Lögberg - 05.08.1920, Blaðsíða 8

Lögberg - 05.08.1920, Blaðsíða 8
BTs. 8 LÖGBERG FIMrUADGINN 5 ÁGÚST 1920 Safnið umbúðanum og Coupons fyrir Premíur Or borginni i Mrs. B. Gilberts, sem er ný- komin heim úr kynnisför frá Mikl- ey, biöur Lög'berg að flytja Mikl- eyingum kæra kveðju sína og j>ökk fyrir höfðinglegar viðtökur. Mr. Gunnlaugur Sölvason frá Selkirk kom til fcæjarins í vik- Mr. Árni Johnson frá Mozart, Sask., kom til fcæjarins á þriðju- daginn og fcýst við að skreppa norður til Nýja íslands í kynnis- för til frænda og vina. Eldur varð laus í rafaflsstöð fcorgarinar síðdegis á mánudag- inn, er olli 25 þús. dala skaða. Formaður strætisvagna félagsins bauð þegar alla þá aðstoð, sem þörf var á í bili og við svo búið varð skamt hlé á kraftinum. Mr. Jakob Freeman, Gardar P. O., N. Dak., kom til bæjarins um síðustu helgi snögga ferð. Mr. Jónas Hall, Edinburg, N. D., kom til bæjarins á laugardag- inn var og skrapp til Grand Beach á mánudaginn í kynnisför til sonar síns, próf. S. K. Hall, er dvelur þar í sumarbústað sínum. Séra Albert Kristjánsson, hinn nýkosni þingmaður i St. George kjördæminu, kom vestan frá Wyn- yard á miðvikudagsmorguninn, þar sem hann flutti ræðu á íslend- ingadaginn. Sagði hann hátíðar- haldið tekist hafa hið bezta. — Séra Albert biður þess getið í sambandi jvið sín>a pólitisku af- stöðu, að hann hafi sótt í síðustu kosningum undir merkjum hins sameinaða bændaflokks í Manito- ba og náð kosningu sem þing- mannsefni bænda. En með því að hin ýmsu blöð töldu hann kosinn samkvæmt stefnuskrá verka- manna og þar af Ieiðandi fylgj- andi flokki þeirra, biður hann þess getið, að framkvæmdarstjórn verkamanna flokksins hafi sjálf- viljug boðið sér kosninga saíh- vinnu, en eins og getið hefir verið sé hann að eins þingfulltrúi bænda. Tvær ungar stúlkur, nemendur Mrs. E. P. Jónsson, að 920 Lipton str., gengu nýlega undir prelim- inary próf í pianospili við Toronto Conservatory of Music og fengu mjög góðar einkunnir. Stúlkurn- ar eiga báðar heima í Winnipeg og heita Gladys Robertson og Olive Kenyon. Hlaut sú fyrri 80 stig (First Class Honors), en hin 70 stig (Second Class). Mr. ólafur ólafsson, Garðar P. O., N. Dak., hefir dvalið í borg- inni nokkra undanfarna daga. þjóðhátíð íslendinga, 2. ágúst á Gimli, var afar fölmenn og fór í alla staði vel fram. Nánari fregn- ir bíða næsta blaðs. Fækka sporin kemur kvöld, Kuldi sólarlagsins Hefi eg borið hálfa öld Hita og þunga dagsins. Lífsins hrekkja laumu spil Lamar frið í hjarta, Hef eg ekki hingað til Haft þann sið að kvarta. • Skemtun góða gígjan Ijær, Gleðin sansa létitir, Sálar fóður sérhver fær, Svo er dans á eftir. , K. N. Gafir til Betel. Úr blómsveigasjóði kvenfélags Frelsis safnaðar til minningar utn Kristján heit. Johnson, er lézt að Baldur í marz 1919 ....... $25.00. Með þakklæti til kvenfél. fyrir gjöfina. J. Jóhannesson,. 675 McDermat ave. Wpg. Sökum rúmleyisis í blaðinu, verða fregnir af íþróttum íslend- ingadagsins í Winnipeg að bíða næsta blaðs. pjónustustúlka óskast í smábæ úti á landi. Verk létt, aðeins tvær manneskjur á heimilinu. Verður að kunna vanaleg húsverk. Kaup gott. Upplýsingar gefur Mrs. H. G. Johnson, 676 Banning Street. Brúkaður viðar “Furnace” til sölu með sanngjömu verði. Frek- ari upplýsingar fást hjá G. Good- man, 786 Toronto St. Mrs. Tr. Arason frá Argyle og Mrs. Baldwin frá Glenboro komu til bæjarins fyrir síðustu helgi. Miss Margrét Magnússon frá Chicago kom til foæjarins fyrir skömmu frá Saskatchewan, þar sem hún dvaldi nokkra daga hjá kunnigjafólki sínu. Capt. Sia».ryggur Jónasson, rit- stjóri Syrpu, kom til foæjarins í vikunni snögga ferð. Capt. Jón- asaon er nú fluttur frá Áriborg til Rlverton, þar sem heimili hans verður fyrst um sinn. Allir þeir, sem bréfaviðskifti eiga við Capt. Jónasson, ættu að athuga, að ut- anáskrift hans er nú Riverton, en ekki Árborg eins og verið hefir. Peningaveski brúnt á lit tapað- ist álægt ræðupallinum í sýning- argarðinum í Winnipeg á íslend- ingadaginn. Sá eem fundið hefir er beðinn að skila veskinu til eig- andans, Miss B. Hallson, 382 Tor* onto St. Mrs. Jakob'ina Johnson, skáld- konan góðkunna, lagði af stað á- leiðis til heimilis síns í Seattle, á- samt syni sínum, á þriðjudags- kvöldið var. pessir nemendur Thorst. John- stons hafa nýlega tekið próf við Toronto Conservatory of Music: A.T.C., Miss Violet Johnston með heiðri; Intermediate, Robert Mc- Euan; Junior, Arthur Farney og Edwin Walker með heiðri og Essie Keep; Primary, Harold Patta; og Jntroductory, Lilian Farney og Harry Bealin með heiðri. , Mrs. Halla Ingveldur Lundal, kona G. Lundal að Deerhom, Man., andaðist á almenna spítal- anum 29. júlí, af krabbameini. Hún var jarðsungin 31. s. m. af séra R. Marteinssyni, sem flutti húskveðju á heimili hr. Á. Egg- ertssonar, bróður hinnar fram- liðnu. Miss Lára Sigurjónsson, sem að undanförnu hefir kent við Lilles. ve P. O., norðan við Lundar, kom tíl bæjarins á þriðjudaginn. Til Piney-búans. Engra særir þanka þel þó við halann kúa flögti lágt og flenni stél flórgoð Piney-búa. Lesið í gömlum ritum. “Missum ekki sjónar á höfuð- marki: ást til guðs og náungans; þaðan stafar bróðufhugur mann- anna.” Ekki fæst traust og hættulaust sjálfstæði (democracy) með því að hætta að vinna (strikes) eða með því að reka álla úr vinnu (lock- out). Frá sjónarmiði almennings, eru þær aðfarir annað en samtök manna, ókjörinna af þjóðinni, til að hamla öðrum borgurum frá að nota réttindi sín? Verkföll eru lík stríði, gefa færi á að láta á sér foera, og fyrirliðum færi til að skera sig úr, en þeim þrautir sem bardagana heyja valdalausir. Mið og met mentunar. Mentun skyldi ekki meina æf- ingu í fáum fræðum, eins og að udanförnu hefir tíðkast, svo mjkla sem nægir til emfoættis, heldur ætti hún að miða að því að veita hverjum færi til þess að ná sem mestum þroska sinna hæfileika til að vinna og varðveita, fremur en til að drotna og eyða. par eftir skyldi mentun metast. Hún skyldi koma að gagni, beint skapa mann- kosti og borgaravit, í körlum og konum, til að lifa með fullu fjöri, kunna að sjá skyldur og virvna þær, ekki siður en réttindi, læra samtakalistina og að njóta sam- takahugans (community sense). Iðnaðar framför og velferð sam- taka-heildar—hvortveggja er und- ir þvtí komin, að ibeita tömdu viti á það, sem að gagni kemur lífinu. Eftir því sem sjálfstæði (demo- cracy) vex, verður að stunda það meir og meir að kenna rétta með- ferð valds. Verkanautar (consumers, c: sem nota eða njóta eftirtekju þeirra sem vinna) hafa þá ábyrgð um fram aðra í félagsskapnum, að gæta þess að sanngirni og rétt- vísi sé ekki hallað í iðnaði. Verka- nautar þurfa sérstakrar tilsagnar í iþví efni. Hin bezta vörn gegn þeim háska, sem iðnaðarfari fylgir, er það, að vísa manni á heilindi og einkavit og einkahug, sem og er vísasta leiðin til þeirra launa, sem iðn- aður veitir. petta byrjar heima, milli barna og foreldra, í heims- kenslu ekki síður en híkiskenslu, og felur í sér ávana með ráði setta ekki síður en starfskenslu. Einka- vit er afl og mælir allra hluta. (Úr riti Hon. McKenzie-King: Industry and Humanity). Frú pórunn, tengdamóðir séra Friðriks Hallgrímssonar, lagði af stað vestur til Seattle á þriðju- dagskvöldið, í kynnisför til Bjart- mars sonar síns, er þar á heima. Býst frúin við að dvelja iþar vetr- arlangt. Mrs. Ó. Bjarnason og Miss. Lína Magnússon, komu sunnan frá Minnepolis á sunnudagskvöldið! var. Hin fyrnefnda hefir dvaliðj þar syðra síðan í fyrra hjá syst- urdóttir sinni, Mrs. G. C. John- son, en er nú á leið vestur til Leslie Sask. M. M. Til sölu í Árborg, Man., gott í- búðarhús, fjós og heyhlaða; inn- girt, gott vatn, einnig fylgja 10 ekrur af landi þessari eign skamt frá, vel til fallnar til lóða út- mælingar. — G. S. Guðmundsson, Framnes, Man. Útsala (bazaar) á smámunum til arfis fyrir Jóns Bjarnasonar skóla verður haldin í Leslie Hall, Leslie, Sask., þriðjudaginn 10. ágúst og byrjar kl. 2. Undir umsjón Mrs. Sig:urður Sigurbjörnsson. Halldór Hermannsson prófess- or frá Cornell háskólanum í Ithaca, N. Y., kom til bæjarins í vikunni sem leið. Var hann einn af ræðumönnunum á fslendinga- daginn í Winnipeg og vonast Lög- berg eftir að geta flutt lesendum sínum ræðu hans innan skamms. Hr. Hermannsson lagði á stað vestur í Klettafjöll á mánudags- kveld og bjóst við að verða rúma viku í þeirri ferð. Er hann kem- ur aftur að vestan bjóst hann við að dvelja eitthvað hér í Winni- peg og máske heimsækja eitthvað af íslenzku bygðunum. Bréf á skrifstofu Lögbergs eiga: Jón Friðfinnsson tónskáld, Ólaf- ur Jónsson frá Brekku í Húna- þingi á lslandi, Dr. Sig. Júl. Jó- hannesson og potleifur Jackson. Utanáskrift hr. F. Johnson, er búð hefir haldið í Los Angeles, er nú Inglewood, Cal., Box 744, R.F. D. Mr. Johnson segir í foréfi dag- settu 25. f.m., að þar sé ágætis tíðarfar, nóg vinna og hátt kaup. Nú er veriðyað rífa gamla Clar- endon gistihúsið hér S borginni og á að reisa þar verulegt stórhýsi innan skamms. Eitt elzta verzl- unarfélagið, sem haft hefir bæki- stöð sína í CJflrendon byggingunni neyðist til að flytja og koma sér fyrir á öðrum stað, en það er Fowler Optical Co., Ltd.. Eins og sjá má af auglýsingu frá félagi þessu á öðrum stað í blaðinu, er hið nýja aðsetur þess að 340 Portage Ave., skamt frá Har- grave. Ef eitthvað gengur að augunum í yður eða gleraugun hila, er vissast að leita þangað. uós AFLGJAFl! ÁBYGGILEG ——og----------- Vér ábyrgjumst yður varanlega og óslitna ÞJóNUSTU Vér æskjum virðingarfylst viðskifta jafnt fyrri VERK- SMIÐJUR sem HEIMILI. Tals. Main9580. C0NTRACT ! DEPT. Umboðsmaður vor er reiðubúnn að finna yður að máliog gefa yður kostnaðaráællun. 5 Winnipeg ElectricRailwav Go.* w ONDERLAN THEATRE GENERAL MANAGER Kosningavísur. Kosninganna er á enda æstur kliður, andans ríkir ró og friður risnir iþeir sem féllu niður. Ýmsir foáru höfuð hátt, en hlutu skellinn, prúðan margan pilt og hnellinn, pólitíkin feldi brellin. Voldugir og volaðir, sig vildu reyna, ýmsum var þar ætlúð skeina, allir brýndu sína fleina. Duga vildi Doktorinn, og drjúgum gekk hann, illa kváðuist ýmsir þekkja ’ann, útnefningu hvergi fékk hann. ’Fjóra hafði ’ann flokka reynt, og fylgi boðið; alt í dellu saman soðið, sér í hverja smugu troðið. Þá kom honum þrauta ráð er þótti smellið: “Gíslason” með geðið hnellið ginti hann út í leik á svellið. Hetja þessi hafði áður hlifst við slögum, Voraldar í heima högum, haldið sig á liðnum dögum. “Vilhjálmsson,” og “Gilsi” gengu götur allar, kandidatinn vígs til vallar vígðu þessar kempur snjallar. Útréið hans varð óskapleg við orðstír smáan, það var dauðans sjón að sjá hann særður neðst af öllum lá hann. Kringla gamla æpti ýgld með andans kvefið; fýldi grön og greiddi skrefið geistlega, og tók í nefið. Hempuklæðin hrukkuðust í höfuðórum, eyrum hæfði og hornum stórum, hettan sið með götum fjórum. Voröld gapti óð og æpti, illar tíðir, eftir langar harðar hríðir, hún gat af sér “Pál” um síðir. Kaleikurinn klerksins nyrðra klýju olli; sumir þar með svima í kolli syntu eins og lax í polli. Héma lítið forýt eg blað og braginn felli, nú þó margur nýtur félli, Norris ennþá heldur velli. —Bragi. Kennara vantar við Odda skóla r,o. 1830, verður að hafa second class kennaraleyfi. Kenslu tími frá 15. sept. til 15. des., og frá 1. marz til 30. júní. Umsækjendur tiltaki kaup og sendi umsóknir til undirritaðs. A. Rasmusen, Sec.- Treas., Winnipegosis, Man. KENNARA vantar við Brú skóla No. 368, karl eða konu, verður að hafa Second Class kennara bréf. Skóli byrjar 16. ágúst; tilboðum fylgi skýring um Certificate og hvaða kaupi búist sé við. Skrifið T. S. Arason, Se„ -Treas., Cypress River, Man. BIFREIÐAR “TIRES” Goodysar og Domlnlon Tires & relBum tiöndum: Getum dt- vecaö hvaCa tcxund sem þér þarfnlsL Aögerðum og “ViiJí'anizlnK” sér- stakur gauniur gefinn. Battery aBgeröir og bifrelCar til- búnar tll reynslu. geymdar og þvegnar. AUTO TIRE VCLOAMZING CO. 309 Cumberland Ave Tals. Garry 2707. OplC dag og nötL MRS. SWAINSON, a8 696 Sar- gent ave. hefir ávalt fyrirliggj- andi úrvalsbirgðir af nýtízku kvenhöttum.— Hún er eina ísL konan sem slíka verzlun rekur í Canada. íslendingar látið Mrs. Swainson njóta viðskifta yðar. Talsími Sher. 1407. KENNARA vantar við Arnes South skóla No. 1048. Skólinn byrjar 1. Sept. 1920 og stendur til 15. des. og frá 15. febr. til 30 júní 1921. Umsækjendur tiltaki kaup og mentastig, tilboðum veitt mót- taka til 20. ágúst 1920. — H. F. Magnússon, Sec.-Treas., Nes P. O. Man. Nýjar Bækur. J. J. Smári. Kaldaverms, kvæði í skrautb.......... $6.00 Halla Eyjólfsdóttir. Ljóðm. 3.00 Ljóð eftir Heine............ 1.25 Ljóð eftir Goelthe ............80 Axel Thorsteinsson, 6 sögur .45 Ljóð og sögur eftir sama .60 Amaryllis, saga frá Grikkl. b 1.60 Sama bók óbundin ......... 1.10 Flýgillinn, saga ..............75 Trú og Töfra, þýð. G. G. skáld .30 Ósýnilegir hjálpendur..........80 Rímur af Hæsna pórir ..........75 Bónorðsbréf .................1.25 Sögur frá striðinu : : Flugmaðurinn ................0,35 Emden og Ayesha ............ 0,35 Kirsch ..................... 0,75 Hindenburg ..................0,75 Andvaka I. h. B. J. frá Vogi 0,30 II. h......... 0,35 Finnur Johnson 698 Sargent Ave. Wpg. Man. Samkoma til arðs fyrir Jóns Bjarnasonar skólann verður haldin 10. ágúst I Leslie Hall, Leslie, Sask. W. H. Paulson, forseti. Prógram: Séra Halldór Jónsson: ræða. Master C Joihnson: piano solo. Séra Jónas A. Sigurðsson: ræð<a Mrs. Paul Tfoorlakson: voc. solo Lárus Sigurjónsson: óákveðið. Miss Jónína Panlson, violin solo Paul Magnusson og C. G. John- son: duet. Inngangur 75c. C I II lillll ■ I ll!IIHIimilM:illl ■ ðilBII BUJARÐIR TIL S0LU í austurparti hinnar frjósömu Vatnabygðar. Kjörkaup: 160 ekrur, allgóðar byggingar, gott vatns ból, alt landið inngirt með 3 vírum, 60 ekrur í akri, 4 vinnuhross með aktýgjum, flest nauðsynlegustu akuryrkjuverkfæri o. fl.—Eigandinn, sem er að flytja burt úr landinu hefir falið mér á hendur að selja þetta alt fyrir aðeins J4,000.00 Eg hefi ýmsar fleiri bújarðir til sölu, í héraðinu í kring um Leslie og ef þú hefir í hyggju að flytja búferl- um eða byrja búskap, þá myndi það borga sig að skrifa mér. H. G. NO.HDAL, Box 11, Leslie, Sask. Miðvikudag og Fimtudag “The Peeddler of Lies” FRANK MAYO og OSCAR CAREW Föstudag og Laugardag “The Forged Bride” Mary McLaren Mánudag og priðjudag “Respectable by Proxy” SYLVIA BREAMEIt Phone: Garry 2616 JenkinsShoeCo. 639 Notre Dame Avenue Dráttvélin( sem vinnur verk sitt sleitulaust. Margar dráttvélar fyrirliggjandi. í viðbót við Plow Man höfum vér margar aðrar dráttvélar sama sem nýjar á þessu fram- úrskarandi lága verði: 8-16 Mogul ........... $500.00 10-20 Bull .......... $395.00 10-18 Case .......... $900.00 12-25 Watrloo Boy.... $750.00 Allar þessar dráttvélar í bezta ásigkomulagi, eru til sýnis og sölu hjá THE NORTHERN IMPLE- MENT CO., LTD. Foot of Water Street Winnipeg, Man. Fatnaður fyrir sumar gesti við vötnin. Urval af skyrtum, sem kosta frá $2.25 til $12.00 Hvítar sportbuxur $3.50 Urval af sokkum 50c upp Þvotta hálsbindi 35c 3 á $1. White & Manahan, Limited 500 Main St., Winnipeg Merkileg tilkynning Til Bænda í Canada. Vegna ýmsra orsaka, svo ser skildinga þröngar og hárra prísa á hrossafóðri I þessu landi, höfum vér samið við U. S. Tractor Co. á þann veg, að vér getum nú selt “B” Model 12-24 U. S. Tractor, fyrir borgun út í foönd eða smám- saman hverjum áreiðanlegum bónda. Prísinn er nú $860.00 á hverjum albúnum til notkunar. Vér höfum nú stórar birgðir til viðgerða og alla hluti til dráttar- véla fyrir markað í Canada. Vér höfum einnig gát á viðgerðum haf- anna á milli og alla leið suður að Florida og Texas. Fyrir því skyldu bændur í Canada ekki liafa áhyggjur af viðhaldi og viðgerð dráttvélanna. Vér seljum einnig plóga og olíu og áburð á þessar vélar fyrir rýmilegt verð. Eftir ýtarlegri upplýsingum skrifið T. G. PETERSON, 961 Sherbrooke St. Winnipeg. Aðal umboðsmaður í Canada. Kennara vantar til Laufás skóla yfir 8 mánuði í það minsta, byrjar 1. sepember. Kennarinn (hann eða hún) verður að hafa í það minsta Third. Class Certificate Tilboð sem tiltaki kaup, óskað eftir, og æfingu og mentastigi sendist undirrituðum fyrir 23. ágúst. *S. B. Jóhannsson. Sec. treas. Kennara vantar við Big Point skóla no. 962, hafi second class kennaraleyfi, helzt með normal skólagöngu. Kennslutími frá 1. sept. til 30. júní. Umsækj- endur tiltaki kaup og sendi um- sóknir til undirritaðs. Harald Bjarnason Sec. Treas. Langruth Man. KENNARA vantar við Árdal- skóla No. 1292, með annars eða fyrsta flokks mentastig. Kenslu- tími frá 1. sept. til 30. júní. Um_ sækjendur tiltaki kaup og sendi tilboð til undirritaðs. — I. Ingj- aldsson, Sec.-Treas., Arborg, Man. Kennara vantar. fyrir Vestri S. D. nr. 1669 frá 2 september 1920, til 24. des. 1920. Usækjendur tiltaki mentastig og kaup. Tilboðum veitt móttaka til 20. ágúst 1920. Mrs. G. Oliver sec treas. Framnes P. O. Man. KENNARA vantar við Egilson . D. No. 1476, Swan River, Man. frá 1. sept. 1920 til ársloka. Um- sækjendur sikýri frá mentastigi og kaupgjaldi og snúi sér til ’S. J. Sigurdson, Sec-Treas., Egilson S. D., No. 1476, Swan River, Man. Fowler Optical Co. LIMITED (Áður Royal Optical Co.) Hafa nú flutt sig að 340 Portage Ave. fimm liúsum vestan við Hargrave St., næst við Chicago Floral Co. Ef eitthvað erað aug- um yðar eða gleraugun í ó- lagi, þá skuluð Þér koma 'beint til Fowler Optical Co. LIMITED 340 PORTAGE AYE. TVO KENNARA vantar fyrir Norðurstjörnu skóla nr. 1226 frá 1. sep. til 31. nóv. og frá 1. marz til 31. júlí 1921. Umsækjendur tilgreini æfingu og kennarastig, einnig tiltaki kaup, og sendi tilboð fyrir 25. ágúst til undirritaðs. — A. Magnusson, Sec.-Treas. í Lögbergi frá 22. júlí stendur: að Kristí porvaldsson ihafi gefið $10 tii Betel. Átti að vera, að Miss. Kristín G. porvardsson Akra P. O. N. Dakota, foafi gefið $10 tii Betel. ) 100 mismunandi aðferðir við matreiðslu Macarnoi Hér eru nefndar að eins fáar: Macaroni með söxuðu kjöti:—Látið soðið Macaroni saman við kjötið og helli dálitlu af sósu út á og hitið síðan vandlega. Afhýtt Macaroni með Tomatoes—Leggið sam- an til skiftls lög af soðnu Macaroni og toma- toes flísum að viðbættu salti og pipar; skal þetta síðan látið í bökunarpönnu og ofan á það dálítið af brauðmolum. Bökunin skal taka eigi meira en klukkutíma. Macaroni súpa—Láta skal niðurskorið Maca- roni ofan í hvaða súpu sem vera skal, og verð- ur úr því fyrirtaks réttur. Að baka Macaroni með Peanut Butter—Látið tvo bolla af soðnu Macaroni í smurið bökunar- fat. Hita tvo bolla af mjólk og bæt smámsaman út í 2% matskeið af peanut butter og einni teskeið af salti. Síðan skal sjóða í 45 mín. Sálda skal yfir réttinn % úr bolla af smurðum brauðmolum. Skal rétturinn borinn á borð heitur. 1 ■iii«liai!!IHi:!l linilBllliHIIIIBIIIIHIIIIHlBIIIIBIII

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.