Lögberg - 15.07.1920, Blaðsíða 4
fiu. 4
LöUBXRG, FIMTUDAGINN 15. JÚLÍ 1920.
Sögberg
Gefið út hvem Fimtudag af The Col-
umbia Press, Ltd.^Cor. William Ave. &
Sherbrook Str., Winnipeg, Man.
TAI.SIMI: GARKY 416 og 417
Jón J. Bfldfell, Editor
Utanáskrift til blaðsine:
THE COIU^BIA PRESS, Itd., Box 3172, Winnipeg, M«n-
Utanáskrift rttstjórans:
EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, Man.
VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um árið.
1
iiiiMHim»uiiiwiiyiHiiHmiiiiniiuiiiiniiitffliiiiiimHHiiii!mmimiHiii!iiii.'?
Mexico.
t»að hefir lítið heyrst þaðan að sunnan, nú
í síðustu tíð, en það mun fremur vera af því að
hugá vorum og athygli hefir verið snúið að
heimamálunum, heldur en því, að þar gerðist
ekkert til tíðinda.
Eins og þeir vita sem fylgst hafa með því
sem gerst hefir þar syðra, þá hefir stormurinn
staðið um tvo menn Carranza forseta Mexieo
sem var, og Obregon hershöfðingja.
Þessir menn unnu báðir í sameining að því
að koma á lögbundinni þingstjórn í Mexieo, og
það var einmitt uppreisnin sem átti sér stað;
út af því máli, sem flutti Carranza upp í forseta-
saetið. Og hefir víst Obregon og allir aðrir
átt von á, að CarranZa mundi manna bezt halda
fram rétti, sem hann sjálfur og margir aðrir
góðir menn börðust fyrir, áður en Carranza tók
við embættinu. En það fór öðruvísi.
Eftir sigurinn sem uppreisnarmenn unnu
þegar Carranza náði forseta emba'ttinu, fór
Obregon heim til sín, og var leystur úr herþjón-
ustu, og í þrjú ár raik hann verzlun í Sonora
ríkinu, þar sem hann er fæddur og á heima.
En að þeim tíma liðnum, fór aftur að líða
að því að forseta kosningar ættu að fara fram
að nýju í Mexieo.
Tveir menn gáfu sig fram, þeir Obregon
her-shöfðingi og aðstoðarmaður Carranza, og
annar hershöfðingi sem Pablo Garzaloes heit-
ir. En þá kom brátt í ljós að Carranza vildi
annað hvórt koma að manni sem væri algjör-
lega á hans bandi, eða þá að halda völdunum
sjálfur, sein er miklu'trúlegra.
Þetta gekk svo langt að hann lét ónýta
allan kosninga undirbúning, sem Obregon var
búinn að gera, og hótaði honum hörðu ef hann
hætti ekki að afla sér fylgis til forseta kosn-
inganna-
Þessu hlýddi Obregon ekki, þó hann á hinn
bóginn tæki þessum vfirgangi Carranza með
hógværð,-en þó leiddi þetta til þess, að í ófriði
lenti á milli Carranza og þeirra sem hann
vildu stvðja af ríkishernum annarsvegar, og
þeirra sem vfirgang Carranza vildu ekki þola
hinsvegar.
Afleiðingamar urðu þær að Carranza
beið ósigur og flúði. Tlann leitaði sér hælis
hjá fjallabúa einum er hann að kvöldi fyrsta
flóttadagsins t>ar þar vegmóðan að garði.
Tlonum var vísað í útihús eitt til gistingar
og rétt eftir að hann hafði lagst þar til hvíld-
ar ásamt fylgdarmönnum síntím, kom einn
heimamanna inn í útihúsið óg litaðist um,
spurði þá Carranza manninn hvort allt væri
kyrt úti, og játaði maðurinn því, en það var
ekki drvkklöng stund frá því þessi heimamað-
ur fór, og lét aftur hurðina á eftir sér, og þang-
að til að skothríð dundi á útihúsinu, þar sem
Carranza var og lét hann þar líf sitt.
Eftir fráfall Carranza, var Mexibo Cong-
ressinn kallaður saman, til þess að velja sér
bráðabyrgða forseta, þar til að alsherjar
kosningar gætu farið fram, en búist var við að
það^gæti ekki orðið fyr en í september.
Tveir menn sóttu um bráðabvrgðar forseta
(mbættið. Þeir Adolf de la Huerta sem var
áður ríkisstjóri í Sonora ríkinu, og einn af
þeim sem börðust á móti Carranza, og er sak-
aður um að vera valdur að atförinni að hon-
um, og dauða hans, og Pablo Genzaioes.
Úrslitin urðu þau, að Huerta var kosin
með 224 atkvæðum, en Pablo Genzaloes fékk
82, og er Huerta því kosin bráðabvrgðar for-
seti Mexico.
En sökum orðróms þess sem út hefir kom-
ist, um atför Huerta að Carranza, og að hann
sé valdur að dauða hans, hefir Huerta lagt sig,
og mál það í hendur stjómarinnar 'til rann-
sóknar, og vörn hans í því máli er sú, að Carr-
anza hafi sjálfur ráðið sér bana.
Talið er víst, að Obregon verði kosinn
forseti við kosningaraar í haust, með vfirgnæf-
andi meiri hluta atkvæða.
--------o--------
íslendingar vernda söguöld
þjóðar sinnar.
Islendingafélagið í Neu; York synir hvaða
áhrif andi víkinganna hefir haft á framþróun
listarinnar.
Þrátt fvrir það, þó íslenzku víkingarnir
hafi verið með þeim fyrstu er stigu fæti sínum
á land í Ameríku, þá er tala þeirra á innflytj-
endasikrá Bandaríkjanna smá á síðustu árum—
Innflytjenda skrá sem telur fyrst, eða flest af
Rússum, ttölum og endar á Suður Ameriku-
niönnum, og fólki frá Waléá og Portugal.
fjölmennustu bygðir íslendinga eru í
Minnesota, Xorður Dakota, Washington og
norður í Canada-
En með fengnu sjálfstæði heimaþjóðarinn-
ar, hefir þjóðernis tilfinningin dregið saman
hóp stúdenta fjölskyldur þeirra, og aðra Is-
lendimga í New York, í félag sem hefir það fyr-
ir verkefni að vekja eftirtekt á því, sem Islend-
ingar eiga til þess að leggja til heimsmenning-
arinnar, og hins sérstaka amerikenska þjóð-
lífs.
Prófessor Halldór Hermannsson, sem veit
ir fostöðu Fiske bókasafninu við Comell há-
skólann, og sem árlega hefir gefið út ritið
Icelandica, sem fjallar um bókmentir þessarar
framfara miklu, en ungu þjóðar, á eyjunni
norður í íshafi, hefir nýlega flutt fyrirlestur
í þessu nýmyndaða Islendinga félagi í New
Ýork^ um hvaða þýðingu eldri íslenzku sögurn-
ar hafi haft til þess að móta skilning þjóðar-
innar, á stjórnmálum og andlegum málum.
Hann sýndi og fram á, hvernig að sögurnar
— þetta merkilega tillag þjóðarinnar, á svæði
listarinnar, ihafi verið máttarstoð málsins,
sem þær voru ritaðar á.
Alda sú í skáldsagnalist, sem hefir velt
sér ýfir þessa dularfullu eyju í norður höfum,
eftir að þjóðin sem hana byggir fór að njóta
meira sjálfstæðis isnemma á nítjándu öldinni,
á rót sína að rekja til sagnanna íslenzku. Við-
leitnin til þess að sýna í lífinu, að þeir séu engir
eftirbátar hinna hugprúðu og göfuglyndu for-
feðra sinna víkinganna, er að miklu leyti á-
stæðan fyrir framförum hinnar ísl. þjóðar á
19. öldinni, var niðurstaða sú sem prófessor
Hermannsson komst að.
Islendinga félagið í New Ýork hefir ogvá
stefnuskrá sinni, að leiðbeina og liðsinna
löndum sínum sem koma ókunnugir til borgar-
innar á vesturleið-
—New York Times.
---------o--------
Ný samtök.
Til þess að sigrast á dýrtíðinni hafa konur
í Calgary tekið sig saman og myndað félags-
skap í því skyni, með fulltrúum frá fjölda mörg
um félögum í þeirri borg, en þaðan á að færa
út kvíarnar með starfsemi víðsvegar í Canada.
T einu erindi sem það félag ihefir sent út, skor-
ar það á allar konur í landinu, að styrkja mark-
miðið með því:
að stunda sparnað í öllum efnum
að gera nákvæma áætlun um útgjöld til
persónulegra og heimilis þarfa, og jafnframt
leitast við að draga úr kostnaði lífsnauðsjmja
með því að neita að borga meira en sanngjamt
verð fyrir matvæli og fatnað — að heimta fullt
andvirði, ekki tízku — fyrir útlagða peninga.
að fara gætilega og skynsamlega að kaup-
um heimilis nauðsynja, — kaupa matvöru þeg-
ar mest er af henni og ha'filega mikið, og var-
ast að kaupa munaðar varning.
að nota tíma og tómstundir sem hagan-
legast, velja skemtanir utan heimilis með góðri
greind og hóflegum útgjöldum. 0
að æfa tilhaldslausar skemtanir heima fyr-
ir, og taka þátt í færri slíkum á almannafæri.
að iðka sparsemi, og leitast við að verja
peningum hyggilega.
að leitast við að efla vinnukraft og afla-
dug hjá sjálfum sér.
að örfa uppvaxandi unglinga til sparnaðar
að hafa gætur á markaðnum og þekkja eða
krefjast að fá að vita ástæður fvrir verðfalli og
verðhækkun.
að heimta það, að verð verksmiðju sé
merkt á allan varning sem seldur er af smásöl-
um \
að efla framleiðslu og iðnað í landinu með
því að kaupa varning, sem í Cauada er til-
búinn.
að láta til sín taka allar aðgerðir í stjórn
fylkja og lands, og hafa samtök til að mótmæla
eyðslu og kærulevsi í meðferð opinberra mála.
að heimta að landstjórnin gæti þjóðnvtja
og hafi örugt eftirlit með framleiðslu, svó að
beimaþarfir verði fulltrygðar.”
Þetta á að útbreiða með fyrirlestrum og
bæklinga útbýtig. Sú vísa .er góð og varla of
oft kveðin, þó geysilega hafi sparnaðar spjallið
brýnt verið fyrir ríkum og fátækum að undan-
förnu.
Dýrtíðin.
Um dýrtíðina hefir mikið verið hugsað, og
rætt, og ritað, meir en nokkurt annað mál nú í
seinni tíð, og er það ekki án orsaka, þar sem
hún hefir kreft svo mjög að fólki, og er- líkleg
að kreppa í komandi tíð.
Því ef dæma má af reynslu liðinna alda,
þáier óhugsanlegt að dýrtíðar ástand það sem
vén. eigum við að stríða nú, geti horfið, eða
breyst á stuttum tíma.
Um þetta mál—dýrtíðarmálið í liðini tíð,
ritar maður einn H. H- Manchester í blaðinu
American Industries, og segir að þrjú slík
dýrtíðar tímabil hafi komið fvrir síðau á mið-
öldunum.
Tímabil þar sem verð á öllum nauðsynjum
manna gekk úr skorðum á svipaðan hátt og
þær hafa nú gjört.
Hann tekur það fram að hann) eigi ekki við
hinar minni breytingar, sem átt hafi sér stað
svo sem fall á vöruverði frá því að þrælastríð-
inu lauk, og til 1896. Né heldur hækkun á
vöruverði frá þeim tíma og til 1914.
Heldur að eins þau tilfelli, þar sem vörur
hafa tvöfaldast í verði eða meira.
Hann bendir á að kaupgjald á miðöldunum
liafi verið mjög Iágt, að mun lægra en á Róm-
verska tíma bilinu, en svo hafi vöruverðið verið
líka.
• Mr. Manc-hester segir, að fyrsta dýrtíðar
tímabilið hafi komið á eftir Svarta dauða, sem
liafi drepið nálega annan hvern vinnufærann
mann.
Hann tekur til dæmis Frakkland, og sýnir
að nautgripir þar hafi selst á $11,60 hver að
jafnaði 1344.
En verðið á þeiin hafi verið komið upp í
$17,40 1351.
Egg hæfckuðu úr 6 cetum dúsínið 1343, og
upp í 12 cent árið 1357.
Smjör hækkaði úr 6 centum pundið 1335 og
upp í 12c, 1357.
Verð á ullarfatnaði hækkaði úr 80 eentum
vardið 1347 og upp í $3,00 1351.
Kaupgjaldið varð að hækka, til þess að
mæta verðækkuninni. Réttur og sléttur verka-
maður fékk um 15 cent á dag árið 1347, en árið
1350 var kaupið kornið upp í 31 cent á dag.
Sama kauphækkun átti sér stað á Eng-
landi, þar sem, eins og þeir vita sem lesið hafa
sögu Eglendinga, að lög voru sett til þess
að neyða fólkið til þess að vinna fvrir sama
kaupi og þar var þorgað, áður en kaufthækkun
átti sér stað, og sem kom svo miklu illu til leið-
ar, að nærri lá blóðugu stríði.
Annað dýrtíðaj-tímabilið var á sextándu
öidinni, og stafaði ekki frá stríði, eða styrjöld,
heldur frá vöruskorti, sem kom til af því að ný
verzlunarleið, til Indía og Austurlanda var þá
lögð í kringum Afríku, og miklu meiri útflutn-
ur eftir þeirri leið af vörum heldur en verið
hafði- Og síðar á öldum með því að Spánverj-
ar fundu silfur og gullnámur í Ameríku. En
aukning á silfur eða gullpeningum til muna,
raeinar aukinn prís á öllum vörum, er peningar
tákna framleiðslu eða söluverð á.
Frá árunum 1401 til 1540 breyttist vöru-
verð mjög lítið á Englandi.
Meðal verð á bveiti var þá 18 cent mælir-
inn. Naut upp og ofan $4,94. Járn í stöng-
um $1.29 hundrað pundin. Borðdúkar $1.65 tólf
yarðs.
En í byrjun seitjándu aldarinnar seldist
hveiti á 1,38 mælirinn. Naut á 24,94 hvert.
Járn í stöngum $7.94, og $8.80 tólf yards af
boi ðdúkaefni.
Og eins og í fyrra tilfellinu, fór kaupgjald-
ið upp þá nálega um helming.
Eftir lok sextándu aldarinnar héldust prís-
arnir nokkuð stöðugir, þar til í Napoleons
stríðunum. Arið 1792 fór hveiti mælirinn á
Englandi upp úr $1,50 og jafnaði sig upp með
$2,50. A stríðsármmm frá 1795 og til 1814,
og í Bandaríkjunum seldist hveiti mælirinif á
1,75 1816.
Kaup smiða í Bandaríkjunum var fært
úpp úr 54 centum á dag 1790 upp í $1,50 cents
1807, og féll svo til baka aftur eftir að áhrif
Napoleons stríðanna höfðu mist áhrifin að því
©r vöru framleiðslu snerti, og fóru bæði vöru-
prísar og verkalaun lækkandi, þar til um miðja
öldina, en náðu þó aldrei lámaiikinu sem réði
áður en stríðin byrjuðu.
t öllum þessum tilfellum sýnir Mr Manc-
hester fram á hvernig prísarnir hafi þotið upp
og margfaldast í mörgum tilfellum, og svo
hvernig þeir hafi komið niður aftur, en aldrei
farið niður í lámark það sem þeir voru í áður
en hreyfingin hófst.
Kaup kom o^ niður en aldrei jafnmikið og
vörurnar- Og ut úr þessum ihugleiðingum sín-
um dregur Mr. Manehester þá ályktun og bygg-
ir hana á reynslu liðins tíma, að þegar jafn-
vægi komist á eftir þetta síðasta stríð í þessum
eínum, er honum finst að muni verða um 1925,
þá verði vöruverð 33 pret. hærra en það var
fyrir stríðið, eða að hlutur á, sem við borguð-
um $1,00 fyrir 1913 kosti 1,33 1925 eða þegar
jafnvægið komist á.
Kaup verkamanna segir hann að fari ald-
rei svo mikið niður aftur, og segir að ef sama
lögmálið ráði, að því er laun fólks snertir og
ráðið hafi undir líkum kringumstæðum á liðn-
um árum, þá hækki þau 66 af hundraði, eða að
manni þeim sem borgaðir voru $2,00 á dag 1913
verði borgaðir $3.32 á dag d925.
o
Nýja stjórnin.
Hinn nýi forsætisráðherra, Hon. Arthur
Meighen, birti í g-ær nöfn hinna nýju ráðherra.
Þeir eru allir hinir somu og áður, að undantekn-
um tveimur, þeim Rowell og Burrell, er gengu
úr með Sir Robert. 1 þeirra'stað koma F. B.
McCurdy, er verður ráðgjafi opinberra verka,
og R. W. Wigmore, er veitir tolknálastjórn for-
st.öðu; þriðja manninum var við bætt, E. K.
Spinney, sem ekki er -^ætlað sérstakt starf í
ráðaneytinu- Um stefnu hinnar nýju stjórnar
í landsmálum má lesa í síðasta blaði. Ráða-
neytið er að svo komnu þannig skipað:
Arthur Meighen, forsætisráðgjafi.
J. A. Calder, leyndarráðsforseti og ný-
lendumála ráðgja/i.
George Foster. viðskiftaráðgjafi.
James Lougheed, utanríkisráðgjafi og yf-
ir umsjónarmaður með málefnum Ind-
íána í Íandinu.
Henry Drayton, fjármálaráðgjafi.
Hugh Guthrie, hermálaráðgjafi.
A. L. Sifton, ríkisritari.
Dr. Reid, járnbr. og skipaskurða ráðgj.
Senator Robertson, verkamálaráðgjafi.
C. C. Ballantyne, siglinga og fiskiveiða-
ráðgjafi-
F. B. McCurdy, ráðgjafi opinberra verka.
C. J. Dohertv, dómsmála ráðgjafi.
Edward Kemp, (án ákveðins starfa).
Senator Blondin, póstmálaráðgjafi.
S. F. Tolmie, landbúnaðar ráðgjafi.
R. W. Wigmore, tollmála ráðgjafi.
E. K. Spinney, (án ákveðins starfa).
-------------------o------
MARGT SKEÐUR UNI)A(RLEGT.
A þessum tíma árs og jafnvel ekki á nein-
um tíma árs furðar maður sig á, þó maður og
kona eða piltúr og stúlka gifti sig. Það líður
varla sá dagur, að maður frétti ekki um ein-
hverjar persónur, sem gengið hafa inn í hið
heilaga hjónaband, og er því orðið svo algengt
og vanalegt, að maður furðar sig ekkert á slíku.
AFLEIÐINGAR
Reglubundinnar Sparsemi
Hefir þaS í för með sér að Mánaðar innlög verða
$1 $2 $5 $10
Eftir 1 ár... .... 12.20 24.39 90.98 121.96
Eftir 2 ár.... .... 24.76 49.52 123.80 247.60
Eftir 3 ár.... .... 37.70 75.41 188.52 377.04
Sparisjóðsdeild í hverju útibúi bankans.
THE R0YAL BANK 0F CANADA
HOFUDSTÓLL og VARASJÓDUR .... $35,000,000
ALLAR EIGNIR ... ............ $558,000,000
Ein þegar að tvær konur taka upp á því að giftast og búa
saman í heilögu(f) “egtastandi”, þá finst oss skörin sé komin
upp í bekkinn. En ef frétt sú, sem oss hefir borist til eyrna,
er sönn, þá hefir nú einmitt það skeð hér í Winnipeg, á þessu
síðasta ári annars tugar hinnar tuttugustu aldar.
Sagt er, að athöfnin hafi farið fram á Sargent Ave . í Win-
nipeg, og verið framkvæmd af séra Rögnvaldi Péturssyni með
aðstoð Dr. Sig. Júl. Jóhannessonar. En oss er sagt af ná-
kunnugum, að hinar hamingjusömu persónur hafi verið
Heimskringla og Voröld.
Hvaða nafn þetta nýja samband á að bera, höfum vér ekki
heyrt, en ekki þykir oss ólíklegt, að ef “hjónin” hafa þrek til
að kannast við sjálf sig, eða. standa við sjálf sig, þá verði yfir-
skrift sambandsins: Prentfélag Únítara.
Fróða-friður.
(Les 12. kap. í Ymglingasögu).
Ríkti Ureyr og réði Svíum,
Rekka elstur varð með díum,—
Ars og friðar fórnum nýjum
Fornöld vora goðum batt.
Alment ríkti Fróða-friður,
Féll af himni árdögg niður,
Alls kyns brosti auðnu siður,
AUir honum guldu skatt.
Uppsala' hann auðlegð treysti,
Alfarmikið hof þar reisti,
Allur lýður laut ’ans hreysti,
Löngum ársæll reyndist Freyr.
Lítt þó fyrir ljósi rofi
Lönd og aura gaf ’ann hofi,
A hann sagan lýkur lofi, —
Lofstír þann, sem ekki deyr.
Öðrum fremur fésæll var hann,
Frægðar orð hjá lýðum bar haim,
Vel úr öllum vanda skar hann,
Vinsæll “meir en önnur goð.” —
Sízt hann truflar tign né auður. —
Triiðu Svíar, að hann dauður
Vernda mundi höld sem hauður, —L
Heilla reynast öllu stoð.
Feigs er rúnir forlög skrifa
Frey þeir sögðu enn þá lifa, —
Fanst það vænst til þjóðarþrifa,—
Þögðu urn tjón er vann þá Hel.
Almenning ihans dauða duldu,
Drjúga skatta landsmenn guldu,
Alt það fé í haug ’ans huldu, —
“Hélzt þá ár ok friðr”'vel. — ^
FreWr er heygður, — fornöld liðin.
Félaus hof. Við nýja siðinn
Heiminn skortir Fróða-friðinn
Fyr er þjóð við hagsæld batt.—
Tungan, sagan týuist óðum,
Trúin, fornhelg, glatast þjóðum,
Fa'kkar mönnum fræguip, góðum,
Fáir gjalda kærleiksskatt.
Ef þig fýsir lífið laga,
Lifa, — eftir þína daga,
A þig lofstír lúki saga:
Lögeggjan sé gamli Freyr.
Ar og frið það enn mun valda,
Aðrir munu skatt. sinn gjalda,
Andlega í horfi halda, —-
Harma, þegar burt þú deyr.
■ Viljir þú að Fróða-friður
Farsæld manna bezt er styður,
Stígi af himni í heimsbygð niður,
Helgi trú og líf og stjórn:
Gef þá lönd sem lausa aura,
^ Lifðu ekki fyrir maura,--------
— Flugumýri sel — og Saura, —
Sjálfur ver þú kœrleiksfórn!
J. A. Sigurðsson
Þetta fallega kvæði eftir séra Jónas A.
Sigurðsson birtist í Lögbergi 17. júní síðastl.
En sökum þess að það hefir misprentast þar
tilfinnanlega, er það hér prentað upp aftur, og
höfundurinn beðinn velvirðingar á misbrest-
unum, sem á urðu.—Ritst.
5%
VEXTIR 0G JAFNFRAMT
O ÖRUGGASTA TRYGGING
Leggið sparipeninga yðar i 6% Fyrsta Veðréttar Skuldabréf með arð-
miða — Coupon Bonds — í Manitoba Farm Loans Association. — HOf-
uðstóll og vextir ábyrgst af Manitoba stjórninni. — Skuldabréf gefin tlt
fyrir eins til tlu ára tímabil, I upphæðum sniðnum eftir kröfum kaupenda.
Vextir greiddír viO lok hverra sex mánaOa.
Skrifið eftir upplýsingum.
Lán handa bændum
Penlngar lánaðir bændum til búnaðarframfara gegn mjög lágri rentu.
Upplýsingar sendar tafarlaust þeim er æskja.
The Manitoba Farm Loans Association
WINNIPEG, - - MANIT0BA