Lögberg - 07.10.1920, Blaðsíða 6

Lögberg - 07.10.1920, Blaðsíða 6
bi*. e LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. OKTÓBER, 1920. Launcelot of the Lake. Framh. Svik Mordred við Sir Lancelot. \ Ef rita ætti um öll afreksverk og æfintýri Sir Lancelot, þá muildi þaÖ verða stór bók. Eins og sagt hefir verið áður, var hann ættaður frá Ben- wick á Frakklandi, sonur Ban konungs, sem þar ríkti, og segja sumir, að fyrsta nafn hans hafi verið Galahad. En að hann hafi síðar fengið nafnið Lancelot of the Lake. Eitt af fyrstu frægðarverkum hans var að hefna föður síns og frelsa fólk sitt undan stjóm T>g yfirráðum hins grimma Claudusar, sem hafði þá ríkt yfir arfleifð Sir Lancelot í meir en f jórð- ung aldar. Eftir að friður og eining var koiíiin á í Ben- wick, fór Sir Lancelot til Bretlands og til hirðar Arthur konungs, sem tók honum tveim höndum og gjörði hann að Round Table riddara sínum og, trúnaðarvini, og var hann valinn af Arthur kon- ungi formaður fömneytis þess, sem Arthur kon- ungur sendi eftir ástmey sinni Guenevere, og af því urðu þau og aðrir að súpa seyðið síðar meir, því frá þeirri stundu, er hann fyrst isá hana, unni hann henni hugástum, og það var hennar vegna, að hann neitaði ástum allra kvenna og lifði og dó ógiftur maður, og sætti sig við að halda uppi og auka við heiður Guenevere drotningar og berjast fyrir hana nær sem á þurfti að halda. En þar við hirðina var fólk, sem lagði það í vana sinn, að koma illu á stað á meðal*manna með umtali sínu og það fór að efast um trúmensku Sir Lanoelot gagnvart konunginum, og varð umtal það, er út af því spratt, til þess að koma Arthur konungi á kné og eyðileggja hið göfug verk hans. En það varð ekki fyr en eftir nokkuð mörg ár, og eftir að margir riddarar höfðu heiðrað konung- inn og drotningu hans með hreysti sinni og mann- dáð, og unnið mörg ágætisverk þeim og landi sínu til sóma, að Round Table félag Arthur konungs leið undir lok. Áður en Merlin hvarf úr tölu hinna lifandi og varð inniluktur í steininum af völdum hinnar flá- ráðu Vivien, hafði hann sagt margt fyrir, og boð- aði einn spádómur hans vá Arthur konungi. Því bann háfði sagt, að í komandi tíð mundi systursonur Arthur konungs verða valdur að etríði, sem hafið yrði á móti konunginum og að síðustu yrði í vesturhluta landsins, þar ,sem marg- ir af hinum frægu riddurum hans léti lífið. Á meðal systursona Arthur konungs var einn, sem Mordred hét, og hafði hann orð á sér fyrir ómensku og ódrengskap. Hann hafði aldrei unn- ið sér neitt il frægðar, né öðrum til góðs, og hann öfundaðist yfir velgengni annara riddara og hreysti. En af öllum riddurum Arthur konungs, var honum ekki eins illa við neinn eins og Sir Lancelot, sem allir aðrir riddarar konungsins elsk- uðu og virtu. Og enn fremur hataði Mordred Sir Lancelot sökum þess, að hann var í meira áliti hjá Guenevere drotningu en nokkur af hinum ridd- urum Ajrthur konungs. Að síðustu náði afbrýði og hatur svo miklu haldi á honum, að hann fór að bera út sögur unt ótrúmensku þeirra Sir Lancelot og Guenevere drotningar og að þau sætu á svikráðum við Arth- ur konung. Bræður hans, Sir Gawin og Sir Gareth, ávít- uðu hann mjög fyrir þetta uppátæki hanjs, og neit- uðu harðlega að leggja nokkurn trúnað á tal hans um ótrúmensku Sir Lancelot og droningarinnar. Sögðu, að Sir Lancelot, með umhyggju sinni um velferð drotningarinnar, vildi að eins efla hag og sóma konungs og drotningar. En þar var þriðji bróðirinn, Sir Agravain, sem því miður bar þung- an hug til drotningar og lézt trúa óhróðri þeim, er Mordred bróðir hans var að bera út, svo þeir bræðurnir, Mordred og 'hann, fóru á konungs- fund og klöguðu Sir Lancelot. Þegar Arthur konungur hafði hlustað á sögu þeirra, varð hann reiður við, því hann var tregur til að trúa óhollustu um alla sína riddara og ekki »ízt um Sir Lancelot, því hann unni honum mest þeirra allra. Hann rak bræðurna á burt með hörðum ávít- unum og bað þá aldrei framar koma á sinn fund með staðlausar slúðursögur um riddara sína, og sízt af öllu um Sir Lancelot og Guenevere drotn- ingu. Bræðurnir urðu að láta sér þessar viðtökur lynda og fóru af fundi Arthur konungs reiðari Sir Lancelot og drotningunni, sökum viðtöku þeirrar er þeir mættu, en þeir áður vopi, bg á- settu sér að nota hvert einasta tækifæri, sem kynni að bera að höndum, til þess að svala heift sinni á Sir Lancelot. Nokkru eftir þennan atburð fanst þeim tæki- færið berast upp í hendur sér. Konungurinn hafði farið að heiman til veiða. En drotningin sendi eftir Sir Lancelot til viðtals og gekk hann á fund hennar vopnalaus. Þá fóru þeir Agravaine og Mordred og fengu tfelf riddara sér til fylgdar, — sögðu þeim að sómi konungsins lægi við. Þeir földu sig í herbergi í höllinni, við ganginn er Sir Lancelot varð að fara eftir til herbergja drotningar, og þegar hann var kominn inn í herbergið til hennar og herhergis- dyrunum hafði verið lokað, komu þeir úr fylgsn- um sínum, börðu á herbergisdyrnar, þar seift þau drotning og Sir Lancelot voru inni, og hrópuðu svo allir í höllinni heyrðu: “Sir Lancelot, þú isvikari, kom þú tafarlaust út úr herbergi drotn- ingarinnar. Komdu út, því ótrygð þín við Arth- ur konung er opinber!” Sir Lancelot og drotningunni varð hverft við þessi læti, og fyrirurðu sig fyrir að slíkur hávaði skyldi gjörður út af því, að þau voru ein saman í herberginu, og meðan að þau stóðu í hálfgerðu ráðaleysi, endurtók Mordred hróp sitt: “ Sir Lan- celot, þú svikari, kom þú út og meðtak dóm þinn, dagar þínir eru taldir.” Sir Laneclot, sem reiddist meir fyrir hönd drotningarinnar en sína, mælti: “Þessi svívirði- legu hróp þoli eg ekki. Það er betra að falla, en vera svívirtur. Drotning, eg hefi leitast við að þjóna þér tsíðan að konungur minn, Arthur, gerði mig að riddara sínum. Bið þú fyrir mér, ef eg skýldi falla.” Að svo mæltu gekk Sir Lancelot að hurðinni og kallaði til þeirra, sem úti voru: “Góðu ’herrar, hættið þessum köllum. Eg skal opna dyrnar svo þið getið gjört við mig sem ykk- ur sýnist.” Og undir eins og hann slepti on-ðinu lauk hann upp hurðinni, en ekki meir en svo, að einn mað- ur gat komist inn í einu. Fyrsti maðurinn, sem réð til inngöngu, hét Sir Colgrevance frá Core, riddari mikill á velli og mikill fyrir sér. Hann réðst a$ Sir Lancelot í vígamóði miklum. En Sir Lanoelot, sem var vopna og verjulaus, hafði vafið dúk um hægri handlegg sér, afstýrði sverðshöggi frá Sir Col- gre^ance með þeirri hendi en greiddi honum svo mikið högg með þeirri vinstri í höfuðið, að hann féll til jarðar. Þegar Sir Colgrevance var fallinn, læsti Sir Lancelot hurðinni, færði mótstöðumann sinn úr herklæðunum, en fór sjálfur í þau, með aðstoð drotningar og þerna hennar. Á meðan þessu fór fram inni í herberginu hjá drotnin-gu, héldu þeir Sir Agravaine og Mordred áfram að úthrópa Sir Lancelot og drotninguna, svo þegar Sir Lancelot var hertýgjaður, kallaði hann til þeirra og bað þá hætta þessari óhæfu, og sagðist skyldi mæta hverjum þeirra sem væri eða öllum til samans daginn eftir, og sanna þeim á þann hátt, sem riddara væri vani, að áburður þeirra væri staðlaus. En enginn af þessum tólf riddurum þorði að mæta Sir Lancelot í einvígi eða í vopna viðskiftum, þar sem hann fengi að njóta sín, og ásettu þeir sér að vinna á honum vopnlausum þegar í stað. Þegar Sir Lancelot varð var við áform þeirra, lauk hann lierbergisdyrunum upp og hljóp út úr þeim með sverð í hendi og lagði því í gegn um fynsta manninn, sem fyrir honum varð, en það var Agravaine bróðir Mordreds. Og svo var hann á- kafur, að hann hætti ekki fyrr en hann hafði lagt alla riddarana að velli, sem í atförinni voru, nema Mordred, sem flúði eftir að Sir Lancelot hafði sært hann. Eftir að Sir Lancelot hafði lagt þessa menn að velli, ávarpaði hann drotninguna á þessa leið: “Drotning, eg get ekki haldist lengur við hér, því í kveld hefi eg eignast marga fjandmenn. Og þegar eg er farinn, er ekki gott að vita hvað illa fólk talar um þig, út af því, sem hér hefir gerst. Eg bið þig því að leyfa mér að taka þig með mér á einhvern annan stað, þar sem þú getur verið óhult.” “Þú skalt ekki leggja þig í meiri hættu mín vegna,” svaraði drotningin. “Forðaðu þér bara isem fyrst, áður en þeir fá gjört þeir meira ilt. Um mig er það að segja, að eg verð hér kyr. Eng- ir svikarar skulu koma mér til þess að flýja.” Svo Sir Lancelot sá, að hann gat ekki orðið drotningunni að neinu liði eins og sakir stóðu, og fór ásamt föruneyti sínu frá Oarlisle og beið á- tekta þar í nágrenninu. -------o-------- Rhamsinitus og auðæfi hans. Einhvern tíma í fyrndinni var konungur uppi ó Egytalandi og nefndist sá Rhampsdnitus. Hann var stórauðugur og ágjarn með fádæmum. Hvar -sem því varð við komið, píndi hann síðustu skildingana út úr þegnum sínum, og því meira fé er hann fékk, þess taumlausari varð ágimdin. — Heimili hans var fult orðið að gulli og silfri og daglega bættist við hrúgurnar, þar til hann að lok- um komst í standandi vandræði út af því, hvar fjársjóðuna skyldi geyma. Sendi hann þá eftir múrara og skipaði'honum að gera klefa einn mik- inn, gluggalausan, og í hurðar stað skyldi á honum vera munni með þungu bjargi fyrir, er velta mætti til og frá með fjaðramagni. Þegar klefinn var fullger, flutti Rhampsiiritus fé sitt þangað á laun. Út við veggina hlóð liann krukkum og keröldum þéttstoppuðum af gulli, gimsteinum og perlum, en á miðju gólfinu stóðu háir haugar fagurskygndra silfurpeninga. er lýstu upp að nokkru þennan gluggalausa stað og gerði hann jafnvel viðkunnan- legan. Konungur þóttist yera hamingjusamasti maður undir sólinni, gekk til hvílu með þeirri full- vissu, að fjármunum sínum væri þannig fyrir kom- ið, að hætta af þjófnaði hlyti að vera útilokuð með öllu. Skömmu seinna sýktist múrarinn, er gert hafði klefann mikla; kvaddi hann þá sonu sína tvo til fundar við -sig og mælti: “Heilsu minni fer daglega hnignandi og áður en langt um líður mun eg deyja, en vilji minn er sá,*að þér fáið að vita, áður en eg kveð, launungarmálið í sambandi við klefann, er eg gerði yfir fjármuni konungs. Það sem eg læt ykkur eftir, verður varla teljandi, því konungur hefir látið mig þræla alla æfi fyrir eins lítil laun og frekast var unt. En fari svo, að ykk- ur verði einhvern tíma féfátt, þá skuluð þið fylgja ráðum þeim, er eg nú gef ykkur. Við norðurhlið fjármunaklefans, sem snýr að garði konungs, liggur bjarg mikið, er þið niunuð hæglega finna með því eg hefi auðkent það. B-jargið má hræra til og frá með fjaðramagni án þess nokkur vegs- ummerki sjóist. Um munna þenna gengur Rhamp- sinitus í klefann og úr honum á næturþeli, svo eng- inn fái að vita hvar fjársjóðir hans séu faldir.” Fám mínútum eftir að múrarinn hafði sagt sonum sínum launungarmálið, gaf hann upp and- ann. Fóru bræðurnir því skjótt að ráðgast um nær gera skyldi atrennu að fjársjóðum konungs, með því að skildingamir, er faðirinn hafði þeim eftir látið, hrukku skamt fyrir mat og drykk. — Þeir _ ‘hugsuðu heldur ekkert um að spara — vissu að Rhampsinitus átti gnótt fjár og að þeir þyrftu ekkert annað en fylgja ráði hins látna föður. — Svo læddust þeir af stað nótt eina í glaða tungls- ljósi til klefans, þar sem geymd voru auðæfi Rhamsinitusar konungs. Fundu þeir brátt bjarg- ið, er lukti munnann, þrýstu því til hliðar og gengu inn. Þeir þorðu ekki að dvelja lengi, tróðu því í snatri alla vasa fulla af gulii og gimsteinum, færðu dyrnar í samt lag og flýttu sér heim. Sýndu þeir móður sinni alla peningana, er þeir höfðu stolið úr fjárhirzlu konungs og tóku svo á sig náðir. Næstu nótt lögðu þeir einnig af stað í hin- um sömu erindum og gekk svo koll af kolli marg- ar nætur í röð. Að lokum fór Rhampsinitus að gruna, að alt væri ekki með feldu, þóttist sjá að fjársjóðir sínir hefðu heimisóttir verið og ein- hverju af þeim stolið. Sérhvert sinn, ér hann kom í klefann, sýndust honum peningahrúgurnar minni og minni. Sagði hann þá við sjálfan sig: “Þetta er í meira lagi undarlegt. Hfer skyldi það vera, er stolið hefir af fénu? Enginn getur vitað hvernig hægt er að komast í klefann, og þó finst mér að fjársjóðir mínir fari stöðugt þverrandi.” Svo hugsaði hann, að þetta væri ef til vildi alt •saman hugarburður, en til þesis að ganga úr skugga um hvernig í öllu lægi, lét hann stóran bunka af málmpeningum í eitt klefahornið. En þegar hann kom í næsta sinn, voru þeir allir horfn- ir. Nú vissi konungur að þjófar höfðu aðgang að klefanum. Hann lét það ekki svo mikið á sig fá, með því að hann þóttist hafa fundið örugt ráð til þess að ná í þrjótana. Flutti hann þá að munn- anum gildru, er nægilega var kraftmikil til að halda mannsfæti. Nóttina á eftir komu synir múrarans enn til klefans í sömu erindum og fyr. Yngri bróðirinn gekk á undan g festi fót í gildr- unni; kendi hann hræðilegs sársauka, en þorði ekki að gefa frá sér hljóð sökum ótta við að Rhamp- sinitus konungur mundi vakna. Kallaði hann þá á bróður sinn og sagði honum hvernig komið var, að hann gæti ekki með nokkru móti losað sig úr gildrunni. “Nú eru góð ráð dýr, bróðir,” sagði hann; “högg þú af mér höfuðið og nem á brott. Þú verður að framkvæma þetta, hvort þér líkar betur eða ver. Gerðu eins og eg legg fyrir. Þekki konungurinn lík mitt, þegar hann kemur, þá lætur hann höggva af þétr höfuðið líka.” Eldri bróðirinn varð dapur í bragði og færðist undan í fyrstu, en sá að lokum einkis annars úrkosta, fullnægði hann því fyrirmælum bróður síns og flutti höfuð hans heim með sér. — Þegar nú Rhampsinitus næsta morgun kom til klefans, brá honum heldur en ekki í brún, að hann kom auga á höfuðlausan mann í gildrunni. “Þetta tekur þó út yfir alt,” hrópaði konungur upp yfir sig. ‘ ‘ Hérna liggur í gildrunni maður, sem stolið hefir úr fjárhirzlu minni, og er sá höfuðlaus. Einhver hlýtur að hafa verið í sam- verki með honum og flutt höfuð hans brott. Svo þeir eru þá enn eigi allir dauðir, er ræna vildu mig fé mínu.” Braut konungur nú heilann all- lengi um það, hvernig hann ætti að ná í sökudólg- inn, er sloppið hefði með herfang sitt. Skipaði hann því næst einum þjóna sinna að taka líkam- ann úr gildrunni og hengja upp á háan vegg, þar sem állir mættu sjá hann, og fól hermönnum sín- um að standa vörð. Lagði hann ríkt á við þá að athuga vandlega alla menn, er þangað kynnu að ganga, og ef þeir sæi einhvern staðnæmast þar og fella tár, þá að flytja þann til ®ín tafarlaust. Þegar eldri sonur múrarans kom heim, mátti hann til með að skýra móður sinni frá hvernig komið var. — Varð hún þá bæði hrygg og reið, og skipaði honum að sækja líkama bróður síns, svo hægt væri að jarða hann á sama stað og höfuðið. Margfaldaðist þó reiði hennar næsta morgun, er hún varð þess áskynja, að hermenn konungs höfðu hengt líkama sonar hennar upp á háan vegg; kvaðst hún ganga mundu fyrir konung og segja honum alla .söguna, sov fremi a, eldri son- urinn ekki færði sér líkama bróður síns. Sonurinn sýndist vera í standandi vandræð- um og eigi liafa minstu liugmyd um hvað til bragðs ætti að taka; ©á hann þó að eigi mátti við svo búið standa, rauk út úr húsinu eins og kólfi væri skotið, klyfjaði fimm asna með dýrindis vínum, er hann keypti fyrir þeninga konungs og lagði af stað. Hélt hann nú eins og leið lá þangað er hermennirn- ir gættu líkama bróður hans. Rak hann asnana lötur hægt með fram veggnum, þar sem líkaminn hékk, opnaði svo leður-sái fulla af víni og lét, án þess að nokkur varðnjannanna tæki eftir, smá- seitla á jörðina. Æptx hann nú hástöfum og bað hamingjuna að hjúlpa sér, reif í hár sitt, æddi um veginn ráðþrota eins og liann vissi ekki með nokkru móti fyrir hvern sáinn hann ætti að binda fyrst. Þegar hermennirnir vissu, hvað á seiði var, flykust þeir að múrarasyninum með hinni mestu áfergju, en í istað þess að hjálpa honum til að binda fyrir leðursáina, hlupu þeir aftur til her- búða sinna eftir bollum til þess að geta gert sér gott af hinum lokkandi vínelfum, er streymdu um grundina. Þeir drukku, drukku, og tæmdu hvern bollann á fætur öðrum. Þá gerði múrarasonurinn sér upp reiði og helti yfir hermennina skömmun- um, en þeir reyndu að mýkja skap lians á ailar lundir. Að lokum þaut hann með asna sína út af veginum, nam staðar og tók að lagfæra leðursáina á ný. En alt fór á sömu leið, varðmennirnir þyrpt- ust utan um hann sárþyrstir og fengu eina og eina flösku í senn. . Gerðust þeir nú kátir mjög, og kváðust eigi drekka vilja lengur, nema því að eins, að múrarasonurinn tæki þátt í veizlunni líka. Kvaðst hann það gjarna vilja og veitti nú kon- ungsmönnum miklu örar en áður. Hlógu þeir og ærsluðust um hríð, þar til á þá seig þungur höfgi og þeir féllu steinsofandi til jarðar.- Það var komið fram á niðanótt og eigi unt að greina hvað fram fór. Gekk múrarasonurinn þá hljóðlega að veggnum, þar sem líkami bróður hans hékk og tók hann ofan. Því næst gekk hann til hinna sofandi varðmanna, rakaði annan vang- ann á hverjum þeirra um sig, hvarf svo heimleiðis og afhenti móður sinni líkama ‘bróður síns. Morguninn eftir vöknuðu varðmennirnir af þungum svefni. Þeir núðu stýrurnar úr augun- um og gátu með engu móti í því skilið að líkaminn, sem þeim hafði verið falið að gæta, sást nú livergi, en langörðugast gekk þeim þó að átta sig á því, að allir, sem mættu þeim á leiðinni til konungis’, ráku upp roknahlátur. En er Rhampsinitus konungur fékk að vita um hrekkjabrögð múrarasonarins, varð hann óður og uppvægur og æpti hástöfum: “Hvernig á eg að fara að því, að geta haft hend- ur í hári þess slægvitra manns, er leikið hefir mig svona grátt?” Sendi hann nú menn út um alt ríki sitt og lét þá tilkynna opinberlega á strætum og gatnamót- um, að konungurinn hefði ákveðið að refsa ekki þeim manni, er stolið hefði úr f járhirzlu hans, og meira að segja heitið að gefa honum dóttur ,sína, svo fremi hann vildi segja sér með hverjum hætti hann hefði komist inn í Iilefann. Gekk þá múr- arasonurinn á fund konungs og sagði honum alla söguna, en Rhampsinitus leit á hann alvarlega og mælti: “Eg trúi því, að Egyptar séu betur gefnir en aðrir menn, en þú lilýtur að vera öllum Egyptum betur gefinn.” --------o-------- Kennarinn: Hverskonar fugl er hrafninn? Drengurinn: Söngfugl. Kennarinn: Hvernig getur þér dottið þessi vitleysa í hug? Drengurinn: Já, hann pabbi segir að hún mamma syngi eins og hrafninn. Læknirinn: Eg sagði yður í ,gær, frú, að.eg hefði enga von um manninn yðar, en nú hefi eg þá ánægju að skýra yður frá því, að veikin hefir breyzt og hann mun nú úr allri hættu. Frúin: Það er heldur skemtileg frétt, eða hitt þó heldur, og eg er nýbúin að selja sparifötin hans. . —Heimilisblaðið. --------o------- SKUGGSJÁ. í dal nokkrum í Kína lifa íbúarnir nær ein- göngu á því að framleiða vax. Vaxið fæst þó ekki af býflugum eins og hjá okkur, heldur af skordýra- tegundum, ,sem lykja um egg sín með hvítu vaxi. Sérstaka plöntu þarf að rækta til þess að fram- leiða vaxið eins og silkið, því skordýrin geta ekki lifað á hvaða plöntu sem vera skal. Strúturinn og kengúran eru fljótustu dýr á jörðinni.—Heimilisbl. Sambandið milli foreldra og barna í Japan gæti verið Evrópuþjóðum til fyrirmyndar. Ham- ingja barnanna er japönskum foreldrum fyrir öllu og börnin offra einnig miklu fyrir föður og móður. —■ Það er fremur sjaldgæft, að foreldrarnir safni auð handa börnum sínum, en þau ala þau upp í ströngum aga og iðjusemi. — Og börnin eru hlýðin foreldrunum, elska þau og virða og sjá vel fyrir þeim í elli þeirra. Sama á sér stað um tengda- foreldra og tengdabörn, ræktarleysi, sem svo oft á sér stað meðal vor vestrænu þjóðanna á þessum sviðum, væri algerlega óhugsandi 1 Japan.—H.bl.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.