Lögberg - 21.10.1920, Blaðsíða 1

Lögberg - 21.10.1920, Blaðsíða 1
SPEIRS-PARNELL BAKING CO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta verð sem verið getur. R E Y NIÐ Þ AÐ! TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG Það er til myndasmiður í borginni W. W. ROBSON 490 Main St. - Garry 1320 33. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN . 2 OKTÓBER 1920 NUMER 42 Við höfum lög “Vér höf urn lögmál, og eftir lögmálinu á hann að deyja.” tíyðinga foringjar. VL j liöfum lög,—sig landinn á að beygja, þeirn lögum samkvæmt má hann þræla, deyja. Þeim ensk-fædda ber einkum hér að stjórna, hinn “útlendi” er hentugur—til fórna. , Við námum land, hér bygðum, plægðum, bárum, og borgarar við töldumst fyr á árum, Þeim rétti nú er rænt frá okkar konum, og rænt frá okkar börnum, dætrum, sonum. Við höfum lög—en landinn má ei kjósa, en landsins stjórn og yfirvöldum hrósa; því konur liafa ekkert vit á víni,— það vit er rnest hjá ensku drykkjusvíni. A stríðsins árum ýmsir mintu’ á skyldur, þá einkasonurinn var talinn gildur. En fylgdi enginn réttur slíkum raunum? Gaf ríkið þetta bezt að eftirlaunum? Þeir syðra veittu svörtum þrælum frelsi, en svona fjötra brezkir landann helsi. Og enginn myndi í átthögunum trúa að Islcndinga mætti þannig kúga. Þó gullhringar nú galtar prýði trýni,—r |)ó glæpsamlega |>rengt sé hér inn víni: "Við lifum það, að lyftist þrældóms skýla, að lævís stjórn hjá Bakkusi mun hvíla. Eg fylli engan flokk í þessu landi, og fjarri mér er skrílshöfðingja andi;— en hér er, bróðir, enska afturhaldið, og, íslenzk móðir, þetta’ er sonargjaldið! Jjg boða enga bylting nokkrum manni, eg boða’ og krefst með fullum rétti og sanni: Að Bretinn ræni ei rétti okkar mæður, að ríkislögin skoði okkur bræður! Jónas A. Sigurðsson. Helztu Viðburðir Síðustu Viku Canada. í sííSasta blaði gátum vér um, aS verzlunamefnd Canada hefði tek- ið í strenginn með sykurmyllun- um um að sporna á móti innflutn- ingi frá Bandaríkjunum á ódýr- um sykri, og léð myllueigendun- um alt þetta fylgi til þess að | halda sykurverðinu í að minsta kosti 19% centi pundinu. En þessi verzlunarnefnd, sem ekkert hefir látið til sín heyra í langa tíð og að því er menn vita ekkert gjört nema hirða laun sín úr landssjóði, var ekki ánægð með þetta, heldur gefur hún út skip- un um, að sykurverð í Canada skuli vera ekki 19% cent eins og myllueigendurnir báðu um, held- ur 21 cent pundið. — pegar þessi sleggjudómur verzlunar nefndar- innar kom út, varð fólk í landinu uppvægt og blöðin fordæmdu það. Afleiðingin varð sú, að stjórnin í Ottawa þorði ekki annað en setja úrskurð nefndarinnar til síðu, og hún gjörði það á Iþeim grund- velli, að nefndin hefði gengið skör framar en lögin leyfðu. Dóms- mála stjórinn kvað nefndina ekk- ert vald hafa til þess að ákveða fast verð á neinni vörutegund, og því skyldi þessi dómur hennar settur til síðu, og mælti svo fyrir að sykurverzlun skyldi frjáls og óháð eftir sem áður, þar til rann- sókn í málinu gæti farið fram, og var ákveðið áð hún skyldi hafin 20. þ.m. Myllu eigendurnir urðu þessu stórreiðir og til þess að ná sér niðri lokuðu þeir allir myllum sínum og neituðu að selja eitt ein- fsta pund af sykri fyrir neðan það sem þeir kalla sanngjarnt verð, það er sanngjarnan hagnað frá þeirra sjónarmiði. Samsæri fanga gegn Bowman fangaverði í Portage la Prairie hefir komist upp; ætluðu fjórir fangar að myrða hann og ná fang- e'lsis lyklunum, strjúka síðan og hittast aftur í Montreal. Félag hefir verið myndað hér í Winnipeg með $200,000 höfuð- stól til þess að setja á stofn hreindýra og moskus dýra bú norður undir Ishafi, og hefir fé- jagið leigt sér þar landspildu mik'la til þeirra þarfa. Hugmynd félagsins er, að nota flugvélar við ferðalög fram og aftur í sam- bandi við bú þetta. Viínsali einn í Kingston, Ont., sem lítið hafði orðið af vínföng- um til að selja, fór til Montreal, og keypti sér þar hest fyrir $100, leigði sérstakan járnbrautarvagn og bjó hann út eins og vani er að búa út vagna, sem frægir og verðmiklir veðreiðahestar eru fluttir í, stoppaði alt í kring um klárinn, svo ómögulegt væri að hann gæti slangrast neitt til eða melitt sig. Svo setti hann um- sjónarmann á vagninn og $100,000 virði af vínföngum og komst kllakklaust með alt heim til sín. í síðustu viku brutust þjófar inn í Union bankann í Winkler- þorpinu hér í fylkinu og stálu $19,000. Gjaldkeri benkans, Wil- liams að nafni, svaf í bankanum, létu þjófarnir hann ljúka upp ytri hurð öryggisskápsins, en innri hufrðinni gat hann ekki lokið upp svo þeir sprengdu hana upp. En áður en þeir gerðu það, báru þeir gjaldkerann bundinn í rúmi sínu út úr byggingunni; þrjár tilraun- ir urðu þeir að gera áður en þeim tókst 'að sprengja upp hurðina á öryggisskápnum og voru þeir að bauka við þetta í hálfan annan klukkutíma, en á meðan stóð einn áf þessum félögum úti fyrir dyr- um bankans d& rak menn, sem heyrðu til innbrotsþjófanna og komu út úr húsum sínum, inn aft- ur með harðri hendi, því verkið var framið að nóttu til. Einhver kallaði lögreglumann bæjarins upp í síma og sagði honum hvað væri verið að gjöra, en hann hreyfði sig ekki unz þjófarnir voru allir á burt, sagði að hann hefði ekki getað komist burt frá heimili sínu, því kona sín hefði ekki með neinu móti viiljað láta sig fara. Verið er að rannsaka mál þetta, en þjófarnir hafa ekki náðst enn. Stjórnin í Ontario er að gera tilraun til að fá 50,000 bændur og vinnumenn vana landbúnaði til að flytja inn í fylkið frá Eng- landi og setjast að í fylkinu. Um- sjónarmenn innflutnings segja, að yflikið skortði í vetur að minsta kosti tuttugu og fimm þús- und vinnumanna, er kunni til venjulegrar sveitavinnu Einnig hefir stjórnin í hyggju að setja á fót innflutninga skrifstofur í Danmörku, Noregi, SVíþjóð og Hollandi. Hon. G. H. Malcolm, hinn nýi landbúnaðar ráðherra Manitoba- stjórnarinnar, sem lögum sam- kvæmt varð að sækja um endur- kosningu eftir útnefningu' hans í ráðuneytið, hlaut kosningu gagn- sóknarlaust í Birtle kjördæminu, sem hann hefir verið þingmaður fyrir síðan árið 1909. Eldur kom upp nýlega í Can- adian Cereal byggingunni í Til- sonborg, Ont, og olli $500,000 tjóni. Bandaríkin Samuel Gompers, forseti verka- manna sambandsins í Ameríku, hefir fyrir skömmu gefið út yfir- lýsingu þess efnis, að American Federation of Lábor þverneiti að hafa nokkur mök við æsingafé- lagsskap verkamanna í Norður- álfunni Heildsöluverð í Bandaríkjunum hefir stöðugt verið að lækka und- anfarnar vikur, og þótt lækkunar- innar hafi gætt tiltölulega lítið í smásölu hingað til, þá spá því öll helztu verzlunarrit, að áður en langt um líði, muni margar lífs- nauðsynjar verða seldar á svip- uðu verði og viðgekst fyrir stríðið. Sykur hefir alt af verið að falla í verði íí Badaríkjunum. Er mælt, að sökum lækkunarinnar hafi verðgildi núverandi sykurbyrgða fallið um tvö hundruð og fimtíu miljónir dala. Látinn er fyrrum Senator W. Murry Crane, að heimili sínu, Dalton, Mass., sextíu og átta ára að aldri. í síðastliðnum september mán- uði komu til Bandaríkjanna 85,394 nýir innflytjendur. Er það lang- hæsta talan á einum mánuði síðan ófriðurinn hófst. Wilson forseti hefir sent út á- varp til þjóðar sinnar um að veita þjóðasambandinu fylgi við næstu forsetakosningar. Tollar af skipum, sem um Pan- amaskurðinn fóru í september- mánuði síðastliðnum námu fullri miljón dala. Samkvæmt hagskýrslum Banda- ríkjanna hefir fjölgun fólks í eft- irgreindum ríkjum orðið þessi á gíðustu tíu árum: Kentucky, 2,- 416,013, fjölgun 126,108; North Þakota: 645,730, fjölgun, 68,674; New York: 10,384,144, fjölgun 1,270,530; New Jersey: 3,155,374, fjölgun, 618,207; Texas: 4,661,027, fjölgun 764,485; Idaho: 431,826, fjölgun 106,232; Arizona: 333,273, fjölgun 128,919; Kansas: 1,769,- 185, fjölgun, 78,236; North Carol- ina: 2,556,486, fjölgun 350,199; West Virginia: 1,463,610, fjölgun 242.491. \ Sektardómur sá, er undirréttur kvað upp fyrir nokkru yfir William D. Haywood (Big Bill) og níutíu og þremur öðrum æsingamönnum I.W.W., hefir nú verið staðfestur í áfrýjunarrétti Bapdart'kjanna. Lands afurðir í Bandaríkjunum hafa fallið í verði síðastliðinn mán- uð sem svo nemur 15.6 af hundraði. Póstmála ráðherra Bandaríkj- anna Burleson hefir skipað Carlyle póstmeistara að setja niður kaup 450 pósthús iþjóna þeirra sem höfðu frá $2,000 — $3,000 í árslaun. Læknishjón í New York sem eiga dýrt og veglegt heimili, tóku sér ferð á hendur í sumar sér til skemt- unar og hvíldar, en á meðan þau voru í burtu leigðu þau íbúðarhús sitt með öllum húsmunum til álit- legs leiguliða. Þegar læknishjónin komu heim um daginn fóru þau heim að húsi sínu og ætluðu inn, en leiöandinn var enn ófarinn úr hús- inu og kvaðst hvergi fara, og það væru heldur ekki til nein lög sem heimiluöu húseiganda að reka leigj- endur sína út á götuna undir vetur- inn. Læknishjónin vildu ekki hætta á lögsókn í málinu og hafast nú við í litlu kvistherbergi þar í borginni. Kona ein, ung, í Chicago giftist tveimur mönnum og bjó með þeim báðum, því svo stóð á að annar maðurinn vann á nóttunum en hinn á daginn; menn þessir áttu tvö heimili og voru báðir hinir lukku- legustu, þeir unnu baki brotnu, og af því nú er kaupgjald hátt þá græddust báðum nokkuð fé, og fengu þeir konu sinni peningana til þess að leggja inn á banka. Annar þessara manna átti heima að No. 9 East Superior St., hinn að 720 North Street. Svo vildi það til einu sinni að maðurinn sem heima átti að No. 9 East Superior Street, inætti konu sinni og manni her.nar No, 2 þar sem þau voru á gangi eftir götu í borginni. Lenti i ilt á milli mannanna svo þeir börðust, voru teknir fastir fyrir ósiðferöi og settir báðir í sama fangaklefann þar fóru þeir að tala um sínar sak- ir og komst þá upp hvernin ástatt var tilkyntu þeir lögreglunni og var þeim þá slept. Þegar mennirnir komu heim til sín var frúin öll á kurt með skildingana þeirra. Nýútkomin manntalsskýrsla í Bandaríkjunum sýnir fólksfjöldan >ar árið 1929 að vera 105,683,108. Eins árs 'betrunarhús vist eiga þeir menn í New York sem stór- hýsi eiga og leigja þau út til ann- ara í vændutn ef þeir ekki sjá um aö 68 stiga hiti sé í þeim frá kl. 6 á morgnana til kl. 10 á kveldin þegar 50 stiga kuldi sé úti, eða kaldara, eftir þvi sem heilbrigðisnefnd borg- arinnar hefir ákvéðið. Lögfræðingur að nafni Galagher sem í þjónustu Bandaríkja stjórn- arinnar hefir verið að rannsaka verð það er gestgjafar, og þeir er máltíðir selja setja á varning sinn, segir að gestgjafa hús eitt í Boston Mass., hafi selt 2 tómötur sem hýðiö var tekið af á $1.70. ---------0-------- Bretland Eitt ptórkostlegasta og yfir- gripsmesta verkfall, sem sögur fara af, stendur yfir á Bretlandi um þessar mundir og hófst síð- astliðinn laugardag. Enn sem komið er eru það aðalega menn, er í kolanámum vinna, sem lagt hafa niður störf, og nemur tala þeirra fyllilega miljón. Verkfall þetta hefir lengi vofað yfir, og margítrekaðar tilraunir til sam- þomulags gerðar af hálfu beggja ^ðilja — stjórnar og námumanna, en að lokum fóru samkomulags til- raunir allar út í veður og vind. Ástæðurnar, sem námamenn byggja verkfallið á, eru tvær; hin fyrri krafa um nokkru hærra kaupgjald, en hin síðari og veiga- meiri sú,að ríkið taki í sínar hend- ur starfrækslu allra kolanám- anna tafarlaust. Fyrri kröfunni hafa námamenn fengið fullnægt, eða því sem næst, hafa fengið 'kauphækkun, er nokkrir af fyrir- Jiðum þeirra telja viðunandi, þó ekki sjálfur aðal foringi þeirra, Robert Smillie; en síðari kröfunni hefir ráðuneyti Lloyd George’s þverneitað. — Tveir nafnkunnir verkamanna foringjar, J. H. Thomas ög J. R. Clynes, sá er um hríð hafði á hendi vistamálastjórn á Bretlandi meðan á stríðinu stóð, hafa reynt og reyna enn að gera alt sem í þeirra valdi stendur til að miðla málum, en hafa þó enn sem komið er orðið í minni hluta. — Komist miðlun eigi á innan skamms, er talið víst að járbraut- arþjónar um alt ríkið leggi einnig niður vinnu, svo og hafnarþjónar, og fara þá málin að vandast fyrir alvöru. — Stjórnin hefir þegar bannað algerlega útflutning á kol- um og er búist við útflutn.banni á matvælum þá og þegar, ef verk- fallinu linnir eigi því fyr. — pingið hefir tekið vandræðamál þetta til meðferðar, en fréttir eng- ar fengnar af undirtektunum. — Síðustu fregnir telja allar málamiðlunar tilraunir af þings- ins hálfu árangurslausar. liggur hættulega vikur af slöngu- --------------o------- Hvaðanœfa. Alexander Grildcja konungur liggur hættulega veikur af löngu- biti. Síðustu fregnir telja vafa- mál mikið hvort hann muni fá haldið lífi. pess er enn fremur getið, að í þvlí falli að hann deyi, muni Constantine faðir hans setj- ast aftur í hásæti. Fólksfækkunin á Frakklandi var alvarlegt umhugsunarefni (þjóðar- innar; áður en stríðið skall á þá voru dauðsföllin miklu tíðari en fæðingar. Á nýju frumvarpi sem leggjast á fyrir næsta þing þeirra má sjá að þetta spursmál en nú enn tilfinnanlegra fyrir þjóöina en það áöur var. Frumvarpið fer fram á að byggja elli styrk vinnu fólks og bænda sem í hjúskap ganga á því hve mörg börn það á, þannig að lægsti elli- styrkur foreldra sé ákveðinn 100 Frankar á mánuði, sem hafa átt eitt eða tvö börn, 150 Franka til þeirra sem hafa átt þrjú, 200 til þeirra sem átt hafa fjögur, 25ö til þeirra sem fimm hafa átt og 300 til þeirra sem átt hafa sex böm. Ástæður fyrir þessari aðferð gefa þeir þær að hægra sé fyrir ógift fólk að safna fé til elli áranna held- ur en fyrir foreldra sem ala upp mörg börn, og íþað sem ríkinu ríður mest á pr að’ fólkið skilji að fram- tíð þjóðarinnar, og velferö, er und- ir fjölgun og þrótt ungdómsins komið. Fleiri hlunnindi er foreldrum sem eiga fjögur eða fleiri böm veitt svo sem ódýr fargjöld með járn- brautum og með ívilnan með skatt álögur. Fjórir farþegar löggðu af stað frá Thoringy á Frakklandi og vestur um haf til Ameríku. Var það maður að nafni Eugene Arcean. Hann er átta fet og sex þumlungar á hæð og vigtar 380 pund; kona, sem Gerty Mills heitir átta fet og 1 þumlung á hæð og vigtar 280 pund ; Louis Henry blindur maður, en svo fljótur að reikna í huganum að undrun sætir; og handarlaus mað- ur sem er æfður í líkamsæfingum. Fólk þetta ætlar að ferðast með “circus” hér í landi. Prinsessa Alexandra Victoria, tengdadóttir Wilhjálms þýzkalands keisara fyrverandi, sem nýlega fékk skilnað frá manni sínum, hefir nú gifst Fritz Meyer fyrverandi vagn- stjóra föður síns. Er sagt að æfin- týrið hafi byrjaö áður en stríðið skall á að hann keyrði keisarfjöl- skylduna. Frakkneski rithöfundurinn nafn- frægi, Anatole France, sem er 76 ára að aldri, kvongaðist hinn 12. þ. m., Mademoiselle Emma La Pre- votte. General Wrangel, sá er gegn Bolshevikum berst á Suður-Rúss- landi, hefir tekum tuttugu þús- undir mótstöðuhersins til fanga á vígstöðvunum nálægt Alexandr- ovsk; hefir hann þar með náð á vald sitt hinum nafnkunnu kola- námusvæðum, sem kend eru við Donetz. Ukraniumenn hafa unnið að því í sameiningu við Pólverja, að berja á Bolshevikum og hafa bor- ið sigur úr býtum því nær undan- tekningarlaust. Meðal annars er þess getið, að þeir hafi tekið borgina Kiev, en þar hafa Bolshe- vikar setið um hríð með aðail- herstjórn sína á því svæði, en nú orðið að hörfa langt austur á bóginn. Trotzky ber sig þó borg-. inmannlega og lætur það boð út ganga að hann ætli sér innan skamms að eyðileggja allan her Wrangels. Innanlands óeirðir á Rússlandi sýnast verða yfirgripsmeiri með hverjum deginum er líður. All- víða hafa bændur gert uppreist gegn þeim “rauðu” og neita að iylgja lengur óaldarstjórinni. Lenine yfirráðgjafi Bolsheviki- stjórnarinar sýnist hafa orðið íheldur en ekki smeikur, er hann fékk að vita allan sannleikann um sigurvinningar Pólverja á hinum ýmsu orustusvæðum. Hefir hann nú sent keisarasinnum ávarp og skorað á þá að veita sér liðsinni, því tilvera Rússlands leiki á þræði. Símfrétt frá Peking telur þrjátíu miljónir manns í Kína líða hungurs- nauð og dagleg tala dauðsfalla nemi þúsundi. Allmargir bændur á Sikiley hafa slegfð eign sinniá óræktuð land- flæmi án þess að spyrja stjórnina leyfis. Hollenzka stjómin hefir ákveðið að Wilhelm, fyrrum keisari Þýzka- lands verði að greiöa tekjuskatt af Takið eftir! pakklætis guðsþjónustur um- hverfis Langruth: í Langruth 24. okt. kl. 3.30 e. h. Á Big Point þann 31. og við Beckville 7. nóv. sex hundruð þúsundum dala, en slikt er mat árstekna hans. Italska stjórnin hefir útnefnt Baron Carlo Aliotti til sendiherra í Bandaríkjunum. Sendiherra sambönd eru nú kom- in á að nýju milli Þjóðverja og rakka en þau hafa slitin verið í meira en sex ár. Hinn nýji sendi- herra Þjóðverja í Paris heitir Wil- helm Mayer von Kaupbueren. Fregnir frá Róm segja að banka- þjónar viðsvegar á Italíu hafi stofnað með sér voldugt félag í þeim tilgangi að ná í sínar hendur umráðum yfir fjármálum þjóðar- innar. Frá Mexico City hafa þær fregn- ir nýlega borist að eftir að þingið com saman og til kosningar þing- forseta var gengið hafi það skýrt komið í ljós að flokkur Obregon's njóti meirihluta traust i báðum deildum. Sameinuðu verkamannafélögin frönsku hafa fallist á með 1,478 at- kvæðum gegn 602 að leita samvinnu við samskonar félög í Moscow i þeim tilgangi að knýja fram þær kröfur sinar að verkamenn fái op- inbera hluttöku i starfrækslu alira iðnaðarfyrirtækja og gróöahlut- deild í þeim. Baron Goto fyrrum utanríkisráð- herra i Japan, ávítar narð’ega ýms stærri dagblöð þjóðar sinnar fyrir tortryggni og kulda í garð Banda- ríkjann, og telur sennilegt, þótt enn sé ei uppvíst orðið, að slikt fias standi '1 einhverjum samböndum við forsetakosningaar þær í Bandaríki- unum, er fyrir innan skamms fara i hönd. ------0------- Frá Islandi. Rúnastein gamlan, um 300 ára, hefir pjóð- menjasafnið nýlega fengið norð- an úr Stórholtskirkjugarði í Fljót- um, þar sem Eðvald verzlunarstj. Möller fann hann í hitt ið fyrra. Steinninn er blágrýtisdrangi fimm strendur og er áletrunin í 2 lín- um á einum fletinum; hún hefir verið ráðin þannig: Hjer hvíler under Thomas Brandarson, hvörs shál Gud vardveite under sinne blessan á (himnum?).—Er steinn- inn eflaust lagður yfir Tómas, bónda í Tungu í Stíflu um 1600, Brandssonar ins ríka, Helgasonar —ísafold. M. P. Reykjavík 20. Sept. ’20. “Actia” heitir ný prentsmiðja, sem stofnuð er hér í bæ og nýlega er farin að starfa. Hefir hún bækistöð sína I Mjóstræti 6. Eru það prentarar úr ísafoldar og Fé- lagsprentsmiðju, sem standa að fyrirtækinu. Hefir prentsmiðjan vélaf af nýjustu gerð, og mun því frágangur allur hinn bezti á því, sem hún vinnur. í fyrradag var bærinn gaslaus. Kom iþað í meira lagi á óvænt, því ekkert hafði verið tilkynt um það áður, að loka ætti fyrir gasið. Geta allir skilið, nema ef til vill gasstöðvarstjórinn, hve bagalegt slikt er fólki, og er það í sjálfu sér alveg óafsakanlegur trassa- skapur. pví er borið við, að kolin framleiði ekki nægilega mikið gas og má það vel vera. En það hlýt- ur gasstöðvarstjórinn að hafa vit- að áður en bærinn varð gaslaus, og hefði þá mátt búast við því að hann tilkynti það. Sú fregn hefir borist hingað til bæjarins frá Kaupmannahöfn, að hið stóra og þekta verzlunarhús þar, Magasin du Nord, sé í þann veginn að kaupa Vöruhúsið af Jensen-Bjerg. Fylgir það fregn- inni, að ferð Vetts forstjóra hing- að á dögunum hafi verið í sam- bandi við kaup þessi. Mun Maga- sin du Nord ætla að koma hér á laggirnar útibúi. íslandsbanki hefir látið höfða mál gegn Ólafi Friðrikssyni rit- stjóra út af greinum þeim um bankann, sem birst hafa eftir hann. pórður kakali kom frá Ingólfs- firði í vikunni. Hefir hann stund- að þar síldveiðar í sumar. Seagull kom og frá Siglufirði, hefir veitt 3300 tunnur. Eru nú síldveiði- skipin óðum að hætta veiðum. En þó halda enn nokkur áfram og er orðinn ágætur afli í sumar á suma vélbáta, alt að fjögur þús- und tunnum. Svalan er nú að lesta fisk hér við uppfyllinguna, er fara á til Spánar. pó fullfermir hún sig ekki hér, en tekur fisk til viðbótar á ýmsum stöðum á Austurlandi. Maður að nafni Guðjón Jónsson hvarf fyrra sunnudagskvöld. Átti hann heima í Vestra-Gíslaholti hér í bænum. Sást hann síðast á gangi á hafnarbakkanum. Nýlátinn er Björn bóndi á Brekku í Biskupstungum; mesti sæmdar og dugnaðarmaður. Hann lézt úr krabbameini. Vinnunni við rafmagnsstöðina miðar vel áfram. Vinnur þar fjöldi verkamanna. Er nú búist við að vélarnar muni koma með einhverju næstu skipa og verður þá þegar farið að koma þeim fyr- ir. Daglega er unnið að því að leggja þræðina í göturnár og geng- ur það og mæta vel. Sauðfé sem nú er að koma úr . sumarhögum, kvað gera mikinn usla í görðum og túnum bæjar- búa, Er það tilfinnanlegur bagi, þeim sem fyrir verða og tjón mik- i;5, og ætti sem fyrst að taka í taumana og vernda garða bæjar- ins fyrir fénu. Veganefnd hefir ákveðið að leggja Fjólugötu ,yfir Thomsens- tún með vatnsæðum og ræsum, ef lóðaeigendur fyrir ofan hana borga í bæjarsjóð 2 króna gjald af hverjum fermeter lóðanna. 30 ára kennaraafmæli átti Guð- laug Arason 15. þ.m. Var henni í tilefni af því færð myndarleg gjöf frá ýmsum borgurum bæjar- ins. Skólablaðið, ágústheftið, er ný- komið út og flytur að þessu sinni grein um Pálma Pálsson yfirkenn- ara, aðra um dr. Maríu Montes- sori, eftir frú Aðalbjörgu Sig- urðardóttur; eftirtektaverð grein. Fáein orð um beygingu vissra nafnorða með viðtengdum greini, bundið mál og óbundið, eftir Hall- dór Briem og “Kennarastöður.” Kennaraskort allmikinn lítur út fyrir í farskólahéruðin. Eru þau alls um 170 á landinu, en að eins hafa 40 sótt um farkennara- stöðurnar. Hvorttveggja mun um valda, að farkennaralaun eru enn lág, og þeir kennarar eru á sí- feldum hrakningi. Sólrún og biðlar hennar heitir saga, sem nýkomin er í bókaverzl- un Arinbjarnar Sveinbjarnarsonar eftir Jónas Guðlaugsson. Er hún upphaflega skrifuð á dönsku, en Guðm. Hagalín hefir þýtt hana á lislenzku. “Sælir eru einfaldir,” hina nýju skáldsögu Gunnars Gunnarssonar, hefir porst. Gíslason ritstjóri keypt til prentunar og birtist hún nú í Lögréttu. Sagan er nútíma saga úr Reykjavík og mun áreið- anlega verða mikið lesin og keypt, er hún síðar meir kemur út sér- prentuð. Tvö bifreiðarslys urðu um fyrri helgi, annað á hafnarbakkanum, er maður varð milli skips, sem verið var að skipa upp úr, og flutnings bifreiðar. Var það Júlíus sá, er áður var dyravörður í barnaskólanum, En hitt slysið varð uppi Mosfellssveit, á þann veg, að hestur fældist og hljóp á bifreið. Meiddist bæði maðurinn og hesturinn allmjög, en bifrsið- in skemdist.—ísafold. ('Framh. á 5. bls.) ---------0-------- “Gleym mér ei.” pettp litla ljóð mun vera eitt af siðustu kvæðum Matth. Joch., ort 28. júní í sumar. Birtist kvæðið í blaðinu fslendingur og þaðan tek- ið með leyfi höf. upp í Akureyrar- arblaðið Dag. og hér prentað eft- ir því.: Blessaða sjón! pví úr blágresi brosir mér enn bani dauðans! og “gleym mér eigi” guðs eilífa ást og speki huggar mitt hjarta með himn- eskri sýn. Alt hið helgasta, alt hið sannasta birtist oss börnum á blómstur- máli; það las Jesús á Jórdansbökkum og guðvitringar við Gangesfljót. Drottins dýrð er ei dulspeki, ekki mannvit, ekki vísindi, hún er “gleym mér ei” þeirra guðsbarna, er bana dauðans blindandi sjá. Áhrær mín augu, eilífa ljós, svo sjáandi sjái blindur, hvernig guðs augu geta stafað fyrir alt myrkur eilífa dýrð.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.