Lögberg - 11.11.1920, Page 3
LOGBERO FIMTUDAGINN 11. NÓVEMBER 1920.
\
Bl«. S
\I * • .. I • timbur, fialviður af öllum
Wjjar VOrubirgðir tegundum, geirettur og al.-
konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar.
Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir
að sýna þó ekkert sé keypt.
The Empire Sash & Door Co.
------------:-----Limitad-------------------
HENRY AVE. EAST - . WINNIPEG
Automobile og Gas Tractor Sérfræðinga
Nelly
frá Shorne Mills.
Eftir Charles Garvice.
1 enda lierbergisins, bak við lítið borð stóð
kona, sem var enn þá ung og klædd skraddara
saumuðum fötum með karlmannlegu sniði.
Hár hennar var litfagurt og gljáandi, en það var
stutt og náði að eins niður á kragann á treyjunni
hennar. Hún hafði mjúkan þykkan hatt á
höfðinu; glófarnir hennar voru úr hundsskinni,
cf þeirri tegund sem menn brúka, og láfgu á
borðinu við hlið hennar, hún hélt á pappírsvönd-
ul í hendinni, sem engir hringir voru á, þó hún
væri kvennleg og falleg að lögun og stærð.
Augnagler rambaði á n'efi hennar, og hökunni
sem var mjög falleg, stakk hún fram með mi'k-
illátum og egnandi hætti.
Nelly grunaði að þetta væri lafði Wolfer,
og stóð ein's nálægt veggnum og hún gat, meðan
hún athugaði og hlustaði á þessa talandi konu
með blendinni forvitni og kvíða.
“Já, vinir mínir,” sagði ræðukonan, um
leið og hún veifaði pappírsvöndlinum og stakk
hökunni ennþá lengra fram, “við höfum safn-
ast saman til að byrja bardagannn á ný við
hinn gamla harðstjóra — bardagann fyrir jöfn-
uði og réttlæti! Ó, systur mínar, við skulum
ekki hika ekki hvíla, ekki stinga sverðinu í sliðr-
ið, fyr en við höfum rutt okkur leið að því tak-
marki, sem hið þjáða, undiroikaða kvenfólk hefir
barist fyrir, síðan fyrsta orðið heyrðist um
jafnrétti fyrir bæði kynin.”
Þetta var sjáanlega endir ræðunnar, því nú
ómaði lófaklapp og hávær húrraóp, og að vörmu
spori þutu allir gestirnir að litlum borðum, þar
sem þjónar bjuggu sig til að afhenda ýmsar
hressingar.
Hálfringluð og kvíðandi stóð Nelly kyr þar
sem hún ar, og hún var í þann veginn að fara
að spyrja að lafði Wolfer, þegar konan, sem
síðast talaði, kom ganlgandi gegnum líerbergið
tálandi við nokkrar aðrar konur. Hún sá bein-
vaxna líkamann hennar Nelly með kvíðandi
svipinn og gekk til hennar.
“Þér eruð líklega nýr málsfylgjandi okkarT
spurði hún og brosti gegnum augnaglerið sitt.
“Mig langar til að tala við lafði Wolfer,”
sagði Nelly eins djarflega og hún gat.
“Eg er lafði Wolfer,” sagði konan með
stutta hárið og karlmanniega klæðnaðinn, og nú
talaði hún vingjamlegar en Nelly hafði búist við.
“ Eg er — Nelly Lorton. ’ ’
Fáeinar sekúndur var lafði Wolfer að átta
sig, svo hló hún og rétti fram hendi sína.
“Nei, er það! En hvað þér eruð ungar og
—” fa'lleg, ætlaði hún að segja, en þagnaði
mátulega snemma. “Hafið þér símritað?
En það hafið þér auðvitað gert. Eg hefi svo
ósegjanlega mikil bréfaviðskifti ” hún hló aft-
ur. ‘ ‘ Nú, eg hélt þér væruð nýr meðlimur félags-
ins ókkar. Komið þér með mér!”
Lafði Wolfer tók hendi Nellys og leiddi
hana með sér út úr herberginu, án þess að
skeyta hið minsta um hinar konuraar, sem
NeÚy fanst vera kurteisisskortur.
— ----o--------r
19. Kapítuli.
Lafðin fór með Nelly inn í sitt eigið her-
bergi. Það líktist alls ekki viðtalsstofu heldri
kVenna; allir húsmunir voru lélegir, og í stað
hinna skrautlegu smámuna, sem kvennfólk hef-
ir ánægju af að hafa í kringum sig, var herberg-
ið fult af stórum bókum í stgrku bandi, mánað-
arritum og handrium. Þar var að sönnu
piano, en lok þess var þakið af blöðum og papp-
írum af ýmsu tagi, og nóturnar voru þaktar
með ryki. Skrifborðið átti betur við skrif-
stofu karlmanns, heldur en við prívat herbergi
'kvennmanns, og það var líka þakið af bókum
og pappírum, sem lágu ruglingslega hvað inn-
an um annað.
Lafði Wolfer sópaði bókunum af einum
stólnum niður á gólfið með hendinni, og þrýsti
Nelly alúðlega niður á hann.
“Setjið yður niður eitt augnablik, á meðan
eg hringi eftir vinnukonu, sem getur fylgt yð-
ur til yðar eigin herbergis. Hamingjan veit
hveraig það lítur út, og í hverju á'sigkomulagi
þér finnið það! Eg er hreinskilin, er það ekki
satt? En eg er nú alt af hreinskilin, og eg
ætla strax að vera það gagnvart yður. En —
hefðuð þér ekki átt að koma fyr eða seinna
samkvæmt lestatíma.
Nelly sagðist hafa neytt morgunverðar á
stöðinni 0g dvalið svo heila stund í biðsalnum,
til þess að koma ekki of snemma.
“Það er nákvæmni af yður,” sagði iafðin.
“Þér lítið svo unglega og svo bamslega út—”,
“Eg er heldur ekki gömul ” svarði Nelly
brosandi. “Og eg er máské ekki nógu gömul
til að geta gegnt skyldunni í minni fvrirhuguðu
stöðu.”
“Ó, við skulum ekki hugsa um möguleika
til þess, að þér getið ekki verið kyrrar hér,”
sagði lafðin fljótlega. “Eg er svo þreyti af
gömlum önugum manneskjum, og eg er viss
um að þér getið gegnt skyldu yðar ágætlega.
Þó að þér séuð ungar, þá er samt eitthvað við
yður, sem bendir á, að þér getið stjórnað — en
það get eg ekki — það er að segja, stjórnað
heimili. Eg get talað — “svo um nunn’’, eins
pg Archie .segir —” hún þagnaði hálffeiminn
eitt augnablik, og Nelly hélt að hún ætti við
Wolfer lávarð —” en þegar um sérstaka smá-
muni er að ræða, þá er það til allrar hamingju
altaf annar, sem getur tekið við stjórninni.”
Meðan lgifðin talaði, hafði hún lagt frá sér
liattinn sinn og jakkann, og fleygt báðum á
bókum þakta legubekkinn.
“Eg er nýkominn frá morgunverðar sam-
komu, til þess að borða hádegisverð hér heima,”
sagði hún. “0g eg verð strax að fara aftur
til annarar samkomu, viðvíkjandi heimild
kvenna til að taka að%sér opinberar stöður —
hafið þér heyrt talað um þetta?”
Nelly hristi höfuðið.
“Ekki? Eg get næstum öfundað yður.
Og þó — það vil eg ekki gera, því ef eg befði
ekki þetta istarf, þá væri eg yfirburða óánægð.”
Hún studdi hendinni á ennið, og eitt augna-
blik leið þreytulegur, þunglyndislegur svipur
yfir andlitið, eins og einhver sorg byggi í huga
hennar.
Dyrnar voru opnaðar og stúlka kom inn.
“Burden, þetta er ungfrú Lorton, er her-
bergi hennar í góðu ásigkomulagi?”
Burden leit efandi út.
“Mig grunaði það, en gerðu svo vel að
færa það í gott lag og senda inn ögn af víni og
kökum. ’ ’
Litlu síðar kom þjónn með hið umbeðna,
og lafði Wolfer helti í glas handa Nélly.
“Jú, jú, þér megið til að drekka það; það
er ekki gott að vita nær við fáum hádegisverð.
Það-ér flest óákveðið hérna. En nú viljið þér
máske færa eitthvað í lag, er það ekki tilfellið?’'
“Þér verðið endilega að segja mér, lafði
Wolfe —” byrjaði Nelly, en lafðin þaggaði nið-
ur í henni nleð því að gretta sig.
“Góða 'stúlkan mín, eg get blátt áfra'm
ekki sagt yður annað, en að lávarður Wolfer
neytir snemma morgunverðar — aldrei seinna
en kl. 9—, að hann er sjaldan heima til hádeg-
isverðar; en þegar hann etur heima, gerir hann
það kl. 8. Matreiðslumaðurinn, sem eflaust
er virðingarverður maður, veit hvað lávarði
Wolfer líkar bezt, og eg held, að ef að eins
nautaketssteik eða kindaket er á borði, þá skifti
litlu hvað hitt er. ’ ’
Nelly lá við að verð sneypuleg, henni fanst
hún fá um of ótakmörkuð yfirráð.
Með tilliti til hinna þjónanna, þá er hérgöm-
ul kona, sem heitir Hubbard — eg kalla hana
gömlu mömmu Hubbard — og hefir eftirlit
með þeim öllum.”
Nelly gat ekki varist brosi.
“Eg get ekki skilið fyllilega hvað eg á að
gera, hver mín staða er,” sagði hún.
Lafði Wolfer hló.
‘ ‘ Getið þér ekki ? Eg hélt að eg hefði tal-
að nógu skýrt. Þér eiigið að vera sá leiðandL
andi á heimi'linu, stjóraa allri vélinni. Þér eig-
ið að líta eftir að alt sé gert rétt; þér eigið að
gefa lávarðinum morgunverð hans og vera til
•staðar við dagverðinji, þegar eg er úti sem
æsingakona —”
“Sem hvað?” spurði Nelly hissa.
“Þegar eg er , á fundum eða úti til að
mynda nefndir annað því um lfkt, ’ ’ sagði
lafðin. Og svo verðið þér að undirbúa dag-
verðar samkomur og alt þess konar — öll þau
heimskullegu störf, sem ætlast er til að eg geri,
en sem eg hefi engan tíma til. Skiljið þér mig
nú ? ”
“Eg skal gera a'lt sem eg get,” sagtii Nelly
og hló.
Lafði Wolferxleit forvitnislega á hana.
“En hvað þér eruð fallegar, þegar þér
hlæið, þá lítið þér alt öðruvísi út. Mér sýnd,
ist fyst að þér væruð alvarlegar og sorgmæddar,
en þegar þér hlæið — eg vil ráða yður til að
hlæja ekki, þegar þér sjáið lávarð Wolfer í
fyrsta skifti, annars mundi hann álíta yður of
unga og barnalega fyrir þessa stöðu. Takið
þér nú hattinn af yður og farið úr kápunni;
það verður ennþá stundarkorn þngað til her-
bergið yðar er tilbúið. Látið mig hjálpa
yður.”
Nelly fór úr yrfirhöfninni, og lafðin leit
meir og meir ánægð á hana.
“Já, þér eruð sannarlega reglulegt barn,
góða stúlkan mín,” sagði hún og stundi skyndi-
lega tilefnislaust. “Mig furðar hvers vegna
Wolfer hefir ekki talað um yður við mig fyrri?
Eg vildi að hann hefði gert það, eg hefði fegin
viljað hafa yður hér hjá okkur. En hann er
svo óframfærinn, svo dulur —” hún stundi aft-
ur- ‘‘En það er það sama, nú eruð þér hér.
Þér bljótið að vera þreyttar, þér eruð svo föl-
ar nú. Því drekkið þér ekki vínið? Þegar
þér hafið hvílt yður fullkomlega — eftir dag-
verð í dag máske — eg skal gá að, þarf eg að
íara til nokkus þá.”
Hún gáði að hvítri postulínstöflu lúeð ýms-
um skrifuðum línum á, sem stóð á borðinu.
“Hm. — já, eg á að tala í samkomu — nú
jæja, á morgun þá, eftir hádegisverð — ef eg
verð heima. Eg held að við verðum góðir
vinir, og það er það sem mig langar til. Hin-
ar — eg á við þær, sem voru á undan yður —
voru svo leiðinlegar, óþjálar persónur, sem ekki
hugsuðu um annað en þvott og hreinsun, og
það amaði mér og leiddist — en þér eruð alt
öðruvísi—” '
“Máske eg geti heldur ekki hugsað um
annað en þvott og hreinsun,” sagði Nelly hugs-
andi, en lafðin hló, glaðlega. >
“Jú,” sagði hún. ‘‘Eg er fær um að
þekkja eðli manneskjanna — það er nauðsyn-
legt við mín störf — og eg get séð, að þér
eruð mjög hentugar fyrir stöðuna. Þér hafið
líklega annast um heimilið heima?” *
“Það er nú mjög lítið í samanburði við
þetta,” svaraði hún.
“En það eru þó sömu störfin,” sagði lafð-
in örvandi. “Það byggist alt á niðurskipunar-
fræðinni; en hana hefi eg ekki, en þér hafið
hana, og þess vegna mun yður hepnast það, sem
mér hefir mishepnast. Framkoma yðar ber
vitni um karakter — en hvað hárið yðar er1
fallegt!”
Nelly roðnaði.
“Það er ekki fallegra en yðar hár. Hvers
vegna hafið þér stutt hár, lafði Wolfer?”
Lafði Wolfer hló, en hlátur hennar var svo
þreytulegur að Nelly furðaði á því.
“Hvers vegna? Ó, eg veit það ekki. Við
kvennréttinda herkvendin höfum allar stutt
hár. Eg held við höfum heimild til að gera
það, og notum-þessa heimild.”
“ Já,” sagði Nel'ly, “en er það ekki synd?”
Lafði Wolfer leit forvitnislega á hana með
þeim svip, sera Nelly, eftir jafn stuttar sam-
vistir, skildi ekki. ^
“Ó, kefir það annarsi nokkra þýðingu?”
sagði hún. “Við stúlkurnar, höfum svo lengi
verið brúður —”
“Það eru líka til brúður með stutt hár,”
sagði Nelly með sinni meðfæddu hreinsklni.
Lafði Wolfer varð ekki móðguð.
“ Vel svarað, ’ ’ sagði hún brosandi. ‘ ‘ Gæt-
ið yðar annars endar það með því, að áður en
langt um líður fáum við' yður upp á ræðupall-
inn, góða stúlkan mín.”
“Það vona eg að ekki verði — ó, fyrir-
gefið — eg átti vdð —”
“Engin yfirsjón!” sagði lafðin, án þess
að láta sinn glaða huga verða fyrir áhrifum
þessara orða. “Það er, sem betur fer, engin
hætta fyrir yður; staða yðar er að vera heimil-
isins góði engill, að verða elskuð og elska.”
Meðan hún talaði snéri hún sér að hallborðinu,
og sá því ekki roðann, sem kom fram í Nellys
fölu kinnar. “Þér verðið alt af kvennmaður-
inn í fjötrum — þý mannsins. Góða toín, 'eg
vona að það verði rósafjötrar,”
Hún duldi stunu, um leið og hún endaði
þessa skáldlegu setningu, og Nelly, sem aðgætti
hana, sá aftur þreytu og þunglyndis svipinn á
andliti hennar. Nelly hugsaði um hvað það
gæti verið, sem amaði henni, og sú hugsun var
enn þá lifandi, þegar barið var að dyrum.
“Kominn,” sagði lafði Wolfer, og maður
kom inn. Hann var ungur og leit vel út; hann
var hár og kraftalega vaxinn, fallega klæddur
með brönugras í hnappagatinu. Hatturinn
sem hímn hélt á í glófaklæddum höndunum,
gljáði eins og hann væri nýkbminn frá hatta-
gerðarmanninum, og ljómandi fallegir skór
vorp á fótum hans.
“Afsakið!” sagði hann með þunglamaleg-
um róm, sem þá var tízka að brúka. ‘ ‘ Eg vissi
ekld að nokkur manneskja var hjá yður.”
“ó, eruð það þér!” sagði hún og kinkaði
alúðlega til hans. ‘ ‘ Eg hélt það væri Burden. ’ ’
“Eg er kominn til að fylgja yður á sam-
komuna,” sagði þessi tízkuklæddi maður, með
sömu þunglamalegu röddinni.
“Þökk fyrir. Þetta i4r Sir Archi'e Wal-
brooke,” sagði lafði Wolfer ti'l að kynna þau,
“og þetta er frænka mín — við erum frænkur,
er það ekki, kæra ugnfrú Lorton?”
Sir Archie hneigði sig og leit rnnsakandi
augum á Nelly.
“Ætlið þér líka á fundinn?” spurði hann.
“Það þætti mér vænt um; þessir fundir eru
mjög sikemtilegir —”
x “Nei, nei,” sagði lafði Wolfer. “ITngfrú
Lorton er hér komin til að færa hér alt í lag
og stjóraa okkur öllum —”
“Vona að eg sé talinn með — eg þarfnast
þess mjög,” .sagði Archie, “mjög alvarlega.”
“Ó, þér eruð forhertur — óhtetranlega
heimskur, á eg við!” sagði 'lafðin. “Hún er
komin til að annast um okkur, lávarð Wolfer
og mig.”
“Hum!” sagði hann avarlegur. “En af-
sakið þessa spurningu — hver á þá að annast
um ungfrú Noton?”
“Lorton, Lorton,” leiðrétti lafðin.“Þetta
er aulaleg spurning, sem engu verður svarað,
Farið þér ofan og reykið smávindil. Eg kem
strax. ”
“Eg er fús til þess — það skal vera mér
ánægja; en það er kominn tími til að fara af
stað,” sagði hann og rölti út úr’ herberginu.
Burden barði að dyrum og sagði, að her-
bergi ungfrú Lorton væri tilbúið.
“Það er gott,” sagði lafði Wolfer, eins og
henni yrði hughægra. Sjáið þér um að ung-
frú Lorton fái alt eins og hún vill. Og, heyrið
þér, Burden, munið það, að skipunum ungfrú
Lorton á alt af að hlýða — eg meina án hikun-
ar og umhugsunar. Hún er sú æðs^a hér —
næst mér.”
“Já, lafði,” svaraði Burden með lotn-
ingu.
Nelly varð henni samferða inn á gang á
efra lofti, og þaðan inn í stórt heTbergi með
fallegum húsúnaði, sem stóð í sambandi við
svefnherbergi. Búið var að taka úr koffort-
inu hennar og koma því fyrir í fataskáp og
skúffum. Herbergið leit út fyrir að hafa ver-
ið lagað með flýtir, en það var snoturt eins og
hitt, og Burden bað afsölkunar á að ýms þæg-
indi vantaði í þau bæði.
“Eg skal útvega nokkur blóm, ungfrú,”
sagði hún. “Á hverjum morgni kemur stór
kassi fullur frá sveitaheimilinu. Og ef yður
finst kalt hérna, þá skal eg kveikja í ofninum.”
“Nei, þökk fyrir, þess þarf alls ekki,” sagði
Nélly eins glaðlega og hún gat.
, “Á eg ökki að hjálpa yður að hafa fata-
skifti, ungfrú? Eg er herbergisþerna yðar —’
Nelly hristi höfuðið sífelt brosandi.
“Þetta er alt sanian mjög snoturt og
gott,” sagði hún, “og eg verð búin að fáum
mínútum liðnum. Mig langar til að ganga
um húsið, til þess að sjá alt,” sagði hún dálítið
hikandi.
“Ef þér viljið hringja bjöllunni þarna, þá
skal eg koma strax, og eg skal segja frú Hubb-
ard, að þér viljið skoða húsið,” sagði Burden.
Nelly settist við gluggann og leit yfir hið
ömurlega Londonarpláss, þar sem trén og gras-
ið var alveg fölnað, og rejmdi að sannfæra
sjálfa sig um, að hún væri í rann og veru Nelly
frá Shorne Mills, að hún væri ráðskona lafði
Wolfers, og að þetta ætti sér stað í raun og
verður meiri þörf en nokkru sinni áður í sögu þessa lands.
Hví ekki að búa sig undir tafarlauat?
Vér kennum yður Garage og Tractor vinnu. Allar tegundir
véla — L head, T head, I head, Valve in the bead 8-6-4-2-1
Cylinder véiar eru notaðar við kensluna, einnig yfir 20 raf-
maignsaðferðir. Vér höfum einnig Automobile og Tractor
Garage, hvar eér getið fengið að njóta allra 'mögulegra æfinga.
Skóli vor er «a eini, sem býr til Batteries, er fullnægja kröfum
tímans. Vulcaniaing verksmiðja vor er talin að vera sú lang-
fullkomnaista í Canada á allan hátt.
Árangurinn af kenslu vorri hefir oss til mikillar ánægju sann-
fært bæði sjálfa oss og aðra um að kenslan er »ú rétta og sanna.
—Skrifið eftir upplýsingum—allir hjartanlega velkomnir til
þess að skoða skóla vorn og áhöld.
veru, en væri enginn draumur. En henni féll
það erfitt. Hugsanir hennar snéru alt af
aftur til Shorne Mills og — Drake.
Gaman væri að vita hvað hann hefir sagt
og gert, þegar hann fékk bréfið mitt? Ö,
hann hefí'r skilið það, veit að úti er um alt okkar
í milli. Hann fer í bjirtu — til lafði Luce;
svo giftast þau. Lengra vildi hún ekki hugsa.
Forsjónin hafði veitt henni stöðu — stöðu, sem
mundi dreyfa hugsunum hennar og frelsa hana
frá örvilnan, hún ætaði ekki að horfa aftur í
tímann, ekki dvelja við hið umliðna. En hve
hart sló ekki hjarta hennar af beiskri endur-
minningu um hinar gæfuríku vikur og hinn
elskaða mann, sem ávalt stóð fyrir innri sjón
hennar hvar sem hún var.
Hún stóð upp og hringdi bjöllunni, og
Burden kom inn og fygldi henni í gegnum
nokkra langa ganga og aðalinnganginn. Þar
stóð miðaldra kona og beið hennar, Tdæcld svört-
um búningi, og hneigði sig fyrir henni fremur
mikillega.
“Eg er frú Hubbard, ungfrú,” sagði hún
dálítið hörkulega; en hið blíða andlit og bros
Nellys, bræddi hrímið af hjarta hennar. “Mér
skal vera ánægja að fylgja yður um húsið,”
sagði hún dálítið vingjarnlegar. “Þetta er
stórt hús og ekki auðvelt að stjóma; en þér er-
uð máske vanar að stjórna stóru húsi, ungfrú?’
“Nei, alls ekki,” sagði Nelly, sem grunaði
að frú Hubbard væri sér mótstæð og yrði því
að vera yfirunnin. ‘ ‘ Eg hefi aðeins átt heima
í litlu húsi með lítilli heimilisstjóra, og verð því
að njóta hjálpar yðar, frú s^Iubbard, að miklu
leyti. Þér verðið endilega að vera þolinmóð
við mig.”
Fní Hubbard hafði ákveðið að byrja bar-
daga, eða í öllu falli að vera afar dul og óað-
gengileg, en hún breytti strax um skoðun
frammi fyrir þessu blíða andliti og barnslegu
rödd — og satt að segja nokkuru, sem gljáði í
augum Nelly — nokkuð sem alt af var í augum
hennar, þegar “Annie Laurie” varð að keppa
áfram gegn óhagstæðum vindi, svipur, sem .
vitnaði um staðfestu ungu stúllkunnar og lynd-
isgöfgiy
Frú Hubbard sá strax, að þe^si fallega
stúlka, jafn ung og hún var, líktist alls efeki ,
hinum “gömlu hlátraskrípum,” sem höfðu vrr-
ið þar á undan henni, og sem frú Hubbard hafði
auðveldlega sigrað. Þessi góða kona skifti
um áform með undraverðum hraða.
Hún fylgdi Nelly um stóra húsið; þjónar
og þernur stóðu upp er þær komu, fyrst forvit-
ið, en síðast með lotningu, og Nelly reyndi að
gera sér grein fyrir ábyrgðinni er á henni
hvíldi.
“Eg held að það sé undir yður komið,”
sagði hún, þegar þær að lokinni umferðinni
sátu í herbergi ráðskonunnar, og frú Hubbard
stóð með lotningu frammi fvrir henni — getur
maður h{igsað sér með lotningu —! “Eg er
of ung og óreynd til að geta stjórnað jafn stóru
heimili án hjálpar yðar, en eg held og vona að
eg geti gert það með aðstoð yðar. Viljið þér
hjálpa mér og ráðleggja? Eg held áreiðan-
lega að þér viljið það.”
GARBUTT MOTOR SCHOOL, Ltd.
City Public Market Building. CALGARY, ALTA.
HIN EKTA
SAMUEL
DRUMHELLER
KOL
MILLS & COMPANY Ltd. Einka-umhoðssalar
PANTANASKRIFSTOFA: Cor. Portage Ave. Elast & Main St.
(Gagnvart Bank of Montreal)
YARD: McPhilips St. og Notre Dame Avenue
A-3289 A-1597 A-3569