Lögberg


Lögberg - 07.10.1920, Qupperneq 1

Lögberg - 07.10.1920, Qupperneq 1
SPEIRS-PARNELL BAKINGCO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta verð sem verið getur. R E Y N1Ð Þ AÐ! TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG Það er til myndasmiður í borginni W. W. ROBSON 490 Main St. - Garry 1320 33. ARGANGUR WnMNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 7. OKTÓBER 1920 NUMER 40 Helztu Viðburðir Síðustu Viku Canada. Hon. Arthur Meighen hefir af Breta konungi verið gerður með- limur í leyndarráði Breta og fylg- ir þeirri veiting nafnbótin “Right Honorable.” Við rannsókn þá sem gjörð var í sambandi við matsöluhús í borg- inni Toronto kom í ljós að gest- gjafar höfðu frá 200—500% í á- góða af verzlun sinni eftir að hafa Iborgað allan kostnað. Fylkiskosningar í New Bruns- wick ieiga að fara fram á laugar- daginn kemur. G. H. J. Malcolm, þingmaður, fyrir Birtle kjördæmið hér í fylk- inu hefir verið af Norrisstjórninni kjörinn landbúnaðarráðherra í Manitoba í stað Hon. Valentine Winklers, er dó síðastliðinn júní mánuð. Hon. G. H. J. Malcolm hefir verið þingmaður fyrir Birtle kjördæmið síðan 1909, er bóndi, og atkvæða og dugnaðar maður. Kosningar fara fram á ný í Birtle kjördæminu 19. þ. m. og er ekki búist við að nýi ráðherrann mæti nokkurri mótspyrnu við endur- kosninguna. Eins og menn hafa víst tekið eft- ir þá var dómi járnbrautamála- nefndar Canada um hækkun á far- bréfum og flutningsgjöldum með járnbrautum í Canada áfrýjað til ráðaneytisins, og var flutt fyrir því af báðum hliðum 29. f.m. Nokkuð kom fram af nýjum gögn- um í málinu, á meðal annars að málafærslumaður Canada kyrra- hafsbrautarfélagsins rúði og táði svo í sundur væntanlegan ágóða þess félags, yíir árið 1920 og sýndi fram á að félagið yrði ekki einasta að ganga allslaust frá borði, að því er hagnað snerti ef ekki feng- ist uppbót á flutningsgjöldum, heldur mundi það tapa $3,000,000! Málafærslumenn þeir sem þar voru .staddir til þess að tala máli fólksins komu ágætlega fram og sýndu fram á, að þar sem Canada, Kyrrahafsbrautar félagið hefði ekki getað sannað eða sýnt fram á brýna þörf til þess að flutnings- gjöldin yrðu hækkuð og að afkoma og aístoða ]>ess félags yrðu að leggjast til grundvallar fyrir rétt- mæti kröfunnar um hækkun á flutningsgjöldum, og á meðan það félag gæti borgað nálega 6 af hundraði í ágóðq af hlutafé, og ætti $200,000,000 varasjóð ósnert- ann, þá væri bæði synd og skömm að leggja alt að $150,000,000 skatt á þjóðina eins og nú stæðu sakir, en það telst mönnum til að þessi nýja viðbót við flutningsgjöldin nemi á ári hverju ef dómur sá í málinu sem járnbrautarnefndin kvað upp fær að standa. Vér sögðum að framkoma mál- færslu mannanna er fyrir mál- stað fólksins stóðu hefði þótt af- bragðsgóð.þó einkum frammistaða H. J. Symington málfærslumanns frá Winnipeg. Varði hann má’stað sinn svo djarflega og vel að erfitt er að hugsa sér það betur. Á meðal annars sem hann sagði til forsætisráðherra Canada, Hon. Arthur Meighen, var: “pú getur máske fest þetta ok á fólkið, en þú f.erð það aldrei til að bera það, það slítur það af sér eins vissu- lega og að dagur kemur á eftir nóttu.” Og líka bar hann það á forsætisráðherrann að hann væri svo hikandi og óákveðinn í málinu að það væri ómögulegt að vita hvað hann vildi, eða hvar hann stæði í því. Ráðaneytið lofaði að taka málið til athugunar, en ákvæði þess í málinu er en ekki orðið opinbert. Sír Andrew MacPhail flutti ný- lega ræðu í Montreal, þar sem hann lýsti því yfir að samfélagi'ð væri í háska statt sökum óheilbrigðra. skemtana. Eldra fólkið væri einmana látið í einangrunarmyrkr-. inu, en taumlaus fýkn innihalds- lausra skemtana og skrípaleikja hefði náð yfirtökunum á ungu Ikynslóðinni. Eðlilegur andlits- litur fullnægði ekki lengur fegurð- arnæmi þessarar Ihugsunarlausu kynslóðar, heldur þyrfti tvö og þrjú lög. af máli. Fegurð stjörnu- himinsins og hreinleiki vetrarins orkuðu einkis í að draga aö sér hugi æskunnar, borið saman við dansinn og skrípasöngvana. Hon. W. E. MacKenzie King, foringi frjálslynda flokksins í Can- ada, flytur ræðu í Winnipeg I. nóv. næstkomandi. Hefir þegar verið hafður viðbúnaöur mikill til að gera móttöku athöfnina sem veglegasta. Hann hefir nú þegar flutt nokkrar ræður i hinum ýmsu stórborgum vesturlandsins og verið hvarvetna vel fagnað. C. Ragosine hefir verið skipaður rússneskur consúll í Canada meö heimilisfang í Montreal. Eandbúnaðardeildin í Quebec hefir látið í ljósi að í framtíðinni muni hún, ef til vill, nota kvik- myndir við að útbreiða vísindalega þekkingu á akuryrkju. ------o------ Bandaríkin Frá 1. okt. að telja hafa stjórn- arvöldin í Washington takmarkað mjög úthlutun á vínanda, er heild- salar mega selja til lækninga. Er mælt að takmörkunin nemi 50 af hundraði. Bindindismannaþing hefir ný- lega háð verið í Washington og hefir það skorað á stjórnina að víkja öllum eftirlitsmönnum með bindindislöggjöf þeirri, sem kend er við Volstead, úr emæbtti tafar- laust, svo fremi þeir ekki lofi bót og betrun að því er eftirlit nefndra laga viðkemur. Milli þrjátíu og fjörutíu manns létu líf sitt í sprengingu þeirri hinni miklu, er fyrir skömmu varð í Wall Street, New York, en um þrjú hundruð sættu meiðslum. Lögreglan hefir verið að rannsaka tildrögin, en er engu nær. Mr Kramer, umsjónarmaður með vínbannslögunum^ segir að brot gegn þeim séu að verða algengari með hverjum deginum. í sumum landshlutum séu brotin orðin svo tíð, að helzt engin önnur mál geti komist að í lögregluréttinum, og þó séu þau brot sjálfsagt langt unn fteiri, sem aldrei komist í hendur lögreglunnar. Á tímabilinu milli 15. júlí og 15. ágúst, s.l. hafa eftirgreindar vörur fallið í verði samkvæmt skýrslu verkamálaráðaneytisins í Wash- ington, þannig: Jarðepli 44 af hundraði, sykur 14 af ímndraði, kálhöfuð 41 af hundraði. En á sama tímabili hafa egg aftur á móti hækkað um 11 af hundraði. Vínbannslögin hafa ekki dregið hið allra minsta úr vínþrúngna- iðnaðinum í Californiu eins og margir höfðu spáð. Fregnir það- an segja eftirspurn eftir vínþrúg- um meiri en nokkru sinni áður. Eins og kunnugt er hefir Henry Ford, bifreiða “konungurinn” frægi, lækkað verð bifreiða sinna að stórum mun, svo nú seljast þær á svipuðu verði og við gekst fyrir stríðið. Hafa nú mörg önnur verzlunarfélög slíkrar tegundar orðið nauðug viljug að feta í fót- spor hans og lækka verð að sama skapi. Verð á fatnaði hefir lækkað nokkuð í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Á ársþingi fatasölu kaupmanna, sem haldið yar í Chi- cago, 20. sept. sl. var því alment haldið fram að áður en langt um liði mundu flestar fatategundir verða seldar á líku verði og fyrir ófriðinn. Ríkisþingið í New York ákvað við atkvæðagreiðslu með 90 gegn 45 atkvæðum að banna þremur af hinum fimm jafnaðarflokksmönn- um, er gerðir voru þingrækir í fyrra, en endurkosnir í haust, um þingsetu. Hinir tveir, er ekki voru dæmdir rækir sögðu óðara af sér í samhygðarskyni við félaga sína. petta tiltæki þing-meiri- hlutans hefir mælst alment illa fyrir og hefir meðal annara nafn- kendra stjórnmálamanna Charles E. Hughes, sá er um forsetatign sótti af hálfu Republicana, 1916, talið þetta tiltæki þingsins óhæfi- legt með öllu og ósamboðið Banda- ríkjaþjóðinni. Hagfræðisstofan í Washington hefir nýskeð.gefið út skýrslu, er sýnir fólkstöluna í California- (ríkinu mema 3,426,566; hefir fólksfjöldinn aukist um 1,048,987 síðan árið 1910. Greifafrú del Garcia, nafnfræg kona belgiskrar ættar, kom til New York 4. þ.m. og kveðst hafa með- ferðis óbrigðult meðal gegn berkla- veiki. Kvað hún franskan læknir hafa fundið meðal þetta upp og mundi hann koma til Bandaríkj- anna innan skams og bera uppfynd- ing sín undir læknaþing þeirrar þjóðar. Sjálf er greifafrúin út- lærður læknir. Borgarstjórinn i Chicago hefir keypt átta vagnhlöss af hinum og þessum ávöxtuin frá Michigan og selt almenningi með innkaupsverði. Hefir ráðgert verið að kaupa miklu meira og útbýta á sama hátt. Einn Cox enn, er farinn að keppa um forsetatign í Banda- ríkjunum. Jafnaðar-verkamanna- flokkur hefir útnefnt William H. Cox frá St. Louis, Mo. fyrir for- setaefni, en til varaforseta Aug. Gillhaus nokkurn, er heima kvað eiga í New York. Eldur kom nýlega upp í tunnu- verksmiðju í Milwaukee, Wis., er orsakaði tíu þúsund Sala tjón. Bretland Verð á lífsnauðsynjum á Bret- Iandi fer sífelt bækkandi og var meðal hækkun þeirra 161% í síð- astliðnum mánuði umfram verð það sem á þeim var árið 1914, og lætur vistastjóri Breta, McCurdy, mjög illa yfir útlitinu og segir að kostn- aður við húshald á meðal verka- manna muni verða til jafnaðar níu shillings og sex pence hærri en hann var síðastliðið ár. Hveiti uppskera á Englandi var minni í ár en hún hefir verið í síð- astliðin seytján ár, og sauðfé hefir fækkað ]>ar um 5,000 síðasta ár. IT'erbert H. Asquith, fyrrum stjórnarformaður á Bretlandi, hefir nýlega ritað grein í blaðið Eondon Times um írsku málin. Telur hann enga aðra leið færa, eins og málefnum írlands nú sé skipað en að veita írum fult stjórnarskipu- legt frelsi.—Stjórn sem beri fulla ábyrgð á gjörðum sínum gagnvart þingi kosnu af óhindruðum vilja hinnar írsku þjóðar. Hann kveðst ennfremur þess fullviss, að þvx að- eins gangi Irar að slíkum kostum, að þeir séu sér þess íullmeðvitandi að heiðarleg, einlæg og áreiðanleg stjórn bjóði þá fram til samkomu- lags. Alþjóðasambandið. Fyrsti fundur alþjóða sambands- ins verður haldinn í Geneva í Nov- ember næstkomandi. Þar mæta fyrir hönd Canada þeir Sir George Foster, C. J. Doherty og N. W. Rowell. Dagskrá fundarins er sem fylgir: 1. —Kosning forseta og vara-for- seta. 2. —Nefndir settar til þess að taka á nióti kjörbréfum manna. 3. —Dagskrá athuguð og samþykt. 4. —Ákvörðun í sambandi við fund- arreglur tekin. 5. —E'pptaka þjóða í sambandið sem þegar hafa ekki látið inn- ritatt. 6. —Skýrslur um starf ráðsins lagð- ar fram. 7. —Skýrsla ritarans í sambandi við myndun sambandsins og undir ritara hans í sambandi við heim- ilisfang þess. 8. —Talað um fjármál sambandsins fram að 1. des. 1920. 9. —Fjármál þess yfir árið 1921. 10. —Reglur fyrir alþjóða dómstól. )i.—Að gjöra samtök til eftirlits með heilbrigði þjóðanna. 12. —Koma sér niður á varanlegt fyrirkomulag við úrlausn fyr- irspurna, skjala og spursmála er heyra undir alþjóða sam- bandið samkvæmt Versala frið- arsamningum. 13. —Stofnun réttar til þess að skera úr ágreiningsmálum sem fram eru tekin í 336, 337 og 338 lið Versala samninganna. 14. —Samband sérstakra nefnda, al- þjóða sambands ráðsins og al- þjóða þinga, sambandsins. 15. —Tillaga um að fjármálamenn frá öllum þjóðum komi saman til skrafs og ráðagerða. 16. —Hvern þátt hinar ýmsu þjóðir taka í kostnaðinum við sam- bandið. 17. —Undirbúa alþjóða sambandiö til þess að geta notað vald sitt til takmörkunar á verzlun og iönaði ef á þarf að halda. 18. —Tekið á móti skýrslum frá hagfræðisnefnd. 19. —Eftirlit með samningum, er snerta vinnu kvenna og barna. 20. —Breytingar tillögur í sambandi 1 við friðarsamningana frá Dön- um, Norðurmönnum og Svíum 21. —Eftirlit með flutning og sölu á ópíum samkvæmt fyrirmæl- um 23. greinar friðar sarnn- inganna og hefir þetta atriði verið tekið upp á dagskrá eftir ósk Niðurlanda stjórnarinnar. Ur bœnam. Mr. Grímur Laxdal, kaupmaður í Árborg, Man., kom til bæjarins á þriðjudagsmorguninn, en lagði af stað um kveldið vestur til Les- lie, Sask., þar sem hann bjóst við að dvelja fáeina daga. Mun hans aftur von að vestan þann 11. þ.m. Mr. og Mrs. Páll S. Bardal skruppu norður að Lundar, Man., á miðvikudaginn í kynnisför til dóttur sinnar og tengdasonar, Mr. og Mrs. G. Finnbogason, er heima eiga þar í bænum. Hr. Árni Eggertsson, sem heim fór til íslands síðast liðið sumar, til þess að sitja á ársfundi Eim- skipafélags fslands, kom úr þeirri ferð á mánudagskveldið var, heill og hress. pví miður áttum vér ekki kost á að eiga tal við Mr. Eggertsson um starf og framtíð- arhorfur Eimskipafélagsins, áður en þetta blað fer í pressuna, en hann gjörir vestur-íslenzkum hlut- höfum Eimskipafélagsins máske grein fyrir því bráðlega. Áður en Mr. Eggertsson fór frá íslandi var honum falið af stjórn íslands að líta eftir verzlunartækifærum og verzlunarsamböndum hér vestra fyrir hennar hönd, og fer Mr. Eggertsson væntanlega til New York í þeim erindum seinni part þessa mánaðar. það sorglega slys vildi til í Framnesbygð í Nýja íslandi þann 23. sept. s.l., að tíu ára gamall drengur, Hannes pórður Haf- st.ein, sonur pórðar bónda Helga- sonar og konu hans Halldóru Geirsdóttur, Gunnarssonar, varð fyrir byssuskoti og beið bana af. Náði í hlaðna byssu á leið heim af skóla, hjá öðrum dreng nokkru eldri, er heima á þar í nágrenn- inu, og meðhöndlaði hana svo barnalega, að skotið reið af og fór í höfuðið á honum og beið hann bana samstundis. Drengur- inn efnilegur piltur og vel gefinn. Almenn og hjartanleg hluttekning í bygðinni með foreldrunum og systrum hins látna sveins. Hann eini drengurinn í barnahóp þeirra hjóna. — Jarðarförin fór fram frá heimili foreldranna þann 28. sept. Fjölmenni úr bygðinni við- statt. Séra Jóhann Bjarnason jarðsöng. pann 14. f.m. gaf séra N. Stgr. Thorláksson saman í hjónaband Mr. Björgvin Anderson og Miss Guðrúnu Sigríði Olson á heimili foreldra brúðurinnar, Mr. og Mrs. Guðmundur Olson, 243 Dufferin Ave., Selkirk. Brúðurin var bú- in að vera kennari í Centennial skólanum í West Kildonan mörg ár. Brúðguminn er sonur Mr. og Mrs. Árna Anderson, 605 Agnes Str., Winnipeg, og vinnur fyrir C.P.R. félagið í Moose Jaw, Sask., þar sem ungu brúðhjónin nú eru búsett. Maður á Islandi hefir beðið blað vort að reyna að útvega nú- verandi utanáskrift Ingvars Guð- mundssonar, frá Miðengi í Gríms- nesi. Hann kom vestur nálægt aldamótum; er trésmiður og fast- eignasali Hefir lengst um verið í New York. Hver sem vita kann heimilisfang hans, er vinsamlega beðinn að gera oss aðvart. Norski málarinn góðkunni, Lars Haukaness, er málverkasýningu hafði á Industrial Bureau síðast- liðinn vetur í Winnipeg, hefir flutt málverkastofu sína í her- bergi 301 Nokomis byggingunni, Cumberland Ave, Er hann þar venjulegast að finna á hverjum degi. peir íslendingar, sem yndi hafa af fögrum málverkum, ættu að líta þar inn og kynnast málar- anum og verkum hans. pau hörmulegu tíðindi gjörðust hér í bænum í vikunni sem leið, að ung stúlka íslenzk mjög efnileg, dóttir Mr. og Mrs. H. Bjarnason að Narrows P.O., Man., fanst ör- end í skrifstofu verzlunarfélags hér í bænum, þar sem hún hafði unnið. Hafði hún fengið skot í brjóstið, og lá haglabyssa hjá lík- inu þegar það fanst. Engar ástæð- ur vita menn fyrir þessu óskap- lega slysi. Rannsókn í því máli fer fram á miðvikudagskvöldið. Vér höfum fengið nokkrar lín- ur frá Miss porstínu S. Jackson, sem fyrir nokkru fór til Frakk- lands til frekara náms. Lætur hún vel af ferðinni austur yfir hafið og til Frakklands og líður á- gætlega vel. Utanáskrift hennar er: Miss T. S. Jackson, c-o Pro- fessor Bétriner, 166 Boulevard Mont Parnasse, Paris. Frú Sveinbjörg Johnson frá Vancouver hefir verið hér eystra að heilsa upp á vini og kunningja undanfarandi. Fór hún til sumra nærliggjandi bygða landa vorra á meðan hún dvaldi hér, þar sem hún á fjölda kunningja frá því að hún og maður hennar, ísak heit, Johnson íshússtjóri, bjuggu á þessum slóðum. Sveinbjörg er systir ólafíu Jóhannsdóttur í Reykjavík og Helgu Bjamason, konu Helga Bjarnasonar, sem bú- sett eru nálægt Narrows P.O., hér í fylkinu. Mrs.H.G. Sigurðsson frá Leslie, Sask., kom snögga ferð til bæjar- ins í vikunni sem leið; sagði hún kornþresking langt komna þar vestra. Miss Nina-Paulson frá Leslie er nýkomin til bæjarins. Mr. J. B. Thorleifsson, gull- smiður í Yorkton, Sask., kom til bæjarins á þriðjudagsmorguninn ar í verzlunarerindum. Jóns Sigurðssonar félagið hefir ákveðið að efna til skemtisam- komu til arðs fyrir minningarrits- sjóðinn, og verður sú haldin í Goodtemplara húsinu þann 21. þ. m. Samkoman verður afar fjöl- breytt og er skorað á almenning að sækja hana vel. Skemtiskráin verður auglýst í næsta blaði. íslandsbréf eiga á skrifstofu Lögbergs: Björn Bjarnason frá Fáskrúðsfirði utanáskrift: Bran- don, Man.; og Sigríður Hansson, Icelandic River, Man. S J. Johnson frá Neepawa var á ferð hér i bænum í vikunni sem leið; sagði hann að mikið af hveiti væri enn í hraukum þar vestra og væri farið að spíra sökum vot- viðra, svo að sumt af því mætti teljast óútgengilegt. Samkoma sú, sem haldin var í Fyrstu lút. kirkju 1. þ.m. til þess að fagna presti safnaðarins, séra Birni B. Jónssyni, var afar fjöl- menn og fór fram hið prýðileg- asta. Til skemtunar var söngun og ræða er séra Björn flutti. Veit- ingar miklar og góðar lögðu kon- ur safnaðarins til. Mr. Sveinn Magnússon frá Hnausa P.O., Man., kom til borg- arinnar snögga ferð um miðja fyrri viku. Til leigu stórt herbergi með húsgögnum, einkar hentugt fyrir tvo karlmenn. Morgunverður seldur ef óskað er. Lysthafendur snúi sér til Mrs. Wilson, 478 Home St. peir Otto Kristjánsson og Ágúst Jónsson frá Winnipegosis, sem dvalið hafa vi& smíðavinnu' hér í borginni í sumar, lögðu af stað heim til sín síðastliðið föstu- dagskveld. ------0------ Séra Páll Sigurðsson frá Gard- ar, N.D., kom til borgarinnar fyrri part vikunnar sem leið til þess að taka á móti frú sinni og syni, sem nýkomin eru úr íslandsför. pau héldu heimleiðis á Laugardaginn. Mr. og Mrs. Helgi Bjarnason frá Narrows P.O., Man., foreldr- ar stúlkunnar sem fyrir slysinu varð í síðustu viku, og getið er um á öðrum stað í blaðinu, komu til bæjarins í byrjun viuknnar. Til leigu sex eða sjö herbergja hús á Shérbrooke St. fyrir $25 um mánuðinn; vatn og ljós er í hús- inu en hvorki miðstöðvarhitun né baðker. Lysthafendur snúi sér til ritstjóra Lögbergs. íslendingar í Canada og Banda- ríkjunum ættu að kynna sér aug- lýsingarnar frá Hemphill Motor Schools, sem birtast í blaði þessu. Skólar þessir eru nú komnir á fastan fót í öllum stærstu borg- um Canada og þykja hreinasta fyrirmynd. útbúnaður allur er samkvæmt nýjustu kröfum og hefir skólastjórinn Mr. Hemphill, ekkei*t látið tilsparað, er verða má skólanum til fullkommunar. Vél- fræðiþekking í Canada hefir tek- ið stórstígum framförum á síðari árum og hafa Hemphill skólarnir átt þar í drjúgan þátt. Jenny Lind. í gær voru liðin hundrað ár síðan þessi kona, Jenny Lind, fæddist, er meiri vinsældum átti að fagna á meðal þeirra er söngelskir voru, heldur en eftil vill nokkur annar. Hún var fædd í Svíþjóð 6. okt. 1820. Eoreldrar hennar voru fá- tæk, og áttu fult í fangi með að sjá henni og átta systkinum hennar far- borða, varð þvi úr að Jenny var send til ömmu sinnar til þess að létta á heimilinu. Amma hennar var lika fátæk og hafði ofanaf fyrir sér með því að ganga út í þvott, og var þá Jenny ein heima og lokuð inni í svefn- herbergi sínu. En að öðru leyti átti hún gott hjá ömmu sinni, því gamla konan unni henni hugástum og vildi alt fyrir hana gera sem hún gat. Það var einn dag að söngmeyjar frá konunglega leikhúsinu voru á gangi í götu þeirri er hús ömmu Jenny stóð við. Jenny var þá ein heima og sat við gluggan í svefn- herbergi sínu og söng, þeim þótti hljóð hennar svo töfrandi fögur, að þær stönsuðu og hlustuðu á hana unz 'hún lauk söng sínum. Þegar meyjarnar komu á fund söngstjór- ans við leikhúsið sem Croelius hét, sögðu þær honum frá jstúlkunni með fögru söngröddina sem þær höfðu heyrt til. Afleiðingin varð sú að leikhússtjórinn, greifi Pucke, tók Jenny og setti ,'hana til náms við söngskóla sem var í sambandi við leikhúsið, og var hún þá niu ára gömul. í sex ár var] Jenny vif þennán skóla, og vann fyrir sér í frítímum sínum. En þegar hún var fjórtán ára tapaði hún hljóðunum og varð að hætta og lá þá ekkert fyrir henni annað en fara til baka til fólk síns °ö ganga út í þvotta eins og amma hennar. Jenny Lind stóð því uppi fjórtán ára gömul með framtíöavonir sínar brostnar, og þungan og óálitlegan æfiferil framundan sér. Mörg stúlka hefði látið bugast í svoleiðis kringumstæðum, en ekki fór svo með Jenny Lind. Vilja þrek hennar var inikið og ásetningur staðfastur, en slíkt er ávalt sigur- sælt hjá konum jafnt sem körlum. Jenny hafði dregið saman nokkra skildinga við ýms störf, er hún hafði int af hendi, á meðan hún stundaði námið og fyrir þá keypti hún sér farbréf til Parísarborgar, og þegar þangað kom fór hún taf- arlaust á fund hins víðfræga Manu- el Garcia og bar upp fyrir honum raunir sinar. Garcia sagði henni að ofmikil á- reynsla á meðan ihún var óþroskuð hefði eyðilagt rödd hennar. Hann gaf henni engar vonir, en sagði hún skyldi taka sér( hvíld í þrjá mán- uði og finna sig svo aftur, og skyldi hann segja henni hvort að nokkurt viðlit væri fyrir hana að halda á- fram á braut sönglistarinnar eða ekki. Þegar Jenny Lind kom á fund hans aftur eftir þrjá mánuði lét hann tilleiðast að veita henni til- sögn, en tók fram að það bezta sem hún gæti vonast eftir væri að verða til uppfyllingar við kórsöngva. Eftir þrjú ár var Jenny Lind aftur komin til Stokkhólms, og var farin að taka þátt í kórsöngvum við leikhúsið, en hafði ekki vakið neina sérstaka eftirtekt, enda ekki fengið neitt tækifæri til þess að sýna sig. En það leið ekki á löngu. Það stóð til að syngja “Robeft Le Di- able” eftir Meyerbeer og átti ein af betri söngkonum leikhússins að syngja einsöng í þeim leik; en henni þótti hlutverk sitt svo litil- fjörlegt að hún kom ekki til leik- hússins og engin önnur fékkst til þess að taka þetta hlutverk að sér. Skjálfandi stóð Jenny á meðan að hornleikaraflokkurinn spilaði fvrs- tu nóturnar í laginu, því hixn vissi hve erfitt sér mundi veitast þetta. Svo opnaði hún munninn og fann að hún hafði aftur fengið hin yndisfögru liljóð sín, og um kveld- ið—fyrsta kveldið sem hún söng opinberlega bar hún langt af öllum og upp frá því fór vegur hennar vaxandi og orðstýr hennar barst land úr landi—úr einni heimsálfu 5 aðra. Til Bandaríkjanna köm Jenny Lind árið 1850. P. T. Barnum, hinn alkunni “circus” eigandi sá sér leik á borði með því að fá hana til þess að koma vestur um haf, og honum brást það heldur ekki, því aðsóknin að samkomum hennar var svo mikil að færri fengu að iheyra hana en vildu, eða húsrúm leyfði. Hún hélt niutiu og ]>rjár samkom- ur i Bandaríkjunum og kom inn fyrir þær $712,161.34 og eftir að búið var að borga allan kostnað við ferð Jenny Lind og þeirra sem með henni voru, nam hennar hluti af á- góðanum $176,675.00. Að mörgu leyti var Jenny Lind einkennileg kona. Vilja þrek hennar og kjarkur óbilandi að framkvæma það er dómgreind hennar bauð henni, og lét þá engar torfærur aftra sér. Viðkvæm var hún og hjálpfús, svo ihún gat ekkert aumt séð, án þess að rétta hjálparhönd, og mikið af fjármunum hennar gengu til fá- tækra og þeirra sem lífið hafði gjört að olnboga börnum. Sagt er að hún hafi gefið hátt á annað hundrað þúsund dollara til fátækl- inga, og fátækra stofnana svo menn viti af, og er það líklega minst af því sem hún hefir látið frá sér af efnum sínum til þeirra sem bágt áttu. Jenny Lind lagði mikla rækt við sönglistina, eins og kunnugt er, og á leiksviöinu var hún óskabarn fólksins, en þó mun hún hafa kom- ist að raun um og það snemma á æfinni að slíkt lif—leikihús lif full- nægir ekki þrá neinnrar konu með jafn heilbrigða sál og Jenny Lind hafði; það mun ávalt hafa lifað í brjósti hennar “að göfgast blóm hvert grær á stærð í geislum ástar- innar.” Jenny Lind þráði heimili og heimilislíf, eins og sjá má af þvi er hún var heitbundinn leikflokks- stjóra einum við konunglega leik- húsið í Stokkhólmi, sem Gunther hét, og vildi hann að þau giftust og héldu áfrarn að starfa opinberlega að sönglistinni, en til þess var Jenny Lind ófáanleg; sagði að það væri engin gæfu von að skifta sér á milli heimilisins og leiksviðsins, uppástóð að þau yrðu bæði að hætta leikhússtörfum og þegar hann vildi það ekki, sagði hún skilið við hann. En þótt Jenny Lind bæri i brjósti þrá sem öllum öðrum þrám var sterkari, þá þrá, að verða eigin- kona, móðir og hús móðir, þá samt bar hún djúpa lotningu fyrir stöðu þeirri er kringumstæðumar, og hennar miklu söng hæfileikar höfðu lagt henni upp i hendur, sem sjá má einkum af því að utn eitt skeiö var hún heitbundinn manni á Eng- landi sem Harris hét; var hann og ættmenn hans mjög einrænn, og þröngsýnn, og hafði ýmigust á öllu leikfólki og leikara skap. Þegar Jenny Lind fór að kynnast fólki hans fann hún að það leit niður á hana sökum stöðu hennar og vildi fá hana til þess að viður- kenna að hún fyriryrði sig fyrir hana. En til þess var Jenny ófá- anleg, og sagði skilið við Harris. Síðar giftist Jenny Lind Otto Glodschmidt, fiðluleikara þýzkum, er hún hafði kynst í Berlin. Hún var kennari í söng og hljóm- fræði við konunglega söng háskól- an í Lundunum frá 1883 til 1886. En þá hætti hún allri kenslu og op- inberum störfum og lézt ári síðar, 67 ára að aldri. En Jenny Lind er ekki dauð. Hún lifir í endurminningu allra þeirra er hún gladdi með góðverk- um sínum og i þakklátu hjarta ein- stæðinganna er hún sýndi hluttekn- ing og i heimi sönglistarinnar lifir hún eins lengi og töfra rödd söng- listarinnar — engla málið sjálft — er þar metið. Afturhaldsmaður. Eftir Goethe. Látum iþá strita og látum þá glíma við lýðstjórn, sem hafa á múgn- um trú. Vitringar allir frá upphafi tíma undir það taka, sem mæli eg nú: Heimska’ er að trúa á fullkomn- un flóna, fleygja’ öllum gæðum í heimsk- ustu dóna. Aldrei var skaparans ætlunin sú. Eflaust þeir mega til eilífðar bíða eftir, að vitkist í múgnum hvert flón. Vitur má skipa, en heimskur skal hlýða, herra skón drottinn í öndverðu’ og þjón. Víst er sú hugsun, að dubba’ upp hvern dóna, dreifa’ öllum gæðum til heimsk- ustu flóna. menningarframförum mannkyns- ins tjón. —Lögr.—p. G.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.