að lifa og starfa var löngun min, þó leynd bæri’ eg hugans sárin. — En fullreynd nú er eg, því förlaist mér sýn svo fátt sé eg gegn um tárin, og -löng verða ókomnu árin. pú, sonur minn! Sonur minn! sviplegast var—að sjá þig á likbörum standa. pá sorgin mér hratt á þann svarta mar, hvar sál mín hlaut þyngstan vanda, með blindsker til beggja han-da. Ó, hví varstu tekinn! mitt blessaða barn, þú blóm mi-tt á æfinnar söndum? Svo djarfur og hraustur á dauðans ihjam dreginn af máttugum höndum friá lífsins og þroskans löndum. Já, hvers vegna? dýrasti drengurinn minn! djarfa-sta spurningin kveður. pá dvínar 1 örvænting dagsgleðin, er dauðinn á bægslunum veður og rauðustu rósirnar treður. Peir dýrka hinn algóða drottin sinn í dauðans og grafanna kvíum. Eg get ekki stilt við þá strenginn minn í steimkasti’ af hörmungum nýjum í trúar og auðmýktar týgjum. Finst þá ei athvarf á allllslausri strönd og auðninni hvert sem við flýjum? er forsjón með refsandi reiðihönd reyrir að kvalahnút nýjum og hylur sig ihimins í skýjum? -----í ölilu myrkri er eitthvert ljós — á eyðimörk rósir má finna. Og jafnvel á svartasta sorganna ós sálirnar þættina spinna í atgerfi afreka sinna. Mín trú er að mannsandans máttuga þrá megni’ allar gátur að ráða----- og skynja og heyra og skilja og sjá stoapadóm smælingjans þjáða og hugga þann hrelda og hrjáða. Og heiður sé öllum, sem útsýnið þrá og eilfðarmálunum sinna. og mega þeim óþektu múrunum ná og mestan sigurinn vinna, og fegurstu ilöndin finna. Minn dýrmæti, ástkæri, dáni son! dagsbrún í austrinu roðar. Mín állsherjar ‘huggun, mín einasta von er sú, hún manninum boðar: “pú skynjar, þú finnur og skoðar.” Senn þekkingin brúar hið breiðasta sund á böJþrungnum dauðans legi. pá dregst engin móðir með ólífis und þó ástfólgni sonurinn deyi á Ijósvana lífsins vegi. pá -birtir á jörðu og byrjar ný tið og breytist öll örlaga fræði, þá hljómar rödd sannleikams sigurblíð: “Sorgin er misskilin gæði á álheimsins eilífa græði.” Svo hVil þú nú, barn mitt og blundaðu rótt! Eg blóm skal á gröf þína láta Ef sest að mér tregams og itómleikams nótt með tökum, sem hugann máta, mér -léttir við leiðið að gráta. Jónas Stefánsson, frá Kaldbak. J Sir Hamar Greenwood, írlands ráðgjafi í stjórn Bretlands, hefir náð kosningu -til þings með mikl- um meiri hluta. Nafnkendur vísindamaður he^ir uppgötvað aðferð til að nota fljót- andi vatnsefni til að knýja vélar. Með einu galloni af því efni má renna bifreið 250 mílur. Einnig tjáist það nothæft til að knýja tog- reiðar og hafskip. Nýlega er látin Mrs. Samuel Gomper-s, kona hin-s nafntogaða formanns fyrir allsherjar félags- ákap verkamanna í Bandaríkjun- um, er mjög lengi hefir staðið í þeirri s-töðru. Maður bauð sig fram í sjóher Bandaríkjanna, og var spurður spjörunum úr um uppruna og ætt, eins og lög gera ráð fyrir. Móðir hams var fædd í Ameriku, en giftist á ítalíu, frönskum manni. Fæddur kvaðst hann vera á skipi, er sigldi undir spönsku flaggi, og var þá statt í Ermarsundi, er hann toom í heiminn. Foreldrar h-arns -dóu bæði þegar hann var barn að aldri, var þá tekinn af pýzkum manni og fóstraður í Bandaríkunum. Fóstri hans er ekki Bandaríkjaþegn. “Mundirðu vilja kalla hann ættjarðarlaus- an?” var maðurinn spurður, “Ættjarðarlausan? Ekki held eg það, eg mundi -heldur Jcalla hann “League of Nations.” Dr. H. J. Schuh, einn úr nefnd þeirri er lúterstoa kirkjan í Banda- ríkjunum sendi til Evrópu til þess að kynna sér óstandið í stríðs- löndunu, en einkum þó ástand hins lúterska fólks, hélt ræðu eins og til stóð í Fyrstu lút. kirkjunni á sunnudagskvöldið var og talaði hann aðallega um ástandið á pýka- landi, því það varð hans hlutskifti að fara þangað. Doktorinn er mjög vel máli farinn og sýndi fram á, hve ægilegt og alvarlegt ástandið væri á pýzkalandi. Gat um mörg dæmi, sem hann sjálf- ur hafði orðið var við og skoraði á fólkið að hjólþa. — Umslögum var útbýtt við Tcirkjudyrhar til fólks, og er ætlast til að það leggi offur sitt í þau og sendi siðan safnaðarpresti sínum. Sam- koma þessi var auglýst í öllum lúterskum söfnuðum hér í bænum og hvergi annars staðar messað, en þó var kirkjatv ekki fullsetin. Heim.cókn. Pað var manntovæmt á heimili Jósefs bónda Johnsonar og konu hans við Lower Fort Garry á þriðjudagskvödið var. Um fim- tíu manns frá Winnipeg og Sel- kiric hafði safnast þar saman í til- efni af því, að þann dag höfðu þau -hjón verið 25 ár í hjónabandi. Að- komufólkið var ekki að hafa fyrir því að láta bjóða sér til húsa, heldur settist að í hinu rúmgóða húsi þeirra hjóna eins og það ætti þar heima. Eftir að fólkið hafði hvílt sig dálítið eftir keyrsluna, st8ð upp Ólafur Eggertsson bróðir hús- móðurinnar og beiddi séra Björn B. Jónsson frá Winnipeg að byrja minningarathöfnina með kristileg- um hugleiðingum og varð prestur vel við því, lét syngja hinn alþekta og oft sungna hjónavígslusálm: “Hve gott og fagurt og inndælt er”, og flutti bæn. Silfurbrúðhjónunum voru af- hemtir nokkrir silfurmunir af aðkomufólki til minningar um at- burð þennan og tuttugu og fimm ára áfangann, sem þá var á enda farinn. Að svo mæltu tóku menn upp skemtanir sem vanalega eru við- hafðar slik tækifæri, en þær eru: ræður, hjóðfærasliáttur, spil og dans, og undu menn sér við það fram á miðnætti, en 'þá héldu allir heim til sín glaðir í bragði. BJÖRN HALLD0RSS0N látinn. Síðastliðinn sunnudagsmorgun, 9. maí, lézt öldungurinn Björni Hálldórsson, að -h-eimili Ólafar dóttur sinnar -og manns hennar, Gísla Goodmans, 761 Bannatyne ave., hér í bæ, og fer jarðarförin fram frá heimilinu klukkan 2 á fimtudaginn í þessari vitou. Björn var kominn um mírætt og hafði verið blindur um mörg ár, en að öðru leyti allvei frískur alt til síðastliðins árs, er 'hann að mestu leyti mun hafa verið við rúmið sökum ellilasleika. Björn Hall- dórsson var alþektur bæði heima á íslandi og hér í landi fyrir rausn sína og dugnað í búnaði og fram- faramálum sveita þeirra, er hann dvaldi í. póttu heimili hans á ís- landi: Úlfsstaðir 4 Loðmundar- firði, sem hann var allajafna kendur við, og Haugsstaðir í Vopnafirði, höfðingl-eg heim að sæja, og sneiddu ekki gestir hjá görðum þeim, -því allir vissu að húsráðendur voru ætíð við gestum búnir, enda var húsfreyjan, Hólm- fríður Jónsdóttir, hin ágætasta kona; hún er látin hér vestra fyr- ir allmörguih árum. Björn var fjörmaður milkill á yngri árum og glaðvær með afbrigðum, sálin vel vatoandi og sí-ung. — Til Vestur- heims fluttist B. H. með toonu og börnum árið 1884, reisti bú ná- lægt Mountain, N. D., og og bjó þar um mörg ár. — Síðar verður að sjálfsögðu getið í blöðunum æfiatriða þessa merka öldungs og vestur-íslenzka frumiherja. s. Hinn 10. apríl þóknaðist drotni að kalla heim til sín okk- ar elskuðu eiginkonu og móður, Sólrúnu. peim öllum, er heiðr- uðu minningu hennar með nær- veru sinni við jarðarförina, sendu blóm á kistuna eður á annan hátt sýndu okkur samúð og hluttekningu í sorg okkar, þökkum við af hjarta. GÍSli Jónsson. J. Ragnar Johnson. Ragnhildur Guttormsson. Árni G. Jcfhnson. Gísli G. Johnson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.