Lögberg - 15.07.1920, Blaðsíða 3

Lögberg - 15.07.1920, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. JÚLÍ 1920. Kls. 3 Nelly frá SKorne Mills. Eftir Charles Garvice. “Eg skal útvega tízkublaðið, ef frú Porter hefir fengið það, mianuna. Eg skal ekki vera lengi í burtu, og ISIolly kemur undir eins og þú ) hringir,” sagði Nelly og gekk út glöð í huga yfir því að losna. Hún var áður kát og barnaleg, þegar hún spaugaði við bróður sinn, en samvistin við stjúpuna liafði breytt svip liennar. Augun voru þreytuleg og drættírmir kring um munninn angurværir. En þessi umbreyting gerði and- lit hennar ósegjanlega fagurt. Eins og það var nú, mundu þeir menn vera fáir, sem ekki þráðu að taka 'þessa beinvöxnu persónu í faðm sinn, eftir að liafa lokað hinum alvarlegu ígrund umarsömu augum með kqssi og veita mjúka hárinu ástaratlot. Það var svo töfrandi, eftir- .tektarverður dráttur viið bogai varanna, sem hefði fylt skáld eða málara með guðmóði, og gert hvern vanalegan marai hrifinn af ást. Frú Lorton hafði kallað Shorne Mills “holu” en í rauninni stóð þorpið næstum alt upp á hæðinni; við rætur hæðarinnar lá þjóð- vegurinn niður að litlu höfninni og litla fiski- verinu, sem stóð hjá hinum rauðu Devonklett- um. Það var eitthvað tryllingslegt við þetta pláss, en það var aðdáanlega fagurt. Ekkert pláss gat verið yndislegra — og enn þá var það næstum öllum ókunnugt. Að undanskildu prestsetrinu, voru þar engar stórar byggingar; hitt voru fiskimannakoifar. Næsta greiða- söluhúsið og næsta verzlunin stóð við heiðar- brúnina bak við fiskiverið og til annarar hliðar við hús Lortons; hin næsta, nokkurn veginn myndarleg bygging, var hið eina höfðingjaset- ur í hálfrar mílu fjarlægð þaðan. Bærinn Shallop stóð fáeinar mílur þaðan, og eina sam- bandið milli hans og fiskiversins var flutnings- ‘ vagn, sem ók á milli þeirra tvisvar í viku. Með fáum orðum sagt, Shorne Mills var iriðhelgur staður og mun halöa áfram að vera það, þangað til að járnbrautadjöfullinn breiðir sína svörtu vængi yfir það og stígur sínum í auÖglóandi fótum á það, til þess að svíða af því fegurð þess og eyðileggja einveru þess. Það hafði fengið þetta nafn frá gamalli mylnu, sem eitt sinn ríkti þar í blóma æsku sinnar, en var nú orðin að fúinni staura og borðahrúgu, og áin hafði nú ekkert annað að gera, en færa í- búumfiskiversins vatn, ®em var eins skært og stjömumar, sem spegluðu sig í því. Þessi á sem rann langs með þjóðveginum gegnum hallandi engjar, rölti leið sína ofur hægt með lágu blíðu mnli alt sumarið, en á vetrum þrútnaði hún og skálmaði áfram nöldrandi yfir slétta hnöll- unga út í hafið. Stundum var uml hennar eina hljóðið sem heyrðist í dalnum, að undan- skildum báradrunum sjávarins í fjarlægð og hvínandi skrækjum fuglanna, þegar þeir flugu frá sjónum til trjánna á hæðunum fyrir ofan. Nelly elskaði þetta pláss af alhuga; það var unun fyrir hana, sem elskaði allt fagurt. Hún þekti hvert fet þarna, hún hafði átt heima í húsinu á hæðinni síðan hún var isjö ára, og nú var hún næstum tuttugu og eins. Hún þekti hverja manneskju í fiskiverinu — já, í fleiri mílna umhverfi. Það var alloft talað um liana, sem “ungfrú Nellv frá Shorne Mills,” og þetta almenna fólk var jafn hreykið yfir þessu nafni 'og Nelly sjálf. Það var upp með sér yfir henni og þókti svo vænt um hana. 1 hverjum kofa var tekið á móti henni með fögnuði, og kon- ur og börn komu til hennar að leita hjálpar og liuggunar þegar eittlhvað amaði — þau fóru til hennar fyr en til prestsetursins. Þegar hún þenna morgun lokaði girðingar- hliðinu á eftir sér, stóð hún kyr og leit í kring um sig í þessu fagra uirihverfi, sem nú liafði einkennileg áhrif á hana, næstum því eins og hún sæi það í fyrsta skifti. “Við gætum verið gæfurík hér, ef mamma -----og ef Dick gæti fengið eitthvað að gjöra! ’ ’ hugsaði hún og augu hennar urðu alvatleg og fallegu varirnar drógust til munnvikjanna. En l/egar hún gekk upp brekkuna, hafði ferska loftið og sólskinið sömu áhrif á hana og verkeyð andi lyf, augu hennar urðu skærari og hryggi drátturinn kring um munninn hvarf. Þegar Smart heildisali sá hana, breyttist andlit hans í stórt bros, um leið og 'hann brá hendi sinni upp að enninu til að heilsa henni. “Bógeitla? Nei, nei, ungfrú — þá hefi eg alls ekki — eg hefi lofaS matreiðslukonunni upp í The Hall fáeinum — nú nú ungfrú Nellv, látið þér þessi vonbrigði ekki hryggja yður! Eg skal senda yður fáeina — í síðasta lagi að hálfri stundu liðinni. Eg held maður geti ekki neit- að yður um neitt, jafnvel þó þér beidduð um toppinn af reykháfnum þarna upp! ’ ’ bætti hann við með kvakhlátri- Nelly þakkaði honum með brosi og þakk- iátu augnatiliti, og gekk svo þaðan hress í liuga til frú Porter. Til allrar liamingju var strúts- fjöðrin kornin frá London, og sömuleiðis eitt númer af tískublaðinu, og með þetta hvortveggja í hendi sinni labbaði Nelly af stað heim á leið. En við bugðu á veginum í nánd við liúsið stóð hún kyr. Frú Lorton mundi hvorki sakna fjaðrarinnar né blaðsins fyrstu stundina, hugs- aði hún. Eg lield eg hafi nægan tíma til að hiaupa niður á hafnarkampinn og líta á isjóinn? Hún faldi fjöðrina og blaðið í lirísgirðingunni, og hljóp svo með liröSum sikrefum eftir braut- inni. Hún var svo brött, að ólamnir áttu ervitt með að ganga upp eftir henni, og urðu að styðja sig við prikin sín, en Nelly hljóp næstum því og virtist naumast koma við jörðina með fótum síu- um; hún hafði á bernsku árum sínum hlaupið á þessum vegi og þekti hvern stein á honUm; hún visisi hvar ihún átti að snúa inn á litla þrönga stiginn, sem var að lögun eins <^g hálfur hring- ur, og hún vissi hvert hún átti að fara, til að geta notið beztu útsjónarinnar yfir höfnina sem líktist tjörn við hliðina á liinu stóra liafi. Konur og börn komu út úr kofunum, hún heilsaði þeim vingjarnlega og hneigði sig, en hún átti of annríkt til að nema staðar. Eitt barnið hljóp grátandi á eftir henni. Hún stóð fáeinar mínútur og talaði við mann, sem stóð við kampinn og var að bæta netið isitt, og hún kaillaði til Dick, sem lá og buslaði í bátnum sín- um. Svo gekk hún ofur liægum skrefum upp á hæðina. Er hún nálgaðist húsið, heyrði hún hund- gjamm, sem blandaðist saman við niðinn í ánni. Hún stóð kyr og hlustaði, það hlutu að vera veiðihundar — og hún leit oftir hvort hún sæi þá koma hlaupandi ofan hæðina, sem þeir gerðu stundum. Svo heyrði hún alt í einu annað hljóð — það var jódynur. Hún varð þess ®trax vör, að þessi jódvnur barst ekki frá þeim hestum, sem drógu vagninn frá þorpinu, og leit forvitnislega upp eftir veginum. Það var lieldur ekki læknishesturinn; hún þekti hóftölt gömlu gráu hryssunnar. Þetta var miklu lið- ugra fótataik. Hér um bil tuttugu skref frá húsinu, sá hún hestinn og manninn. Hesturinn var fallegur kyngæðingur, það sá hún strax, því konurnar í héraöinu höfðu kynst lliiestum frá bernsku. Mað- urinn var í skrautlegum ferðafötum. Hann reið hægt með niðurlútt höfuð, meðan hann sjáan- lega alveg utan við sig lét svipuólina dingla við fætur sínar. Nelly sá strax að hann yar ekíki einn af héraðsbúum. Hún sá líka strax að hann var látprúður, að framkoma hans var höfðing- leg, óiík framkomu íbúa héraðsins. Andlit Iians gat hún ekki séð, en að öllu öðm leyti var hann tígulegur, og ósjálfrátt hægöi hún göngu sina. Það var sjaldgæft að sjá ókunna gesti í Shorne Mills. Og Nelly, eins og aðrar stúlkur var forvitin. Þegar hún kom að girðingar hliðinu, var reiðmaðurinn næstum við hiið liennar. A sama aug'nabliki hljóp héri þvers yfir brautina rétt við fætur liestsins. Viðkvæmur eins og allir kyngæðingar eru, fældkst hann. Maðurinn tók fast í taumana, til þess að víkja honum til hlið- ar frá ungu stúllkunni — hesturinn gerði langt stökk til hliöar, steig fætinum á stein og datt, á næstu siekúndu lá maðurinn við fætur Nelly. ----------------------o--------■ 2. Kapítuli. A fyrsta augnablikinu varð Nelly svo hrædd að hún gat ekki gert annað en æpa; en þegar maðurinn hrevfði sig ekki, knéféll hún við hlið nans og kallaði hátt á Molly, lyfti svo höfði hans upp næstum óafvitandi. Hann liafði dott- ið a liliðina, en snúið sér við um leið og hann misti meðvitundina, og þegar Nelly lyfti upp liöfði hans, fann hún eitthvað renna eftir hendi sinni og vissi að það var blóð- Hún var mjög hrædd, þetta var fyrsta slysið, sem hún hafði verið viðstödd, og aldrei hafði liún þráð nokkra manneskju jafn ákaft, og hún þráði Molly nú. En hvorki Molly né neinn annar bom, og hjálp- arlaus og vandræðaleg þurkaði Nelly blóðið af enni mannsims. Svo datt henni alt í einu vatnið í hug; hljóp niöur að ánni og vætti vasaiklútinn sinn, þaut attur til hans, lyfti höfði lians upp í keltu ,sína og baðaði enni hans. Meðan hún gerði það, rankaði hún svo mik- ið við sér, oð hún athugaði hann forvitin. Með sínum skarpa skilningi sá hún strax, að liayn var fríður sýnurn; hann var fremur dökkur en ljós á liár og hörund, og þó hann væri enn þá ungur — 29 til 30 ára áleit hún hann vera — var hár hams við gagnaugun orðið dálítiö grátt. En það var líka annað en andlits fegurðin, sem vakti athygli hennár — það var hið tígu- lega einkenni á allri persónu hans, sem hún áður hafði séð, og vottur um þrieytu og magnleysi í dráttum kringum munninn og augun. Hún tók líka eftir því að hann var skrautlega klæddur, að bera liendin hans var mjó og laung — höfð- ingleg hendi— og alt benti á að hann var tíginn maður. „ Alt þetta liugsaði hún á fáum sekúndum — maöur hefði að minsta bosti þurft hálfa stund til þess--og meðan hún hugsaði þetta, opnaði maðurinn augun með dálítið vahdræðalegum svip, eins og vant er, þegar menn hafa verið meðvitundarlausir og rakna við aftur. Þegar augu lmns opnuðust, tók Nelly eftir því að jiau voru dökk, dekkri en maður mátti ætla eftir lit liársins að dæma, og að þau voru alt öðru vísi en vanalegt var. Hann leit allra snöggvast á hana, tautaði svo eitthvað, sem Nelly gat ekki heyrt, en sagði svo hátt og deyfðarlega: “ Datt eg af baki í ’ ’ ‘ ‘ Já, ” svaraði Nelly. Hún hvorki roðnaði né varð feimin. Hún var svo hrædd, og þráði svo innilega að hann \aknaði til meðvitundar aftur, að hún hugsaði ekkert um sjálfa sig né um það, að höfuð hins ókunna mann,s lá í keltu hennar. “Eg hefi lilotið aö vera meðvitundarlaus, ” tautaði hann við sjálfan sig. “ Já, eg hef i meitt mig á höfðinu.” Hann stóð upp og horfði niður á hana. andlit hans var enn fölara en áður. “ Mér þykir það mjög leitt; og þér verðið sannarlega að afsaka mig; eg hefi hlotið að gera vður afarhrædda. 0g —“ liann leit á kjólinn hemnar, og sá þar stórann votann blett á þeim ,stab, sem höfuö ihans liafði legið — “og eg hefi eyðilagt kjólinn—kjólinn yðar. Eg hefi í raun og veru hagað mér eins og reglulegur klaufi.” Nelly spurði kvíðandi, hvort hann hefði ekki meitt sig meira. “Neiþað lield eg ekki,” svaraði liann. “Eg get ekki skilið hvers vegna eg skyldi detta af baki. Eg er ekki vanur að hegða mér svo klaut'alega.” llann ætlaði að beygja sig til að taka upp hattinn sinn, en reikaði, og Nelly hljóp til hans og greip í handlegg hans. “Þér hafið áreiðanlega meitt yður!” sagöi hún. “Eg var líka hrædd um það!” “Mig svimar dálítið það er líklega alt!” svaraði hann. En hann kreisti varirnar sam- an, sem skulfu í munnvikjunum. “Eg held að hesturinn minn hafi meitt sig meira en eg,” sagði hann og gebk með erviðismunum til liests- ins, sem stóð og leit í kringum sig hræðslulegur. “ Já, hann hefir meitt sig í linéð. Vesalings gamli vinur — það var mér að kenna — mér að kenna-” Hann stóð kyr og studdi hendinni á enniö iiálf vandræðalegur. ( Nelly tók sér stöðu við hlið hans; hún liafði óijósan grun um að liann mundi detta, og að hún yrði að styðja hann og hjálpa honum. ‘Líður yður illa” spurði hún með kvíða- 'svip og með augum, sem voru svört af kvenn- legri meðaumkun og hluttekningu. ”Já, svaraði hann. ”Eg hefi meitt mig á höfðinu og —”hann þreifaði á handlegg sín- um, ”eg held næstum því að eg sé handleggs- brotinn.” ”Ó,” hrópaði Nelly lirædd og kvíðandi, ”ó þér verðið endilega að kom'a inn í húsið strax — strax —”• Hún leit til hússins. ”Er þetta yðar hús?” ”Já, — ó já,” sagði Nelly. ”En komið þér nú — það getur liðið yfir yður aftur.” ”Ó, nei, það held eg ekki.” ”Það getið þér ekki vitað! Takið þér handlegg minn — styðjið vður við mig —” Hann tók handlegg hennar, en studdi sig ekki við hana og leit brosandi til hennar. “Eg mundi merja yður alveg,” svaraði hann. ”Eg lít máske ekki út fyrir það, en eg er býsna þungur.” ”Eg er sterkari en eg lít út fyrir að vera sagði Nelly. ”Þér veröiö endilega að koma.” ”Eg ætla fyrst að binda taumana við girð- inguna,” svaraði liann. ”Nei það skal eg gera. Styðjið yður við hliðliurðina á meðaan eg er að því.” Hann studdi annari hendinni á hurðina. Hún teymdi hestinn þangað og batt tauminn um stólpann; svo tók hún handlegg hans og leiddi ihann inn í dagstofu hússin's. ”Setjist þér niður og halliöi yður aftur á bak,” sagði hún. “Eg kem undir eins aftur. Ó, hvar er Molly? En eg ætti máske ekki að yfirgefa yður?” ”Mér líður vel- Eg fullvissa yður um það, að það er ekki áform mitt að falla í öng- vit aftur,” svaraði hann, og það var ofurlítil gremja í rödd hans. Nelly hringdi bjöllunni, stóð svo kyr og horfði kvíðandi á hann. Það var enginn feimni, hvorki á svip hennar né framkomu. Hún liugsaði aö eins um hann. ”Eg skammast mín fyrir að orsaka vður svo mikil óþægindi,” sagði hann. ”Það eru alls enginn óþægindi,” svaraði liún. ”Hvers vegna ættuð þér að skammast yðar?” t sama bili snéri hún sér skjótlega við að vinnukonunni, sem var komin inn. ”Ó, Molly þú mátt hvorki gráta né hljóða — það er engin skelfing á ferðum! Vertu ró- leg, Molly! þessi maður datt af hestbaki og — og ó iheyrðu, Mollv — bomdu með ögn af konjaki — og heyröu, segðu mömmu ekkert — gerðu liana ekki hrædda.” Með opinn munn og starandi augu þaut Molly út úr herberginu, og Nellv snéri sér aft- ur að unga manninum. Hann sat og starði á gólfið með huvklaðar augnabrýr eins og lionum fvndist þessi saga óseigjanlega leiðinleg. jSærði handleggnrinn lá þvers um á hnjánum. Hann var ekki óró- legur og hann kom ekki með fleiri afsakanir. Nelly áleit að hann liefði alveg gleymt sér og vildi lielzt losna við hana, og fá enda á þessu. ásigkomulagi. En hann leit upp, þegar Molly kom þjótandi inn með konjakið, og þegar hann tók glasið úr hendi Nellys, sem nú skalf í fyrsta skifti, sagði hann: ”Eg þakka yður innilega. Nú er eg mik- iö betri og vil hraða mér að komast af stað.” Hann stóð upp meðan liann talaði, en rétti strax hendina að legubekknum til að styðja sig, og með gremjulegu ópi, sem naumast iheyrðist, hné hann aftur niður- ”Eg er hneddur um að eg verði að bíða fáeinar mínútur enn þá,” sagði hann og stundi. ”Eg get ebki skilið hvað að mér gengnr — en mér finst mig svima svo liræðilega og vera ringl- aður. Þaö líður lfklega bráðlega frá. Er nokkurt veitingahús liér í nándinni?” “Nei,” svaraði Molly. “Veitingahúsið er í mikilli fjarlægð, alt of mikilli—” ”Það hlýtur þó að vera til pláss þar sem eg get sezt að —” ”Þér rnegið ekki hugsa um að fara enn þá,’ greip Nelly fram í fyrir honum. ”Eg þekki ekkert til slíkra viðlburða — eg liefi aldrei fyr verið viðstödd nokkurt óhapp — en eg er viss um að þér eruð stórbostlega meiddur. Og þér segið líka að þér hafið brotiö handlegg yðar —’ ”Eg er hræddur um það — en hvem ræf- ilinn gerir það! Ó — fvrirgefið. Eg ætla að ganga til veitingahússins — fætur mínir eru 'heilir — og ná þar í læknir.” Nú heyrðist fótatak frú Lorton útí gang- inum, og litln síðar heyrðist rödd þessarar konu, áður en hún var bomin inn ývrir dvrnar. Hún talaði með gremjulegum, ásakandi róm. ’ ’Ellinor, hvað á alt þetta að þýða? Hvers vegna vilt þú fá kbnjak — og það á þessum tma dags ? Ert þú veik? Eg liefi alt af sagt, að einhvern daginn yröir þú veik af því, að ! flækjast hingað og þangað í allskonar veðri —’ Hugsið yður annað eins! Vér greiðum mönnum og konum hátt kaup, meðan verið er að læra hjá oss Rakaraiðn. Tekur að eins fáar vikur að verða fullnuma; góðar stöður bíða yðar, með $25 til $50 um vikuna, að loknu námi, og auk þess getum vér hjálpað yður a stofna og starfrækja atvinnuveg fyrir eigin reikning. — Mörg hundr- uð íslenzkra karla og kvenna hafa lært Rakaraiðn á skóla vorum og stjórna nú upp á eigin ábyrgð Rakarastofum og Pool Rooms. — Slítið yður eigi út á þrældómsstriti alla æfina. Lærið Rakaraiðn hjá oss og myndið yður sjálfstæða atvinnu. Skrifið eftir vorri ókeypis verðskrá. HEMPHILL TRADE SCHOOLS, LIMITED Aðalskrifst.: 626 Main Str., Winnipeg (hjá Starland leikhúsi) Barber Gollege, 220 Pacific Avenue, Winnipeg. Útibú:— Regina, Saskatoon, Edmonton og Calgary. konar aðrir stríkaðtr tiglar, hurðir og gluggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir | að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. ----------------Limlt.d--——————— HENRY AVE. EAST *- WINNIFEG Automobile og Gas Tractor Sérfræðinga verður meiri þörf en noldcru sinni áður í sögu iþessa lands. Hví ekki að búa sig undir tafarlaust? Vér kennum yður Garage og Tractor vinnu. Allar tegundir véla — L head, T head, I head, Valve in the head 8-6-4-2-1 Cylinder vólar eru notaðar við kensluna, einnig yfir 20 raf- magnsaðferðir. Vér höfum einnig Automiobile og Tractor Garage, hvar þér getið fengið að njóta allra mögulegra æfinga. Skóli vor er sá eini, sem býr til Batteries, er fullnægja kröfum tímans. Vulcanizing verksmiðja vor er talin að vera sú lang- fullkomnaista í Canada á allan hátt. Árangurinn af kenslu vorri hefir oss til mikillar ánægju sann- fært bæði sjálfa oss og aðra um að kenslan er sú rétta og sanna. —Skrifið eftir upplýsingum—allir hjartanlega velkomnir til þess að skoða skóla vorn og áhöld. GARBUTT M0T0R SCHOOL, Ltd. City Public Market Building. CALGARY, ALTA. Hún þagnaði sbyndilega og starði á þau, rétti svo hendina upp að hárinu, eins og hún ætlaði að laga það. ”Hver er þetta? Hvað þýðir þetta, Nelly?” Ókunni maðurinn stóð upp og hneigði sig, og útlit hans og göfuga framboma, hafði hiu réttu áhrif á frú Lorton. ”Eg bið yður afsökunar,” sagöi hún með sínu blíðasta og ástúðlegasta brosi. ”Eg sé að hér hefir átt sér stað óhapp. Eruð þér mikið meiddur? Ellinor stattu ekki þarna eins og þú sért búin til úr tré eða steini — vertu ekki svona klaufaleg og heimsik —” Nelly roðnaði og leit vandræðaleg í kring um sig. ”Gerið þér svo vel að setjaist,” sagði frú Lorton- ”Ellinor, áttaðu þig manneskja. Taktu sessuna þarna — setjist þér niður, hr. minn. Leyfið mér aö láta þessa sessu við bak vðar. Eruð þér mjög veikur? Ellinor, sæktu ilmvatns flöskuna mína”. Ungi maðurinn beit á jaxlinn og hnyklaði brýrnar. Nellv vissi að hann var að ásaka þær í huga sfnum, blota og óska þess, að þær væru á botni hafsins. ”Nei, nei!” svaraði hann og reyndi að losna við gremju sína og óþolinmæði. ”Eg ^ er ekki veiklulegur. Eg datt af hestbaki og hefi líklega brotið handlegginn — það er alt.” ”Er alt!” endurtók frú Lorton með hlut- te'kningar róm. ”ó, þetta er hræðilegt! Við verðum aö gera boð eftir lækni, Ellinor. Vilj- ið þér ekki leggja fæturnar upp á legubekkinn? Það hvílir bezt að liggja endilangur.” Hann stóð upp með ákveðnum svip. ”Eg þakka vður innilega, frú, en eg má ekki leyfa að 'þér gerið yður meira ómak mín vegna. Eg er nógu hraustur til að ganga hvert sem vera skal, og eg vil—” hann þagn- aði og hljóðaði lágt, um leið iliann hné niður aftur. ’ ’Eg er óliraustari en eg hélt mig vera, ’ sagði hann, ”og eg verö að biðja um húsaskjól litla stund enn þá — liálfa stund að líkindum-” Frú Lorton gekk yfir gólfið jafn tígulega og keisarinna, eða eins og dýrðlingur, sem ætl- aði að framkvæma eittvhert líknarstarf, og hringdi bjölhmni. ”Eg get ekki leyft að þér yfirgefið þetta hús, fjrr en þér eruð heilbrigður,” sagði liún nieð metnaði. ”Molly búðu út gestherbergið handa þessum manni, Ellinor þú verður að hjálpa henni! Eg skal sjá um aö rekkjuvoð- irnar verði vel hlýjar — ekkert er meir áríð- andi í slíkum tilfellum — og svo skulum við tsenda boð eftir la'kni, meðan þér leggið vður út af.” Mollv þaut út ásamt Nelljr, og frú Tærton settist á móti þessum meidda, unga manni, spenti greipar og starði á liann, eins og hún ein bæri ábyrgð á vellíðan hans. ”Eg er yður mjög þaikklátur fyrir vin- semd vðar, frú”, sagði hann loteins, en ekki neitt alúðlega. ”Má eg spyrja hverjum eg skulda jafn mikla vinsemd!” ”Nafn mitt er Lorton,” Sagði þessi góða fcona með þeim svip er bar vott um að hún heföi koniið með hann inn í liúsið og gefið liönum kon jak, ”en eg er fædd Wolfer.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.