Lögberg - 13.05.1920, Blaðsíða 6

Lögberg - 13.05.1920, Blaðsíða 6
t Bls. 6 LÖGBERG FIMTUADGANN 13 MAÍ 1920 Æska er œfl skóll, Alt, sem lærlst þfi. VerSl vor* a6 geisluii. Vegi lífslns á. P. P. P. Gamli Lótan. (Pcrxnesk-spönsk saga.) Framh. Þegar Lótan hafSi legið þarna dálitla stund, /kom þar andi einn mikill og þreklegur inn á flöt- inn; i>á hafði miklar vogarskálar í annari hendi en tvo poka í hinni. Skálarnar setti hann þar á hellu við hamarinn; vogarstólpinn var úr gulli og önn- ur skálin, en liin skálin var úr silfri, alt var það fágað og skínandi. Þá tók andinn pokana og hvolfdi úr þeim þar á lielluna hjá skálunum og kom þar fjöldi af rauðum steinum úr öðrum en gráum úr hinum. Steinar þessir voru mjög mis- stórir, sumir eins og hnefi manns, en sumir á borð við krækiber; svo hvarf andinn snögg\7ast, en kom að vörmu spori með reyrstól og setti þar við ham- arinn hjá skálunum. Þá heyrðist Lótan, sem vindsúgur færi eftir brekkunni að hamrinum og hvrfu þar. Litlu síðar kom annar súgur og hinn þriÖji, og svo hver af öðrum þangað til sex voru komnir. Þeir komu allir sömu leið og var líkast því, sem þeir hyrfu í hamarinn. Seinast heyrðist honum að ákafur þytur færi eftir hlíðum dalsins og var þá sem eik- urnar og runnarnir beygðu höfuðin og hátíðleg kyrð kæmi á öll dýrin, bæði um brekkurnar og á grundunum. Hestarnir og hindurnar hættu að bíta og lömbin hættu að leika sér. Seinast bar þytinn að hamrinum, og var það líkast að heyra ölduhljóði við sand eða fossnið í fjarska. Þegar þvturinn kom að hamrinum, heyrði Lótan fagran söng úr bjarginu og margar raddir sungu hátt og sfeært þessar hendingar: Heill sé þér vinur vinleysingja, mikli hugmildi hjarðadrottinn. Þetta var sungið {irisvar. En um leið og þytur- inu fór yfir flötina, var sem þíðan blæ legði á Lótan, líkt og létta og hressandi fjallgolu á heit- um sumardegi. Þá varð Lótan litið upp til ham- arsins og var þar nú orðið æði breytilegt umhorfs, því nú var sem bergið væri úr gagnsæjum krist- alli, og sá þar inn í víða hvelfingu fagra og skín- andi; gólfið var sem silfur, veggirnir glóðu sem gull og loftið livolfdi yfir salnum fagurblátt eins og heiður vorhimin. Þar var hvorki bekkur né borð eða neinn húsbúnaður og engan mann sá hann þar, en í þesu bili heyrÖi liann innan úr saln- um háa og livella raust, sem sagði: “Eg er Gúlú, höfðingi Letaf jalls, og þjónn hins volduga og rétt- láta Baratinandars, sem allir andar prísa og öll dýrin lofa hvert á sína tungu. Stattu upp Lótan og seztu á réyrstólinn. Hinn mikli andi hefir leyft mér að færa þig hingað, svo þú sæir sjálfur verk þín vegin í dag, en það er ekki eg, sem dæmi þig, heldur stendur þú bráðum fyrir dómi hinna réttlátu dýra, sem aldrei gera mönnum ilt að fyrra bragði, og oft verða að þola ótal illgjörðir, án þess að sýna af sér minstu hefnd. Þau dæma þig rétt. Og þér hinir sex verðir hinna sex fjalla, þér skuluÖ bera mér vitni þess, fyrir hinum mikla konungi vorum, að hér hafi ekki verið með einu hálmstrái hallað mundangi hinnar heilögu vogar í dag. Rístu nú upp, Lótan, og vertu óhræddur, í mínu ríki er aldrei friður rofinn og fyrst, ef hvíta skálin verður lægri en hin rauða að leikslokum, þá * er þér hætta búin.” Þetta sagði verndarandinn Gúlú. Lótan hafði hlýtt á alt þetta líkast því, sem það væri leiðsla eða draumur, en þegar hann kadl- aði á hann í annað sinn, hrökk hann við eins og af svefni og vildi standa upp, en gat ekki vegna ó- styrks og komst ekki nema á hnén. Þá heyrði hann blásið í pípu og strax kom þar andi í ungs nianns líki, fríður sýnum og vingjarnlegur; hann tók undir hendur Tjótans og studdi liann að stóln um. Það var auðséð á manninum að samvizkan lét hann finna ómjúkt til tannanna og að þessi dýradómur var honum bæði þung byrði og önug. En þegar unglegi maðurinn var búinn að koma honum fyrir á stólnum, hvíslaði hann þessum orð- um að honum: “Berðu þig vel, Lótan, öll dýrin eru umburðarlynd og góðhjörtuð. ” Þá kallaðí Gúlú á andann og sagði: “Blástu í pípu þína, Sílan, og kallaðu á dýrin, fyrst þau, sem sakir eiga, og svo hin. Þá bés Sílan í pípuna °S þegar í stað kom inn á flötina asni gamallegur og lítill og veiklulegur, en augnanáðið vingjam- legt. Þá brá Lótan í brún, því þar þekti hann asnan sinn, sem hann hafði leikið verst um nótt- ina. Hann var nú orðinn furðu brattur og ekki svo mikið, að hann styngi við. Hann gekk að skál- unum og leit um leið á Lótan, var þá eins og hryll- ingur færi um skepnuna. Svo gekk hann að gráu hrúgunni og tók þar upp einn af stærstu steinun- ura með snoppunni, hugsaði sig svo dálítið um og lét þá þann stein niður og tók annan minni, á borð við epli, og lagði á silfurskálina; og gekk svo út á grundina. Það var sönn hrygÖarmynd að sjá Lótan, þegar hann sat þarna frammi fyrir asnan- um; hann óskaði þess þá í fyrsta sinni á æfi sinni, að hann hefði aldrei verið tii og að alt salt væri komið út í hafsauga, en þegar hann lagði af sér stærri steininn og tók þann minni, þá var eins og grátbros færi um andlit hans, og hann sagði með sjálfum sér: “Aumingja skepnan, einhver hefði nú ekki farið að skifta um steina.” Þá var kallað á úlfaldana, og strax kom þar inn að skálunum gamall úlfaldi mógrár, hálslang- ur og herðamikill. Fljótt þekti Lótan þennan ix'lf- alda, og átti lítils góðs af honum að vænta, því hann hafði l'átið hann ganga sér til húðar fyrir löngu, svelt hann og nítt á allar lundir; hann hafði og hvíta bletti á baki og síðum eftir meiðsli. Auk þess hafði hann orðið að bera drápsklyfjar einu sinni í fvo daga bæði meiddur og halltur. Hann gekk nú að gráu steinahrúgunni, og tók þar upp einn af miðlungs steinunum, en varð í því bili litið a gamla húsbóndann og hefir líklega sýnst hann vera búinn að fá nóg, því hann lét steininn detta og gekk burt. “Þetta hefði víst enginn gert nema þú, veslings Tabí,” sagði Lótan með sjálfum sér. Svo var kallað á hestana, og þá kom fram fyr- ir brekkuna Ijósjarpur klár, vel limaður, kvikleg- ur og hinn föngulegasti. Ekki var Lótan heldur ókunnugt um þennan hest, því hann hafði haft hann bæði til reiðar og áburðar í 12 ár, oft reynt í honum þolrifin og launað honum loks langa þ.jón- ustu með því níðingsbragði, að selja hann gamlan og lúinn byggingameistara einum, sem lét hann bera sand og draga grjót meðan hann gat staðið uppi. Jarpur gekk að voginni, leit snöggvast á lxvítu skálina, þar sem steinn asnans lá, og svo á steinhrúgurnar og Lótan en ekki hreyfÖi hann við einum steini, og gekk síðan burt, rólegur og al- varlegur eins og hann var kominn. “Aumingja .Jarpur, ekki ertu hefnigjarn”, sagði Lótan við sjálfan sig, þegar hesturinn gekk burt. Þá var kallað á kettina, og kom þá gulflekk- óttur köttur fram á flötina. Ekki var þetta kött- ur Lótans, en kunnugt var honum um kisu, því það var köttur nábúa hans og hafði marga skrá- veifu fengið af Lótan, þegar hann var í iilu skapi. Seinasta handarvúkið við hana var það, að hann sigaði hundi á hana sem beit hana svo, að hún lá þar eftir hálfdauÖ. Ekki ómakaði Lótan sig þó til að stytta henni kvalimar, en þar fanst hún síð- an dauð af sárum, og lét samvizka Lótans sig það smáræði litlu skifta. Nú var kisu bætt það hunds- bit og orÖin feit og silkigljáandi; hún skotraði snöggvast öðra auganu að skálunum, en lét sem hún sæi hvorki Lótan né steinana og gekk hægt og stillilega fram hjá öllu saman eins og henni kæmi það ekki við og fór síðan út á völlinn. Það var eins og Lótan sæi fyrst skömm sína fuilum sjónum, þegar hann sá göfuglyndi kisu. Hún hafði aldrei gert hið minsta á hluta hans alla sína daga, en þó var sem hann ætti henni alt af ilt að launa og hrakti hana og hrjáði með öllu móti. Hann hefndi grimmilega hverrar mótgjörðar, en hún lét nú, sem hún sæi ekki þennan kvalara sinn, þegar hún gat hefnt sín á honum og hreyfði ekki minsta steininn. Það var ekki laust við, að kon- ungur dýranna væri farinn að minka nokkuð í sín- um eigin augum, þar sem hann húkti á stólnum og horfði á alt þetta. Þá var kallað á hundana, og kópgrár rakki lítill en fjörlegur kom inn á flötina. Hann kom tindilfættur og vinalegur eins og hann var vanur að koma forðum, þegar húsbóndi hans kallaði á hann. Hann kom strax auga á Lótan og var þá eins og gleðibragð kæmi á hann, það leit snöggv- ast svo út, sem hann ætlaði að koma til Lótans, en þá virtist sem æðri hönd benti honum burt, hann vaggaði vingjarnlega rófunni og gekk svo fram hjá. Ekki tók hann þar eftir neinu öðru en Lótan. Þessi rakki hafði þjónað honum í 8 ár með trú og dygð, en launin voru eins og þau eru vön að vera: bálfgert sultarlíf lengst af æfinni, og svo meira og minna hörð svipuhögg við og við; seinast hafði Lótan murkað úr honum lífið með því að hengja hann í snæri. Það var eins og dálítið rynni út í fyrir Lót- an, þegar hann sá rakkann koma þarna á móti sér glaðlega og vingjarnlega eftir þetta seinasta þakklætismerki fyrir trygga fylgd, sem hann hafði sýnt honum á hjallbitanum sínum, og hon- uin runnu ósjálfrátt í hug augun, sem hundurinn hafði rent til hans seinast, þegar hann hékk þar í dauðateygjunum. Hann lokaði nú augunum og reyndi að hugsa um ekki neitt, en hann hafði nú fengið heita óbeit á sjfilfum sér og sú óbeit sjatn- aði ekki þó augunum væri lokaÖ, en það var þó sem vináttumerki hundsins væri honum hugsvöl- un og styrkti hann til að bíða dauðans með meiri rósemi. (Niðuri. næst.) --------o-------- Hugrakka Kvekarakonan. (Framh.) Morguninn eftir talaði Lydia við mann sinn um málefnið, sem lá henni þyngst á hjarta. “ Jón, ef að ekkert er í vegi, þá vifdi eg gjarn- að bregða mér til Frankfort í dag. Eg þarf að ná mér í dálítiÖ af hveiti, því við erum að verða hveitilaus í húsinu.” “Vissulega, Lvdia. En þú verður að taka þjónana með þér, til þess að bera það heim fyrir þig.” “Nei, eg vil fara einsömul. Eg get með engu móti mist þjónana frá húsverkunum.” “Jæja, gerðu þá eins og þér gott þykir, góða,” sagði maður hennar um leið og hann stóð upp, kvaddi og fór til vinnu sinnar. Undir eins og hann var farinn, fór Lydia ti!l yfirmanns brezka hersins, til þess að fá skriflegt vegabréf, svo hún gæti hindrunarlaust farið í gegn um fylkingar breta. Að því búnu lagði hún af stað með poka undir hendinni í þéttings ófærð, til Frankfort, sem var um fimm mílur vegar í burtu. í Frankfort skildi liún eftir pokann í hveitimylnunni og sætti svo tækifæri til þess að komast burtu úr bænum án þess henni væri veitt eftirtekt, og hélt í áttina þanga ðsem hún vissi að útverðir Bandaríkja- hersins voru. Hún vissi vel, hve hættulegt ferðalag þetta var, því ekki þurfti annað en að Bretar kæmust á snöðir um erindi hennar, þá vissi hún að þeir mundu ekki sýna sér neina vægð. En um það var ekki til neins að hugsa. Afram Idjóp liún eftir snjóþaktri brautinni, þar til hún heyrði jódyn margra hesta, sem voru að nálgast. Hún stanzaði, studdi hönd á brjóst sér, eins og til þess að reyna að stöðva ákafan hjartslátt, sem hún hafði fengið. Ef að það skyldu nú vera Bret- ar! Dálitla stund stóð hún á miTli vonar og ótta, en alt í einu varð vonin að vissu, og í gegn um tárvot augu hennar skein ánægja og gleði: “Guði sé lof! Guði sé lof,” brauzt fram af vörum henn- ar, því varðliðið, sem á móti henni kom, var blá- klætt — var í einkennisbúningi Bandaríkja ridd- araliðsins. Varðliðssveitina bar brátt að þar sem Lydia stóð. Foringjnn stanzaði og kastaði (á (hana kveðju og spurði um ferðalag hennar. “Gæti eg fengið að tala við yður einslega,” spurði Lydia mjög alvarlega. “Já”, svaraði foringinn. Svo sneri hann sér að mönnum sínum og sagði: “Riðið þið á und- an, eg næ ykkur rétt strax.” Þegar hann var orðinn einn eftir, sagði Lydia honum frá leyndarmálinu og bætti svo við: “Eg vil biðja yður að láta aldrei uppskátt hver hafi gefið yður tilkynningu um þessar fyrirætlanir Breta. ” “Eg er yður innilega þakklátur,” mælti her- foringinn, “og þér getið verið alveg vissar um, að enginn skal nokkura tíma fá að vita, hvaðan okkur kom vitneskja um þessa ráðagerÖ. Lofið mér svo að hjálpa yður til næsta húss, svo þér getið hvílt yður og fengið hressing. “Eg þakka fyrir það boð, en verð að hafna því sökum þess, að einhver kann að sakna mín og burtuvera mín getur vakið grun. ” Svo sneri Lydia heimleiðis glöð í bragði, með hveitipokann á bakinu, sem hún hafði látið í veðri vaka að væri aðal erindi sitt .til Frankfort. Hún hafði gjört sitt ítrasta til þess að frelsa Bandaríkjaherinn, en hún var samt fjærri því að vera kvíðalaus fyrir úrslitunum. n Tveir dagar liðu frá því að Lydia fór til Frankfort g þar til að barið var hranalega að dyrum heima hjá henni. Hún hrökk við, og gekk til dyra tafarlaust. Hún vissi, að nú varð að skríða til sakra og með þögulli bæn lauk hún upp hurðinni. Við dyrnar stóð brezkur liðsforingi. Svipur lians var harður og einbeittnislegur. Hann gekk þegjandi inn í húsið og lokaði dyrunum á eftir sér og benti Lydiu að setjast niður á stól. “Voru allir heima hér í húsinu um kveldið, þegar við höfðum fundinn seinast!” spurði liðs- foringinn. “Já,” svaraði Lydia með sanni. “Það fóru allir að hátta klukkan átta um kveldið. ” “Þetta er undarlegt, ” tautaði liðsforinginn og beit á efri vörina, “mjög undarlegt,” sagði liann eins og við sjálfan sig. “Hún var sofandi, það vissi eg, því eg barði sjálfur á svefnherbergis- dymar hjá henni, og varð að berja þrisvar áður en hún lieyrði.” Upphátt sagði hann, um leið og hann gekk fast að stólnum, sem Lydia sat í, og hvesti á hana augun til þess að vita hvort hún gæfi engin merki til vitneskju um máliÖ, sem hann var að rannsaka. “Mér er ómögulegt að skilja, hver hafi gert Washington aðvart um hina fyrirhuguðu atlögu vora. Þegar að vér komum í nánd við herbúÖir hans, var hann viðbúinn. Fallbyssurnar á sínum stöðvum og allur herinn undir vopnum. Hann auðsjáanlega vissi, að við mundum koma og var fyllilega viðbúinn, svo við urðum að snúa til baka —fórum algerða fýluferð. “Eg skipaði öHum að fara að hátta klukkan átta,” svaraði Lydia í blátt áfram og alvarlegum málrómi. “Eg trúi ekki, að nokkur þeirra hafi A'erið á fótum eftir þann tíma,” bætti hún við um leið og hún reis aftur á fætur. Brezki herforinginn horfði á lágvöxnu en góðlegu konuna, sem stóð róleg frammi fyrir hon- um. Eftir dálitla stund snerist liann á hæli, gekk snúðugt út úr húsinu og skelti hurðinni á eftir sér. Þegar fótatak liðsforingjans heyrðist ekki lengur, féll Lydia á kné við stólinn, sem hún hafði setið á, faldi andlit sitt í höndum sér og þakkaði guði af hrærðu hjarta fyrir það, að hann hafði frelsað her landsins, sem hún unni. • ---------o--------- HITT OG ÞETTA. Hann var máttllítill undir sinni byrði. En bar ekki Drottinn mann á sínum örmum? — The Rev. G. D. Coleman in The Young Christian Her- ald. Þýtt úr Northem Messenger. Kona var að þvo þvott og hengdi hann út í hríðarbyl að vorlagi. “Þetta er óvit,” sagði önn- ur. “Fötin þorna aldrei í svona veðri.” — “Mér liggur á fötunum, og veðrið að tarna batnar ein- hvern tíma,” svaraði sú er þvottinn átti. — Dag- inn eftir var allur þvotturinn þur og í bezta lagi. Þó þú grátir í dag, mundu að guð þerrar tárin þín á morgun. R. K. G. S. Vendu börnin þín á að lesa bænirnar sínar kvölds og moruns, livort sem þú ert sjálf við eða ekki. Sú kemur tíðin, að þú getur ekki sagt þeim það sem þú vildir, og er þá vel að það er plantaÖ í sálir þeirra, sem eitt getur orðið þeim ti!l styrktar og gert þau að umgengilegum mönnum og konum i sambýlinu við aðra í heiminum. Berðu þau ekki fyrir að brjóta leir eða annað, því það er oftast óviljaverk, og við viljum ekki að guð hegni okkur fyrir óvilja-syndirnar. Berðu þau heldur ekki fyrir að bleyta sig eða “rusla út”, því það er bæði vinna þeirra og skemt- un, sem þau eru að fást við. Öllu lieilbrigðu manneðli er ásköpuð starfslöngunin. Láttu {>au aldrei komast hjá ávítun eða refsingu fyrir að stríða öðrum eða á annan hátt kvelja menn eða dýr. StríÖnis og kesknislundin eru ljót illgresi í mannssálinni, og hvort sem hægt er að uppræta rót þeirra eða ekki, þá verður að reyna að koma I veg fyrir vöxt þeirra. Láttu ekki fullorðna stríða börnunum, hvorki skylda né vandalausa. Engin lund er grimmari en stríðslundin. R. K. G. S. ---------o--------- Dýrmætur er dollarinn. Lestinni hafði hlekst á og hraðlestin var sögð rétt ókomin. Allir farþegar flyktust út í mesta flýti, nerna gamall maður, sem sat kvr og hreyfði sig hvergi. “Ætlarðu ekki rít úr lestinni, maður? Þú getur orðið fyrir stórslysi,” sögðu nokkrir við hann. Karl var hinn íbygnasti, dró upp lífsábyrgð- ar skírteini sitt og sýndi þeim. “Eg er ekki eins heimskur og þið hugsið; félagið seldi mér trygg- inguna, og ef það þarf að borga, þá er það ekki mér að kenna. Svo þeir um það.” Skrítlur. Ameríkumaðurinn: “Við höfum klukkur í Ameríku, sem heyrist til á Jiriggja mílna svæði. Þið hafið ^kkert svo leiÖis á Englandi, býst eg við?” Englendingurinn: “ Jú ,og meir en það. Við höfum lúður, sem blásið var í 1914, en hljóðið heyrðist ekki vestur til Ameríku fyr en 1917.” Dóttirin: “Bifreiðarstjórinn okkar hefir beðið mín, pabbi.” Faðirinn, fjúkandi vondur: “Beðið þín! Þetta kalla eg nú kjark.” Dóttirin: “Ó, eg er svo fegin, pabbi, að þér geÖjast að honum. Eg var hálf-smevk um að þú mundir ekki vilja hann handa mér.” Hann var vel þektur skáldsagnahÖfundur. Á lestinni hitti hann tvær ungar og fríðar konur, sem spurðu hann spjörunum úr. Hann var í ráða- ieysi með að láta þær þagna, þegar lestin rann inn í jarðgöng. Þá tók hann að kyssa á sér handr arbakið með hávaða og smellum. Þegar í birtuna kom, litu frúrnar hvor á aðra með kulda og fyr- irlitningu, en skáldsagnahöfundurinn hneigði sig kurteislega, um leið og hann sagði: “Kæru frúr, það harma eg nú mest, að vita ekki hvor yðar það var, sem kvsti mig.” Hann var ekki ónáÖaður méð meiri maági í það sinn. Gamall lierramaður er að kaupa blað og miss- ir fimm centa pening sem skoppar ofan í forina. “Hérna drengur litli, taktu upp peninginn, þú mátt eiga hann.” Drengur: “Nei, það hefir ekkert að þýða. Ekkert fæst fyrir fimm cent lengur.” Læknir nokkur var kallaður að símanum og Svertingjakona, sem unnið hafði í húsi hans, segir honum í angistarróm, að yngsta barniÖ sitt sé fárveikt. — “Hvað gengur að því?” spyr læknir- inn. — “Hún drakk úr fullri blekbyttu.” — “Eg skal koma strax — en hefirðu reynt nokkuð að gefa henni?” — “Já, læknir, eg er búin að gefa lienni þrjár arkir af þerripappír,” sagði móðirin með hálfum huga. , ' , < “Brent barn forðast elclinn, ” sagði kennar- inn. “Komið með setningu, er meira mcinar, en orðaða öðru vísi.” Óhrein hendi skauzt upp úr afturbekkjunum: “Hreint barn er hrætt við vatnið. ” ---------o——<----- l

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.