Lögberg - 16.09.1920, Page 3

Lögberg - 16.09.1920, Page 3
LOGBBRG, FIMTUDAGINN 16. SEPTEMBER 1920 Kls. 8 Nelly frá SKorne Mills. Eftir Cliarles Garvice. Drake fór snemma á fætur morguninn eft- 'ir; hann ætlaði að líta eftir hestunum og ráð-, -stafa þeim. Hann vildi skilja þá eftir í von um að Dick og Nelly vildu nota þá — og hann þurfti að kveðja fáeinar manneskjur og gefa vikaskildinga. Það síðasta gerði hann svo ríkuglega, að fjöldi fólks í Shorne Mills varð undrandi í marga máftuði. Molly var al- veg steinhissa að horfa á tíil punda seðilinn, sem hann gaf henni. Nelly fór á fætur um sama leyti og hann og bjó til morgunverðinn handa honum, en liún var fjarverandi meðan hann neytti hans, hún lét fyrst sjá sig þegar vagninn kom. Hún var i yfirhöfn og sagðist hafa farið til bændabýlis til að sækja hænsni, og sagði frá sögu, sem bóndakonan hefði sagt henni — sögu, sem hún hló svo dátt að, að frú Lorton áleit það viðeig- andi að minna hana á, að Vernon ætlaði að fara. “Ó já — lestin fer kl. 1.45. Dick hefir þú séð um að hr. Vernon fái nesti með sér!” Hún hafði sjálf búið um nesti handa hon- um, en gerði þessa spurningu svo blátt áfram, eins og hún vonaði að einhver annar hefði borið umhyggju fyrir himim hverfandi gesti. Kæti ungu. stúlkunnar hafði áhrif á taugar Drakes. Kveðja hans til frúarinnar var stutt, og ^elly rétti hann hendi sína og sagði alvar- legá: “Verið þér sælar, ungfrú Nelly.” Að eins þetta og ekki meira. Hendi hennar hvíldi í hans fáar sekúndur. Skalf hún eða var það ímyndun hans? Hún sagði róleg: “Verið þér sæll og heppileg'a ferð!” Nú sagði Dick óþolinmóður: “Jæa, hr. Vernon, ef þér eruð búin að kyssa alt fólkið, þá er líklega bezt að við för- um. Dra'ke stökk upp í vagninn. Frú Lorton stóð og horfði á eftir gestire um og sveiflaði hendinni í kveðjuskyni; snéri sér svo að Nelly. “Eg mátti vita það, að hann mundi fara 'einhverntíma,en þetta eru vonbrigði, seip okk- ur eru send til góðs; eg vildi að þú gætir hætt þessu endalausa rauli, Nelly. Við slíkt tæki- færi og þetta, er óþolandi að hlusta á það — og , hvað þú ert föl!” bætti liún við og horfði kæruleysislega á ungu stúlkuna. “Eg liefi dálítinn höfuðverk,” sagði Nelly og gekk til dyra. ‘ ‘ Eg hefi máske fengið hann af því að ganga of hart til bóndabýlisins. Eg fer upp og tek af mér hattinn.” Hún gekk hægt upp stigann, lét slagbrand- inn, fyrir dyr sínar að innan og tók af sér hatt- inn. Svo stóð hún nokkur augnablik lireyf- ingarlaus og tók svo silfurblýjantinn upp úr vasa sínum. Hún starði á hann unz hún gat ékki lengur séð hann vegna táranna í augum sínum og fór að skjálfa. Hún féll á kné við rúmið sitt og endurtók orðin: “ Endurminning og merki þakklætis.” Hún reyndi að verjast grátnum, þó hún fyndi sig svo einmana og yfirgefna, sem hún gat ekki skilið, og hafði barist við og varist alla nóttina. Ó hvað hún skammaðist sín að gráta þannig, af því Vernon yfirgaf Shome Mills. 10. Kapítuli. _> -------o------ Á leiðinni til bæjarins var Drake alt af ó- ánægður. Það er annars einkennilegt að manneskjumar kunna ekki að meta hlutina fyr en þær hafa mist þá — og þegar lestin fór af stað með Drake, fann hann betur og betur hve vel honum hafði liðið í Shorne Mills, þrátt fyr- ir kvalirnar og ónotin sem orsökuðust af hand- leggsbrotinu. Meðan hann hallaði sér aftur á bak og reykti, hugsaði liann um litla þorpið, um sjó- inn, um bafnarkampinn, þar sem hann hafði setið í sólskininu, en mest af öllu um húsið, þar sem hann dvaldi, um hinn fjöruga Dick og um — Nelly frá Shorne Mills. Það vár ömurleg hugsun fyrir hann, að, hann skyldi aldrei oftar fá að sitja í dagstof- unni, sem honum fanst svo viðfeldin, og heyra ungu stúlkuna leika á hlóðfæri — eða ríða við lilið hennar yfir löngu heiðina, eða liggja við fætur hennar á meðan þau sigldu á Annie Iiaurie. Hann fór að gruna að hann hefði fengið meiri áhuga á henni, heldur en hann hefði hingað til vitað, hann var orðin vanur blíða and- litinu hennar, fögru röddinni og hinni eðlilegu aðlaðandi framkomu, — alt þetta fann hann nú hafa töfrandi áhrig á sig. Hann leit í kringum sig og stundi, eins og hann saknaði einhvers. Það hafði verið honum vingjarrUfegt, breytt við hann eins og hann væri einn áf fjölskyld- unni. Enginn hinna heldri vina hans mundi hafa stundað hann eins vel og fólkið í Shorne Mills. Hann hafði símritað þjóni sínum, og fann öll herbergi sín í góðri reglu. Þegar hann leit í kring um sig í snotru dagstofunni sinni á meðan Sparling hjálpaði honum úr yfirhöfn- inni, datt lionum í hug hvort hann mundi hafa efni til að leigja þessa íbúð. “Er nokkuð nýtt áð frétta hér, Sparling?” spurði hann, “vona að þér hafi liðið vel,” bætti hann við með vingjarnlegu röddinni, sem hann brúkaði ávalt við þjóna sína. “Þökk fyrir lávarður,” svaraði Sparling. ‘ ‘ Mér líður mjög vel; en eg varð mjög skelkað- ur þegar eg heyrði um óhapp yðar, og mér sárnaði mikið að mega ekki koma til yðar.” Þjónninn var sjáanlega hryggur, því hann var Drake hlyntur og tryggur, og hann var al- vbg sannfærður um, að liann var sá bezti, fegursti og eftirsóknarverðasti heldri maður í landinu. “Þökk fyrir samhygðina,” sagði Drake, “ en óhappið var þýðingarlítið og engin ástæða til að fá þig þangað. Þar eru engar skemtan- ir, svo þú hefðir dáið af leiðindum.” “Þér lítið vel út, lávarður — eruð máske dálítið magrari,” sagði Sparling auðmjúkur. Drake stundi dálítið. “ó já, eg hefi siglt, riðið og gengið,” svar- aði hann, “og er miklu frískari nú en eg liefi lengi verið. Nú þarna liggur stærðar bunki af bréfum. ’ ’ “Já, lávarður, þér sögðuð að eg ætti ekki að senda yður þau. Viljið þér borða dagverð- inn heima!” Drake játaði því, laugaði sig og skifti um fatnað, settist svo við einn af þessum ágætu dagverðum, sem allir vinir hans öfunduðu liann af. Maturinn, rauðvínið og aðstoð Sparlings var alt óumræðilega gott, og samt hné Drake niður á hægindastólinn, að lokinni máltíð, og stundi hugsandi. ✓ I Shorne Mills hafði hann aldrei fengið annað til dagverðar en súpu, steik eða annað ket og eftirmat,, en þessi fátæklega máltíð var ávalt krydduð með fjöruga spjallinu hans Dick, og þegar Drake leit þvert yfir borðið, sá hann blíða andlitið hennar Nelly, stundum al- varlegt og hugsandi en hina stundina geisl- andi af saklausu æskufjöri. Þetta kvöld fanst- honum herbergi sitt ein- manalegt, og það var óvanalegt, honum h^fði aldrei áður leiðst einveran. Hann reyndi að lesa í kvöldblaðinu, en honum leiddist það, fleygði því frá sér og fór að hugsa um hvað íólkið í Shorne Mills mundi nú vera að gera. Frú Lorton sat eflaust í hægindastólnum sín- um og las í “Fashion Gazette”. Dick rölti eflaust fram og aftur fyrir utan gluggann, reykjandi smávindil eða syngjandi gamanvísu, og Nelly — hvað gerði Nelly! Máske að hún léki á hljóðfærið eitt af þeim lögum, sem henni líkaði tiel, eða hallaði sér út úr glugganum og spjallaði við bróður ®inn. Eða máske þau töluðu um hann— Drake! Skyldu þau sakna lians? Þegar hann hugs- aði þannig, mundi hann ósjálfrátt eftir’vlitla þjóðsöngnum: “Saknar þú mín, þá eg er far- inn?” — Hann roðnaði dálítið yfir kjarkleysi sínu, sem hann kallaði þetta, stóð upp og tók bréfin sín. Það voru aðallega reikningar og heimboð. Hann ýtti þeim fyrri til hliðar en leit á þau síðari — báðir flokkarnir voru hon-‘ um ógeðfeldir. Hann vildi lielzt af öllu eng- in viðskifti hafa við aðra. En það var ekki mögulegt- að forðast það. Þá mundu allir segja, að hann væri alveg eyði- lagður yfir hinu breytta ásigkomulagi sínu, eg að liann liefði flúið í burt. En þetta vildi hann ekki eiga á hættu. Hann hafði alt af tékið forlögunum með ró, hve óþægileg sem þau voru, og það ætlaði hann líka að gera nú. Það var gagnslaust að sitja þannig og óska sér að vera kominn aftur til Shorne Mills. Hann lejt aftur yfir skrautlegu lieimboðs- spjöldin, og valdi sér heimboð frá lafði North- gate, sem var gömul vinkona hans/ Flestir af kunningjum hans mundu verða þar til staðar, og það yrði gott tækifæri til að sjá ásigkomulagið, og að þiggja hina meir eð^ minna hreinökilnu hluttekningu og með- aumkun. Þetta kvöld var indælt veður, og hann fór gangandi til Northgate í G^isvenor Square. — Hann var að hugsa um kvöldið þegar hann sigldi með Nelly í Shorne Mills, og ljósin blik- uðu á milli trjánna og stjörnurnar skinu á hin- um dökkbláa himni. Honum fanst vera heilt ár liðið síðan þetta kvöld, og hann sá ungu stúlkuna eins1 greinilega og hún gengi við hlið hans núna. En andlit hennar hvarf þegar hann gekk upp breiðu tröppuna og inn í björtu herbergin, Shorne Mills sýndist honum langt f burt og alt sem hann varð fyrir þar, fanst honum eins og draumur, þegar lafði Northgate rétti honum hendi sína og brosti til hans. Hún var eldri en ^ann og góður kunningi I ans, og heilsaði honum með spaugandi orðum, sem innileg hluttekning fólst í. “Það var vel gert af yður að vilja koma,” sagði hún. ‘ ‘ Eg þorði ekki óhikað að búast við yður, og Harrý veðjaði við mig um það, að þér vilduð. ekki koma, en eg hafði sqmt sem áður dálitla von um, að þér kæmuð. Var ekki spald- ið, sem eg skrifaði, snoturt?” “Jú, — þér veljið alt af fögur spjöld og fögur orð,” svaraði Drake. Þessu var alveg ómögulegt að neita. Lávarður Northgate, sem var hinn áður- nefndi “Harry”, kom til Drake og þrýsti hendi hans hlýlega. “Hveín ræfilinn ert þú að gera hér?” spurði hann. ý‘Eg hélt að liú værir að flækj- ast fram og aftur í Monkwell eða þar í nánd- inni. Hvar hefir þú verið ? ’ ’ “í Devon og Sommerset,” svaraði Drake, en mintist ekki á Shorne MilLs. “Eg vildi að eg hefði verið með þér,” sagði Northgate. “En skrifstofan hofir haldið mér kyrrum hérna!” Hann tilheyrði Parlamentinu. “Þar er alt af svo mikið rugl og ásigkomulag, svo maður þráir að losna þaðan, koma út og njóta ferska loftsins. Eg segi þér satt, að eg vinn þar eins og svertingi, en fæ enga þöklc fyr- ir. Ef það væri ekki vegna Lucy, þá hætti eg við alla politik undir eins á morgun. l£n mér qr ómögulegt að skilja hvers vegna hún er svo glöð yfir því, að vera lokuð inni í bænum og mása af hita ,í þessum steikjandi herbergjum, og safna saman öllum þessum manneskjum —” ‘ ‘ Þú hefir alls ekki neinn frábærlega skarp- an skilnig minn kæri Harry”, sagði kona hans alúðlega. “En eg er mjög þyrstur”, sagði Northgate “og þrái að fara úr þessari stofu. Komdu með inér inn í reykingaklefann og reyktu þar vindil gamli vinur.” Drake vissi að þessi orð þýddu í raun og vern: ‘ ‘ Mér þýkir leitt þín vegna, vinur minn,” og kinkaði kolli samþykkjandi. “Þér eruð mjög hraustlegur, kæri Drake,” sagði lafði Northgate, þegar maður hennar rölti af stað og reyndi að dylja gei^pa. “Og þér eruð alls ekki hryggur á svip.” Drake yfti öxlum. “Hvað ætti það að gagna? Þetta er auð- vitað leiðinlegur viðburður fyrir mig, en kvört- un óg stunur bæta ekki úr, því sem ekki er unt / að breyta, verður maður að taka með ró.” Lafði Nortligate kinkaði samþykkjandi til þeirra. > v “Eg vissi áð þér munduð taka því þannig,” sagði hún. “Viljið þér ekki fara ofan til Harry núna?” “Ó, nei,” svaraði Drake bro'sandi, “eg aúla að taka því öllu, eins og það er, undir eins — það er ekki áform mitt að flýja frá því!” Hann var einn af þeim mönnum sem flestir þektu í London, og var alment í miklu afhaldi, svo að flestir þeirra, sem til staðar voru þarna, fundu til alvarlegrar hluttekningar með hon- um, o gDrake fann að það var ekki eins slæmt og hann hafði búist við. Hallandi sér að veggnum við liliðina á stól, þar sem stúlka ’sat sem hann þekti ekki og hafði naumast litið á, féll hann í hugsanir yfir þessu huggandi ásigkomulagi, en vaknaði af þeim við að heyra stúlkuna segja: “Má eg ómaka yður með því, að biðja yður að fjarlægja þetta glas?” Hann tók glasið og lét það á lítið hliðar- borð, snéri sér svo að stúlkunni með skuldbund- inni kurteisi. Hún var lítil og mjög lagleg stúlka með mikið brúnt hár og fögur augu, sem þrátt fyrir gljáa þeirra virtust ekkÞbera harð- an svip.. Hann sá að hún var fallega klædd og hafði nokkra óvanalega failega demanta. Þeir blikuðu í hári hennar, á brjóstinu, um úlnliðinn og á fingrunum. Hann hafði aldrei séð hana áður, og fór að hugsa um hver hún mundi vera. “Eruð þér nýkominn utan af landi?” spurði hún. Framburður hennar sagði Drake hverrar þjóðar hún væri. Ameriski framburðurinn á vel við rödd mentaðs fólks, hann hefir söng- hreim og er mjög aðlaðandi. “Já,” svaraði Drake, “en hvernig vitið þér það?” “Andlit yðar og hendur eru svo brúnar,” sagði hún blátt áfram. “En næstum allir menn liérna eru alveg litarlausir. Eg gizka á að það orsakist af því, að hér er svo litil sól og loft í London. Fyrst dettur manni í hug, að allar manneskjur séu veikar, en smátt og smátt venst maður ^þesSu.” Drake hafði gaman af þessu og fékk meiri áhuga á ungu stúlkunni. “Hafa þá mennirnir í Ameriku svo sterkan lit?” spurði hann. “Hvernig/vitið þér að eg er amerisk?” spurði liún með dálítið undrandi svip, sem fór henni vel. “Það er. máske framburður minn, sem komið hefir^upp um mig. Það er leiðin-- legt. Eg hélt eg talaði ekki með slæmum f ramburði. ’ ’ “Hvers #vegna þykir yður það svo leiðin- inlegt?” spurði Drake. “Hann er miklu fall- egri en framburður Londonarbúa,” sagði hann brosandi. v “Eg sagði ekki heldur að eg vildi skifta á mínum framburði og þeirra,” svaraði hún brosandi. “Þér ættuð ekki að hafa skifti á honum og neinum öðrum, ef mér er leyfilegt að segja það.” “Það er vingjarnlegt af yður að segja þetta,” sagði hún. “En við eigum jafn bágt með að losna við hann og lébarðinn við blett- ina sína. Og í ,raun réttri — því ættum við ekki að vera jafn hreykin yfir framburði okkar og þið af ykkar?” “Eg veit með vissu, að eg er ekki montinn ’ yfir mínum”, sagði Drake. Hún brosti til hans yfir blævænginn sinn, sem var skreyttur demöntum á handarhaldinu. “Þér eruð látlausari en flestir aðrir Eng- lendingar,” sagði hún. “Ekki veit eg hvort þetta á að gleðja mig eða ekki,” sagði Drake. “Erum við þá allir svo þóttafullir af sjálfsáliti?” “Nú, já, mér finst að þið séuð allir svo nægðir með sjálfa ykkur,” svaraði hún. “Eg þékki enga aðra þjóð,\sem er jafn sannfærð um mannkosti sína, og áður en eg er búin að vera hér lengi, verð eg líklega eins sannfærð og þeir um það, að heimurinn er sérstaklega 'Sikapaður . til ánægju og skemtana fyrir Englendinga. Takið eftir því sein eg segi, að hann hefði get- að verið skapaður fyrir betra1 fólk.M “Þér talið mjög hörkulega,” sagði Drake. “En minnist þess, að þér voruð enskar fyrir fáum árum, og eruð það enn að vissu leyti.” ‘^Þér takið þessu mjög rólega,” sagði hún, “betur en eg á skilið. t Eg ætlaði að reyna hvort eg gæti gert yður reiðan.” Drake starði undrandi á hana. “Hvers vegna vilduð þér reyna að gera mig reiðan?” spurði liann. “Eg hefi nefnilega heyrt mikið talað um yður,” svaraði hún, “og allar persónur, sem um yður hafa talað, Jiafa sagt, að þér væruð mjög bráðlyndur. Lafði Northgate hefir. til dæmis fullyrt, að þér gætuð verið reglulegur björn þegar þér vilduð.” Drake brosti. 1T/• .. I • An* timbur, fjalviður af öllum Nyjar vorubirgðir tcgundum, geirettur og al.- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. 1 ------ Limitad --------------- — ... HENRY AVE. EAST - WINNIPEG Autornobile og Gas Tractor Sérfræðinga verður meiri þörf en nokkru sinni áður í sögu þessa lands. Hví ekki að búa sig undir tafarlaust? . Vér kennum yður Garage og Tractor vinnu. Allar tegundir véla — L head, T head, I head, Valve in the head 8-6-4-2-1 Cylinder vólar eru notaðar við kensluna, einnig yfir 20 raf- magnsaðferðir. Vér höfum eínhig Automobile og Tractor Garage, hvar >er getið fengið að njóta allra mögulegra æfínga. Skóli vor er *a e>ni, sem býr til Batteries, er fullnægja kröfum tímans. Vulcan.sing verksmiðja vor er talin að vera sú lang- full'komnasta í Canada á allan hátt. Árangurinn af kenslu vorri hefir oss til mikillar ánægju sann- fært bæði sjálfa oss og aðra um að kenslan er »ú rétta og sanna. —Skrifið eftir upplýsingum—allir hjartanlega velkomnir til [>ess að skoða skóla vorn og áhöld. GARBUTT M0T0R SCH00L, Ltd. City Public Market Building. CALGARY, ALTA. — Komið til 54 King Street og ^koðið Electric Washing Machine Það borgar sig að leita upplýsinga City Light & Power 54 King Street Tii bænda er selja rjóma! Vér getum nú boðið allra hæzta verð út í hönd fyrir rjóma og greiðum allan kostnað, er af flutningnum leiðir. Vér leggj- um oss í framkróka með að gera viðskiftavini vora ánægða; eigum líka í vissum skilningi hægra með það, þar sem vér fá- umst einungis við smjörgerð, og þrjátíu ára reynsla vor í þeirri grein ætti að gefa bændum hvöt til þess að senda rjóma sinn beint til THE MANITOBA CREAMERY COMPANY, LIMITED 846 Sherbrooke Street WINNIPEG - \ - - MANITOBA A. McKay, framkvæmdarstjóri Meðmæli Bank of Toronto “Þetta er vingjámlega sagt af lafði North- gale.” “Eg hefi heyrt svo mikið um yður, að eg befi þráð að fá að sjá yður. Það er lávarður Drake Selbie, sem eg tala við, er það ekki?” “Það er nafn mitt,” sagði Drake. “Bróðursonur Anglefords?” Drake kinkaði. Hún leit á hann, eins og hún vildi sjá hver áhrif nafn föðurbróður hans hefði á hann; en andlit, Drakes gat verið jafn hreyfingarlaust og steinn, þegar hann vildi. “Þekkið þér frænda minn?” spurði hann kurteislega. “Já, mjög vel,” svaraði hún, “eg farrn hann þegar hann var í Afneriku; og kona hans er góð vinkona mín. Þér þekkið hana auð- vitað?” “Mér þykir leitt að verða að segja, að eg hefi enn ekki haft þáánægju að sjá liana,” sagði Drake. VEg var ekki í borginni þegar lafðin kom hingað ásamt manni sínum.” “Nú einmitt það,” sagði stúlkan. “Eg hefði máske ekki átt að minnast á hana?” ■ “Hvers vegna ekki?” sagði Drake. “Ó, —” sagði hún hikandi — “eg veit að gifting Anglefords hefir eyðilagt framtíðar út- lit yðar. Það er eg neydd til að vita, þar eð allar manneskjur í London tala um það!” “Nú jæja — það hefir ekki verið neinn gleðilegur viðburður fyrir mig,” sagði Drake, “en það er engin ástæða til þess, að eg þoli ek'ki að lieyra talað um frænda minn eða konu hans.” “Er yður ekki illa við hana?” spurði liún. Þetta var blátt áfram persónuleg spurri- ing, sérstaklega af ókunnugum gerð; en stúlk- an var amerisk, með fagurt andlit og aðlaðandi framkomu og svo mikla blíðu — næstum auð- mjúka blíðu — í björtu, geislandi augunum, svo Drake gat ekki orðið gramur við hana. “AIls ekki — það segi eg yður satt,” svaraði hann. “Frændi minn liafði heimild til að gifta sig þegar hann vildi, og hverri sem liana vildi.”

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.