Lögberg - 09.12.1920, Blaðsíða 3

Lögberg - 09.12.1920, Blaðsíða 3
LOOBBRli FIMTUDAGINN 9. DESEMBER 1920. Bls. S Nelly frá Shorne Mills. Eftir Charles Garvice. Hann tók það úr linappaigatinu hálf hissa rétti henni það, óskaði henni góðrar nætur og fór. Hann stóð kyr við dyrnar og leit til lafði Wolfer, sem liíka leit til hanis, og svo fór hann. Nelly ætlaði að láta <blómið á bo.rðið, en þar eð hún var hugsandi stakk hún því í kjól- brjústið sitt. Um leið og hún gekk yfir gólfið til gestanna, sem ætluðu að fara, kom lávarður Wolfer til hennar. “Eg geng inn í lestrarstofuna og sé máske ckiki Ikonu mína, áður en eg fer út; viljið þér gjöra isvo vel að segja henni, að eg voni að hún rfaíi ekki á samkomur í kvöldf Mér sýnist hún svo þreytuleg, sýnist yður það eklki líka?” Rödd hanis var þrungin af kvíða, og svip- urinn svo órólegur og hryggur, þegar hann leit til konu sinnar, isem talaði hátt og fjörlega, að Nelly kendi í brjóst um hann. Það var eins og henni birtist alt í einu hve heitt hann elskaði þhssa stúiku, isem var kona hans að nafninu, en virtist þó vera honum svo fjarlæg. “ Já, eg skal segja henni það,” sagði Nelly. Eg er viss um að hún fer ekki út, þegar þér viljið það ekki.” Hann brosti beiskjulega, og um leið og hans vanalega kalda dulgirni yfirgaf hann í þetta eina skifti, sagði hann næstum hryggur: “Haldið þér að liún taki svo mikið til- lit til tilfinninga minna?” “Hvers vegna — já auðvitað —” stamaði hún. Ilann ibrosti eins beiskjulega o>g hann hafði talað; svo breyttist svipur hans skyndilega, þegar honum varð litið á blómið á brjósti henn- ar- “Hvernig hafið þér fengið þetta blóm? — Iiver —” spurði hann næstum hörkulega. Nel'ly blóðroðnaði, svo skammaðist hún sín yfir roðanum og hló. “Sir Arohie Walbrooke gaf mér það,” sagði hún. Lávarðurinn leit undrandi til hennar sem svo varð rannsakandi tillit, er ko<m Nelly til að roðna aftur. En hún sagði ekkert, og lávarð- urinn hélt áfram í djúpum hugsunum með hend- umar fyrir aftan baikið og höfuðið beygt nið* ur á brjóstiðí Þegar síðustu gestirnir voru farnir, gekk lafði Wolfer til lierbergis síns. Nelly stóð í, miðjum tóma salnum og leit í kringum sig hálf * hrygg — með þeirri tilfinningu sem við köllum hugboð. Ófróö og óreynd eins og hún var, gat hún ekki varist því að sjá, að hvorki lávarðurinn né kona hans voru ánægð og að alt það starf, sem að þau tóku sér á hendur, og skemtanir, sem þau stofnuðu eða tóku þátt í, gerðu þau enn þá óánægðari. Henni þótti vænt um þau bæðir sérstaklega um lafði Wolfer, og' henni sámaði að sjá, að hún reyndi að dylja sorg sína undir grímu gleðinnar. Þegar Nelly varð litið á hvíta blómið, fékk hún óljósan grun um hættuna, sem yfir lafði Wolfer var svífandi, cn hún hrinti þessari voðalegu hugsun frá sér, hún vildi ekki láta bana festa rætur í huga sínum. Stundum hafði hún tíðkað að fara upp til lafðinnar, þegar hún dró sig í hlé til að livíla sig, og þcgar hún nú mundi eftir skilaboðum lávarðarins, gekk hún upp stigann og barði að dyram lafðinnar. Veikluleg rödd bað hana að koma inn, Nelly gekk inn og fanndafðina sitjandi í lágum stól fyrir framan eldinn. Hún var ein, og það var eitthvað við þessa samanhnignu, að því er virtist, frjósandi persónu, sem vakti meðaumk- un Nellys. Hún gekk yfir gólfið og laut niður að lafðinni. “Emð þér veikar eða aðeins þreyttar?” spurði hún mjög alúðlega. Lafði Wolfer hrökk við og leit á hana, og Nelly sá að andlit hennar var hvítt og kvala- legt. “Eruð það þér?” sagði Ihún. “Eg hélt það væri 'hún Wardell, þeman mín — já eg er þreytt.” “Lávarður Wolfer bað mig að segja yð- ur, að þér mættuð ómögulega fara út í kvöld. Bonum sýndist þér vera sv'o'þreytnleg,” sagði Nelly. / Lafði Wolfer starði á eldinn, og varir hennar hrukkuðust kaldranalega. “Hann er mjög umhyggjusamur,” sagði hún. “Yfihburða umhyggjusamur. Maður ma næstum ætla að honpm sé ekki sama, hvort eg er þreytt eða ekki — er það ekki Nelly?” “Hvers vegna segið þér þetta svo beiskju- lega,” sagði Nelly lágt. “Auðvitað hugsar hann um það. Hann er alt af svo vingjarn- legur og nærgætinn. ” Lafði Wolfer stóð snögglega upp, liló hörkulega og fór að ganga um gólf. “Hann skeytir ekki hið minsta um það,” sagði húh afar hörkulega. “Hvérs vegna komuð þér hingað í kvöld? Eg vildi að þér hefðuð ekki komið; eg vildi helzt vera einsöm- ul. Nei farið þér ekki, fyrst þér eruð komn- ar,” því Nelly gekk til dyra. Hún snéri við og lagði hendi sína á handlegg ])essarar ógæfu- sömu konu. “Viljið þér ekki segja mór hvað að er?” sagði hún. Lafði Wolfer hætti göngunni og hné aftur niður í lóga stólinn. “Eg get máske gert það!” sagði hún og hló hörkulega. “Það getur máske orðið gagn- legt fyrir yður, sem aðvarandi dæmi. Ó, Nelly, við skulum þúast — vilt þú það ekki? Eg þarfnast vinstúlku. — Þökk fyrir Nell! — Þri ert ung og saklaus, en þú hefir blotið að sjá hve ógæfusöm eg er. Nell, þú ert ekki eingöngu ung og saklaus, en þú ert fögur. Þú hefir alt lífið fyrir framan þig — þú, líka þú verður að velja forlög þín — því við veljunn þau sjálfar. Eyðilegðu ekki líf þitt, eins og eg he^i eyðilagt mitt, giftu þig ekki manni, sem ekki elskar þig — eins og eg hefi gert.” “Uss, uss!” sagði Nelly skelkuð. “Þér skjátlar algerlega.” Lafði Wolfer hló beiskjulega. “Eg hefi nú þegar sagt svo mikið, að eg vil helzt segja þér alt,” sagði hún og yfti öxl- um. “Þetta var skynsamleg gifting. Við — foreldrar mínir voru — fátækir, og þetta var góður ráðahagur fyrir mig. Það var alls ekki talað um ást — alls ekki!” Hún hló aftur þeim hlátri, sem kom Nelly til að hrökkva við. “Þetta var blátt áfram verzlun. Slíkar verzl- anir eiga sér stað á hverjum degi á giftinga- markaðinum okkar. Eg var eins saklaus og þú, Nelly. _Alt ytra skrautið, nafnbótin, staðan, stóra 'húsið, auðurinn — alt þetta vilti mér sjón. Eg hélt að eg yrði ónægð og glöð. Aðrar ung- ar stúlkur höfðn gert það sama og eg, og þær voru ga?furíkar — að því er scið verður. En eg hlýt að vera öðruvísi en þær. Eg varð þreytt og leið á öllu þessu — af nafnbótinni, stóra fallega liúsinu, af demöntunum og öllu, áður en liðinn var mánuður. Eg þráði eitt- hvað annað, eg vissi ekki hvað það var — ó jú, eg vissi það! Eg vissi það! Eg þráði ást — þráði það, sem allir hæðast og hlægja að.” . Hún kreisti hendumar fast saman og laut niður að eldinum, og Nelly féll ó kné við hlið hennar, föl og í ákafri geðshræringu, án þess “Um stund revndi eg að umlbera þetta, að lifa þessu þreytandi, tóma lífi, en að lokum gat eg ekki þolað það — og leitaði sefunar og skemtana í heiminum fyrir utan mitt eigið heimili. , Menn álitu mig hygna og gáfaða. Eg gat skrifað og talað — og svo fleygði eg mér inn í kvennréttinda hreyfinguna og varð framfara kona,” Hún hló aiftur. “Eg var hafin til skýjanna, lirósað og smjaðrað, og eg fann hve heimskulegt þetta var. En mér fanst það vera eina ráðið, til þess að geta gleymt sjálfri mér og þrælkun minni. Það var að 'minsta kosti afsökun fyrir mig til að fara út úr húsinu, til þess að ama ekki þeim manni, sem hafði keypt mig, með nærveru minni — bann, sem að eins leit á mig sem þá persónu, er stjórna átti heimili hans, taka ó móti gestum lians og leika hið nauðsynlega hlutverk í lians opinbera lífi.” • v “Ó nei— nei— þér §kjátlar — þú lítur al- veg öfugt á þetta,” sagði Nelly alvarleg. En lafði.Wolfer virtist ekki hafa heyrt orð hennar. “Eg liefði átt að vita að þetta mundi ekki hjálpa mér til lengdar. Og nú er úti um það — nú verður það að taka enda — eg þoli ekki þe£ta líf lengur. Eg get ekki — get ekki — og vil 'ekki. Eg hefi að eins eitt líf —” “'Ó, þegiðu — þegiðu,” bað Nelly. “Þú lítur alveg öfugt á þetta — eg veit það — eg er viss um það! Þú heldur að hann skeyti ekki uim/þig. En hann gerir það — hann ger- ir það. Ef þú hefðir séð andlit hans í kvöld hefðir lieyrt rödd hans —” Lafði Wolfer leit hálfspyrjandi, hálf kvíð- andi á hana, svo hristi hún höfuðið og brosti beiskjulega. “Nei, mér skjátlar ekki,” sagði liún. “Nú veit eg hvað ást er — loksins! Hún bendir mér — eg hefi veitt henni mótstöðu — guð veit eg hefi barist hart á móti henni — eg liefi ýtt henni frá mér með báðum höndum, en kjarkur minn hefir brugðist mér núna og—” Nelly greip handlegg hennar og hristi hann. “Ó, við hvað áttu?” spurði hún með vakn- andi kvíða. Lafði Wolfer hrökk við, og losaði sig með hægð úr greipum Nellys. “Eg — eg held það sé þín nálægð hérna, sem hefir komið mér til að efast og hika v— sem liefir komið mér til að sjá alvöruna í því, sem eg vii gera. 1 hvert skifti sem eg lít á þig og heyri þig tala, minnist eg þess, að eg var einu sinni jafn saklaus og þú. En nú get eg ekki beðið lengur; eg varð að taka áform mitt, og nú liefi eg gert það. ” ^ Hún stóð upp og byrgði andlitið með hönd- unum sínum fáar sekundur; svo lét hún þær siga niður og sagði andvarpandi með uppgerð- arbrosi: “Farðu nú, Nell. Eg vildi að-eg hefði ekki sagt eins mikið og eg hefi gert — en hver getur veitt þínu göfuga, blíða hjarta mót- stöðu?” “Hvað er það, sem þú hefir áformað að gera?” spurði Nelly afar lágt. Lafðin blóðroðnaði fyrst, en svo hvarf roð- inn smátt og smátt og andlit hennar varð aft- ur fölt og þreytulegt. “Eg get ekki sagt þér það, Nell,” svara^i hún. “Þú færð að vita það nógu snemma. Og þegar þú færð að vita það, þá máttu ekki hugsa of illa um mig þú verður að minnast þess, live mjög eg hefi þjáðst, hve hart og óþjált líf i mitt liefir verið — hve nijög eg hefi þráð eitt cinasta ástríkt orð, eitt einasta ástríkt augna- tillit — að eg hefi barist á móti forlögum mín- um, og að eins lótið undan, af því eg gat ekki þolað þetta lengur? Ó, farðu nú, Nell —” , “Leyfðu mér að vera hjá þér í nótt! Eg ' get sofið á legubekknum — eða á stólnum við lilið þína —” bað Nelly kvíðandi, en með inni- legri samhygð. “Eg veit að þú hefir alger-- lega rangt fyrir þér. Eg vildi að eg gæti sann- fært þig! Eg vildi að eg gæti sagt þér hvað c-g só í a^ugum lávarðar Wolfers þegar liann surði eftir þér í kvöld —” Lafði Wolfer hristi höfuðið. “Það er þér sem skjátlar,” sagði hún, og nú er það of seint. Nell, þú skalt ekki vera hjá mér. Eg hefði ekki átt að segja svona mikið, Nell; gleymdu ekki mér og minni ógæfu, og láttu hana vera sem aðvörun fyrir þig, ef þér nokkru sinni kæmi til hugar að giftast manni, sem ekki elskar þig og sem þú ekki elskar. En nú verður þú að fara Nell. Eg er svo 'þreytt.” Nelly gekk til hennar, lagði handlegg sinn um háls hennar og vildi kyssa hana, en lafðin ýtti henni blíðlega frá sér og snéri andlitinu frá henni. “Nei, kystu mig ekki,” sagði hún lágt. “Þú munt bráðum gleðjast yfir því að þú gerðir það ekki. Hinkraðu við — fáðu mér blómið,” sagði hún og rétti ihendina eftir því, en snéri ávalt andlitinu frá Nelly. Nelly hrökk við; liún sleit blómið frá brjósti sínu, eins og það væri eitrað, og fleygði því í eldinn; lafðin yifti öxlum kæruleysislfga, snéri sér við og horfði á blómið brenna. Nelly stundi og gekk út. Hvað átti hún að gera ? Hún vissi að vin- kona sín stóð á barmi hyldýpis; en hvernig átti hún — Nelly — að frelsa hana og hindra hana frá falli? A leiðinni upp til herbergis síns heyrði hún fótatak í ganginum, laut yfir brjóstriðið og sá lávarðinn ganga frá lestrarherberginu inn í dagstofuna. Henn datt í liug að fara ofan og segja honum — hvað? Hvemig gat hún sagt honum það? Hún þorði það ekki? Lávarður Wolfer gekk inn í dagstofuna, stóð kyr við eldinn og starði á liann þunglynd- islega. Hann hugsaði um blómið, sem hann sá fyrst hjá konu sinni, svo lijá Sir Arehie og seinast hjá Nelly. Hann luigsaði líka um roða og geðshræringu ungu stúlkunnar, þegar hann spurði hana hvar hún hefði fengið það. Hann þekti Sir Arehie, þekti hann og hans líf betur, en Sir Archie grunaði. Þessi maðui: var al- -mennur siðleysingi; hann gat ekki elskað al- varlega, var jafn hverfull og vindurinn. Skyldi hann hafa fest augnabliks ást á Nelly? Það er ótrúlegt, en þó getur það verið; því þótt Sir Archie hafi daðrað við konu í marga mánuði, gat hann auðvitað alt í einu farið að ,daðra við aðra, sem bæði var yngri og fegurri. Lávarður Wolfer stundi og gekk inn í hlið- arklofann, þar fór hann ósjálfrátt að flytja ým- islegt til á skrifborðinu. Svo kom liann auga á bókina, *sem lá á blómakerinu, hamTtók hana hugsunarlaust til að láta hana í sitt pláss í skápnnm, en opnaði hana ó leiðinni og þá datt úr henn pappírsmiði á gólfið, hann tók hann upp og las það, sem á hann var skrifað, stóð svo hreyfingarlaus með skjólfandi varir og horfði á gólfið. Hve lerigi liann stóð þannig, vissi hann ekki, en hrökk við þegar liann heyrði fótatak. Hann lagði miðann aftur innan f'bókina og lét hana á bíómakerið, svo flýtti hann sér á bak við dyratjaldið. Hann bjóst við að sjá konu sína koma, en í stað hennar sá hann Nellv ganga að blóma- ikerinu. Hún var föl og kvíðandi á svip og leit í kringum sig. Svo opnaði hún bókina, tók 'blaðið og las það sem skrifað var á því. Hann sá andlit hennar blóðroðna og svo fölna, og hún studdi sig við borðið eins og hún væri hrædd um að detta. Litla stund stóð hún þar hreyfingarlaus, tók svo blaðið og stakk því í vasann, lét bókina detta á gólfið, án þess að faka eftir því og yfirgaf svo herbergið með l'ægð. Wolfer fór á eftir lienn upp stigann, eins og hann lilýddi skyndilegúm innblæstri. Hann vissi að hún hafði ekki séð hann, og grunaði ekki að hann elti hana. Við endann á ganginum stóð hann kyr og horfði kvíðandi á hana. Skyidi hún ætla að fá konu hans blaðið? En liún nam ekki einu sinni. staðar við dyr lafðinnar, en gekk til síns herbergis. Svitinn brauzt út á enni hans, en hann þurkaði hann af sér með skjálfandi höndum, horfandi á herbergisdyr konu sinnar. Átti hann að fara inn og tala við hana? Atti hann að spyrja hana blátt áfram, hvort miðinn væri til hennar eða Nelly? Honum fanst það svo viðbjóðslegt að ásaka ungu stúlkuna eða graná liana sem lionum hafði virst, svo saklaus og hrein — og þó — hafði hún ekki gengið beint að bókinni og opnað hana, eins og hún ætti von á einhverju í henni. i Eins og í draumi gekk liann inn í lestrar- stofuna, hné þar niður á stól og fól andlitið í höndum sér. Hvað átti hann að hugsa og hverju átti liann að trúa ? -------o------ 22. Kapítuli. Nelly stóð í miðju herberginu og hélt á miðanum í hendinni, sem hún hafði lesið; svo gekk hún að rafljósinu til að lesa hann aftur. Þur var skrifað: “Eg get ekki beðið lenguh. Þér getið ekki sagt að cg hafi verið óþolinmóður, að eg hafi ekki rogast með óvissuna ein)s lengi og mér var mögulegt. Ef þér elskið tnig, ef þér þorið að trúa mér fvrir yður, verðið þér þá samferða á morgun. Guð veit að eg vil gera yður gæfu- ríka. Þér getið ekki verið undir þessu þaki með manni, sem ekki skeytir um yður. Eg kem kl. 7 í fyrramálið, þá getum við náð morg- imbátnum. Hugsið ekki um farangur, við get- um keypt alt hins vegar við ihafið. Hikið ekW — í hamingjunnar bænum! Verið þóv tilbúnar og bíðið mín þegar kl. slær. Hikið ekki! Lífsgæfa okkar beggja liggur í yðar höndum! Archie”. Nelly hné niður á stól, staði á vegginn og M/* •• 1 • timbur, fia Wyjar vorubirgðir tegundum, timbur, fjalviður af öllum < geirettur og al»- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. Limited HENRY AVE. EAST WiNNIPEG Automobile og Gas Tractor Sérfræðinga veröur meiri þörf en nokkru sinni áður i sögu þeesa lands. Hví ekki aö búa sig undir tafarlaust? Vér kennum yður Garage og Tractor vinnu. Allar tegundir véla — L head, T head, I head, Vatve in the head 8-6-4-2-1 Cylinder vélar eru notaðar við kensluna, einnig yfir 20 raf- magneaðferðir. Vér höfum einnig Automobile og Tractor Garage, hvar oer getið fengið að njóta allra mögulegra æfinga. Skóli vor er *a eini, sem býr til Batteries, er fullnægja kröfum tímans. Vulcan.ring verksmiðja vor er talin að vera sú lang- fullkomnasta í Canada á allan hátt. Áranguiinn af kenslu vorri hefir oss til mikillar ánægju sann- fært bæði sjálfa oss og aðra um að kenslan er sú rétta og sanna. —Skrifið eftir upplýsingum—allir hjartanlega velkomnir til }>ess að sko&a skóla vorn og áhöld. GARBUTT M0T0R SCH00L, Ltd. City Public Market Building. CALGARY, ALTA. HIN EKTA SAMUEL DRUMHELLER KOL MILLS & COMPANY Ltd. Einka-umhoðssalar PANTANASKRIFSTOFA: Cor. Portage Ave. East & Main St. (Gagnvart Bank of Montreal) YARD: McPhilips St. og Notre Dame Avenue A-3239 A-1597 A-3569 reyndi að hugsa; en fyrstu mínúturnar bönn- uðu hræðslan og sneypan henni það. Hún hafði að sönnu lesið um eitthvað líkt þessu, en það er alt annað að lesa um viðburði, en að vera vitni til þeirra. Hún var næstum eins hrædd og sneypt, eins og miðinn væri skrifaður til henn- ar. Hún áleit samt rétt af sér að lesa hann, því hún fann að forsjónin hafði ákveðið, að hún skyldi standa á milli lafði Wolfer og ógæf- unnar, sem Archie ætlaði að leiða hana í. En hvað átti hún að gera? Átti bún að sýna lafðinni miðann og grátbæna hana um að neita Sir ATcliie? Nei, það mátti hún ekki gera, lafðin mundi ekki geta veitt orðum hans mótstöðu. En fyrst hún sýndi henni ekki mið- ann, hvað átti hún þá að gera. Sir Archie yrði í lestrastofunni kl. T; liann mundi spyrja eftir lafðinni, hún mundi fara inn til hans, og Nelly hrylti við hugsan þessari og fór að ganga fram og aftur um gólfið. Um- í'ram alt varð að dylja sannleikann fyrir lá- varðinum; konu hans varð og átti að frelsa. Áslgkomulagið var hræðilegt fyrir unga og óreynda stúliku; en þrátt fyrir það, gat bréf- ið ekki haifa lent í betrí höndum en Nellys, því hún var kjarkgóð og ekki hrædd um sig. Sá kjarkur sem lá og mókti í huga Nellys, bjóst nú til bardaga fyrir gæfu vina sinna. Henni þótti mjög vænt um konuna, sem hafði trúað henni fyrir hugarangri sínu, og hún vildi frelsa hana. En hvernig? Sir Archie kæmi kl. 7, og lafði Wolfer mátti ekki vita um komu hans, og það varð að láta hann fara, sannfærðan um von- leysi sinnar ógæfusömu ástar. ^íelly gekk fram og aftur án þess að hugsa nm þreytu og svefn, og óafvitandi um það, að lávarður Wolfer hlustaði á fótatak hennar í 'herbergi sínu, og skoðaði óró hennar og geðs- hræringu á sinn hátt. Stundum datt henni Drake í hug og sín eigin ástarsaga. Ást! það orð ómaði eins og háð, gildra eða svik. Var þá enginn góður maður til í heiminum? Drake Ihafði álitið sig elska hana, þangað til lafði Luce dró hann aftur t.il sín, og — hve lengi mundi Sir Archie elska þessa ógæfusömu konu, ef hún léti að óskum hans? Klukkan á arinhillunni sló fimm, og Nelly, sem var afar þreytt, fleygði sér á rúmið. En hún var naumast búin að loka augnnum, þegar henni datt í hug hvernig hún ætti að hjálpa lafði Wolfer. Hún roðnaði og hrylti við þessu, en ákvað'v að ganga gegnum þessa eldraun. Lafði Wol- fer hafði verið henni góð, og Nelly ásetti sér að frelsa hana, hvað sem það kostaði. Áður en kl. sló 7 stóð hún upþ. Hún fór úr eparikjólnum o<g í ferðafatnað, lét á sig hatt og fór í jakka, og gekk hægt ofan í lestrarstofuna. Ein af stúlkunum var að sópa ganginn, og leit undrandi á Nelly.- “Eg býst við Sir Arehie kl. 7,” sagði Nelly. “Viljið þér segja honum að fara inn í lestrarstofuna. ’ ’ Iíún talaði rólega og kæruleysislega, og hnepti glófunum sínum á meðan hún gékk á- fram, og stúlkuna grunaði ekkert, því í þessn húsi komu menn og fóra ýmislega búnir. V

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.