Lögberg - 09.09.1920, Page 6

Lögberg - 09.09.1920, Page 6
BU ð LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9- SEPTEMBER 1920 1 Vert5i vori aS geislum Vegi llfslns K. Þ. P. P. Launcelot of the Lake. ii. fjir Galahad. Áður en vér höldum áfram aÖ segja frá æfin- týrum Sir Launcelot of the Lakes, verðum vér að fara nokkrum orðum um riddara einn sem Sir Galahad hét og var skyldur Sir Launœlot. Margar hvításunnu hátíðir höfðu komið og liðið, og margir voru þeir sem Arthur konungur hafði sæmt riddara nafnbót frá því Round Table félag hans var myndað. En enginn riddari hafði komið til hirðar hans og gjörst félagi í the Round Table sem þorði að velja sér sæti það er Merlin hafði nefnt “Sæt- ið hættulega”, þar til einu sinni um hvítasunnu- hátíð að kona ein kom til hirðar Arthur konungs í Camelot, og fór þess á leit við Sir Launcelot, að hann kæmi með sér á mörkina þar skamt frá borg- inni, án þess þó að segja honum frá hvers af hon- um yrði krafist. Sir Launcelot varð við þessari bón konunnar, sté á bak hesti sínum og reið með henni út úr borginni, og héldu þau áfram an þess að talast við unz þau komu að nunnu klaustri einu sem stóð langt nokkuð inn í skóginum. Þar beiddi konan Launeelot að stíga af baki, og leiddi hún hann svo inn í klaustrið og skildi hann eftir í sal ein- um aleinann. Eftir dálitla stund var hurðinni lokið upp, og inn í salinn sem Sir Launcelot beið í, komu tóTi nuimur, og með þeim kom ungur maður svo gjörfi- legur og fagur yfirlitum, að Sir Launeelot hafði aldrei séð álitlegra ungmenni. “Herra,“ tóku nunnurnar til máls,.“við höf- um fætt þenna svein upp, og nú þar sem hann hefir náð lögaldri, eru það tilmæli vor að þú sæmV ir hann riddara nafni, því frá engum sem honum væri meiri virðing að en þér gæti honum hlohi ast sá heiður. “lir það vilji þinn?” spurði Sir Launeeloi og snéri sér að unglingnum, og þegar hann fékk að heyra af vörum hans sjálfs að svo væri, lof- aðist hann til að gjöra þetta eftir að tíðir hefðu verið sungnar daginn eftir. Svo eftir guðsþjónustu daginn eftir, sæmdi Sir Launcelot Galahad, því svo hét unglingurinn riddaratign, og spurði hvort hann vildi verða sér samferða strax til Camelot, en ungi riddarinn kvaðst ekki vera til þess búinn, svo Sir Launoelot fór einn, og urðu allir við konungshirðina fegnir að sjá hann heilan á húfi, og að hann gæti setið hátíðina þar ásamt öðrum riddurum Round Table Arthurs konungs. Það var siður Arthurs konungs að bíða með veizluhakl, þar til að eitthvert teikn skeði, og svo gerði hann í þetta sinn, en hann hafði ekki beðið lengi, þegar maður kom inn í höllina og mælti: “Herra konungur! undur mikil hafa oss birst. Bjarg eitt mikið kom þjótandi ofan ána, það er rautt á lit, í gegnum það stendur sverð, og eru hjöltu sverðsi-ns þétt sett gimstein- um.” Þegar konungur/hafði heyrt þessa fregn, fór hann ásamt riddurum sínum ofan að á, til þess að sjá þessi fyxirbrigði, og þegar hann kom ofan að ánni sá hann steininn og sverðið, og við nánari atliugun sáu þeir Jetruð þessi orð á hjöltu sverðs- ins: “Enginn skal hreyfa mig, nema sá er megn- er að bera mig, og það skal vera fræknasti ridd- arinn í heimi.” AMir sneru sér til Sir Lancelot og báðu hann draga sverðið úr steininum,, en hann baðst undari að reyna, og sagði að sverð það væri ekki sór ætlað. Þá snéri konungur sér til Sir Gawain, og kvaddi hann tit þess að draga sverðið úr steinin- inum. Hann gjörði eins og konungur bauð, en fékk hvergi hreyft sverðið. Næstur honum reyndi Sir Percivale, og fór það á sömu leið, og visei konpngurinn og riddar- arnir þá að sverðið mundi e'kki þeim ætlað, og héldu heim aftur til hallarinnar og tóku sér sæti kring um the Round Table. Þeir voru naumast sestir niður, þegar inn í höllina kom aldraður maður. Hann var hvít- klæddur frá hvirfli til ilja, með honum var ung- ur riddari í rauðum herklæðum, og við hlið hans héngu tómar sverðsskeiðar. Aldraði maðurinn gekk fyrir Arthur kon- ung og mælti: “Herra eg færi þér riddara af húsi, og ætt, Jósefs frá Arimatea eg mun hann verða öllu Bret- landi til blessunar og frægðar. Við þessa frétt, varð Arthur konungur næsta glaður, og bauð báða mennina velkomfta, og þegar riddarinn hafði lotið konunginum, leiddi gamli maðurinn hann að “sætinu hættulega” lyfti af því silkislæðu, sem það hafði verið hulið. furðuðu riddararnir eem við voru staddir sig á því að í stað orðanna “sætið hættulega” sem letr- að hafði verið á það stóð nú: “ Þetta er sæti hins göfuga prins, Sir Galahad.” Hvernig að Sir Galahad fékk skjöldinn með rauða krossinum á. Það var mikil sorg í Camelot daginn eftir hvítasunnuhátíðina, þegar riddarárnir eftir að hlýða á messu tóku hesta sína og riðu á stað í leit eftir bikarnum heilaga, eins og þeir höfðu heitið daginn áður. 0g þegar þessir menn, sem allir virtu og höfðu kæra, riðu gegn um borgina, stóð fólk hópum saman meðfram götunum og táraðist út af burtför þeirra, því á meðal þeirra'var Sir Lancelot of the Lakes, frændi hans Sir Galahad, sem allir vonuðust eftir miklu frá, Sir Bors, Sir Percivail og margir fleiri nafnfrægir riddarar. Þeir héldu hópinn fyrsta daginn og komu að kveldi til kastala eins, sem Vagón nefndist, og var Jæim var veitt þar um kvöldið af mestu rausn. Daginn eftir skildu þeir, og hver fór sína leið, til að vita hvaða æfintýri biði þeirra. Eftir að Sir Galahad hafði riðið í fjóra daga, daga, kom liann að klaustri einu. Hann var eins búinn og þá hann fór frá Camelot. Sverðið und- ursamlega hafði hann sér við síðu, hjálm hafði hann á höfði og í herklæðunum rauðu var hann, og vantaði ekkert á herbúnað hans nema skjöld- inn. Klausturhaldararnir tóku vel á móti Sir Gala- had og eins hinn frækni riddari Arthur konungs, konungurinn Bagdemagus, sem þar var kominn til þess að hvíla sig. Eftir að Sir Galahad og Bag- demagUs konungur höfðu heilsast, spurði Sir Galahad því að hann hefði komið til klaustursins. “Herra,” svaraði Bagdemagus, “eg hafði heyrt að hér í klaustrinu væri geymdur undursam- legur skjöldur, sem enginn nema hinn fræknasti riddari mætti bera, án þess að honum yrði til ó- gæfu; og :]>ó eg viti, að til séu riddarar mér betri, þá hefi eg hugsað mér að freista þess að bera skjöldinn á morgun. Nú bið eg þig að bíða hér í klaustrinu unz þú heyrir hversu mér verður á- gegnt, og ef mér mishepnast þetta, bið eg þig að reyna og sjá hvernig þér reiðir af.” “Svo skal vera,’^ svaraði Sir Galahad. Snemma næsta morgun leiddu munkarnir þá Sir Galahad og Bagdemagus konung í klaustur- ' kirkjuna eftir ósk þeirra, og sýndu munkarnir þeim skjöld einn undursamlegan, sem hékk á bak við altari kirkjunnar. Hann var hvítur sem mjöll á að líta, en í miðju skjaldarins var blóð- rauður kross. Munkarnir vöruðu komumenn við þeirri hættu, sem þeim stæði af a§ era skjöldinn, er þess væri óverðugur. Bagdemagus konungur svaraði: “Eg veit vel, að eg er ekki fræknastur né mestur riddari í heimi, samt vil eg freista að bera þennan skjöld,” og hann tók skjöldinn og festi sér við síðu og reið í burtu frá klaustrinu ásamt fylgdarmanni sínum. Þeir höfðu ekki haldið lengi áfram unz þeir sáu riddara í hvítum herklæðum, ríðandi á fann- hvýtum hesti, koma á móti þeim. Undir eins og þessi riddari kom auga á Bagde- magus konung, lagði hann burtreiðarstöng sína til lags, keyrði hest sinn sporum, reið að Bagde- magus konungi og lagði stöng sinni í gegn um öxl honum og feldi hann af hesti sínum, fór sjálfur af baki og stóð yfir mófstöðumanni sínum og sagði: “Riddari, þú hefir sýnt dirfsku mikla, því þennan skjöld má enginn annar en hinn óviðjafn- anlegi riddari Sir Galahad bera.” Svo tók hann skjöldinn og fékk fylgdarmanni Bagdemagusar hann o gmælti: “Taktu þennan skjöld til Sir Galahad og berðu honum kveðju mína. ’ ’ “Hvert er nafn þitt?” spurði maðurinn. “Það fær hvorki þú né aðrir að vita,” .svar- aði hvíti riddarínn. “Eg bið þig segja mér eitt,” sagði fýlgdar- maðurínn, “hví má enginn óhultur bera skjöld þenna annar en Sir Galahad?” “Sökum þess,” svaraði komumaður, “að hann einn hefir rétt til þess”. Að svo mæltu hvarf hvíti riddarinn. Fylgd- armaðurinn tók á móti skildinum, setti Bagdemag- us á hest sinn og reiddi hann heim á klausturs- setrið, þar sem hann lá lengi í sárum. En skjöld- inn afhenti hann Sir Galahad og sagði honum frá viðureign hvíta riddarans og Bagdemagus kon- ungs. Sir Galahad tók við skildinum og festi sér við hlið, tóik hest sinn og reið á burt frá klaustr- inu eftir þeim sama vegi, er Bagdemagus konung- ur hafði farið daginn áður. En hann hafði ekki haldið lengi áfram, ej- hann mætti hvíta riddaran- um, og kastaði hann á hann kveðju vingjarnlega og beiddi hann a& segja sér um hinn undursamlega skjöld með rauða krossinum. • ‘Það skal eg glaður gera,” svaraði hvíti ridd- arinn. “Þér ætti að vera ljóst, herra riddari, að skjöld þennan gaf Jósef af Aramatíu Evelake konungi frá Sarras, til þess að hann í myndug- leika hinnar heilögu fyrirmyndar gæti unnið her heiðingja þeirra, er sóttu inn í ríki hans. “Eftir að Eevelake konungur hafði unnið sigur á mótstöðumönnum sínum, fór hann á eftir Jósef til Bretlands, þar sem Jæir kendu heiðingj- um að þékkja og trúa á hinn sanna guð; og þegar Jósef iá banaleguna sendi hann eftir Evelake kon- ungi og bað hann að skilja kjöldinn eftir í klaustri því, er þið áttuð náttstað í í gærkveldi, og mælti svo fyrir, að enginn skyldi bera hann án þess að bíða skaða við, unz riddari af sínum ættstofni, sá níundi í röðinni, kæmi til klaustursins á fimtánda degi frá því hann yrði kvaddur til riddara stöð- unnar. Og alt þetta hefir ræzt á þér.” Að svo mæltu hvarf hvíti riddarinn, en Sir Galahad hélt áfram leiðar sinnar. --------o-------- Konan og ljónið. Framh. Konan varð nú næsta harmþrungin. “Engin mannleg hjálp má nú að liði. koma,” mælti hún og sneri sér þá að sólinni og sagði: ‘ ‘ Þú, sem skín á fjalla tindum og í dalverpum, hefir þú séð hvíta dúfu?” “Nei,” sagði sólin. “Eg hefi ekkl séð dúf- una, en hér er kista, sem þú mátt eiga og opna þeg- ar þér liggur á. Kaupmannsdóttir þakkaði sólinni og liélt á- fram leiðar sinnar. Þegar kvöld var komið og máninn lýsti heiminum, hrópaði konan til hans: “Þú, sem lýsir í næturhúminu yfir akur og lund, hefir Jiú nokkurs staðar séð hvíta dúfu?” “Nei,” sagði máninn. “Ekki get eg hjálpað J>ér, en hér er egg, sem þú mátt eiga; brjóttu það þegar þér liggur á.” Konan þakkaði mánanum og hélt leiðar sinn- ar, þar til hún mætti næturstorminum. Hún hóf þá raust sína til vindarins og mælti: “Þú, sem andar yfir hvert tré og undir hvert lauf, hefir þú séð hvíta dúfu?” “Nei,” sagði næturvindurinn; “en eg skal spyrja hina vindana, skeð gæti að þeir hefðu séð hana. ’ ’ Þá ikomu austanvindurinn og vestanvindur- inn. en hvorugur þeirra hafði séð dúfuna. Svo kom sunnanvindurinn. “Eg hefi séð hvítu dúf- una,” mælti hnn; “hún er flogin til Rauðahafsins og er orðin að ljóni aftur; því sjö árin eru nú á enda. Þar á hún í bardögum við dreka, en drek- inn er konungsdóttir í álögum, sem er að reyna til að skilja ykkur. ” Þá sagði næturstormurinn: “Eg skal leggja þér ráð. Farðu til Rauðahafsins, og á ströndinni til hægri handar standa margar stengur; teldu þær til ellefu, en brjóttu þá elleftu og legðu að drekanum með henni. Ljónið mun þá sigra og þau birtast þér bæði í mannsmynd. Vertu þá fljót að fara á stað með elskhuga þinn heimleiðis yfir land og sjó.” Þá lagði vesalings langferðakonan enn á stað, og reyndist alt satt, sem kvöldgolan hafði sagt. Hún tók elleftu stöngina og lagði í drekann með henni; breyttist þá ljónið óðara í konungssoninn, en drekinn í konungsdóttur. En kaupmannsdótt- irin gleymdi í svip J>ví ráði, er næturstoymurinn hafði gefið henni, að fara strax með mann sinn, og hin vonda konungsdóttir greip tækifærið og tók prinzinn sér við hönd og var horfin með liann á sviþstundu. IIin óhamingjusama kaupmannsdóttir var nú enn þá einu sinni yfirgefin og einmana; en hana bilaði eigi hugrekki: ‘ ‘ Eins langt og vindurinn þýtur og eins lengi og hrafnar krúnka skal eg leita hans; mun eg þá finna hann aftur,’ sagði hún. Þegar hún liafði ferðast óravegu um nætur og daga, kom hún loks að kastalanum, þar sem þau konungsbörn höfðu tekið sér bólfestu. Veizla var þar tilbúin og hún heyrði að það væri briíðkaups veizla þeirra konungsonar og konungsdóttur. “líamingjan hjálpi mér nú,” mælti hún, og hún opnaði kistilinn, sem sólin hafði gefið henni. 1 honum lá kvenbúningur svo skrautlegur, að slíkan hafði hún ekfri séð og Ijómaði af honum sem af sólinni sjálfri. Hún klæddist skikkjunni og gekk í höllina. Menn störðu undrandi á hana og brúðurin vildi fá að vita, hvort skikkjan fagra væri föh “Ekki fyrir gull eða silfur.” svaraði kaupmannsdóttir, “en fyrir liold og blóð.” Konungsdóttir spurði hvað lægi í svarinu. Konan ókunna beiddi um að fá að tala við brúð- , gumann í brúðarherberginu um kvöldið, “og skaltu fá skikkjuna.” Konungsdóttir var treg, en lét þó um síðir til- leiðast; en þjóni sínum sagði hún að láta svefnlyf í drykk konungssonar um kvöldið^svo eigi mætti hann héyra né sjá ókunnu konuna. Þegar kvöld var komið, og prinsinn sofnaður, var hún leidd til herbergis hans. Hún féll honum til fóta og mælti: “Eg hefi leitað að þér sjö ár; eg hefi flúið á náð- ir sólar og mána, næturstormana hefi eg beðið hjálpar og að síðustu hjálpað þér til að sigrast á drekanum. Ætlarðu samt að gleyma mér?” En konungson svaf svo fast, að rödd hennar var eins og ymur blaðanna, þegar vindurinn strauk um þau. Hún var þá leidd í burtu og varð að láta af hendi skikkjuna góðu. Henni var þá harmur svo mikill í huga, að hún ráfaði um mörkina og grét sáran. Þá mundi hún eftir egginu, sem máninn hafði gefið henni. vÞegar hún braut það, hljóp úr því hæna og tólf ungar, alt af gulli gert. Ung- arnir léku sér um stund, en söfnuðust svo saman undir vængi hænunnar. Kaupm*nnsdóttir rak hænsnin á undan sér, þar til hún kom fyrir hallar- glugga konungsdóttur. Þóttu henni hænsnin svo falleg, að hún gekk í veg fyrir' kaupmannsdóttUr og spurði hvort hún vildi selja þau. “Ekki fyrir gull eða silfur, en fyrir hold og blóð. Leyf mér aftur að tala við brúðgumann í herbergi lians í kvöld.” Konungsdóttir hugsaði sér að leika á liana sem fyr og gekk að kostinum. Þegar kongsson gekk til hvílu um kvöldið, spurði hann þjón sinn, því vindurinn hefði stunið svo J)ungan kvöldið fyrir. Þjónninn sagði honum allan sannleikann, um svefnlyfið og konuna, sem 'komið hefði og tal- ið harmatölum og kæmi aftur í kvöld. Konungs- son fleygði drykknum með svefnlyfinu, og þegar kona hans kom og rifjaði upp alla harmasögu þeirra og þrautirnar er hún hafði liðið til þess að leysa hann úr álögunum, þá rankaði hann við eins og af draumi og þekti hana. “Þú hefir leyst mig úr þessum álögum og vakið mig af draumi, því þessi einikennilega kon- ungsdóttir hafði varpað yfir mig nýjum töfrum.” mælti hann, “ svo eg hafði alveg gleymt þér, en himininn hefir sent þig í tæka tíð.” Þau héldu svo burt úr ‘kastalanum um nóttina og fóru hljótt, því þau óttuðust konungsdóttur. Þau náðu heilu og höldnu heim til sín og fundu barn sitt vænt og vel að manni. Þau voru alt af saman eftir þetta og unnust vel og lengi til æfi- loka. Grimms Tales—R.K.G.S. þýddi. Drengurinn sem lærði að fara með eldinn. Rernhard stóð tímunum saman og horfði á glergerðarmennina við vinnu sína, og undraðist með sjálfum’ sér yfir þolinmæðinni, er einkendi þá svo mjög, hvað sem að höndum bar. Hann veitti einnig nákvæma eftirtekt öllum þeim mörgu, mismunandi aðferðum, er þeir notuðu við störf sín. Það var þó fleira, sem Bernhard lærði en að búa til gler. Hann lslrði að lesa og skrifa og fékk jafnvel töluverða tilsögn í dráttlist. Hann hafði augun opin fyrir öllu, er fagurt var og dáð- ist að fegurð nátturunnar. Á ferðum sínum um skóginn og hlíðarnar var hann alt af að leita-'&ð einhverju, jafnvel í skrælnuðum laufbyngjunum bjóst hann við að finna eitthvað fallegt og nyt- samt. Honum þótti vænt um hinar smáu, skriðdýra- tegundir skógarins, og með því að raula hina og þessa söngva fyrir munni sér, gat hann fengið þær til að standa grafkyrrar meðan hann tók pappír og blýjant upp úr vasa sínum og teiknaði af þeim myndir. Smátt og smátt tók hugur Palissy að ókyrr- ast og ferðaþráin að ryðja sér til rúms. Fór svo að fokum, að drengurinn yfirgaf heimili sitt og ferðaðist lengi fótgangandi víðsvegar um Suður Frakkland og fræddist með hverju fótmáli. Hann var félaus með öllu, og vann sér inn lífs- viðurværi með því að draga myndir á leiðinni af hinu og þessu, er fyrir augað bar. Stundum5 teiknaði hann mjoidir af börnum einhvers gistivinar síns, eða mældi út matjurtagarð hins og þess bóndans. Á ferðum sínum heimsótti Palissy jafnt feg- urstu dómkirkjurnar, seip smiðjur og framleiðslu- hallir hinna margvíslegu iðnaðartegunda. Og aldrei sofnaði haun rólega, fyr en hann hafði kom- ist að fullri niðurstöðu um orsakirnar er að því lágu, að ein borgiri framleiddi klæðnað, önnur silki og sú þriðja til dæmis bárujárn. Eftir nokkurra ára ferðalög settist Palissy að í bæ einum, er Saintes nefnist. Yann hann lengi framan af að landmælingum, og mundi ef til vill liafa gert það að lífsstarfi sínu, hefði eigi sá atburður komið fyrir, er nú skal skýrt frá: Franskur aðalsmaður, Pons að, nafni, er lengi hafði dvalið á Italiu. kom aftur heim til ætt- jarðar sinnar og hafði með sér fjölda fagurra gripa, þar á meðal bolla, afarfallega í laginu og# með glerungi að utan. Fundum þeirra Pons og Palissy bar brátt saman, og sýndi hinn fyrnefndi unga mælingamanninum bollana ásamt' öðrum skrautgripum, er hann hafði til meðferðar. Pal- issy varð svo frá sér numinn, að hann vissi tæp- ast sitt rjúkandi ráð. Hversu oft hafði hann ekki brotið heilann um það, hvernig hægt væri að finna upp glerung eða gljáa, sem skreyta mætti með muni, gerða af leir. Þarna sá hann ein- mitt það, sem hann hafðl verið að leita að árang- 4 urslaust árum saman. Um þessar mundir sigldi í höfn ræningja- kuggur einn, með mikið spartverskt skip í togi og hafði það meðferðis fullfermi af bollum, disk- um og bikurum frá borginni Valencia, sem fræg er löngu fyrir leirvaming sinn. Fregnin barst Pallissy skjótt til eyrna og kynti hann sér vand- lega beztu gripina, áður en Francis konungur I. festi kaup á þeim. Spánverjar og Venetiumenn geymdu leynd- ardóminn, að því er við kom glerungnum á leir- taui þessu svo rækilega, að Pallissy var engu nær. En hann hafði einsett sér að læra til hlítar lög- málið fyrir iðntegund þessari hvað sem það kost- aði, og þess vegna keypti hann nokkrar krukkur, muldi þær til agna í mortéli, í þeim tilgangi að komast a]S uiðurstöðu um það, af hverjum efnum þær hefðu samsettar verið.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.