Lögberg - 05.08.1920, Blaðsíða 4

Lögberg - 05.08.1920, Blaðsíða 4
BU. 4 LOGBSJtG, FIMTUDAGINN 5 ÁGírST 1920 ? gToglmg Gefið út hvern Fimtudag af The Col- j umbia Press, Ltd.,jCor. William Ave. & 1 Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TALSIMI: GARUY 41« og 417 Jón J. Bfldfell, Editor Utanáskrift til blaðsins: THE 60LUMBI/\ PfjESS, Ltd., Box 3172, Winnipeg, Utan&skrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Wlnnipeg, tyan. Forsætisráðherra skifti Canada. 1 langa tíð hefir Iþað legið í loftinu, að Sir Lobert Borden forsætisráðherra, mundi sökum heilsubrests leggja niður forsætisráðherraem- bættið. En menn voru farnir að halda, að af þessu yrði ekki, og að Sir Robert Borden mundi sitja við stýrið þar til þing yrði leyst upp, og meira að segja, að hann mundi leiða lið sitt ti.1 pólitiskrar sóknar við næstu landskosningar i Canada, og ekki sízt þegar það fréttist, að hann eftir tiltölulega stuttan hvíldartíma væri kominn hress og heill til höfuðstaðarins. En sú spá manna fór eins og svo margar aðrar, að hún rættist ekki, því á flokksfundi í júlí sáðastl., lýsti Sir Robert yfir því, að hann treysti sér ekki lengur að halda áfram hinni erviðu og ábyrgðarmiklu forsætisráðherra stöðu, því þó heilsa sín væri þolandi, þá mundi sækja í sama horfið áður en nokkurn varði, og sagðist hafa ásett sér að hætta, og því yrði að velja eftirmann sinn nú þegar. Sagt er, að Sir Robert hafi verið svo á- kveðinn að þessu sinni, að enginn þeirra, sem viðstaddir voru, sá til nokkurs að fara fram á við hann að breyta því áformi, sem hann hafði tekið. Það var því ekki um annað áð gera, en taka þetta til greina, og lá því fyrir að kjósa eða réttara sagt velja eftirmann hans! Slíkt þurfti nú heldur ekki að horfa til neinna vand- ræða, því fleiri voru þar sem fúsir voru til að fylla þetta embætti, en fengið gátu. Það voru að eins þrír menn, sem verulega komu til greina í þessu sambandi, þeir Sir Thomas White, fvrverandi fjármála ráðherra Canada, Sir Henry Drayton, núverandi fjár- málaráðherra Canada og Hon. Arthur Meighen, innanríkisráðherra. Vér vitum ekki hvernig á því stendur, að Sir Thomas MTiite neitaði að taka við þessu embætti, eða hví Sir Henry Drayton hafði lít- inn eða en'gan stuðning, þegar til valsins kom; vér vitum að eins, að Sir Robert Borden til- kvnti heilum hópi af blaðamönnum, sem ó- þreyjufullir biðu eftir úrslitum þessum, að þeir skyldu fá að vita um forsætisráðherravalið snemma dags, en það kom ekki fyr en einni stundu fyrir miðna-tti á miðvikudaginn næstan eftir flokksfund, þá var þeim tilkynt, að Hon. Arthur Meighen va>ri valinn til þess að taka að sér forsætis ráðherra embættið í Canada, yngsti maðurinn af þeim þremur, sem um var að ræða og maðurinn, sem hefir langminsta starfs- málareynslu. En ósanngjarnt væri að áfella þennan nýja forsætisi ráðherra fvrir það, þó hann sé ungur og eigi þar af leiðandi ekki vfir eins mikilli lífs- reynslu eða starfsreynslu að ráða, eins og þeir, sem eldri eru. Vér búumst við að samverka- menn hans hafi þekt hann og vitað vel hvað þeir voru að gjöra. Það er sagt, að þessi nýi forsætisráðherra Canada sé mjög vel gefinn maður, einarður, á- kveðinn og óvæginn, sérstaklega þegar hann á í höggi við mótstöðumenn sína, og orð hefir hann getið sér fyrir það, hve slingur hann sé í orðasennu. Hon. Arthur Meighen er að eins 45 ára gamall og yngstur af öllum þeim, sem forsætis- ráherrasæti hafa skipað í Canada og vér hyggj- i;m í brezka ríkinu, að einum forsætisráðherra Breta undanskildum, og hefir því þessi for- sætisráðherra þrek sitt og lífsfjör á hæsta stigi, ásamt starfsþreki og gáfum sér til aðstoðar í hinni erviðu og vandasömu stöðu, er hann hefir tekist á hendur. Um framtíð hans sem stjórnarformanns Canada er ekki gott að spá, en flest virðist mæla með því, að hún verði ekki löng, því svo er stjórn sú, sem hann tekur við (flestir ráðherr- arnir eru þeir sömu og áður) orðin óvinsæl, að kraftaverk mætti það kallast, ef hann gæti leitt hana til sigurs við almennar kosningar, jafnvel þó hann gengi til kosninga undir merkjum hins nýja flokks með stóra nafninu, eða National Liberal-Conservative flokksins, sem eins og enn er komið málum, er að eins látalæti til þess að láta fólk halda, að það séu fleiri en hinir gömlu og ákveðnu afturhahjsseggir, conserva- tives, sem skijii sér undir merki hans. En vér teljum fremur ólíklegt, að Hon. Arthur Meighen gjöri sér neina samsteypu að góðu, þegar til lengdar lætur, því sagt er, að hann sé ákveðinn fylgismaður íhalds&tefnu eonservative flokksins og telji viðreisn hans nauðsimlega. Hon. Arthur Meighen fhitti sína fvrstu opinberu ræðu, eftir að hann tók við forsætis- ráðherrastöðunni, í Portage la Prairie, þar sem Lann átti heima og rak málafærslustörf unz fyrir tólf árum að hann var kosinn á þing. ---------0-------- Nýir leiðtogar. Það eru meiri byltingatímar á yfirstand- andi tíð í öllum skilningi, en verið hefir áður í sögu þessarar ungu þjóðar. í heimi starfsmálanna eru byltingar. Á svæði kirkjunnar tala menn um breytingar, og það sem skynsamlegt og nothæft þótti áður í stjórnmálum, er iþjóðin nú orðin óánægð með. Eitt af því eru leiðtogarnir. Þessi þjóð og ílestar aðrar þjóðir sneru sér til hinna eldri og reyndari manna með vandamál sín. Nú virð- ist hún vera að hætta því, og leita til hinna yngri manna. I Ottawa eru nú þrír nýir leiðtogar, allir ungir og fullir af lífsfjöri. Hinn nýskipaði forsætisráðherra Canada, Hon. Arthur Meighen, er 45 ára að eins. Leið- togi frjálslynda flokksins, Hon. MacKenzie- King, er að eins einu ári eldri, og Hon. T. A. Crerar, leiðtogi bændaflokksins, 43 ára gamall. gamall. ----,---o-------- Primary kosningamar í Minne- sota. Það er sérstaklega tvent, sem vakti eftir- íekt manna á þeim. Fyrst ósigur Nonpartizan League manna, sem höfðu auðsjáanlega talið sér signr vísan í Minnesota og sem setið hafa að völdum í ná- grannaríki voru, Norður Dakota, undanfarandi og héldu víst að orðstír sinn hefði svo heillað íbúa Minnesota ríkis, að þeir mundu taka við feér og boðskap sínum með opnum örmum. Aðferð Nonpartizan League manna við þessar kosningar var sú, að velja þingmanna- efni undir merkjum Repúblíkana, menn, sem þeim voru trygðir, og reyna að ná meiri hluta atkvæða Repúblíka flokksins á þann hátt. En sú aðferð mishepnaðist í Minnesota. Fylgismenn Repúblíka flokksins unnu sigur og til ríkistjóra þar var valinn frá þeirra hálfu .1. A. O. Preus með um 20,000 atkvæðum um- fram ríkistjóraefni Nonpartizan League manna Dr. Henrik Shipstead. 1 öðru lagi vakti það allmikla eftirtekt, að Mr. Volstead, höfundur hinna svo kölluðu Volsitead vínbannslaga í Bandaríkjunum, skyldi falla eða ekki ná útnefningu sem þing- mannsefni til Congress Bandaríkjanna. Sá, sem bar hærri hlutann, heitir séra O. J. Kvale, og það, sem einkennilegast er við þetta, er, að séra O. J. Kvale er ákveðinn bindindis- maður eins og Volstead var. En sagt er að Mr. Volstead hafi komist í ónáð hjá Nonpartizan League mönnum fyrir það, að hann greiddi atkvæði eins og honum sjálfum sýndist rétt að vera, en ekki eins og sá flokkur vildi, þegar um það var að ræða að Bandaríkjastjórn skilaði járnbrautum, sem hnn hafði tekið í sínar hendur og starfrækt meðan á stríðinu stóð, aftur til hinna fyrri eigenda. --------------------o-------- íslendingadagurinn í Winnipeg. Þessi hátíðisdagur Islendinga, Islendinga- dagurinn, rann upp blíður og fagur og gaf öll- um þeim hinum mörgu, sem til hans höfðu hlakkað, von um dásamlegt veður. Og það varð líka, allan daginn fram til kl. 6, þegar ský dró upp á vesturlofti og hæga skúr gerði um kl. 7, en þá var nokkru ólokið af íþróttum þeim, sem fram áttu að fara. Hátíð þessi, þjóðminningarhátíð Vestur- íslendinga, er fólki voru ósegjanlega kær, sem ekki er heldur að orsakalausu, því það er þá að rifja upp fyrir sér í sérstökum skilningi endur- minningarnar um æskustöðvar og æskulíf, um ættfeður og ættmæður, sem þeir hafa máske aldeij séð, en vita að lifa, eða lifðu með það í huga, að gjöra skyldu sína svo lífið mætti verða fegurra og auðugra fyrir þá að njóta. Þessa. tilfinningu á Islendingadagurinn að glæða. Fyrir þessum endurminningum á hann að kenna ungum og gömlum að bera virðingu, en forðast alt sem getur hnekt henni eða kastað skugga á ánægju manna á þessum degi. Sjálfsagt er það vilji allra, er fyrir þessu hátíðarhaldi standa, að þetta megi verða, að alt sé sem fulkomnast og sem bezt úr garði gjört sem að honum lýtur. 1 þetta sinn mistókst þetta tilfinnanlega, að því er samkomustaðinn snerti, hann var með öllu óhæfur. Sýningargarðurinn gamli er svo r.iðurníddur og óhirtur, að neyðarkostur var að bjóða fólki þangað. Enda þykjumst vér vita, að nefndin hafi valið þennan stað sökum þess, að annað betra var ekki fáanlegt. Annað, sem miður fór á hátíðinni, var, að auglýst hafði verið að ræðuhöld ættu að byrja kl. 3 e. h., en þau byrjuðu ekki fyr en kl. 4, og jafnvel þá var svb mikil ókvrð og hávaði, að oftlega heyrðist vart mannsins mál. Ræðurnar, sem fluttar voru, verða væntan- iega birtar hér í blaðinu við tækifæri. Tvö kvæði ný: Minni íslands, eftir Þorska- bít, og Minni Canada, eftir Guttorm J. Gutt- ormsson, birtast í þessu blaði. Minni Vestur- íslendinga, eftir Kristinn Stefánsson. sem birtist í blaðinu, er tekið úr kvæðabók þess liöf. --------o-------- Nýtt meðal við holdsveiki. Öldum saman hafa beztu læknar heimsins lagt heilann í bleyti í þeim tilgangi að grafast fyrir orsakir holdsveikinnar og reyna að finna örugga lækningu gegn þessum hræðilega kvilla. Samkvæmt nýútgefinni skýrslu frá Dr. Bernard F. Carey, aðstoðar heilbrigðis um- sjónarmanni Bandaríkjastjórnarinnar, er það nú talið nokkui-n veginn víst, að ráðning gát- nnnar sé fengin. Þessi nýja lækninga-aðferð hefir reynd verið á tveim ungum mönnum, er hafst hafa við á holdsveikra spítalanum á Pekinese eynni. Hefir lækningin reynst svo vel, að fullyrða má að menn þessir verði innan skamms sendir heim lieilir heilsu. Dr. Carey segir, að við ítrekaðar athugan- ir verði eigi betur séð, en að sjúklingar þessir hafi hlotið fulla bót meina sinna. Meðalið er chemulga olía — vökvi úr austur-indversku plómutré. Hlutaðeigandi sjúklingar halda því fram, að aðferð þessi sé óbrigðul og fyrirbyggi með öllu alla sýkingarhættu síðarmeir. Fimm af frægustu læknum Bandaríkjanna sitaja á rökstólum þessa dagana til þess að kveða á um sannleiksgildi þessarar nýjungar í heimi læknislistarinnar, og má briast við úr- skurði þeirra livað af hverju. Dr. Carey segir meðferð sjúklinga þeirra, er lækna skal af holdsveiki á þenna hátt, vera mjög svipaða því, er alment gerist, þegar um er að ræða tæringarveikt fólk Sjúklingarnir þurfa að hafa holla fæðu, gott loft og vera sem allra mest riti í sólskini. Sé svo olía þessi, er áður hefir nefnd verið, gefin holdsveikis-sjúk- lingunum og ströngum heilbrigðisreglum að öðru leyti fylgt, telur Dr. Carey öll líkindi á, að fullkomin heilsubót fáist. í þessum tveimur tilfellum \Tar sjúklingun- um gefnir þrír skamtar á dag. Skamtamir voru einskonar olíukúlur með þunnu hýði, því olían sjálf er óaðgengileg á bragðið og orsakar velgju. Notaðir voru fimm dropar í fyrsta skamt- inn, en auka mátti við skerfinn smátt og smátt þar til svo var komið, að sjúklingamir þoldu vel fjórtán dropa skamt án þess þeim yrði hið minsta óglatt. Reynist nýjung þessi ábyggileg, leysir hún margan nauðlíðandi frá þungum þrautum, því holdsveikin er ein af hörmulegustu plágum mannkynsins. --------o—-------- MINNI ISLANDS. Æfinlega’ á Islendingadegi innra finst oss líkt og heyra megi: Ástar-rödd, sem alla á oss sé að kalla Island!—'heim til fjarða þinna’ og fjalla. Eins og traustum töframætti dreginn til þín svífur þá vor hugur feginn, því að hjá þér heima hugljúft er að dreyma fortímann, sem flestir aldrei gleyma. Vér þig munum, móðir, enn og dáum, mynd er birtist þín, oss finst vér sjáum gyðju’ í klæðum grænum gnæfa hátt úr sænum þvegnum svölum sumarmorgun-blænum. Hvílík sýn,—hún sæluhrifning vekur, seiðmagn hennar fanginn hugann tekur. Horfa’ á land og hafið huliðsrúnum grafið, heiðisbláa hýjalíni vafið. Meðan sólin hækkar lofts í hæðum, hjúpuð þoku silki-rósa slæðum, milli blikubanda bjarma-geislar standa, ibrydda gulli blævæng heilags anda. Ó, sú fegurð, ekkert meira færir andagift og sálarlífið na*rir. Það er hún, sem hefur hafið þig og gefur mögum þínum það sem listin krefur. •Kominn frá þér kjami vor er bezti, kraftmikið og heilnæmt veganesti. Meðal margra þjóða móðurarfinn góða vér höfum sett á vöxtu þér til gróða. AJlsstaðar, er íþróttir skal reyna, orðstír miklast þinna prúðu sveina. Sókn þó hörð sé hinna, hljóta’ að lokum finna: Synir íslands sigurkransinn vinna. Hvar sem andlegt atgerfi skal sýna, allssitaðar má líta niðja þína fremsta’, í fræðum slinga, fara prófs til þinga. Guði’ sé lof hann gerði’ oss Islendinga. Hlífi þér allar heilladísir góðar hættum við og niðurlæging þjóðar. Láti’ ei börn þín blanda blóð sitt röngum anda, Hafsins dóttir—Drotning Norðurlanda! Þorskabítur. --------o------— MINNI CANADA. Ó, Canada, kæra móðir, við kveðjum oss hljóðs í dag Og færum þér óð; þú hlýðir hljóð á hátíðar Y’orrar brag. Því erum við innlendir menn, að Islands son þig fann Og gaf oss þér; svo sem alkunnugt er, þinn eiginmaður var hann. Þú átt hina frægu Fálka og fremdarverk þeirra öll. Það eilífðarmál, sem á þín sál, er íslenzkan gullin, snjöll. Þú hugsar að alþjóðar hljómleik um það, hversu þú værir stödd, Ef rynni ei inn, í þjóðsöng þinn sú þýðasta og fyrsta rödd. Við segjum það ekki öðrum til ámælis, langt frá því, En metnað þarf, eins og styrk við starf,, að stíga framaspor ný. Og sómi vor er þinn sómi og sómi þinn er vor, Og jörðin er eydd og moldin meidd sé misstigið nokkurt spor. Við óskum einskis fremur til arðs og gengis þér, En börn þíu öll, jafn efld og snjöll, þér orðstír geti jafnt sér. Að helzt sé hugsjón þeirra, sem hefja vilja sig, Að komast hátt til að hefja’ alt lágt og hátt, á æðra stig. Gutt. J. Guttormsson. --------o--------- MINNI VESTUR-ISLENDINGA. Vaskleiks ykkar veruleg vitnin eru sýnileg: Akurlöndin eins og haf undir sólar geisla-staf, ung og frjó og efnis-sterk iðju-handa kraftaverk. — Sérhver ykkar bygging ber — 'bjálka-kofinn horfinn er - vott um hagsýnt hyggjuvit, happa-gjöldin fyrir strit. Hingað vestur hugsað er, heima þegar slys að ber— þegar hjálpar þarf í neyð, þá er hingað brautin greið. Og þá byrgði, yngda þjóð, axlaðir móts við heima-þjóð. Þarflegt var og þótti skylt, þar var ekki málum spilt. Ykkar hlýja hjartalag hefir í sér vor og dag. Alt af breikkar andans svið, árdags-roða blasir við. ÁY’alt lægir ofstopann einlægnin við sannleikann. Skoðun, hvers sem helzt ’ann er, hafi’ ’ún birtu yfir sér sálar-elds úr augum manns eða bros af Y’örum hans, friðland á níi orðið þar, útlæg þar sem fyr hún var. Ykkar ná þau áhrif til auðlegðar frá ljósi, yl. Heim um þennan liggja lönd líka fyrir plógmanns hönd. Eru þar og iðju-verð efni næg í þroskans gerð. Þar á ungt og aukið lið af þeim gömlu að taka við, er ykkar stríð um höpp og hag hjúpar ykkar sólarlag. Kristinn Stefánsson. Almanak, árstíðir og merkisdagar. Hvítasunna er 3. stórhátið árs- ins, og er stofnuö til minningar um úthelling héijags Randa yfir postulana. Hún er ávalt 50. dag- urinn eftir páska, og kallast því á grísku “Pentekoste” upphaflega var hátíð þessi líka skímarhátíð, og nafnið hvítasunna er komið af því, að þeir sem skírðir voru, báru fyrst á eftir hvítan klæðnað svo sem (sakleysiism^rki. Hvítasunna var haldin heilög þegar í fyrstu kristni, og í lög leidd árið 305 á kirkjufundi í Elvira á Spáni. Seint á 12. öld var samþykt á kirkju- fundi í Kostnitz, að halda skyldi þríheilagt þessa hátíð og er það siður en með páfatrúarmönnum og sumum Lúteifstrúarmönnum, svo sem t. d. Svíum. Á Islandi var og haldið þríheilagt þangað til ár- ið 1770 að einn dagurinn féll úr, og með Bretum og fleirum er nú heilagur. —Gyðiingar halda og þessa hátíð hei'laga sem stórhátíð j í minningu þess, að Móses átti einmitt þá að hafa birt Gyðingum tíu Iagaboðorð guðs. Hún er og þar að auki uppskeruhátíð hjá þeim, og eru þá musteri þeirra og íbúðarhús prýdd með grænum grqimum og blórrusveligum; eftiisr þeim hafa og margir kristnir menn tekiðl þann sið að prýða þannig kirkjurnar þenna dag Á miðöldunum var ýmisleg við- höfn höfð í kirkjunum til að minna menn á þýðingu hátíðarinnar. “Eldtungurnar” voru gerðar mönnum skiljanlegar með þvi, að ^áta eldneiista ^rigna niður úr kirkjuhvelfiingunum; þar voru og hengdar upp dúfur úr tré, til að minna menn á að heilagur andi hefði birst á dúfulíki, og stundum voru jafnvel teknar hvítar dúfur bundnir saman á þedm fæturnir og þær svo látnar flökta innan um kirkjuna, meðan á messugjörð inni stóð. Um skemtanir var ekki mikið um hvítasunnuleytið. pó má þesfí geta, að í útlöndum héldu menn víða dansleiký sem nefndir voru ef|ö|r hátíðinni og fóru mikið á fuglaveiðar, einkum til að skjóta örnina, sem talinn er hættulegastur fugl dúfunrti. í stórborgum á pýzkalandi var og sá siður, að slátrarar í hverri borg hópuðu sig saman fyrstan í hvítasunnu, tóku spikfeitan uxa, sem þeir hlóðu dýrindis blómum Þegar þér sendið peninga til gamla landsins . ÍIIIBIIII pessi banki ábyrgist pen- inga sendihgar, hvort held- ur sendar með pósti eða með síma. Peningar sendir til Bret- lands, Frakklands, ítalíu, Belgíu, Serbíu, Grikklands, Danmerkur, Rumaniu, Sví- þjóðar, Noregs eða Sviss- lands. Leitið upplýsinga hjá ráðs- manni. THE RQYAL BANK Of CANADA Höfst. og varsj. $35,000,000 Allar eignir $558.000,000 Auðvelt að spara* Það er ósköp auðvelt að venja sig á að spara með því að leggja til síðu vissa upphæð á Banka reglulega. i spari- sjóðsdeild vorri er borgað 3% rentur, sem er bætt vú5 höfuðstólinn tvisvar á ári. THE ÐOMINION BANK NOTRE DAME BRANCH, W. H. HAMILTON, Manager. SELKIRK BRANCH, • - • W. E. GORDON, Manager.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.