Lögberg - 07.10.1920, Blaðsíða 3

Lögberg - 07.10.1920, Blaðsíða 3
LÖGBBRU FIMTUDAGINN 7. OKTÓBER, 1920. Bls. 3 Nelly frá SKorne Mills. Eftir Charles Garvice. Hún vissi, að hún gat notað gamla kjólinn sinn, og á kvöldin sat Drake og hofði á hana. meðan hún var að láta nýja borða og lykkjur á hann, og hann vissi, að hinar stúlkumar, þó þær væri klæddar skrauti Sabas drotningar, myndu ekki taka geisalana frá sinni stjörnu. ---------o-------- 14. Kapítuli. Að kvöldi þess fimtánda stóð Nelly fyrir framan pegilinn, meðan hún var að ljúka við búning sinn. Hún var afar glöð og vonaði að heitmögur sinn yrði ánægður með sig. Allar stúlkur skreyta sig fyrir ástmegi sína, til þess að geðjast þeim. Svo ge'kk hún ðfan stigann. Hún hafði lieyrt vagninn koma, sem hann bað um lianda þeim, og fann hann bíðandi í ganginum. Hann leit á hana aðdáandi augum, því liingað til hafði hann að eins séð hana í hvers- dagsfatnaði, en í þessum nýja kjól var hún svo fögur, að hann varð gagntekinn og ekki fær um að koma upp nokkru orði. “Nelly,” gat hann loksins stamað og rétti hendurnar fram, en lét þær síga aftur. “Eg mundi merja þig,” sagði hann að hálfu leyti í spaugi og að hálfu leyti í alvöru. “Er þetta kjóllinn, sem eg sá þig gera við ? Hann leit ekki þannig út—” “Nei, það get eg 'hugsað mér,” sagði hún með gleðigeislandi augum yfir aðdáun hans. “Þér hefir sýnst liann líkjast tusku! En lízt þér vel á hann? Er hapn brúklegur?” “Engin jafnast við þig,” sagði hann. “Nell, engillinn minn — já, þú líkist sannarlega engli í kvöld — þú gerir mig næstum hræddan, góða — það er eins og eg skyldi sjá þig lyfta vængjunum og fljúga frá mér.” “Og — og hvað þú lítur alt öðru vísi út,” sagði hún; þetta var í fyrsta skifti, sem hún sá hann í sparifötum, og hún var svo hreykin yfir fegurð hans og háa, hraustlega líkama. Stund- um eru stúlkur glaðari yfir fegurð heitmogs síns, en sinni eigin. “Leyfðu mér að leggja þetta sjal um þig,” sagði hann, og meðan hann gerði það, lyfti hún höfðinu upp til að fá koss. “Og nú, góða,” hélt hann áfram glaðlega, “krefst eg þess að fá fyrsta dansinn, og svo eins marga og þú vilt veita mér. Eg skal segja þér, Nell, að eg líð voðalegar ltvalir, ef eg sé þig dansa með öðrum manni.- Eg verð afbirýðissamur. ” “Máske þér verði hlíft við þeim kvölum,” sagði hún. “Eg verð líklega veggjaprýði, svo þú verður að vorkenna mér.” “Já, það er líklega útlit til þess,” svaraði hann spaugandi. “Nell, þú ættir að vita, hve hreykinn eg er af þér.” A þessu augnabliki kom Diek út úr borð- sofunni, og við að sjá Nelly hiröklaðist hann að veggnum alveg hissa. “Er þetta mögulegt — er þetta Elinor Lorton? Þú lítur út eins og hefðarstúlka. Kystu bróður þinn, Nell!” Hann nálgaðist hana með framréttar hend- nr, en hún hljóðaði hrœdd, “Haltu honum kyrrum, Drake — hann eyðileggur kjólinn minn. Diek, Dick — þú vogar ekki—” Dick benti til Dirake. “Þú ert beðinn að snerta ekki við þessari loftkendu persónu. Drake, hefir þú líka fengið þessa aðvörun? En þannig er það í þessum heimi. Einn fær leyfi til að kyssa þetta meist- arasmíði, en annar má ekki snerta það. Hafið þið ekkert hrósyrði um mig í nýju fötunum. Eg vona að eg eyðileggi ekki hjarta neinnar stúlku, því eg er ekki hæfur fyrir hjónaband. Eigum við að aka til Maltbys samkomunnar eða standa hér og urra?” Þau stigu hlæjndi upp í vagninn, og meðan þau óku áfram, hugsaði Drake um, hve mjög hann hafði hatað allar samkomur í London, sem hann tók þátt í. “Nell, mundu nú eftir, að þú lofaðir mér fyrsta dansinum og eins mörgum öðrum og þú vilt veita mér,” sagði hann, þegar þau komu til The Grange. Nokkrir aðrir vagnar komu um leið og þau og þau gengu inn í dyraganginn með öðrum gestum, svo lafði Maltby, vingjarnleg og bros- andi, fékk að eins tíma til að bjóða þau velkom- in með fáum orðum, og Drake hélt áfram með Nelly við hlið sína. Þegar þau komu inn, var dansinn að byrja; hann leit í kring um sig, en sá engan sem hann þekti, og Sir William hafði auk þess lieyrt nafn hans rangt. “Það gleður mig að sjá yður, ungfrú Lar- ton. Ó, en hvað þér hafið stækkað. — Eg er glaður >dir að kynnast yður, herra Yerney Blake. Ég held eg íiafi .séð frænda yðar—” Drake varð alveg hissa. “ Sir Richard? — eða — vair það Sir Josef Blake? Eg hitti hann í Shackorn—” “Mér þykir leitt, að þetta eru ekki frænd- ur mínir, Sir William,” sagið Drake. “Ekki? Það er þó sama nafnið; en það eru fleiri, sem heita þessu nafni. Nú, svo þér ætlið að fara burt með stjörnuna frá Shome Mills? Gæfuríki maður!” Drake laut niður að Nelly, lagði handlegg- inn um hana og byrjaði að dansa. Hann varð mjög undrandi yfir því, hve vel hún dansaði. ájálfur var hann ágætur dansari, en hann mundi ekki eftir að hafa dansað við jafn lipra og lið- uga dansmey. “Gengur okkuir ekki allvel að dansa?” hvíslaði hún. ‘ ‘ Ó, Drake, eg var svo hrædd um, að eg kynni ekki að dansa — þetta er fyrsti dansleikurinn minn. — Þú hefir dansað svo oft og þú dansar svo ágætlega. Þetta er ekki fyrsti dansleikurinn þinn.” Hann leit í augu hennar. “Hver ætti ekki að geta dansað við þig, Nell?,’ sagði hann. Hún tók fastara um hönd hans og lokaði augunum með ánægðu brosi. “Ó, eg vildi að þetta samkomulag endaði aldrei,” hugsaði hann, og að enginn annar mað- ur beiddi hana um dans. Valsinn endaði því ver bráðlega, og þegar Drake leiddi an aag stól, kom ungi Maltby til hennar með tvo menn. Drake skrifaði nafn sitt við nokkra dansa og varð svo að afhenda hana næsta dansmanni; en fór sjálfur að leita sér að dansmeyju. Lafði.Maltby kynti hann ungri stúlku, dótt- ur eins af jareðigendunum í nágrenninu, fjör- legri og hraustlegri stúlku. “En hvað það var yndisleg stúlka, sem þér dönsuðuð við,” sagði hún, þegar þau döns- nðu af stað. “Menn segja, að stúlkur hrósi aldrei hver annari,” sagði hann. “ Trúið þér því?” sagði hún. “Mér þykir vænt um að sjá fagrar stúlkur, og eg hlakkaði til að koma hingað af því, að hingað á að koma fögur stúlka frá London í kvöld.” “Hver er hún?” spurði hann. “Eg man ekki nafn hennar,” svaraði stúlk- an. “En það er sagt, að hún sé mjög fögur.” “Ó, Nelly er eins góð og 'liún er fögur,” svaraði hann og hló, af því hann vissi live þýð- ingarmikil þessi orð voru. “Ó, er það? Það vissi eg ekki,” sagði hún brosandi. “En hve glaður þér hljótið að vera. ’ ’ “Það er eg,” sagði Drake. “Viljið þér kynna mig henni að þessum dansi búnum,-” sagði Drake. “Með ánægju,” sagði Drake. En hann gat ekki kynt þær sökum þess, að dansmaður hennar við næsta dans fór strax á stað með hana. Hún dansaði við herforingja frá setuliðs- bænum og skemti sér sjáanlega mjög vel. Drake liafði yndi af að horfa á hana og hugsaði, að sér væri sannur heiður að henni sem konu sinni, hvar sem væri. Hann vildi verja öllu lífi sínu til að gleðja hana og vernda fyrir hinu illa. “Eigið þér heima í þessu liúsi, hr. Blake?” Það var Sir William sem ávarpaði hann. Hann vissi aldrei neitt um gesti hússins, og það kom oft fyrir, að gestir voru þar í tvær vikur, án þess hann vissi að þeir svæfu undir hans eigin þaki. “Ekki? Þá bið eg afsökunar. Mig langar til að sýna yður Hereford kýrnar mínar á morg- un. Það eru þær fegurstu skepnur, sem eg hefi séð. En þér hafið máske ekki gaman af að skoða skepnur?” “Jú,” svarði Drake vingjarnlega. “Sér- hver maður ætti að hafa ánægju af kúm og hest- um. Eg hefi sjálfur haft dálítið að gera með hesta. Mér skal vera ánægja að koma hingað snemma í fynramálið, ef 'þér lefyið það.” “Já, komið þér og komið snemma, því eg verð að fara til bæjarins á morgun, og verð að fara af stað klukkan 10. Viljið þér ekki koma til morgunverðar klukkan 9?” “Kæra þökk,” svaraði Drake. “Það skal vera mér ánægja. ” Lafði Maltby kom nú til þeirra, með kvíða- svip á vingjarnlega andlitinu sínu. “Eg skil ekki, hvað orðið er af vinum okk- ar frá Chesney, William,” sagði hún. “Eg bjóst nú ekki við þeim snemma, en nú er orðið framorðið. Vona að ekkert óhapp hafi komið fyrir þá—” “Nei, alls ekki,” svaraði hann glaðlega. “Þeir hafa neytt góðs dagverðar og ekki nent að hreyfa sig strax. Hugsaðu ekki um þá. Eig- um við ekki að fara inn og reykja vindil, hr. Blake?” Drake leit til Nelly og hún til hans og þau skiftust á brosum; svo gekk hann með William inn í reykingaklefann. Þeir voru naumast hálfnaðir með vindlana og töluðu um nautgripi og hesta, þegar Drake heyrði vagn koma akandi.* “Það eru líklega gestirnir frá Chesney,” sagði Sir William og hélt áfram rólegur að lýsa nautgripahjörð sinni. Nelly var nýhætt að dansa, þegar hún sá lafði Maltby ganga hröðum fetum yfir gólfið, til þess að taka á móti gestunum, tveimur stúlk- um og tveimur mönnum, sem komu. Koma þeirra inn í salinn vakti mikla geðshræringu, jafnvel Nelly varð mjög forvitin. Hún hélt sig ekki hafa séð jafn fgara stúlku og eins fall- ega klædda og önnur þeirra var. “Ó, hve fögur!” sagði hún ósjálfrátt, án þess að vita að hún talaði hátt. Maðurinn sem sat við hlið hennar, brosti. “Eins fögur og máluð mynd — er það ekki?” sagði hann. “Hún minnir mig á eina mynd í fullri stærð í Hampton Court.” “Það veit eg ekki,” svaraði Nelly. “Eg hefi aldrei komið þangað.” ‘ ‘ En þegar þér sjáið þær, mun yður virðast þessi samlíking léleg — því engin þeirra er jafn fögur og lafði Luce. ’ ’ “Hvað heitir hún?” surði Nelly, sem ekki heyrði nafnið. Hann heyrði ekki þessa spurningu, því að hljóðfæraslátturinn var byrjaður aftur; hann hneigði sig og gekk burt til næstu stúlku. Nelly sá að lafði Maltby þekti ekki fögru stúlkuna, því hún kynti þær hvora annari. Nelly starði á hana eins og menn stara á eitthvað nýtt og merkilegt. Nelly var ráðin fyrir þennan dans, en dans- maður hennar kom ekki og það þótti henni vænt um, því hún vildi fegin hvíla sig. Hún gekk að glugganum, ,sem einhver hafði opnað, og leit út. Ef eg læðist nú út, hugsaði hún, þá saknar Drake mín, þegar hann kemur aftur inn í sal- inn, og hann mUn gruna, að eg hefi farið út og kemur svo út að leita mín — og iþá getum við fengið fáein augnablik út af fyrir okkur — það væri indælt. Hún læddist út í sólbifgið og hallaðist upp eð handriðinu um leið og hún leit upp til stjarn- anna, og svo leit hún yfir landsvæðið og sá glitrandi ljósin, sem sýndu henni hvar Thorne Mills var á milli trjánna. Nelly þráði komu Drakes út til sín, og þeg- ar hún heyrði dyrnar opnaðar, sneri hún sér við með von um komu hans. En í stað hans kom fagra stúlkan frá London og fylgdarkona hennar. Vonbrigði liennar voru svo mikil, að þau gerðu hana ráðalausa eitt. augnablik. Til þess að þær sæi hana ekki einsámla hér úti, flúði hún í fjarlægasta horn hjallans, og settist á bekk hjá marmaralíkneski af Pan, sem huldi hana að mestu leyti, og þó hún skammaðist sín fyrir að fela sig hér, ásetti hún sór samt að vera kyr, þangað til þær færi inn aftur, eða Drake kæmi út, svo liún gæti kallað til hans. Lafði Luce hallaði sér að handriðinu á sama stað og Nelly hafði gert, leit upp til stjarnanna og geispaði. “Mé'r þykir leitt, að þú ert komin hingað, góða Luce,” sagði lafði Chesney hlæjandi. “Eg þekki þig svo vel og veit livað þessi geispi þýðir. ’ ’ “Þetta er hiæðilega leiðinlegt, finst þér það ekki?” sagði Luce lágt. “En Luce, eg sagði þér að þetta yrði leið- inlegt. Við hvgrju bjóst þú. Þessar góðu manneskjur lifa fyrir utan heiminn. Þær eru eins elskulegar og nokkur getur verið, en þær geta ekki veitt þér þá skemtun, sem þú kant bezt við. Mér þykir leitt, að þú komst hingað, en þú manst, að eg varaði þig við iþessu.” “Já, eg man það,” svaraði Luce. “Og mér sýndist þór leiQast svo mikið, að eg hélt að þetta samtal kynni að fjörga þig dálítið.” “Mér leiðist ekki, — en það er annað, sem eg er leið yfir — mjög gröm við sjálfa mig yf- ir,” sagði Luce. “Það er maður alt af, þegar maður hefir breytt heimskulega. ” “Þú gerðir að eins það, sem þú áleizt bezt og réttast, góða stúlka fiaín.” “Ó, mér hefir alt af fundist þetta ófullkom- in og leiðinleg huggun,” sagði Luce. “Og fólk kemur aldrei með slíka huggun, nema maður hafi breytt heimskulega. ’ “En bæði eg og aðrir álíta, að þú hafir breytt hyggilega undir kringumstæðunum sem þá voru. Hann gat ekki búist við því, að þú giftist fátækum manni, og það var ekki þér að kenna, að ásigkomulagið hafði breyzt, — og ef þú að eins hefðir beðið—” | Lafði Luce hreyfði sig óþolinmóðlega. “Já, ef eg að eins hefði beðið,” sagði hún með blandinni sorg og reiði. “En í það skifti var það hepni, að eg mætti honum.” Nú va<rð lítil þögn. Nelly varð þungt í skapi yfir því að vera óboðinn áhevrandi þessa eínkamáls. “Hann hefir auðvitað orðið mjög hrygg- ur,” sagði lafði Chesney. “Auðvitað,” svaraði Luce. “Honum þótti mjög vænt um mig — hvers annars vegna hefði hann átt að biðja mig að giftast sér? En þú hefðir ekki þurft að spyrja um þetta, ef þú hefðir séð hann þann dag, sem eg rauf trúlof- anina. Eg hefi aldrei séð nokknrn mann eins ógæfusaman. Það gerði mig næstum veika.” “Ástin hefir þá ekki eingöngu verið annars vegar, góða Luce mín?” sagði lafði Chesney. Luce ypti öxlum samþykkjandi. “Hvar átti þessi aðskilnaður sér stað?” spurði lafði Chesney. “Hérna,” svaraði Luce. ‘ ‘ Hérna ? ’ ’ “Já,” hér í nándinni, hjá litlu fiskimanna- þorpi — eg man ekki nafnið — það var eitt- hvað með Mills.” • “Ó, þú átt við Shorne Mills.” Nelly varð þyngra og þyngra í skapi, samt vaknaði sterkur grunur hjá henni. Það var ein- kennilegt að heyra, að jafn skáldlegur viðburð- ur hefði átt sér stað í Shorne Mills. “Skipið sigldi óvænt inn á höfnina þar,” sagði Luce. “Eg vildi ekki fara í land, en Archie neyddi mig til þess. Við klifruðum upp bratta brekku og eg neitaði að síðustu að fara longra. Ilitt fólkið hélt áfram, en eg gekk inn í einskonar gil til að hvíla mig — og þar fann eg Drake. ’ ’ “Fyrst furðaði Nelly sig ekki á því, að það var nafn unnusta hennar, sem nefnt var, en svo áttaði hún sig á því að það var hans nafn. Hana grunaði alls ekki, að þessir tveir menn, sem hétu sama nafni, væri einn og sami maður- inn, henni fanst það að eins undarlegt, að það skyldu vera tveir menn með nafninu Drake í Shorne Mills. ' “Eg get hugsað mér þennan viðburð,” sagði lafði Chesney, “og eg skil tilfinningar þínar. En Luce, er það alveg vonlaust?” Lafði Luce hló beiskjulega. “Þú þekkir ekki Drake,” svaraði Luce. S.vo varð stutt þögn. Aftur hélt Luce áfram hugsandi: “Og þó — stundum held eg, að eg geti náð honum aftur. Honum þótti vænt um mig — þetta hefir næstum eyðilagt hann. Já— stundum finst mér, að ef eg gæti fengið hann fyrir sjálfa mig í svo sem tíu mínútur, þá mudni alt lagast aftur.” “Veizt þú ekki hvar hann er?” “Nei, hann og frændi hans hafa orðið ó- sáttir, og svo hvarf hann. Það er sennilegast, að hann hafi farið til einhverra útlanda.” MjI* „ timbur, fjalviður af ölhim nýjar vorubirgöir tegundum, geirettur og al»- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. ------------------- Llmited------------------ HENRY AVE. EAST - WINNIPEG Automobile og Gas Tractor Sérfræðinga verður meiri þörf en nokkru sinni áður í sögu þessa lands. Hví ekki að húa sig undir t-afarlaust? Vér kennum yður Garage og Tractor vinnu. Allar tegundir véla — L head, T head, I head, Vahre in the foead 8-6-4-2-1 Cylinder vólar eru notaðar við kensluna, einnig yfir 20 raf- magnsaðferðir. Vér höfum einnig Automobile og Tractor Garage, hvar oér getið fengið að njóta allra mögulegra æfinga. Skóli vor er sa eini, sem býr til Batteries, er fullnægja kröfum tímans. Vulcanízing verksmiðja vor er talin að vera sú lang- fullkomnaista í Canada á allan foátt. Árangurinn af kenslu vorri hefir oss til mikillar ánægju sann- fært bæði sjálfa oss og aðra um að toenslan er sú rétta og sanna. —Skrifið eftir upplýsingum—allir hjartanlega velkomnir til þess að skoða skóla vorn og áhöld. GARBUTT M0T0R SCH00L, Ltd. City Public Market Building. CALGARY, ALTA. Komið til í)4 King Street og skoðið Electric Washing Machine Það borgar sig að leita upplýsinga Cíty Light & Power 54 King Street ___ < ■' ■ —m" —" ■■ ' * v‘Já, það er ekki ólíklegt,” svaraði lafði Chesney alvarleg. “Maður getuir aldrei vitað, upp á hverju maður finnur undir slíkum kring- umstæðum. Þeir eru flestir harla uudarlegir.” “Þú átt við, að hann í örvilnan sinni tæki upp á því að giftast svertingjastúlku, eða hvítri og rauðri bóndadóttur?” sagði Luce með lágum háðshlátri. “Þú þekkir ekki Drake; hann mundi aldrei giftast stúlku í lægri stöðu en hans sjálfs. Ef eg væri ekki hrædd um að sýnast sjálfelsk, þá mundi eg segja, að hann hefði þekt mig of lengi og elskað mig of heitt til þess að — en við skulum ekki tala meira um þetta. Máske forlögin sendi mér hann aftur; ef þau gera það ekki, þá skal eg reyna að ná honum aftur, ef ekki—” hún stundi og ypti öxlum. “ó, hve mig langar til að eiga smá- vindil. ’ ’ “Góða Luce mín, þú skalt fá einn,” svar- aði lafði Chesney hlæjandi. “Eg veit hvar reykingaherbergið er og eg skal sækja einn handa þér, góða stúlka.” Hún gekk inn og Nelly stóð upp. Hún gat eklri verið þarna lengur — hún hugsaði um, hvort hún ætti að segja þessari stúlku, að hún hefði óviljandi verið áheyrandi samtals hennar og lafði Chesney, og biðja hana fyrirgefningar. En í sama bili og hún hugsaði um þetta, kom maður út úr dyrunum. Það var Drake, og hún varð yfirburða glöð. “Ert það þú?” sagði hann, þegar hann sá kvenmann halla sér fram á handriðið. Lafði Luce sneri sér við, og birtan féll á anjllit hennar; hann hopaði á hæli og starði á hana. “Luce!” sagði hann með lágri rödd. Hún stóð jafn hreyfingarlans og lfkneskin litla stund. Önnur stúlka hefði hrokkið við og hrópað hátt af gleði og viðbrigðum með geisl- andi augum. Svo rétti hún báðar hendurnar að honum og sagði lágt: “Drake! Guði sé lóf!” 15. Kapituli. Líklega hefir hún aldrei á æfi sinni sagt “guði sé lof” með meiri fjálgleik en nú. Því henni hefir fundist, að fonsjónin veitti sér mikla náð með því að senda hann til hennar. Við á- lítum öll, að forsjónin beri meiri umhyggju fyr- ir okkur en nokkurum öðrum. Drake stóð stundarkorn og horfði undrandi á hana, svo tók hann hendur hennar. Hvað ann- að gat hann? Þau höfðu komið sér saman um að mætast sem kunningjar og vinir, og þess vegna tók hann hendur hennar brosandi. “Að hugsa sér, að eg skyldi finna þig hérna! Hvernig atvikast það, að þú ert hér, Drake?” spurði hún. Hún talaði jafn kunnuglega til hans og hún hafði áður gert. “Eg get gert þér sömu spurninguna, Luce,” svaraði hann alvarlegur, og notaði gamla, al- úðlega viðmótið.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.