Lögberg - 02.12.1920, Page 2

Lögberg - 02.12.1920, Page 2
LOGBEAG FIMTUADGiiMN 2. DESEMBER 1920. Dásamlegt Avaxtalyf FRUIT-A-TIVES ER NAUÐSYN- LEGT Á HVERJU HEIMILI 1 CANADA. peir er þjást af meltigarkvill- um, lfirar doða, harðlífi, höfuð- verk, taugavesöld, nýrnakvilla og gigt, bakverk, útslætti og öðrum kvillum, fá skjótan bata af Fruit- a-tives, ef trúlega er brúkað eftir fyrirsöign. — Fruit-a-tives er eina lyfið, gert af ávöxtum og inniheldur lyfjakraft epla, orang- es, fýkju og sveskju með mætum hressingar og gerileyðandi efnum. 50c. askjan, 6 fyrir $2,50, og 25c. fyrir reynsluskerf. Selt hjá öll- um kaupmönnum eða beint og póstfrítt frá Fruit-a-tives, Limi- ted, Ottawa. Úr mimiingarblöðum Finns frá Kjörseyri. Jón var fljótlyndur og óvæginn, ef því var að skifta, en líka eink- ar sáttfús og drenglyndur. Við vorum góðir kunningjar alla tíð, en oft reiddist hann við mig af litlu, og það bætti ekki um, að eg gat þá sjaldnast varist hlátri. pað stóð þó sjaldnast nema augna- blik, þó okkur bæri eitthvað á | milli, sem eins oft var mín sök og hans. T. d. einu sinni varð tíð- rætt um nýju sálmalögin, er fólk var á sumum stöðum farið að syngja. Jón lét sér fátt um finn- ast, hvað hinn svokallaði nýi söng- ur væri skemtilegur. Eg var á annari skoðun. Hann sagði: “pessi nýi söngur er svo þvoglu. legur. pegar nefndur er Krist- ur, þá verður það “kræs”. Eg kannaðist við, að þetta ætti sér stað hjá stöku manni, en mætti heita undantekningar, en ekki al- ment. Við .spjölluðum lengi um þetta með stillingu. Eg vildi reyna að Ibreyta skoðun Jóns, hvað þetta snerti, því álit Jóns hafði mikið að segja hjá mörgum, og það því fremur sem hann var nýbúinn að byggja kirkju og hafði mikil á- hrif í sókn sinni. En mér mis- tókst Iþað alveg. Hann tók ekk- ert tillit til þess, er eg færði nýja söngnum til ágætis. pegar eg sá að öll von var þrotinn, sagði eg, “pað er ekkert að marka hvað þú eegir, Jón minn, um söng.” pá þurfti ekki meira, og hann svarar stórreiður: “pó eg hafi ekki ver- ið söngmaður, þá vona eg, að guði ! hafi verið eins þóknanlegur minn söngur og þetta, helvítis nýja: Kræs, kræs, kræs!” og gargaði upp kræs, mjög ámátlega. En eg skellihló að því, hvað karlinn var fljótur að reiðast og fálkalegur þegar hann gargaði: kræs kræs, og þá var líka hans reiði horfin. Nýlega hefi eg heyrt sögu nokkra af Jóni, þegar hann var í Skagafirði, er sýnir, ihve hann var fús að hjálpa öðrum við mála- rekstur, sem voru lítilsigldir, og hve hann var úrræðagóður og sá það er öðrum sást yfir. Skottu- læknir nokkur var kærður fyrir ó- lögmætar og viðbjóðslegar lækn- inga tilraunir. pað voru leidd vitni að því, að hann hefði tekið sjúklingi blóð og látið hann drekka blóðið. Hinn ákærði gat ekki hor- ið á móti þessu. pótti mönnum þetta svívirðilegt, og var útlit fyr. ir að maðurinn yrði hart dæmdur. Jón var áheyrandi við réttarhald- ið, en áður en rétti væri slitið spurði hann, hvort honum væri leyft að tala nokkur orð, og var honum 'leyft það. Spurði hann þá hinn ákærða, hvort faann vildi að hann spyrði vitnin að nokkru rr hann snerti, og vildi hinn það gjarna. pá spurði Jón vitnin, hvort sjúklingnum hefði orðið nokkuð meint við það, þó hann drykki falóðið, hvort hann hefði veikst á eftir. Pví neituðu vitn- in. Spurði þá Jón, fyrir hvað væri þá kært, þegar enginn skaði hefði orðið. Fyrir þessi afskifti Jóns féll málið niður. Jón var tæplega meðalmaður á hæð, þrekinn í herðum, með dökt, hrokkið hár og faartskegg og varð snemma sköllóttur og hærðist með aldrinum. Ekki var hann smáfríður, en andlitið skarplegt með fjörlegum og skarplegum svip, en harðlegum og einbeittum, þegar alvara var öðrumegin, en oft mesti æringi, bæði heima og heiman. Striðinn og glettinn, einkum þar sem hann var kunn- ugur. Hann ferðaðist víða og kyntist fljótt. Einatt var það, þegar hann kom á bæi og baðst gistingar og fleiri voru fyrir, sagði hann: “Ef knapt er um rúm, þá tek eg mér til þakka að sofa fajá þokkalegri vinnukonu”. pegar hann þakkaði fyrir góð- gjörðir, sagði hann oft: “Eg þakka þér (eða yður) fyrir helm- inginn.” við hvort hjónanna, og var þá oft hlegið að honum. Eitt sinn sagði hann við Sakarías bónda á Kollfjarðarnesi: “pakka þér fyrir helminginn." Svarar þá Sakarías: “Mikill reglumaður ertu Jón.” pað svar þótti Jóni \ ágætt. ' — I UHlH*ít Oft heilsaði hann stúlk- um með þessu ávarpi: “Sæl vertu þú, jómfrú góð, þú fyrirgefur, ef eg lýg.” pað kom honum bezt, ef þær þá firtust og kölluðu hann dóna, en ekki var hætt við að hann reiddist, þó honum væri goldið líku líkt í orði eða verki og þótti gaman að, ef það var gert laglega. pó Jón væri fljótlyndur og harð- orður stundum, var Ihann vel þokk- aður að vinnufólki sínu og öðr- um, og ætíð talinn nytsemdar- og sæmdarmaður í héraði. Á Enni misti Jón sjónina og síðustu æfi- árin lá hann í kör, en lengst af hélt hann óskertum sálarkröftum sínum, glaðlyndi og áfauga. Eg kom nokkrum sinnum að Skrið- nesnni á síðustu árum faans Var hann þá ætíð fjörugur, ungur í anda og skemtilegur að tala við hann. Áður en hann Iagðist í kör, kom hann á sumrin kynnisför hér inn í Bæjarhrepp, og glaðnaði jafnan yfir mönnum, þegar gamli! maðurinn kom. pví sorg og víl átti sér sjaldan stað í nálægð hans, þó sjónlaus væri. Hann kunni líka frá m'örgu að segja og skorti ekki greind, eins og kunnugt var, og ergist eg nú yfir því, að á þeim árum gerði eg svo lítið að því, að koma í veg fyr- ir að margt gleymdist, er seinni mönnum mundi þykja ekki alls ó- fróðlegt. — Eg man Mtið af því, er hann sagði mér úr Skagafirði. I Aðrir hafa sagt mér að hann hafi búið á Utanverðunesi og Eyhildar- holti og verið gildur bóndi. Átti hann “jakt,” sem gekk til hákarla og fiskiveiða, en hún fórst með mönnum og hafði sonur Jóns ver- ið þar með. Hafði Jóni fallið það svo þungt, að ráð hans hafði verið á reiki þá um tíma, og er líklegt að flutningurinn vestur hafi stafað af því. Ýmsar smá skrítlur sagði Jón mér úr Skagafirði, er eg man sumar. Ein var sú, að hann sagðist hafa verið góður kunningi Magnúsar prests Sigurðssonar, er var 'í Reynistaðarþingum um 1828. Prestur var undarlegur og hafði sumum ekki virst hann með réttu ráði í köflum. Hann sá oft lengra fram á veginn en aðrir og sagði jafnvel fyrir óorðna hluti. Hann sagði Jóni margt, er reyndist rétt. pá var Jón unglingur og ekki farinn að hugsa um giftingu. pó spyr hann prest hvort það muni liggja fyrir sér að giftast. Hinn hvað já við því. pá spyr Jón, hvort hann vissi hvað konuefnið héti og hvar hún væri. Prestur sagði að hún væri norður á Hálsi í Fnjóskadal og héti Anna og væri dóttir séra Magnúar í Glaumbæ. Jón lagði lítinn trúnað á þetta, en mundi þó eftir því, þegar stúlkan kom í Skagafjörð 1—2 árum seinna. Fór faann þá að gefa henni auga og svo fóru leikar að ihann fékk hennar. pá var séra Magnús Sigurðsson löngu dáinn, hann druknaði í Svartá í Skagafirði og óraði fyrir dauða sínum. Morg- uninn sem hann dó, kom hann til Jóns Bjarnasonar og spurði hann, hvort hann gæti léð sér hnakk. Sagði að hann mundi ekki fara slysförum, ef ihann riði í hnakk Jóns. pað gat Jón ekki, því hann ætlaði að ferðast þann sama dag. pá spurði prestur, hvort hann gæti léð sér svipuna, það væri betra en ekki neitt og það gerði Jón. En þann sama dag drukn- aði prestur, eins og áður er sagt. Margir hagyrðingar sagði Jón að hefðu verið í Skagafirði. Eink- um nefndi hann til þess bónda nokkurn, Pál porsteinsson í Pottagerði. Hafði Páll verið fljótur að kasta fram vísum. peg- ar Páli var sagt að ull og tólg væru gjaldgengt 'í prestgjöld, kvað hann: “Má það gleðja misjafnt fólk, mörgum hlaðið farestum, að en fæst fyrir ull og tólk eilíft líf hjá prestum.” Við hreppstjóra, er flutti sig úr hreppnum, kvað Páll: “pað var skaði þessum hrepp, þú hefir fjallað með hann. Mér lá við að segja: sepp, svei þér burtu héðan.” Maður nokkur, Jón að nafni, og átti heima að Miðhúsum í Blöndufalíð, hafði talað um ýmis- legt ráðlag Páls frammi í Skaga- firði. pegar Páll frétti það, kvað hann nokkrar vísur með niður- lagi: “Monsjör Jón í Miðhúsum, mælti það fram á faæjum”. Tvær fyrstu vísurnar mundi Jón. pær hljóða þannig: Skröltir Páll 4 skuldunum. Skatnar, að því hlæjum. Monsjör Jón í Miðhúsum mælti það fram á toæjum. Lofar tíðúm lamfaseldum, þó lítið faafi af slægjum. Monsjör Jón í Miðhúsum mælti það fram á faæjum. Fleiri vísur lét Jón mig heyra eftir Pál of fleiri, er eg hirði ekki að tilfæra faér. Eitt sinn í byrjun túnasláttar var Jón, ásamt fleirum, að slá túnið á Reynistað. par á meðal var porleifur faróðirJóns. Á Reynistað var þá stödd göngukona. pegar hún fór, lá leið hennar skamt frá sláttumönum. Kallar þá porleifur til hennar í gáska: “Voru þeir farnir á Hafnarhval- inn?” þeir, sem Ihann til tekur. “Hefir þar rekið hval?” spyr kerling, “Jú, þar hefir rekið hval,” svarar porleifur. Kerling fer nú sem leið liggur inn í Skaga- fjörð. petta var snemma dags. pegar leið á daginn, sáu þeir á Reynistað, að lestir voru á ferð út Skagafjörðinn. Skildu þeir ekk- ert í því, hvernig á því stæði. Maður einn kom frá lestunum heim að Reynistað. Spurðu þeir hvernig stæði á þessum lestum, Hvort þeir hefðu ekki heyrt um hvalrekann á Höfnum, “hún”, sem hann til nefndi, hafði sagt það. pá muna þeir eftir gaspri porleifs, og þótti þeim ver en miður, að þetta skyldi hljótast af því. Maðurinn fer samstundis og snýr aftur lestunum. Seinna fréttu þeir, að kerling hefði farið bæ frá bæ með hvalfréttirnar. Jón Bjarnason var kynsæll mað- ur, og eru allir afkomendur hans merkisfólk, að því leyti, sem mér er kunnugt. Eru flestir hér vestra, en sumir komnir til Am- eriku. Eimreiðin. Þurkaðu skarrið af skónum maður, sérðu ekki að gólfið er hreint. faefir oft verið sagt við mig þeg- ar eg hefi af hugsunarleysi og trassaskap, gengið á hreinu gólfi með lítt hreinar fætur. Óefað faefir þetta verið sagt við fleiri en mig, því fleiri eru trassar en eg Mér kom þetta í hug er eg um daginn las bæði í “Lögbergi” og “Heimskringlu” ritsjórnar grein- ar um úrslit kosninganna hér syðra, því þó þær séu á parti prýðilega skrifaðar, og all-ítarleg- ar, þá eru þar spor og þau ekki fá sem sóma sér ekki sem bezt eftir hugsunarhætti og skoðunum fjöldans hér, og margir, já, lang- flestir hér syðra mundu segja að skórnir ykkar hefðu ekki verið sem hreinastir, en af engu öðru en hugsunarleysi sjást sporin og ættu iþví að vera fyrirgefin. Eg ætla þó að benda á nokkur þeirra í von um að þið verðið varkárari næst. 1. Spor: Eg neita því afdrátt- arlaust, að við höfum valið til sóiknar til forseta, ófaæfari mann enn kostur var á. 2. Spor: Eg neita því, að í þessum kosningum hafi nokkuð það verið brúkað, sem getur kall- ast ljótt eða ósæmilegt, og sem er að nokkru verulegu leyti frábrugð- Copenhagen Vér ábyrgj umst það a> vera algjörleg. hreint, og þaó bezta tóbak i heimi. Ljúffengt og endingar gott. af því það ei búið til úr safa niklu en mildn tóbakslaufi. MUNNTOBAK ið vanalegum kosninga aðferðum, hvar helzt sem er. 3. Spor: Eg neita því, að nokk- urt mál sem uim var þrefað í þessum kosningum hafi verið hald- ið uppi og yfirvegað á ógöfugri hátt en áður hefir verið gjört, þar með talið alþjóða sambandsmálið, sem ykkur faáðum virðist liggja þungt á hjarta, og eg bendi ykkur á orð Hardings er hann vissi að hann var kosinn: “pað er ekki heiðurinn, sem er fyrst í huga mínum við þetta tækifæri, heldur ósk til guðs, að mér megi auðnast að leysa skyldu mína vel af hendi.” 4. Spor: Eg samþykki ekki að þjóðin hafi með atkvæðum sínum reynt að komast hjá að uppfylla skyldur sínar, eða að blint flokks- iýlgi eða hleypidómar hafi ráðið hugum manna, og vilt mönnum sjónir. 5. Spor: Eg neita því, að Gomp- ers eða MacAdoo, séu þess verðir að ráða þeirra verði að nokkru gætt, eftir þeirri reynslu sem við höfum af þeim í liðnum tíma. 6. Spor: Eg neita því að fólk hér sé svo flokksblint, að það kjósi nokkurn tíma “mannhræðu” af sínum flokki ef “ágætismaður” er í vali frá hinum. 7 Spor: Eg neita því, að Wilson forseti faæri, eða hafi nokkurn- tíma borið höfuð og herðar yfir alla samtíðarmenn sína. 10. Spor. Eg neita því að nokk- ur ástæða sé til að álíta, að kvenn- fólkið hér, hafi gireitt atkvæði í ó- samræmi við kringumstæður, og neita einnig að nokkur sanngirni hefði verið fyrir þær að flykkjast saman til að hefnast á iþeim sem höfðu verið á móti kvennrétti, við hér trúum ekki á svoleiðis lagaða atkvæðagreiðslu. Fleiri spor má finna eftir ykk- ur, en við þetta læt eg sitja, og vona að þið gangið um stjórnmála gólf okkar næst með hreinar fæt- ur. Verið sannfærðir um eitt í þessu sambandi, að engin þjóð í heiminum er færari að beita at- kvæðum en við hér. Við vitum hvar skórinn kreppir, og við reyn- um að laga hann, ekki eins og aðr- ir segja okkur, heldur eins og okkur sjálfum lýst að gjöra. Eg þakka fyrir Iblöðin ykkar bæði, eg les þau ávalt með ánægju, þrátt fyrir skóna ykkar. S. Th. Akra N. Dakota. Barnastúkan. pessibörn voru sefct í embætti í barnastúkunni Æskan 20. nóv. s. 1. Æstitemplar Kjartan Bjarnason Varatempl. Margrét Dalmann. Dróttt. María Anderson. Kapelán Sigurveig Davíðson. Ritari Kar porsteinson. 8. Spor: Eg neita því, að viðAðst- rit. Edvin porsteinson. eigum að virða og heiðra Wilson AÖst- drótts. Lillan Furney. fyrir það að hann hefur allann Féhirðir Stefán Holm. heiminn að “sjónarsviði,” við hér Fjármrit. Rósa Olson. kjósum fyrir okkar þjóð, en ekki Vörður Sigurbjörg Hannesson. fyrir allann heiminn. Útvörður ólafia Anderson. 9. Spor: Eg neita því að nokk- F. Æ. T. Kristín Hannesson. ur hæfa sé til þess að Republican Gæslukona ungtemplara Guðb. G- flokkurinn hafi lofað helming af Patrick. kjósendum sínum embætti að laun- Fundir byrja stundvíslega kl. 3 um, slíkt er að eins skáldskapur. á laugardögum. IIHIIIIBilil HHi''iKII'HiliKlliHlliHilllHII'IHlMHIiliHIIiiHlj!: immnMHBmMii iniiHimiimiiHiiiiHiiiimfiHiinainHiiHiiiMiiiiHiíiiHiiiHiiiiHiniBiinmMinimmiiHiiiMiniHiniBiiiiiHiiiiHiiii IHHBIIHIUIHll íiHiiHiiimiHiHiHiiiiHniHniiaiinii BOR ARAR i WIN 1 ■ ■ ■ ■ ■ | i ■ Bæjarkosningar í nánd. Þann 3. Desember, nœsta frstudag eigið þér að kjósa menn til að sitja fyr- ir yðar hönd í bœjarstjórn og skólaráði á næstkomandi ári. Hér um bil 87.000 kjósendur á kjörskrá, 27,000 fleiri en í fyrra. ARVÖRÍÍW* Allirkjörseðlar, líka i\\J ▼ VylvUll. {yrjr borgarstjóra, verða að vera tölumerktir, en ckki með X. Kjósið til fulltrúa í 2. kjördeild: 2 ára tímabil:~Thos. Boyd Allan L. Maclean J. A. McKercher 1 árs tímabil:-John O Hare E. Parnell fyrir Borgarsjóra Mann sem annast jafnt um hag allra stétta. Neytið atkvœðisréttarins, menn ogkon- ur í Winnipeg, látið það sannast að borgin gangi á undan að því er áhuga á opinberum málum við kemur. Á borgaralistanum, Citizen’s Ticket, standa nöfn þeirra, sem hlutu útnefningu í kjördeildum sínum á opnum fundum. sem boðað hafði verið til í opinberum auglýsingum. HAFIÐ ÞÉR Eí í vafa, þá heimsœk- A TIZ\J TCni? ið Ward Committee AlKVÆtUÍ Rooms eða Central Headquarters, Cor. Portage & Carlton. Phones: A4378 N8575 N8657 Kjósið til skólaráðs fyrir 2. kjörd.: Til 2 ára~Arni Anderson Joseph Kerr Til 1 árs—George Adam Garnet Coulter ■ ■ ■ ; GREIDID 60RGARA LISTANUM ATKVÆDIYDAR NÆSTA FDSTUDAG. SITJID EKKI HEIMA! i!iiiaiiiBiiiiai!i:M!«i:>ia:iL,nua::.iaiiiaiiiaiiai.''KiaiiiBiiiaiii'BiiiiHiiiiaiiiiHiiiiHnjiB«iiBiiiiBiiiiBiiiiBiiia!i!!Himi!!!B!iiai!!:a!BiiiiBiiiii IF1—ji»i ■■■■MI»ll'i»»IWIIIMW»l li:!IBIil ■illlHuiWH nmoiBiiiiaiiiia |!I!HII!IWIIIIWII!IWIIIIW!I|

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.