Lögberg - 24.06.1920, Side 6
Bla. 6
LÖGBERG FIMTUADGiQOí 24. JÚNÍ 1920.
Störf og eftirdæmi.
'Sá, sem eigi er uppalinn til starfa, heyrir
til 'hinum óæðra liluta heimsins.
Owen Feltham.
Margir heimskingar halda fram að gáfumenn
yrðu að vera ónýtir starfsmenn, og að starfsemi
spilli gáfum. En sagan hrekur villu þessa.
Tliales, liinn helzti af liinum sjö vitringum, ýíólon
og Hyperides voru allir verzlunarmenn. Spinoza
spekingur fægði gler, Newton var yfirmaður
peningasláttu. Skáldin *\\’ordsworth og AYalter
Scott fengust háðir við dagleg störf. Starfs-
menn þurfa að liafa dugnað, þrek, vit, og mann-
þekkingu; þeir þurfa jafnan að taka sér fram og
læra af reynslunni, og má þar af ráða að þeir eru
í góðum skóla. Að lialda, að þeir eigi hafi
verksvit, séu ofvita, eða hafi ofmikið vit, er
heimska mikil.
Menn mega varast að gera of iítið úr dæmum.
Þau tala orðalaust. Reglur sýna <oss leiðina
dæmin leiða oss fram á hana, og sá sem gefur
þessa reglu: gjörðu eins og eg segi, en ekki eins
og eg gjöri, hann mun reyna það, að menn breyta
gagnstætt þessu boði. Öllum mönnum er ijúfara
að læra með augunum en eyrunum, og sjón er
sögu ríkari. Einkum ái þetta við bernskuna;
börnin hafa það ósjálfrátt eftir það sem þau sjá,
og líkjast þeim sem þau eru samvistum við.
Hverjum manni ber því að gæta þess, að hvað
sem hann gerir rangt, það gjörir ' hann á móti
börnum sínum og hejmili, og sérhvert heimili er
einn hluti mannlífsins; frá heimilinu sprettur ilt
og gott; þaðan sprettur vaninn, hugsanir og frum
reglurnar, sem koma fram í lífinu. Þjóðirnar
koma úr barnaherberginu, og almenningsálitið
fæðist oftast á heimilinu. Ástin á lieimilinu verð
ur að vera rót ættjarðarástarinnar og_inann-
innar.
Það er tignarleg hugsun, að hvert orð sem
vér tölum, og hvert verk sem vér vinnum, getur
haft afleiðingar, sem vér geturri eigi séð fyrir
endann á. Hott orð og gott verk getur lifað, þó
vér veitum því eigi eftirtekt, en þ\ú er eins varið
með hið illa, og enginn er svo þýðingarlítill, að
liann geti verið viss um, að dæmi hans gjöri hvorki
ilt né gott. Andi hins einstaka dej’r ekki, hann
hefir áhrif á ókomnar kynslóðir.
Enginn er útaf fj’rir sig í heiminum; hver
einn leggur sinn skerf í liina miklu heild, og eykur
eða minkar gildi hennar eftir því se mathæfi hans
er gott eða ilt. Tíminn setíi er að líða, á rót
sína í hinum Jiðna tíma, og líf forfeðra vorra
og dæmi hefir áhrif á oss; vér höfum einnig áhrif
á þá sem á eftir oss koma. Mannkynið er ávöxt-
ur, sem þróast hefir af áhrifum hinna liðnu alda
og frá kynslóð þeirri, sem nú lifir, rennur straum-
ur um ókomnar aldir. Líkami mannsins evðist,
en vprk hans vara.
Ljós það sem lágt er sett, getur logað eigi
síður en það sem sett er hærra. Hinn minsti
kofi getur verið gróðrastía þekkingar og siðgæð-
is,' eins og heimsku og spillingar. A(lt er komið
undir hinum einstöku mönnum og því hvernig
þeir nota þau tækifæri sem bjóðast til að
gjöra það sem gott er. Það er gott að geta sagt
eins og skáldið Pope, er liann .svaraði gisi Hervegs
lávarðar: “eg held það nægi, að hvernig sem
foreldrar mínir voru, þá hefi eg aldrei þurft að
blygðast mín þeirra vegna, og hvernig sem eg er
þá hafa þeir aldrei þurft að harma mín vegna.”
Jon Pound, sem var fátækur maður, og lifði
af því að bæta skó, sýnir hve miklu góðu fátækur
maður getur komið til leiðar í mannfélaginu.
Hann aumkvaðist yfir hin mörgu börn sem prestar
og yfirvöld, æðri menn og lægri yfirgáfu, sem
enginn annaðist og enginn kendi neitt. Hann safn-
aði þeim hverju af öðru inn í sinn skóla ól þau upp
inentaði þau og Ijsndi þeim guðsótta og góða siði.
Margsinnis mátti hann elta einhvern töfrapiltmn
til þess að neyða hann til að koma í skólann, og
opt hafði hann matarbita í hendinni til að lokka
til sín börnin. A þenna hátt frelsaði hánn eigi •
færri en 500 vesæl böm frá glötun. Þegar sá
dagur kemur, er hver fær eftir sínum verkum,
munu slfkir fá meiri hetður, en margir þeir, sem
lof efir verið sungið um í þessum heimi; því ‘Það
sem þér gjörið einum af þessunj minstu bræðr-
um mínum, hafið þér gjört mér.”
Að gefa góðar áminningar, en ilt dæmi, er að
byggja með annari hendinni en rífa niður með
ihinni. Þess vegna er það áríðandi, að vér séum
varkárir, er vér kjósum þá, sem vér höfum um-
gegni við. Sá sem oft er samvistum við spilt-
an mann, getnr naumast komist hjá því að verða
smátt og smátt líkur honum, þ\ú “hver dregur
dám af sínuin sessunaut.” Yér komum að hinu
leytinu aldrei svo nálægt hinu góða, að yér ei höf-
um gott af og hljótum blessnn. — Dæmi hinna
hraustu gjörir liina hugdeigu hugdjarfa; þess
vegna hafa meðalmenn opt unnið stórvirki undir
forustu ótrauðs vfirforingja.
Það er fróðlegt og gagnlegt að lesa æfiágrip
góðra og mikilla manna. Andi þeirra hefir áhrif
á oss, er vér lesum verk þeirra og hevrum orð
þeirra. Cotton Mathers hafði ritað bók, er hafði
þann titil: ‘ ‘ Reyndu að verða að notum;” var
í þessari bók lýst aðferð sjálfs hans; Franklín
sagði, að ait það gagn, sem hann hefði gjört og
ölitsú uppliefð, sem hann hefði öðlast, væri því
að þakka að hann hefði lesið bók þessa ungur.
Og Samuel Drew segist hafa tekið líf Franklíns
sér til fyrirmyndar. Á þessu getum vér séð,
liversu eftirdæmin verka í langri röð. Þess
vegna ber mönnum að kjósa hinn bezta félagsskap
eigi síður í bókum en í liinu daglega lífi, lesa hin-
ar beztu bækur og breyta eftir hinu bezta. Menn
segja að Lúter liafi fastráðið áform sitt að bvrja
siðabótina, er hann hafi lesið æfisögu Jóhannesar
Húss.
Naumast gæti neitt orðið meiri ógæfa fyrir
oss en það ef vér gætum öðlast allar óskir vorar
án fyrirhafnar; þá væri engin von, engin ósk og
engin barátta. Það er eitt hið þarfasta, að hin-
ir ungu læri að vinna með áhuga og ánægju. Á-
nægjan styrkir andann. Erviðleikarnir liverfa
er vér göngum á móti þeim með von um að yfir-
buga þá, og hugurinn hneigist að því, að nota
hvert tækifæri hver sem það gjörir, ber oftast
sigur úú býtum. Ekkert líf er þjáningarfyllra
en það, að liafa en&a hvöt til að starfa. Þegar
greifinn af Spinola spurði Hóraz Yernet, úr
hverju bróðir hans hefði dáið, svaraði Hóraz:
“hann dó af því hann vissi ekki hvað hann átti að
gjöra.” — “Já, sagði Spinola, það er nóg til að
djepa oss alla.” Mönnum hættir oft við þeirri
villu, að kenna öðrum mönnum ófarir sínar.
Sumir álíta sig fædda til óhamingju, eins og mað-
urinn .sein'sagði, að hefði hann verið hattasmið-
ur, þá mundu menn hafa tekið upp á því, að vera
liöfuðlausir. En óhamingjan er oftast nágranni
heimskunnar. Enskur maður, Doktor Johnson,
er kom til Lundúnaborgar með einn gullpening í
vasa sínum, segir: “allar umkvartanir um heim-
inn eru ranglátar; eg hefi aldrei þekt ógæfú, sem
eigi liafi verið manninnm sjálfum að kenna”.
Séu menn ekki einbeittir og starfsamir, þá verða
mannkostir og góðir hæfileikar að ónýtu. Ijukk-
an er eigi blind, en liún leitar eigi uppi þá, sem
sitja úti í horni aðgjörðalausir; menn verða að
bera sig fram.
Ástundun er umfram alt móðir lukkuhnar,
en það er annar kostur sem eigi má gleymast,
það er nákvæmnin, nákvæmni í athugun, ná-
kvæmni í orðræðu, nákvæmni í framkvæmd verk-
anna. Menn gjöra oft lítið úr kosti þessum. Sá
sem er ónák\iæmur og óvandvirkur, og gjörir alt
af liandahófi, er aldrei áreiðanlegur; það verður
að vinna verk hans uppp aftur, og það er verra
en óunnið. Það stendur ekki á sama hvort rað-
að er í ílátið eða kastað ofan í það, svo er um
fleira. Frakknesl^ur ýáðherra jvar spurður,
hvernig hann hefði afkastað öllum störfum sínum
liann svarað: “ að eins með því að draga eigi til
morguns það sem á að gjörast í dag”. Letingjarn-
ir og hinir óhepnu snúa þessu við. Þeir treysta
mest á aðra, en áríðandi verk ber manni að vinna
sjálfum. “Viljir þú ýerk þitt unnið,” segir
orðtækið, “Þá gjörðu það sjálfur; viljir þii að
það sé óunnið þá sendu aðra.”.-
Stund sem menn nota daglega í óþarfa eða
leti, gæti, ef hún væri vel notuð, gjört hinn fá-
tæka fróðan á fáum árum, og væri henni varið til
góðra verka, gæti hún gjört lífið ávaxtasamt.
En af því menn verja tímanum illa, vefjast menn
í umsvif og annir, og fálma út í loftið, og hitta
þá fyrir sér óhepnina. Nákvæmnin er skylda
hvers manns og nauðsyn fyrir þann, sem starfar.
Chesterfield lávarður sagði um aðalsmann, sem
ætíð var í önnum, en kom þó engu til leiðar: ‘hans
liátign eyðir einni stund á morgnana og er að leita
að lienni allan daginn”.
--------o--------
Konan sem klæddi fátœka.
Það eru ekki ávalt hin svo kölluðu stórvirki,
sem hafa varandi jáhrif á ímvndunarafl fólks-
ins og gejunast á spjöldum sögunnar. Margt
starfið, sem unnið er í kyrþey, hefir víðtækara
hamingjugildi fvrir almenning, en ýms þau verk,
sem meiraf veður er gert út af.
Eitt hinna ódauðlegu dæma um árangur
hinnar hávaðalausu starfsemi, má telja lífsferil
konunnar Dorcas, er uppi var á hinum fyrstu
tímum kristinnar kirkju, og lézt á beztg^ aldri,
önnum kafin við að líkna þeim, er fátækir voru og
sjiikir.
Fátæku ekkjurnar og munaðarleysingjarnir
í bænum Joppa fyltust sorg við fráfall hennar og
hörmuðu hana lengi, sem vonlegt var, því hún
hafði verið þeim sannur vemdarengill.
Hvenær Dorcas snérist til kristinnar
trúar, verður ekki með vissu sagt^ en harla ung
raun hún verið hafa, er hún öðlaðist hinn sanna
skilning á fagnaðarerindi meistarans.
Hún var kona forkunarfögur, eins og ráða
má að nokkru af nafninu, en þó var sálarlíf henn-
ar alt miklu fegurrra.
A þeim tímum, engu síður en nú, áttu fátækar
konur örðugt með að afla nauðsynlegs klæðn-
aðar banda sér og börnum sínum, en til þess að
bæta úr þessari neyð, varði Dorcas öllum sínum
kröftum. Ilún skoðaði eigi að skyldum sínum
væri fullnægt með því að gefa hverjum fátækling
nokkra skildinga, þvert á móti, heldur sneið hun
sjálf og saumaði fötin og útbýtti þeim svo þar
sem þörfin var mest. Þakklætishug samferða-
fólks hennar er bezt lýst með því, að við jarðar-
förina safnaðist hvert einasta mannsbarn í Joppe
og grét brennheitum saknaðartárum.
Jafnvel þótt árangurinn af líknarstarfsemi
Dorcas, hefði aldrei náð út yfir landamæri Joppa
bæarins, þá samt hefði nafn hennar orið lang-
líft í sögu menningarinnar. En áhrifin urðu
víðtækari; þau liafa lýst um aldirnar alt til vorra
daga, og hafa ef til vill aldrei verið skýrari en
eiirmítt nú.
I sambandi við flestar kristnar kirkjur nú á
dögum standa Dorcas félög, er hafa fyrir augum
sama markmiðið og konan kærleiksríka í Joppa
bænum, fyrir því nær nítján öldum.
Það verður eigi með tölum talið, hve mörgum
fátækum og nauðlíðandi Dorcas-félögin hafa hlúð
á umliðnum öldum, en mannúðar liugsjón Joppa-
konunnar, hefir þar ávalt verið til fyrirmyndar.
Eitt fagurt fordæmi hefir alheims áhrif. Og
í sambandi við líknarstarfsemina, verður Doreas
nafnið ávalt ein fegursta stjarnan.
“ASNAN”
Þýzkur rithöfundur, Hermann Memers að
nafni, liefir nýlega (fyrir 1889) látið koma fyr-
ir almennings sjónir kapítula úr gömlu koptisku
biblíuhandriti, sem er í Parísar bókasafninu.
Koptar eru, eins og flestum mun kunnugt vera,
eftirkomendur Forn-Egypta. Þeir tóku kristni
mjög snemma og hjá þeim var jafnvel einhver
af hinum fyrstu kristnu söfnuðum. En þeir
liéldu því fram, að Kristur hefði að eins eina,
guðdómlega veru, og fyrir því mættu þeir ofsókn-
um af hálfu hinna kaþólsku. Eftir að Múhameds-
trúarmenn höfðu lagt landið undir sig, áttu þeir
oft í vök að verjast, en halda þó enn þá, þann dag
í dag trú hinni og trúarsiðum óbreyttum. Þeir
höfðu ritmál, sambland af fornegypzku og grísku,
og á það mál var hinum helgu ritum snúið þegar
í öndverðri kristni. Handritin finnast enn þá í
klaustrum Kopta og eru miklu efnisríkari en nýja
testamenti vort. Xar er t. d.. saga Jósefs, enn-
fremur er þar nákvæmlega ský’rt frá æsku Krists,
þar sem oss aftur á móti að eins er kunnugt, að
liann “óxi að vizku og náð hjá guði og mönn-
um.” Þar er og mörgum stöðum bönnuð ill
meðferð á skepnum, en í voru nýja testamenti.
Um það efni hljóðar einmitt sá kapítuli, er vér
gátum umW byrjun og vér viljum þýða hann hér,
ef það að einhverju leyti gæti orðið til þess að
vekja athygli manna á þessu mikilsverða málefni.
Hann hljóðar svo:
“Og það bar svo við, að Jesús fór út úr borg-
inni og gekk upp til f jallabygðanna með lærisvein-
um sínum. Og þeir gengu upp á eitt fjall, sem
var ilt til uppgöngu. Þar fundu þeir mann með
klyfjaða ösnu, en hún liafði fallið til jarðar, af
því að byrðin var svo þung, og maðurinn sló liana
svo, að það blæddi úr henni.
Og Jesús gekk til mannsins og sagði: “Mað-
ur, því slær þú ösnu þína, sér þú ekki að byrðin
er of þung fyrir hana, og veizt þú ekld, að hún
þjáist af <því?”
En maðurinn svaraði: “lívað kemur það
þér við? Eg hefi rétt til að slá liana, þar sem hún
er mín eign og eg hefi keypt hana fyrir ærna
peninga. Spyr þá, sem eru með þér, því að þeir
þekkja mig og vita það.”
Og nokkrir af lærisveinunum sögðu: “Já,
herra, svo er sem maður þessi segir. Yér höfum
séð hann kaupa ösnuna.”
En Jesús svaraði og sagði: : “Sjáið þá ekki
heldur þið, hversu blæðir úr henni, ogf heyrið þið
ekki hvernig hún stynur?”
En þeir svöruðu: “Nei, herra, að hún stynji
og andvarpi, það heyrum við ekki.”
Þá varð Jesús hryggur og hrópaði: “Vei
vður, að þér ekki heyrið, hversu hún hrópar og
kallar upp til skapara síns á himnum, biðjandi
um líkn; en þrefalt vei yfir þann, sem er orsök í
því, að hún hrópar og kallar í sínum sársauka.”
Og Drottinn gekk nær og hrærði við ösnunni,
en hún stóð upp og sár hennar voru læknuð.
Þá sagði Drottinn við manninn: “Far nú
leiðar þinnar og slá hana ekki framar, að einnig
þú megir miskunn finna.—Dýravinurinn.
L I F G J A F I N N.
Eggert ríki Bjarnarson, sem bjó á Skarði á
Skarðströnd á 1(T. öld, fór einhverju sinni gang-
andi á vetrardag inn að Búðardal í góðu veðri.
Iæið hans lá yfir skarðið milli Búðardals og
Skarðs. Á heimleiðinni hrepti Eggert hríðarbyl
svo svartan, að ihanh sá ekki hvað hann fór. Hélt
hann þó ferðinni áfram, En þegar hann hafði
gengið nokkra stund, datt hann ofan um snjó-
huldu, sem lá yfir svokölluðum Ármótum utanvert
á Skarðinu. Hafði alt vatn sigið undan huldunni
eftir hláku, sem var nýlega afstaðin, en svo háft
var upp að opinu, sem Eggert datt ofan um, að
hann gat ekki á nokkurn hátt komist upp um það.
Leit ekki út fyrir annað en að hann mundi farast
þar úr hungri undir skaflinum. Eggert átti góð-
an hund, sem fylgdi honum í þetta skifti eins ög
endrarnær, þegar hann fór eitthvað. Hundurinn
fór, nokkru eftir að Eggert hafði hrapað ofan í
Ármótin, inn að Búðarcfal. *5nýkti þar roð, ugga
og þunnildi, hljóp svo með það út .í liríðina og
létti ekki fyr en hann kom að opinu þar sem lnis-
bóndi hans var niðri. Lét seppi þá feng sinn
detta ofan til lians. Hélt hundurinn þannig lífi í
húsbónda sínum í þrjá sólarhringa. Þá var tekið
eftir því í Búðardal, að rakkinn át ekki það sem
honum var gefið en stökk með það út í bilinn,
þótti það kynlegt, og var hann þess vegna eltur,
og varð það Eggert til lífs. En fyrsta verk Egg-
erts var það, þegar hann var heim kominn, að láta
sjóða heilt hangikjötskrif lianda hundinum; upp
frá þeim degi lét hann skamta honum fullkomið
karlmannsfæði og búa um hann á sæng á hverju
kvöldi.
P. E.—Dýravinurinn.
--------o--------
S6L8KIN SBÖRNIN.
Þegar eg liefi í blöðunum séð nafn þetta sett
í samband við gamalmennin á Betel, hefir mér
fundist það ekki heppilega valið nafn. Mér hef-
ir ætíð fundist að gamalmennið, sem komið væri
á það aldurskeið sem hér er um að ræða, væri bú-
ið að renna dagskeiðið að æfikvöldi; æfidagurinn
er liðinn með öllum sínum hlýju sólskinsgeislum
og ein með öllum sínum nöpru hreggviðrum.--
Hér er kvöld, liér er kyrlátt og unaðsríkt kvöld.
Hér sér maður leiftur kvöldroðans lyfta sér með
sínum regnbogakendu litum upp um vesturloftið,
upp frá heiðskírum bjarma niður við sjóndeildar-
hringinn í vestrinu. — Kvöldroðans bjarmi, sem
margir álíta að sé fyrirboði um bjartan og fagran
komandi dag, — dag, sem að rennur upp hinum
megin við tjaldið, sem að eins vonaraugu hinna
trúuðu sjá í gegn um. — Eg, sem rita línur þess-
ar, var 8 daga á Betel, og á þeim tíma sá eg og
reyndi svo mikið af sarnúð og kærleika, að hér
sýndust allir eins og bræður og systur í Kristi.
Hér var lesið á hverjum degi, sem sjálfsagt var
gamalmennunum mjög hugðnæmt. Hér er það
bezta heimili, sem gamalt fólk getur haft. Þrátt
fvrir góðan vilja margra barna, eru heimilis-
kringumstæður svo, að þau geta ekki veitt foreldr-
um sínum eins gott heimili eins og Betel er. —
Að endingu vil eg geta þess, að forstöðukonumar
Miss Elinora Julíus og Mrs. Ásdís Hinriksson
virtust mér sýna kærleiksríka nákvæmni í hví-
vetna hinum öldnu bræðrum og svstrum.
J. H. Lindal.
Móðirin, sem dó t stað sonar síns.
(Eftir Moody)
[Tm þær mundir, sem gullsóttin brauzt út í
Kalifomia, bar það við að maður fluttist þangað
frá Nýja Englandi til að krækja í gullið. En hann
eftirskildi konu og ungan dreng, sem þau áttu.
Var svo ráðgert, að hvenær sem hann yrði svo efn-
um búinn að liann gæti kostað ferð þeirra vestur,
skyldu þau koma á eftir. Þar kom að lokum, að
hann gat sent konu sinni farareyrir fyrir hana og
drenginn, og varð hún næsta glöð við. Hún fór
með drenginn til N. York og tók sér far með skipi
til San Francisco, — því á þeim tíma var ekki bú-
ið að leggja járnbraut yfir þvera Norður-Ame-
ríku. Ferðinni var þó ekki langt komið, )>egar í
skipinu kviknaði af eldi, sem læsti sig með mikluiu
hraða uin skipið. Skipið hafði meðal annars púð-
urfarm, og skipstjóri vissi, a ðþá er eldurinn næði
honum, ættu allir skipverjar dauðan vísan. Var
þá farið að útbúa björgunarbátana, en þeir reynd-
ust of fáir til að taka alla skipshöfnina. 1 eiuni
svipan voru þeir allir drekkhlaðnir. — Seinasti
báturinn var aðj’ara frá skipinu , þegar móðirin
kom með drenginn sinn og sárbændi þá sem í bátn-
um voru að taka þau með. En þeir neituðu því að
báturinn væri þegar ofhlaðinn. En samt liélt hún
áfram að biðja svo átakanlega að þeir slökuðu svo
mikið til að einn skyldi koma. En móðirin var ekki
lengi að hugsa sig um hvejf’ það ætti að vera. Hún
tók drenginn sinn, lagði lianp að brjósti sér, kysti
ann og hjálpaði honum ofan ý bátinn og sagði að
síðustu: “Elsku drengurinn minn ef þér auðnast
að sjá föður þinn, þá segðu honuin að eg hafi dá-
ið fvrir þig.” — Ofurlítið og dapurt sýnishom er
.þetta, vinir mínir, af því sem Jesús hefir gert fyr-
ir oss alla. Hann dó svo vér skyldum lifa; ættum
vér ekki að elska hann aftur á móti? Hvað rnynd-
uð þér segja um drenginn þann arna, ef hann tal-
aði lítilsvirðandi orðum um hana móður sína, —
móðurina, sem gekk í votu gröfina fyrir hann?
Mundi það sitja vel á oss að tala fyrirlitlega ihu
vorn frelsara og lífgjafa? ættum vér ekki uiiklu
fremur að elska hanrf af öllu hjarta?—Þar kemur,
að hver yðar þarfnast lians: — Þegar þér leggið
út á dauðasæinn og þqgar þér standið fvrir guðs
dómstóli, —já, á hveri stundu lífs yðar.
/