Lögberg - 07.10.1920, Blaðsíða 5

Lögberg - 07.10.1920, Blaðsíða 5
LÓGBERG, FIMTUDAGINN 7. OKTÓBER, 1920. flokka og stétta. FramtiSarhagur borgara fylkisins er aö mínu áliti mikið undir ví kominn, hvemig undirtektir mál þetta nær, hvernig það gengur að útvega bóndanum, sem skortir rekstursfé til að vinna land sitt, ódýrari peninga og betri kjör en hann hingað til hefir átt kost á. Fyrir mitt leyti er eg bjartsýnn á úrslit þessa máls, ■— er meira að segja sannfærður að undirtektirnar verða þær glæsilegustu. Saskat- chewan fylki þarf að geta starfrækt öll sín fyrirtæki með eigin fé. Þeir peningar, sem nota þarf framfara- málum fylkisins til stuðnings, eiga ekki undir nokkrum kringumstæð- um að fara út úr fylkinu sjálfu, heldur vera í veltunni og ávaxtast þar. --------o-------- Gallar vorir. Eftir H. C. Spurgeon. Sá, sem hrósar sér af því, að hann sé fullkominn, er fullkominn í heimsku. Eg hefi farið víða um lönd, en aldrei hefi eg hitt nokk- urn fullkominn mann né galla- lausan hest, og hitti víst aldrei neinn slíkan fyr en tveir sunnu- dagar verða í einni viku. pað er ógerningur að fá hvítt mjöl úr kolapoka eða nokkuð alfullkomið úr mannlegu eðli. Sá, sem býst við einhverju slíku, gæti alt eins leitað sykurs í sjó úti. “Hann er dáinn—hann var góð- ur”, er gamalt orðtak. Vér eig- um nú einu sinni aldrei að segja nema gott eitt um framliðna menn — en þeir, sem eru á lífi — ja, þeir eru nú meira eða minna svert- ir með hinum svarta tjörubursta; það getum vér séð með hálfopnum augum. í hverju höfði er veikur staður og viðkvæmur og svartur dropi í hverju hjarta. Engin rós er án þyrna og hverjum degi fylg- ir nótt. Á sjálfri sólunni eru blettir og himininn heiðskír verð- ur skýjum hulinn. Enginn er svo vitur, að hann sé eigi nógu heimsk- ur til að fylla. heila búð á “hé- gómamarkaðinum.” Sjái eg ekki húfuna fíflsins, þá heyri eg þó bjöllurnar hringja. Ekkert sól- skin er án skugga, svo finst held- ur ekkert gott hjá manninum, svo, að eigi sé það blandið einhverju slæmu. peir, sem lögunum eiga að stýra, hafa líka sína smágalla; bæjarfógetarnir sjálfir eru ekki einu sinni hreinir og beinir engl- ar. Bezta vín er ekki án dreggj- ar. Allir menn hafa ekki galla sína ritaða á enni sér og það er vel farið, því ef svo væri ekki, þá myndi þurfa all-barðabreiða hatta. pað er eins víst og það, að egg er egg, að í hverju brjósti felst galli af einhverju tagi. pað er ekki hægt að segja fyrirfram, hvenær syndir einhvers mans muni komn- ar í Ijósmái, því að hérarnir stökkva vanalega fram úr fyigsni sínu, þegar minst varir. Fóthrum- ur klár hnýtur oft ekki, þó hann hlaupi spölkorn; en hnotgjarn er hann og fóthrumur eins fyrir því, svo að þeim, sem á honum situr, er bert að gæta allrar varúðar. Kötturinn Brandur situr ef til vill ekki við mjólkurfötuna og lepur úr henni rjómann rétt í þennan svipinn; en láttu mjólkurbúrið standa opið og þá verður þess skamt að bíða, að þú sjáir að hann geti stolið, engu síður en ketling- urinn. pað er eldur í tinnunni, hvað sem þér sýnist eða finst hún vera köld; siáðu hana með stálinu og þá skaltu sjá, hvort hún hefir það ekki til. Allir geta að sönnu ráðið þá gátu, en ekki eru allir eins varkárir í því að hafa púðr- ið sitt nógu langt frá neistanum. Ef oss kæmi öllum til hugar, að vér erum með ófullkomnum mönn- um, þá myndum vér ekki vera eins uppvægir ef vér verðum varir við galia í fari vina vorra. Ait, sem rotið er og fúið rifnar einhvern- tima sundur og brotin ker geta ekki verið vatnsheld. Sæll er sá maður, sem ekki reiðir sig á hold og bióð, hann verður aldrei fyrir vonbrigðum. Beztu menn eru þó aldrei nema menn, jafnvel ekki þeir, sem eru beztir allra og hið bezta vax bráðnar í eldinum. Góð- ur er sá hestur, sem aldrei skeikar i spori 0g góð er sú kona, sem aldrei kveinar né kvartar. En shkir hestar og slíkar konur eiga hvergi heima nema í paradís flón- anna, þar sem eplabúðingar vaxa a trjanum. Hér í þessum vonda heimi eru alt af kvistir í hinu beinvaxna tré, og hversu vel sem einhver hveitiakur er hreinsaður þa er þar þó að minsta kosti ein- hyer vitund af illgresi. Hinn var- karasti ökumaður kollekur sig bó stundum og hinn leiknasti mat- reiðslusveinn missir stundum nið- ur dropa, sem ekki næst aftur, og góður plógmaður, — eg hefi sjálf- ur komist að' sárri raun um það__ brýtur oft plóginn eða ristir skakt plógfar. pað er heimska að siíta sambandi við reyndan vin, af því að hann hefir eibn galla eða tvo, því að fyrir getur það komið, að þú fargaðir eineygðri hænu og keyptir þér alblinda hænu í stað- inn. En þar sem vér erum nú all- ir gallagripir, þá ættum vér að vera mjög umburðarlyndir hver við annan; vér búum allir í gler- hýsum og ættum því að vara oss á að kasta steinum hver í annan. Hver er það, sem getur gert að sér að hlæja ekki þegar steikara- pannan segir við ketilinn: “En hvað þú ert svartur!” Gallar annara manna ættu að sýna oss ó- fullkomleika sjálfra vor, því einn sauðurinn er öðrum næsta líkur, og hafi nágíanni minn stein í auga sér, þá hefi eg hann vafa- laust ílka í mínu auga. Vér eig- um að hafa náunga vorn að skugg- sjá, til þess að vér getum séð þar Jýti sjálfra vor og hreinsa svo úr voru fari þá galla, sem vér sjáum hjá öðrum. Eg get ekki liðið þá snyrtimenn sem stinga nefinu inn í hvers manns hús, til þess að þefa upp galla þeirra og taka með sér stækkunarger til þess að geta fundið hina smæstu galla. Slíkir og þvílíkir menn og konur ættu að líta betur eftir heima hjá sér, svo gæti farið, að þeir kæmu þá auga á djöfulinn þar, sem þeir sízt hefðu búist við. pað sem menn nú út af lífinu vilja sjá, það sjá menn MÍca að jafnaði eða þykjast hafa séð það. Hvít kýr er hrafn- svört, ef sá dutlungurinn dettur í auga þér á annað borð. Ef vér berum ilmvatn upp að vitum vor- um til lengdar þá fer svo að lok- um, að oss þykir það ilma illa. Miklu fegra hlutverk væri það, að minsta kosti öðrum mönnum til handa, ef veiðarar allra bresta náungans legðu af stað með spor- hunda sína til þess að leita uppi mannkostina hjá honum. Sú veiðiför mundi borga sig betur. Og þá stæði enginn viðbúinn á sléttum úti með heykvíslir til að reka veiðarana burtu frá siínum slóðum. Að því er bresti sjálfra vor snertir, þá þyrftum vér á stórri töflu að halda til þess að geta reiknað þá saman; en guði sé lof, að vér vitum hvert vér eigum að fara- með þá og hvernig vér eigum að hagnýta oss þá. Guð elskar oss, þrátt fyrir alla vora galla, ef vér trúum á þann, sem hann sendi, hans eingetinn son; þess vegna megum vér eigi örvilnast, heldur vona, að vér fáum að læra og lifa °g jafnframt að vera til einhvers gagns, áður en vér deyjum. pó að ýskri í kerrunni, þá kemst hún þó heim með hlassið á endanum, og húðarklárinn getur talsvert þjarkað enn, þótt hann sé hrumur að fótum. pað er ekki vert fyrir oss að leggja árar í bát og hafast ekkert að af þeirri ástæðu, að vér getum ekki gert alt, sem vér vilj- um. Hvort sem menn hafa nú bresti eða ekki, þá verður ekki hjá því komist að plægja, og það verða ófullkomnir menn að gera, annars förum vér á mis við alla uppskeru eftirkomandi árs. Jón má aldrei vera lélegur plægjari, englarnir koma ekki til þess að vinna verkið fyrir hann, og þá er hann til neyddur að ganga að því sjálfur. Pví eg segi: Af stað með þig, kunningi, áfram til starfa, nú gengur það!” — Heimilisblaðið. sínum, eignaðist Elín eina dóttur, Sigríði konu Kristjáns Hannes- sonar, sem hún lézt hjá og áður hefir verið frá skýrt. Og hafa þau góðu hjón með snild og prýði verið hennar athvarf og ellistoð fram að dauðastundu, hún aldrei frá þeim vikið. Árið 1887 flutt- ust þau hjónin, Ólafur og Elín, hingað vestur ásamt dóttur sinni Sigríði,- þá við aldur, og settust að í Winnipeg. Ólafur andaðist árið 1900 og þaða sama ár misti Elín sjónina, því blind lifði hún í 20 ár og rúmföst 7 síðustu ár æfinnar, og var krabbameinsemd í brjósti, sem þjáði hana tvö síð- ustu árin og sleit að lokum veika lífsþráðinn og færði hana frá myrkrinu til ljóssins, frá þraut- unum og langa lifsstríðinu til sælu og hvíldar. Var jarðsungin frá sínu gamla og góða heimili af tveimur prestum, séra Rúnólfi Marteinssyni og séra J. A. Sig- urðssyni og hvílir í Brookside grafreit þessarar borgar. Elín sál. var vel greind kona, fastheldin og stór í lund, sem margar ættsystur hennar frá gamla séra Bjarna verið hafa. Sí-vinnandi meðan birta gafst. Gerfiskona á velli og fríð sýnum á yngri árum, há vexti og tein- rétt, með hrafnsvart mikið hár og dökk, skörp augu, þá eg man hana fyrst. pessi minningarorð eru rituð af gömlum vin og samferðamanni í þeim eina tilgangi, að skyldfólk hennar, sem lífs er á íslandi, kannist við lát hennar, ef fyrir augu þeirra foer. L. G. Aðstoðarnefnd skóla- ráðs Jóns Bjarna- sonar skóla. Mrs. ELÍN TÓMASSON LÁTIN. Eins og áður hefir verið frá skýrt í íslenzku blöðunum hér vestra, andaðist Eiín að heimili dóttur-sinnar og tengadsonar, Mr. og Mrs. Kr. Hannesson, að 852 Banning str. hér í Winnipeg, 25. ágúst síðastliðinn. Var fædd seint í ágústmán. 1830, hefir því staðið rétt á níræðu, þá hún lézt. Elín var Sæmundsdóttir, Olafssonar, fædd á Einifelli í Stafholtstung- um, þar sem foreldrar hennar bjuggu. Móðir Elínar, kona Sæ- mundar, var Ragnheiður Bjarna- dóttir (á Bjargi), Bjarnarsonar prests á Mælifelli, sem margt manna er frá komið. Albróðir Elínar var Bjarnhéðinn, faðir Sæmundar læknis og frú Bríetar í Reykjavík. Föður sinn misti hún barn að aldri, 2 eða 3 ára. Eftir það ólst hún upp til fullorðinsára hjá Árna silfursmið Helgasyni á Brekku í Norðurárdal, sem þeirra stórmerku hjóna fósturdóttir, og þaðan mun hún hafa gifst í fyrsta sinn, en þrígift varð hún. Fyrsti maður hennar var Guðmundur Jónsson Oddssonar úr Stafholts- tungum ættaður. Eftir fjögra ára samvinnu misti hún hann og eign- aðist tvær dætur, og dó önnur fjögra mánaða gömul. Hin, Jór- unn að nafni, náði fullorðinsaldri og giftist Andrési söðlasmið, bjuggu í Reykjavík, eru bæði dá- in og eftirlétu eina dóttur barna, sem Elín heitir og himilisfestu hefir í Reykjavík. í annað sinn giftist Elín Guðmundi Guðmunds- syni pórðarsonar frá Eskiholti í Borgarhreppi, vel gefnum manni og hagorðum vel. Samvist þeirra að eins fá ár og eignuðust ekkert barn. 1 þriðja sinni giftist hún Ólafi,Tómassyni, einnig frá Eski- holti; hann var þá ekkjumað- ur, átti áður Rósu systur Guð- mundar miðmanns Elínar, og voru þeir systkinasynir, Ólafur og Guð- mundur. Með ólafi, síðasta manni Hér birtast nöfn þess fólks, sem beðiö er að vera í nefndinni og að- stoSa skólaráðiS meS fjársöfnun. Eg vil mælast til þess, að enginn finni sig móðgaðan af þvi að hann er hér nefndur. Þetta er ekki skipun, heldur aSeins beiðni. Eg var farinn af þingi áður en þessu varS ráöstafaS. Ýmsa, sem hér eru nefndir, hefi eg fundiS aS máli, og þeir .hafa lofaS. Fleiri eru þaö, sem ekki hafa áður veriö beönir, og sumir þessara hafa jafnvel færst undan. Ef þeir hafa samt verið nefndir er þaS vegna þess aö eg hefi ekki vitaö um aðra í þeirra staö. Vinsamlega vil eg mælast til að allir, sem ekki treysta sér til aö vinna þetta verk, sem þeir hér eru beðnir um, láti mig tafarlaust vita um þaS, og mér væri stór þökk á því, ef þeir vildu vera svo góöir aS benda á annan í sinn staS. Sumu ógætu starfsfólki hefi eg slept í þetta sinn af því mér þótti ekki rétt aö ofþyngja neinum meö of miklu starfi ár eftir ár. Sumir hafa veriS nefndir til þessa starfs nokkur ár og frá þeim aldrei komið svo mikiö sem stafur. Óefað geta allir gjört eitthvaö. Óskandi væri að enginn drægi sig í hlé á þessu ári. Á Iþví ríöur aö allir, sem ekki treysta sér til aö takast þennan starfa á hendur láti mig vita fljótt. Skamt er til 15. nóv. og þá hefir fjársöfnun vanalegast veriö um þaö gö byrja. Nöfnin eru þessi: Minnesota. St. Páls söfn:—Vigfús Anderson, Minneota. Vesturheims söfn; ,— Sigurbjörn Hofteig, Cottonwood. Lincoln söfn.: — P. V. Peterson, Ivanhoe, North Dakota. North Dakota. Pembina söfn.: — G. V. Leifur, Pemfoina. Grafton, söfn: — Mrs. Sivertson. Grafton. Lúters söfn.: — Vigfús Jónsson, GarSar. Víkur söfn.: — M. F. Bjarnason, Mountain. Fjalla söfn.:—Th. J. Thorleifsson, Milton. Péturs söfn.: — Jón Hannesson, Hallson. Vídalíns söfn.:—iFriðrik Erlends- son og Stígur Thorvaldson, Akra. Melanktons söfn.:—S. S. Einars- son, Bantry, N.D. Manitoba. Fyrsta lút. söfn.:—Mrs. Hansína Olson, Winnipeg. Skjaldborgar söfn.: •— Thorbjörn Tómasson, Winnipeg Selkirk söfn.: — Stefán Benson, Siguröur E. SigurSsson, Selkirk. VíSines söfn.: —• Jódís Sigurösson. Húsavík. Gimli söfn.:—Mrs. H. P. Tergesen, Gimli. Árnes söfn.: —• Bjarni Petursson, Arnes. BreiSuvíkur söfn.: — Mrs. Elín Johnson og Mrs. Ingibjörg Magnusson, Hnausa. BræSra söfn.: — Mrs. GuSrún Briem og Mrs. GuSrún Björns- son, Vindheimum, Riverton. Geysis söfn.:—SigurSur FriSfinns- son, Geysir; GuSmundur Berg- mann, Bifröst. Mikleyjar söfn.:—Mrs. Þorbjörg Paulson, Hecla. Ardals söfn.: — Mrs. HiólmfríSur Ingjaldsson, Framnes; Mrs. GuSrún Reykdal, Arborg. Viöir söfn.: — Magnús Jónasson, ViSir. Frelsis söfn.:—Sigurður Antonius- soon, Baldur; F. S. Frederick- son, Glenboro Fríkirkju söfn.: — C. B. Jónsson, Cypress. Immanúels söfn. (Baldur) :—J. K. Reykdal, Baldur. Glenboro söfn.: — A. E. Johnson, Glenboro. Lundar söfn.: — séra Jón Jónsson og GuSmundur Breckman, Lundar. Grunnavatns söfn.:—Stefán Arna- son, Otto; Philip Johnson, Stony Hill. Jóns Bjarnasonar söfn.:—Jóhann- es Jónsson, Dog Creek. Betaniu söfn.: — Siguröur Sigfús- son, Oak View. Betel söfn.; — Ólafur Thorlacius, Dolly Bay. Skálholts s.: — Arni Björnsson, Reykjavík. Hóla söfn.:— HeröubreiSar söfn.: — Mrs. Anna Baker og Bjarni Thompson, Langruth. Strandar söfn.: — Sveinn FriS- björnsson, Amaranth. Trinitatis söfn.: — Karl B. Thor- kelsson, Langruíh. Swran River söfn.:—Gunnar Helga- son, Sw'an River. Poplar Park söfn.: — Gestur Jó- hannsson, Poplar Park. Winnipegosis söfn.:—Ágúst John- son, Winnipegosis. Saskatchswan Lögbergs söfn.: — Gísli Egilsson. Lögberg. Konkordías söfn.: — Jón Gíslason, Bredenfoury. Þingvalla nýlendu söfn.:—Sigurð- ur Jónsson, Churchbridge. ísafoldar söfn:—Christian Paulson Gerald. Kristnes söfn.:—Thorlakur Björns- son, Kristnes. Sions söfn.:—Sigurður Sigurbjörns son, Leslie. Hallgríms söfn.:—Halldór J. Stef- ansson, Hólar. Elfros söfn.:—J. J. Sveinbjörnsson Elfros. Sléttu söfn.:—A. A. Johnson, Mo- zart. Immanuels söfn.: — Steingrímur Johnson og Gunnar Jóhanns- son, Wynyard. Ágústíns söfn.:—Eiríkur Helgason, Ivandahar. Alberta Markervillebygð: — Mrs. Kristin Maxson, Markerville. Edmonton söfn.: — Jón Jónsson, Edmonton. British Columbia Vancouver söfn.: — Arni Freder- ickson, Vancouver. Crescent söfn.: — SigurSur Christ- opherson, Crescent. Washington. Þrenningar söfn.:—Kolbeinn Sæ- mundsson, Point Roberts. Blaine söfn.:—Andrés Danielsson, Blaine. Hallgríms söfn.: — Hóseas Thor- laksson, Seattle. I VíkursöfnuSi aS Mountain, N. Dak. voru svo rífleg samskot viS guSsþjónustu, meir en $66, aS ekki er ætlast til neinnar almennrar f jár- söfnunar i þetta sinn; en nefndar- maður er þar kosinn til aö gefa þeim tækifæri til aö styrkja skól- ann, sem ekki áttu þá kost á því. Ennfremur er fjársöfnun lokiö i þetta sinn í Ashern og Reykjavíkur þygö. Vegna ókunnugleika, vissi eg, því miSur, ekki hvern skyldi nefna fyrir Hólasöfnuð. Winnipeg, 1. okt. T920. Rúnólfur Marteinsson Frá Islandi. fjölment samsæti 25. júlí á Brekku í Fljótsdal, sem gerð var aftur að föstu læknissetri í tíð Jónasar læknis og þá reist þar sjúkraskýli með læknisbústað. — Mæltu þeir Halldór bóndi Stefánsson í Ham- borg og Tryggvi ólafsson bóndi á Víðivöllum fyrir minni heiðurs- gestann og þakkaði Jónas læknir með snjallri ræðu. Heiðurskonur ýmsar stóðu fyrir samsæti þessu, sem fór fram með mestu rausn og prýði. — Héraðslæknirinn, ■ sem þarna býr, ólafur ó. Lárusson, var því miður eigi heima, þegar samsætið var haldið. — Stirð tíð og köld í fyrra mánuði. Góð síðan upp úr mánaðamótum. Samkomu átti að halda í Egils- staða skógi 1. ágúst, en hún fórst að miklu leyti fyrir sakir illveð- urs. — Grasspretta góð á úthér- aði, en léleg sumstaðar á upphér- aði. Nýting góð síðastl. hálfan I mánuð.—Hettusótt hefir gert vart ! við sig á 3 bæjum. Barst með ■ manni, sem kom frá Ameríku um j Skotland, og hafði verið tæpan ; hálfan mánuð þaðan og norður á Fjöll. Samgöngu varúð er höfð við heimilin. Væringja-skáli er nefndur skáli sem A. V. Tulinius framkv.stjóri hefir látið reisa skamt frá Lög- bergi í Mosfellssveit í sumar. Er hann einkum ætlaður Væringjum og er þar rúm fyrir 30 drengi. Séra Friðrik Friðriksson hefir seinni hluta sumars verið boðinn í prédikunar- og fyrirlestraferð um Norðurland og er þar enn. Blaðið íslendingur segir að hann hafi prédikað þar “með postulleg- um krafti og myndugleik.” —Lögrétta. (Eftir Vísi, 7.—12. sept.) Einar Helgason garðyrkjustjóri hefir ferðast um Austurland í sumar, að tillhutun Hins íslenzka garðlrkjufélags, til að leiðbeina mönnum í garðrækt, og er nýlega heim kominn. Vísir hefir hitt hann að máli og lét hann vel af ferðinni, sagði að garðrækt hefði aukist að miklum mun þar eystra hin síðari árin, matjurtarækt miklu meiri nú í Suður-Múlasýslu heldur en var fyrir ófriðinn, og í Norðurmúlasýslu hefði hún tals- vert aukist, en garðrækt væri þar þó minni en í suðursýslunni af eðlilegum ástæðum. Mörgum nýj- um skrúðgörðum hefir verið kom- ið upp bæði á Héraði og í Fjörð- um Mest kveður að þeim í Seyð- isfirði og Fljótsdal. Jarðepli hefir landstjórnin lát- ið rækt suður á Garðskaga í sum- ar. Var sáð í eitthvað 20 dag- sláttur og eru uppskeruhorfur fremur góðar. Menn þeir, sem gætt hafa garðanna í sumar hafa borið upp mikið af þara og þangi í hjáverkum og verður það notað til áburðar næsta ár. Óvíða hag- ar betur til jarðeplaræktar hér á landi heldur en á Garðskaga og þaðan hafa komið góð jarðepli. — Ekkjan Guðrún Filippusdóttir frá pingskálum á Rangárvöllum, andaðist í dag, 10. spt. Hún var systir ekkjunnar Margrétar Fil- ippusdóttur á Eyrarbakka, sem andaðist 7. þ.m. Samband ísl. heimilisiðnaðarfé- laga hefir ráðið ungfrú Halldóru Bjarnadóttur á Akureyri fyrir framkvæmdarstjóra sinn. — Ung- frúin er nýkomin hingað til bæj- arins og ætlar að tala um heimil- isiðnað á morgun í Iðnó. — Hún er mjög vel máli farin og hefir brennandi áhuga á því iofsverða fyrirtæki að efla og bæta heimil- isiðnað hér á landi. Af héraði er skrifað 15. ágúst— Jónas Kristjánsson héraðslæknir í Skagafirði, sem hér var áður hér- aðslæknir í 10 ár, 1901—1911, var hér á ferð í síðastl. mán. ásamt konu og dóttur. pau hjónin hafa eigi komið í Héraðið siðan þau fluttust til Sauðárkróks vorið 1911. Nú héldu Héraðsbúar þeim PURIty FLOUR Húsmóðirin hefir vissu fyrir “MEIRA BRAUÐI Og BETRA BRAUÐT’ pURrry FL0Ú& 98Lbs. ORandqm tOMO**' Brúkið það í næstu bakning yðar Margir íslendingar óskast til að læra meðferð bifreiða og gas-dráttarvéla á Hémphill Motor Schools. Vér kennum yður að taka í sundur vélar, setja þær saman aftur og stjórna bif- reiðum, dráttarvélum og Stationery Engines. Einnig hvernig fara skal með fiutninga-bifreiðar á götum borgarinnar, hvern- ig gera skal við tires, hvernig fara skal að við Oxy-Acetylne Welding, og Battery vinnu. Margir íslendingar sóttu Hemp- hill Motor Schools síðastliðin vetur og hafa fengið hátt kaup í sumar við stjórn dráttarvéla, fólks- og vöruflutnings bifreiða. Vor ókeypis atvinnuskrifstofa útvegar vinnu undireins að loknu námi. parna er tækifærið fyrir fslendinga að læra alls- konar vélfræði og búa sig undir að reka Garage atvinnu fyrir eigin reikning. Skrifið eftir vorum nýja Catalog, eða heim- sækið vorn Auto Gas Tractor School, 209 Pacific Ave. W.peg. útibú að Regina, Saskatoon, Edmonton, Calgary, Vancouver, Victoria, Toronto og Montreal. Stærsta kerfi í heimi af Practical Trade Schools. Tlie Fanious Manniquins of Basdail in "Cliu Chln Cliow" Stofnsett 1883 THE HOME OF THE HEINTZMAN & CO. PIANO OG VICTROLA Þrjátíu og sjö ára afmæli ^McLean Hljóðfærabúðarinnar Hátíðlegt haldið með opnun hinnar stóru, nýju Piano-búðar og margstækkuðum Gramaphone sýningarsölum. Að fögrum útbúnaði og fullkomnum, stendur nú engin slík verzlun framar þessari fyrirmyndar hljóðfæra-búð Vesturlandsins, og aðeins fáar standa henni jafnfætis á meginlandi Ameríku. Stöðug og óumbreytánleg “absolute reliability” verzl- unaraðferð, ásamt “one price” verzlunarfyrirkomulagi, og alger útilokun á skrum-sölum, hefir bygt um þessa nafn- _ kunnu verzlun, sem VERNDAR hag viðskiftavina sinna og veitir SANNA VIÐSKIFTA-LIPURÐ. FULLKOMIN HLJÓÐFÆRABÚÐ PIANOS, PLAYER-PIANOS, ORGANS, OG ‘EVERYTHING IN MUSIC” Vöruforði, húsakynni, afgreiðslulipurð og úrval í hljóð- færum, eiga engan sinn líka annarstaðar. Kiiiiiing af Kæðnm þeirra Pianos er vér seljum. Einka umbotSssala ð. hinum heimsfrægu HEINTZMAN & CO. PIANOS, vekur sér- stakt athygli 1 aCfertS vorri vitS Piano sölu. Piano sem allir geta veitt sér seld hjá oss, þé eigi önnur látin af hendi en þau, sem þrautreynd eru ati gæðum. SkrifitS eftir vertSskrá. Notnadeildln og deiltl hinna smærri hljóðfæra. Kennarar og atSrir Þeir er sönglist uhna geta ( fengtijiS |hjá Hss nótnablöð og bækur eftir vild. Einnig höf- um vér fullkomi'tS úr- val af öllum strengja hljótSfærum til notk- unnar í hljótSfæra- flokkum, orchestra, frá beztu verksmitSj- um í Evrópu og Am- , eriku. Victor verðskrá send SkrifitS eftir Condens- ókeypis þeim er æskja ed Catalog of Music. Victrola og Victor Hljómplötur þetta eru þær tvær tegundir sem mest ber á i heimi Gramo- phonanna, og fást I einkasölu í Victrola- deild vorri ."Uqused” Victor hljómplötur atS- eins seldar, og úrval vort þaB langstærsta I Vestur-Canada. Vér seljum á lágmarksverði alt árið um kring. J?að borgar sig að skifta víð McLean hljóð- færabúðina—nafnið er full trygging fyrir að þér verðið ánægð. 329 PORTAGE AVE., ‘The West’s Greatest Music House’ Dept. L. WINNIPEG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.