Lögberg - 05.08.1920, Blaðsíða 3

Lögberg - 05.08.1920, Blaðsíða 3
LOGBEBG, FIMTUDAGINN 5 ÁGÚST 1920 Bte. S Nelly frá SKorne Mills. Eftir Charles Garvice. “Jú, fyrst þér segið það, verð eg að játa, að hér er mjög heitt,” sagði liann- “Eg skal opna gluggann.” “Nei, nei,” sagði Nelly. “Æg skal gera það; þér verðið að muna eftir veika handleggn- um.” Hún opnaði gluggann. “Ef að hér væri stóll,” sagði hann hik- andi. “Eg er ekki vanur við að sitja á legu- hekk; já yður finst líklega aðk eg sé mjög van- þakklátur; látið þér mig taka stólinn, þökk fyr- ir, kæra þökk.” Iiann ýtti legubekknum kægt og liðlega til hliðar og lét stól þar sem hann hafði staðið. “Það er tilbreyting fyrir mig, að sitja upp- réttur,” sagði hann afsakandi.. Nelly kinkaði kolli. Hún skildi svo vel ó- óvild hans á að sýnast vera sjúklingur. “Það er sannarlega ekkert að mér,” sagði hann alvarlegur, “ekkert annað en þessi hand- leggur, og hann sviftir mig ekki aillri hreyfingu. Viljið þér ekki setjast?” Eitt augnablik hugsaði Nelly sig um, svo settist hún á stól hins vegar við gluggann. “Þið hafið ágæta útsjón hér,” sagði hann og starði hvíldarlaust út um gluggann, en fann fremur en sá, að unga stúlkan var dálítið feim- in; máske ekki beinlínis feimin, en að hún vissi ekki hvað hún átti að segja. “ó, já, það höfum við,” sagði hún rólega. “Það er sannarlega fögur útsjón hér; húsið stendur svo hátt. Viljið þér ekki ketseyðið yðar?” “ Jú, þökk fyrir, eg hafði gleymt því. Nei, etandið þér ekki upp, eg skal—” En Nelly var staðin upp. Þegar hún kom til haus með bjóðimf, leit hann á hana. Hann hafði nú í fáeina daga legið og starað á vegg- pappírinn í gestaherberginu, og það hefir má- ske verið tilbreytingin, sem gerði unga fjörlega andlitið liennar Nelly enn þá fjörugra og yndis- legra að útliti. Það var eitthvað í boga var- anna, í svip gráu augnanna, blíður, alvarlegur svipur, sem ósjál'frátt hafði áhrif á hann. “Það er gott að losna við rúmið,” sagði hann. Hún hafði ekki sezt á stólinn aftur, en hallaði sér að umgerðinni á stóra bogagluggan- uin og leit niður á þjóðbrautina fyrir neðan hús- ið. “Mér finst eg hafa legið í rúminu árum saman. ’ ’ “Eg hafði hina sömu tilfinningu, þegar eg* fyrir noklírum árum síðan kom á fætur eftir að mér þatnaði mislingarpir. ” “Það eru líklega ekki mjög mörg ár síðan,” ■sagði hann brosandi. “Mér finst vera langt síðan,” sagði Nelly. ■“Eg man eftir því, að eftir að eg var orðin heil- brigð, gat eg um langan tíma ekki liðí^S lyktina af ketseyði eða salep. Og Spencer læknir,— sá sami læknir, sem þér hafið nú — fékk mér einn daginii glas af salep, og stóð hjá mér á meðan «g drakk það. Hann getur verið mjög ákveðjnn, svo maður segi ekki sérvitur, þegar hann vill.” Vernon hlustaði á fögru röddina og horfði utan við sig á beinvöxnu ungu stúlkuna, og hið gáfulega andlit, og þar eð nú varð þögn, hafði hann enga löngun til að rjúfa hana Það var erfitt að finna eitthvað til að tala um við svo unga og óreynda stúlku, og’ hionum næstum því hægðist í liuga, þegar frú Lorton kom inn. “Hvernig líður yður nú?” spurði hún með lágri rödd. ‘ ‘ Þér eruð því ver magnlítill og veill. Eg veit. hve þróttlaus maður er, þegar maður rís á fætur eftir að liafa verið veikur. Ellinor, þú hefir líklega ekki þreytt Mr. Ver- non með því að taia'of mikið ?” Vernon lét brún síga. “Ungfrú Lorton, hefir naumast talað tvö orð,” sagði hann. “Eg get fullvissað yður um það, því að það er ekkert sem amar mér, eg get þolað hvað sem er.” “ Það gleður mig innilega,” sagði frú Lor- ton. “Eg kom með ‘Society News’ fyrir þessa viku. Eg hélt að það mundi iskemta yður, að lesa einhverjar af greinunum; Ellinor, þú getur lesið þær liátt. Hr. Vernon, finst yður ekki, að letin sé verst af öllu eðli?” spurði hún skyndi- lega fremur ástæðulausit. Vernon brosti beiskjulega og leit á Nelly, sein roðnaði við augnatillit hans. “Um það get eg ekki dæmt,” sagði hann. . “ Að því er mig snertir, þá geri eg satt að segja aldrei neitt, nema eg sé neyddur til þess.” Nelly hló með glaða hlátrinum sínum, en frú Lorton var ekki fullnægt með þessu svari. “ Það getur nú máske verið þolanlegt fyrir karhnann, þó er eg sannfærð um, að þér gerið sjálfuin yður rangt með þessu, hr. Vernon — en fyrir unga stúlku! Eg held að þér undir/ fyrirsögninni ‘Pashionable News’ munuð finna eitthvað, pem vekur áhuga hr. Vernons.” Nellv tók blaðið — hún hataði þetta blað og Dick hæddist að því — og leit á Vernon, en haun var að liorfa á fagra landslagið úti, svo hún fór að lesa: , “Lávarður og Lafði Bullnoze eru farin í heinisókn til greifainnunnar í Crowntires. Hún dvelur nú á fjölskyldu óðalinu Cromerspokes, sem er nafnfrægt fyrir sín gömlu eikartré og máluðu rúðurnar. Lafði Cro-wmtires erfði þessa furstaeign eftir frænku sína, hertogainnuna af Bogshire.” “Það er mjög fögur landeign,” sagði frú Lorton. “Eg hefi séð ljósmvnd af henni.” Netly leit spyrjandi og hálf örvilnuð á Ver- non, en andlit liays var alveg hreyfingarlaust, og eftir að hafa bælt niður stunu hjá sér, hélt hún áfram: “Lávarður Pugskin ætlar á næsta árstíma að æfa veiðihundana frá Clodford. Sá göfgi herra hefir í nokkrar vikur dvalið í Blondheim, til að ná hressingu eftir slæmt gigtarkast. Það er sagt, að trúlofun hans og liinnar töfrandi, vinaríku ungfrú Bung, sé rofin.” “Ó, það er sorglegt,” tautaði frú Lorton. “Mér fellur alt af illa að heyra um rofnar trú- lofanir meðal höfðingjastéttarinnar. 1 síðustu viku las eg, að ungfrú Bung er dóttir hins auð- uga ölgerðarmanns, hr. Bungs. Vesalings stúlk- an; þetta hlýtur að olla lienni þungrar sorgar.” Ekkert bros, enginn dráttur í andliti Vern- ons hreyfðist. Nelly áleit, að hann hlustaði ekki á fréttirnar og hélt áfram: “Gifting greifans í Angleford hefir vakið mikla eftirtekt meðal höfðingjastéttarinnar. Eins og lesendur okkar vita, er greifinn orðinn gamall maður, og menn hafa alt af álitið hann vera holdgetinn piparsvein—” Nú varð Nelly þess vör, að dökku augun höfðu snúið sér frá glugganum og horfðu á and- lit hennar, svo hún þagnaði og leit upp. Ofur- lítill roði var í kinnum Vernons og varirnar voru liarðlokaðar. Af svipnum á andlitinu hélt Nelly, að halm væri orðinn leiður á að lieyra alt þetta rugl, svo hún lét blaðið falla niður á hné sín. En frú Lorton hafði of mikla skemtun af lestri þessum, til þess að leyfa að hann hætti. “Hví hættir^ þú, Ellinor?” spurði liún. “Þetta er mjög skemtilegt, haltu áfram.” Nelly leit aftur á Mr Vernon, en hann var farinn að horfa út um gluggann aftur og vpti öxlum mjög fljótlega, eins og hann skeytti ekk- ert um þetta, “Holdgetinn piparsveinn,” endurtók Neliy, ‘ ‘ og hin skjmdilega og óvænta gifting hans hlýt- ur að hafa verið mikil og óþægileg viðbrigði fyrir fjölskyldu hans, einkum fyrir bróðurson hans, lávarð Selbie, sem er erfingi nafnlnStar- innar og óðalsins, ef greifinn eignast engan erf- ingja. En ef greifinn eignast erfingja, fær lá- varður Selbie auðvitað hvorugt, og heldur ekki liinn mikla auð, sem þessi gamla og mikils virta ætt á.” “En þau vonbrigði, sem liann liefir orðið fyrir,” sagði frú Lorton samhygðarlega. “Slík hjóna'bönd ætti ekki að leyfa. Hvað finst yður, hr. Vernon?” Vernon hrökk við og leit fljótlega og utan við sig á fallega, grunnhvgna andlitið. “Hvers vegna ekki?” spurði hann stytt- ingálega. “Þetta er frjálst land og hver maður verður að hafa leyfi tii að gifta sig hverri Sem hann vill.” “J<j, auðvitað — það er að segja, almenn- ur maður — maður af meðlstéttinni, en sannar- lega ekki maður af sömu tign og stöðu og lá- varður Angleford. Hve gamall er hann, Elli- nor? Er ekki sagt frá þvUþarna?” “ Jæja, en eg veit að hann er gamall, því eg las fyrir nokkrum vikum síðan grein um hann. Gamla heimilið — óðal Anglefords ættarinnar, A^nglemere er það kallað — var þar nefnt og ít- arlega lýst. Það er söguleg höll eins og Blond- heim og Chatsworth. Og þessi vesalings bróð- ursonur, þessi lávarður Selbie, missir nafnbót- ina og alt annað. Ó, hve þetta er athugav'ert! Er ekki sagt meira um hann þarna?” “ Jú, jú, mjög mikið”! sagði Nelly hnuggin. “Haltu þá áfram—ef hr. Vemon leiðist það ekki—en eg veit af reyndinnni, að ekkert er jafn huggandi og lestur, sem lesinn er liátt”. En það leit ekki út fyrir, að Vernon fyndi þetta persónulega umtal í “The Soeiety” mjög huggandi, en sagði: “Eg er alls ekki þreyttur. Þetta er, eins og þér segið mjög athugavert. Gerið svo vel að halda áfram, ungfrú Lorton.” Nelly leit efandi á hann, því það var kald- ranalegur hreimur í rödd hans; en hún hélt á- fram: “ Afleiðingin, af giftingu föðurbróður lians er sú, að lávarði Selbie er veitt almenn hlut- tekning; lesendur okkar \rita mjög vel, að hann er persona grata (mikils virtur maður) í fé- lagslífinu og—hvað er “persona grata”? spurði Nelly. “Það mega guðirnir vita,” sagði Veraon; með raunulegu brosi, “eg held að þvaðrarinn, sem hefir skrifað þetta, viti það ekki sjálfur.” Frú Lorton brosti ánægjulega og inikillát. “Það er ítalska og þýðir, að liann er uppá- ald allra—” , “Hvers vegna segja þeir það ekki blátt á- fram, í stað þess að nota slík framandi orð?” spurði Nelly þolimnóð. “Nú þá—er persona grata í félagslífinu og allsstaðar. jHann er xinjög laglegur—” Um andlit Vernons rann eitthvað, sem líkt- ist háðslegu brosi. “Og nijög aðlaðandi í allri hegðan sinni og framkomu.” “Hvrer skrifar alt þetta rugl?” tautaði hann. “Síðan ílávarður Selbie kom fyrst fram i úrvals fólkshóp Londonar, hefir hann verið sá miðdepill, sem alt snýst um. Allir horfðu á hann. Hans hátign er líka kunnur sem íþrótta- maður. Stundum eyðir hann uokkrum árum til að ferðast um fjöllin og í Afríku og fram- kvæmdir hans á öllum sviðum éru alkunnar. áins og flestir ungir menn af han-s stétt, hefir lávarður Selbie lifað léttúðugu lífi, og oftar en einu sinni hagað sér heimskulega, meðan hann var í 7z888g8z8b3gð387 -gg etaoinnn shrdlubð var í Oxford og fyrstu árin, sem liann dvaldi í London. Hann er ágætur ökumaður, og hest- arnir hans taka öllum öðrum fram. Hann er yfirburða góður reiðmaður og hefir unnið uiörg v'eðlilaup.” “Hana nú, þá er þessi dálkur búinn,” sagði Nelly og duldi geispa sinn um leið og húu leit þráandi út um gluggann og á hafið, sem glitraði í sólskininu. “Viljið þið heyra enn þá meira?” “Er enn þá meira af þessu?” spurði Vern- on napurlega. “Látið þér okkur heyra það alt. ” “Já, endilega,” sagði frú Lorton. “Það er ekkert, sem eg hefi meiri viðbjóð á en ófull- nægjandi upplýsingarr Lestu áfram, Ellinor.” Nelly stundi og tók blaðið aftur, sem hún b.afði fleygt frá sér. “Eips og allir vita” — þetta segja þeir líka alt af til að slá lesendum blaðsins gull- hamra“ — tautaði Netlly; “nú—eins og allir vita, liefir lávarður Selbie fengið titilinn ‘lá- \rarður’ eftir föður sinn, hinn nafnkunna stjórn- vitring, hr. Herbert Selbie, sem gerður vrar að undirgreifa. En þó að liann beri þenna Jtitil, megum við ekki ætla, að lávarður Selbie sé vel- megandi. Hið eyðslusama líf sem haun hefir lifað síðan hann fór að taka þátt í félags lífinu, hefir hlotið að rýra efni hans að miklum mun, og okkur skjátlar eflaust ekki, þegar vúð álítum hann vera fátækan mann. Gifting föðurbróður hans, greifans í Anglefords, hlýtur því að vera honum stórt sorgarefni og koma því til leiðar, að hann verður að draga sig í hlé frá því fólki, þar sem hánn hefir verið geislandi miðdepill. Eins og við gátum um í síðustu viku, er lávarð- ur Selbie heitbundinn dóttur lávarðar Turs- leighs.” Nelly lét blaðið síga niður og reyndi af öll- um mætti að dylja afar stóran geispa. “Kæra þökk, ungfrú Lorton,” sagði Ver- non brosandi og kurteis. “Þetta er eins og frú Lorton isegir, mjög athugavert.” Nellv starði á liann, en þegar hún sá kýmn- isglampann í augum lians brosti liún. “Eg hélt raunar þetta væri alvara í fjTst- unni,” sagði hún róleg. Frú Lorton snéri sér áminnandi að henni. “Við hvrað áttu góða EUinor mín?” spurði hún hörkulega. “Auðvitað gleður þetta Ver- non. Því ætti hann að segja það, ef hann meinti það ekki? Eg gizka á að þú haldir, Ellinor, að það sé að eins skáldsögur, sem veki eftirtekt okkár, og að alt sem er satt og lýst samkvæmt sönnum lífs viðburðum veki engan áhuga eða gleði. Eg er máske sérlynd og gam- a-ldags, en mér finst fið þessar litlu lýsingar höfðingjalífsins, séu eftirtektaverðar, svo mað- ur segi ekki fræðandi. Hvað álítið þér, hr. Vernon?” Hann hafði starað utan við sig út um gluggann, en jafnaði sig fljótlega. “Auðvitað, auðvitað,” svaraði liann. Frú Lorton brosti sigri hrósandi. “Nú getur þú séð, Ellinor, að hr. Vernon hefir sömu skoðun og eg. Nú verð eg að fara fram og líta eftir livort Molly hefir látið soð- lilaupið í gluggann, svo það kólni. Máske hr. Vernon vilji að þú lesir hátt fyrir sig á meðan.” Hr. Vernon stóð upp og opnaði dyrnar fyrir hana, svo hné hann niður á stólinn sinn aftur. “Á eg að lesa meira?” spurði hún og leit ' á blaðið, sem lá í kjöltu liennar. “Nei kæra þökk,” sagði hann. Hún fleygði blaðinu á stól í hinum enda stofunnar. “Þetta er þó sannarlegt rugl,” sagði hún með barnslegri hreinskilni. “Hvrers vegna sögðuð þér mömmu að það væri eftirtekta- vert ?’ ’ Hann mætti hreinskilna augnatilitinu henn- ar og brosti. “Nú jæa — það er það máske líka —” Svipur hennar varð undrandi. “Hvrað þá? Alt þetta leiðinlega rugl um greifann í Angleford og bróðurson hans, lá- varð Selbie?” Hann horfði á gólfið, leit svo upp og horfði yfir höfuð hennar. “Eg held að aðalatriði þess sé sönn,” sagði hann að liálfu leyti afsakandi. “Nú jæja, og þó svo væri,” svaraði hún ó- þolinmóð, “hvraða áhrif getur það liaft á okk- ur? Við þekkjum ekki greifann í Angleford, og skevtum ekkert um að-hann hefir gift sig né að bróðursonur hans hefir mist arfinn —” “Ne—i” sagð hann. “Nú jæa, þér skiljið þetta,” sagði hún hreykin. “Það er alveg sama eins og að tala um hvað fólkið í tunglinu hefst að”. “Tunglið er mjög langt í burtu,” sagði liann. “Ekki lengra frá o'kkur en sá heimur, þar sem þessir greifar og lávarðar eru,” svaraði húm “Mér finst það alt svro meiningarlaust og lítilsvert, þegar eg les um það, Hvaða á- huga getur líf þessara manneskja vrakið hjá mér, Nelly Lorton? Eg hefi aldrei heyrt tal- að um greifann í Angleford eða lávrarð — hvað ' heitir hann nú aftur — lávard Selbie. Hafið ' þér?” “Já, eg hefi heyrt talað um þá,” sagði hann dauflega. “Nú — þá eruð þér fróðari en eg,” sagði Nelly og liló dálítið. “Þarna er Dick — hann er að kalla á mig. Er yður á móti skapi, að tg yfirgefi vður? Hann ruglar ósköpin öll, ef eg fer ekki út til lians.” “Nei, farið þér,” sagði liann. “Og þökk fvrir ómak yðar.” $ Nellv kinkaði og flýtti sér út, en Vernon ballaði sér aftur á bak og beit liugsandi í efri varar skeggið. Hann liafði hnvklað brýrnar og var fremur gremjulegur. “Eg er eins og svikari,” tautaði hann. “Hvers vegna segi eg ekki mitt rétta nafn? Mér þætti garaan að vita hvað þau segðu — hvernig unga stúlkan mundi líta út — ef eg segði þeim, að eg sé sá lávarður Selbie, sem alt þetta rugl er skrifað um? Á eg að segja þeim það? Nei. Nú væri það heimska. Að fá- um dögum liðnum fer eg, og þá skiftir það engu hvort þau vrita það eða ekki.” \T s • .. 1 • timbur, fialviður af öllum Nyjar vorubirgðir tegudum, geirettur og al.- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. Límitad HENRY AVE. EAST Automobiie og Gas Tractor Sérfræðioga » verður meiri þörf en nokkru sinni áður í sögu þessa lands. Hvl ekki að búa sig undir tafarlaust? Vér kennum yður Garage og Tractor vinnu. Allar tegundir véla — L head, T head, I head, Valve in the head 8-6-4-2-1 Cylinder vólar eru notaðar við kensluna, einnig yfir 20 raf- magnsaðferðir. Vér höfum einnig Automobile og Tractor Garage, hvar þér getið fengið að njóta allra mögulegra æfinga. Skóli vor er sá eini, sem býr til Batteries, er fullnægja kröfum tímans. Vulcanizing verksmiðja vor er talin að vera sú lang- fullkomnasta í Canada á allan hátt. Árangurinn af kenslu vorri hefir oss til mikillar ánægju sann- fært bæði sjálfa cm og aðra um að kenslan er sú rétta og sanna. —Skrifið eftir upplýsingum—allir hjartanlega velkomnir til þess að skoða skóla vorn og áhöld. GARBUTT MOTOR SCHOOL, <Ltd. City Public Market Building. CALGARY, ALTA. WINNIPEG 4. Kapítuli. Morguninn eftir nam vragn flutningsmanns- • ins staðar fyrir utan húsið, og þegar Dick var búinn að hjálpa ökumanni að bera inn stórt koffort, þaut liann inn í dagstofuna og hrópaði: “Fötin yðar eru komin, hr. Vernon, og flutningsmaðurinn segir, að tveir hestar séu á stöðinni, er sendir séu til “Drake Vernon, Esq.,” svro þeir hljóta að vera til yÖar.” “Já, sagði hann. “Þeir höfðu ekkert að gera, þar sem þeir voru, og svo áleit eg, að eg gæti eins vel fengið þá liingað. Eg get líklega fengið einhvern til að hreyfa þá?” Augu Dicks geisluðu og um munninn lék stórt bros. “Það verða engin vandræði með þaÖ,” sagði hann. “Eg get til dæmis gert yður þann greiða. ’ ’ Vernon brosti. “Eg myndaði inér, að þér vrðuð svo greiða- gjarn,” sagði liann, og bætti svo við tauslega: “Eg þekki mjög áreiðanlega persónu; hann heitir Rickhard Lorton, og hann skal sækja þá undir eins,” sagði Dick. Vernon ýtti fimm punda seðil yfir borðið. “Það fæst líklega hesthús hérna. Eftir á að hyggja — annar hestanna er fyrir kvenn- mann, og eg býst við að lionum fylgi sööull.” Dick kinkaði og brosti. “Eg get komið þeim fyrir hjá Sandes,” sagði hann. “Hann hýsti pósthestana, áður en póstvagninn fór að fara til Hutland. Þar er hesturinn yðar. Eg skal sjá um þetta — treystið þér mér.” “Það geri eg líka,” sagði Vernon. “Eitt augnablik —” Dick ætlaði að þjóta út til að fara í reiðfötin sín. “Eg held eg hafi ekki sagt ungfrú Lorton frá söðlinum —” Vernon gekk upp stigann, og með hjálp Mollys tók hann innihald koffortsins upp íir því. Þegar stúlkan var farin, skoðaði hann það. Nærfötin voru alveg ný og nafnlaus. Að eins á búningsskríninu, sem var úr silfri, var graífinn upphafsstafurinn “S” með kó- rónu yfir. “Sparling er flón,” tautaði Vernon. “Hvers vegna keypti hann ekki nýtt skrín? Þetta verð eg að gevma.” Þegar hann var farinn úr fötunum og í bláan sorgarbúning, fór hann ofan í dagstofuna þar sem Nelly var að raÖa niður blómum. Hún leit upp og brosti þegar að liann kom inn. “Fötin vðar eru þá komin,” sagði hún um leið og hún ileit á klæðnað hans. ‘ ‘ Það er gott fyrir yður' en hvar er Dick? Hann var nærri búinn að fella mig þegar hann gekk fram hjá.” “Hann ætlaði til Shallop,” sagði liann. “Það eru komnir tveir hestar til mín.” “Þér getið ekki riðið með handlegginn í umbúðum — og þér áttuð einn hest hér áður.” “En þá get eg ekki riðið,” sagði hann, “en eg þarf líklega ekki alt af að hafa liand- legginn í umbúðum. Og þar, sem þeir voru, höfðu þeir ekkert að gera, svro það lá við aÖ þeir yrðu veikir af lireyfingarleysi.” Hann mintist ekki á kvennsöðulinn. “Nú eiimiitt það. Mér þykir annars slæmt að Dick fór núna, því eg vildi svo fegin fá liann með mér í bátnum. Eg ætlaÖi að kaupa ný- veiddan makríl af fiskimönnunum, þeir liafa eflaust veitt vrel í dag. Það er indæl löng sigl- inga ferð þangað.” Hún leit hugsandi á sjó- inn, sem nú gljáði í sólskininu. “En eg get auðvitað siglt þangað einsömul, en eg hefi lof- að hr. Gladsby að gera það ekki.” “Hver er hr. Gladsby?” “ Sóknarpuesturinn. Eg lenti um daginn í straumnum frá firÖinum — það var alls eng- in hætta í sambaudi við það — en þau stóðu öll á hafnarkambinum og biðu mín og gerðu hræðllegan hávaða — og svr,o varð og að lofa því, að vera aldrei oftar ein í bátnum á ferðuin. Brownie gamli er stundum úti með netin sín — og hann fylgir mér alt af. Ó, hve þetta var leiðinlegt.” Hann stóð fáein augnablik þögull við gluggann, svo snéri liann sér við og leit á óá- nægða andlitið ennar.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.