Lögberg - 17.06.1920, Blaðsíða 4

Lögberg - 17.06.1920, Blaðsíða 4
Bia 4 LöGBERG, FIMTXJE'AGINN 17. JÚNÍ 1920 fi Gefið út hvern Fimtudag af The Col- i umbia Press, Ltd.^Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TAI.SIMl: GAKKY 416 og 417 Jón J. Bíldfell, Editor ■ Utanáskrift til blaðsins: TlfE COLUNIBIIV PRESS, Ltd., Box 3172, Wínnipeg, Niar). Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, iqan. Um fjármál Manitoba-fylkis. i. Aðfinslur þær, sem fram hafa komið í sam- bandi við ráðsmensku Norrisstjómarinnar á undanförnnm árum, eru að því er vér höfum orðið varir við, aðallega bundnar við fjármálin. Menn sem vilja finna orðum sínum stað, kvarta ekki undan óorðheldni, ekki undan fram- kvæmdarlevsi, og ekki undan skorti á skvldu- rækni, heldur undan eyðslusemi Norrisstjórn- arinnar á fylkisfé. Þessi ákæra, ef 'hún er sönn, er mikilva>g, og er þess verð að menn athugi hana með gaetni. Þegar um eyðslusemi einnar stjórnar er að ræða, þá er gerður samanburður á henni og einhverri annari stjórn og svo er það nú. Roblinstjórnin tekin þar til fyrirmyndar. Það er bent. á, að útgjöld þeirrar stjórnar, Roblinstjómarinnar, hafi verið $5,638,058.61 árið 1914. En að útgjökl Norrisstjórnarinnar hafi verið $8,544,790.85 árið 1919. Þar sé því um að ræða aukin útgjöld, sem nemi $2,906,132.24, ná- lega þremur miljónum dollars. Þess er þá fyrst að gæta, að þegar Norris- stjórnin kom til valda 1915, var aðferðinni við bald fylkisreikninganna breytt þannig, að fram í þeim ka'mi að eins tekjur og útgjöld hvers árs út af fyrir sig. En áður, í stjómartíð Roblins, voru sýnd að eins þau útgjöld, sem búið var að borga þeg- ar fylkisreikningunum var lokað, en skuldum öllum, sem tilevrðu fjárhagsárinu, en sem úti stóðu óborgaðar, slept, og þær færðar inn í út- gjöld næsta árs. Eins voru allir peningar, hvernig sem á þeim stóð, og eins þó að um fvr- irfram lmrgun væri að ræða, sem átt hefðu sam- kvæmt öllum vanalegum reglum að færast inn í reikning komandi árs, færðir inn í reikning þess árs, sem þeir vom borgaðir á. Og er því ekki hægt að segja hvert fjárhagsástand fylkis- ins var undir stjórn Roblins, því stundum voru stórar upphæðir, sem borgast áttu á fjárhags- árinu fluttar inn í nýtt fjárhagsár, til þess að hægt væri að sýna tekju afgang. Þannig voru skuldir, sem tilheyrðu árinu 1914 og námu $790,266.94 og sem borgast áttu þá, fluttar inn í fylkisreikningana fyrir árið 1915,«og hefðu því útgjöldin fyrir árið 1914 átt að vera ekki $5,638,658.61, eins og sagt er, held- ur $6,428,925.55, og er þá mismunurinn á milli útgjaklanna, sem vér hefðum átt að borga 1914 og þeirra, er vér borguðum 1919, $2,115,865.30. Og þessi mismunur liggur fyrst og fremst í því að standa straum af aukinni starfsemi á meðal fylkisbúa, svo sem eftirlaun til ekkna, sveita- láns félaga o. s. frv............$862,748.67 Aukin vaxta útgjöld............. $892,092.60 Aukning á talsímakerfum ........ $361,024.03 Samtals .... $2,115,865.30 Hvar er svo þessi eyðslusemi, sem menn eru að bera Norrisstjórninni á brýn ! Menn geta sagt, að RobJinstjórain hafi ver- ið eyðslusöm stjóra, og skulum vér ekki deila við þá menn. En að krefjast stórkostJegra framkvæmda á þeim tímum, sem staðið hafa yfir hér hjá oss, án þess að útgjöldin hajkki, virðist ekki mikil sanngimi í. Útgjöld Manito- bafylkis á þeim f jórum áram, sem Norrisstjórn- in ein hefir farið með völdin, hafa jafnað sig upp með $7,142,772 á ári, og er það um 12% eða tólf af hundraði meira en þau voru árið 1914, og virðist það ekki vera óhæfilega mikil fram- Jærsla, þar sem oss er sagt að allar Kfsnauð- synjar hafi hækkað um 75 af hundraði. Hér er því um tvent að ræða og að eins tvent, annað hvTort fara þeir menn, sem bera ó- hæfilega eyðslusemi á Norrisstjóraina, með blá- bera vitlevsu, eða þá að Roblinstjórnin þefir veriðmiklu eyðslusamari heldur en jafnvel mót- stöðumenn hennar héldu nokkura tíma fram. En því búumst vér við, að fólk verði ófúst á að trúa. II. Skuldir Manitoba-fylkis. En hvað er um skuldir fylkisins? Hafa þær vaxið eða minkað í tíð Norrisstjórn- arinnar. Þegar að Norrisstjórnin kom til valda, eða 15. maí 1915, námu skuldirnar $27,323,273.64, og hafði Roblinstjórnin hlevpt fylkinu í allar þær skuldir, að undanteknum $2,786,366.65, sem Norquavstjórnin gamla og Ureenway stjórnin að litlu leyti tóku til láns. En ö)J hin skuld- in, $24,536,906.99, var fylkinu bökuð í stjórnar- tíð Roblins og af hans stjórn. Þessu fé var varið sem hér segir: Til að borga alm. stjórnarkostn. $4,943,266.66 Til að Jiorga fyrir talsímakerfi $11,052,326.66 TiJ skurða og vatnsveitu ........... 3,876,135.66 Til dómhússins nýja ................. 1,911,826.66 Til kaupa á korahlöðum...............1,195,384.67 Tii vegagerða.......................... 973,333.33 Til C. N. R. jámbrautarfél..... 349,000.00 Samtals .... $27,323,273.64 Síðan 15. maí 1915, eða í tíð Norrisstjórn- arinnar, hafa skuldir fylkisins vaxið um $15,- 604,000, og hafa þeir peningar verið notaðir sem hér segir: Til þess að mæta skuldum, sem Roblin- stjórnin var búin að binda fylkinu í sambandi við telefón kaup .................$2,651,000.00 Til að borga aðrar skuldir, sem Roblinstjórnin skildi eftir ...... 1,000,000.00 Lán til nýja þinghiíssins .......... 4,600,000.00 Samtals .... $8,251,000.00 Og var þessi baggi bundinn fylkinu af Roblin- stjórninni og á Norristjórnin því enga skuld á þeirri ufiphæð. Til nefndar þeirrar, er sá um rannsókn á surtarbrandi til notkunar í fylkinu $100,000; tii nef'ndar, sem sér um raforku til notkunar í fylkinu, $250,000; til kaupa á bújörð, sem not- ast á handa sakfeldum mönnum (Prison Farm) $100,000; til dómhúss í Dauphin, $80,000; til talsíma, $1,755,000; til ýmsra útgjalda í sam- bandi við opinberar stofnanir, $493,277.53; til vegagerðar, $950,000; viðbót við þinghiísið og þinghúsflötina, $576,255.53. I‘að sem Norrigstjórnin hefir tekið til láns ui»l> á sínar eigin spítur eru $7,353,000, og hef- ir því fé verið varið sem hér segir: Til ba'nda lánfélags (Farm Tjoans) $1,200,000; til sveita lánfélaga (Rural Credits), $15,000; til kaupa á mjólkurkúm handa fátækum bænd- um, $561,193.50; til fyrirmyndar bús $16,000; til stofnunar á hæli fyrir andlega óhrausta. $70,000; til að liæta við heilsubælið í Ninette, $180,000; til þjóðræknis þarfa (Patriotic pur- poses), $196,273.82; til að borga skatta fyrir hermenn, $250,000; lán til húsabygginga, $500,- 000; til viðgerðar og viðhalds á korahlöðum, $60,000 — samtal'S $7,353,000. Og af þessari upphaið eru $4,357,000 arð- berandi, en að eins $2,126,255 óarðberandi, það er, að vextir eru ekki greiddir af þeirri upphæð. III. Þinghúsið nýja. Eitt af því, sem maður heyrir kveða við allvíða, er að Norrisstjórnin hafi sóað fé í sam- bandi við þinghúsbygginguna. Rétt finst oss því, að skýra nákvæmlega frá gjörðum stjórnarinnar í því máli, svo sann- gjarnir menn geti dæmt um hvað mikil hæfa er í slíkmn áburði. Þá er fyrst að athuga samningana, sem Roblinstjórnin gerði við Kelly, og stóðu þeir þannig, að 4. júlí 1914 var stjórnin búin að bindast honum sem hér segir: Hinum upphaflegu samningum.... $2,859,750. Aukaverk: .\jð fa*ra tiJ byggingarstað uin 40 fet á þinghússfletinum eftir að byrjað var á verkinu................. 2,229 Neðanjarðar skurðir................... 7,040 Að steypa stóJpa úr sandi og se- menti undir bygginguna-........ 779,987 Mulið grjót og óunninn steinn .... 35,190 StálstóJpar og bitar í norðurvæng ( byggingarinnar .................... 230,100 Jóm til styrktar í suður og mið- part byggingarinnar................ 215,000 Stálstólpar og bitar í suður og mið part byggingarinnar................. 802,650 Sem gjörir til samans .... $4,931,964 Þannig stóðu þá sakir 4. júlí 1915, að bygg- ingarsamnihgurinn, sem Roblinstjórnin gerði við Kelly í sambandi við þinghússbygginguna og menn héJdu að væri upp á um $3,000,000, var kominn upp í $4,931,964, og þá voru óhjákvæmi- leg eftirfylgjandi útgjöld í sambandi við þing- hússbvgginguna ótalin: 1. Grunnurinn, eða þinghússflötiii $200,000.00 2. Undirbúningskostnaður við bygg- inguna .......................... 391,810.00 5. Hitun, vatnsleiðsla og loftiæsun 219,551.29 4. Leiðsla rafmagnsvíra um húsið 157,172.72 5. Eftirlit og mælingar .......... 114.866.44 6. Laun byggingarmeistara......... 250,000.00 7. Húsmunir og ýmislegt til húss. 150,000.00 8. Öryggisskápar o.s.frv.......... 100,000.00 9. Að prýða byginguna.............. 60,000.00 10. Að prýða þinghússflötina ..... 4(M),000.00 Samtals .... $2,043,401.08 Þessari upphæð, $2,043,401.08, varð því að l»æta við upphæðina, sem Kelly var búinn að fá samninga fyrir í júlí 1914, og hefði hún þá orðið $6,957,347.08. En þá eru ótaldir vextir á te því, sem til láns var tekið í sambandi við bygginguna; þeir námu $1,141,389.59 til 30. nóv. 1919. Svo hefði Kelly 'haldið áfram með þing- Jiússbygginguna, þá hefði Jiún að mimsta kosti lilaupið upp á $8,116,730.67. Og sarnt eru til menn, sem halda því fram, að KeJly hefði kom- ið upp þinghúsinu fyrir $3,000,000. Þá er að athuga, hvernig að Norrisstjórn- inni hefir fari»t í þessu máli. 30. nóvember 1919 var þinghúsbyggingin búin að kosta fyJkið $6,500,447.26, og áætlað að taki $1,575,418. 23 að Ijúka við það verk, er gjörir þá alla uppha'ðina sem þinghúsið kostar fylkið $8,075,865.59, eða $ 40,865—mimna heldur en fylkið hefði orðið að liorga fyrir bygginguna, ef Kelly hefði haldið áfram með hana, og þar við bætist $ 352,733,98 sein Norrisstjórnin varð að kosta upp á við- gerð við undirstöðu byggingarinnar sem KeJly hafði svikið, kaup sem hann hafði dregið ólög- Jega af verkamönnum, og áætlun um hvað mikið efni færi í bygginguna og enn fremur $56,378- 50, fvrir að grafa jarðgöng frá hitunarstöðunni og að þinghúsinu, sem alt er innifaJið í þessum $8,075,865.59. Og hvaða sanngjarn maður vill svo 'segja að Norrisstjórnin hafi sóað fé í sambandi við þinghúsbygginguna, þar sem hún Jieint Jiefir sparað fylkisbúum $449,977,56, frá því sem bvggingin hefði kostað minst ef Kelly hefði lialdið áfram með hana þrátt fyrir alla hina gýfurlegu hækkun á öllu sem að því verki lýtur. --------o------ Heimskringla og mentamálin. Framh. IV. Margir lilutir eru óskiljanlegir í þessari veröld, og einn þeirra er, hvers vegna að þeir menn, sem opinberlega tala til þess að leið- lieina öðrum, skuli leggja sig fram til að villa mönnum sjónar, í stað'þess að segja sann- leikann. En þáð er þó bókstaflega það sem þessi greinarliöfundur í Heimskringlu er að gjöra, og er furðulegt, því maðurinn sem lilut á að máli er skýr og hlýtur að sjá að næsta nóg er af misskilningi; og af afvegaleiddum liugsunar- Jiaúti vor á meðal, þó menn séu ekki að bæta við það fargan af ásettu ráði. bessi greinarhöfundur í Heimskringlu veit ofurvel að það sem hann ber á Norrisstjórnina í sambandi við háskólamólið er blátt áfram bull. Hann veit að þes«i vísir til háskóla sem hér liefir verið bygður, er að eins til bráðabyrgða að hvorki staðurinn sem þessar byggingar standa á, né heldur byggingarnar, eru til fram- búðar, að háskóli sá sem um er talað í stefnu- skrá stjórnarinnar er aldeilis ekki þessi vísir sem nú hefir verið bvgður, heldur háskóli sem er við hæfi fylkisins, nýjar og fullkomnar há- skólabyggingar sem reistar verða á þeim stað sem liáskólaróðið velur, og sem nú er ákveðið að skuli vera hið svo kallaða “Tuxedo Park” þessi greinarliöfundur veit, eða ef hann veit það ekki, ætti að vita, að tala námsmanna við háskólann óx úr 908 og upp í 1500 á skólaárinu 1919—1920. Hér kom því fyrir spursmálið um nægar kenslustofur handa þessu fólki. Háskólaráðið sem liefir öJl vökl í þessu máli, og alla ábyrgð á því, sá að svoJníið mátti ekki standa, ákvað því að reyna að koma upp bráðabyrgða skýli eða byggingum sem nægt gætu þar til hinar nýju byggingar yrðu reistar.—Það, skólaráðið, ákvað staðiiín sem þessar byggingar skyldu standa, fyrirkomulag alt og tilhögun, ásamt á- ætlun um kostnað, og þegar alt þetta var til reiðu, fór háskólaráðið á fund Norrisstjórnar- innar og bað liana um að Jeggja fram eða lít- vega nægilegt fé til þess að koma þessum bygg- ingum upp, og eftir að hafa athugað alla mála- vexti varð stjórnin við þeim tilmælum. 8pursmálið er því ekki, um hvað stjórnin Iiafi gert í þessu máli, eins og Heimskringla vill Játa fólkið lialda, heldur hvort háskólaráðið liafi gjört rétt í því að ráðast í að bæta úr hús- næðisskortinum, er orðinn var og auðsjáanlega yrði, hvort að hefði ekki verið rétfcara að neifca að taka á móti. námsfólki við háskólann þar til að 'hinn nýi yrði reistur, um það geta máske deiiugjarair menn þráttað. En um hitt er ekki ineð neinu móti hægt að þrátta, að þeir sem ábyrgðina bera á ]>essu er liáskólaráðið en ekki stjórnin. Leiðinlegra er það, en fró verður sagt, að þessar framkvæmdir skólaróðsins skyldu Jiafa cins illkv njuð áhrif á greinarliöfnndinn í Heims- kringlu og raun liefir á orðið. Hann lítur yfir þessi verk háskólaráðsins, þessar lágu og skrautlausu byggingar og öldurnar rísa svo hátt í sál hans að útsýni allt hverfur — aðeins ein glæta lýsir upp sjóndeildarhringinn og snýr at- hvgli hans í austur átt, í áttima 'til tugthússins, en sá staður hefir ávalt þótt óvistlegur, og um- liugsunin um hann ekki vel fallin til þess að mýkja geð manna. En greinarhöfundurinn ætti að Játa ónot sín bitna á háskólaráðinu sem framkvæmt hefir þetfca verk en ekki á Norrissitjórninni sem engan þátt á í þessu nnnan en að leggja tiJ féð sem þessar bráðabyrgða byggingar hafa kostað. Eitt atriði er í þessaiú Heimskringlugrein sem ekki er hægt að ganga fram hjá, þar er sagt að byggingameistarar, sem uppdrætti hafa gert að þessum nýju viðaukabyggingum við háskólann hafi fengið á annað hundrað þúsund dollara fyrir suúð sinn. J’egar vér sóum þessa tlæmafáu vitleysu í Kringlueni, þá varð oss að orði “Þessi náungi hJýtur að vera einn af þeim fáu” það er sagt að fáir Jjúgi meira en um Jielming. Heims- kringlumaðurinn gerir miklu betur, því kaup þessa manns í samliandi við þessar byggingar er ekki á annað hundrað þúsund lieldur þrjú þúsund dollars. JJeldur greinarhöfundurinn í Heimskringlu að Jiann geti.gjört sér eða nokkrum öðrum gug'n ineð því að fara með aðra eins fjarstæðu og hann gjörir í áminstri grein? --------o--------- THE ROVAL BANK QE CANADA mælir með MONEY ORDERS Sem áreiðanlegasta og hagkvæmasta peninga- sendinga aðferð á upp- lia'ðum sein nema $50. Borganlegar án affalla við hvert útibú í Canada, nema í Yukon, og Newfoundland $5 og undir.............. • ••• 3c. $5 tii $10.................6c. $10 til $30................ lOc. $30 til $50.........■••• .... 15c. Höfst. og varsj. $35,000,000 Allar eignir $558.000,000 Vor oglífsgleði. (Séra G. G. í “Sam.”) Vorið er ímynd gleðinnar. pað er sigurtíð. pá flýr veturinn af hólmi, harðneskjan víkur fyrir unaði og blíðu, vonin yngist upp, lífið brosir þá við auga dauðlegs manns og flytur honum gleði- fregnir. Aldrei höfum vér því á- stæðu til að vera ihressir í huga, ef ekki á vorin. ? En þó segja sálarfræðingar, að aidrei leggist hrygðin þyngra á manns/hjartað, að örvænting og svartsýni verði aldrei fleiri mönn- um að bana heldur en einmitt á þessari árstíð. pað er staðreynd, dularfull og átakanleg, sem vert er um að ’hugsa Jafnvel þegar öll sköpun Drottins skrýðir sig fyrir augum vorum, blíð og elskulg, að gjöra glatt og bjart inni fyrir í hugskotinu. Sönn gleði kemur ekki utan að; hún sprettur upp, eins og Mfsins vatn, í mannshjart- anu sjálfu. Hún er fólgin í innra samræmi sálar þinnar við tilver- una, lýsir sé^ í öruggleik, friði, von, góðlyndl, í sannfæring um að tilveran sé góð og að þú sért ekki ósáttur við hana. Skorti þig gleði og frið á þessu vori, þá skaltu ekki ætlast til of mikils af skepnunni, hinni sýnilegu, svo fög- ur sem hún er; leitaðu heldur höfundarins sjálfs, hins ósýni- lega, talaðu við ihann eins og föð- ur og tjáðu honum öll vandkvæði þín; sittu daglega við fætur frels- arans, sem sjálfur hefir svo hrein- hjartað yndi af allri náttúrufeg- urð; leyfðu honum að taka synd- ina burtu úr hjarta þínu—því að svartsýni alt og vonleysi' er synd —og þá muntu finna það, að lífið alt er bjartara, náttúran magrfalt fegurri og yndislegri, og þú hefir þúsund sinnum fleiri ástæður til að fagna, heldur en þig hafði nokkru sinni grunað eða dreymt fyrir áður. Með þessu móti einu getum vér í sannleika “notið lífs- ins.” Dánarfregn. Jón Vestmann Jónsson. pann 6. maí 1920, lést að heim- ili sínu í Seattle Wash. Jón Vest- mann Jónsson, 60 ára að aldri, dauðamein hans var lungnabólga, lætur hann eftir sig konu, og tvö upp komin börn, sem syrgja sárt sinn látna vin. Jón heit. var fæddur og uppal- inn í Vestmannaeyjum, við ísland, dvaldi hann þar mestan part æfinnar, framan af, þar til hann fluttist tíl Austurlandjbins, í Mjóafirði var hann um fimm ára bil, og stundaði þar fiskiveiðar. par giftist hann 27 ára gamall, Soffiu Hallgrímsdóttur, eyfirzkri að ætt. Úr Mjóafirði fluttu þau 3ig til Seyðisfjarðar, næstu sveit að norðan, dvöldu þar um 8 ár, hafði hann þar fiski útgerð á eig- in reikning 7 árin, en síðustu árin þar hélt hann út fiskiskútu í fé- lagi við Stefán kaupmann Jóns- son, og var sjálfur á henni þar til hann varð að mæta skipbroti, í ofsaveðri úti á rúmsjó svo að hætt var komið að skipshöfnin öll færist, ef annað skip hefðí ekki komið til hjálpar á síðustú stundu. En drottinn sendi þar líkn og lið, svo öllum varð bjarg- að. Fiskiskúta þeirra félaga eyðilagðist og Jón misti þar allan sinn peningastól. Meðan þau Vestmanns hjón bjuggu í Seyðis-, firði komu til þeirra hin tvö áðui' áminstu börn, sem þau tóku að sér. Leif Harald Hansson, 4 til 5 ára varð þá kjörsonur þeirra, og og Helga Halldórsdóttir, eins árs- gömul, tekin þá til fósturs, eftir nýafstaðið fráfall móður hennar, annara barna varð hjónum þess- um ekki auðið. Börn þessi eru bæði vel gefin og hin efnilegustu, fengu bæði mentun og hið bezta uppeldi, fylgdi þar með að öll sam- búðin og samkomulagið, var eins gott og kærleiksrikt eins og bezt má verða milli foreldra og barna^ Helga er gift Torfa Sigurðssyni, syni séra Jónasar A. Sigurðs- sonar, prests í Clhurchbridge Sask. Er hann við ýms skrifstofu störf riðinn hér í Seattle, en hún var lengi hraðritari áður en hún gift- ist. Haraldur lærði rakaraiðn og hefir stundað það verk í mörg" ár, heldur hann nú góðri stöðu á skipum sem fara mánaðarlega á mi'lli Alaska og Seattle, er hann þar umsjónarmaður einnar af starfsdeilduim skipshafnarinnar Hann er ó'kvæntur en, og heldur 'heimilið með móður sinni hér í Baliard. Hin ungu hjón aðstoða ekkjuna einnig af fremsta megn' eftir að hún varð ein. Jón heitinn Vestmann mun hafá- komið til Winnipeg, frá íslandi, árið 1900, <með fjölskyldu sína, hvar hann dvaldi um 10 ára skeið, en 1910 fluttist hanh til strandar- innar, og settjst að í Vancuver B. C., fyrir sex rriánaða tíma, fór svo- þaðan til Kent Was'h., sem ligguh áfast við Seattléborg, að sunnan, keypti þar nokkrar ekrur af landí og bjó þar há'lft annað ár, seldí hann þá það pláss, og flutti inn í bæinn Seattle, hvar hann dvaldí til dauðadags. — Jón var mestí dugnaðar og fjörmaður, þrátt fyr- ir heilsubilun sem hann varð að rnæta á seinni árum, því and- þrengsli (Asthma) lagðist oft þungt á hann„ samt fylgdi hann sér efldari að verki einkum við smíðar, því hann var hagleiks- maður hinn mesti, þar til 3 síðusttf árin sem hann lifði, áð hann vai" umsjónarmaður á stóru bifreiða- geimsluhúsi (Garage) fyrir Seattle Automobil Co., hvar yfir- boðarar hans fundu brátt að þeir 'höfðu trúan og hollann þénara þar sem Vestmann var og sem þeir ekki vildu missa, en að kvöldi þess 2. maí greip hann áðurnefnd sýki sem gerði á fjórða degi endir á æfi hans. Jón var glaðværðarmaður hinn mesti, skemtilegur í viðræðunr og hafði góðan mann að geyma, hann var góðhjartaður og einlæg- ur eiginmaður, og hinn beztí húsfaðir, er því sárt saknað af hinni eftirlifandi fjölskyldu. Jón átti enginn nákominn ættmenni hér, en einn hálfbróðir á íslandí átti hann, Júlíus að nafni, er var á Seyðisfirði eystra síðast er til hans fréttist. Jarðarför hins látna fór fram sunnudaginn þann 9. maí frá norskri lútherskri kirkju hér í Ballard, í fjölda fólks viðurvist, íslendinga og annara þjóða, og prestur þeirrar kirkju B. E. Bege- sen talaði yfir honum, og jarð- söng hann í Washelle grafreit. Einn af vinum hina látna. 5% , VEXTIR 0G JAFNFRAMT O ÖRUGGASTA TRYGGING Leggið sparipeninga ySar i 5% Fyreta Veðréttar Skuldabréf meö arB- miSa — Coupon Bonds — í Manitoba Farm Loans Association. — Hðf- uSstólI og vextir ábyrgst af Manitoba stjórnlnni. — Skuldabréf gefin ðt fyrir eins til tiu ára timabil, 1 upphæSum sniSnum eftir kröfum kaupenda. Vextir greiddir viO tok hverra sex mánaOa. SkrifiS eftir upplýsingum. Lán handa bændum Penlngar lánaðir bændum til bönaSarframfara gegn mjög lágri rentu. Upplýsingar sendar tafarlaust þeim er æskja. The Manitoba Farm Loans Association WINNIPEG, - MANIT0BA

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.