Lögberg - 13.05.1920, Blaðsíða 3

Lögberg - 13.05.1920, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13 MAÍ 1920 Bls. 3 HELEN MARLOW EFTIE Óþektan höfund. En þessi kona hafÖi fengið ákveðið álit á því, að Helenu þætti vænna um Fred Oakland, en um nokkurn annan mann; þess vegna áikvað liún, eftir skjmsamlegan innblástur, að skrifa honum og segja frá því, sem hún þóttist alveg viss um, og bað hann að koma aftur og tala við Helenu á nv. Hún sagði lionum líka að Helen, stjarna leikhússins, vrði fyrir afar mikilli aðdáun í New York, og að hún hefði fengið nobkur til- boð um giftingu, en neitaði þeim öllum, einnig hinum fallega enska barún, sem hinn sama dag hefði siglt til Englands. “Minn kæri Fred,” skrifaði hún meðal annars; “hjarta liennar átt þú; komdu strax og reyndu af-tur gæfu þína.” Þessi Bessie frænka vissi svo vel, hve vænt honum 'þótti um Helenu. Það leið gleðigeisli yfir andlit hans; að hugsa sér, að hann mætti enn hafa nokkra von um að fá sína æðstu ósk uppfylta. Nei, Iþað var naumast hugsanlegt. “En eg fer af stað á morgun,” hugsaði hann, “svo framarlega sem eg get fengið klefa í\ skipinu.” Honum hepnaðist það, og það með gufu- skipi, sem var nafnfrægt fyrir sína hröðu ferð yfir hafið. Af ánægju sinni og ákafanum yfir að kom- ast af stað undir eins, varð hann svo heitur, að hann hugsaði ekkert um kulda vetrarins, sem þó svo fárir hafa löngun til að ferðast í yfir jiafið. Hanu hvorki skrifaði né símritaði til frú Dougllas; hann ætlaði að gera henni viðbrigði, koina henni á óvart, því það mundu ekki líða margir dagar þangað til hann gæti látið hana sjá sig. Skipinu gekk vel, þó veðrið væri ekki ávalt hið æskilegasta, en Fred gat þó glatt sig yfir því, að hvem daginn sem leið kom hann nær takmarki sínu. Og þó, ef hann hefði vitað, hvað hann átti að fá að heyra við komu sína til New York, hví- líkt skipbrot von hans og ást áttu að líða, hefði hann að líkindum heldur viljað vera kyr, en að leggja upp í þessa ferð. Það var fagur dagur, þegar skipið náði ta.kmarki sínu, einn af þeim dögum, sem vetur- inn virðist fá lánaðan hjá vorinu. Alt sýndist honum svo indælt og fagurt — hann átti bráð- lega að fá að sjá hana, sem hann elskaði svo ufar heitt. Hann fékk sér vagn og lét strax aka með sig til fimtu avenue. Hann var svo ákafur eft- ír að finna Bessie frænku, að hann vildi heldur fara strax til hennar, en til hótelsins, þar sem hann var vanur að gista. 1 öllum þeim götum, sem hann ók eftir, sá hann festar upp stórar auglýsingar um “Rósadrotningar félagið”, og hann gladdist innilega yfir öllu því hrósi, sem henni hafði hlotnast, og allri þeirri hylli, sem hún veitti móttöku. Hann kom til heimilis frú Douglas, og þar var honum sagt, að frúin væri lieima. “Eg vil okki láta geta um komu mína,” sagði hann við þjóninn, “eg ætla að ganga beina leið til viðtalsherbergis hennar, og koma henni á óvart,” sagði þann með glaðlegu brosi. Frænka hans sat í stórum, mjúkum hæg- indastól, studdi olnboganum á stólbríkina, en hélt hendinni um hökuna, sem benti á, að hún sat í djúpum hugsunum. Hann dró fortjaldið lítið eitt til hliðar og leit inn til hennar. Hinn þykki og mjúki gólfdúkur varnaði því, að fóta- tak hans heyrðist, svo hún hafði ekki hinn minsta grun um, að þar væri nokkur. “Hvers vegna ert þú svona hugsandi, Bessí frænka?” kallaði hann glaðlega til bennar. Hún hrökk við og stóð upp; stóru, dökku, sorgþrungnu augun hennar blikuðu af óánægju við að sjá hann. “ó, Fred! ó hvílíka ógæfu eg hefi gert,” hrópaði hún og fleygði sér í faðm hans, ör- vilnuð af sorg. 52. Kapituli. Þetta var undarleg velkomanda kveðja. Fred Oakland furðaði sig á, hvaða mótlæti það gæti verið, sem frænka hans hefði orðið fyrir, og þegar þau voru sezt hlið við hlið, sagði hann: “Kæra frænka Bessí, hvað hefir komið fvrir, sem gerir þig svo sorgmiædda?” Hún hallaði sér aftur á bak í stólnum, og svaraði með stunu, sorg og kveini: “Ö, Fred, hvernig á eg að geta marið þitt eðallynda hjarta með svo voðaleigum sann- leika?” Hann þaut á fætur af stólnum skjálfandi iif kvíða. “Helen!” stundi hann í spyrjandi rómi, og frænkan kinkaði kolli. ' “Ó, mín dýrmæta Helen! Ekki veik, ekki dáin?” kveimaði hann. “Verra en það,” svaraði hún alveg utan yið sig, og hann gat að eins litið til 'hennar ótta- sleginn. Hvað gat verið verra en dauðinn? Frú Douglas reyndi að herða upp hugann °g verða rólegri til þess að geta .sagt honum sannleikann; en ó, hve henni sárnaði það, að vera neydd til að slökkva liinar frjóvgandi vonir, sem hún sjálf hafði kveikt í hua hans. “ó, Fred, eg hefi nokkuð afar voðalegt að i'C!8,jíi Þér frá,” sagði hún í iðrandi róm. kölur og í mikilli geðshræringu knéféll hann við fætur liennar og tók hendi hennar. “Láttu mig heyra það undir eins; eg þoli ekki að lifa í slíkri óvissu lengur,” sagði hann. “Ó, Fred, mér hefir skjátlast stórkostlega. En þú verður að fyrirgefa mér. Það var kær- Ieikurinn til þín, sem kom mér til þess, og því máttu ekki gleyma.” “Já, já, kæra frænka, eg veit að þú elsk- ar mig innilega. Þess vegna get eg fyrirgefið þér alt. En gerðu nú svo vel að halda áfram; eg er alveg utan við mig; mér finst eg vera staddur í hinni mestu hættu. Hvað hefir henni viljað til, sem eg elska svo heitt og innilega?” “Ó, Fred, hún getur aldrei orðið þín; hún — hún — hefir heitbundið sig öðrum manni.” “Öðrum manni?” hrópaði hann og náföia andlitið hans féll niður á öxl liennar. Hún fann að brjóst hans var í mikilli innvortis hreyfingu, en að hann reyndi af öllu megni að vinna sigur á æsingi sínum. “Ó, Fred, kæri Fred, eg áleit, þegar eg tal- aði við hana, aðdiún elskaði þig; mér fanst eg geta séð það í augum hennar, og heyrt það í rödd hennar, þegar hún talaði um þig. Og hvernig gat hún annað, jafn eðallyndur og sannur, sem þú ert? Og hún neitaði bæði Rud- olph og hinum enska barún, og eflaust öðrum fleiri mönnum. Eg hélt það væri þín vegna. Eg hélt að hún að síðustu hefði séð, hvers virði þú ert. Eg var svo hreykin og glöð yfir þessu og hugsaði að það mundi gera þig svo glaðan og ánægðan, ef þú fengir að vita þetta. Það kom þess vegaia yfir mig eins og eg hefði orðið fyrir eldingu, er blöðin sögðu frá því í þessari viku, að hún væri trúlofuð.” “Getur enginn misskilningur átt sér stað í þessu?” spurði hann með skjálfandi röddu. “Nei, það er enginn misskilningur; það er auglýst í öllum blöðum. Hann hefir staðfest það, og hún hefir ekki borið á móti því.” Hin eðallynda kona fór að gráta. Þegar hann sá hversu mikið hin móðurlega vinkona hans þjáðist af því, að verða að segja lionum þetta, herti hann upp hugann og duldi sína eigin sorg. “Taktu þetta ekki svona nærri þér, Bessí frænka,” sagði hann. “Þetta er eins og af- leiðingar af stríði—ósigur, og eg skal taka því með hermanns kænsku og dirfsku. Vonbrigði eru svo algeng fyrir okkur manneskjumar, og eg verð að hætta við þenna inndæla draum, sem eg hafði um ást hennar; hann var stuttur, en hann hefir þó veitt mér nokkurra daga á- nægju.” “Ó, minn kæri Fred, hve eðallyndur og mennilegur þú ert,” hrópaði frænka hans með takmarkalausri aðdáun að sjálfsneitun hans. En hún vissi, að þetta var þungt mótlæti, sem hann nú varð fyrir. Hann var svo fölur, eins og hann gat orðið, og í augum hans var ekki gleðigljáinn, sem vanur var að vera þar. Svo stundi hann þungan og spurði, hver hans lánsami meðbiðill væri. “Ó, Fred, þú getur aldrei getið þess. Það er það mesta mótlæti, hin stórkostlegustu von- brigði, það dularfylsta leyndarmál af öllu. Mað- urinn, sem hún hefir lofað að giftast, er Rud- olph Armstrong.” Hann varð alveg magnlaus við að heyra þetta, og sat þögull nokkrar mínútur. Honum var mjög erfitt að trúa því, að þetta gæti verið satt. ^ Að Helen skyldi geta sigrað reiði sína og kúgað mikillæti sitt á þann hátt, að geta gcfið Rudolph Armstrong já sitt, það var hér um bil ómögulegt. En það er sagt, að eðli kvenna sé óskiljanlegt. “Hvemig orsakaðist þetta?” spurði hann að síðustu. “Um það veit eg alls ekkert. Eg fékk fyrst að vita það af blöðunum fyrir nokkrum dögum síðan. Eg gat fyrst ekki trúað því, en þegar cg spurði Rudolph, sagði hann, að það væri satt. Hann gortaði yfir því, að hún hefði alt af elsk- að sig; hann sagðist hafa heimsótt hana, sigrað ógeð hennar á sér, og fengið hana til að lofa því að verða konan sín. Hann var mjög hreykinn og glaður; en — eg gat ekki óskað honum til hamingju, af því eg vissi, að hann verðskuld- aði hana ekki. Látum ættemi hennar vera það sem, það vera vill, Helen er sönn og göfug — hún er drotning meðal kvenfólksins. ” “Kæra frænka, eg ætla að fara og heim sækja hana,” sagði hann og stóð upp, og það það var einkennilegur glampi í augum hans. “Ó, Fred!.” “Já, eg fer þangað núna. Hugur minn er svo órólegur, að eg get engan frið fundið, fyr en eg fæ að sjá hennar elskulega andlit. Það var eins bjart og stjarna fyrir hugskotssjónum mínum í stórviðrunum á hafinu, þegar eg var á leið hingað. Það dregur mig að sér með óskilj- anlegu afli, sem eg get ekki veitt mótstöðu. Ó, fi-ænka, hve það er voðalegt, að elska og vera ekki endurelskaður. Alt af að sjá andlit og heyra rödd, sem maður er neyddur til að missa, að sjá það fyrra og heyra það síðara. Ó, ó.” Frú Douglas leit á andlit hans og tók eftir rödd hans, og hún skildi af öllu, að hann þjáð- ist hörðum kvölum sökum vonbrigða sinna, sem hún því ver var orsök í að fyrir hann komu. “'Segföu mér, gjóða frænka, hvar eg get fundið hana,” sagði hann með niðurbældum c-kka. “Mig langar til að lesa sannleikann í fallega andlitinu hennar.. Eg vil komast að því, hvort hún er ánægð og gæfurík, og hvort hún muni elska þennan heigul, sem hefir gert henni svo margt ilt og bakað henni svo margar og miklar sorgir, og nú að síðustu tekur hana frá mér. ” Hún gat ekki hindrað burtför hans og lét hann fara; sjálf hné hún niður á stólinn sinn, og grét. af sorg og samhygð með honum. 53. Kapituli. Nathalía og frú Monteith höfðu farið út þenna morgun, en Helen var ein heima—til þess, að hún sag'ði, að æfa sig við nýtt lag. Hún sat við stóra píanóið í tanga samkomu- salnum, og í fullar tvær stundir hafði hún leik- ið hvert lagið á fætur öðru, sum alvarleg, sum fjörug. Hvít hönd ýtti fortjaldinu fyrir dyrunum dálítið til hliðar, og fölt, fallegt andlit horfði á söngemyjuna. Hún sneri bakinu að söngvar- anum, sem horfði á liana, og vissi því ekkert um það, að maður stóð og horfði á hana. Astarglampi logaði í augum hans, á meðan hann horfði á hana. Hún var klædd bláum og hvítum inorgunfatnaði, og niður um liann breiddist gylta hárið hennar. Hún hafði sungið nokkur lög, á meðan hann stóð þarna. Svo tók hún annað hefti og söng fallegt lag um þú ást, sem getur lialdið sér leyndri í hjarta kvenmannsins án þess aðrir viti um það. Þegar söng hennar var lokið, ’stóð hún upp og þá fyrst gekk hann inn í herbergið. Nú stóðu þau hvort frammi fyrir öðru, þessi tvö, sem elskuðu hvort annað og liöfðu þó litla von um, að geta nokkuru sinni tillieyrt hvort öðru, því það leit svo út, að forlögin hefðí ckki ákveðið það þannig. “Helen!” kallaði hann með þráandi rómi. “Fred!” svaraði hún. Orð hennar voru sem þung stuna — bland- in gleði, viðbrigðum og ástríðu. Stóru bláu augun hennar eins og stækkuðu, rauðu varirn- ar skulfu, og hún gekk á móti honum með fram- réttar hendur. En áður en hún komst til hans, sveiflaðist þessi fagra vera eins og lilja fyrir vindi. Hin miklu viðbrigði og hin skyndilega gloði sem greip hana, var meira en tougar hennar þoldu. Þæ^brugðust henni, og Fred fékk að eins tíma til að grípa hana, um leið og hún ætl- aði að falla um koll, og geyma hana í faðmi sínum. Hver getur ásakað hann fyrir, að hann þrýsti henni að lijarta sínu og kysti hið með- vitundarlausa andlit hennar? Hún hafði átt aö vera hans og var eflaust með lævísum brögð- um stolið frá honum. Hún varð vör við kossana hans og’ vaknaði því til meðvitundar aftur, smátt og smátt. Hún skalf frá hvirfli til ilja, brjóstið hreyfðist all- hart og augu hennar opnuðust; hún lá enn í faðmi hans, en var of magnlaus til að losa sig. Henni fanst sér líða svo vel, þar sem hún hvíldi, vera svo gæfurík, að hún hefði aldrei verið jafn ánægð, og gat sökum sinnar miklu gleði hvorki hreyft sig eða talað. Ef að maðurinn, sem hún hafði lofað að giftast, hefði komið inn á þessu augnabliki, þá hefði hún ekki tekið eftir honum. Hún lagði handleggi sína um hálsinn á I’red Oakland og varir þeirra mættust. Nú vissi Fred að hún elskaði hann. Nú gat hann ekki trúað því, að hún væri heitbundin Rudolph Armstrong. Astaratlot hennar og gleði geislandi andlit, þegar hún hélt um háls honum, voru glöggar sannanir þess, að hún elskaði hann. En alt í einu, meðan hann enn 'þá hélt henni í faðmi sínum, þrútnaði brjóst hennar og hún stundi ósegjaidega þungt, og jafnframt varð hann þess var, að hún vildi losa sig úr faðmi hans. “Helen, elskulega Helen,” hvíslaði hann, og ætlaði að kyssa hana aftur; en hún sneri andliti sínu f rá honum og sagði, um leið og hún stundi aftur: “Leyfðu mér að fara.” “Nei, nei, Helen mín, ekki fyr en þú lofar mér því, sem var erindi mitt hingað yfir hafið — viltu verða konan mín?” hvíslaði hann með iundælum rómi. Stuna af hræðslu og kvíða var það svar, sem hann fékk, en Helen, sem nú var farin að ná sér aftur, losaði sig úr faðmi hans, gekk að legubekk og lagðist á hann, hyljandi sitt glóð- heita andlit með höndum sínum. Hann gekk á eftir henni og ávarpaði hana í bænarrómi. “Þú elskar mig, er það ekki svo, Helen? Þú ætlar að verða konan mín, er það ekki ætlan þín? Hvað annað get eg ímyndað mér, þegar þú tókst á móti ástar atlotum mínum og endur- galst þau?” Það fór titringur um hana og hún kveinaði: “Imyndaðu þér að eg hafi verið sinnisveik — ekki með fullu ráði; ímyndaðu þér, að það hafi eitthvað veriði í mér, sein svifti mig öllu valdi og breytti eftir eigin geðþótta. Alíttu ekki að eg elski þig — láttu þig. ekki dreyma um neina hjónabands gæfu fyrir okkur tvö, þv í—ó! eg er ekki frjáls.” “Ekki frjáls, Helen? En eg sver, að þú skalt verða það. Það getur ekki verið satt, sem mér hefir verið sagt, að þú ætlir að giftast óvin mínum, hinum siðferðislega bæklaða Rudolph Armstrong?” Hann tók hvítu hendumar hennar burt frá andlitinu og leit inn í dökkbláu augun, er voru full af brennandi tárum. “Láttu mig horfa í kæru bláu augun þín og lcsa í huga þínum á meðan þú svarar mér,” sagði hann í bænarróm. “Er liún sönn, þessi hræðilega saga, að 'þú hafir lofað Rudolph Armstrong að verða konan hans?” Rödd lians og augnatillit orsökuðu það, að hún varð að svara hreinskilnislega, og með hryllingi kom það: “ Ja-á”. “Elskar þú hann, Helen?” “Nei,” svaraði hún. “Hvers vegna hefir þú þá lofað að gift- asthonum?” • “Eg get ekki sagt þér það, Fred; æ, vertu nú miskunnsamur við mig, og farðu héðan.” “Þú gerir mig brjálaðan, inndæla Helen mín. Ó, hvers vegna viltu ekki svara mér? Getur það skeð, að það sé af metorðagirni, að þú hafir lofað að giftast honum, án þess að þú elskir hann?” Notið tœkifœrið! Vér viljum fá 500 íslenzka menn til þess að læra meðferð á dráttvélum (tractors), einnig alt sem lýtur að Welding og Batt- ery vinnu. Eftirspurn eftir slíkum sérfræðingum er afarmikil. Afbragðs kaup, þetta frá $100 til $300 um mánuðinn. — Mörg hundruð íslendinga hafa lært hjá oss síðast liðin fimm ár. — Lærið góða handiðn að vetrinum og byrjið fyrir eigin reikning. Ókeypis atvinnu-skrifstofa vor leiðbeinir yður að loknu námi. Vér höfum allar tegundir Automobíla og annara véla við hend- ina, sem lærlingar fá að æfa sig á. Fónið oss eða skrifið eftir ó- keypis kensluskrá. Komið og skoðið vorn nýtýzku-skóla. HEMPHILL TRADE SCHOOLS, LIMITED, Rétt hjá Strand leikhúsinu. Office, 626 Main St., Winnipeg trtibú: Regina, Saskatoon, Edmonton, Calgary, Vancouver. .. | • \i» timbur, fjalviður af öllum i ar vorubirgðir tegundum, geirettur og al«- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumaetíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. ------------------- Limitad------------------ HENRY AVE. EAST - WINNIPEG Allar tegundir af Allar tegundir af KOLUM EMPIRE C0AL C0MPANY Ltd. Tals. Garry 238 og 239 Automobile og Gas Tractor Sérfræðinga verður meiri iþörf en nokkru sinni áður i sögu þessa lands. Hví ekki að búa sig undir tafarlaust? Vér kennum yður Garage og Tractor vinnu. Allar tegundir véla — L 'head, T head, I head, Valve in the head 8-6-4-2-1 Cylinder vélar eru notaðar við kensluna, einnig yfir 20 raf- magnsaðferðir. Vér höfum einnig Automobile og Tractor Garage, hvar þér getið fengið að njóta allra mögulegra æfinga. Skóli vor er sá eini, sem býr til Batteries, er fullnægja kröfum tímans. Vulcanizing verksmiðja vor er talin að vera sú lang- fullkomnasta í Canada á allan hátt. Árangurinn af kenslu vorri hefir oss til mikillar ánægju sann- fært bæði sjálfa oss og aðra um að kenslan er sú rétta og sanna. —Skrifið eftir upplýsingum—allir hjartanlega velkomnir til þess að skoða skóla vorn og áhöld. “ GARBUTT MOTOR SCHOOL, -Ltd. City Public Market Building. CALGARY, ALTA. A. CARRUTHERS Co. Ltd. SENDIÐ Húðir yðar,Ull,Gœrur, Tólgog Senecarætur til næstu verzlunar vorrar. VJER greiðum hæsta markaðsverð. VJER sendum merkispjöld og verðáætlanir þeim er æskja. Adalskrifstofa: WINNIPEG, Manitoba TjTIBÚ—Brandon, Man.; Moose Jaw, Sask., Saskatoon, Sask.; Edmonton, Aita.; vancouver, B. C. KAUPID BEZTA BLADID, LOGBERG. “Þú hefir enga heimild, Fred, til að spyrja mig um þetta.” “ Jú, eg hefi heilög réttindi — þau réttindi, sem sá maÖur, er elskar þig, hefir, og sem þú þar að auki elskar sjálf. Samkvæmt þessari gagnhverfu ást, sem þú getur ekki neitað, ættir þú að verða mín kona. Og, á eg að sleppa heim- ild minni til að verða lánsamur og ánægður, mótmælalaust, án þess að berjast á móti því? Nei, aldrei. Segðu mér með hvaða aðferð þessi maður, þessi bófi, hefir náð lofoEði þínu, þessu loforði, að giftast honum. Hefir liann hótað þér, eða á einn eða annan liátt þvingað þig til að samþykkja?” Hún þurkaði tárin úr augum sínum og sett- ist upp. “Það eru einkennilegar ímyndanir, sem þú hefir,” sagði hún. “Hvers vegna skyldi Rud- olph Armstrong þurfa að hóta mér, eða þvinga mig til að gefa samþykki mitt? Mvndi ekki hver og ein af liinum lieldri stúlkum í New York verða hreykin yfir því, að geta orðið frú Rudolph Armstrong? Er hann ekki ungur, fallegur og afskaplega ríkur?” Hann, fjarlægðist hana alveg hissa. “Vilt þú selja þig fyrir gullið hans? Þú, sem egáleit vera svo hreina og eðallynda. Vertu þá sæl! Eg fvrirlít þig nii eins mikið og eg elskaði þig áður!” þrumaði hann og fór út úr herberginu.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.