Lögberg - 21.10.1920, Blaðsíða 4

Lögberg - 21.10.1920, Blaðsíða 4
£1*. 4 LöGBIURG, nMTUDAGINN 21. OKTÓBER 1920 Vígslóái. Til vor hefir borist l.jóðakver, með þessu nafni, eftir skáldið Stephan G. Stephansson, búið undir prentun af dr. Guðmundi Finnboga- syni, kostað af Ársæl Árnasyni, og prentað í Guttenberg prentsmiðjunni í Reykjavík á Is- landi, á þessu drottins ári 1920. Fiins og nafn kversins bendir til, þá hljóða þessi ljóð, sem eru 19 talsins, um stríð, aðallega um stríðið nýafstaðna. En þó bregður skáldið sér fleiri þúsund ár aftur í tímann ,og leiðir fram fvrir sjónir lesandaní heiftina og herand- ann í gerfi ÁJtssur, eða Ássverus, hins grimma stríðsguðs Assýríumanna, og í gerfi Gyðings- ins gangandi lætur hann Assverus afvega leiða menn, og blinda í gegnum aldirnar eins og hann lætur Assverus sjálfan segja: “Sérhvert morðvopn, alla heimsins heri Hef’ eg vígt til glæpa og afturfara.” 1 öðru kvæðinu, sem skáldið nefnir “Hleiðra” kemur hann við í Danmörku snemma á sjöttu öld, og lýsir Hleiðrumanna bardaga, eða viður- eigm þeirra Hrólfs konungs Kraka og Hjörvarð- ar mágs hans, er þar ýmislegt vei sagt eins og t.d. þetta: “FVemstur Kraki falli varðist, Frækiiegast sjálfur barðist. Odd-djarfastur áhlaups beið ’ann Aftastur á helveg reið ’ann.” En þegar Hleiðru bardaga sleppir, fer að færast nær stríðinu nýafstaðna, og höfum vér séð margt um það sagt á prenti, en hvergi höf- um vér séð hrúgað saman annari eins bölsýni, ljótum hugsunum og að því er oss virðist frá- leitum staðhæfingum eins og Stephan G. Steph- ansson gjörir í þessu kveri sínu. Hér er sýnishorn—Inngangurinn að lýsing i:ans á stríðinu nýafstaðna, sem hann nefnir “ögranir”: “Þegar sérhver ganti og gjóstur Grunnhygnina æsti í róstur, Fús til sig og sína að spara, Sjálfur ætlar hvergi að fara! Eggjaði hæst á múga-mannsins Mannablót til fósturlandsins, Yiss, að bera í sínum sjóði Sæmd og auðlegð frá hans blóði, Tómum köllum kok-hreystinnar Kaupa nafnbót lýðhyllinnar: Stærstan huga þurfti þá, Að þora að sitja hjá.” Ný kenning er það, þegar um er að ræða að leggja sjálfan sig í hættu, í sambandi við skyldu yerk lífsins, 'þá sé sá hugprúðaðstur, sem þorir að sitja hjá og svíkja þær. Á stríðsfréttir minnist skáldið með einu er- indi, sem hann nefnir “Tíðindamaðurinn” og hljóðar svona: “Hoppandi dauðinn um heimsbygð og sæ Hrópar nú inn í sérhvern bæ: Liðsinninn héðan er lemstrað hræ, Loginn burt í stríðið — Hæ! Lengsta kvæðið í kverinu nefnir skáldið “Vopnahlé” Er það samtal á milli tveggja manna á meðan stríðs uppihald var veitt til þess að ryðja valinn, því “ófær var sú manna maðkaveita: Morkið, hrannað, kviksyndi af náum Ýldu-svörtum, sumstaðar á iði.” Annar þeirra, aldraður þjóðverji, er legið hefir í skotgröfunum, en gægist nú upp úr blóð- storkinni leðjunni. Til hægri handar honum er yngsti sonur hans liðið lík, en til vinstri alda- vinur hans fallinn. Sjálfur var hann: “Skorðaður hræjum, andaði nálvkt að sér Ilndir fellibyl af kiílugosum.” llinn er fjandmaður, að líkindum Englend- ingur sem hafði risið upp við runna, eftir að hafa skriðið í, gegnum blóð polla, og skarn, og legið niðri í leirbleytunni langa og kalda haust- nótt. Þessir menn taka tal með sér, og snýst það alt um stríðið. Hjá hvorugum þeirra, er hægt að finna ærlega hugsun; þeir afneita ættlandi sínu. Þjóðverjinn segist ekki eiga fet af föður- landi, því að aðalsmennimir hafi sölsað það alt undir sig, og ekki heldur “Föður hús” “Föðurhús, nei, eg er borgar-búi! Bara markaðs-vara þeirra herra Sem að ráða verkastund og verði, Vinnugögn og bæjar-rúmið eiga — ” Hinn samþykkir þessi ummæli, og bætir við að verkföll og atvinnuleysi hafi knúð sig út í þetta stríð. Báðum kemur þessum mönnum saman um að fordæma allar hvatir manna í sambandi við þetta stríð. Mentastofnanir landa sinna, landslögin, kristindóm, kirkjur og kenni- menn, skáld og rithöfunda, blöð og blaða menn, alt eru það svikatól, sem á einn eða annan hátt liafa hjálpað til þess að hrinda Evrópu út í þetta blóðbað, og æsa morðfýsn manna. Engin ærleg hugsun, enginn ærlegur maður, nema aðeins einn sem vildi tala máli sannleikans og dreng- skaparins, og afleiðingarnar urðu þær að hann “Reikar einn og sér um grafarbakkann. ” Skáldið rennir sinni andans sjón yfir Ev- rópu á þessum neyðartímum og sér mynd af sláturvelli: ‘ ‘ Evrópa er sláturhús. Þar myrða þeir af móði Og manna búka í spaðtunnurnar brytja í erg og gríð Við trogið situr England, og er að hræra í blóði, Með öllum sínum kaupmönnum og bæjar götu- lýð.” Á sláturtíðinni á íslandi, hræra menn í sauða blóðinu svo það verði drýgra, og hæfi- legra til matar. Hér lætur skáldið England, eða Englendinga gjöra sér það sama úr her- manna blóðinu. Ekki vantar hugulsemi skálds- ins í garð Englendinga. Margt fleira segir skáldið sér og öðrum til vegs og sóma í þessum ljóðum sínum, en hér er ekki rúm til þess að minnast á það alt. En vér getum ekki skilist svo við þetta mál, að minnast ekki á síðasta kvæðið í kveri þessu, því það kórónar alt annað sem þar er sagt, að svívirðingu og mannvonsku. Kvæði þetta nefn- ir skáldið “Fjallakonan til hermanna sem heim koma” og hljóðar svo: “Mér hrynja tár um kinnar, mér hrekkur ljóð af vör! Við heimkomuna ykkar, úr slíkri mæðuför, Með skarð í hverjum skildi, með bróðurblóð á hjör. Þann allra stærsta greiða — en vildarlaust — mér vann, Sá vopnum fletti börnin min! Og sátt er eg við hann! Um gest minn síðan óhrædd er ✓ og hult um heimamann. En vei sé þeim! og vei sé þeim, sem véla knérunn minn, Að vega blindra höndum í grannaflokkinn sinn, Eins hermilega og Höður, til óráðs auðsvikinn! ' / . Minn frið til þeirra er féllu. Þú kyrð og kös þá geym! Og Kains-merki leyndu undir blóðstorkunni á þeim — En að fá þá minni-menn, sem heimtast aftur heim Er hugarraun mér þyngst.” Skyldi nokkur þjóð hafa heilsað heimkomn- um hermönnum sínum á jafn hrottalegan hátt og Stephan G. Stephansson lætur Fjallkonuna heilsa hinum Islenzku hermönnum ? Takið eftir hvað hann lætur hana segja: “ En að fá þá minni-menn sem heimtast aftur heim” Er hugaraun mér Iþynugst. ’ ’ Það er þolandi að vita af Islendingum liggj- andi í kös yfir á Frakklandi, eða hvar annar- staðar sem þeir kunna að liggja blóðstorknir, með Kainsmerkið—bróður morðingjamerkið á brjóstum sér—en að sjá þá koma heim, þessa “óhappamenn” — þessa minni-menn (en það voru allir samkvæmt hugsun skáldsins sem í stríðið fóru) það er þyngsta þrautin; með öðr- um orðum: Eg hefði heldur viljað vita af þeim í einni blóðstorkinni kös yfir á Frakklandi en sjá þá koma aftur heim. Eða hvort munu nokkrir þeir, sem lífið létu við það að varna Þjóðverjum alheims yfirráð- anna í hinu nýafstaðna stríði hafa verið kvadd- ir með jafn blygðunarlausri ósvífni og skáldið lætur Fjallkonuna kvoðja drengina Islenzku, sem í stríðið fóru til þess að gjöra skyldu sína, eins og þeir skildu hana og landslög og kring- umstæður sköpuðu hana, og féllu þar? Lesið kveðjuna aftur. “Minn frið til þeirra er féllu. þú kyrð og kös þá geym! Og Kains-merki leyndu undir blóðstorkunni á þeim — ” Friður minn sé með þeim sem féllu.—Geymi kyrðin og kösin ykkur, og leyni Kains-merkinu — bróður morðingja-merkinu undir storknu blóði ykkar. Vér munum ekki eftir að hafa séð, meiri andstyggð á prenti, en þetta, hvorki fyr né síðar, og höfum verið að hugsa um hvernig að sá maður væri innanbrjósts sem slíkar hugs- anir gætu fæðst hjá. Vér höfum ekki lesið um neitt villimanna- æði sem svona gengur langt, þeir létu sér nægja að drepa menn og éta, en andi skáldsins verður að ganga skör framar, og svívirða minningu þeirra látinna. í þessu sama kveri er kvæði sem skáldið nefnir “Einvígið”. Er það lýsing á því, er Egill Skallagrímsson frelsaði dóttir Gyðu systir Arinbjörns Hersis úr klóm Ljóts hins bleika, og er það verk lofað að maklegleikum. Og lofar skáldið Egil þar, fyrir það sama og hann setur Kains-merkið á hina föllnu Vestur-lslendinga fyrir, nema hvað verk hinna íslenzku hermanna var óendanlega miklu víðtækara en Egils. Vér sem kynst liöfum hugsunum og skrifum skáldsins í sambandi við þetta nýafstaðna stríð, hefðum að líkindum þagað og þolað ef að hann hefði talað í sínu eigin nafni, því úr þeirri átt var ekki góðs að vænta. En þegar hann lét sér sæma að bera þetta góðgæti fram í nafni Fjall- konunnar—ættlands vors og ættþjóðar—þá fór málið að vandast og vildum vér ekki að húr. festi Kains-merkið á brjóst þessara föllnu barna sinna, og bræðra vorra orðalaust. Fyrir örfáum árum var sá er þessar línur skrifar, staddur ásamt fleirum á gestgjafahúsi hér í bænum, og vorum vér að kveðja einn af leiðandi mönnum íslenzku þjóðarinnar, sem dvalið hafði hér hjá oss nokkra mánuði, oss til uppbyggingar og ánægju. Þessi maður var doktor Guðmundur Finnbogason, frá Reykja- vík. Við það tækifæri flutti doktorinn ræðu, og mintist á söguna um Guðmund biskup góða, er hann var að vígja Drangey og loppuna loðnu sem út úr berginu kom, með bitra skálm og hjó á taugina sem biskup seig í til að vígja bergið. En taug sú var þríþætt og varð biskupi það til lífs að skálmin beit ekki á nema tvo þættina af því sá þriðji var þaul vígður. Svo kvað doktorinn að mundi fara fyrir þeim sem reyndu að höggva á þjóðernis bandið á milli Vestur ogAustur Islendinga, því sú taug væri þaul vígð. Þetta þótti mörgum vel sagt, og vér héldum að hann hefði meint það, og mundi fremur leitast við að styrkja þá taug en veikja, og svo verðum vér fyrir þeim ömurlegu vonbrigðum að hann gerist guð-faðir að þeirri andstyggilegustu og illvígustu loppu sem nok- kru sinni hefir verið rétt að Vestur-lslendingum 0g það er ekki Dr. Guðmundur Finnboga- son einn þarna yfir á Islandi/sem hefir léð fylgi sitt til þess, að bróður morðingja-merkið verði fest á þessa föllnu Vestur-lslendinga, heldur hafa tvö málgögn þjóðarinnar, Lögrétta og Tíra- inn, sérstaklega þó Lögrétta gert það með því að lýsa vellþóknun sinni á þessu kvæðakveri og því sem það hefir að geyma. Fyrir nokkru síð- an, var talað um að reisa þeim af Vestur-ls- lendingum er í stríðinu féllu, minnisvarða, og enda reynt að hrinda því máli í framkvæmdar- áttina. Þá lagðist Stephan G. Stephansson á móti af öllu afli og hefir máske sóman af því að hafa drepið þá viðleitni. Nú hefir hann sjálfur með aðstoð nokkuna bræðra vorra á íslandi bætt úr þessu — reist njinnismerkið — Kains-merkið — bróður morð- ingja-merkið yfir gröfum og minningum Islend- inganna sem féllu í Evrópu stríðinu síðasta. -------o-------- Aðflutningsbannið í Manitoba. Eins og mörgum af lesendum Lögberga er kunnugt á að fara fram atkvæðagreiðsla á mán- udaginn kemur, þann 25. október í Manitoba, Saskatchewan og Alberta unl það hvort fólkið í þeim fylkjum vilji aðflutningbarm á víni eða ekki. Vér höfum haft vínsölubann hér í Mani- toba síðan 1. júní 1916 og mun enginn sem ann sóma og velferð mannfélag vors harma þau skifti sem þá urðu. En höndur framkvæmdavaldsins í Mani- toba voru bundnar til hálfs í vínbannsmálinu. Það gat bannað vínsölu, og tilbúning á víni innan fylkisins. En það hafði engan rétt til þess að banna að vínföng frá öðrum fylkjum, eða öðrum löndum væru flutt inn, því stjórnar- skráin tekur fram að alt vald er lýtur að verzl- unar samböndum eins fylkis við annað sé í höndum sambandsstjórnarinnar, og gátu menn því pantað alt það vín sem þeir vildu utan fylk- is og fengið það sent heim til sín, án þess að stjórn fylkisins hefði þar nokkuð um að segja. Slíkt ástand gjörði fylkis stjórninni afar- ervitt og nálega ómögulegt að framfylgja banni í fylkinu sem skildi. Svo fram á það var farið við Dominion stjórnina að hún veitti Manitoba fylki, ásamt öðrum fleiri, heimastjórn í þessu máli, á þann hátt að fylkisbúar fengju rétt til að sýna með atkvæði sínu, hvort þeir vildu, að fyrirkomulag það sem verið hefir, héldist, eða að fylkinu vrði gefið alt vald—full heimaastjórn í vínbanns- málinu og þetta veitti Dominion stjórnin. Það er því ekki fyrst og fremst um bann á vínnautn sem greiða á atkvæði um á mánudag- inn kemur, heldur um það hvort fylkisbúar eiga að ráða því sjálfir hvort að vín sé flutt inn í lylkið, eða að Dominion stjómin eigi að ráða því eins og verið hefir. Spurningarnar sem menn eiga að svara eru tvær—í rauninni ein, sett fram tvisvar og hljóðar svo: Á að banna innflutning áfengra vínfanga inn í fylkið. Þeir sem vilja að fylkið ráði öllu í sam- bandi við innflutning og sölu á áfengum vínteg- undum í fylkinu—þeir sem vilja að við höfum heimastjórn að því er innflutning víns og vín- sölu í fylkinu snertir marka kross á eftir “Yes” (Já)-inu á eftir síðari spurningunni. En þeir sem'vilja að við höldum áfram að vera undirlægjur Dominionstjómarinnar í vín- bannsmálinu marka kross á eftir“No”(Nei) við fyrri spurninguna, eða sitja heima kosninga daginn. Vér vitum ekki hvort þörf er á að brýna fyrir fólki þá siðferðilegu skyldu þess að liggja ekki á liði sínu—sofa ekki á verði þegar um vel- ferðarmál þess er að ræða. Vér trúum ekki öðru en þeir sem opin hafa haft augun, síðan vínsölubannið var leitt í gildi hér í Manitoba taki saman höndum og styðji af alefli hverja þá hreifingu sem miðar til þess að útiloka hinn skæðasta óvin mannanna, Bak- kus, með öllu. En það sem vér viljum sérstaklega benda á er, að atkvæða greiðsla þessi snertir sjálfstæðis- spursmál fylkisins, og fylkisbúa, að hér er að ræða um það hvort að vér eigum sjálf að fá að ráða til lykta einu af þýðingarmestu velferðar- málum vorum, eða að vér eigum að eiga það undir öðram. 1 öðru lagi vildum vér benda á að til þess að vera viss um sigur í þessu máli—til þess að fá heimastjórn í vínbannsmálinu, þurfa menn að fara á atkvæðastaðina og greiða atkvæði sín— marka á X á eftir “Yes” (Já)-inu á eftir síðari spurningunni. Áhugaleysi manna, og sú hugmynd, að lítið gjöri til um sitt atkvæði, hefir komið mörgu góðu máli fyrir kattarnef, og tafið ósegjanlega fyrir framkvæmdum. Og að sitja heima er sama og greiða at- kvæði sitt á móti málinu. / , Vér höfum heyrt talað um þessa atkvæða- greiðslu sem vínbanns atkvæðagreiðslu. Þetta er ekki rétt nema að litlu leyti — að því leyti að, ef nógu mörg atkvæði verða greidd með játandi hliðinni þá getum við hagað okkur í þessu vínbannsmáli eins og við viljum, án þess að nokkur maður, eða nokkur stjóm geti sagt við okjíur: hingað og ekki Iengra. Við getum krafist af fylkisstjórninni ef játandi hliðin verður ofan á við þessar kosn- ingar, að engin dropi af áfengi verði fluttur inn, búin til eða seldur í fylkinu nema það sem nauð- synlegt er til lækninga, kirkjulegra þarfa og vís- indalegra framkvæmda. Við getum líka krafist þess að öl og óáfeng vín verði seld en áfeng vín útilokuð — við getum í einu orði ráðið sjálf, meðferð og niðurlögun Bakkusar hér í fylkinu; eftir vild. Oss finnst því að allir fylksbúar geti, og eigi, að sameina sig um þessa atkæðagreiðslu, því það er hverjum einasta borgara fylkisins í hag, hvort sem hann er strangur vínbannsmað- ur, miðlunarmaður, eða jafnvel drykkjumaður; að fá full yfirráð í vínbannsmálinu. Munið eftir deginum og því að greiða at- kvæði með aðflutningsbanninu á mánudaginn kemur.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.