Lögberg - 02.12.1920, Side 4

Lögberg - 02.12.1920, Side 4
tíl* 4 LOOBKRG, FliiTUXVAGIM N 2.DESEMBER 1920. Þessir útlendingar. pað eru ekki mörg orð í hinu enska máli, sem hljómað hafa í eyrum vorum eins oft og eins hátt og orðið “foreigner”—útlendingur. Með fyrstu orðum, sem vér lærðum í ensku máli, var orðið “damn” og vanalega var þó bætt framan við það orðinu “god”, og þar næst kom orðið “foreigner” eða útlendingur. Oss þótti þetta ekkert fallegt þá, en vér héldum að það væri sérkennilegt fyrir stöðu þá, er vér vorum í—urðum að leggja fyrir oss, eins og margir aðrir, sem voru nýkomnir til þessa lands: að vinna við bygging jámbrauta. En þegar vér fórum að kynnast, þá lærðum vér að skilja að þetta litla orð, orðið “foreigner”, var stórveldi í landinu. Vér lærðum þá að skilja, að það lá ekki að eins með fyrirlitningu og kulda á tungu hinna óupplýstu og ófáguðu jámbrauta- manna, sem af brezku bergi voru brotnir, eða þess hluta þeirra, sem töldu sig tilheyra hinni ensku þjóð, heldur mætti það manni alls staðar eins og illur þefur frá vömm hinna upplýstari stétta þessa þjóðfélags, er töldu sig hina rétt- bomu erfingja ríkisins. pessi hugsunarháttur hefir lifað hér í landi og lifir enn. pað dugði ekki, þó þessir útlendingar lærðu málið og semdu sig að siðum þeim, sem í landinu tíðkuðust. pað hafði enga þýðingu, þ#tt þeir ynnu baki brotnu til þess að framleiða auð úr jörðinni til hags fyrir alla. það tjáði ekki, þó að þeir ryddu skóga og snem skóglendum upp í blómlega akra. Ekkert hafði það heldur að segja, þótt þeir ttæki að sér og ynnu öll erfiðustu og óþokkaleg- ustu verkin í borgum og bæjum, er þessir ensku- mælandi menn hvorki vildu taka að sér að vinna né heldur gátu unnið. Samt vom hinir aðfluttu menn alt af “foreigners”, aldrei nógu góðir, aldr- ei nógu miklir menn til þess að vera bræður og jafningjar þeirra enskumælandi. Svo kom stríðið með sínum ógnum og erfið- leikum. og hefir kuldi sá, sem orðinu “foreigner” fylgir, aldrei nætt eins tilfinnanlega um andans reit útlendinganna—eða canadisku borgaranna, sem frá öðrum löndum en Bretlandi eru komnir, —eins og þá, þrátt fyrir það, þótt þá væri meiri þörf bróðurhugs og bróðurlegrar samvinnu, en nokkru sinni áður. Og svo nú, þegar stríðinu er lokið og farið er að hugsa um framtíðarmálin og þar á meðal inn- flutning fólks, þá kemur þetta sama fram — þetta sama orð “foreigner” — hjá stjórnarráðs- mönnum landsstjórnarinnar sjálfrar, hjá stór- blöðum landsins og hjá sumum ráðherrum fylk- isstjórnanna, eins og t. d. G. J. H. Malcolm, akur- yrkjumála ráðherra Manitobastjórnarinnar, sem minst er á á öðrum stað hér í blaðinu.Allir nú á móti því, að “foreigners” flytjist inn til þessa lands, heldur á að leggja alla rækt við að fá fólk frá Bretlandseyjum til að flytja hingað til þess að nema hið ónumda land í Canada og vinna hin óunnu verk. Hvernig stendur á þessari afstöðu þeirra, sem með völdin fara? Hafa útlendingarnir reynst illa í þessu landi, svo að ástæða sé þess vegna til að sýna þeim þessa móðgun? Er það af því, að þeir hafi komist að raun um að Englendingarnir verði duglegri að ryðja skógana, opna námumar, yrkja landið—í einu orði að framleiða hér auð, heldur en íslendingar, Norðmenn eða Svíar, að þeir séu þess vegna æskilegri ? Vildu þessir herrar vera svo góðir og fletta upp í sögu þessarar ungu þjóðar og sjá þar hverjir það hafa verið, sem mestan þróttinn hafa sýnt við að yrkja og byggja upp þetta mikla Vesturlandi, hafa það verið Englendingar ? Nei og aftur nei. peir mega vel lesa um nýlendusvæðin, sem sett voru til síðu hvað eftir annað hér í Vestur- landinu handa þessum Englendingum. Húsin voru bygð yfir þá, land var plægt upp fyrir þá, gripirnir voru keyptir handa þeim, og svo voru þeim fengnir peningar í ofan á lag til þess að lifa af, unz búin færu að gefa af sér. Hvernig fór fyrir þessum mönnum? peir drápu gripastofn sinn úr hor, nentu ekki að vinna akrana, svo að illgresið óx í þeim í stað korns, og bændur þessir flosnuðu svo upp hver af öðrum, unz bygð þeirra eyddist með öllu. það eru útlendingarnir — þessir “foreign- ers”, sem nú sýnist eiga að halda úti úr landinu, ef Canada-Bretinn getur—, sem bygðu upp þetta mikla Vesturland; það voru þeir, sem ekki hlífðu sér við harðri vinnu, hvort sem var á sumri eða vetri; það voru þeir, sem ekki gáfust upp, þótt fátæktin væri tilfinnanleg og torfærumar mikl- ar; það voru þessir "foreigners”, sem mestan og beztan þátt eiga í framförum og velmegun Vest- urlandsins. pað eru þeir, sem í flestum tilfellum hafa rutt brautimar og lagt grundyöllinn. Er það landi voru hagur, að fólk af sama ættstofni og með sömu lyndiseinkunnum og þetta fólk var, sé útilokað frá að komasý inn í land- ið eða því haldið frá því, en aftur sókst eftir því fólki, sem hér hefir reynst ósókndjarft og lítt fallið til að stríða við erfiðar árstíðir og erfiða vinnu? paS, sem oss finst að land þetta þurfi mest með, að því er til innflutninga á fólki kemur, er að sækjast eftir því fólki, sem hefir vilja og þrek til þess að vinna, — vinna hvaða helzt sem að hendi ber, hvað svo sem það er. Og næst því, að það finni til þess, að það sé hér velkomið, að það sé ekki “foreigners”, held- ur bræður og systur í því að byggja hér upp hreina, sterka og einhuga þjóð. --------o--------- Islenzka stúdentafélagið. pegar um viðhald íslenzks þjóðemis er að ræða á meðal Vestur-íslendinga, þá mega menn sízt gleyma Stúdentafélaginu íslenzka. par eru mennirnir og konumar, sem forstöðu eiga að veita málum vorum í framtíðinni, leiðtogar mála vorra og fólks vors í komandi tíð, og er því mik- ið undir því komið, hvernig það fólk lítur á málin. petta unga íslenzka námsfólk er alt fætt og uppalið hér í landinu, hefir fengið mentun sína á hérlendum skólum og hugur þess og áform hafa mótast af hérlendum hugsunarhætti og siðvenjum. * pví hefir verið haldið fram, að íslenzkt mál og rækt við íslenzkan feðra-arf muni hverfa í þessu landi með kynslóð þeirri, sem nú lifir og að heiman kom frá íslandi, og að hin upprenn- andi kynslóð muni verða al-ensk og hverfa hér í þjóðarhafið. Vér viljum ekki segja að þeir, sem svona hugsa og svona tala, hafi ekkert við að styðjast, en eftir að vera búinn að sitja á stúdentafélags- fundum eins og vér höfðum ánægju af að gera nýlega og heyra og skilja stefnu félagsins í þessu þjóðernis máli, þá styrkjumst vér í þeirri trú, að bölsýni ein ráði hugarstefnum þeirra manna, sem það segja, að vér hverfum hér í þjóðahafið, er núverandi kynslóð líði undir lok. pað er enginn smáhópur, þegar námsfólkið íslenzka í Winnipeg er alt komið saman. pegar vér tölum um námsfólk, meinum vér fólk það af vorri þjóð, sem hér gengur á æðri skóla. Á þessum fundi, sem vér vorum á, voru yfir 50 stúdentar, og var það víst ekki meira en helmingur þeirra. Af því getur maður séð, hve mikð stórveldi námsfólkið íslenzka er að verða á meðal vor, þegar það vill beita sér eða nær að njóta sín við eitthvert mál. Á fundum félags þessa fer alt fram á ís- lenzku, bæði ræður og söngvar, og er ekk hægt að heyra að námsfólkið geti ekki notið sín til fulls á máli feðra sinna. . Á þessum fundi, sem vér vorum á, fór fram kappræða um mentamál. Spursmálið, sem rætt var, var þetta: “Ákvéðið, að ársprófin ættu að vera afnumin.” Tvær meyjar, Salóme Halldórsson og pórey G. pórðarson, og tveir sveinar, Agnar Magnús- son og Friðrik Friðriksson, tóku þátt í kappræð- unni, og töluðu af svo mikilli mælsku og á svo góðu íslenzku máli, að maður hefði mátt halda,# að þau væri alin upp úti í sveit á fslandi. Sýnir þetla Ijóst og ábyggilega, að unga fólkið íslenzka í Ameríku getur haldið íslenzku máli hreinu og lifandi þegar það vill. —:------o--------- * Alit merkra blaða. pótt skoðanir hinna ýmsu Bandaríkjablaða séu að vísu töluvert skiftar í sambandi víð úrslit kosninganna suður þar, má samt svo að orði kveða, að flest þeirra, án tillits til flokka, telji afstöðu þjóðarinnar til League of Nations alt annað en æskilega, eins og nú horfir við. Tvö af hinu veigameiri blöðum New York borgar, Times og New York World, hafa nýlega látið uppi skoð- anir sínar á máli þessu og farast Times þannig orð: “Hugsandi Ameríkumenn gera enga til- raun til að leyna óánægju sinni yfir því, að þjóðin skuli engan fulltrúa hafa átt á fyrsta þingi þjóðasambandsins, sem nú stendur yfir í borginni Geneva. Vér áttum að hafa ábyggileg- an fulltrúa þar, er tekið hefði getað fyrir vora hönd einhvern þátt í því, hvemig fyrstu hom- steinar væru lagðir, fyrstu sporin stigin, ef svo mætti komast að orði. — • “Nú, eftir að mesti hitinn, sem kosningun- um fylgdi og ávalt fylgir öllum kosningum, hef- ir dvínað að nokkru og almenningur er farinn að hugsa um framtíðina með gætni, virðist sú skoðun lang-almennast ríkjandi, að þjóð vor geti ekki með góðu móti setið hjá og látið afskifta- lausar með öllu tilraunir þær, sem flestar þjóðir heims hafa með höndum um þessar mundir, í þeim tilgangi að tryggja framtíðarfrið á jörðu. Vinir Bandaríkjaþjóðarinnar austur í Evrópu, og þeir eru margir, eiga enga heitari ósk en þá, að máttur hennar til stríðs, sem þeim er þegar kunnur, megi nú, að slíðruðum sverðum, verða einn sterkasti þátturinn í því dýrðlega starfi, að koma sáttum á og órjúfandi friði meðal allra þjóða og þjóðarbrota. Og vér efumst eigi um, að innan skamms tíma muni þjóðin skilja köllun sína og ganga í þjóðbandalagið, ekki fyrir tilmæli eða hvatning- ar neins ákveðins stjómarflokks, heldur fólksins alls í heild sinni. Fáeinir senatorar reyndu að telja fólkinu trú um, að pjóðasambandið væri að eins hugarburður, slík stofnun kæmist vitan- lega aldrei á laggirnar. Hvað er nú orðið úr þessum staðhæfingum ? Er ekki þjóðasamband- ið þegar orðið að lifandi veruleik, þrátt fyrir steinana, sem reynt var að leggja í götu þess með tíu þúsund repúblíkana ræðum.” Ummæli New York World eru á þessa leið: “pað er ekki einasta, að þjóðasambandssátt- málinn, í því formi, sem hann nú er, sé afrek Wil- sons forseta, heldur heldur hann áfram að vera það í framtíðinni, þrátt fyrir allar þær breyt- ingar, sem í því efni kunna að verða gerðar. Jafnvel þótt Mr. Harding kynni að koma því til leiðar, sem þó er alt annað en líklegt, að þjóð- irnar sneri baki við núverandi sáttmála og að- hyltust kosningaboðskap hans um Society of Nations, þá yrði slíkt samband í raun og veru Wilsons verk eftir sem áður, bygt og starfrækt á hugsjónum forsetans. Enda hefir enn hvergi komið fram mismunurinn á Society of Nations og League of Nations í umræðunum um málið, jafnvel ekki í kosninga bardaganum sjálfum. Um annað en nafnbreytingu var því sýnilega ekki að ræða. Ef enn eru einhverjir þeir innan republicana flokksins, sem halda að þeir geti unnið flokki sínum lof og dýrð með því að knýja fram ein- hverjar yfirvarpsbreytingar á þjóðasambands- sáttmálanum, fá til dæmis nafninu breytt eða eitthvað því um líkt, þá hljóta slíkir menn að sæta þungum vonbrigðum síðar meir, — þá var að eins að dreyma, og það skelfing barnalegan draum. pjóðasambandið er nú komið í fast form, allur heimurinn, að undanteknum Banda- ríkjunum, veit og viðurkennnir, að í því máli var það Wilson, sem stærstan vann sigurinn. “Hvað um þjóðasambandið verður, þegar fram líða stundir, er vitanlega á huldu, en mis- takist það, verður Wilson forseta ekki um kent, því nú hefir republicana flokkurinn, undir for- ystu Hardings, tekið ábyrgðina í sínar hendur.” Eftir fregnum af hinu fyrsta þingi þjóða- sambandsins í Geneva að dæma, virðist sú skoð- un vera þar efst'á baugi að Bandaríkin muni ganga í sambandið áður en langt um líður, þrátt fyrir sigur republicana flokksins og andstöðu ýmsra leiðandi manna innan hans. Er talið víst, að Mr. Harding verði fús til samkomulags í þessu mikla velferðarmáli allra þjóða. --------o--------- Rússland. Frá því að Gen. Wrangel, sá er stjórnaði Suður Rússlandi um hríð, beið ósigur og varð að flýja land, má svo að orði kveða, að Soviet stjórn þeirra Lenins og Trotzky sé ein um hituna, ráði lofum og lögum í öllu hinu víðáttumikla rússneska veldi. Að vísu eru hér og þar smáhópar manna andvígir kenningum Bolshe- vika, svo sem í Austur-Síberíu og flökkusveitir Balakhovitch í Vestur-fylkjum Rússlands, sem saman settar eru þó af mönnum með mjög sund- urleitum skoðunum og jafnvel helzt enga stefnu hafa. Eftir nú að Lenine og Trotzky hafa brotið alla mótspymu á bak aftur og eru farnir að geta gefið sig við stjóm innanlandsmálanna í næði, ætti kjarni hinna nýju stjómmálakenninga þeirra, ef nokkur er, að fara að bera einhverja ávöxtu. pótt fregnum frá Rússlandi beri vitanlcga ekki ávalt saman, þá mun samt óhætt að draga af þeim þá heildarályktun, að meiri hluti hinnar rússnesku þjóðar sé engan veginn ánægður með Soviet fyrirkomulagið, og fylgi yfirleitt stjórn- inni fremur af ótta en einlægri trú á stefnu hennar og starfsaðferðum. Fylgi stjórnarinnar að því er frekast verður séð, mun því nær undan- tekningarlaust skorðað við borgimar, enda eru það aðallega daglaunamennirnir, er skipað hafa sér undir merki hennar. Alt öðru máli er að gegna með bænduma, vafalaust fjölmennustu stétt landsins. ]?eir líta stjómina óhým auga og mundu gjama kjósa hana feiga, en ófúsir eru þeir til vígaferla, að svo stöddu, vita líka sem er, að öll hnefaréttar meðöl, byssur, púður, blý og stál, eru í hendi stjómarinnar og borgarbúanna, og að ekki þarf mikið út af að bera til' þess að Trotzky skipi þeim “rauðu” að hleypa af.—Með- an stjórnin lætur heimili smábændanna í friði, getur hún sjálf væntanlega haldið sér við völd, en reyni hún að steypa bænduma í sama mót- inu og hersveitir sínar—beita við þá skilyrðis- lausum heraga—, þarf ekki lengur við góðu að búast. Verður þá fátt líklegra, en að til borgara- stríðs muni draga milli stjórnar hersveitanna — verkamanna í borgunum og bænda, sem eins og þegar hefir verið bent á, eru lang fjölmennasta stéttin, og má þá líklegt telja, að hervaldsstjóm Bolshevikanna fari að syngja sitt síðasta vers. William Thorburn Lamers F. 25. Sept. 1918—D. 23. Okt. 1920 (Undir nafni móðurinnar.) Sælt var um bjartan sumardag, við röðulbros og blómin fríðu, þegar mér ljúfur lék við síðu ástfólginn sveinn við unaðs-hag. Hláturinn mildi, hreinn og blíður hjalið hans mjúkt sem andblær þíður. Ljómaði í augum líf og fjör, léku sér bros um smáa vör. Liðin er nú hin ljúfa tíð. Helfrosin blómin hylur klakinn; hjartkæri sveinninn moldu þakinn. Sefa minn þjáir sorgin stríð. Heimur mér nú er unað rúinn; indælla vona draumur flúinn. Gleðiljós horfið, blítt og bjart; byrgir mig hrygðar-myrkrið svart. Alvalds ráðstöfun undrumst vær: að hann, sem líf og anda gefur, einatt samstundis burt það krefur, áður en þroska nokkrum nær. Lætur hann sálu dauða deyja þann dag sem fær hún lífið eygja? Og út ef slokknar andi manns, hver er tilgangur skaparans? Nei, eg vil aldrei efa það: hér þó um stund við hljótum skilja, er harma næðir bitur kylja, son minn eg finn á sælli stað. Hann dafnar vel á dýrra láði, að Drottins milda vísdóms-ráði. Fagnandi aftur finn eg hann, er flyt eg burt úr jarðar-rann. Guðsþjónustur verða haldnar— í Skálholtssöfnuði 12. Desember. í Jóns Bjarnasonar söfn. 19. Desember. í Skálholtssöfnuði á jóladginn . í Hólasöfnuði á 2. í jóladag. í Jóns Bjarnasonar söfn. á nýársdag. í Betelsöfnuði 2. janúar 1921. Adam porgrímsson. Sparisjóðsbók er bezta JÓLAGJÖFIN Fyrir börnin yðar. Byrjið Nýja árið með Sparisjóðsreikning fyrir sérhvert af börnum yðar. ®{je i\opal jianfe of Canaba Höfuðstóll og varasjóður.........$38,000,000 Allar eignir.....................$598,000,000 Að spara Smáar upphæðir lagðar inn í banka reglulega geta gert stærri upphæð en stór innlög, sem lögð eru inn óreglulega. Sá sem gerir sér að vana að leggja inn peninga, hann fær löngun til að sjá upp- hæðina stækka. Rentur gefnar að upphæð 3% á ári, lagt tvisvar við höfuðstólinn. Byrjlð að leggja inn í sparisjóð hJK. THE DOMINIÖN BANK NOTRE DAME BRANCH, SELKIRK BRANCH, P. B. TUCKER, Manager W. E. GORDON, Manager. Iilllll! Philip S. Markusson Fæddur 26. Sept. 1899—Dáinn 27. Sept. 1920 iil í hjartans þrenging minn hörpustreng eg hreyfi, þó dimmi leið: pvi prúðari enginn átti dreng um æskunnar bjarta skeið. Á liðinni stund hans lánað pund var lífs míns unun og skjól. Nú ógnar mér húm, því autt er það rúm hvar áður mér brosti sól. Hví er, sonur, alt í einu orðið hljótt og slitinn þáttur? par, sem áður geislinn glóði, grúfir dauðans húm og eyðing. Stormi hristur stend eg, nístur stáli beittu harms og ótta. pú ert farinn frá mér kæri, Philip minn, og skeiðið runnið. Aldrei fyr eg særðist sári svona djúpu4 Guð, eg hrópa: Ljúfi faðir lífs og dauða, lýs mitt hjarta þinni birtu. Yfir bylji harms og helju hugans lyftu trúar krafti, svo eg læri böl að bera, beygja mig að þínum lögum. Grimm er sorgin, gröf þig byrgir, göfgi vinur, prúði sonur. Huggun ein er harmi mínum: hreinn að velli ertu fallinn. Eilíf heldur æðsta gildi ástin björt í tryggu hjarta, sem að háll og háður spilling heimur gat ei frá þér slitið. Veg þinn prúður gekstu glaður, gleymdir aldrei þinni skyldu, hjá þér ungum lýsti löngun lífs þíns hegðan prýða dygðum. Hví var þér á æsku árum æfitöf ei lengri gefin ? Okkar viti er sú gáta ekki skilin,—spekin dulin. pú ert, sonur, sæll til vina svifinn yfir stunda hafið, ekkert þvingar, friður fenginn faðmar þig á ljóssins vegum. Brautin fögur fárra daga fljótt var enduð. Lögin standa. Farðu vel til sólar sala. Saman Ieiðir koma bráðum. M. Markússon. Illllll Fréttabréf. Vogar P. O. Man, 21. nóv 1920. Herra ritstjóri! pað er svo langt síðan að eg sendi Lögbergi fréttir að ætla mætti af miklu væri nú að miðla. En ,svo er þó ekki. Her ber fatt til tíðinda, enda er mér stirt um ritstörf, því tamara er okkur bænudum að nota þyngri verkfæri en pennann. Tíðarfar, Ihefir yfirleitt mátt kalla srott síðastliðið sumar. Vor- íðin var mjög hagstæð, og spratt >ví gróður í fyrra lagi. Að sönnu var lítið um skúra en jörðin var svo vatnsrík, eftir snjóinn S fyrravetur, að menn kviðu því fremur framan af sumrinu, að vatn mundi liggja á til skemda; en það þurfti ekki að óttast. Rign- ingar voru ekki teljandi alt vorið, og fram yfir miðsumar. Víst hefir þetta sumar verið þurka sum- ar í meira lagi, en eg hygg að hvergi hafi rignt eins lítið eins og hér norður á milli vatnanna. Annars var tíðin mjög hagstæð til V

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.