Lögberg - 17.06.1920, Page 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. JÚNÍ 1920
Bls. 5
MlXTWf
^SON’S ^
cqmpanv
Lang írœgasta
TÓBAK í CANADA
Komið til 54 King Street
og skoðið
Electric Washing Machine
Það borgar sig að leita upplýsinga
City Light !& Power
54 King Street
Til bænda er selja rjóma!
V ér getum nú boðið allra hæzta verð út í hönd fyrir rjóma
og greiðum allan kostnað, er af flutningnum leiðir. Vér leggj-
um oss í framkróka með að gera viðskiftavini vora ánægða;
eigum líka í vissum skilningi hægra með >að, >ar sem vér fá-
umst einungis við smjörgerð, og þrjátiu ára reynsla vor í þeirri
grein ætti að gefa bændum hvöt til þess að senda rjóma sinn
beint til
THE MANITOBA CREAMERY COMPANY, LIMITED
846 Sherbrooke Street
WINNIPEG - - - MANITOBA
A. McKay, framkvæmdarstjóri Meðmæli Bank of Toronto
Jóhannes Sigurðsjon.
I 2U /ay------------mo
Y Hánn var fæddur 29. júní 1864,
að Hólum í Laxárdal í S.pingeyar-
sýslu.
Foreldrar hans voru Sigurður
Eyjólfsson og kona ihans Arnbjörg
Kristjánsdóttir Árnasonar frá
Hálsi í Köldukinn. Sigurður fað-
ir Halldórs var sonur Eyjólfs Sæ-
mundssonar á pverá í Laxárdal og
Sigríðar Aradóttur frá Skútustöð-
um við Mývatn.
Jóhannes ólst upp hjá foreldr-
um sínum að Hólum; fékk hann
allgóöa mentun eftir því sem þá
gerðist. Fyrst naut hann tilsagn-
ar hjá hinum sjálfmentaða gáfu-
manni, Benedikt Jónssyni á Auðn-
um, en síðar hjá Guðmundi Hjalta-
pyni kennara. Jóhannes lærði
bókband hjá Snorra bókbindara á
Öndólfsstöðum í Reykjadal. Vann
hann að því á vetrum. Hann var
snemma bókgefinn og hneigðist
hugurinn mjög að alvarlegum efn-
um. Éinlæga þrá til umbóta átti
hann í hjarta sínu. Hann var
sannleikselskur og sannleiks leit-
andi.
Árið 1890 fór Jóhannes til Ame-
ríku ásamt Halldóri bróður sínum.
peir settust að í Duluth, Minn.
Eftir fimm ára dvöl þar fór hann
til íslands; hafði Ihann liðið mjög
af heimþrá. Hann kom heim til
íslands árið 1895, rí'kari að reynslu
og ýmsri þekkipgu. Um hríð vann
bann hjá Friðbírni Steinssyni á
Akureyri að bóksölu og bókbandi.
pá stofnaði hann ásamt fleirum
hið fyrsta verkamanna félag á
Akureyri.
Á þessu tímabíli ritaði Jóhannes
í blöðin og kyntist ýmsum lejðandi
mentamönnum. Um þetta leyti
byrjaði porsteinn heit. Erlingsson
að gefa út blaðið Bjarka á Seyðis-
firði, og vann Jóhannes við út-
gáfu hans um- tíma, en hvarf þá
aftur að Hólum til föður síns.
par kyntist hann eftirlifandi
Auðvelt að spara
Það er ósköp auðvelt að venja sig á að spara með þvj
að leggja til siðu vissa upphæð á Banka reglulega. í spari-
sjóðsdeild vorrí er borgað 3% rentur, sem er bætt við
höfuðstólinn tvisvar á ári.
THG ÐOMINION BANK
NOTRE DAME BRANCH,
SELKIRK BRANCH,
W. H. HAMILTON, Manager.
W. E. GORDON, Manager.
ekkju sinni, Ragnhildi Magnús-
dóttur. Ragnhildur er ættuð frá
Brekku í Norðurárdal í Mýrasýslu
móðir hennar, póra Jónsdóttir,
var ættuð frá Brekku, en Magnús
faðir hennar var ættaður frá Kví-
um í Pverárhlíð í Mýrasýslu.
pau Jóhannes og Ragnhildur
fóru til Ameríku árið 1900, og
bjuggu þau fyrst í Winnipeg en
síðan í Duluth. Vestur á Kyrra-
hafsströnd fluttu þau árið 1903,
keyptu þá land í Manchester,
Wash., og bjuggu þar til síðastlið-
ins sumars er þau filuttu sig til
Seattle. peim hjónufn varð
tveggja dætra auðið; hin eldri
þeirra hefir lokið háskólanámi, en
hin stundar nám. Búa þær báðar
meTi móður sinni. — Tvær systur
Jóhannesar sál. búa í Burnaby, B.
C., Mrs. Rósa Eiríksson og Mrs.
Anderson.
Jóhannes var jarðsunginn af
séra Sigurði Ólafssyni 18. marz
síðastliðinn, að viðstöddum fjölda
fólks.
- C
e
s. ó.
Frá lslandi.
Pað sorglega slys vildi til í
Keflavík í fyrrabvöld, að Einar
Jónsson. fyrrum hreppstjóri þar,
varð undir bifreið og beið þegar
bana.
Slysið atvikaðist svo, að Einar
heitinn var staddur við skúr rétt
við veginn í Keflavík, ásamt
nokkrum öðrum mönnum, en gekk
alt í einu út á veginn og í sama
vetfangi bar þar að bifreið úr
bænum og varð Einar undir
henni. petta gerðist með svo
skjótri svipan, að þeir sem hjá
stóðu urðu einkis varir fyr en
slysið var um garð gengið.
Einar heitinn var hnfigf.nn V
efra aldur; mun hafa verið um
sjötugt.
Frá Hvammstanga var símað í
gær, að iðulaus stórhríð hefði ver-
ið þar nyðra í marga daga, og lægi
nú ekkert annað fyrir á næstunni
þar um slóðir, en almennur niður-
skurður á sauðfé.
í nótt á fimtu stundu kviknaði
eldur í fiskþurkunarhúsi Th.
Thorsteinssonar á Kirkjusandi, og
brann það til kaldra kola. Svo
slysalega tókst til, að maður
brann þar inni. Hann hét Ólaf-
ur Jónsson ungur maður ættaður
úr Mjóafirði á Austfjörðum.
Eldurinn mun hafa kviknað í
mótorskúr, sem áfastur var við
þurkhúsið, og er giskað á, að mó-
torinn hafi sprungið. Annar véla-
maðurinn var á verði og var að
bæta í þurkunar ofnana, meðan
eldurinn braust út. í mótorskúrn-
um svaf hinn vélamaðurinn. ólaf-
ur Jónsson, og komst hann ekki
út. Lík hans fanst í rústunum,
þegar slökt hafði verið, og var þá
mjög brunnið. pað var flutt til
bæjarins í morgun.
Slökkviiiðið var kallað héðan úr
bænum þegar eldsins varð vart
og brá það skjótt við. Einnig
kom hjálparlið frá íslands Falk
með öll nauðsynleg tæki, og gekk
vel fram.
RrunaVðinu tókst ftð verja
næstu hús og þar á meðal fiski-
skúr, sem stóð við þurkunarhús-
ið og var mikið í af fiskii.
Vélamaðurinn, sem af komst
hafði brunnið talsvert, er hann
reyndl að bjiarga félaga sínum.
í fyrrakvöld andaðist á Seyðis-
firði öldungurinn Gísli gullsmiður
Jónsson, hálfbróðir Dr. séra Jóns
sáluga Bjarnasonar í Winnipeg.
Hann mun hafa verið kominn
yfir áttrætt. Kona hans, Anna
Jónsdóttir, móðursystir cand.
Halldórs Jónssonar, er á lífi og
þrjú börn þeirra. Eitt þeirra er
Porsteinn stöðvarstjóri á Seyðis-
firðí. Gísli sálugi var vel látinn
maður og kunnur austanlands.
Ár*sæll Árnason hefir fengið
aðalumboð á sölu allra þeirra
bóka, sem Gyldendalsverzl. gefur
út og mun hann sjá svo um, að
mönnum verði framvegis auðvelt
að fá bækur þess félags hér á
landi.
10 ára meistara afmæli í mál-
araiðn á ungfrú Ásta Árnadóttir
í dag. Hún mun eini íslending-
urinn, sem tekið hefár iðnmeistara
próf.
Látin er í Kaupmannahöfn 30.
f. m. ungfrú Vigdís Eiríkss. syst-
ir Guðm. Eiríkss, stórkaupmans.
Síðajstiiðinn laugardagsmorgun
andaðist hér í bænumn Margrét
Magnúsdóttir, móðursystir Magn-
úsar læknis Péturssonar.
Frú Oddný Sun Yat Sen og
sonur hennar tveggja ára, voru
meðal fadþega á íslandi. Frúin
er komin í kyntiisför til foreldra
sinna, sem búa á Breiðabólstað á
Álftanesi, og mun dveljast þar
fram eftir sumrinu. Maður henn-
ar Mr. Sun Yat Sen, er sonur hins
kínverska stjórnntólanianns Sun
Yat Sen, og er nú við háskólanám
í Edinborg, en ætlar að koma
hingað seinna í sumar, að loknu
mámi.
Aflabrögð. Gylfi kom af
veiðum í gærmorgun; hafði veitt
vel.
Milly kom inn í gær með 7 þús-
und. Sigríður með 10 þúsund.
M.k. Esther kom í morgun með
mikinn afla. Hún hafði haft
með sér þorskanet og veitt vel i
þau. petta mun í fyrsta skifti,
isem þiIskÍD reynir þessa veiði-
aðferð.
Gunnar Sigurðsson alþingis-
maður er nýkominn austan úr
Rangárvallasslu og segir hann
þar miklu betri horfur en orð hef-
ir áleikið hér í bænum. í þeirri
sýslu eru fénaðarhöld góð og flest-
ir bændur birgir með bey. — í
Árnessýslu eru ástæður misjafnar
en þó engin stórvandræði eða
fellishætta.
Sextugsafmæli eiga þeir í dag
Bogi Th. Melsted i K.höfn og séra
porvaldur Jakobsson í Sauðlauks-
dal.
ManitobastjórninogAlþýðomáladeildin
Greinarkafli eftir Starfsmann Alþýðumáladeildarinnar.
Pétur Thoroddsen er skipaður
læknir í Borgarfirði, í stað Jóns
sál. Blöndals.
Frost var hér í morgun 2,6 st.,
fsafirði 3,8, Akureyri 4,2, Seyðis
firði 4, Grímstöðum 6, Vestmanna-
eyjum hiti l,3st. —Loftvog lægst
fyrir suðvestan land, fallandi á
vestur- og suðurlandi. Norðaust-
læg átt víðast á landinu.
prír ísblirnir gengu land á
Hornströndum, pegar ísinn bar
þar að fyrir sumarmélin, og var
einn þeirra skotinn.
Tíðin virðiist nú vera að breyt-
ast til batnaðar. í morgun var
loks komið þíðviðri með rigningu.
AflaJbrögð. í gær komu þessir
botnvörpungar af veiðum:
Jón forseti, hafði 57 föt af lif-
ur; Rán með svipaðan afla. Vín-
land hafði mikinn afla og allmik-
inn fisk á þilfari, sem var seldur
a markaðinum í dag.
í dag hafa komið: Austri, með
ísfisk og saltfisk; hann fer út í
dag. Walpole hefir veitt í salt
og leggur allan aflann í land í
Hafnarfirði. Hilmir lagði afla
sinn í land í Hafnarfirði og kom
hingað 'í morgun.
pilskipið Hákon er nýkomið af
veiðum með 13 þúsund.
—Vísir frá 30 apríl til 5. maí.
í gærdag andaðist Otti Guð-
mundsson skipasmiður hér í bæn-
um, af slysi. Hann féll niður
af palli i bátasmíðastöð sinni og
beið bana af fallinu eftir að eins
tvær klukkustundir. Hann var
sextugur að aldri, f. 24. jan. 1860,
hafði verið um 30 ár hér í bænum j
og lengi stundað hér skipasmíðar
af miklum hagleik og dugnaði.
Hann lætur eftir sig ekkju, Helgu
Jósdóttir, og 6 börn, en þau eru:
Pétur og Kristinn skipasmiðir,
Guðrún, gift Kr. Pétursyni blikk-
smið, Margrét, Laufey og Guð-
ríður.
Eldi Kálfa.
Á nokkrum búum er mjólk álit-
in lítil verzlunarvara. Hún er ekki
seld né smér gert úr henni né
ostar. Kúaeigendur þeir kæra sig
ekki um að mjólka kýrnar, heldur
láta kálfa sjúga þær.
En smér og ostar eru mjög dýr
og því þykir mörgum bændum bú-
bót í að nota annað en mjólk til
eldis kálfa.
Professor Wood við Manitoba
búnaðarskólann hefir nýritað bæk-
ling: “Eldi kálfa á mjólkurbúum”
og hann má fá ókeypis (á ensku)
með því að skrifa Publication
Branch, Department of Agricul-
ture, Winnipeg.
Eldi með óblandaðri mjólk.
“Kálfar skyldu aldir á mjólk
fyrstu þrjár vikurnar að minsta
kosti, úr móðurinni fyrstu vikuna
og lengur, ef hægt er. Eitt pund
mjólkur fyrir hver átta pund lif-
andi vigtar kálfsins er hæfileg
gjöf. pað er miklu betra að gefa |
kálfinum of lítið en alt er hann
vill drekka. Margir, sem kunna
með að fara, gefa þrisv-ar á dag
fyrstu vikurnar tvær, minst í mið-
málið. Skamturinn mældur eða
vegin og mjólkin spenvolg. Skamt-
inn skal stækka smásaman, eftir
því sem kálfurinn verður lystugri.
pað er áríðandi, að gefið sé í sama
mund alla tíð og ílátið þvegið
vandlega í hvert sinn. Af óhrein-
um ílátum, óreglu á gjafar má/i
og mismun á hita mjólkur, stafa
vanalega kvillar.
. Með Undanrennu.
“pynna skal mjQlkina smásam-
an þar til kálfur er sex vikna. Má
auka gjöfina upp í hálft annað
gallón eða fimtán pund. Misser-
is gamall kálfur getur hæglega
látið i sig tvær gallónur á dag.
Taka skal alla froðu ofan af, áður
gefið er. Ef nóg er af mjólk, má
gefa bana unz 'kálfur er átta eða
níu mánaða. peir kálfar, sem
Pro. Wood birtir þessa töflu til
leiðbeiningar um eldi kálfa á ó-
blandaðri mjólk og undanrennu.
Skamtarnir eru fyrir stálpaða
kálfa og taflan tiltekur punda-
tölu eldis á dag (mjólkur pottur
er 2 og hálft pd. á þyngd). Smáum
kálfum skal gefið nokkru minna.
Daga Pund Pund
gam'lir Nýmjólk Undanr.
1 með móður Ekkert
2 6 til 8 Ekkert
3 til 21 6 til 8 Ekkert
21 til 28 9 til 12 Ekkert
28 til 35 5 til 6 5 til 6
35 til 42 2 8 til 10
42 til 60 Ekkert 11 til 13
60 til 90 Ekktrt 12 til 14
Eldri Ekkert 13 til 15
aldir eru á undanrennu fram á
þann aldur, vaxa örara en þeir,
sem vandir eru undan misseris-
gamlir.”
pegar kálfar eru sviftir mjólk-
urgjöf með öllu, verður að gefa
þeim aðra fæðu í stað þeirrar fitu
sem þeim hefir veizt í rjómanum.
Vanalega er það bætt upp með
kornmatargjöf Nýgotungar læra
kornát vanalega á þriðju vikunni.
Einn bezti vegurinn til að kenna
ungum kálfum átið er sá aö láta
lítið eitt af því fóðri í dallinn hjá
þeim þegar þeir eru búnir að
drekka. Ef átið er kent svo
snemma, þá eru kálfar farnir aj,
láta drjúgt í sig þegar skift er um
og þeim gefin undanrenna í stað
óblandinar mjólkur Varast skal
að gema korn of lengi i byrðunni,
heldur gefa kálfum alt það sem
þeir geta etið og sleikja innan.
Vænn kálfur þriggja mánða er
vel 'haldinn af tveimur til þriggja
punda korngjöf á dag.
Oats, barley, wheat, bran og
linseed meal er hæfilegt að hafa
tíl eldis með undanrenning. Mjög
ungir kálfar vilja helzt japla á
mjúku korni i byrjun, svo sem
hveiti bran, sifted oat crop og lin-
seed meal; seinna meir eta þeir
grófara korn með góSri lyst.
“Rolled” ’korn jest betur en malað.
Fftirtalin kornblanda er hentug:
1. blönd. 2. blönd. 3. blönd.
2 p. Oats 3 p. Oats 4 p. Oats
1 p. Barl. 1 p. Barl. 1 p. Bran
1 p. Bran 1 p. liseed meal
1 p. Linseed meal
Vatn.
Priggja vikna kálfar og þaðan
af eldri skyldu fá nóg að drekka
af hreinu vatni. Kálfar drekka
míkið af vatni, einkum í hita, fyr-
ir utan máladrykk.
Básar og beit.
Básar skyldu ætíð vera hreinir,
þurrir og tel mjúkir af strái. par
.-.kyldi vera heygrind og korn-
stokkur öðru megin, en þó svo að
kálfurinn nái vel til hans. Um-
girt graslendi skyldi vra nærri
til hlaupafæris. Vorkálfum
skyldi ekki beitt með öðrum grip-
um, því að flugur sækja á þá og
hiti legst þungt á þá. Ef kálfar
eru hafSir í kvíum, skyldi breitt
yfir þær að nóttu, vegna flugu.
Haustkálfum má beita næsta sum-
ar, en gefa skyldi þeim kornmat á
hverjum degi með beitínni.
Hornskellir.
Hornskella skal kálfa viku-
gamla. Bezt er að svíða hníflana
af með vítissteini, klippa hárið
kring um þá og rjóðra þá votum
vítissteini unz þeir roðna. Ekki
skal taka á vítissteininum með
berum höndum. Ef of mikið eru
vættir hníflarnir, seitlar eitrið
viðar en þörf er á og veldur sviða
að óþörfu.
Klafar.
Ef margir kálfar eru hafðir sam-
an í stórum kvíum, er erfitt að
gefa þeim nema festir séu; því
eru klafar settir á kvíar og hafðir
á kálfunum góða stund eftir að
gefið er, svo ekki sjúgi þeir hver
annan. Klafinn er gerður úr smá-
um skanlingum, milli þeirra rekur
kálfurinn hausinn út til að jeta;
þá er þeim lægri ýtt upp það mik-
ið, að kálfurinn geti ekki losað sig
af sjálfsdáðum. Frá því er ná-
kvæmlega gerð grein í bæklingn-
um, hvernig klafa skuli smíða.
IIIIIHIIIH
iiaiwM ■ ■ ■
iiiii
Úr Borgarfirði er skrifað 8. þ.
m.: Ekki hefir lík Jóns lækni®
Rlöndals fundjist, þrátt fyrir
mikla leit. En hestur hans hef-
ír fundist í Hvítá með hnakknum,
beislislaus.
Bráðabirgðalög eru bir í Lögb.
bl. 17. þ. m., staðfest af konungi
þann 15., um viðauka við lög 8.
marz 1920 um heimild fyrir land-
stjórnina til að takmarka eða
banna innflutning á óþörfum
yarningi. Segir í ástæðunum,
að til þess að þau lög geti komið
að tilætluðum notum og til þess
að stuðla að jöfnuði á peninga-
genginu á líkan hátt og farið er
ið gera í öðrum ríkjum, svo og
vegna ónógs skipakosts til flutn-
inga á nauðsynjavörum til lands-
ins, sé óhjákvæmilegt, að land-
stjórnin hafi heimild til að isetja
ákvæði um peningaviðskifti ís-
lands og útlanda og gera ákvarð-
anir um vöruflutninga frá útlönd-
um með skipum þeim, sem heima
eiga í landinu, sé brýn nauðsyn
þessum viðaukalögum, en þau
eru svo hljóðandi: Aftan við
fyrstu grein nefndra laga 8. marz
1920 bætist nýjar málsgreinar
svo hljóðandi: Enn fremur er
landstjórninni heimilt með reglu-
gjörð eða reglugerðum, að setja
ákvæði um peningaviðskifti hér-
lendra bánka, félaga og einstakra
manna við útlönd, svo og að
gera ákvarðanir um vöruflutn-
inga frá útlöndum með skipum
þeim, sem heima eiga í landinu.
Landstjórnin getur falið 5 manna
nefnd þeirri, sem hún þegar hef-
ir skipað eftir lögum 8. marz 1920
að hafa eftirlit og íhugunarrétt
um,1 vdruf|utnjnga meR Innlend-
um skipum, innflutningi á als
konar varningi og peningavið-
skiftumf við útílönd samkvæmt
reglugerðum þeim, sem settar eru
hér að lútandi. Til að standast
kostnað við framangreindar ráð-
stafanir, heimilast landstjórn-
inni að leggja gjald á innfluttar
vörur er nemi 14 af hundraði af
fjárhæð hvers vörureiknings, og
nær heimild þess einnig til gjalds
þess, sem þegar hefur verið ákveð-
ið í þessu skyni. — 2. grein: Lög
þcssi öðlast þegar gildi.
—Lögrétta.
Stœrsta Blouse Sala
sem þekst hefir hjá
HOLLINSWORTH
BYRJAR MIÐVIKUDAG16. Júní
1,200 Georgette C-repe Treyjur, allar með sama verði.
verð $10—13.50. Verð nú (meðengum skatti) .......
Vana-
$5.95
Vér fengum þessar treyjur hjá þeim, sem bjó þær til, einum
helzta í sinni grein í Canada, og með góðum kjörum; géfum
vður því tækifærið að eignast fallegar treyjur við hálfvirði.
Uver treyja á þessari sölu er sniðin úr fínasta egta silki
Georgette Crepe.
SNID
Snið—eftir nýjustu tízkum, með misjafnlega löngum erm-
um, hálsmál víð, þröng, ferskeytt og þrískeytt, með hlöðnm, út-
skurði og hnappa skrauti
LITIR
Litir—Hvítur, hörund, sva rtur, copen, ziuc, Loupe, navy,
huge, red rose, svart oghvítt og tvílitir búningar með ýmsum
litbrigðum. Stærðir 34 til 44. ,
HOLLINSWORTH&CQ
LIMITED
WINNIPEG
LADIES AND CHILDRENS READY-TO WEAR AND FURS
IIB'IBlBIHill